Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Kvöld röfl.
20.5.2009 | 18:59
Jæja gott fólk, mikið fer í gegnum hugann dags daglega,
og endalaust er hægt að finna fram í hugann neikvæðni
og jákvæðni, ég hallast að jákvæðni.
Mér verður hugsað til allra þeirra sem bara ég þekki, sem
eru með alvarlega sjúkdóma, allt frá pínu litlum krílum upp
í fullorðið fólk.
Ég les, fylgist með, tala um, sendir óskir góðar og bara allt
sem mér dettur í hug að komi að gagni, en við vitum að eigi
fara alltaf málin eins og óskað er af þeim sem búa í þessari
vídd.
Alltaf fer það eins og best þykir fyrir þann sem er veikur eða
hvað það er sem kemur fyrir, og er það okkur óskiljanlegt
á stundum, en verðum að læra að sleppa, það er ekki auðvelt,
en nauðsynlegt.
Stórum þykir mér, er foreldrar sem eru með langveik börn
þurfa að berjast við eitthvað kerfi sem situr í föstum ramma
ekkert óvenjulegt má komast inn eða út úr rammanum.
Ætla eigi að ræða það nánar, allir vita sem hugsa eitthvað,
hvað um ræðir.
Það er hægt að taka á mörgu og ég er örugglega ekki hætt,
en núna er ég að fara á Baramba tónleika í skólanum,
Viktoría Ósk mín er að spila þar.
Gefið öllum þeim sem eru í kringum ykkur kærleik og ljós
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sorglegt.
20.5.2009 | 08:09
Alfie Patten búin að vera svo glaður yfir því að eiga þetta
litla barn, svo er því kippt í burtu, hann er ekki faðirinn.
Rannsókn leiddi í ljós að 15 ára gamall unglingspiltur gerði
Chantelle Stedman ólétta.
Sagt er að Alfie sé í sorg yfir þessum úrskurði, hvað hefur
verið að í uppeldi þessa drengs finnst hann 12 ára á
kærustu sem er 15 ára og er hamingjusamur yfir því að fá
lítið barn til að hugsa um, eða þannig.
Fallegir eru þeir á mynd, ekki feðgar, en mikið held ég að það
þurfi að hjálpa hinum unga Alfie, þó ég telji nú að það verði
ekki gert neitt í því.
Fræðið börnin ykkar í tíma.
Tólf ára piltur er ekki faðirinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.5.2009 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kvöld rugl.
19.5.2009 | 20:17
Við stelpurnar á heimilinu sko ég og englarnir mínir
fórum á rúntinn eftir hádegið, svo sem ekkert sérstakt
ég sló því svo fram hvort þær vildu ekki fara til Millu frænku
og ljósanna minna, auðvitað gerðu þær það, en ég fór aðeins
í tölvuna, sem ég var svo að sofna ofan í, í staðin fyrir að dotta
ofan í óþægilegt takkaborðið fór ég bara inn í rúm, ó það var svo
gott að kúrast niður í besta rúm ever.
Svaf til fimm þá var Milla búin að hringja og bjóða í mat, en ég
hringdi til baka og sagði að við gamla settið myndum klára fiskinn
síðan í gær, sem við gerðum og ekki er hann síðri svona smá hitaður
tala nú ekki um ef maður hefur rúgbrauð með.
Þær eru komnar heim og eru að horfa á eitthvað afar hlægilegt í
varpinu, Gísli að horfa á Kastljós að ég held, og ég í tölvunni.
En ég er eitthvað skrítin í dag, búin að grassera kuldi og ónot í
mér í dag, en ég er ekki að fá pest, því það er algjörlega bannað
hef ekki tíma fyrir svoleiðis rugl, bara aldrei.
Smá saga sem gerðist fyrir all mörgum árum.
Mæðgur voru saman í verslun voru að skoða það sem í boði var,
dóttirin sá eitthvað áhugavert, kallaði. MAMMA SJÁÐU, ekkert svar
bara þust að henni og hvæst, ekki kalla mig mömmu hér inni þá
virka ég svo gömul.
Flott saga er það ekki?
Kveldljóð
Ó, þú sólsetursglóð,
þú ert ljúfasta ljóð
og þitt lag er hinn blíðfagri andi,
Þegar kvöldsólin skín
finnst mér koma til mín
líkt og kveðja frá ókunnu landi.
Mér finnst hugsjónarbál
kasta bjarma um sál
gegnum bylgjur þíns dýrðlega roða
Ég geng draumum á hönd
inn á leiðslunnar lönd
þar sem ljóðdísir gleði mér boða.
Jón Trausti.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hef bara ekkert að segja
19.5.2009 | 09:20
Á ekki til orð yfir að Jóhanna vilji og telji að við munum vinna
saman, en að hverju, engar fastar útskýringar á því koma fram,
svo við fjölskyldur munum bara halda áfram að berjast saman
eins og við höfum gert.
Matarverðið hefur hækkað og það þýðir bara að kaupa öðruvísi
inn, baka sjálfur, líka gaman að taka sig saman vinkonur og
fara í stórbakstur, þá er frystikistan nauðsynleg, ekki sakar
að spyrja sjálfan sig að, er maður fer í búðina hvað það er í
raun sem manni vantar, það kemur á óvart hversu mikinn
óþarfa í raun er verið að kaupa, ekki kaupa bara til að kaupa
heldur skoða málin.
Annað sem maður verður að venja sig á það er að henda
aldrei örðu af mat, nýta allan mat sem verður eftir.
Annars hafði ég svo sem ekkert að segja og það sést á mínum
skrifum, en ætla að gefa ykkur uppskrift að samsulli úr afgöngum.
Léttbrúnið lauk á pönnu setjið síðan út í alla matarafganga sem
þið eigi, kannski, 3-4 daga afganga smátt korna + kartöflur ef þær eru til
dassið 0líu yfir, hitið varlega, það má slá út eitt eða tvö egg og bæta
í ef vill. saltið pínu, piprið, eða bara það krydd sem ykkur líkar við.
borið fram með heimabökuðu brauði að vild.
Kærleik í daginn
Milla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
18.5.2009 | 20:37
Í gær fengum við góða gesti sem voru Huld , Halli og Eva
vinir okkar frá Akureyri, mikið spjallað og hlegið.
Englarnir mínir á Laugum, hringdu og ætluðu að koma til
okkar í nokkra daga, afi fór náttúrlega strax að ná í þær.
Þær hittu fólkið sem þær þekkja reyndar vel.
Nú þær elduðu svo kvöldmat og ég bjó til salat með osti og
það var æði.
Áttum síðan góða kvöldstund þar til gamla settið fór að sofa.
Í morgun fór ég í síðasta tíman hjá tannsa, á bara að koma í eftirlit
í haust, mikið var ég fegin er það var búið, en verð að viðurkenna að
þessi tannlæknir sem heitir Stefán tók bara úr mér hræðsluna við
tannlækna og þurfti nú mikið til þess, takk fyrir mig.
Um hádegið fór ég í þjálfun ekki skemmdi það nú daginn er reyndar
tvisvar í viku allt árið fyrir utan einn mánuð í sumarfrí og svo jóla og
páskafrí.
Þær fóru síðan klukkan tvö að ná í litlu frænku sína á leikskólann og
var hún í skýjunum er hún kom hingað heim með þeim.
Milla og Viktoría komu svo og við borðuðum saman steiktan fisk.
Þær mæðgur eru farnar heim, ég aðeins í tölvunni, svo fer ég bráðum
að hvíla mig.Bjartar nætur
Úti er sólskin og allt er svo bjart,
aldrei ég litið hef fegurra skart.
Regnbogi í fjarska og fjöllin svo blá,
sú fegurð er mikil sem skaparinn á.
Albjartar nætur og allt er svo hljótt,
engan það svíkur að vaka eina nótt.
Horfa á sólina hníga í sjá,
Himnesk er dýrðin sem skaparinn á.
Að morgni rís dagur með döggvota brá,
dásamlegt finnst mér að horfa það á.
Andvarinn bærir hin iðgrænu strá,
alla þá dýrð sem skaparinn á.
Bergdís Jóhannsdóttir, Búlandi Skaftártungu
( Frá Giljum, F 1948)
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Klára þetta hús, engin spurning.
18.5.2009 | 07:44
krónur til eða frá.
Þessi bygging skapar vinnu, það er búið að kosta of miklu til, ef
það á svo að grotna niður þarna á hafnarbakkanum, eins og
svo margt annað.
Skil svo ekki þá röksemdarfærslu að húsið verði dýrara, ef krónan
helst á þessu plani sem hún er á núna, blessunin.
Hvað með öll önnur verkefni, verða þau ekki líka dýrari, allavega
verður minn bíll orðin að minnsta kosti miljón dýrari þegar ég verð
búin að borga hann, og þannig er það með allt sem er á lánum í
dag hvort sem er um okkur almúgann með húsin okkar, bílana,
aðrir með fyrirtækin, en ef flæðið stoppar þá fer allt til fjandans,
Ríkiskassinn fær ekkert inn í kassann, þeir fá bara allt draslið í
hausinn.
Svo þarf fólk ekki bara að vera á móti tónlistarhúsinu, að því að
það kostar of mikið það kosta allar framkvæmdir of mikið í dag.
Eigið svo góðan dag.
Tónlistarhús 650 millj dýrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Myndablogg. Teknar í gær.
17.5.2009 | 10:16
Þessi er tekin frá bænum yfir í Kinnafjöllin fögru, bátur á sjó og
ekki er nú snjórinn mikið farin úr fjöllunum, skal tekið fram að
næstum aldrei hverfur hann alveg.
Tekin frá útsýnisafreininni á móti Akureyri, flott að lýta yfir.
Þetta eru englarnir mínir, tekin á sama stað.
Englarnir, Dóra mamma þeirra og afi. Tekið á sama stað.
Ekki má gleyma prinsinum Neró, enda vantaði honum athygli
er við vorum að taka myndirnar.
Dóra og Ásta systir Ásgerðar, það var gaman að hitta hana
hún hafði ekki komið áður. Takk fyrir að koma Ásta mín.
Ásgerður og Vallý sem kom að sunnan og hitti okkur vini
sína í leiðinni og var það frábært.
Vallý að hlæja að einhverju sem Ásgerður er að segja
og ég að gefa öllum vatn.
Gísli minn afar íbygginn yfir einhverju.
Dóra er að skála í vatni, örugglega í huganum,
komin til Spánar.
Eva og Huld, alltaf jafn sætar þessar elskur.
Erna mín besta stelpa, Halli að drekka togarakaffi, tertan var á
leiðinni
Takk fyrir mig elskurnar, þetta voru yndislegar stundir og svo
hittumst við aftur í endan júni.
Við fórum svo heim til Huld og Halla á eftir og hundarnir léku sér á
trambólíninu sama, ásamt stelpunum það gleymdist bara að taka
mynd af því
Má til með að taka það fram að við fengum topp þjónustu á
Kaffi Karólínu í Listagininu.
Kærleik í loftið
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn
16.5.2009 | 21:50
Erum komin heim eftir alveg ólýsanlega frábærann dag.
Lögðum í hann í bítið, sóttum þær fram í Lauga og ókum
svo í blíðunni til Akureyrar.
Ekki er það ofsögum sagt að Eyjafjörðurinn er undur fagur,
og þegar veðrið er eins og í dag og akandi niður Vikurskarðið
horfandi yfir, þá fellur maður í stafi, ég geri það nú líka þegar ég
sé Húsavíkina mína sem stendur við Skjálfanda-flóann.
Fórum í búðir við göngugötuna og það hef ég ekki gert í mörg ár
það eru bara flottar búðir þarna, ég verslaði mér nærföt og
sætan bol.
Nú ég ætlaði að kaupa mér skó, en fékk ekki, eða sko ég kaupi
ekki sumarskó á allt upp í 14.000 ef það hefðu verið vetrar eða
spari þá sök sér, en ekki bara skó til að draslast í.
Nú þegar við vorum búin að versla þá datt okkur í hug að fara í
kaffi til Erlu og Smára, það var afar skemmtilegt.
síðan var það hittingurinn hann var frábær, Vallý kom að sunnan
Ásta systir Ásgerðar kom líka og vorum við að hitta hana í fyrsta
skipti eins var með Vallý hún var að hitta konur/menn einnig í
fyrsta skipti, nema við Dóra og Ásgerður höfðum hitt hana áður.
Hef ekki lengi fengið eins mikið út úr degi eins og í dag
Takk fyrir mig, hver sem var að verki.
Jæja nú er ég eins og undin tuska eftir daginn, en er viss um
að afþreytt verð ég á morgun.
Ég ætlaði að setja inn myndir en eitthvað er það að stríða mér
svo þið sjáið þær bara á morgun.
Litla blómÁ lækjarbakka lítil fjóla grær
og laugar sig í morgunsólar gliti.
Í gleði minni geng ég henni nær
og greini hennar undurfögru liti.
Fuglar hafa brugðið sínum blund
og björkin angar, vot af daggarúða.
Í huga mínum helg er þessi stund,
ég heyri lækinn niða milli flúða.
Ég krýp í auðmýkt litla, bláa blóm,
bundið þinni rót á lækjarbakka.
Og heyri í fjarlægð unaðslegan óm,
allt sem lifir er Guði að þakka.Þuríður Kristjánsdóttir
Frá Hvammsgerði
(1921-1991)
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Morgunkveðja.
16.5.2009 | 07:13
Þessu átti ég ekki von á, taldi míg ævilega taka tillit til
skoðana annarra, en líklegast er betra að passa sig og
gott að fá svon smá spark.
Sporðdreki: Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð.
Það verður góður dagur í dag með sól í heiði og gleði í
hjarta.
Erum að fara til Akureyrar, það er hittingur, einnig ætla
ég að kaupa mér skó fyrir sumarið, nærföt og tuniku.
svona áður en við förum á kaffi Karólínu sem er að
sjálfsögðu, STAÐURRINN.
Verið góð við alla í dag og alla daga og munið brosið.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Allavega ekki ég.
15.5.2009 | 15:06
kemur það í ljós von bráðar hvað gerist.
Og hvernig væri að leggja það til að forsetaembættið verði
lagt niður, hef nefnilega aldrei þolað þessar ræður.
Þjóðin tók valdið í sínar hendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)