Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Er auðvelt að komast á svona lista?

Ekki ætla ég að setja út á Jóhönnu Sigurðardóttur sem slíka, en vita þessir menn hvar hún er stödd í framkvæmdum á þeim málum sem hún komst á listann fyrir

Þeir horfa bara á hvaða samkomulag og samninga hún er búin að skrifa undir, leita sér ekki upplýsinga um framvindu þeirra mála.

Hvar er atvinnuuppbyggingin, hjálpin til heimilanna og svo margt annað sem ekki er, allavega komið enn. Jóhanna er breytt, stjórnar harðri hendi öllu því sem á að vera eftir hennar höfði og stendur ekki við það sem hún sagði í kosningaloforðum sínu.

Góðar stundir.


mbl.is Jóhanna meðal áhrifamestu kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtíningur

Alltaf er eitthvað að gerast hjá manni og svo eru það minningarnar sem dúkka upp, einnig það sem er alltaf í huga mans, það eru að sjálfsögðu börnin og barnabörnin og bara hið daglega amstur, sem er svo gleðilegt. Stundum eru að koma upp á atburðir sem koma tárunum fram hjá manni eins og þegar maður byrjar að missa sína og vinir missa börnin sín og maka.
Yfir 50 ár er ég búin að upplifa slíka atburði, svo maður ætti að vera orðin skólaður, en nei það venst aldrei er dauðann ber að höndum og allir vita sem hafa misst að það er ekki auðvelt að gleyma, en sársaukinn dofnar með tímanum.

Man svo vel er pabbi minn dó, það gerðist í júlí ég grét á spítalanum og svo ekki meir fyrr en ég fór í garðinn fyrir mömmu á aðfangadagsmorgun, til að tendra ljósin, ég lærði fljótlega að minnast hans með gleði og þakklæti fyrir það sem hann hafði kennt mér.

Það eru tvö ár síðan Ragga mín, missti Himma sinn, hann er reyndar okkar margra núna því þessi fallegi drengur dró mann til sín með sínu blíðlega og góða andliti og ég mun aldrei gleyma myndinni af honum, hann er bara með okkur og takk fyrir það.

Nú við fórum í mat til Millu og þá spurði Litla ljósið hvort hún mætti sofa, jú það var auðfengið, hún ætlar að vera í 3 daga sko. leikskólinn er lokaður svo þá er gott að koma til ömmu og ömmu og afa finnst gott að hafa hana.

Bara að láta ykkur vita að hér er verið að sulta rabbbara, átti ég 10 kíló í kistunni tókum það alt, og þá er nú farið að koma pláss fyrir haustmatinn, frystiskápurinn er nefnilega bara notaður fyrir soðin mat og brauð.

Góða nóttina ljúflingar.
Milla
Heart


Auðvitað á ríkið að kaupa.

Skuldar ekki OR ríkinu einhverja peninga , nei ég meina bara þá gæti það farið upp í kaupverðið, við eigum ekki svo mikla peninga, sko ríkið. þeir gera svo mikið að því að afskrifa þó eigi verði almúginn var við það.

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur, er það ekki glæsilegt
hvað ætli hafi kostað að byggja þessa ísköldu ljótu byggingu,
Sem á að vera tákn fyrir Orkuveitu Reykjavíkur, Jæja hvað með það
þó ég telji þetta vera bruðl, er ég örugglega ein um að finnast það.

Kaupa kaupa, því auðlindirnar eiga ekki að fara úr landi, mikið rétt,
en ráðum við eitthvað við það eftir þetta?

 


mbl.is Vill fund með fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær ferð.

Er við komum á Eyrina fórum við beint upp á dýraspítala, það þurfti að kaupa mat handa prinsinum og að sjálfsögðu svolítið nammi, hundaól fékk hann nýja um hálsinn, blá hún er með demöntum, dugar nú ekkert minna en það handa svona prins.

Þaðan var farið í miðbæinn, BT, Glerártorg þar var nú ýmislegt keypt, við fórum er þær höfðu boðið upp á kaffi á Talíu, í ódýru-búðina þið vitið sem allt kostar það sama, komst að því að það er hægt að gera frábær kaup þar, keyptum margt sem við ætlum að prufa. Stelpurnar gáfu afa sínum nike bol rosa flottan, og sokka þrenna í pakka, bara flott.

Hittum Unni Maríu, barnabörn hennar og Helgi var með þau ætla að koma bráðum í heimsókn.
Hittum síðan Gunna, hann er fyrrverandi maður frænku minnar og hef ég ekki séð hann í nokkur ár, konan hans Elva var með og afréðum við að þau kæmu nú einhvern tímann í heimsókn.

Fórum í Húsasmiðjuna, eða Blómaval réttara sagt og það endaði með að þær komu út með hamstur einn hvítan og flottan, búr og allar græjur, hélt að þær væru komnar yfir hamsturtímabilið, en aldeilis ekki.

Nú aftur niður í bæ og þær þræddu búðirnar og fengu loks eitthvað á sig, en ekki það sem þær voru að leita að, svona þykkar Nikita það kemur seinna.
Þá var farið í Bónus að versla og síðan buðu þær okkur á Greifann að borða, við fengum okkur pitsu sem heitir nautabaninn og við vorum að spring, maður var svo sem ekkert svangur fyrir.
Þegar við komum út þaðan þá var farið í Hagkaup, en ég beið úti í bíl á meðan, síðan brunað heim.
Komum aðeins við hjá Millu og ljósunum og svo sé ég rúmið mitt í hillingum núna.

Góða nóttina ljúflingarnir mínir.


Verð að segja ykkur smá brandara.

Síminn hringdi og það var Dóra mín, hún tjáði mér að það væru tvær litlar stelpur sem langaði svo til Akureyrar, nú já og hvað ætla þær að fara að gera,? auðvitað að versla.

Guðrún Emilía kemur í símann og ég spyr:,, Ætlar þú að kaupa pels handa ömmu, nei ekki tel ég það,
af hverju ekki segi ég, þú ættir nú að vita svarið segir hún, er það að því að ég er svo feit sagði ég,
nú finnst þér þú vera feit, ég var nú meira að hugsa um að þeir væru komnir úr tísku."

Þær geta drepið mig þessar elskur sem ég á.
Auðvitað er ég á leiðinni á Eyrina með englana mína, þær hafa nú sama og ekki neitt verslað sér í sumar svo tími komin á smá eyðslu.


Sjálfstæðismenn fyllast púkahætti.

Sé þetta í anda, prúðbúnir sjálfstæðismenn pukrast með að láta stela hattinum hans Hallgríms.Ninja

Haldið þið nokkuð að það hafi verið að því að þeir móðguðust, nei hef ekki trú á því. Sé það ekki fyrir mér að þeir sem daga þessa nutu veisluhalda með vinum sínum á Flateyri hafi talað þannig að móðgað gæti nokkurn mann.
W00t Ef svo væri.

Eitt veit ég að þarna hefur verið fjör, og hvað er að því að leika sér svolítið, hattinn er ég viss um að hann fær aftur.

Til hamingju Illugi og Brynhildur.
InLove


mbl.is Hattinum stolið af Hallgrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í steik og volli volli.

Sko ef tölvan hrynur þá hryn ég, en er að fá viðgerðarmann um helgina það þarf víst að uppfæra eitthvað, sko ekki veit ég hvað, en þangað til getur verið eitthvað rugl í gangi. Það virðist vera þannig að tölvan sækir ekki allt sem hún á að gera og þar af leiðandi birtist ekki allt sem á að birtast, svo ef ég ekki svara og þykist vera rosa merkileg (sem ég er, óje baby)  þá vitið þið ástæðuna. Sko tölvan er biluð, eða sko ég er búin að ofnota hana, og svo þarf ég að kaupa nýjan disk er að verða búin með þennan.

Drepið mig ekki alveg, en frúin er búin að gera kæfu, þessa líka flottu kæfuna, fékk að sjálfsögðu hjálp frá Gísla mínum, en kæfan er komin í plastboxum niður í kistu. nú ætla ég að vera dugleg og baka eitthvað, allavega brauðin mín, geri það á morgun.

Má til með að segja ykkur eitt, haldið ekki að ég sé komin með hann GULL Pétur, sko ég meina að ég sé búin að breyta yfir í risa GULL og þá verður nú gaman, því ekki er ég þolinmóðasta gellan norðan heiða, svo með nýju háhraðatengingunni þarf ég aldrei að stappa niður fótum og ARG.

Knús knús á alla konur og karla.
Milla í stuði tuði.

 

 


Hvað með þau yngri.

Tel þetta ekki rétta niðurstöðu þar sem ekki er rætt við yngri börn, ég veit dæmi þess að börn eru með áhyggjur og tala mikið um þetta bæði sín á milli og við sér eldri.

Allar áhyggjur sem börn og fullorðnir hafa skapa á endanum óhamingju á einhvern hátt, og eitt skulu allir vita að það kemur eigi rétt svar út úr einhverri könnun, engin opnar sig svo gjarnan í þeim, og þær sína ekki langtíma áhrif hjá fólki.

Það er einnig afar sterkt í okkur íslendingum að vera dugleg og láta ekki bugast, en á endanum verðum við að horfast í augu við að herða þarf sultarólina, þó við látum ekki bugast.
Er sú staða kemur upp þá þarf að tala við elsku börnin, sko alveg upp í 18 ára og gera þeim grein fyrir ástandinu, en fyrir alla muni, ekki gera þau hrædd þetta er bara ástand sem engin almúgi ræður við, og mikil þörf er á að allir vinni sig saman út úr, en að sjálfsögðu bitnar þetta mest á foreldrum sem verða að takast á við sjálfan sig til að geta verið róleg við börnin.

Veit ég einnig um margar fjölskyldur sem höfðu það "svo" gott, afneituðu ástandinu, en eru að vakna til lífsins með það núna að þau eru aðilar að samfélaginu og þó skuldir séu ekki miklar þá hækkar allt, vinnan minkar, og þau verða  að viðurkenna að þau eru með í pakkanum.

Hvet alla til að vinna saman að velferð barna okkar sem eru að byrja í skólanum, sem oft er erfitt og veldur áhyggjum sem þau ættu ekki að þurfa að hafa. segið börnunum ykkar að allir séu jafnir, hvernig sem þau eru klædd.
Verst er að þeir sem þyrftu nauðsynlega að lesa þetta, gera það ekki, telja þetta eigi ekki við sig.

Kærleik til ykkar allra
Milla.


mbl.is Hamingjan jafnmikil og hún var fyrir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Letidagur.

Og það er sko í lagi, ekki þurfum við að gefa börnum að borða eða neitt slíkt. Fórum nú samt á fætur í morgunmat og sjæningu, eigi gleymdi ég að fara aðeins inn á bloggið og facebokk, en bloggið hjá mér er eitthvað skrítið það koma ekki inn myndir og eða bannerinn fyrir ofan komenntin þeir halda hjá blogginu að þetta sé lélegt samband hjá internetinu, en hef nú ekki trú á því, mun tékka á því á morgun.

Undir hádegið komu þau Ásgerður og Finnur, en þau voru á tjaldstæðinu hér í nótt, fengum okkur hádegissnarl og spjölluðum, aðallega um gamla daga, mér finnst það svo skemmtilegt.

Þegar þau fóru lagðist Gísli minn í tölvuna og ég settist hér fyrir aftan hann og fór að sauma, og haldið ekki að ég hafi klárað engla sem ég var að gera í harðangur og klaustur, þeir eru yndislegir, á bara eftir að þvo og lakklíma. Ég tala um letidag vegna þess að þessi saumaskapur sem ekki er fljótgerður er sú mesta afslöppun sem ég fæ.

Við gamla settið sem alltaf erum með góðan mat og vorum með glæsilegt í grillinu í gær, fengum okkur bara pulsur í kvöldmatinn, nenntum ekki að elda, en eigum alltaf til pulsur að grípa í þó óþveri sé og mér er orðið hálf illt í maganum.

Fórum yfir byrgðir í kistunni í gær, og komst ég að því að tími er komin á kæfugerð, búið að safnast fyrir afgangsbitar, skólinn að byrja og þá er not fyrir kæfu.

Síðan þarf að sulta rabbbara, þarf einnig að gera chillý-hlaup, en byrja á kæfunni á morgun ef heilsan er góð, Gísli minn hjálpar mér að sjálfsögðu.

Góða nótt kæru vinir og líka allir hinir.
Milla
InLove


Frábær dagur.

Það var grillveisla í dag, hún var haldin að Laugum og fékk Dóra leifi til að vera niður við Vallarhúsið. Blogghópurinn hér norðan heiða, var að hittast og grilla saman, en venjulega hittumst við  svona yfir vetrartímann einu sinni í mánuði.
Dagurinn var frábær í alla staði og hér koma nokkrar myndir.

100_8939.jpg

Við hittumst fyrst uppi hjá Dóru og fengum okkur kaffi.
þetta eru vinirnir Helgi sonur Unnar Maríu, Dóra og Neró.

100_8931.jpg

Þetta erum víð nýuppgötvuðu frænkurnar Unnur María og ég

100_8930.jpg

Ásgerður, Anna Guðný og Erna. Flottar.

100_8934.jpg

Guðrún Emilía, sætasta ömmu sinnar.

100_8935.jpg

Sigrún Lea sætasta ömmu sinnar, enda eru þær alveg eins.
Þær eru með tölvurnar frammi á gangi þar sem þær búa.

100_8949.jpg
100_8950.jpg
100_8951.jpg
100_8965.jpg
100_8964.jpg
100_8960.jpg

100_8956.jpg
100_8958.jpg
100_8963.jpg

100_8954.jpg
100_8943.jpg

100_8947.jpg

Hér sjáum við hópinn að mestu nema strákana, þeir voru bara
út á velli að leika sér, það er nú ekki amalegt að una sér í þessu
fagra umhverfi.

Það vakti mikla athygli þetta hýsalín sem hún Ásgerður bar utan á sér,
en reyndist vera þessi líka flotti hlífðarpoki.

Góða nótt kæru vinir og takk fyrir daginn.

MillaInLove


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband