Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Þeir þurfa ekki að harma neitt.

Það er mikill sannleikur í því sem bóndinn á Hálsi segir, ég rökstyð það með eigin reynslu, og er löngu hætt að kaupa til dæmis Hakk og nautakjöt út úr búð.

Hakkið verður ekki að neinu á pönnunni og nautakjötið er undantekningalaust ólseigt, svo ég tali ekki um bragðið, sem er ekki eðlilegt.

Ég kaupi mitt kjöt af Kjötvinnslu hér á staðnum og er allt sem þeir eru með frá bónda í heimabyggð, nema svínakjötið sem er úr Eyjafirði, næsti bær við.

Borðaði til dæmis nautagullach í gærkveldi, það rann eins og rjómi í munni mínum og bragðið var villibragð fersktog unaðslegt.

Þeir eru einnig með Pólskar pulsur og eru þær afar góðar.

Þetta er mín skoðun og veit ég um nokkuð marga sem eru þessu sammála.


mbl.is Harma ummæli um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningaskjóðan.

Er svona skjóða sem maður hendir ofan í, minningum um sorg leiðindi, gleði, kærleika og hvað eina sem  upp á kemur í lífinu, kemur fyrir að skjóðan fyllist, það flæðir út úr eins og fossinn Hverfandi í fullum skrúða, ekki hættir að fossa, fyrr en yfirfallið lækkar, stundum tekur það tíma.
Eins og þið vinir mínir vitið þá hefur reiðin verið hér í heimsókn og ekki ætlar henni að linna, það gengur ýmislegt á í þessum bankamálum og ekki stenst það sem sagt er, í gær fékk ég svona bréf.

img_907607.jpg

Svo sætt, er ég augum það leit í fljótheitum, hugsaði ég
bleik slaufa, örugglega verið að safna fyrir krabbameinsveik
börn, en er ég las setninguna, Ekki gleyma reikningunum!
þá fóru nú að renna á mína tvær grímur, því ég skulda ekki neitt.
opnaði herlegheitin þá kom þetta, ætlaði að setja inn mynd af rukkuninni
en það kemur ekki, en þetta var orkureikningur.
Innheimtuviðvörun. Frá intrum
gjalddagi 16.08 2009 kr 10597 eindagi 01.09 2009 bréfið dagsett
07.09 2009 .
Ég í heimabankann til að sjá stöðuna á greiddum reikningum þá hafði
þessi reik. verið gr. 08.09 vegna þess að við vorum að skipta um greiðslu
aðferð og það gleymdist að fylgjast með fyrstu færslum, af
þjónustufulltrúanum. Ég hringdi að sjálfsögðu í orkuveituna, vita brjáluð,
þið vitið og skildi nú ekkert í útliti umslagsins,
tjáði mig um það að þetta væri ekki smekkleg
umslög því innan tíðar mundu allir vita, og segja okay þessi er bara alltaf
að fá bréf frá Intrum, það eru nefnilega margir sem fá svona í dag og tala
nú ekki um ef farið er að senda innheimtuviðvörun eftir 7 daga.

Ég held að maður fari bara að skipta um banka eða borga bara allt sjálfur
í heimabankanum, allavega nenni ég ekki svona þjónustuleysi lengur.
Hvar er öll hjálpin sem átti að veita fólkinu í landinu


Annars var þetta um minningarskjóðuna og að sjálfsögðu á allt sem gerist
lengri sögu, svo nú þarf ég að leifa Hverfanda að streyma niður, og vona ég
að það taki ekki langan tíma.

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


Eru þær aftan úr fornöld,

eða er ég öðruvísi en aðrar konur, auðvitað veit ég að þetta er til, bara finnst þetta svo yfir máta ruglað.

mbl.is/Golli

Gæti alveg hugsað mér þetta gummilade með herlegheitunum

Bók Bandaríkjamannanna Cindy Meston og David Buss um ástæður þess að konur sækjast eftir kynlífi hefur vakið mikla athygli. Í bókinni er því haldið fram að ólíkt körlum þurfi konur að hafa sérstakar ástæður til að langa til að stunda kynlíf. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Ég veit bara um eina ástæðu fyrir því að stunda kynlíf og það er löngun, sem kemur bara eða að maðurinn kemur manni til.

Höfundar bókarinnar segja allt að 200 ástæður geta legið að baki því að konur vilji stunda kynlíf og að fæstar þeirra tengist ást eða líkamlegri löngun. Ástæðurnar séu mun frekar þær að konur vilji í raun tryggja sér eitthvað eða ná einhverju fram með kynlífi.    

Höfundarnir, sem bæði eru fræðimenn við háskólann í Austin í Texas, byggja bók sína á viðtölum sem þau tóku við rúmlega 1.000 konur.Á meðal þess sem konurnar nefna helst sem ástæður þess að þær stundi kynlíf er að þær vilji koma í veg fyrir að eiginmenn þeirra leiti annað eftir kynlífi, að það geri þær sjálfsöruggari og eiginmenn þeirra samvinnuþýðari, m.a. við heimilisverkin.

Þá nefnir hópur þeirra kynlíf sem vörn gegn mígreni.84% kvennanna segja einnig algengt að þær stundi kynlíf til að létta lund maka síns og halda þannig heimilisfriðinn.

Ef maðurinn leitar út á við, þá kemur konan ekki í veg fyrir það með auknu kynlífi við makann
það er ekki það sem maðurinn leitar eftir heldur tilbreytingin sem aðrar konur veita þeim.
og ef þeir eru eitthvað vaskari við heimilisstörfin, þá er það vegna þess að þeir vilja halda friðinn við þær, þá er auðveldar að sleppa aðeins út.

Ef maður þarf að létta lund makans og halda heimilisfriðinn með kynlíf, tel ég nú bara betra að vera ein.
Auðvelt er að fá sér karl þegar manni langar til og svo þarf ekki karl til, við getum bara gert þetta sjálfar. Svona rannsóknir eru ekki raunveruleikinn, nema kannski að afar litlu leiti.

Góðar stundir.


mbl.is Kynlíf fyrir heimilisfriðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýstrokkur eða geimverur að koma til jarðar.

Nei bara segi svona, afar sérkennileg mynd, sjáið lögunina á
skýjunum, minnir þetta ekki á landið okkar
?

Skýstrokkurinn séður frá Kambabrún.

Skýstrokkurinn séður frá Kambabrún. mbl.is/Jóhann K. Jóhannsson

Skýstrokkur sást yfir Ölfusárósunum nú síðdegis. Að sögn sjónarvotts, sem fylgdist með þessu veðurfyrirbæri ofan úr Kömbum, virtist skýstrokkurinn vera nokkuð stór og ná um tíma niður að Ölfusá nálægt Ósabrú. Hann leystist síðan upp og hvarf.

„Það var magnað að fylgjast með þessu," sagði Jóhann K. Jóhannsson, sem sá skýstrokkinn ofan af Kambabrún. Hann sagði að strókurinn hefði virst mjög djúpur um tíma.

Gæti alveg eins verið að geimverur væru að stíga til jarðar,
kæmi mér eigi á óvart, en aldrei fáum við um það vitneskju
þær koma bara, gera það sem þarf og ég held svei mér þá
að þær séu að hjálpa okkur á einhvern hátt.

Það er mikið að gerast í kringum okkur núna bæði gott og slæmt
hið slæma er af mannavöldum og það góða kemur frá einhverjum
verum sem ekki eiga heima í okkar vídd, gætu alveg eins verið
geimverur.



Jæja kæru vinir verið viss, við munum sofa vel í nótt.


mbl.is Skýstrokkur í Ölfusi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef verið svo reið.

Merkileg þessi mansskepna, eins og ég, hef ekki á heilli mér tekið í marga daga vegna reiði, já reiði út í svo margt. Samt veit ég að reiðin er eitt af egóinu, og ekki má láta það ná yfirhöndinni, en þetta gerist, en sem betur fer ætíð sjaldnar og sjaldnar.
Ég veit að  þeir sem valda manni reiðinni (sem ekki á að taka inn á sig) fá það í bakið og gjörningurinn fer með þeim, en ekki mér.

Ég er alltaf að reyna að gera mitt besta, ekki þarf ég að hafa mikið fyrir því að elska fólkið mitt sú tilfinning er þarna og hverfur aldrei.
Marga ómetanlega vini hef ég eignast í bloggheimum í viðbót við þá vini sem fyrir voru.

Ég stend í skilum með allt mitt og er yfirleitt ekkert að hugsa um þá sem eru fyrir utan minn ramma nema þörf sé á og fólk þurfi aðstoð á einhvern hátt, eða eitthvað.

Ekki geng ég um ljúgandi, kann ekki á svoleiðis vansa sem ævilega koma fólki í vandræði, kann eigi svo gjörla að skynja mörk dónaskapar eður ei, (að sögn sumra) en geri eins og ég best kann, ef það ekki dugar, nú þá verði sem verða vil.
Ef þörf er á þá nota ég diplómatísku leiðina, en segi gjarnan að hún megi jaðra við ósvífni

Fólk sem ég þekki ekkert, en þarf einhverra hluta að hafa samband við sýni í kurteisi og virðingu, ætlast jafnframt til að það geri slíkt hið sama, næstum án undantekninga tekst það því sem betur fer eru flestir mannlegir, en til er það fólk sem eltir vitleysuna í öðrum,  telur að það fái upphefð með því að gera það sem það gerir.

Þess vegna segi ég til fjandans með þá yfirmenn og drottnara sem stjórna fólkinu sínu til að koma fram af óheiðarleika.
Reiði mín skapast af því að ég var að standa í bankamálum fyrir Gísla minn og þetta átti allt að vera svo gott og so videre, en stenst svo ekki og engin lausn í raun fyrir hann.
Það er að sjálfsögðu hart, sérstaklega þar sem hann er að borga skuldir annarra.

Ríkið  og bankarnir sem eru í eigu ríkisins eru bara ekki að gera neitt fyrir fólkið í landinu, það er staðreynd. Undanskil Sparisjóðinn minn enda á ekki Ríkið hann.

Annars er ég bara góð, átti yndislegan dag í gær, fórum til Akureyrar, hittum fullt af góðum vinum og áttum skemmtilega stund á Glerártorgi.

Kærleik í sunnudaginn ykkar.
Milla
Heart


Veit fólk hvað það vill?

Sumir vita, en aðrir ekki, hef kannski talað um þetta áður, en vitið, að er eitthvað droppar upp, sem ekki lætur hugartetrið í friði hvort sem það er vegna mín sjálfrar eða annarra, þá bara verð ég að skýra hugann með því að skrifa það niður.

Það er akkúrat málið, ef þú veist ekki hvað þú vilt þá endilega átt þú að skrifa niður, og til að byrja með allt sem þú vilt ekki alveg sama hvað það er, það geta verið hlutir, fólk, málefni, umræður og hvað eina.
Bara að byrja og sjá hvað kemur út úr því.
Eitt sem maður verður að gera, er að sleppa því eða þeim sem maður vill ekki hafa yfirhöfuð í sínu lífi, kannski vil maður hafa, en þörf á breytingum og þá gerir maður það, með hugsun um það sem maður vill eða ekki vill.


Sumir eru fastir í munstri og vita hreinlega ekki hvað í raun er að, aðrir eru meðvitaðir um það, en eru fastir í munstrinu.
Í Guðs bænum þá eiðið ekki lífinu ykkar í slíkt rugl þið eruð ekki að gera neinum greiða með því, bara ykkur illt svo um munar.

Ég veit allt um þetta hef verið þar, en er búin að brjótast út og verð sterkari og sterkari með hverjum deginum, en nota bene, verið alltaf á varðbergi, maður er fljótur að falla í sama horfið aftur.
Ég er til dæmis með bók í körfu í eldhúsglugganum, ásamt mörgu öðru sem snertir mig persónulega,
í þessa bók skrifa ég allt bæði jákvætt, neikvætt, það sem ég vil og ekki vil, síðan endurskoða ég það sem ég skrifa, strika út, breyti og bæti við. Alveg bráðnauðsynlegt.

Kærleik í lífið ykkar
Heart

 


Kann fólk að svara fyrir sig?

Merkilegt þetta með að kunna eða kunna ekki að svara fyrir sig, undanfarið hef ég talað við tvær konur sem báðar hafa sagt að þær kunni eða geti ekki svarað fyrir sig. Skil þetta afar vel, hef lent í þessu, það er að segja ef viðmælandinn er dónalegur, talar niðrandi, hlær að manni, eða gerir lítið úr manni á einhvern hátt, þá fer það eftir því hvernig maður er stemmdur hvort eða hvernig maður svarar.
Ætíð er best að vera diplómatísku, en má jaðra við ósvífin, það hrífur best.

Stundum svarar maður hikstandi eða að maður kemur ekki réttu orðunum að fer að tala um allt annað, en við á,  og endirinn verður sá að manni finnst allt hafa farið úr böndunum og fær samviskubit.
Samviskubit er svona tilfinning sem allir ættu að rífa í burtu og henda eins langt og hægt er og henda henni endalaust þar til hugurinn róast.
Engin ætti að þurfa að burðast með það.

Allt er þetta okkur sjálfum að kenna, við leifum þessu að gerast, stundum að því að við eigi vitum betur, en stundum kunnum við alveg, bara gleymum, en gleymum aldrei því að engin hefur leifi til að niðra annan því við erum öll jöfn.

Kærleik til ykkar allra
.


Frábært framtak

Það er með ólíkindum hvað hægt er að safna þegar á reynir, þessir skólapakkar eiga eftir að hjálpa mörgum sem virkilega þurfa á þessu að halda.
Þau sem stóðu fyrir þessu eiga heiður skilið.

Þörfin er mikil í landinu og vona ég að þeir sem ekki þurfa, sjái sóma sinn í því að nálgast ekki svona gjöf.

Hitt er svo annað mál að mér finnist að grunnskóla-aldurinn ætti ekkert að þurfa að borga til þess sem snertir skólann, ríkið ætti að borga það semsagt við í okkar sköttum, en að sjálfsögðu bara mín skoðun.

Njótið dagsins


mbl.is Úthluta 500 skólapökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband