Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Myndablogg

Dóra mín fór í myndaleit í gær, fengum skemmtilegar stelpur í heimsókn sem eru vinkonur Dóru frá unga aldri og það var náttúrlega farið að skoða myndir, Dóra fann þessar fyrir mig

3_0001_new_1144065.jpg

Yndisleg mynd af Möggu bestu vinkonu minni sem kvaddi þessa
vídd allof snemma síðan er Jenný og Vala mín góða vinkona systir
Möggu. Held að Jenný sé nú að fíblast með þessa Wiský flösku

3_0002_new.jpg

Dóra mín 3 ára á barnum í gömlu flugstöðinni (Að ég held)
Pabba mínum fannst vissara að venja hana við frá unga aldri,
en mér sýnist hún vera smá hrædd.

dora.jpg

Tekið á jólum 1976 Íris, Milla, Fúsi og Dóra

gamlar_myndir_0002.jpg

Fúsi og Milla að leika sér með bíla og dúkkur

gamlar_myndir_0003.jpg

Milla og Fúsi þau eru að leika sér í sjónvarpshorninu

gamlar_myndir_0001.jpg

Sölvi Steinn brosir alveg eins og pabbi sinn, sko Fúsi minn
á Sölva Stein

gamlar_myndir.jpg

Eina mynd hjá jólatrénu áður en farið er að sofa

3_0004_new.jpg

Dóra með Millu og Fúsa á fermingardaginn sinn, þau létu ekki vel að stjórn

3_0002_new_0001.jpg

Milla og Fúsi með ömmu sinni á fermingardegi Millu.

3_0003_new_0001.jpg

Milla og Fúsi í Millu herbergi

3_0001_new_0001.jpg

Milla mín svo flott á fermingardaginn, hún valdi sér
reirhúsgögn í fermingargjöf og ég er með súluna í dag
hún er stráheil og æðislega falleg.

Gaman að þessum myndum.
Knús á línuna


Hver eru laun þessa manns?

Hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gjaldþrotaskiptameðferð heimilismanns vegna ógreidds dvalarkostnaðar og verður sú beiðni tekin fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein sem Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, ritar í blaðið í dag.

Er ekki allt í lagi með þetta fólk sem tekur inn eldri borgar á sín eldriborgara heimili, nei þetta kerfi er ekki í lagi, að mínu mati er það stjórn heimilisins að athuga hvort viðkomandi aðili hafi efni á að greiða mánaðargjald upp á 311.741 krónu á mánuði.

Er fólk bara tekið inn án þess að kanna stöðu þess og eða heilsu, það er eitthvað meira á bak við þetta sem við fáum ekki að vita, móðir mín var á hjúkrunarheimili og leigan fyrir það var tekin að lífeyrirnum áður en hún fékk afganginn sem reyndar var ekki mikill en hún þurfti ekki sjálf að borga leiguna fyrir að fá að vera þarna.

Þessi maður er 70 ára og ætti að geta séð um sín mál, nema að hann sé eitthvað veikur og þá hefðu einhverjir átt að grípa inn í og sjá til þess að svona færi ekki fyrir manninum.

Er einhver venjulegur maður með þær tekjur að geta borgað 3.7 miljónir á ári í leigu ég segi venjulegur það erum við peðin í þjóðfélaginu hinir sem eru mjög margir geta borgað fyrir þann lúxus sem hlýtur að fást fyrir leigu upp á 3.7 á ári

Ég er ekki að skilja, er það nöturlegt fyrir þann aðila sem sér um manninn að þurfa að fara út í þessar aðgerðir, get ekki séð það, það á að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.

 


mbl.is Heimili biður um gjaldþrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðidagar

Það er með þessa gleðidaga sumir finna ekki fyrir þeim nema einstaka sinnum, en þeir eru alltaf hjá mér sumir dagar bara toppa aðra eins og þegar við stelpurnar á þessu heimili fengum bréf í vikunni sem leið frá Aþenu Marey litla ljósinu mínu á Húsavík og amma varð svo glöð að ég er búin að vera í sæluvímu síðan.

Í bréfinu voru myndir sem hún hafði teiknað sjálf og kallar teiknistílinn kassafólkið, litirnir og öll smáatriði í myndunum segir manni svo vel hvað hún elskar okkur mikið.

Set hér inn myndirnar, en fyrst eina af henni.

426863_3460693446011_1531172279_33131541_479990236_n.jpg

Þarna er hún að stjórna afmælissöngnum í sínu afmæli, alltaf með
allt á tæru þessi stelpa mín.

