Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hamfarir sem hefðu ekki átt að gerast.

Ég veit um stað þar sem ekki þótti ráðlegt að grafa
eða skipta um jarðveg vegna hættu á hruni og þá var
það ekki gert, þar var gripið til annarra ráða.
hefði ekki verið hægt að gera það þarna, en allt fór
vel og guð veri með þessu fólki öllu saman.

Sendi ykkur ljós og kærleik.


mbl.is Sjö bjargað í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þær standa saman konur á þingi.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir nýja stjórnarskrárnefnd stríða gegn anda jafnréttislaga og vill að þingflokkarnir endurskoði tilnefningar í nefndina, þar sem sitja nú átta karlar og ein kona. Konur úr öllum flokkum taka undir þessa kröfu.

Flott að þær skulu standa saman konur sama í hvaða
flokki sem þær eru.
Það er að sjálfsögðu fyrir neðan allar hellur að karlremban
skuli halda áfram bara eins og þeir séu einir í heiminum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir þetta senda skilaboð um ójafnræði milli karla og kvenna. Það þurfi að breyta viðhorfum í þessu máli eins og öðrum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir karla hafa skrifað gömlu stjórnarskrána og nú sé komið að konunum.

Já þeir gerðu það svo sannarlega og það er komið að
konunum. við erum alveg jafn færar og þeir, ef ekki betri
.

Flokkarnir tilnefndu sjálfir í nefndina, Sjálfstæðisflokkurinn valdi fjóra karla, Samfylkingin tvo, Vinstri grænir einn, Frjálslyndir einn en Framsóknarflokkurinn skipaði Valgerði Sveirrsdóttur sem er því ein kvenna í nefndinni.

Þetta var sko alveg eftir öllum reglum eða hitt þó heldur.
Framsókn ætlar sér lengra en nef þess nær í komandi
kosningum, tilnefnir því konu.
Hinir hugsa ekkert og tilnefna því bara karlmenn, ja hérna
þvílíkir karlmenn.


mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta líkar mér.

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar mbl.i dag.

//

Halda verður áfram að lækka launakostnaðinn

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í setningarræðu sinni í morgun á landsþingi sambandsins að halda yrði áfram að lækka launakostnað. Formaðurinn er mótfallinn skattahækkunum.

Maðurinn talar eins og mér líkar, ekki að það komi
málinu við hvað mér líkar og ekki líkar, en það er svo
hárrétt að skattahækkanir pína bara landann.

Hann sagði alla starfsmenn sveitarfélaga hafa lent í kaupmáttarrýrnun eins og aðrir launþegar en margir hefðu aukið við þá rýrnun með því að taka á sig beinar launalækkanir. „Við höfum ekki gengið þann veg til enda," sagði formaðurinn.

Það er bara hið besta mál það er ef þeir fá ekki tekjur
frá öðrum sprettum.

Hann kvaðst telja að varlega þyrfti að fara í skattahækkunum þar sem rauntekjur fólks hefðu minnkað mikið. „Við verðum að grípa til ráðstafana sem örva atvinnulífið og þær ráðstafanir felast ekki í aukinni skattheimtu af hálfu hins opinbera.

Þarna er komið inn á það sem er mest um vert og gerir í raun
mest fyrir fólkið okkar það er vinna, vinna og aftur vinna.
Enga skattpíningu af neinu tagi meir, það er bara alröng stefna.

mbl.is Halda verður áfram að lækka launakostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunnöll.

Vaknaði klukkan sex í morgun, sá að hundurinn hringaði sig
til fóta að vanda, Gísli svaf við hliðina á mér að vanda og
hvað er svo meira að vanda? Jú að ég teygði úr mér svona
rétt til að fá blóðið til að streyma, sá við hliðina á mér gerði
eins, herma eftir Nei nei bara láta vita af sér, og svo hvað?
segjum eigi frá því.

Núna klukkan níu er ég að fara í þjálfun síðan ætla ég að
reyna að komast inn í Apótekið, trúlega tekst það hann
þessi elska sem ég hef afnot af ekur alveg upp að dyrum
svo ég get bara labbað beint inn," LÚXUS" enda er hann
þessi elska lúxus og kann ég svo undurvel að meta hann.

Trúlega legg ég mig aðeins um miðjan daginn því svo koma
englarnir mínir, þær mæðgur frá Laugum í kvöld.
Það verður haldið upp á afmæli um helgina hjá Millu minni.

 Annað kvöld verður kjúklingaveisla o la míó míó, alveg
upp á gamla mátann, heilsteiktir með smjörsteiktum
papriku kartöflum, rjómasveppasósu og sallati.
Eftirmaturinn verður að vali systra.

Held bara að ég sé betri í dag en í gær og það gerið kanillinn,
hunangið, Chillý teð, Turmedik og sólhattur.

Eigið góðan dag
Mill
aHeart


Fyrir svefninn, smá röfl.

Hef nú eigi heyrt aðra eins vitleysu, heldur þessi gaur að
það sé þetta sem við þurfum ein matvörubúðin í viðbót?
Ekki aldeilis við höfum Bónus, Nettó, Kaskó og krónuna
svo eitthvað sé upptalið.

Ég fyrir mína parta versla í Kaskó því ég bý á Húsavík, en
nota hvert tækifæri til að versla í Bónus á Akureyri.

Hvað vinnur þessi maður, er hann bara í því að undirbúa
einhverja verslun, hann hlýtur að hafa haft sterkt stofnfé
ef hann vinnur ekkert með þessu. Fyrirgefið þetta vekur
bara undrun mína.

Annars kemur mér þetta ekkert við að öðru leit en því að
á Íslandi bý ég og vill ekki að þær verslanir sem fyrir eru
fari á hausinn vegna þess að einhver gaur opnar búð sem
örugglega allt of margir freistast til að kíkja í, við erum svo
hrikalega nýungagjörn, en aldrei mun ég stiga fæti þarna
inn, það er að segja ef hann getur fjármagnað þetta.

                **************************

Annars er ég bara góð kemur í ljós í fyrramálið hvort þetta
kvef fer á verri veginn eða betri, ég segi betri veginn.

Góða nótt kæru landar
HeartSleepingHeart


mbl.is Jón Gerald kynnir Smart Kaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar dagsins.

Sko þegar allt hringsnýst í hausnum á manni af þessu
kvefi, tala ekki um er ofan á bætast allar þessar útþynntu
fréttir, þá kemur bara hugleiðing.

                       ************************

Danski herinn hikar í samstarfinu, eruð þið undrandi á því
þeir eru ekki vanir svona rugli þar sem er eitt í dag og annað
á morgun. Kippið þessu nú í lag blessaðir ráðamenn áður en
hlegið verður frekar að rugli Íslendinga.

Vona ég svo innilega að ekki komi til að þessi skip þurfi að
koma til hjálpar vegna snjóflóða eða annarra ógna á
Vestfjörðum.

                     ************************

Fjölmargir standa sig vel, en aðrir eiga í erfiðleikum, það er
vitað mál og verður að hjálpa þeim.
Það er verið að tala um að hjálpa öllum og miðast það bara
við þá sem eiga fasteign bæði fasta og á hjólum.
ekki hef ég heyrt að það eigi að hjálpa þeim sem í vandræðum
eru sem ekki eiga fasteign, þeir geta bara farið á kaldann klaka
því eigi hafa þeir efni á að borga af sínu.
hvenær skildi það síast inn hjá þessum háu herrum sem eigi er
annað hægt en að hafa vorkunnsemi fyrir því þeir eiga sko bágt.

Séreignalífeyrissjóðurinn sem samþykkt var að borga fólki út,
má deila um aðferðir í því máli, er bara alls ekki í startholunum 
að borgast út, ríkið er eigi tilbúið með pappíra þar að lútandi.
Mikið er ég fegin að ég náði því aldrei að safna í svoleiðis sjóð.

Skondið finnst mér er talað er niður til fólks og sagt að það
standi sig vel. Sagt er við fólk, þú stendur þig vel, Hægan,
er það ekki það sem allir reyna að gera, ef þarf að hrósa
fólki fyrir að vinna vinnuna sína hvort sem það er á
vinnustað eða heimilinu sínu, má bara segja þetta gengur
vel.
Mest niðrandi setning sem ég veit um er setningin:
" Þú stendur þig ekki nógu vel"

Svo er annað í sambandi við það sem sagt er að margir
standi sig vel, af hverju hefur fólk tækifæri til að láta málin
ganga upp hjá sér?
Jú að því að það hefur vinnu, Takið eftir VINNU.

Vinna er það sem þarf plús það að koma heimilum á núll
punktinn svo að hægt sé að regulera heimilisreksturinn rétt.

Hvað er eiginlega að þessum mönnum, það kemur þeim á
óvart hvað staðan er í raun betri en þeir töldu.

Hún er ekkert betri þó einhver reiknilíkön drulli út úr sér að
sumir "STANDI SIG VEL"

              *************************

Ekki er ég nú hissa að Þingstörfin þenjist út, Nú er svo mikið
að gera í að útunga þessu og hinu því þeir hafa bara ekkert
verið að gera annað en að læra að sitja stólanna sína og bara
að venjast því að vera í stjórn.

           ***************************

Allir tala um að maður eigi þann rétt að fara á kjörstað og er það
mikið rétt, en við eigum einnig hinn réttin að sitja heima og andmæla
þessu batteríi öllu saman, það viðkemur ekki því hvar í tíkinni þú ert
Núna er bara ekki hægt annað en að vera óánægður.
Hvet ég alla þá sem eru óánægðir að gera slíkt.

          ***************************

Eigið svo góðan dag í dag sem alla daga
Mill
aHeart


Fyrir svefninn.

Þegar ég vaknaði í morgun hringdi ég og ætlaði að tala
við litla ljósið sem er orðin stóra ljósið núna, hún var ekki
vöknuð. Milla hringdi svo er hún vaknaði og amma söng
afmælissönginn fyrir hana talaði svo smá við hana, hún
tjáði mér síðan að nú gæti ég kallað hana stóra ljósið mitt.
Ég sagðist myndi gera það.
Þær mæðgur komu svo hingað í kaffi í dag, höfðu með sér
meðlæti úr bakaríinu.
Það var nefnilega verið að ryðja heima hjá þeim og eigi komust
þær fyrir skafli sem var fyrir innkeyrslunni.


prinsessa_809787.jpg
Þetta er stóra ljósið hún Aþena Marey.

En dagurinn byrjaði nú með því að þær komu til mín að vanda
vinkonur mínar þrjár, þær koma alltaf snemma eða um 12 því
þær fara síðan í leikfimi 14.30.

Það er svo gaman hjá okkur handavinnan flýgur upp og
munnurinn þjálfast afar vel.

Ég er að farast úr kvefi, hélt nú kannski að ég hefði bara misst
röddina á laugardaginn, en annað kom í ljós bara þrælslöpp og
má nú ekki við því.
Ætla að fá mér göróttan drukk og síðan upp í mitt yndislega rúm.
hef ég sagt ykkur að ég elska svona kodda, blúndur og dúll
sofna með þetta í kringum mig, síðan er allt komið á gólfið er ég
vakna, svo er ég svo gamaldags að ég sef með dúnsæng og þegar
ég er eitthvað slöpp þá fer ég í hvíta kanínu-ullarsokka, en næstum
ber að öðru leiti nú er ég búin að segja frá því.

Góða nóttkæru vinir og þið hin einnig
HeartSleepingHeart


Frábært í alla staði.

Borgarstjórinn í Reykjavík ætlar ekki að láta miðborgina breytast í draugahverfi þrátt fyrir kreppu. Gömlu húsin neðst á Laugavegi og húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis verða endurbyggð á þessu ári. Útivistarsvæði og auðir verslunargluggar á Laugavegi fá andlitslyftingu

Þetta eru alveg frábærar fréttir og vona ég svo sannarlega
að ekkert bakslag komi í þessar framkvæmdir.

Þetta skapar vinnu fyrir marga og þetta er einnig svo yfirmáta
skemmtileg uppbygging og eins og Hanna Birna segir þá á ekki
að láta miðborgina drabbast niður þó kreppu ástand sé.

Það verður gaman að labba niður Laugarveg, bankastræti og
niður í Austurstræti er þessar framkvæmdir verða búnar.

Hanna Birna það má ekki gleyma þeim sem minna mega sín
.


mbl.is Miðborgin fær andlitslyftingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilneydd segja sumir.

Nei hún er ekki tilneydd, ef hún gefur kost á sér þá er
það á hennar eigin forsendum.
Jóhanna er baráttu kona mikil og fylgin sjálfri sér, svo
mikið að til óefna getur orðið.
Nema eins og mér hefur nú fundist á undanförnu, að
tali hún orðið eins og hinir pólitíkusarnir sem skilja bara
ekkert í framkomu þessa eða hins.

Nei ég er ekki að segja þetta af því að ég sé að setja út
á þessa mætu konu, en allir geta nú breyst.


Kom ég aðeins inn á vanda heimilanna í gærkveldi, ekki er
nú mikið verið að gera til þess að bjarga þeim, allavega
ekki sem ég hef orðið vör við.
Margt og mikið á eftir að gera, vonum bara að það verði hægt
að gera það sem þarf þá meina ég raunverulegar aðgerðir til
að bjarga öllu fólki ekki bara þeim sem eiga íbúð.
Besta lausnin er auðvitað að allir fái vinni.

Eigið góðan dag.


mbl.is Beðið eftir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn, en þeir sem ekki eiga hús.

Ríkisstjórn samþykkti í morgun að hámarksupphæð greiddra vaxtabóta og viðmiðunarfjárhæð vaxtabóta verði hækkuð um 25%. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greindi frá því á fréttamannafundi að komið er í ljós að 14 þúsund heimil eru með neikvæða eiginfjárstöðu.

Langar til að vita hvað á að gera fyrir þá sem eiga ekki
húsnæði,  eru láglaunafólk og er í alvarlegum kröggum.
Vextir eru að sliga fólk og hið háa matarverð, launin duga
ekki fyrir mat hvað þá einhverju öðru.
Hvað á að gera fyrir það fólk, fólk sem á engan séreignasjóð
eða neitt annað en basl ofan á basl.

Langar til að vita hvað upphæðin er há sem reiknuð er út af
Hagstofu Íslands og er talin eðlileg til að lifa af.
Hér er fólk með 130-160.000 á mánuði á það að vera nóg?
nei ég er víst svo græn að ég hélt að maður þyrfti meira.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart


mbl.is Vaxtabætur hækka um 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.