Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Klippið bara á S og N Þing

Það þurfa engin göng að koma í gegnum Vaðlaheiði, sleppið því bara, til hvers, engin er atvinnan, engin fiskur í sjónum og bændur eru að fara á hausinn.
Ferðamönnum finnst bara spennandi að fara Víkurskarðið hvort sem þeir eru á hjólum, gangandi eða akandi það verða hvort eð er fáir aðrir en þeir sem fara um þessa vegi þegar búið er að klippa á
landshlutann, það er á meðan einhver nennir að sinna því starfi sem heitir ferðamannaiðnaður.

Væri kannski möguleiki að selja inn á yfirgefna bæi eða vill einhver friða svæðið til útivistar fyrir veiðimenn af ýmsu tagi, hér er margt að hafa.

Klárið bara allt fyrir sunnan á meðan fer allt til fjandans hér norðan heiða, nema við tökum okkur til og stofnum eigið ríki.

Góðar stundir.


mbl.is Samkomulag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Já af hverju skrökvar maður. Ég var 7 ára, send út í mjólkurbúð til að kaupa brauð, búðin var á horninu rétt hjá heima, en síðan var önnur lengra í burtu ég fór í hana þar var nefnilega til súkkulaðiegg sem var fyllt með kremi, æðislega gott, ég keypti brauðið og eggið borðaði það af innlifun á heimleiðinni.

Mamma spurði er ég kom heim af hverju ég hefði verið svona lengi, nú ég sagði að brauðið hefði ekki verið til í mjólkurbúðinni, svo ég hefði farið í hina búðina, ég þorði ekki að segja henni hvað ég hafði gert.

Gæti það hafa verið fyrir tuðið yfir því hvað maður borðaði; ,, stundum, seint á kvöldin hittumst við ég og frændi minn sem bjó á heimilinu, vorum þá bæði að stelast í búrið til að næla okkur í kökur til að maula á, við læddumst, því ef mamma vaknaði við okkur fékk maður ræðuna", man samt ekki eftir að hún segði við mig að ég yrði feitabolla ef ég æti svona. það gerðist miklu seinna er ég var tágrönn, þá átti ég að vera grennri og flottari, hlægilegt ég var flott stelpa, svo talar maður ekki svona við börnin sín.

Á sunnudögum kom frændi oft ekki í hádegismat, þá var ég mjög glöð, ég fékk nefnilega alltaf eftirréttinn hans, það er að segja ef ég borðaði allan matinn minn.
Gáfulegt uppeldi, tuða og tuða, en svo mátti ég fá eftirréttinn hans ef ég borðaði matinn minn.

Held bara að ég hafi verið ofæta frá unga aldri.


Að gera sér grein fyrir.

SporðdrekiSporðdreki: Fegurð orðanna heillar þig. Gættu þín að vera
heiðarleg(ur) við sjálfa(n) þig í dag því annars verður þú fyrir
vonbrigðum.

Ég reyni alltaf að vera heiðarleg gagnvart sjálfri mér, en er búin
að komast að því að oft veit ég ekki hvort ég er heiðarleg eða
meðvirk, en það mun lærast.

Þó erfitt sé, þá veit ég að maður verður að læra að sleppa og
huga að sér sjálfum, og gera mér grein fyrir að ég lifi ekki
lífinu fyrir aðra.

Ég og allir aðrir þurfa að leifa öðrum að lifa og njóta sín og hafa
gaman með, ekki setja út á.

Tjái ég mig um eitthvað sem hvílir á mér, þá ætlast ég jafnvel ekki
til að fá ummæli eða ráð um hvað ég eigi að gera, en ef það er
gefið, sem er í lagi, þá þarf ég ekki endilega að fara eftir því,
málið er dautt.

Allir vita sem þekkja mig að fögur finnast mér orðin, og reyndar
einnig náttúran, hafið og bara allt sem fagurt er að mínu mati.
En fegurð er svo afstæð.

                                  Marmaramynd

                    (Michelandgelo Buonarotti
)
                                        1476--1564

                       Góður svefn, mín gæfa að vera steinn
                       í grimmum heimi og ekkert vita meira
                       af því sem ég vil hvorki sjá né heyra.
                       Hvíslaðu lágt, svo ekki vakni neinn!  

Helgi Hálfdánarson þýddi

kærleik til þeirra sem lesaHeart                       


Afhýdd og kramin

Já segi það og meina, kannski ekki eins og k.mús, en næstum. þegar maður flettir ofan af sjálfum sér, uppgötvar við lestur góðra pósta, að feluleikurinn hefur verið algjör, í tuga ára hefur meðvirknin eyðilagt svo mikið, en maður vissi bara ekki betur.
Fullkomið heldur maður að allt sé, nú stóð maður sig ekki vel, í vinnu, heima, gagnvart vinum og fjölskyldu jú jú mikil ósköp, en var ég hamingjusöm í raun?

Auðvitað var og er ég hamingjusöm með það sem ég hef og á.
Ég þakka Guði fyrir það á hverju kvöldi, þakka ég einnig fyrir
þá sem komu mér á þá braut að fletta ofan af sjálfum mér
og byrja batann, ég á langt í land, en eftir tuga ára reynslu
vona ég að batinn komi fljótt, kannski er ég meðvirk núna,
en þá verð ég bara að reka mig á.

Það vita allir fíklar að það er alveg sama hvað þeir reyna að
afsaka sýnar gjörðir í gegnum árin, þá er það ekki hægt.

Merkilegt eins og með mig, sem er búin að þola ýmislegt í
gegnum árin, engin hefur beðið mig fyrirgefningar á því, en
ég er búin að fyrirgefa sjálfri mér fyrir það sem ég lét ganga
yfir mig, en þá hef ég ekki höndlað MATARFÍKNINA.
Þegar ég var ung var ég eins og spýta 1973 var ég 123 kíló.
1975 datt ég niður í 65 kíló og var nærri dauð, fór í
garnastyttingu, tengd aftur 1982 og hélt mér bara fínni í mörg
ár, en fór samt í 83 ca.
Skellurinn kom 2004, fékk hjartaáfall, átti svo bágt, mátti sko
alveg borða, en það kostaði að ég er komin í 120 kg í dag
og svo held ég að ég geti bara sagt, en þetta var svo erfitt.

Já þetta var erfitt og matarfíkn er sjúkdómur sem ég verð að
höndla og það strax annars get ég valið gröfina, en ég held
að ég velji að læra á sjálfan mig, og það geri ég með hjálp
góðra vina og staðfestu sjálfra mín, engin gerir það fyrir mig.

Ég skrifa þetta til að losa um hnútinn sem var og er, kemur
aftur og aftur þar til ég er búin af afhýða og opna sjálfan mig
og viðurkenna  að ég sé ofæta.
Ég heiti Guðrún Emilía Guðnadóttir og er OFÆTA.

Kærleik til þeirra sem lesa
Mi
lla
Heart


Frá húshaldi Millu

Vaknaði klukkan 5 í morgun, mér fannst lífið bara nokkuð æsandi, en á endanum fór ég á fætur 6.15 og í þjálfun 8. Gísli minn þessi elska sótti mig 8.30 við heim að fá okkur kaffisopa, ég ætlaði að leggja mig, og gerði það er ég fékk frið til þess (Við drukkum kaffið 9.30) jæja ég sofnaði örþreytt og alsæl svaf ég til 12.30. Skellti mér í sturtu, hrein föt, fékk mér sítrónu vatn búin að sitja hér við tölvuna síðan.

Komst að því að fara í þjálfun og leika sér sama daginn er ekki gott
fyrir liðina, man það bara næst, nefnilega er í þjálfun tvisvar í viku,
sleppi bara leiknum næst.

Aðeins að útskýra:
Þar sem ég er ekki gift, er eigi hægt að tilkynna skilnað.
Þar sem ég er ekki í sambúð. er eigi hægt að tilkynna sambúðarslit.
Hef bara afnot af manni og hann af mér þá þarf ekkert um það að
segja, þó spark í rassinn gefum, en ég held að við séum ekkert á
leiðinni að gera það, maður veit samt aldrei hvað gerist þó frægðin
sé ekki fyrir hendi. Uss mikið fjandi er ég farin að rugla, enda fer að
hallast að aldrinum.

Fer að fá mér hressingu, í kvöld ætla ég að borða afganga síðan í
gær, maður hendir ekki matnum munið það alveg sama hversu
lítið það er.

Gísli minn er að sortera myndir og þyrfti ég að klára að gera það
við mínar svo að það sé hægt að byrja á þeirri vinnu.
Held að það gerist ekkert markvert hér í dag svo ég læt þessari
fréttatilkynningu lokið, lofa að láta ykkur vita ef undur og stórmerki
gerast.


Það eru hjón í næsta húsi að skilja

Kemur einhverjum það við, nema þá helst þeim sem hafa gaman að smjattinu. Hvað er eiginlega í gangi, þau eru nú ekki konungborin þessi hjón í Krossinum, ekki einu sinni að þau tilheyri uppaliði Íslands, eða réttara sagt stórreykjavíkursvæðinu, því engir eru upparnir úti á landi, eða er það,? ég hef eigi orðið vör við þá.
mbl.is Forstöðuhjón Krossins að skilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldsaga.

Eigi í frásögu færandi, en við fórum fram í Lauga í gær, borðuðum hjá englunum mínum þar, og var það yndislegt að vanda. Á leiðinni ókum við fram á fjárrekstur og stoppuðum að sjálfsögðu.
Tók þessar myndir.

100_9034.jpg

100_9035.jpg

100_9036.jpg

Svona sjón einkennir haustið einnig gæsirnar í breiðum á túnunum
og eins gott að aka varlega því þær vappa yfir vegina og svo samlitar
eru þær malbikinu að eigi maður sér þær fyrr en bara allt í einu.
Tignalegir fuglar og afar bragðgóðir.

                  Á nöfum.

Koma úr vestri vindar,
vetur nálgast fljótt.
Í fjarska fjallatindar,
fegurð missa skjótt.
Á himnum skýjaskarir
skuggum varpa á jörð.
Stendur einn og starir
á stóra gæsahjörð.

