Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
23/01 kom hún í heiminn
31.1.2010 | 10:27
Ég eignaðist barnabarn no 10 þann 23-01 og það var eins og vitað var lítil prinsessa, amma var á sjúkrahúsinu er hún kom í heiminn, en Inga amma tók sér bara vetrarfrí og var á staðnum, það þarf nefnilega að hugsa um fjögur börn, set inn nokkrar myndir
Maður er sko bleikur, enda er ég stelpa
Snudda prófuð og líkaði vel
Maður er sko flottur
Kamilla Sól mín heldur á litlu systir, þær eru flottar saman
Sölvi Steinn montinn litli bróðir, hann er bara 2 ára, Fúsi minn
passar að hann kreisti nú ekki of fast, hann vil vera svo góður
Og þetta er sko flottasti prinsinn hennar ömmu, Viktor Máni með
litlu systir
Flottar saman Inga amma og litla snúllan
Koma örugglega fleiri myndir síðar.
Kærleik í daginn
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ferðasaga.
30.1.2010 | 10:03
Alveg stórkostlegt þetta líf og hvað maður lætur blekkjast, bara að því það hentar manni. Eins og ég hef sagt frá veiktist ég í nóvember, "þvagfærasýking", fékk mig góða, en var lögð inn með stöðusvima nokkru seinna, var nú bara daginn í það skiptið. Fór í sterasprautur með bakið í byrjun desember og allt gekk afar vel átti síðan yndislegan jólamánuð, eftir áramót fór ég að slappast taldi það nú bara vera þreytu, flensu-slen, þó ég væri ekki með neina flensu, en ég er snillingur í að skýra hlutina bara mér í hag.
Þetta endaði með því að Gísli minn þurfti að fá hjálp dætra minna til að koma mér á sjúkrahús, ekki ætlaði ég þangað þetta væri bara einhver pest, þó ég væri með bullandi hita, hætt að geta borðað og komst ekki á WC hjálparlaus, gerði mér enga grein fyrir neinu hvað þá að ég væri að gera útaf við Gísla minn, sjáið ekki í anda hjálparhelluna mína berandi mig 113 kg á WC, og ég var alltaf á WC.
Nú Milla mín kom og hringdi strax upp á spítala sendur var bíll með sætum strákum til að sækja þvermóðskuna, sem stóð ekki undir sjálfri sér komin með óráð og ég veit ekki hvað, en það hvarflaði að mér nokkrum dögum seinna að þær þessar elskur eru ætíð að tala um að mamma sé svo stjórnsöm, en þær eru alveg eins enda dætur mínar.
Þegar ég var búin að vera upp á bráðavaktinni í 3 daga kom yfirlæknirinn inn og tjáði mér að ég hefði ekki mátt koma degi seinna, ég væri afar veik, Ertu ekki að djóka sagði ég og hló, nei ég er ekki að djóka, ég var sem sagt með þvagfærasýkingu sem var orðin af blóðeitrun,mín limpaðist niður og þegar hann var farinn út þá fór ég bara að gráta. Sko krúsirnar mínar, ég er búin að komast að því að ég hef bara ekkert leifi til að haga mér svona, ég sem er alltaf að tala um að ég elski fjölskylduna mína hef ekki leifi til að bjóða þeim upp á þá hræðslu sem kom upp hjá þeim, englarnir mínir grétu stórum er þær sáu mig, litla ljósið vildi ekki knúsa þessa skrýtnu konu sem lá þarna í rúminu og ljósálfurinn minn knúsaði ömmu, en var sko ekki sama.
Þetta lagaðist allt er ég var búin að vera 7 daga á Bráðavaktinni þá var ég flutt á almenna stofu og þau gátu bara komið er þau vildu, eins gott að ég hresstist, hefði nú ekki afborið að missa af handboltanum. Hahaha
Og vitið hvað ég er hrikalega egóisk, rétt eftir áramót fór ég niður í apótek sko neglurnar á mér hrundu bara og voru eins og gatasikti, vildi ég náttúrlega kenna nagla herðir um það, en Abba sagði við mig að þetta færi oft svona er maður væri veikur, ég sagði, en ég hef aldrei verið betri!!!
Hún sagði bara að ég skildi hvíla mig á þessu naglastandi, haldið þið að maður sé ekki svolítið skrýtin og í algjörri afneitun.
Þetta er sem sagt sjúkraferðasagan mín, nú er á dagskrá að efla kraftinn með smá aukningu á hreyfingu dags daglega borða hollan mat og drekka mikið vatn og það er engin hætta á að maður geri svona aftur, verð í eftirliti í marga mánuði og á að koma um leið og ég finn að ég er eitthvað öðruvísi en eðlilegt er.
Elsku börnin mín og barnabörn takk fyrir að vera til fyrir ömmu, amma mun vera til fyrir ykkur eins lengi og guð lofar, ég elska ykkur svo mikið.
Einu en vil ég koma á framfæri, Sjúkrahúsið okkar er gullmoli, við eigum stórkostlega lækna, hjúkrunarfólk og allt annað starfsfólk er bara yndislegt, takk fyrir mig elskurnar, og munið að þið eruð æði
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Frábært að fá svona styrk.
13.1.2010 | 07:53
Reykjavíkurborg hlaut nýverið tæplega 2,5 milljóna króna styrk úr Progress, jafnréttis- og vinnumálaáætlun Evrópusambandsins, sem eyrnamerktur er því að vinna gegn kynbundnu ofbeldi á og við skemmtistaði.
Svona vinna er alveg nauðsynleg, gott verður að lesa eftir ár um færri tilfelli kynferðisofbeldis á eða við skemmtistaði.
Velti samt fyrir mér hvað með öll hin tilfellin, sem gerast í húsasundum, bílum, heimahúsum já og bara hvar sem er. Mér finnist besta forvörnin vera sú að byrja er börn eru 6 ára, segja þeim frá að það sé í lagi að segja nei og að líkami þeirra sé ekki leikfang fyrir aðra, síðar á skólagöngu mætti sýna þeim myndir af fólki sem er svínfullt og veit ekkert hvað það er að gera, eða þaðan af síður ræður við að andmæla ofbeldinu.
Ég er ekki fanatísk á vín, en það þarf að innprenta börnum að víndrykkja er bara ekki inn, heldur ekki dóp, það er nú bara asnalegt.
Þetta er spurning, bara svona upp á framtíðina að vera með forvarnir er þau eru nógu ung, eigi getum við bjargað heiminum með forvörnum, en mörgum og það er það sem telur.
Að sögn Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, er ætlunin að útfæra, í samvinnu við veitingahúseigendur, lögregluna og Lýðheilsustöð, þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta í skýrslu starfshóps á vegum mannréttindaráðs árið 2008.
Það væri nú gaman að fá að lesa þær hugmyndir sem kynntar voru til úrbóta árið 2008.
Borgin fær styrk til að ráðast gegn kynferðisofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hittingur á Greifanum.
11.1.2010 | 20:34
Við gamla settið á þessum bæ þurftum með bílinn í viðgerð hjá Brimborg á Akureyri í morgun, vorum mætt með hann kl 10 fengum bíl á meðan og fórum að búðast.
Dóra og tvíburarnir voru með og var ákveðin hittingur á Greifanum kl. 12, fengum sér herbergi svo við gátum hlegið og látið öllum illum látum að vild, 5 af okkur fengu sér kaloríubombu, það er sko nautakjöt, sveppir laukur borið fram í hamborgarabrauði með bernes og frönskum, hin fengu sér súpu og salat sem er það besta sem ég hef fengið, en í dag fengum við okkur bombuna og hún svíkur aldrei. Þeir sem komu voru Erna Einis, Anna Guðný, Unnur María frænka mín, Huld og Halli, við gamla settið og Dóra og tvíburarnir.
Hér eru nokkrar myndir
Englarnir mínir Guðrún Emilía og Sigrún Lea
Við frænkurnar Unna Mæja og ég
Gísli ekki búin að fá matinn sinn, Halli á kafi í salatinu, og
Anna guðný býður líka
Við gamla settið og Halli
Dóra, Erna og Huld. flottar saman
Nú við fórum svo eftir matinn í Bónus, það er nú uppáhaldsbúðin
mín hér norðan heiða. fórum svo á Glerártorg aftur og eyddum
tímanum þar til bíllinn var tilbúinn.
Á heimleiðinni hringdi Ingimar minn og bauð okkur í Gullach vorum
nú fljót að þiggja það, enda vart hægt að segja að maður hafi
borðað nema smáræði allan daginn
Mín afar upptekin við að borða smákökur með kaffinu á eftir
Gullachinu, gat nú ekki stilt mig þetta voru gyðingakökur og piparkökur.
Nú svo fórum við heim að ganga frá úr bílnum, eða aðallega Gísli, svo
er ekkert múður með það að byrja í fráhaldi á fullu.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lifa við, eigi það sama og sætta sig við.
9.1.2010 | 10:40
Sporðdreki:
Það er eitt og annað að gerast í kring um þig.
Þú ferð með sigur af hólmi í þrætumáli.
Næsta vika verður annasöm, nýttu helgina til að hvíla þig.
Veit ég vel að mikið er að gerast í kringum mig, ég er nú að
reyna að takast á við það sem þegar er byrjað að koma fram,
á öðru tek ég á, svona bara er ég veit um þau.
Fer með sigur í þrætumáli, veit nú ekkert um það,
allavega ekki komið upp enn þá.
Einnig á eftir að koma fram hversu annasöm vikan verður.
Hef oft hugsað og spurt, til hvers er ég hér og hvað er mér ætlað, jú mér er ætlað vist hlutverk síðan hef ég val í svo mörgu. Mesta hamingjan í mínu lífi eru börnin mín, tengdabörn á ég yndisleg, gæti ekki hafa fengið betri og barnabörnin eru það sem ég elska mest, Þau eru ástin í mínu lífi,það hafa nú allir heyrt, tala varla um annað.
Hvað ástina á karlmönnum varðar þá hef ég ekki fundið hana ennþá, þá meina ég sanna ást, með virðingu og öllu sem fylgir henni, en trúlega er hún ekki til, allavega ekki fullkomin, gott samband getur maður átt, en svo er spurningin, hvort vinskapurinn, tillitsemin og gleðin sé til staðar.
Get samt sagt með sanni að ég á svona vini og ættingja sem ég finn fyrir þessu hjá, sannann vinskap og það er ómetanlegt.
Hef mikið verið að hugsa um undanfarið, að lifa við, er eigi það sama og að sætta sig við, sko ég hef lifað í þeirri meinloku að allir væru frískir fram í rauðan dauðann, eða þannig, en nei búin að komast að því að svo er ekki, en það er eins með ellisjúkdóma og ofbeldið sem ég kom inn á í færslunni á undan, maður þarf að viðurkenna veikleika sinn og að það sé eitthvað að, ef sá sem á í hlut gerir það ekki þá endar allt í upplausn.
Veit um fullt af eldra fólki þar sem annar aðilinn hefur mátt þola ýmislegt vegna ellisjúkdóma makans, fólk er að þráast við, leitar ekki eftir hjálp, sem það getur fengið, umhverfið hefur áhrif, börnin, oft á tíðum, skilja ekki hvað er að gerast og vinirnir ekki heldur oft heyrist sagt, hann/hún hefur nú verið þér svo góð/góður, eða þú getur nú ekki sett hann/hana á elliheimili, svona dynja setningar á eldri mönnum/konum, samviskubitið vaknar og allt endar í volæði.
Ég þakka guði mínum fyrir á meðan ég fæ ekki svona sjúkdóma, en maður veit aldrei hver er næstur. Ég bið góðan guð á hverjum degi að taka frá mér pirringinn á því sem ég er ekki að breyta þó ég hafi val, en það er bara svo erfitt eins og hjá öllum hinum.
Kærleik og gleði
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Andlegt ofbeldi, erfitt að sanna
6.1.2010 | 08:20
Frakkar ætla að setja lög sem banna andlegt ofbeldi í hjónabandi, það er sko af hinu góð, en það verður erfitt að sanna það, nema að makinn hafi vit til að taka upp ofbeldið.
Mín skoðun er sú að að ef eigi gengur að tala við þann sem beitir ofbeldinu, fara fram á að sá aðili leiti sér hjálpar, ef sá er eigi tilbúin að gera slíkt þá að mínu mati er eina lausnin að skilja, en það getur nú tekið tíma sinn fyrir fólk að skilja það, eða það vil reyna til hlítar, en það endar ætíð á skilnaði.
Ofbeldi af hvaða toga sem er hættir aldrei ef ekkert er að gert.
Rétt er hjá lögfræðingnum Laurent Hincker, sem styður frumvarpið, að andlegt ofbeldi sé eigi eini glæpurinn sem erfitt sé að sanna, en ef það séu til lög um þessi mál þá er auðveldara fyrir fólk að ná fram sýnum rétti.
Ég hef upplifað ofbeldi bæði hjá mér og öðrum og það er ekki fallegt og svo merkilegt að ef fólk rís upp og gerir eitthvað í málinu þannig að ofbeldis-fólkið sér að það kemst ekki lengra þá snýr það við blaðinu og á svo hræðilega bágt því makinn hafi verið svo vondur, þetta eru náttúrlega fársjúkar manneskjur.
Þeir sem eru á móti frumvarpinu í Frakklandi telja að yfirvöld eigi ekki að skipta sér af heimiliserjum og telja að erfitt sé að skilgreina ofbeldi, það tel ég ekki vera og hver á að grípa inn í ef ekki yfirvöld.
Stuðlum öll að ofbeldislausu Íslandi
bæði á börnum, mönnum og konum.
Kærleik og gleði á línuna
Milla
Ætla að banna andlegt ofbeldi gegn maka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Að stökkva af stað gæti reynst misráðið
4.1.2010 | 07:10
Hugsanir eru til alls fyrstar og því verðum
við að gæta vel að þeim.
Að stökkva af stað gæti reynst misráðið.
Já rétt er það að hugsanir eru til als fyrstar, en ekki hef ég nú hugsað mér að stökkva með þær hvorki eitt eða neitt, það er svo merkilegt, ef að er gáð, hvað lífið gengur í bylgjum eða karma tengt á einhvern hátt, þetta vita allir sem vilja sjá það sem er að gerast í kringum sig, þá meina ég ekki hörmungarnar í landinu, sem eru að sjálfsögðu og vægast sagt ömurlegar, sorglegar og óásættanlegar ætla samt að minna fólk á að við Íslendingar höfum haft það verra á allan hátt, en hófum okkur upp úr þeim vanda.
Það sem ég er að tala um núna eru mínar eigin hugsanir, um hvert líf mitt stefnir á þessu ári, mikið verður um að vera nú það var giftingin á nýársdag, sem var alveg yndisleg síðan fæ ég litla prinsessu í endann janúar það er gjöf frá Fúsa mínum og Sollu, eitthvað verður nú stússast í kringum hana og hennar skírn.
Tvíburarnir mínir útskrifast 22-05 í vor og þann dag eiga þær afmæli og verða 19 ára, þær munu svo fara í Háskóla Íslands næsta haust svo breytingarnar verða miklar hjá ömmu hvernig sem allt verður. Nú litla ljósið mitt byrjar í skóla í haust, ótrúlegt en satt, tíminn er svo fljótur að líða, en einu hef ég komist að þessi ár síðan ég hætti að vinna að ef maður er aldrei að flýta sér heldur nýtur hverra stundar þá verður tíminn óendanlegur, yndislegur og maður nýtur alls þess sem er að gerast í kringum mann, maturinn þarf ekki að vera tilbúin á réttum tíma, ef einhver kallar og segir amma viltu spila eða viltu koma og sjá hvað ég var að gera þá lækkar maður bara undir pottunum og fer að sinna þeim, ég elska svona stundir.
Nú er ég komin út fyrir rammann sem er af hinu góða því rammar eru það versta sem ég veit, sko nú til dag, var ekki svoleiðis, ekki þegar tuskan var á lofti og ekki mátti skeika um millimetri í handklæðabunkanum, sem betur fer er sá tími löngu liðin.
Hugsanir og að stökkva með þær í framkvæmd er ekki á borðinu hjá mér núna, heldur fæ ég sérfræðihjálp við að ákveða hvernig og hvað ber að gera í því sem er að berjast í mínum huga akkúrat núna, það liggur ekkert á, góðir hlutir gerast hægt og einnig stórir hlutir, en kannski verður allt óbreytt þetta árið, fer eftir ýmsu.
Ég er samt afar glöð með allt mitt líf, en það gerðist er ég uppgötvaði að ég yrði bara að vinna út frá sjálfri mér, því ég lifi ekki lífinu fyrir aðra, aðrir verða að bera ábyrgð á sínu lífi og ef þeir ekki gera það, eru þeir ekki í mínu lífi, kannski hart að segja svona, en bara sannleikur sem allir ættu að þora að skilja og viðurkenna.
Gleði ég sendi ykkur öllum, því skoðið vel
að þetta snýst allt um gleðina.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Brúðkaupið!!!
2.1.2010 | 10:36
Athöfnin var yndisleg, við vorum öll svo fín og glöð. Viktoría mín kom tárunum fram hjá ömmu er hún spilaði brúðarmarsinn á þverflautuna sína, hún er svo flink þessi elska.
Fórum svo heim til þeirra á eftir og fiskisúpan var draumur, hef ekki smakkar aðra eins súpu, eftirrétturinn æðislegur enda bökuð af Ingimar og skreytt af Millu.
Takk elskurnar mínar fyrir að vera það sem þið eruð, bara yndisleg og takk fyrir að færa mér ljósin mín, þær sofa hér hjá okkur, komu með búslóðina heim með okkur eftir veisluna,Dóra var að skríða í hina tölvuna mér við hlið og ég er að hugsa um að fara í sjæningu.
Lífið er svo yndislegt
Viktoría Ósk mín spilaði brúðarmarsinn á þverflautuna sína
og kom tárunum fram hjá ömmu.
Brúðarvöndurinn og sá litli fyrir þær ljósin mín.
Komin heim, en allar myndir þarna á milli urðu frekar slæmar
svo ég fæ bara hjá myndasmiðnum síðar og set inn betri myndir.
Við Óda amma og ég, Milla amma voru svaramenn, stoltar af því.
Ingimar bakaði brúðartertuna, en Milla skreytti, hún var borin fram
með berjum af öllum tegundum, cool wipp sem er amerískur
jurtarjómi og rjóma, einnig konfekti og kaffi.
Maturinn var fiskisúpa full af humri, fiski og öllu mögulegu grænmeti
með henni var borið fram snittubrauð, súpan var himnesk enda fengið
verðlaun.
Brúðhjónin að skera tertuna.
Ljósin mín að horfa á mömmu og pabba kyssast.
Svo eru systur að kyssast, Aþena Marey stendur upp á stól
svo þetta komi betur út, en allar mundirnar sem eru með svörtum
bakgrunni á eftir að potosoppera
Bræðrabörnin Hjalti Karl og Aþena Marey, þau eru ekta vinir
og eru ákveðin í að gifta sig er fullorðin verða, yndisleg.
Ljósin mín alltaf jafn yndislegar.
Kærleikskveðjur til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)