Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Myndir frá mærudögum

Gísli minn fór á rúntinn til að taka myndir,
hér koma nokkrar.

100_8837.jpg

100_8836_884337.jpg

100_8838.jpg100_8777.jpg

Myndirnar hér að ofan eru frá skreytingum hjá Millu minni.
Hún smíðaði þetta úr brettum og málaði, sleikjóarnir eru netabelgir
á kústskafti.

Kem ekki fleirum myndum inn, eitthvað tæknivandamál. koma seinna.

Allir fóru í bæinn í dag nema gamla settið, síðan komu þær með mat
handa okkur um 6 leitið auðvitar var það fiskur og franskar.

Nú svo komu þær systur Erla og Mæja með Heiðar litla hennar Mæju
virkilega varð kátt í koti við þá heimsókn á eftir þeim komu Stebbi,
Smári og Maggi hennar Þorgerðar sem er í heimsókn á Íslandi, en
býr á Bretlandi, mjög skemmtilegt hjá okkur.
Núna er allt liðið farið í bæinn á ball sem mun standa til 3 í nótt.
Englarnir mínir eiga að vinna á morgun, svo afi mun aka þeim heim
í fyrramálið.

Kærleik á línuna
Milla
Heart



 

 


Mærudagar.

Við fórum í búðir í gær, sem er að sjálfsögðu ekki óeðlilegt
eftir 13 daga fjarveru, en það sem einkenndi ferðir okkar
um bæinn var að hann var fullur af gestum, sem á Mærudaga
voru komnir.
Búið er að skreyta bæinn okkar þvílíkt að mikill sómi er að, og
eigi mun vanta upp á skemmtidagskrá af öllum toga.
Við hittum fólk sem við þekkjum og fór smá tími í spjall, sem
að var bara gaman.
Englarnir mínir á Laugum koma og með þeim kærir vinir frá
Ísafirði, mæðgurnar Rannveig og María Dís, svo það verður
fjör hjá mér um helgina svo koma gestir og gangandi eins
og gengur.
Við munum að sjálfsögðu borða saman að vanda og ætlar Dóra
að elda hamborgara Mexikanska, sterka og flotta, mun ég
útskýra það frekar síðar, þeir verða á laugardagskvöld, en ekki
veit ég hvað verður í kvöldmatinn örugglega kjöt, enda fengum
við okkur langþráðan þorsk í gærkveldi, bara upp á gamla mátann
steiktan með lauk og kartöflum.
Kem inn seinna með lýsingu á helginni, og eigið hana góða kæru vinir
já og bara allir sem lesa hér þessa síðu.
Kærleik á línuna
Milla
Heart

Ps. ég er í bleika hverfinu


Ferðasaga í stuttu máli.

Við lögðum af stað héðan frá Húsavík föstudaginn
10 júlí, við dóluðum okkur með nesti og nýja skó
áleiðis í Grímsnesið, nánar tiltekið í sumarbústað í

Búrfellslandi.
Á leiðinni heyrðum við í fréttum að stórbruni ætti sér stað
á Þingvöllum, Hótelið var að brenna til kaldra kola, enda
ekki von á öðru er um svona timburhús er að ræða, en það
tók í hjartað því margar minningar átti maður frá þessum
merka stað, jæja það hverfur allt nema gleðin sem skapast í
hjarta manns er sáttur maður er við sjálfan sig og aðra, ja
svona í flestum tilfellum, ég var afar glöð að vera að fara í þetta
ferðalag vorum með Millu minni og Ingimar sem eiga ljósin mín
á þessum myndum.

100_8715.jpg

100_8716.jpg

Tekin í sumarhúsinu og við erum að sjálfsögðu að mála okkur.

Á laugardeginum komu Fúsi minn og Solla með yndislegu
barnabörnin sín.

100_8770.jpg

Viktor Máni og Sölvi Steinn

100_8735.jpg

Kamilla Sól með Gísla afa.

Síðan á sunnudagskvöldið komu kærkomnir vinir, það var hann
bloggvinur minn Jóhannes konungur þjóðveganna og hún Sirrý
konan hans, þau búa á Borg í Grímsnesi, það var yndislegt að
hitta þau og fá aðeins að kynnast þessum galgopa svona í raun
Takk fyrir að koma elskurnar.

Nú það var farið á Gullfoss og Geisi, ekki skoðaði ég mikið þar enda
margbúin að gera það þau hin voru ekkert betri en túristarnir út um
allt takandi myndir.

000_0037.jpg

100_8687.jpg

Við fórum að heimsækja frænku Gísla sem býr á Selfossi og þau
höfðu ekki sést í 15 ár, frábært að kynnast þeim hjónum.

100_8710.jpg

Nú það var farið í Laugarásinn með þær og í sund og ekki skemmdi
það ferðina að fara í leiktækin sem notuð hafa verið í gegnum árin á
Úlfljósvatni í sambandi við sumarbúðir skáta.

Á föstudeginum fórum við í Njarðvíkurnar til Fúsa og C/O og vorum
þar fram á mánudag, en á laugardeginum komu Milla og C/O og
það var veisla um kvöldið, hér eru þær mágkonurnar að útbúa
reyndar eftirmiðdagskaffið æðislegar að vanda.


100_8749.jpg

Nú mamma fær að fylgja með borðandi pulsu sem henni langaði í
mest af öllu er við fórum til hennar.

100_8772.jpg

Restin kemur seinna.

Kærleik á línuna kæru vinir
Milla
Heart


Komin aftur, Jibbý, jibbý jæ.

Þegar maður fer í frí þá segir maður: ,,Jibbý jibbý jæ", og
einnig er maður kemur aftur heim, því heima er jú best."
Rúmið mitt, að leggjast í það er bara sælustund sem ekki
er hægt að lýsa, en hver og einn veit og skilur.

Hæ elskurnar, við komum heim í gæreftirmiðdag mokuðum
dótinu inn hér heima og fórum svo í mat til Millu og C/O
vorum þá búin að vera á Laugum hjá englunum mínum
og tókum Neró með okkur heim.

Ég vissi að þær væru búnar að fara hingað að laga til þessir
englar mínir, en það er ætíð eitthvað óvænt hjá þeim, og einnig
var það í þetta sinn, á koddunum okkar voru hjartalaga, bleikir
konfektmolar, Wc pappírinn var svona fiðrilda-pappír og litirnir
eftir því síðan var á borðstofuborðinu bleikt ilmkerti, servéttur
og diskar í stíl ásamt bleikum hjörtum til að skreyta með því
það er nefnilega mærudagar hjá okkur á Húsavík og mun ég
sýna ykkur myndir frá þeim síðar.
Viktoría Ósk og Hafdís Dröfn vinkona hennar fóru í gærmorgunn
og opnuðu alla glugga, vökvuðu blómin úti og hreinsuðu það
sem ónýtt var.
Ekki er hægt að hugsa sér betri heimkomu þegar maður finnur
kærleikann streyma á móti sér.

Við áttum alveg yndislegt frí og mun ég segja ykkur frá
því í kvöld því nú þarf ég að fara í sjæningu og svo í hinar ýmsu
reddingar því hér er allt að fyllast af fólki.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Er að fara í sumarfrí.

Við erum að fara í frí, förum suður í fyrramálið og í bústað
fyrir austan fjall eins og sagt var hér áður og fyrr.
Néró þessi elska er kominn til eiganda sinna á meðan, en
þær fengu leifi til að hafa hann þessa daga þó þetta sé
hótel á sumrin, það fer nú ekkert fyrir honum knúsidúlluni.

Nú svo förum við í Njarðvíkurnar um aðra helgi og verðum hjá
gullmolunum mínum þar, og munum heimsækja fólk sem við
þekkjum þar útfrá, hlakka svo til.

En hér koma nokkrar myndir í viðbót við þær sem komu í morgunn

img_7651stiginn.jpg

Þar sem veislan var haldin.

img_7670kve_ja_vi_bilinn.jpg

Eru að fara á Hótelið og veifa bæ bæ.

img_7678ingo_bro_ir_876647.jpg

Ingó bróðir þetta er sko Rols sem hann er í.

img_7679_a_lei_a_hoteli.jpg

Á leið á hótelið.

img_7681gu_ni_og_inga.jpg

Guðni bróðir og Inga mágkona mín.

Elskurnar mínar hafið það æðislegt næstu 12 daganna þá kem ég
vonandi aftur og get farið að gefa ykkur góða daga, en sjáið um
það á meðan.
Kærleik til allra
Milla
Heart


Gifting

Hérna eru nokkrar myndir til að gleðjast yfir
Þetta er ekki í bíómynd heldur litli bróðir minn
að gifta sig henni Eiko mágkonu minni.
þau eru að gifta sig í þriðja sinn og núna samkvæmt hennar trú.



img_7454eiko.jpg

img_7519eiko.jpg

Þarna eru þau búin að gifta sig og höfuðfatið tekið af.

img_7520eiko.jpg

Eiko og Inga mágkona mín í baksýn, þau fóru út, Ingó bróðir og
Inga.

img_7528eiko.jpg

Bíllinn sem er notaður við svona brúðkaup er sérútbúin því
þær sem kjósa að gifta sig samkvæmt þessari hefð komast
ekki inn í venjulegan bíl.

eiko_gu_nu.jpg

Þetta er tekið í veislusalnum

eiko.jpg

Þau brúðhjónin, foreldrar hennar og Ingó bróðir og Inga.

img_7585eiko_gu_ni_876397.jpg

Glæsileg þessar elskur.

Ég ætla að sína ykkur fleiri myndir síðar.

Eigið góðan dag, það ætla ég að gera, við erum að skreppa á Eyrina
Það er þoka úti svo blessuð sólin mun eigi pirra mann á leiðinni.


Listaverkin hennar Millu minnar.

Maður er nú alltaf að hæla sér og ég held að ég meigi
og hafi ráð á því, því hún er snillingur þessi stelpa mín.
Ég stal þessum myndum á flickr síðunni hennar.

3690385884_970059962c_mmillu_m_876212.jpg


3690876071_e01dc52eb2_mmillu_myndir.jpg

3690880783_ca44c87b85_mmillum.jpg


3690885957_144ccdff78_millu_m.jpg

Þetta eru bara yndislegar myndir, en ég veit ekki af
hverju þær stækka ekki er ég set þær inn.

Jæja ég er að gera við föt, stitta buxur, pakka niður
og setja allt á sinn stað.

Knús í krús til allra.


Gamli góði tíminn.

Þetta er eins og hér áður og fyrr þegar allir hjálpuðust að
með að gera hlutina, svo þeir gengu sem fyrst upp.

Þarna sparaði þessi flugvirki miljónir fyrir alla, það tekur
nefnilega tíma og fé að fljúga inn með mann til viðgerðar,
Það kostar tímatap fyrir þá sem um borð voru og hann er
sko dýrmætur okkur öllum.
Frábært og heyr fyrir þessum flugvirkja.



mbl.is Farþegi gerði við flugvélina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var svo gaman.

Komin heim dösuð en það var svo gaman, fórum fyrst að
ná í  Dóru fram í Lauga hittum englana mína síðan var
ekið á Eyrina.
Fyrst fórum við upp á dýraspítala til að kaupa hundafóður
hann þarf alveg spes vegna ofnæmisins smá lambagott
var látið fylgja með síðan á Glerártorg þar hittum við vini
okkar og það er nú ekki leiðinlegt.

100_8618.jpg

Þarna eru skvísurnar, Sigga Svavars, Erna Einis og Dóra Birgis
með nýju derhúfuna sem hún keypti sér.

100_8619.jpg

Svo eru það við Huld og hún er aðeins í þoku þessi mynd,
en við erum samt æði.

100_8620_875882.jpg

Þarna eru þær aftur skvísurnar.

100_8621.jpg

Huld og Halli að skeggræða eitthvað.

Dóra kemur örugglega með fleiri myndir, en það var svo skrítin birta
á mínum myndum að þær voru ónýtar.

Svo fór Dóra niður í bæ á meðan ég fór með Gísla til tannsmiðsins
allt gekk vel og hann fær nýjar mublur á fimmtudaginn.

Við fórum niður í miðbæ til að ná í Dóru, var hún þá ekki á spjalli við
góða vini úr Sandgerði og við héldum bara áfram að spjalla og
spjalla.

í bónus var svo farið, síðan í Hagkaup og heim þá var klukkan líka orðin
18.00.
Æðislega skemmtilegur dagur.
Takk fyrir mig og eigið góða nótt
Heart


Morgunskot

Jæja þið ættuð bara að sjá mig núna, sit hér eins og
assa með lit í hárinu, búin að lita á mér augnabrúnir
síðan þarf ég að láta klippa mig hvernig sem það fer
Það var nefnilega engin tími laus í margar vikur á
stofunni, en hugsið ykkur hvað það er brjálað að gera
Það er sko engin kreppa á Húsavík.

Er að bíða eftir að liturinn klári að virka þá fer ég í sturtu
puttarnir allir svartir, það kom nefnilega gat á hanskana
og litla ég vissi það ekki, er sko vön að geta treyst á
hlutina, enda á maður að geta það.

Það er yndislegt veður í dag, hlakka svo sem ekki til að fara
í þessum hita á bíl á Eyrina, það verður gott er ég get sest
niður á kaffihúsinu.

Svo þarf ég víst eitthvað að versla eins og nærföt og boli
og bara það sem mig langar í.

Knús í krús á alla línuna
Milla
Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.