Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Smá minningarbrot

Það er svo margt sem kemur upp í hugann, mamma var
stórkostleg kona, veislurnar hennar voru rómaðar fyrir
góðan mat og fallega framsetningu, ég og bræður mínir
lærðum margt og mikið af henni,
en set inn nokkrar myndir.

mamma_a_lita.jpg

Hér eru þær að lita Mamma, Milla mín og tvíburarnir mínir.
Við vorum í bústað rétt fyrir utan Egilsstaði.

3_0003_newmae_gur_me_tvibbana.jpg

Þarna erum við mamma, ég, Dóra mín og tvíburarnir fyrir utan
safnið á Hvammstanga og allir nýkomnir úr sundi

3_0001_newmae_gur_me_vitto.jpg

Ég með Viktoríu Ósk, mamma og Milla mín stendur fyrir aftan
okkur tekið þegar ljósálfurinn minn fékk nafn.
Ég saumaði kjólinn og auðvitað lærði ég hardangur og Klaustur
hjá mömmu.

100_8772.jpg

Ætíð er maður fór til mömmu langaði hana í pulsu með steiktum og
miklu sinnepi, svo fannst henni voða gott að eiga coke í ísskápnum
sínum, nú kókósbollur og Remí kex var ætíð á óskalistanum svo og
jarðaber, bláber og rjómi.
Að sjálfsögðu komu allir með það sem hún bað um og birgðirnar
voru stundum orðnar útrunnar, þá var bara hreinsað út.

img_0001-1.jpg

Það var alltaf voða fjör á gamlárskvöld hjá ömmu þá máttu
sko barnabörnin leika sér með hattana hennar og það var
ekkert smá safn, aldrei var neinu hent, svo af nægu var að taka.

mamma_vi_sauma_hja_doru.jpg

Svona var mamma, það þurfti að sauma gardínur hjá Dóru þá komu
þau mamma og pabbi, mamma saumaði og pabbi lék sér við yndin sín
Hann elskaði okkur öll afar mikið.
Mamma taldi það ekki eftir sér að koma til að mála, sauma, hjálpa
okkur að útbúa veislur, ekki var hann pabbi minn síðri í eldhúsinu
hann gat allt alveg eins og hún.
Takk af ollu hjarta fyrir mig elsku mamma og pabbi.



matarbor_mamma.jpg
Mynd af einni veislunni, þau elduð allan matinn nema
míní-svínið ofninn hennar tók það ekki
Tekið að mig minnir er Guðni bróðir fermdist.



 


Mamma og Pabbi

Mamma mín Halldóra Þorgilsdóttir dó í gærkveldi 87 ára að aldri.
Hennar heimili var til margra ára öldrunarheimilið  Skógarbær það
fór afar vel um hana þar og starfsfólkið alveg yndislegt takk fyrir
að hugsa svona vel um hana elskurnar.

Pabbi dó fyrir mörgum árum og mamma var búin að bíða og vona
alla daga eftir að fara til hans og nú eru þau saman á ný.

Þau voru afar samrýmd fóru meira að segja ekki að versla án hvors
annars og eins og var siður er þau byrjuðu sinn búskap þá borgaði
húsbóndinn, enda kunni mamma þessi elska ekki að fara í banka er
pabbi dó og það var alveg tilgangslaust að kenna henni það.

Við systkinin áttum gott heimili og við vorum alin vel út í lífið.

Takk fyrir mig elsku mamma og pabbi.

Image0001

Mamma og pabbi ung og falleg eins og alltaf

img_0006_new_0001.jpg

Aðeins eldri, en samt falleg

Image0017

Þarna er mamma með Sigrúnu Leu og Guðrúnu Emilíu

img_0003_936885.jpg

Fjölskyldumynd, tekin er ég er 11 ára, vantar Guðna bróðir
hann var ekki fæddur þarna

mamma.jpg

Mamma mín

pabbi_0001_1054141.jpg

Pabbi minn

Þið voruð yndisleg og til hamingju með að vera saman á ný
minningin um þær skemmtilegu stundir sem við áttum með
ykkur mun lifa.

Takk fyrir mig elsku mamma og pabbi.

 


Snjóamyndir

Hvernig á maður svo að túlka þessa spá, ég á enga samstarfskonu og er þar af síður að kaupa mér eitthvað í dag, en þetta kemur í ljós eins og allt annað, annars verð ég búin að gleyma þessu eftir smá tíma, enda óttalegt rugl þessar spár.

Sporðdreki:
Samstarfskona þín gæti valdið vandræðum
í vinnunni í dag. Hvað sem þú kaupir þér mun
að öllum líkindum fylgja þér um ókomna tíð


Samstarfskonan er engin því ég er ellilífeyrisþegi þar áður öryrki og hef ekki unnið úti í mörg ár, eigi var svo auðvelt að taka því í byrjun, en meðfædda góða lundin bjargaði því ég fór að huga að handavinnunni og barnabörnunum og það er það sem gefur mínu lífi lit, að hugsa um þau.

Kaupa mér eitthvað er ekki möguleiki, hér er arfavitlaust veður og ég lassarusinn fer ekki hænufet frá mínu hlýja og yndislega heimili. Ja nema að bíllinn seljist, svona í gegnum símann og ég kaupi mér annan, hæpið, ég mundi nú þurfa að sjá þann bíl sem ég hugsanlega keypti í staðinn, en gaman að pæla í þessu.

Nú ég er að verða búin að taka niður allt jólaskraut og gera fínt í leiðinni, ég elska að skreyta og finna upp á nýungum í því á mínu heimili ekkert er meira heilandi en að setja góðan DVD í spilarann
kveikja á kertum og dúllast við dúlleríið.

Ætla að setja inn nokkrar myndir sem ég tók út um hurð og glugga í morgun.

snjorinn_001.jpg

Á eftir að taka úr þessum glugga, en þið sjáið að snjórinn er upp á
miðjan gluggann, en það er fallegt svona er maður er innandyra

snjorinn_002.jpg

Það sést nú ekki mikið út um eldhúsgluggann og snjórinn nær
upp á brún á honum, hef ekki séð í kinnafjöllin mín lengi

snjorinn_003.jpg

Ekki kemst hann Neró minn út á pall eins og hann er vanur og
skilur ekkert í því að amma skuli ekki opna þessar dyr.

snjorinn_004.jpg

Þarna er snjórinn upp á miðja, jólaseríuna, nei ætla ekki að taka
hana strax það er svo notalegt að hafa hana þarna

snjorinn_005.jpg

Útgangurinn hjá mér, mokuð voru smá göng er ég þurfti að fara
út á mánudaginn, þeim hefur verið haldið við, tek fram að það er
þak yfir innganginum, svo er kirkjugarðurinn beint á móti, en
hann sést ekki í myrkrinu nema smá ljós.

Kærleik og gleði í ykkar hús

MillaHeart


Það sem kemur upp í hugann 5.

Þegar ég kom heim í gærmorgun, en tengdasonur minn ók mér í blóðrannsókn, þá fór ég að hugsa tilbaka um snjóinn.

Þegar ég var að alast upp í Reykjavík man ég eigi eftir svo miklum snjó, jú svona á stundum, en á skíði við fórum upp í skíðaskála þá var gist kannski í heila viku, þvílíkt fjör, svo var maður á skautum á tjörninni í Reykjavík þá var sko borgin mín, mín borg.

Aldrei man ég eftir ófærð fyrr en ég flutti  20 ára gömul til Þórshafnar á Langanesi var með Dóru mína litla og nægan tíma til að leika mér í snjónum og eða á skautum sem var hægt á lónunum út við flugvöll, þetta var æðislegur tími og ég man ekki eftir því að kvartað hafi verið þó aldrei hafi verið mokaðir vegir, kaninn kom eina og eina ferð ofan af Heiðarfjalli til að moka í gegnum bæinn held aðallega til að menn kæmust út á flugvöll

Man eftir því að stórhríðir komu og jusu úr sér þvílíku að ekki sást í hvorki eitt eða neitt, kaupfélagið fór á kaf og þurfti að moka snjótröppur niður í það, svo maður kæmist inn, man að ég fór á skíðum niður í kaupfélag það var nú ekkert mál, en erfiðara var að komast heim aftur, alltaf á hausnum, en þetta var svo gaman að maður veltist um að hlátri kom síðan heim og hitaði sér kakó og kúrði sig í stofusófann með góða bók eða sænsku blöðin.

Á þessum tíma var ekkert sjónvarp bara útvarp, en það voru allskonar böll, Þorrablót, körfuböll, tunnuböll, svo vorum við í blaki  og mörgu öðru sem skemmtileg var.

Á þessum tíma kynntist ég nýu lífi, lífinu eins og það var venjulega hjá fólki bæði gleði og sorgum.

Í dag getum við ekki hreyft okkur ef það kemur snjór eins og núna enda tímarnir aðrir, vegalengdirnar langar, vinnustaðirnir fleiri, skólarnir stærri og bæirnir hafa stækkað til muna, jú jú það eru margir sem geta farið út og finnst þetta ekkert mál, en fólk eins og ég verður bara að njóta þess að vera heima hjá sér.

Um leið og verður betra veður þá er hægt að fara að leika sér, jeppast, sleðast, skíðast, renna sér á þotum og svo margt annað og get ég svo vel unnt fólki þetta því það gefur lífinu svo sannarlega lit að skvetta úr klaufunum.

Góða skemmtun.


Það sem kemur upp í hugann llll

Margt hefur komið upp í hugann undanfarna daga eins og svo oft áður, hugsað hef ég mikið um valdið og sjálfselskuna.

Fór að hugsa um valdið er fréttirnar fóru að síast inn um hana Birgittu, ég varð alveg hvumsa og hugurinn leitaði tilbaka.

Eitt sinn er ung ég var átti að kjósa til stjórnar í einhverju verkalýðsfélagi, en ég ætlaði ekki að fara hafði ekkert vit á þessu, en þeir komu heim og sóttu mig, ég var ein heima og þorði ekki annað en að fara með þeim enda voru þetta menn sama sinnis og mín fjölskylda, er á kosningaskrifstofuna kom fannst ég ekki á kjörskrá þetta kostaði ferð niður í höfuðstöðvar og aftur á kjörstað þá höfðu þeir bara snúið nafninu mínu og þóttust ekki finna það, allir þekktu alla í þá daga og þeir vissu hverja ég mundi kjósa, en það var nefnilega reginvitleysa ég hafði ekki hundsvit á þessu, allar götur síðan hef ég verið meðvituð um valdið, en gleymi því á 
stundum.

Varð fyrir valdbeitingu fyrir nokkrum árum, lét mig og er enn að hugsa af hverju ég hafi gert það, en tel að það sé vegna þess að tækifæri ég fæ síðar til að leiðrétta þetta við viðkomandi, sem er ókunnugur mér að öllu leiti.

Þarna voru strax byrjaðir útúrsnúningarnir, feluleikurinn og útskúfunin á þeim sem ekki pössuðu inn hjá þeim sem voru við völdin í það og það skiptið, ég var nú ekki að skilja þetta allt í byrjun því ég er alinn upp í því að allir séu jafnir.

Sjálfselskan er afar hættuleg, getur orðið að þráhyggju sem viðkomandi trúir statt og stöðugt á, tekur ekki sönsum sama hvað sagt er, vill ekki hugsa rökrétt eða um annað lífsform, í suma vantar algjörlega víðsýni til að sjá eitthvað annað en eitt stórt elsku ég.

Fólk sem getur ekki hlustað, talar bara um það sem því býr í brjósti, fer bara eftir því sem það þykist vilja í það og það skiptið  er eitt stórt elsku ég og skilur ekki samvinnu, ást, kærleika eða bara hvað sem er, einungis það sem því langar til.

Þetta fólk er afar sjálfselskt fólk og sjálfselska skapar vald, valdið andlegt ofbeldi og svo mætti lengi telja. Það sér heldur aldrei neitt athugavert við sínar gjörðir.
.
Eitt verð ég að segja sem er staðreynd, allt er þetta okkar sjálfra að verjast og segja nei við og núna eftir mín síðustu veikindi sem eru ekki afstaðin mun ég algjörlega huga að minni heilsu og er ég svo lánsöm að eiga góða fjölskyldu sem hjálpar mér í því.

Bara mín skoðun og ætlast ekki til að aðrir hafi þá sömu.

Góðar stundir.


Smá kveðja.

Ætla bara rétt að láta ykkur vita að á ***** stjörnu hóteli ég er, það heitir sjúkrahúsið á Húsavík, hér er æðislegt starfsfólk og er maður eins og blóm í eggi, liggur við að maður þurfi ekki að lyfta litla putta til hvorki eins eða neins, enda er letin bankar upp á þá er gott að hafa svona aðhlynningu og þakka ég vel fyrir hana.

Fékk að borða fyrst í gær, var sko búin að hlakka mikið til þess, kokkurinn hér hjá okkur er bara æðislegur, toppmatur og allt svo fallega borið fram af þessum elskum sem vinna við það, þið eruð öll sem eitt stórkostlegt teimi hér á sjúkrahúsinu og legg ég bara bann við niðurskurði bæði hjá okkur og eins á öðrum stöðum úti á landi, litlu sjúkrahúsin eru svo nákomin fólkinu að bara það er hálfur batinn hjá fólkinu sem á þeim þurfa að gista, en nota bene varla verður hlustað á einhverja stelpu úti á landi.

Læt heyra í mér er heim kem.
Hafið það gott kæru vinir.
Kærleik á línuna
Milla

Drynur hann enn?


Eyjafjallajökull.

 Skil hann svo vel þennan fagra jökul okkar það drynur í honum rétt eins og í mér, við erum bæði svo óánægð með hvernig staðið er að málum og komið fram við fólk þeir lofa mér uppskeru á nýju ári, uppskeru í hverju ég hef eigi sáð neinu í þeirra jörð, svo ég tel mig ekki þurfa að uppskera allar þessar hækkanir á nauðsynjavörum sem hellast yfir mig, hvað þá fólk sem er með börn og buru.

Náttúran lætur í sér heyra, varar við, en engin hlustar, mætti halda vegna fegurðar þá sé hún álitin ljóska og hlegið, en náttúran er engin ljóska hún er talsmaður okkar á allan hátt.

Við erum afar lík jökullinn fagri og ég það drynur í okkur, en gjósum afar sjaldan vona svo innilega að hann þurfi ekki að gjósa aftur jökullinn fagri, til þess að eigi fari svo, þarf að hlusta á allar raddir sem banka upp á.




mbl.is Drynur enn í Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt ár.

Ég óska öllum sem hér líta við gleðilegt nýtt ár með þökk fyrir allt það gamla. Efst í huga mér eins og endranær er jákvæðnin, látum hana flæða yfir allt og alla, það er svo yndisleg tilfinning er meðvitundin nær að skynja allt það góða í kringum okkur, það hjálpar til að bola því sem verra er í burt.

Margir eiga afar erfitt líf í dag og erfitt er að ná tökum á jákvæðni og góðum hugsunum undir þannig kringumstæðum, en ég trúi því að þeir sem verst hafa það kvarta minnst, ekki að ég sé að ásaka fólk, nei langt frá því, það hefur engin sama mat á því hvað þarf að hafa til að vera hamingjusamur.

Eins og með sorgina hún fer ekki eftir því hversu mikið eða náið ég eða aðrir hafa misst og hún kemur ekki bara við fráfall einhvers, Nei hún kemur af ótrúlegustu málum.

Að vera hamingjusamur er í mínum augum að eiga yndislegustu fjölskyldu sem hægt er að hugsa sér og ég er afar meðvituð um hana og þakka guði fyrir að vera svona gjöfull við mig.

Hér koma fáeinar myndir af okkur sem vorum saman í gærkveldi, mjög svo rólegt og gott kvöld, borðuðum horfðum á skaupið knúsuðumst kl 12 það var stubbaknús með strákadýrin hoppandi upp af kæti í kringum okkur.

desember_002.jpg

Englarnir mínir að fá sér mat á disk

desember_010.jpg

Við mæðgur ekki tilbúnar fyrir myndatöku

desember_011.jpg

þarna vorum við tilbúnar

desember_081_1051128.jpg

Strákarnir okkar, yndislegir

desember_012.jpg

Dóra mín.

desember_001_1051133.jpg

Amma er vinsælt myndaefni

desember_015_1051134.jpg

Hjarta Rice úr Nóa og Síríus, þær gerðu hana englarnir mínir
og máttu alveg eiga hana sjálfar, mamma þeirra fékk smá.

desember_073_1051137.jpg

Ljósin hennar ömmu sinn eru alltaf hjá Ódu ömmu og
Óskari afa á gamlárskvöld, en sé þær í dag.

Kærleik í nýja árið okkar allra

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband