Skrifað í morgunsárið

Góðan daginn allir kátir og ekki kátir, sko ég er alveg kát
en þarf að fara út til að fara í þjálfun, ekki er nú veðrið til
að hrópa húrra yfir, rok og slagveðursrigning.

Aþena Marey mín sem svaf hjá okkur í nótt er ennþá í
draumaheiminum, hún sofnaði í gærkveldi í gestarúminu,
en svo vaknaði amma við einhvern bolta, sem nuddaðist
og snérist í hringi, sér við hlið, það er hennar vani að vera
helst þversum í rúminu er hún er búin að finna sér viðeigandi
holu, svo þegar hún er steinsofnuð aftur þá laga ég hana til
þannig að hún sé meira afa megin en mín megin.Tounge

Já það var nefnilega vegna anna sem ég bloggaði ekki fyrir
svefninn í gær, enda er ég að hugsa um að gefa því bara frí,
allavega fram á næsta haust.

Annirnar í gær voru að ég fékk að vanda vinkonur mínar í heimsókn
og Sigga Svavars bættist í hópinn og það var yndislegt að fá hana
við eigum örugglega eftir að hittast oftar svona til að spjalla um
okkar áhugamál.
Nú síðan voru ljósin mín í mat og einnig vinkona Viktoríu hún Birta.
Og það er ekki hægt að eiða tíma í tölvu er maður hefur svona
skemmtilegt ungt fólk að tala við.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


Þeir sem minna mega sín

Þeir sem minna mega sín er fólk sem á minna en ekki neitt
eða eru (eins og einn maður sagði á þingi ) " Þurfalingar"
Að mínu mati er þetta bara fólk eins og allir aðrir og eiga
skilið alla þá virðingu sem þeir fá sem meira mega sín.
Ég spyr nú bara hvað þýðir þetta eiginlega, meira, minna?

Dettur svo eitt í hug, það eru ómálga börnin og upp úr, eru
þau kannski eitthvað fyrirbæri sem minna má sín.
Er þau eru lítil, er talað fyrir þau, svarað fyrir þau, og eftir því
sem þau eldast, held ég í sumum tilfellum að þetta haldi áfram.
Þau eru ekki hvött til að tala eða segja sína skoðun, og ef þau
segja eitthvað, þá er jafnvel sagt, hvaða vitleysa er þetta, þér
hlýtur að misminna eða þetta var eða er ekki svona.
Þau fá sem sagt aldrei að segja sína skoðun fyrir stjórnsemi
fullorðna fólksins.

Held samt að fullorðna fólkið sé ekki að meina neitt illt með
þessari stjórnsemi, þau bara vita ekki hvað þau eru að taka mikið
og eyðileggja fyrir börnunum, letja þau í stað hvetja og það er
mörg hegðunin sem kemur út úr.

Sum börn kunna ekki með góðu móti að brjótast út úr rammanum
sem þau eru búin að vera í frá blautu barnsbeini og fara þá út í
allskonar rugl og svo eru allir alveg hissa á hvað hafi gerst með
þæga barnið sem sagði aldrei orð og foreldrarnir yndislegir í
alla staði.
Það er bara því miður ekki málið, börnin þurfa að fá að þroskast
eðlilega í frjálsræði, en með aga.

Þau börn sem fengu að njóta sín koma bara vel út, en auðvitað
eru undantekningar á öllu.

Bara smá hugleiðing um hádegisbil.
Eigið góðan dag í dag
Heart


Fyrir svefninn

                          Reifarakaup

Hans Ellefsen reisti hvalveiðistöð á Sólbakka við Önundarfjörð
1889 og íbúðarhús sem hann seldi Hannesi Hafstein, fyrsta
íslenska ráðherranum, fyrir eina krónu, aðrir segja fimm krónur,
og er hæpið að hús hafi selst öllu ódýrara hérlendis - jafnvel þó
kaupverðið hafi verið fimm krónur.
Íbúðarhús Ellesens var síðan tekið í sundur, flutt suður og sett
upp aftur við tjörnina í Reykjavík þar sem það hýsti ráðherra
Íslands og síðar forsætisráðherra til 1942.

                     ********************


                     Margur er smalakrókurinn

,, þetta var ljóta ferðin. Ég var boðin að Holti og átti að vera þar
skírnarfontur en þegar ég kom þangað var búið að matselda barnið."

                            Flaumósa bóndi.

                                 ********

         ,,Förum nú út og horfum á sólarniðurganginn."
               
                                Óþekktur   

                                   ***

,, Og hugsið ykkur, hvað það er nú gott að vera á skíðum
                 úti í guðsgrænni náttúrunni."

Guðlaugur Tryggvi Karlsson, viðskiptafræðingur, í ræðu
sem hann hélt á námsárum sínum í  menntaskólanum í
Reykjavík um nauðsyn útivistar.

Tekið úr bókinni Heimskupör og trúgirni  Jón Hjaltason

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart

 



 


Loksins getnaðarvörn fyrir karla.


Sigurður Jökull

// Erlent | mbl.is | 5.5.2009 | 12:41

Getnaðarvarnarsprauta fyrir karla

Hormónasprauta fyrir karlmenn á mánaðarfresti gæti reynst jafn árangursrík getnaðarvörn og pillan fyrir konur. Þetta segja kínverskir vísindamenn sem unnið hafa að þróun sprautunnar.

Í rannsókn þeirra tókst aðeins 1% þeirra karlmanna sem fengu sprautu með testóterón-hormónum að geta barn, að því er fram kemur í Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism reports. Frá þessu er greint á vef BBC.

Þetta er bara æðislegt nú geta karlarnir tekið við getnaðarvörninni
Alltaf hefur það verið konan sem hefur þurft að taka því að þola ekki
pilluna, lykkjuna eða hvað annað sem notað hefur verið.

Hingað til hefur það bara verið í boði að láta taka sig úr sambandi,
en karlmönnum finnst það nú flestum frekar niðurlægjandi, það er
konan sem á að sjá um þetta, nema að smokkurinn sé notaður
og er það nú allt í lagi og getur verið tilbreyting í því, en varla
hægt að treysta á það til lengdar.

Þeir eiga eftir að rannsaka þetta aðeins betur svo kemur þetta á
markað.
Nú datt mér svolítið í hug, já þetta er frábært líka fyrir þá sem halda
framhjá, engin hætta á að þeir barni viðhaldið
.



mbl.is Getnaðarvarnarsprauta fyrir karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki merki minnimáttarkenndar.

Porche Cayenne.

Porche Cayenne. mbl.is

// Veröld/Fólk | mbl.is | 4.5.2009 | 15:33

Líklegastir til þess að halda framhjá

Ökumenn dýrra bifreiða eru líklegri en aðrir til þess að halda framhjá, samkvæmt nýrri könnun illicitencounters.com vefjarins. Samkvæmt könnun vefjarins óku 20,9% þeirra sem tóku þátt og játuðu á sig framhjáhald, lúxusbifreiðum. Meðal þeirra voru 16 eigendur Bentley, 31 Porsche eigandi og 135 eigendur BMW bifreiða, samkvæmt vefnum Ananova

Verð nú að segja eitthvað um þessa frétt þó gömul sé.

Með fullri virðingu fyrir karlmönnum þá, ég meina sko,
er þetta nú toppurinn á vitleysunni, eða hvað.

Strákar hafa nú alltaf verið með bíladellu, en misjafnlega mikla,
það er sem sagt ástæðan; "Minnimáttarkennd"
Kaupa sér dýra og fína bíla til að sýnast, asnar að mínu mati.
Dettur nú annað í hug, eru þessir menn ekki líka lélegir í
ástarleikjunum? 
Nei sko, ekki skamma mig, ég er bara að hugleiða þetta,
fyrirgefið, en er þessi hugleiðing mín ekki bara staðreyn?

Dýrir bílar og framhjáhald, hvort tveggja til að sýna eða sanna
eitthvað sem jafnvel er ekki til.

Mætti ég þá frekar byðja um þá sem eiga bara flottar druslur.

Eiðið deginum í hugleiðingu
Tounge


mbl.is Líklegastir til þess að halda framhjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk er að eyðileggja líf sitt og barnanna

Barnaverndarmálum fjölgar

Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um 40% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á heimasíðu borgarinnar kemur fram að hluta þessarar fjölgunar megi rekja til mjög aukinnar vitundar íbúa og starfsmanna borgarinnar um nauðsyn þess að vera vakandi fyrir líðan barna við erfiðar aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Einnig er ljóst að erfiðar efnahagsaðstæður birtast í fjölgun hegðunarvandamála hjá börnum, og því miður einnig í fjölgun erfiðari mála og meiri vanda hjá foreldrum," segir þar.

Er fjölgunin vegna þessa að starfsmenn borgarinnar eru
meira á verði í dag en endranær, eða hefur vandinn alltaf
verið svona stór, en þeir bara ekki á verði áður.?
Bara að segja ykkur sem skrifið svona lagað eftir starfsmönnum
borgarinnar að vandinn hefur alltaf verið svona stór, ég er ekki
að vanmeta það sem gert er, en það er óþarfi að upphefja sig á
kostað kreppuna.

Það þarf alltaf að vera á varðbergi, einnig er nauðsynlegt að
kenna fólki það að það sé í lagi að það leiti sér hjálpar sjálft.
til dæmis konur eru ekki einar, þær þurfa bara að standa á sínu,
henda vandamálinu út og byrja nýtt líf.
Ég veit að það er ekki auðvelt, en prófið bara ykkur mun ganga betur.

Það er ekki eðlilegt að það hafi orðið  40% aukning á tilkynningum
síðan um áramót, það eru 3 mánuðir, þess vegna hefur vandinn alltaf
verið til staðar bara kemur fram núna vegna vaxandi vandamála.

Hélt satt best að segja að við hefðum þroskast eitthvað í gegnum árin,
en það hefur verið óskhyggja í mér, man nefnilega er ég var krakki eftir
stríð, þegar lítil atvinna var og mennirnir voru bara fyllibyttur og afætur
á konunum sínum, því þær fengu sumar vinnu og börðust fyrir sínum
börnum, nei þroskastigið hefur ekkert hækkað og hræðslan í okkur konum
lítið minkað.

Við ættum öll að skammast okkar fyrir svona hegðun sem bitnar á því
dýrmætasta sem við eigum; börnunum
.

Eigið góðan dag í dagHeart


mbl.is Barnaverndarmálum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Það er þetta með æskuna og hestinn, ég fór á þessa
sýningu í reiðhöllinni á Akureyri í gær og varð alveg dolfallinn
yfir leikni, gleði, og stolti þessara krakka.

Skipulagið var með eindæmum gott, í hléi var hægt að fá sér kaffi
og með því, en ég komst nú aldrei nema hálfa leið, þar settist ég
bara niður og fékk mér Kristalinn sem ég átti í töskunni.

Ég sagði við Viktoríu Ósk mína er ég hitti hana seinna um daginn
að ég mundi koma á allt sem hún tæki þátt í sambandi við þessa
hestaíþrótt því þetta væri yndislegt.

Hestar eru flott dýr gefa manni mikið, eru vinir þeirra sem eiga þá
og ég get ekki hugsað mér heilbrigðara hobbý fyrir börn.

Í dag er ég náttúrlega búin að vera þreytt, illt í bakinu og þið vitið
með allan pakkann eins og giktarsjúklingar fá ef þeir leifa sér eitthvað.

Í gær sáum við fyrstu Lóuna á blettinum okkar, þá fyllist maður gleði
og lotningu yfir þessum fagra fugli. Í dag er urmull af þeim hér allt í
kring og svoleiðis mun það verða í sumar.

                         Vorboði

                   Yndi þróast, unaðsmál
                   út um móa er vakið.
                   Færir ró og frið í sál
                   fyrsta lóukvakið.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Nú færist líf í Húsavíkurbæ.

Á vorin lifnar allt við, bæði í fuglalífi sem og að hvalirnir af öllum
gerðum fylkjast til landsins. Ég sem bý hér á Húsavík upplifi á
vorin að þá breytist allt bærinn fer að fyllast af fólki bæði til að
fara í hvalaskoðun og aðrar þær ferðir sem boðið er upp á.
Þegar við ókum fram í Lauga í gær og er við vorum aðeins komin
hjá Hafralæk byrjaði fuglalífið að birtast okkur í vegköntunum og
eins trítluðu gæsirnar yfir vegin, ekkert að flýta sér þó einhver bíll
væri að koma. Smáfuglarnir á fullu í tilhugalífinu, aðrir í hreiðurgerð.
Yndislegra útsýni er ekki hægt að hugsa sér.

En Hvalaskoðunarmenn hér eru búnir að byggja upp frábæra
aðstöðu hér á bakkanum og fyrir neðan bakka eins og sagt er.
Þetta svæði er bara eins og maður sé komin til útlanda, það
yðar allt af mannlífi, matarlykt, kaffilykt og fólk situr út um allt og
nýtur þess að vera hér hjá okkur í  Norðurþingi, ég segi Norðurþingi
því það er meira að skoða en bara hvalir sem er náttúrlega toppurinn,
Fólk verður bara að kynna sér allt hitt sem er í boði.

Ég skora á Íslendinga að sækja heim Norðurþing og sveitir hér um kring
í sumar. Lofa ykkur því að þið munuð finna sjálfan ykkur á ný.

forsida-2-4549eeffc59abhusavik_841195.jpg

Þessi mynd sýnir bara brot af þeirri fegurð sem við eigum
til að sýna ykkur.

Eigið góðan dag í dag


mbl.is Hvalaskoðunarvertíðin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn eftir yndislegan dag.

Dagurinn í dag er búin að vera æðislegur, lögðum af stað
fram í Lauga um 9 leitið , til að sækja þær síðan var brunað
á eyrina farið í Bikó, Bónus, Glerártorg út að borða með Ernu
vinkonu okkar, fórum á greifann í súpu og salat, það var æði
súpan, brauðið salatbarinn þetta var bara tær snilld,
hummusinn var toppurinn með sólkjarnafræjum ofan á.
Haldið ykkur, 990 fyrir manninn, ótrúlegt.
Nú svo fórum við í reiðhöllina til að horfa á yndislega sýningu þar,
Það komu krakkar frá  mörgum stöðum og var þetta hin glæsilegasta
Skemmtun, bara næst þá verð ég betur búin.

Nú fáið þið myndir.

100_8295.jpg
Talið frá vinstri Birna Dís, Milla, Finnur og Ásgerður,
hún er að halda ræðu og þær eru ætíð afar skemmtilegarHeart
100_8268.jpg
Katla okkar og hennar maður yndislegt að hitta þau.
Katla þú ert mjög falleg kona.Halo
100_8269.jpg
Birna Dís, Huld og Eva.
100_8286.jpg
Katla, Milla og Sverrir Einarsson sem ók spes að sunnan til að
hitta hópinn. I love it Heart
100_8271.jpg

Gunnur, Ásgerður og Dóra. YndislegarWizard

100_8292.jpg

Guðrún Emilía, Sigrún Leg, Dóra, Anna Guðný og Birna Dís.InLove

100_8285.jpg

Gunnur og Erna

100_8275.jpg

Gísli minn að færa mér tertu og swiss mocka, ekki veitir mér af
Ásgerður vinkona mín sagði að við mættum ekki missa neinar
kalóríur og hana nú.Whistling

100_8282.jpg

Anna Guðný undrandi á einhverju og alveg að fara að hlæja
það er nú ekki langt í hláturinn hjá henni.Grin

100_8284.jpg

Æ,Æ það er engin haus á Halla, en hann er að koma með tvöfaldan
mocka fyrir Huld Sína. Við eigum allar afar natna mennTounge

100_8274_841072.jpg

Maður Kötlu, Sigga mín og aðeins sést í mig, við erum að hlusta
á eitthvað  afar athyglisvert.Whistling

100_8254.jpg

Þessar eru englarnir mínir sem búa hér fyrir norðan.
Tekið í Reiðhöllinni á Akureyri áður en við fórum á hitting.

100_8266.jpg

Þarna er hún í miðið, frekar óskírt, en samt mynd af henni

Jæja þær eru ekki mjög skírar þessar myndir, en varð að setja
eitthvað inn það eru aðrir örugglega með betri myndir.

Þessi hittingur ofan á æðislegan dag var með eindæmum góður
Hittum hina föstu vini og síðan komu þau Birna Dís, Katla og
hennar maður síðan Sverrir, þetta var æðislegt og ég segi fyrir mitt
leiti að betri dag en þetta hef ég ekki átt lengi, að blanda saman
verslunarferð, út að borða, horfa á Viktoríu Ósk ljóma á hestinum
og hitting með skemmtilegu fólk, það gerist ekki betra.

Takk fyrir mig.

Góða nóttHeartSleepingHeart


Fyrir svefninn.

Er það ekki forkastanlegt þegar maður má sofa út sem er nú
aldrei lengra en til 8 hjá mér, vaknaði ég þá ekki með þennan
hryllilegasta sinadrátt sem um getur klukkan sex,það var sko
ekki fyrir það að eitthvað sex væri í þessu, öðru nær, gat ekki
gengið eðlilega fyrr en undir hádegi,
ekki að ég svo sem hafi gengið eðlilega síðan fyrir jól,
en gleð sjálfan mig með yfirmáta bjartsýni um
betri daga, vikur og mánuði.
Auðvitað varð ég svo yfirmáta syfjuð um 12 leitið að ég skreið
upp í mitt yndislega rúm og svaf þar til ég heyrði hina yndislegu
rödd sem tilheyrir Aþenu Marey minni, þá var klukkan 15.00
Fengum okkur kaffi, Milla bauð í pizzu og síðan fékk ég klippingu.
Maður verður að vera fínn er maður fer til Akureyrar.

Þangað erum við að fara á morgunn, verðum komin á Glerártorg
þegar opnar  um 10 leitið, út að borða með Ernu í hádeginu
hún kemst nefnilega ekki með okkur á hitting kl.16.00

Förum á hesta sýningu í reiðhöllinni klukkan eitt Viktoría Ósk mín
er með í þeim leik sem þar fer fram.
Hittingur klukkan fjögur og svo bara að drífa sig heim, enda
verður maður alveg búin þá.
Eitt veit ég fyrir víst að það verður fjör, það er alltaf gaman að
breyta til.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Vantar facebook eftirlit.

Herða eftirlit, það er þá tími til kominn, væri kannski hægt að
koma upp svona njósnakerfi eins og maður er að heyra að sé
notað á facebook, nei ég segi svona.

Misnotkun bóta af öllu tagi hefur alltaf verið notað og alveg komin
tími til að stoppa þessa vitleysu af.

Lesið þetta.

Nú eru um 18 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og margir þeirra hafa freistast til að misnota kerfið en til þess eru margar leiðir.

Ein leiðin er að senda einhvern annan fyrir sig þegar viðkomandi er boðaður á fund til þess að staðfesta að hann sé atvinnulaus. Mörg dæmi eru um slíkt, að sögn Gissurar. Nokkrir útlendingar, sem farnir eru til síns heimalands, hafa reynt að blekkja Vinnumálastofnun með þessum hætti. Hafa þeir sent vini sína, sem staddir eru á Íslandi, í sinn stað. Til að sporna við þessum svikum er farið aðkrefja fólk um persónuskilríki þegar það kemur í viðtöl.

Hef nú ekki á ævinni heyrt annað eins, núna fyrst á að fara
að krefja fólk um persónuskilríki.
Er ekki alveg að skilja svona vinnubrögð.
Atvinnuleysissjóður er sjóður fólksins og ber þeim sem eru á
launum hjá fólkinu að vinna vinnuna sína svo eigi hljótist
hnjóð af.

Ég veit um mýmörg dæmi þess að fólk svindli á kerfinu, hef
komist að því í gegnum árin, en ekki dettur mér í hug að
tilkynna um þau, ég er nefnilega ekki eftirlitsmaður eða dómari.

Í dag má öryrki vinna fyrir 100.000 kr. á mánuði áður en bætur
skerðast, en held að tekjuskerðing verði, það er að segja, það
fer eftir tekjum og tekjur teljast lífeyrissjóðsgreiðslur og laun.
Held að þetta sé rétt hjá mér.

Leiðréttið mig ef þetta er vitlaus, veit þetta ekki því ég er ekki
í þessum hóp sem getur unnið því miður.


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með eftirfylgdina?

Það þarf nefnilega að vera góð eftirfylgni í svona málum.
Ég sagði í einhverju kommenti í gær að yfirleitt væru þetta
2-3 ungmenni sem hefðu sig frammi og það er rétt, hin
eru svona hirðfólk sem klappar, æpir og hrósar gerendum
á eftir.
Hugsið ykkur hvað þetta er sorglegt? Hirðfólkið það sogast
inn í svona grúppur af mörgum ástæðum, ekki ætla ég að
fara að telja þær allar upp, því þetta er sorglegra en það
að maður geti ásakað einhvern, frekar einhverju.
ATH. að forsprakkarnir eiga oftast í mestu sálarkreppunni.

Flestir foreldrar eru miður sín og vilja gera allt til að barnið
þess hætti, taki sig á, verði sómabarnið, en eftir hvers höfði?

Besta eftirfylgdin að mínu mati er að huga að hvað það er
sem hrjáir barnið síðan að fara í ferlið að laga það, en með
fullri virðingu fyrir því sem barnið vill.
Ekki nota yfirgang, frekju, ekki það sem ég vill að þú gerir,
heldur hlustið á barnið ykkar og elskið það framar öllu öðru.
Fáið hjálp, þið nefnilega kunnið þetta ekki, voruð alltaf að
gera ykkar besta, vissuð bara ekki betur.
Það er engin skömm að viðurkenna það og það er heldur
engin skömm þó allir kæmust að því sem er að gerast.

Þið eruð nefnilega ekki ein um að lenda í svona málum.

Umfram allt farið rétt að börnunum því annars fáið þið
yfir ykkur endalaus vandræði.
Viljið þið það?


mbl.is Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjandans perrar eru þetta?

Já ég segi það: ,, fjandans perrar eru þetta" mér fyndist að
lengri dómur hefði verið við hæfi.

Veit ekki hvað þeir halda að þeir komist lengi upp með þetta
án þess að einhver taki bara lögin í sínar hendur og ??????

Trúlega hugsa þeir ekki um það, halda líklegast að þeir séu svo
ósnertanlegir og miklir töffarar að allar ungar stúlkur falli fyrir þeim.
Vonandi hjálpar einhver þessum mönnum því ekki gerum við það
borgarar þessa lands.

Já já ég veit að ég er reið, þoli bara ekki svona ógeðslega karla
sem tæla ungar stúlkur, eyðileggja líf þeirra og margra annarra.

Hvað vitum við svo sem, um þær ungu stúlkur sem í dag eru í vandræðum
í sínu lífi, vita ekkert hvernig þær eiga að vera því þeim líður illa.

Talið er að 5 hver stúlka lendi í því að vera beitt kynferðislegu ofbeldi
og þá spyr maður sig hvar eru þær?
Guð veri með þeim.


mbl.is Beraði kynfæri sín í sundlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samlíkingar.

Eins og ég hef oft sagt áður, dettur svona niður í mína hugsun,
sérstaklega í morgunsárið, sitjandi við eldhúsborðið maulandi á
morgunmatnum, horfandi yfir kinnafjöllin.
                             Kúgun
Já sem sagt kúgun á þessu og hinu, hef oft í gegnum árin
orðið fyrir og horft upp á þessa kúgun.

Við erum að rita, segja eða nota hvað annað það tjáningarform
sem við teljum best.
Einhverjir eru á móti, setja út á, argast og eða hreinlega banna
manni að tjá sínar hjartans skoðanir taka ekkert tillit til þess að
allir hafi sinn rétt til skoðunar og að tjá sig um þær.
Margir setja sig, og eða verða að gera það, í dómarasætið og
banna, jafnvel þó þeir viti ekkert hvað um er að vera í raun.

Samlíkingin sem mér datt allt í einu í hug í morgun, rita og meina:
,,Manneskjur sem lenda á skjön við rammann sem er búin til að
lifa eftir, af einhverjum sem ekkert veit um hugsun og kærleika
þess fólks sem ekki getur verið í rammanum,
þetta fólk er tekið á teppið, og letjað niður þar til það passar í
rammann."
Rétt eins og um geðsjúkrahús, eins og við sjáum í bíómyndum.
væri að ræða, þið vitið þessi sem allir eru læstir inn á og verða
að taka lyfin sín, "Annars"?

Haldið þið að þessu fólki líði vel með það? Nei því líður afar illa,
svo illa að það veikist eða þaðan af verra, af hverju? Jú að því
að það er verið að hefta tjáningarþörfina og talað við þau
eins og um peð væri að ræða, sem einhverjir allsráðandi
sjálfsetjandi maður/kona setur sig í.

Eitt sem er smá skondið, það eru ritaðar bækur og gerðar
myndir um þessi mál og öllum finnst það gott og gleðilegt.
Þarna er verið að ræða og sýna fram á, en hver er að því?
Einhverjir frægir höfundar sem ekkert hafa vit á málum.

Fyrirgefið þið öll sem látið ykkur kannski varða um þessi mál
öll, þetta er ekki neikvætt meint.

Eigið kærleik og gleði í dag.
Milla.
Heart


Fyrir svefninn.

Vitið þið að mér finnast fréttir hundleiðinlegar þessa daganna.
það eru þingmennirnir og ráðherrar sem fara upp og niður á
listum vegna útstrikana.

Ekki ætla ég nú að óskapast yfir svínaflensunni sem heitir í ár
H1N1, síðast hét hún eitthvað annað, en þá var það víst
fuglaflensan eða hvað þetta er nú búið að heita aftur í árin.

Dagar Líf eru taldir, það er miður, en hvað voru þeir margir?

Þeir taka því bara rólega í stjórnarmyndunarviðræðunum,
er ég nú ekki afar ánægð með það, en það skiptir engu máli
er hvort eð er bara smá peðW00t Ég sem aldrei get þagað.

                              Ættfræðin
   (Og sýnishorn af dapurlegum örlögum eiginmanna)

Tvær farandkonur, Gróa og Rósa, fundust eitt sinn á förnum vegi.
Þær tóku tal með sér. Gróa var mjög dauf og dapurleg í orðum og
allri framkomu en Rósa að sama skapi kotroskin og málhvöt og
mest fyrir svörum.
Hún spurði Gróu hvort hún væri gift.
,,Já," svarar Gróa, ,,gift var ég en hann er dáinn, maðurinn minn."
,, Hvernig dó hann?" spyr Rósa.
,, Á sinni sóttarsæng," segir Gróa hálfkjökrandi.
,, Það var hörmulegur dauðdagi," segir Rósa.
,, En hvernig dó maðurinn þinn?" spyr Gróa.
,, Hann var hengdur," svarar Rósa og er hin hreyknasta.
,, O, Það var hörmulegt. Barstu þig ekki óskaplega illa?" Spyr Gróa.
,, Ho -nei, langt í frá," svarar Rósa. ,,Ég sagði bara: hiss upp og
hiss upp, aldrei grét hann Eyjólfur minn um dagana sína.
En nú skal ég segja þér nokkuð. Veistu að við erum skyldar?
,, Ekki veit ég það," gegnir Gróa.
,, Jæja það er nú samt svo," segir Rósa.
,, Hún feðra þín og mæðra mín voru systra og bræðra, feðra og
mæðgna, svo tek ég einn úr þér og annan úr mér, og þá erum við
óskakkir þrímenningar."

Þetta er tekið úr bókinni  Heimskupör og trúgirni. JónHjaltason.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Heimsfaraldur.


Forsætisráðherra fyrirbyggi hræðslu

Í viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu er komið inn á hlutverk ríkisstjórnarinnar, þar á meðal hvað varðar fjölmiðlasamskipti. Þar segir að meginhlutverk ríkisstjórnarinnar sé að tryggja upplýsingamiðlun til almennings og að telja kjark í þjóðina á neyðarstundu.

Það er að sjálfsögðu afar brýnt að fjölmiðlar útskíri á
mannamáli hvað um er að vera og byrji á því strax.
þeir verða að sjálfsögðu að fá fakta hjá sóttvarnarlækni.
Ég veit til dæmis ekki hvað þetta er, hvaðan hún kemur
og hvernig hún sprettur upp, hvað er til varnar,
hvað getum við gert?
Hvernig er það er þetta það alvarlegt að loka þurfi landinu,
ef svo er þá átti að gera það strax að mínu mati.

„Forsætisráðherra er ábyrgur fyrir því að ríkisstjórnin komi einhuga fram og að tryggja skilvirka upplýsingamiðlun til almennings og fyrirbyggja hræðslu. Hann ber ábyrgð á að tryggja að upplýsingar séu settar fram tímanlega, á skýran og samhæfðan hátt."

Ekki árennilegt í heimskreppunni að fá heimsfaraldur í
inflúensu ofan á allt annað sem ríkisstjórnir landa þurfa
að glíma við.
Maður hugsar nú sitt í þeim málum.
Sofnið bara ekki á verðinum eins og svo oft hefur gerst
og er ég ekki að meina þetta neikvætt til þeirra sem nú ráða
heldur hefur það komið oft fyrir að þjóð vor hefur sofnað á verðinum.

Þar segir einnig að brýnt sé að öll ráðuneyti komi að málum enda muni stjórnvöld standa frammi fyrir að taka mjög stórar og afdrifaríkar ákvarðanir. „Því er brýnt að ríkisstjórn standi sameinuð í meiri háttar ákvarðanatöku."

Gangi okkur öllum vel í þessu máli því það er grafalvarlegt.


mbl.is Forsætisráðherra fyrirbyggi hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

                Rommel fer í frí

,,Það er mér mikill léttir að vita að á meðan ég verð í burtu
verða sjávarföllin óhagsstæð fyrir landgöngu.
Auk þess sem loftmyndir gefa enga ástæðu til að ætla að
árás sé yfirvofandi."
Með þessum orðum kvaddi Erwin Rommel, yfirmaður þýska
heraflans sem átti meðal annars að sjá um strandvarnir í
Normandy, foringja sína þegar hann hélt heim í verðskuldað
frí hinn 5. júní 1944.
Um kvöldið, eða nákvæmlega 15 mínútum eftir miðnætti, hófst
stórfelldasta innrás hernaðarsögunnar þegar herir bandamanna
réðust inn í Normandy.

                  ******************************

,, þú ættir að líta inn til hans Jóns gamla. Hann er orðin steinblindur,
   karlauminginn, og hefur gaman af að sjá kunningja sína."
                             Gamall borgfirskur bóndi.

,, Ja, hún er nú slæm í fótunum en hún er góð þar á milli."
         Eiginmaður aðspurður um heilsu konu sinnar.

Þetta er nú úr bókinni Heimskupör og trúgirni. Jón Hjaltason.

Annars er ég bara góð, eins og þið vitið fór ég til tannsa í morgun
og verð bara að viðurkenna að ég gerðist bara ekkert hrædd er hann
byrjaði að kroppa þetta drasl úr mér, vorkenndi honum að þurfa að
standa í þessum fjanda, þær eru nefnilega ofurfastar í mér tennurnar,
en fyrir rest tókst þetta, á svo tíma eftir hálfan mánuð þá á að gera
við og fínisera.

En morguninn byrjaði á hinum venjulegu verkum, glumdi svo ekki
dyrabjallan klukkan níu maður hrekkur nú í kút, Gísli til dyra, þá var
þetta Aþena Marey sem vildi að afi léti á hana plástur, en sárið sást
nú eiginlega ekki, hún fékk plástur kyssti okkur bæði bak og fyrir og
sagðist sjá okkur seinna í dag,  sem hún stóð við, sagði að sér sviði
svolítið í sárinu við horfðum á Tímo og púmba saman mamma hennar
hringdi eftir henni um sjö leitið, en er nokkuð yndislegra en að fá
svona heimsókn að morgni til og eða hvenær sem er.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


Kartöflusalat

Þetta er salat sem ég er alin upp við að borða og beið maður
alltaf spenntur eftir því að mamma hefði snarl mat, en þá bjó
hún salatið til úr kartöfluafgöngum haft var með kaldur fiskur,
kjöt eða bara nýbakað rúgbrauð á eftir fengum við svo heita
köku, lummur eða eitthvað sætt.
Mamma var snillingur í að nýta afganga.

3 st. laukar léttsteiktir á pönnu
það sem til er af kartöflum sneitt í sneiðar
steikt með. (ekki of mikið)
salt og pipar
3 matsk  borðedik
3   do      sykur
3 dl vatn
soðið  svona í 3 mín.

Ola! Bon apetit.

Annars á maður víst að byrja á því að segja góðan daginn.
Er bara róleg þó ég sé að fara til horor mannsins sem heitir
tannsi, fallegasti maður, svona er hann þarf ekki að opna minn
munn því þá byrjar fóbían.
Hann tjáði mér reyndar fyrst er ég fór að gott þætti honum að
ég væri hrædd við hann, þá mundi ég kannski hlýða honum,
Ja hérna auðvitað hlýðir maður eins og góðum þegn sæmir.
Hann er jú tannlæknirinn.
Elskurnar mínar þið heyrið í mér er ég næ mér á strik aftur
sem verður nú örugglega bara um kaffileitið.

Ljós og kærleik í daginn
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

                  Hafnfirðingar drekka mikið te

Sigurður Skúlason skrifaði sögu hafnafjarðar er kom út
1933. Hann taldi sig hafa fundið í í verslunarskjölum
hamborgarkaupmanna að Hafnfirðingar hefðu áður fyrr
flutt inn fjarska mikið te. En það kom í ljós að Sigurður hafði
ruglað saman orðunum ,,Tee" og ,,Teer" sem er tjara.
Gerðu menn grín að þessu, engin þó betur en Jón Helgason
sem orti:

                Fyrst kom einn, sem breytti vatni í vín
                og vann sér með því frægð sem aldrei dvín,
                en annar kom og breytti tjöru í te
                og tók að launum aðeins háð og spé.

                              Krankleiki

Eitt sinn þegar holdsveikir fyrirfundust enn á Íslandi var gefin
út bæklingur um þennan óhugnanlega sjúkdóm og voru í
honum myndir af holdsveiku fólki.
Kerling ein á Austfjörðum tók sig til og hellti terpentínu á
allar myndirnar og sagðist ekki kæra sig um að sýkjast af
þessum ófögnuði.

                              *********

,, Ég er bílveikur, konan mín er bílveik, krakkarnir eru allir bílveikir
   og hundurinn líka. - Þetta er ættgengur andskoti."
                            Bóndi úr þistilfirði.


Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


Vilja þeir ekki í ríkisstjórn, sko VG.

Þau ræddu lauslega um Evrópumál á fundi forystumanna
VG og Samfylkingar á heimili Jóhönnu í gær, en allt annað
var rætt frekar en Evrópumálin. Er ekki alveg að skilja þennan
skrípaleik, til hvers að ræða saman ef  VG vilja ekki í viðræður
um ESB

 Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Jóhanna tókust á um málið í umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær. „Þetta verður erfiðasta málið að leysa," sagði Jóhanna og tók fram að ekki væri rétt að lítið bæri í milli. Undir það tók Steingrímur, sem sagði Evrópumálin vera „stórt, erfitt, óbrúað ágreiningsmál". Eins og til að undirstrika það áttu þau síðan hvöss og snörp orðaskipti í þættinum

Eftir orðum Jóhönnu að dæma, þá hangir eitthvað á spýtunni
sanniði til. VG taka ekki viðræður í mál, eða Steingrímur talar
allavega þannig,Samfylkingin vill í umræður og það strax
Svo hún hlýtur að biðla til annarra en VG.
Var það ekki bara það sem lá í loftinu allan tímann?

En segið mér sem er nú á móti aðild: ,, Er ekki allt í lagi að fara
í viðræður því það er svo þjóðin sem endanlega ræður í
atkvæðagreyðslu um málið ekki satt?


mbl.is Óbrúuð gjá í ESB-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.