3_0001_new.jpg

Fyrst er amma og síðan Dóra frænka

3_new.jpg

Neró er fyrstur svo Sigrún Lea og Guðrún Emilía, þessi mynd er
tær snilld, Neró með hjartað á réttum stað og stelpurnar í
allri sinni litadýrð og sjáið skóna þeir segja svolítið mikið.
Myndirnar fóru strax á ísskápinn til að gleðja okkur alla daga


Takk elsku Aþena Marey mín við elskum þig mjög mikið
.InLove


Fjólublátt Marsmallows

Dagurinn hjá mér byrjaði bara vel kl 8 í morgun, allt gekk sinn vanagang síðan er allir voru komnir á fætur klæddir og uppdúllaðir Ætluðum við Dóra niður í Keflavík á dagskrá hjá Dóru var að þvo bílinn og svo aðeins í búð, hún var farin niður með Neró og ég ætlaði inn í herbergi að ná í gollu, dett ég þá ekki svona líka hrikalega á skáp sem er á ganginum allt á gólfið sem var á honum og ég líka því það heldur engin skápur svona frjálslega vaxinni konu eins og ég er, þetta var slæmt fall, hafið þið nokkru sinni fengið Marsmallows í fjólublárri litaflóru, ég meina sko að Marsmallows dúar er þú klípur í það svo leiðis er hnéð á mér ásamt opnu sári, öklinn er sár og mátti hann nú ekki við því ofan á elsku giktina, hægri öxl er ekki góð en þakka bara fyrir að hafa ekki brotnað,WinkW00t

Englarnir mínir komu hlaupandi hundur og kisur vissu ekki hvað var að gerast með ömmu gömlu það var öskrað á Dóru að koma mér dröslað á lappirnar og í stofusófan þar sem gert var að sárum mínum, ég ætlaði víst í bæinn þó ég væri stórslösuð rugluð í hausnum öskureið og allt það þið vitð nú alveg hvað maður verður reiður þegar svona gerist, en það var ekki hlustað á það frekar en annað sem ég er að reyna að segja, svona yfirleitt AngryTounge

Ég ætlaði ekki að leggja mig en fór samt inn í rúm bara til að jafna mig steinsofnaði og vaknaði kl 5.30 öll lurkum laminn.

Málið er að ég er með það sem þeir kalla sleppifót og þarf ég að fá spelkur, fannst það nú ekki par fínnt hér fyrir nokkrum árum svo ég humaði það fram af mér eins og svo margt annað, en núna verð ég víst að brjóta odd að pjatti og fá mér spelkurAngrySickDevilCrying en verð að taka það í sátt og elska þær
InLove


langar til að bæta í flóruna

Datt niður á gott blogg í gær er ég var að fletta upp upplýsingum um Chlorella sem er grænþörungur. Bloggsíðan sem kom upp á Anna Björg Hjartardóttir og vona ég að hún fyrirgefi mér að ég taki nokkrar línur hjá henni og birti þær hér.

Að hreinsa líkamann af eiturefnum er ekki svo létt, en þekktar árangursríkar aðferðir eru til og að auki vel rannsakaðar. Chlorella sem er grænn þörungur og Spirulina blágrænn micro þörungur eru öflugust í þeim tilgangi vegna yfirburða magns af blaðgrænu auk annarra bráðhollrar samsetningar af vítamínum og steinefnum. Japanir eru vel að sér um þessi mál því þeir eru mjög á varðbergi gagnvart eiturefnum og geislunum. Þegar kjarnorkuslysið var í Fukoshima í fyrra þá kláraðist í Japan öll Chlorella og Spirulina, því fólk keypti þessi fæðuefni til að hreinsa líkamann eins og hægt væri af geislunum.

Takk fyrir mig Anna Björg.

þetta er alveg hárrétt og Japanskar þaratöflur seldust líka upp, en ég hef sérlega gaman að segja frá því að íslenskar þaratöflur voru notaðar í stórum stíl, bróðir minn sem býr í Japan flutti þær út og fór til hamfarasvæðanna í kringum Fukoshima og gaf fólkinu þar töflurnar ásamt mat og öðrum nauðsinjavörum, fólkið sem varð verst úti og er en illa statt komst ekki í búð til að kaupa sér Chlorella og eða Spirulina heldur ekki neitt af neinu tagi.

Á þeim svæðum sem ekki urðu mjög illa úti átti fólkið aðgang að sinni vinnu og bönkum svo það gat farið og keypt sér það sem það þurfti, en á hamfara svæðunum var ekki neitt hvorki matur, hús, bílar, bátar hvað þá hreinlætisaðstaða fólkið var sturlað af hræðslu búið að missa allt.

Einnig gaman að segja frá því að um jólin fór bróðir minn  kona hans og fólkið þeirra og héldu veislu fyrir um 1000 manns, eldaður var matur, fólk fékk pakka skemmtikraftar tróðu upp og margt annað var í boði eins og heilun og nudd.

Ætla nú ekki að missa mig í þessu, en verð að segja frá því að Japanar eru þrautseigt fólk og þeir munu vinna sig út úr þessum erfiðleikum þó sárir hafi þeir verið.
Frið á jörðInLove


Breytingarnar í lífi mínu

Þegar maður hugsar tilbaka og fer yfir líf sitt þá eru náttúrlega breytingarnar margar, sem betur fer hef ég ekki alltaf verið inni í rammanum sem kakkað er, þoli ekki svona ramma sem aðrir segja að séu réttir og maður verði að fylgja þeim, hvað með það þá með hverri breytingu fær maður smá sjokk og tekur bara á því sem komið er.InLove

Dettur í hug er ég byrjaði á blæðingum, var nýorðin 11 ára komandi af skátafundi og hélt að ég væri alvarlega veik, eigi sagði ég mömmu neitt, svo kom fyrsti skylnaðurinn minn það var nett sjokk að uppgödva það að  ástin sem ég taldi mundu vara út ævina var bara aldrei nein ást, síðan hjónaband númer tvö sem var eitt sjokk í 27 ár, á þeim árum fór skjaldkyrtillinn að bögga mig, en það var nú ekkert mál því ég höndlaði það sjálf, nú sjokkið við að heyra það 50 ára að ég gæti ekki unnið meir vegna bak veikinda Neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii hlustaði nú ekki á svoleiðis vitleysu og hélt áfram að vinna fór að vera með manni sem gekk ekki, vitiði að karlmenn eru egóistar en auðvitað við einnig Tounge
Sjokkið við að fá hjartaáfall var svolítið slæmt var ekki alveg að taka því og það tók ár að komast ofan á það að eina sem til væri í stöðunni væri að fá gangráð, allt hefur gengið sæmilega með það enda með færustu lækna í heimi hér á Íslandi.

Tekur því varla að tala um þá smámuni að ég get ekki haldið heimili, á aldrei neinn afgang til hvorki eins eða neins, sleppi því bara er það ekki bara ein þöggunin í landinu hvernig fólk hefur það, annars er ég þakklát því að ég á það sem er ekki sjálfgefið og það eru góð börn.

Fór í mína hefðbundnu blóðrannsókn í síðustu viku, læknirinn hringdi og tjáði mér að ég væri komin með of hátt kólestrol, hafði aldrei verið með það áður svo þetta var eitt sjokkið í viðbót, en auðvitað tek ég á því eins og öllu öðru, Tek það sko fram að ég er ekki að kvarta því svo margir hafa það ver en ég bæði heilsufarslega og fjárhagslega, ég er bara mjög hamingjusöm með allt þetta góða fólk í kringum mig þá er ég að tala um börnin mín tengdabörn og hjartans barnabörnin mín, ég er afar rík kona.

384122_2333364140812_1451046970_31898633_1613170902_n_1142392.jpg

thau_ume_og_jano.jpg

Auðvitað má ég ekki gleyma dýrunum okkar Neró, Jano og Ume.


Kærleik í daginn ykkarHeart

Allt að gerast á Húsavík

 Sigurður Kristjánsson grásleppukarl á Von ÞH. stækka

Sigurður Kristjánsson grásleppukarl á Von ÞH. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Já það er allt að gerast grásleppuvertíðin byrjar í yndislegu veðri og
lífið eykst á hafnarsvæðinu, sem er bara frábært, sjáið líka þessa
yndislegu mynd með fallegustu kirkju landsins í bakgrunni ásamt
Húsavíkurfjalli, Húsavík og umhverfi hans er það fallegasta sem
til er.

Nú svo koma Vaðlaheiðagöngin, uppbygging á Bakka og margt annað
sem tilheyrir svona framkvæmdum, það verður fjör á svæðinu,
eða eru menn ekki bjartsýnir?


mbl.is Líflegt í Húsavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til að spara ríkinu peninga

Þá væri alveg þjóðráð að banna bara áfengi á Íslandi, það hefur nú verið gert áður. Breyta öllum pöbbum í kaffihús, senda alla þá sem eru orðnir háðir víni í meðferð það hlýtur að vera ódýrara heldur en kostnaðurinn við lögvaldið okkar kæra.

Nú allir þeir sem eru í annarlegu ástandi fari beint í  fangelsi Æi var búin að gleyma að það þarf að byggja þau, en ekkert mál notum bara staði eins og svefneyjar og þau eyðibýli sem eru íbúðarhæf út um allt land, hvað segið þið starfsfólk? það getur nú bara verið í lágmarki rétt eins og fólkið í heilbrigðisgeiranum, enda við bara rotturnar í þjóðfélaginu sem allt er nógu gott fyrir.

Að senda fólk án dóms og laga í fangelsi er víst ólöglegt, en þeir verða ekki lengi að setja ný lög tekur bara eina kvöldstund.

Alveg er ég viss um að lögreglan verður óþörf á nóttunni, nema bara nokkrir á vakt og þeir gætu bara annaðhvort sofið eða horft á sjónvarpið eins og þeir gátu gert hér áður og fyrr því það var ekkert að gera.

Fyrir peninginn sem sparast getum við hlúð að þeim sem minna meiga sín, væri kannski hægt að hrúga okkur saman í blokkir sem standa auðar því Íbúðarlánasjóður losnar ekki við þær eftir að vera búnir að taka þær af fólki.

Aðallega var ég að hugsa um hag ríkisins þar sem virðist að við rotturnar séum of þurftafrekar að  endalaust þurfi að herja á okkur með hækkun skatta og lækkun launa vegna minnkandi kaupgetu.

Njótið sunnudagsins elskurnar


mbl.is Annir vegna ölvunar og óláta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndablogg

Hér koma myndir af mömmu, pabba, Gudna bróðir og öðru fólki.
Þau eru að fara í útreiðatúr.


'i sveitinni

Þetta er á Gunnarsstöðum í Þistilfirði

'i sveitinni_0001

Guðni litli bróðir minn, fílar sig vel í nýslegnu heyinu

í sveitinni

Þarna eru pabbi, Gudni bróðir á hestinum, Silla og að ég held Raggi

þórsmerkurferð_0002
 Erum komin í Þórsmörk, séð yfir Húsadal og svo eru strákarnir úr
flugbjörgunarsveitinni sitjandi í afslöppun uppi í brekku

Þórsmerkurferð

Rútan með eldra fólkinu festist úti á Krossánni og það þurfti að selflytja
fólkið yfir í hina rútuna, til þess þurfti það að fara yfir húddið og inn í hina
rútuna, eigi var þetta auðvelt þar sem allar konurnar voru í pilsdrögtum
Það var ekki farið í ferðalag öðruvísi, við þessar yngri vorum í gallabuxum

Þórsmerkurferð_0001

Búið að koma öllum í land og rútunni líka, eins og allir vita hefur
Krossáin tekið nokkra bíla í gegnum árin

þórsmerkurferð_0003

Rútubílstjórarnir okkar þaulvanir menn. þessi ferð var æðislega
skemmtileg, þetta var Belgjagerðar-ferðalag


Talið manninum til málsbóta, AÐ

 Að hann hafði leitað sér sérfræðiaðstoðar í því augnamiði að breyta hegðun sinni, breyta henni yfir í hvað, kannski að taka færri myndir eða framkvæma svona glæpi sjaldnar, svei mér þá ef ég hef nokkurn tímann heyrt annað eins rugl.

Bara gott ef maðurinn hefur leitað sér aðstoðar, en það á ekki að vera honum til málsbóta að mínu mati. Það ber að fullrefsa þessum mönnum, fæstir hætta þeirri kynferðisáráttu sem í þeim býr.
Trúlega eru þessir menn sjúkir og það getur tekið áraraðir að hjálpa þeim ef það er þá hægt.

Maðurinn var dæmdur í 5 mánaða fangelsi, en 3 eru skilorðisbundnir, til skammar þessi dómur.

Hvað með þessar myndir, er hann búin að selja eitthvað af þeim setja þær inn á netið og hvað þá, hvað gerist með sálarlíf þessara stúlkna.

Maðurinn hafði áður gerst sekur um samskonar brot, fékk hann ekki dóm þá eða leitaði hann sér ekki hjálpar í það skiptið?  hvað með það, þá hefur hann ekki látið af fyrri yðju og mun aldrei gera.


mbl.is Myndaði barnunga frænku sína nakta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband