Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
VÁ! Sjáið þetta hús?
10.3.2009 | 13:35
Sko þetta hús mundi ég kaupa á X tíma ef ég ætti
pening. þetta er með fallegri húsum sem til eru og
ekki skemmir staðurinn.
Höfuðstöðvar Baugs á Íslandi Árni Sæberg
// Viðskipti | mbl.is | 10.3.2009 | 11:53Baugur: Segja fullyrðingar banka rangar
Forstjóri og aðstoðarforstjóri Baugs Group segja það rangt hjá fulltrúum Glitnis og Íslandsbanka að halda því fram að stjórnendur Baugs hafi meðvitað blekkt kröfuhafa Baugs Group og lagt fram villandi upplýsingar. Segjast þeir ekki skorast undan því að ræða opinskátt um fjárhagsstöðu og málefni Baugs
Hef sko ekkert vit á þessu rugli, en mundi nú alveg
vera til í að einhver innleiddi mig í málið.
Fá nokkra myndarlega menn/konur til úrskýringa og
þeir sem segja aðra ljúga upp á sig sitji fyrir svörum.
Það yrði flottur þáttur.
Baugur: Segja fullyrðingar rangar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Eigi skuluð þið hneykslast elskurnar.
10.3.2009 | 08:48
Íbúðalánasjóður var langstærsti innstæðueigandi í fjárfestingarbankanum Straumi, sem yfirtekinn var af Fjármálaeftirlitinu í gærmorgun. Ég gef það ekki upp nákvæmlega, enda erum við ekki vön að gera það, en þetta skiptir milljörðum," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri sjóðsins. Mögulegt tap ríkisins vegna innstæðna í Straumi gæti því orðið tilfinnanlegt, hvar í ríkisreikningum sem það hafnar á endanum, dugi eignir ekki fyrir innstæðum.
Samkvæmt áhættustýringu ber okkur að hafa til reiðu ákveðið fjármagn til að svara skuldbindingum sjóðsins vegna afborgana af okkar lánum og eins fyrir væntanleg útlán. Þetta lausafé ávöxtum við á markaði, í fjármálastofnunum, með ríkisbréfum eða í seðlabanka eftir atvikum. Hluti af því var í Straumi. Þar áttum við hagsmuna að gæta," segir Guðmundur.
Hvað skyldi þetta gera? jú örugglega eitthvað á þá leið:
" Því miður þá verður að hætta við ??????????."
Sko við bara vissum ekkert um þetta, (kjaftæði)
Þeir koma alltaf af fjöllum, blessaðir.
Vitið hvað mér dettur í hug, jú það sem ég hef verið að
hugsa um í þó nokkurn tíma undanfarið.
Tölvuleikir, hef verið að skoða þá þetta er rosa spennandi
mikil ósköp, maður safnar þessu og hinu og verður ríkur á
nóginuuuuuuuuu, bara að syngja það.
Þeir eru svo sætir og góðir margir hverjir þessara leikja, þú
græðir svo og svo mikið ef þú gerir eitt og annað og ert stillt
og ekkert kemur fyrir hjá þér, mörg gull eða einhvern annan
gjaldmiðil færðu ef svo er.
Nú allt í einu átt þú fyrir húsi og svo öðru sem þú legir út og
þarft bara ekkert að vinna frekar en þú villt.
Síðan er það sko ef þú gefur mér þá hjálpa ég þér og öfugt.
Dadaradadada er búin að eignast snekkju, bíla, hús, verslanir
er orðin svo vel kynnt að ég fékk bara biljarða í vasan til að
kaupa allt sem mig langaði í, ligga ligga lá, Jejeje.
'Eg veit ég hljóma kolkreisý, en hafið þið skoðað þessa leiki?
Mér detta þeir alltaf í hug þessa daganna er blauta tuskan
skellur í andlitið á mér trekk í trekk.
Skildu þessir ráðamenn okkar hafa iðkað mikið þessa leiki.
Mér skilst að fólk sé látið í meðferð við kvilla þessum.
Íbúðalánasjóður átti milljarða hjá Straumi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
9.3.2009 | 19:01
En ég er ekki farin að sofa samt strax, Nei nei.
Langar að hafa þetta myndablogg í kvöld.
Litla ljósið mitt að sýna griplurnar sem Guðrún Emilía
heklaði og setti þennan líka flotta dúsk á.
Hér eru einar bleikar sem Sigrún Lea prjónaði, svo eru
táneglurnar í stíl.
Þetta er boðskortið í tíu ára afmæli Viktoríu Ósk
búin að reyna að stækka hana meir en tekst ekki.
Það er sama með þessa mynd get ekki stækkað hana meir
en trúlega er það vegna þess að ég stal þeim af facebokk
hjá tengdasyninum.
Themað í afmælinu var rock thema og allt hið glæsilegasta
að vanda hjá henni Millu minni.
Þetta er Guðrún Emilía mín þessi elska.
Og þetta er Sigrún Lea þessi elska.
Þær voru nefnilega allar hér þessa helgi og það var mikið
prjónað, heklað, hlegið og brallað.
Þetta er eldhúsglugginn hjá mér. Geðslegt.
Og þetta er út um stofugluggann þið sjáið að ekki er útsýnið mikið.
tekin út héðan að framan, sú sem á jeppann þarna komst ekki
á honum í vinnuna í morgunn og það er ekki búið að moka hjá
okkur, vonandi verður það í kvöld.
Jæja er ekki komið nóg í bili.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Guð hvað ég hef verið græn.
9.3.2009 | 10:52
Sko ekki framsóknargræn heldur saklaus/græn, það er
reginmunur á því.
Get svarið að ég hélt að þessir menn væru svo heiðarlegir
og allir hinir einnig, nenni nú ekki að byrja að telja þá upp,
það yrði langur listi manna sem bæði ég og margir aðrir
trúðu á.
Eigi er það nú neitt skrítið að við hinn sótsvarti almúgi trúi
er forsætisráðuneytið trúði að þeir væru með eftirlitið undir
stjórn Seðlabankans í lagi allir brugðust þeir sem áttu að
veita strangt eftirlit með bönkunum.
Hvað kemur svo upp úr skítnum, menn hafa bara verið að
leika sér, sko ekki með hundruðir af miljónum heldur með
þúsundir af miljörðum sem þeir áttu ekkert í og það var
bara sagt gerið svo vel elskurnar kaupið bara snekkjur,
flugvélar og hvað eina sem ykkur dettur í hug.
Og svona hefur fjármálaóreiðan verið á öllum sviðum
í tuga ára.
drullist út úr glerhúsunum og sjáið raunveruleikann bæði
ríkisstjórn og aðrir þeir sem hlut eig að máli.
Fjandinn hafi það maður er búin að fá hvert kjaftshöggið á
fætur öðru síðan í okt. og ætíð taldi maður vera skýringar
á þessu og hinu, en nú og fyrir löngu er miklu meir en nóg
komið.
Við viljum peningana heim og við viljum lifa mannsæmandi lífi
og ekki borga sora skuldir óreiðimanna.
Ríkið tekur Straum yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þvottavélin hvað?
9.3.2009 | 08:40
Ég má nú til að koma inn á þessa frétt þó síðan í gær sé.
Tel ég nú að eigi sé hægt að setja ástæður fyrir frelsi
kvenna undir einn hatt.
Fékk ég til dæmis mína fyrstu þvottavél 1962,þá ekki
sjálfvirka en rosa flotta, ekki sauð hún tauið, þvottapott
varð að nota einnig, fyrir utan að manni var kennt að
leggja í bleyti fyrst, síðan var skolað í bala.
Aldrei þótti mér neitt leiðinlegt að þvo þvottana, en að
vaska upp fannst mér hræðilega ömurleg vinna, þó
uppvöskunarvél ég eigi hafi fengið fyrr en nú fyrir3 árum.
Sjálfvirka þvotta vél fékk ég 1971 og þá einnig strau vél,
þvílíkur lúxus, en það veitti mér ekkert frelsi.
Það er misjafnt hvað konur hver fyrir sig kalla frelsi, ég
taldi það frelsi er ég fór ein til Reykjavíkur á til dæmis
kvennafrídaginn eða bara til að fara í búðir, sýna sig og
sjá aðra, en auðvitað gat maður þetta ekki alltaf það
voru börn og heimili sem þurfti að taka tillit til sem maður
að sjálfsögðu verður að gera og ekki sá ég eftir þeim
tíma elskandi börnin mín heitara en allt annað.
Frelsi tel ég vera mest í því fólgið er þú sjálf tekur að
skarið og stjórnar þínu lífi, það er frelsi er engin er með
kröfur á þig umfram bara þær sem eðlilegar eru, en aldrei
þarf að ræða um, þær bara flæða með í lífinu.
Maður finnur friðinn og hamingjuna.
þetta er að mínu mati frelsi.
Þvottavélin frelsaði konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir svefninn.
8.3.2009 | 21:14
Vitið að það er svo margt að gerast að dagurinn er á
enda áður en maður veit af.
Talið að stjórnmálin séu í góðri endurnýjun, en betur
má ef duga skal.
Viðhorf gamla tímans.
Upp var ég fæddur og alinn á sveit,
aldrei bóklega fræðslu leit,
en margt um kálfa og kýr ég veit,
kapla og sauðahjörð,
kenni hvort moldin er köld eða heit,
kostarýr eða mjúk og feit,
mói eða mýrarjörð.
Rakað hef ég og reyrt í bönd,
rutt og grafið með styrkri hönd.
veggi hlaðið og veitt á lönd.
vann á meðan ég gat.
Lögmál nam ég á lífsins strönd:
Leggðu fram þína krafta og önd.
Fyrir það færðu mat.
Löngum hafði ég lítið kaup,
lærði að forðast mas og raup,
aldrei þó fyrir krónum kraup,
en kindum fjölgaði skjótt.
Á hjörðinni minni var hornahlaup,
hrúga af gulli í skaut mér draup
hverja níundu nótt.
Ástundun gefur auðsins mátt.
án þess að nota plötuslátt,
hagsýni getur í húmi og nótt
hyggindaljósin kveikt.
Ég vann af kappi en hafði ei hátt,
hirti í kyrrþey margt, sem var smátt
og fávísir menn höfðu fleygt.
Bjargálna er ég og betur þó,
björgin var sótt með herfi og plóg,
er breyttu í akur mýri og mó
og moldinni gáfu kraft.
Þeir fiska aðeins sem fara á sjó.
farsæld það aldrei neinum bjó
að kveina og nota kjaft.
Öldin nýja af öfgum rauð,
orkurúin og viljasnauð,
hótar byltingu, heimtar brauð,
hatar iðni og þrótt.
Segir ég hafi með svikum auð,
sem og ríkjandi lögmál brauð,
í sveita annarra sótt.
Ég segi og skrifa mitt er mitt,
maður hver á að hirða sitt,
og ekki hefi ég ágirnst þitt
eða lifað á krít.
Við samviskuna er sál mín kvitt,
og silfrinu steypi ég heldur í pytt
en heimskingjans botnlausu hít.
Ólafur Jónsson.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þetta kom á óvart.
8.3.2009 | 18:43
Var einmitt að horfa á viðtalið hjá Sigmari við Ingibjörgu
og var að dáðst að henni fyrir dugnaðinn.
Megir þú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fá heilsuna aftur, svo
þú getir komið aftur og einnig notið lífsins með þínu fólki.
Ljós og kærleik sendi ég þér og þínum
Milla.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hugleiðing á sunnudagsmorgni.
8.3.2009 | 09:35
Hef nú eigi heyrt það vitlausara, bílar í farbann, kona
sem ætlar til Noregs með Norðrænu á vit nýrra atvinnu
fær ekki að fara með bílinn sinn úr landi, bíllinn er 3 ára
og hefur hún aldrei verið í skuld með hann, á eftir að
borga í þrjú ár og þeir, það er Tryggingarnar vilja ekki
leifa bílnum að fara úr landi, ræfillinn er kyrrsettur þó
hann hafi aldrei gert neitt af sér.
Datt í hug alla þá sem fara í sumarfrí á sama hátt og
með bíla áláni, er það þá heldur ekki hægt?
Vitið hef bara aldrei heyrt það asnalegra.
Jæja ég sit hér og er ég horfi út um gluggann það sem ég
sé er bara í næsta hús, það er stórhríð, rok og ekki neinum
út sigandi, en man ég það nú verra er yngri ég var þá var sko
hægt að tala um óveður, þetta eru svo sem engin veður í dag.
Undanskil þó fjallvegi.
það sem gleður mig mest í dag er að lesa um alla þá sem sátu
þing í góðærinu, hruninu og svo núna sem á að heita einhver
gæðastjórnun og hjálp í þessu og hinu sem engin sem minna
mega sín verður var við.
Flest þetta yndislega fólk ætlar að sitja áfram búið að raða á lista
eða kjósa í prófkjöri svo eru allir bara undur ánægðir með úrslit
þeir munu bæta sig núna þessir menn.
Talað er um sóknarfæri í mínu kjördæmi, hægan var ekki búið að
sjá þau áður?
Gaman verður að tala saman eftir 4 ár, því ég verð nú bara að
viðurkenna að ég treysti ekki neinum flokkum til þeirra verka
sem þarf að leysa núna. Getur einhver sannfært mig?
Gleðilegt er einnig að Barbie er 50 ára í dag, hugsið ykkur og
hún er en jafn vinsæl.
Dætur mínar léku sér við Barbie síðan eru barnabörnin að því núna.
Frábært til hamingju Barbie.
Jæja nú er það sjæninginn, maður getur ekki setið svona
í allan dag.
Knús á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
7.3.2009 | 21:09
Dagur er að kvöldi kominn búið að borða, sneiða rúgbrauðið
og það komið í frystiskápinn.
Hér er búið að vera mikið fjör í dag, var með fatakynningu
og einnig kom Ósk og var hún að kynna grafin ufsa og sósu
sem hún gerir sjálf, ristað brauð hafði hún með, þetta er
betra en grafin lax.
Gísli minn var í því að hella á kaffi og uppvarta okkur, eins og
ég hef sagt áður þá veit ég ekki hvernig ég færi að án hans.
Við fórum að tala um hollustu og allskonar aðferðir til að grenna
sig, eins og allir vita þá er sú aðferð bara til í okkar heilabúi.
Þar byrjar allt það sem við viljum gera.
Spurningin er bara sú: ,, hvort vill maður gera eitthvað í sínum
málum og hafa það gott í ellinni eða gera ekki neitt og enda í
hjólastólnum á elliheimili?"
Okkar er valið.
Ferðalagið.
Ég get ekki sagt þér hve leiðin er löng.
Ég las engin rastarmerki.
Mér fannst hún sem barni bæjargöng,
er býst það um nótt frá verki.
En ef til vill var hún engu lík
og einstæð af sorg og gleði
Ég lifi upp oft þá undraferð,
er andvaka ligg á beði.
Ólafur Jónsson
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleymi bara að blogga.
7.3.2009 | 12:34
að blogga, shitt er nú ekki í lagi, sko svaf til 8 í morgun
og er eiginlega búin að vera á fullu síðan.
Vona að það verði fullt hús hjá mér í dag ekki í pókernum
heldur á kynningunni.
Læt heyra í mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)