Út á sjónum siglir
sævi barið fley.
Títt sig aldan ygglir
út við Drangaey.
Fugl í fjörusandi
flögrar til og frá
Í austri létt með landi
læðist þoka grá.


              Kristján Runólfsson
                   Brúarlandi.

Góða nóttSleeping


Á þetta við um öll lán?

Skal segja ykkur að vantraust mitt á öllu og öllum í dag er þvílíkt að ég bara spyr, að sjálfsögðu eins og asni: ,,Á þetta við öll lán sem fólk hefur tekið, ekki bara bílalán og húsnæðismálalán?"

Ekkert er einkennilegt við vantraustið, hrunið varð fyrir tæpu ári, vextir voru farnir að hækka þá, en maður tók því bara með jafnaðargeði, en allar hækkanir síðan eru bara ekki að ganga upp hjá hvorki mér eða öðrum,enda óheyrilegar,og svo merkilegt sem það er þá er komið fram við mann eins og það sé okkur að kenna að allt hefur hækkað.

En ég veit að engin getur svarað því hvernig þetta verður, því mér segir svo hugur, að það verði sama sem ekkert sem gert, við verðum bara að láta allt danka og reyna að skrimta. Kannski við gætum farið í hádegisverð í þinghúsið, mér skilst að það sé ekki af verri endanum fæðið þar.

Ekki veit ég hvaða hópur hefur það verst, en öllum líður okkur illa.


mbl.is Róttækari aðgerðir til handa heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær og hvers vegna?

Já hvenær er maður veikur og hvers vegna, ég held að maður sé veikur er maður getur ekki reist höfuð frá kodda eða upp og niður út um allt, en kannski er það misskilningur í mér, milliveikur getur maður orðið, held að það sé svoleiðis veiki sem ég er með þurfti að fá hjartameðulin mín 6 í morgun og Gísli varð að ná í þau sofnaði aftur, vaknaði, sofnaði og vaknaði klukkan 17.00 og varð þá að taka kvöldskammtinn, ekki gott.
Borðuðum heitt brauð í ofni og ég dólaði mér í sófanum yfir fréttunum. Viktoría mín kom og skreið í fangið á ömmu, ég sagði henni að ég væri bara eitthvað slöpp, hún sagði að vinkona sín hefði verið svona í vikunni, síðan kom, amma, ég held að þú sért bara veik af þreytu, humm, eftir hvað?, bara allt sem þú ert búin að vera að gera undanfarið.
Þegar hún fór þessi yndislegi Ljósálfur minn fór ég að hugsa, ekki hafði ég gert svo mikið fram yfir þetta venjulega nema að óskapast yfir þessum bankamálum.
Verð að viðurkenna að þau eru búin að taka á og það ekkert smá þó ég viti alveg að maður á ekki að láta þetta hafa svona áhrif á sig þá bara getur maður ekki ráðið við allt, stundum verða málin manni ofviða.
Hvers vegna verður maður veikur, jú af áhyggjum verður maður veikur, en heldur alltaf að það komi ekki fyrir mann sjálfan.

Nú ætla ég að hvíla mig andlega vel í nótt því á morgun fer ég fram í Lauga, við erum öll boðin í mat til englana minna þar, og vitið það spáir 20 stiga hita svo allt liðið fer örugglega í sund að Laugum, þar er æðisleg sundlaug.

Gleði og kærleik í helgarrestina ykkar.


Hver á að ráða því?

Það hefur hvarflað að mér afar oft undanfarin ár, hver í raun ráði yfir þessu eða hinu. Þessi frétt með að  forstjóri gæslunnar væri eigi glaður með að fljúga með Kastljós fólk vegna ummæla þeirra um ráðningu eins manns.
Þetta hljómar afar einkennilega, er ekki Kastljós fólk að sinna sínu starfi, koma fréttum út til okkar, við gerum svo með það eins og við viljum.
Gæslan er einnig að sinna sínu og það á ekki að felast hroki í þeim gjörðum, sem þetta að mínu mati gerir.

Ríkið á bæði RUV og Gæsluna, svo það er í raun ríkið sem ræður, þó undirmenn fái vist vald og að sjálfsögðu ráða flugkapteinar yfir sínu flugi, en í þessu tilfelli, hættið nú alveg.

En það sem hefur leitt huga minn að þessum málum er einmitt hrokinn, drottnunin, eineltið, ofbeldið og öll sú mannvonska sem hefur líðst í gegnum aldirnar, og sama er hvar þú berð niður, á vinnustað, í barnaskólum, dagheimilum, vistunarstofunum og heimilum.

Er ekki bara kominn tími til að senda allt fullorðið fólk í skóla til að læra að, ala upp börn, koma fram af kurteisi við alla sama í hvaða stöðu þeir eru.
Við erum jú öll jöfn.

Tek fram að þetta er mín skoðun, ég ber mikla virðingu fyrir Gæslunni okkar og mér finnst Kastljós bara flott.


mbl.is Flýgur ekki glaður með Kastljósfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband