Morgunkveðja.

Þessu átti ég ekki von á, taldi míg ævilega taka tillit til
skoðana annarra, en líklegast er betra að passa sig og
gott að fá svon smá spark.

Sporðdreki: Það er svo auðvelt að taka eigin skoðanir fram yfir annarra en stundum hafa nú aðrir eitthvað til síns máls ef vel er að gáð
.

Það verður góður dagur í dag með sól í heiði og gleði í
hjarta.
Erum að fara til Akureyrar, það er hittingur, einnig ætla
ég að kaupa mér skó fyrir sumarið, nærföt og tuniku.
svona áður en við förum á kaffi Karólínu sem er að
sjálfsögðu, STAÐURRINN.

Verið góð við alla í dag og alla daga og munið brosið.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Allavega ekki ég.

Nei að mínu mati fékk ég ekki það sem ég vildi, en kannski
kemur það í ljós von bráðar hvað gerist.
Og hvernig væri að leggja það til að forsetaembættið verði
lagt niður, hef nefnilega aldrei þolað þessar ræður.


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var einhvern-tímann nokkur hætta?

Tel að það hafi verið gert allt of mikið úr þessa, en það
kemur í ljós hvort hún gýs upp aftur og þá kannski
magnaðri en áður, en hef enga trú á því.


mbl.is Ferðaviðvörun til Mexíkó aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við eigum ekki að sitja undir einhverju tilskipunarvaldi.

Er þetta ekki frábær setning, svo mælti Gylfi Magnússon,
í sambandi við AGS, hann er ekki sammála þeim um
svigrúmið til vaxtabreytinga.
En vitið þessi setning á svo vel við í öllum samskiptum fólks.

Eins og ég hef sagt áður þá eigum við að ræða málin en ekki
að sitja einhliða undir annarra tilskipun.

Þegar fólk vill skilja, að við ráðum yfir okkar lífi, að við með
aðlögun og viðræðum getum látið málin ganga upp án þess
að sitja undir ámælum fyrir okkar skoðanir, að við getum verið
stolt, og það heitir ekki að láta undan heldur að gera sátt um,
því þar sem margir stjórna þar verður að vera málamiðlun,
þetta á við í öllum okkar gjörðum í lífinu.

Munið bara að sitja ekki undir, fá ekki minnimáttarkennd og gefa
ekki eftir á grunni reiðinnar, því þá ráðum við ekki lengur.

Arðsemi meiri þar sem konur eru við stjórn, svo sammála er ég
þarna, enda sýnir nýleg könnun, sem gerð var og okkur birt
á vegum Creditinfo, staðreyndir þar um.

Smá krúttsaga af Neró hundinum okkar.

Hér á dögunum voru hjá mér konur, sátum við í stofunni eftir að
vera búnar að gleðjast yfir kaffi og brauði.
Neró á sitt sæti í einum sófanum, en þar settist Aðalheiður og
hoppaði Neró til hennar, þau eru miklir vinir, síðan kemur Gísli
minn inn og sest í sófann þá var hann á milli.
Hann hoppar niður á gólf og vælir eins og hann vilji fara út,
Gísli stendur upp og fer fram í vaskahús til að láta hann út þar,
en það var nú ekki það sem hann vildi, um leið og afi var farinn
stökk hann upp í sófann hjúfraði sig upp við Aðalheiði og teygði
vel úr sér, er afi kom leit hann á hann eins og hann væri einhver
þjónn, og væri að segja við hann, hér er ég afi minn, sestu bara
hjá ömmu sem hann jú gerði.
Svo segir fólk að dýrin séu vitgrönn.
Neró okkar er bara flottur.

Nú skulum við eiga yndislegan dag í dag, veðrið hér á Húsavíkinni er
sól, smá gola, hitinn eitthvað um 15° á mælirinn svo dagurinn lofar
góðu.
Ljós til ykkar allra
MillaHeart


Fyrir svefninn

Æ, ég er alltaf að segja þetta sama, en svona er þetta bara
hjá mér, alla daga nokkuð gott.
fór í morgun í þjálfun og það var bara skemmtilegur tími í salnum
Fórum síðan heim fengum okkur morgunkaffi og að sjálfsögðu
brauð með.

Dóra var búin að bjóða okkur í mat, englarnir mínir á laugum
voru að klára prófin og áttu það svo sannarlega skilið að fá
gott að borða.
Við fórum og keyptum smá gjöf handa þeim, nesti handa mér
hafði ekkert borðað síðan í morgunkaffinu, ókum svo af stað
fram í Lauga.

Ég var nefnilega upptekin við að opna mail og facebook síðu
fyrir Gísla, það var ekki alveg að ganga upp svo ég varð að
knékrjúpa fyrir englunum mínum, þeim finnst nú amma gamla
yfirleitt afa klár(vonandi lesa þær ekki þettaWhistling) en þarf
stundum á þeim að halda.

Nú Neró fékk þrifa og dekurbað hjá þeim og ilmar núna eins
og  ilmvatnsbúð. hann fékk líka kjúklingabringu soðna að borða
og var ekki lengi með hana.

100_7929.jpg

Hérna er Neró prinsinn á heimilinu.

                 Held ég fari senn að sofa
                 hastar frekar, þreytt ég er,
                 má ei svíkja, því sem ég lofa
                 að ganga aldrei fram af mér.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Magnað líf sem ég lifi.

Já mér finnst ég lifa mögnuðu lífi, mér líður yndislega vel
þrátt fyrir hina ýmsu kvilla sem hrjá mig, verð víst bara að
sætta mig við þá.
Það sem er svo magnað er, að ég á frábæra fjölskyldu,
yndislega vel gerða og heilbrigða í alla staði, já og svo
hef ég afnot af húsinu sem ég bý í, bílnum, borga náttúrlega
mikla peninga á mánuði fyrir þessi afnot, en hef sem betur fer
frí afnot að Gísla mínum.
Má ekki gleyma, heimilið mitt er fallegt og ekki vantar heimilistækin,
svo ég tali nú ekki um hina ómissandi tölvu, já talandi um hana,
hugsið ykkur ég á mína eigin blogg síðu þar sem ég get næstum sagt
allt sem ég vill, nema einhverjum misbjóði mín orð og segi um þau
eitthvað miður skemmtilegt, þá þarf maður að loka á viðkomandi
það er að segja ef hann tekur ekki sönsum, svo er misjafnt hvað
fólki þykir um skoðanir annarra, en taldi það vera óskrifuð lög
að virða þær.

Annað kemur inn í, sem er niðurlæging á því sem maður ritar, það
er traðkað á kannski viðkvæmum blettum í lífi manns.
Margir hafa lent í þessu og þar á meðal ég, lítið er hægt að gera
jú loka á þetta fólk, en það heldur áfram á öðrum vettvangi og
svo eru tölvur út um allt, sem hægt er að fara í.

Allt heiðarlegt, vel gert, og hjálpsamt fólk hættir bara á þessum
vettvangi, fer annað með það sem það er að gera með tölvunni,
sem sagt að hjálpa sjálfum sér og öðrum.
Hér á mörgum síðum fer fram gott starf, því ef einhver á erfitt
vegna veikinda, ef þarf að biðja fyrir fólki, þá er þessi vettvangur
afar góður því mörg ljós og margar bænir gera eitt stórt, en
það er líka hægt að færa þetta á póstinn, ekkert mál og er það gert
í afar viðkvæmum málum.

Mér var sögð ljót saga hér um daginn, þið vitið að ósómann fær
maður á silfurfati, það hefur ævilega verið þannig.

Þegar búið var að segja mér söguna, varð ég svo þakklát, því
hún draup af mér sem um tæra vatnsdropa væri að ræða, og
ég fann hvað ég varð frjáls og laus við að taka þetta inn á mig.

Ég vona bara að þeir sem eru bitrir í sálinni sinni leiti sér hjálpar
svo þeir geti lifað góðu lífi.

Fyrir mitt leiti er ég mjög hamingjusöm og þakklát,óska öðrum þess
sama.

Ljós og kærleik á línuna
Milla
Heart

 


Fyrir svefninn

Var rétt búin í sjæningunni sem fór frekar seint fram í
morgun, er síminn hringdi og var það ekki Vinkona mín
frá því í Sandgerði í den, hún Bjarnveig sem er ábúandi
á Ytra Álandi í þistilfirði, við höfðum ekki sést í ein 15 ár.

Hún hafði farið með bílinn í viðgerð og labbað síðan niður
í Esar sá Millu mína sem þar vinnur, datt þá í hug að
heimsækja mig, ég sótti hana niður eftir og áttum við
yndislega stund saman, fengum okkur kaffi og brauð
spjölluðum og hlógum.

Aðalheiður vinkona mín kom svo um eitt leitið, hún var svo
glöð og ég svo stolt af henni er hún sagði mér að hún hefði
náð prófunum og væri að útskrifast með hvítu húfuna.

                       Á heimaslóðum

Glitra um völlinn breiður blóma,
blunda tröll í gljúfraþröng.
Rán er öll í einum ljóma
ölduföllin hæg og löng.

Roðinn gullnum aftaneldi
ægir faðmar skrýdda jörð.
Held ég einn á kyrru kveldi
kæran fram í Skagafjörð.

Hlæja við mér hólmsins lendur,
hlíðar opna faðminn sinn.
Og mig bjóða á báðar hendur
blessuð fjöllin velkominn.


        Frímann Jónasson frá Fremri Kotum
                       (1901-1988)

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Ætla bara að eiga minn.

Já að sjálfsögðu hækka bílar eins og annað sem flutt er inn
í landið, þegar föt hafa hækkað um meira en helming er ég
nú eiginlega undrandi á að bílarnir skulu ekki hafa hækkað
meira.

Þetta verður svona, ekkert flæði í neinu, ríkissjóður fær engin
vörugjöld af bílum né virðisauka því engin eða fáir kaupa sér
nýjan bíl, umboðin fara á hausinn, menn missa vinnuna og allt
minkar þetta pening í ríkiskassann.
Skildu þeir hafa reiknað með því hruni öllu saman?

Þó ég ætli nú bara að eiga minn bíl, sem er 3ja ára á bílalánum
þó ekki myntkörfu, þá gengur þetta ekki það verður að vera flæði
í öllum atvinnugreinum svo þetta gangi upp.
En kannski er bara best að við stefnum aftur á bak, að hinum
frábæru og hlýlegu torfbæjum, við mundum kannski hafa rafmagn
og þó, ekki víst.
Ættum allavega hvort annað.

mbl.is Snarhækkun á bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Bloggarahittingur norðan heiða.

Endurtek þetta nú því það er svo stutt
síðan við hittumst síðast að einhver gæti
misst af, en það má ekki.

Hvernig er eiginlega með þetta fólk, fær það aldrei nóg af hvert öðru? Nei, það virðist ekki vera.

Meiningin var að halda grillpartý á Laugum hjá henni Dóru 6. júní. Það er ekki hægt þá helgi, því við sjómannskonurnar komumst að því að þetta væri sjómannadagshelgin. Og ef ég ætti að velja á milli þess að fara út að borða með eiginmanninum eða í grill á Laugum, já þið vitið hvað ég myndi velja.

Því partýi ætlum við því að fresta þangað til tveim vikum seinna eða 20. júní. Dóra, verður snjórinn ekki örugglega farinn þá? Wink Segi svona.

Það er ekki nokkur leið að við getum sleppt því að hittast í millitíðinni svo að meiningin er að koma saman um næstu helgi eða laugardaginn 16. maí.

Sami staður eða Kaffi Karólína í Listagilinu.

Verðum þó með þetta aðeins fyrr svo Eurovision aðdáendur hafi nægan tíma til að undirbúa kvöldið

og byrjum því kl. 15.00

Nýir þátttakendur velkomnir.

Hlakka til að sjá ykkur


Mætum öll því þetta er svo gaman
Já og langar til að biðja þá sem ætla að koma að sleppa
ilmvatni og rakspíra, því það verður kynning á slíkum vörum
og þarf fólk því að geta sett á sig ilm
.

Góða nótt kæru vinir Heart Sleeping Heart

Kynna skattahækkun eftir helgi


Ráðherrar norður í þremur ferðum.


Fyrsti ríkisstjórnarfundur nýrrar stjórnar verður haldinn
í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu á Akureyri í dag.
Slíkur fundur hefur ekki áður verið haldin utan höfuðborgarinnar
eða Þingvalla, eftir því sem næst verður komist.

Samkvæmt tilmælum frá almannavarnaráði mega ekki nema  fjórir
ráðherrar ferðast í sömu flugvél, því verða þeir fluttir á milli staða
í sex ferðum, en munu þó ferðast í áætlunarferðum.

Ég spyr er ekki verið að spara?, þetta kostar nú sitt og er ekki
gott fordæmi hjá hinni nýkjörnu ríkisstjórn.
Tvær blautar tuskur í einu, ekki rétt kynjahlutfall og eyðslusemin
bara í hávegum háð strax í byrjun.
Er kannski verið að gera við Alþingishúsið? Nei bara spyr því nú
er ég sár.

Svo stendur í fréttinni að lögreglan telji ekki þörf á sérstökum
ráðstöfunum vegna fundarins, hægan! er stjórnin vöktuð í
Reykjavík, nei hélt ekki, þá þarf ekkert að passa þá hér norðan
heiða.

Verður spennandi að heyra hvort einhver kemur ekki með
fyrirspurn um  fundarstaðinn á blaðamannafundinum í
eftirmiðdag, og það þýðir ekkert að segja okkur að það sé
vegna nærveru við fólkið né heldur af tillitsemi við það,
því við hittum ekkert þessa stjórn þó hún haldi fund á Akureyri

munum sjá það í fréttum eins og allt annað sem gerist.


mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggur hundurinn grafinn?

Allir hælisleitendur sem dvelja á Fit í Njarðvík ætla í hungurverkfall fái málefni Mansri Hichem hælisleitanda frá Alsír sem hefur verið í hungurverkfalli í nítján daga ekki farsælan endi.

Hann vill að ósk hans um hæli verði afgreidd en hann hefur beðið í tvö ár eftir úrskurði, aðrir jafnvel mun lengur.

Ég hef nú skrifað um þessi mál áður og ekki voru þau skemmtileg
kommentin sem ég fékk þá, en vonandi er fólk farið að átta sig á
að eitthvað þarf að gera.
Það er ekki manni bjóðandi að þurfa að bíða í tvö ár ef ekki lengur
eftir því hvort það fær að vera í landinu eða ekki.
hverju sem þetta er að kenna þá er þetta mannréttindabrot.

Ég sagði einhvern tímann að það væri bara betra að senda fólk
strax heim aftur heldur en að leifa því að dvelja og vona að
það komist inn í okkar fallega land, sem svo bregst.

Vonandi verða breyttar vinnureglur nú viðhafðar.
Hvað kostar það ríkið að sjá fyrir þessu fólki, er ekki betra að
afgreiða þeirra mál svo fólk geti farið að sjá fyrir sér sjálft.

Jóhann Thoroddsen  sálfræðingur  hjá Rauða Krossinum segir manninn mjög kvalinn og ástand hans alvarlegt. Hann segir óskandi að menn þyrftu ekki að bíða svona lengi eftir úrskurði eins og raunin hafi verið.

Maðurinn liggur í sameiginlegri stofu hælisleitenda á Fit þar sem hann verður að vera nærri salerni. Þar voru nokkrir mótmælendur samankomnir í dag auk annarra hælisleitenda sem vilja sýna stuðning. Hann sagði í samtali við mbl sjónvarp að sér liði ákaflega illa en Linda Björg Magnúsdóttir segir að samkvæmt Dublinarsáttmálanum eigi menn rétt á úrskurði innan sex mánaða

Yfirvöld báðu manninn að undirrita yfirlýsingu þess efnis að hann þæði ekki læknisaðstoð ef hungurverkfallið drægist á langinn. Hann neitaði og hefur slík yfirlýsing Því ekki verið undirrituð. Jóhann segist ekki þekkja nákvæmlega þá málavöxtu en sér finnist þetta óneitanlega kuldalegt.

Á mig virkar þetta eins og eigi sé um fólk að ræða, heldur
einhverja þurfalinga sem enga virðingu á að fá.

Ég vona bara að þetta fari vel og verði ekki til skammar fyrir
okkur Íslendinga
.


mbl.is Ætla allir í hungurverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggara-hittingur norðan heiða.

Bloggarahittingur norðan heiða.

Hvernig er eiginlega með þetta fólk, fær það aldrei nóg af hvert öðru? Nei, það virðist ekki vera.

Meiningin var að halda grillpartý á Laugum hjá henni Dóru 6. júní. Það er ekki hægt þá helgi, því við sjómannskonurnar komumst að því að þetta væri sjómannadagshelgin. Og ef ég ætti að velja á milli þess að fara út að borða með eiginmanninum eða í grill á Laugum, já þið vitið hvað ég myndi velja.

Því partýi ætlum við því að fresta þangað til tveim vikum seinna eða 20. júní. Dóra, verður snjórinn ekki örugglega farinn þá? Wink Segi svona.

Það er ekki nokkur leið að við getum sleppt því að hittast í millitíðinni svo að meiningin er að koma saman um næstu helgi eða laugardaginn 16. maí.

Sami staður eða Kaffi Karólína í Listagilinu.

Verðum þó með þetta aðeins fyrr svo Eurovision aðdáendur hafi nægan tíma til að undirbúa kvöldið

og byrjum því kl. 15.00

Nýir þátttakendur velkomnir.

Hlakka til að sjá ykkur


Mætum öll því þetta er svo gaman.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Hvað nær villidýrið langt í manninum?

       Pygmýum nauðgað í Kongó.


Hermenn ríkisstjórnarinnar í Austur-Kongó hafa orðið uppvísir að ofbeldi gegn pygmýum (smávöxnum kynþætti) í þorpinu Kisa í Walikale. Meðal annars var þorpshöfðinginn afklæddur og brotið á honum kynferðislega fyrir framan fjölskyldu hans. Börnum höfðingjans var jafnframt nauðgað fyrir framan hann.

Annar eins viðbjóður er ekki til, að nauðga fólki og börnum
undir hervaldi, engin getur björg sér veitt.
Er ekkert siðferði til í þessu landi, hvar er kærleikurinn hann,
kannski tilheyrir hann ekki þeirra trú eins og okkar.
Þegar maður les svona fréttir verður maður sorgmæddur og
ofsa reiður, jafnvel mest reiður vegna sinnar eigin vanmáts.
Maður getur ekkert gert.

Hermennirnir telja sig fá ofurkrafta og vernd guðanna með athæfi sínu. Mannréttindasamtök hafa lengi barist gegn ofbeldi á pygmýum. Um er að ræða smávaxinn kynþátt af ættbálki Mò-Áka - frumstætt veiðimannasamfélag - sem býr í skógum á Austur-Kongós við miðbaug. Ættbálkurinn hefur lengi átt undir högg að sækja vegna fordóma og ofbeldis.

Ja hérna þvílík ofurtrú, að halda að þeir fái ofurkraft og
vernd guðanna við að fremja slík ódæði, nei þessum mönnum
er bara ekkert heilagt, þeir gera bara það sem þeir vilja
og svífast eigi neins.

Hvenær hættir allur viðbjóður heims?
Fáum við nokkur svör við því?

Eigið góðan dag.
Heart


mbl.is Pygmýum nauðgað í Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Jæja elskurnar mínar allar saman, það er komin ný stjórn,
er þá ekki þjóðráð að gefa henni tækifæri og vinnufrið til
að standa við loforðin, en ég fyrir mitt leiti vill endilega að
eitthvað sem hrífur fyrir alla verði gert strax.
Fólkið okkar er að fara á límingunum.

                   ******************

Góður dagur í dag að vanda, fórum á Eyrina gagngert til að versla,
Dóra og stelpurnar voru með.
Er búið var að fylla bílinn vörum, brunuðum við í Lauga, Dóra var
nefnilega búin að bjóða í mat og komu Milla og Hennar ljós líka
mikil hrifning var er þær komu, þær höfðu nefnilega ekki séð
frænkurnar sínar í þó nokkra daga og það er eigi gott.
Við fengum kjúkling, grjón, franskar, kartöflusalat, hrásalat og
kaldar sósur rosa gott, ætla ekkert að tala um eftirmatinn.

                  *******************

Vegna þess að það er hálfgerður vetur enn þá, kemur eitt
sem heitir  Vetrarkvöld eftir Lilju Gísladóttir frá Kýrholti ( 1898-1970)

Viltu með mér horfa hljóð
í himinsgeimsins undraveldi?
Ekki gefur lítið ljóð
lýst því bjarta stjörnukveldi.

Dalinn hjúpar hljóðlaust kyrrð,
hátt við fjallsbrún máninn bendir.
Líkt og útþrá innibyrgð
okkar mætast duldar kenndir.

Duldar kenndir, kyrrlát þrá,
hvíld í lífsins öfugstreymi.
kveiki ljósin hvelfing blá
kærleiksljós í myrkum heimi.


Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


Hvernig manni er stjórnað

Eins og allir vita þá elska ég pælingar, já um svona hvernig
manni er stjórnað alveg frá blautu barnsbeini.
Mótunin sem á sér stað hjá foreldrum okkar, sem vilja ráða
alveg fram í rauðan dauðann.
Eins og til dæmis mamma er enn þá að reyna að koma mér í
sæta köflótta, ermalausa, hnepptan upp í háls kjólinn sem
var í tísku 1960 eða eitthvað.W00t
Hún þessi elska hringdi um daginn sem oftar og sagði að það væri
svo æðisleg verslun í Glæsibæ sem þessir kjólar fengust í, Já
en mamma mín ég fer aldrei í kjól, jú elskan þú mundir alveg
falla fyrir þessumWhistling TRÚLEGA. Hún hringdi svo litlu síðar til
að segja mér að þeir væru uppseldir. þvílíkur léttir þar til hún
finnur upp á einhverju til að stjórnast í.
En ég elska hana nú samtInLove
Hef lengi verið að pæla í svona stjórnunarsetningum og eiginlega
spurningum um leið, eins og:
,, Af hverju er myndavélin þarna?
   Hvar á þetta eiginlega að vera?
   því ert þú ekki búin að???  
   þú ert sein? Þó það sé hálftími í brottför.
   Áttum við ekki að vera mætt?  
   Hvenær veistu hvað við ætlum að hafa í matinn?   
   Ég get svarið það, ertu ekki búin að? 
   Ætlar þú að vera í þessu?
   Eru börnin ekki tilbúin?
   Mér finnst það lágmark er ég kem þreyttur heim úr vinnunni að?"

Svona gæti maður endalaust talið upp og er ég afar hógvær í orðum
sko að því að það er sunnudagur, en hvað finnst ykkur um svona
stjórnsemi og er þetta ekki innifalið í pakkanum,andlegt ofbeldi?

Segi eina góða: ,, Við vorum á leið frá Ísafirði til Akureyrar/Húsavíkur
einn bróðir minn á leið frá Reykjavík til Akureyrar svo við ákváðum að
hittast á Brú og borða saman hádegismat þar, þau fóru bara seinna
af stað en við.
Hringir ekki mamma, hún elskaði að fylgjast með okkur er við vorum
á ferðalögum, og segir; jæja elskan eruð þið þá öll komin í Brú, já
mamma mín Ingó og Inga eru rétt ókomin, en Nonni og Svava? Ha
ætluðu þau að koma? Já voruð þið ekki búin að ákveða að hittast öll
á Brú og hafa svona systkina brunch? Sko það er nú reyndar löngu
hætt að detta af mér andlitið þegar hún þessi elska byrjar að stjórnast
bæði í huga og gjörðum, en sko.
Nei mamma mín, nú, en einhver sagði það.W00t
Nonni bróðir minn sem býr við Vesturhópsvatn var náttúrlega komin
langleiðina til Akureyrar, það hefði tekið hann klukkutíma að koma á
Brú og hitta okkur, en öll vorum við að fara í fermingu til Akureyrar.

Jæja verð að drífa mig í sjæningu, Dóra var að hringja og ætlum við
á eyrina að versla.
Kærleik í daginn
Heart

 


Fyrir svefninn

Í morgun vaknaði ég um sex, fór fram fékk mér smá snarl, svo
meðulin, var ekki í stuði í neitt annað en að fara upp í rúm aftur,
sofnaði hjá elskunum mínum sem sagt Neró til fóta Aþenu Marey
á milli og Gísli út á brún sín megin, þetta er sko king size rúm.
Vaknaði við smá kel á kinn og ein lítil sagði amma! já hvað elskan,
Hann afi er löngu farin fram, nú þá förum við líka fram, fórum beint
í skrípói, ég síðan svolítið í tölvuna, afi gaf henni morgunmat.

Klukkan 13.30 þurfti hún að mæta upp í Íþróttahús þar var lokasýning
á vegum fimleikana, var það æðislegt bæði að sjá þessi litlu sem voru
að byrja í vetur, síðan hin sem maður er búin að fylgjast með í 4 ár
það er svo gaman að sjá framförin.

Við vorum að enda við að borða pasta með ostasósu og steiktum pulsum
óskamatur hjá Viktoríu Ósk, höfum ekki keypt pulsur í heilt ár eða meira.

100_8323.jpg
Þar sem ég er ekki búin að fá myndir af mótinu þá tók ég nokkrar
hér heima. Hún er upprennandi drottning.

100_8324.jpg

Þarna er hún með peninginn sem allir fengu fyrir að taka þátt.

100_8325.jpg

Hún er bara flott.

100_8326.jpg

Þær eru yndislegar systur, og það er mikill kærleikur á milli
þeirra þó litla drolan fái nú oftast að ráða.

100_8322.jpg

Ljósálfurinn minn mátti nú varla vera að því að líta upp frá tölvunni.

Jæja nú er víst að byrja partý sem þær eru að bjóða ömmu og afa upp á
svo ég er bara hææt í kvöld.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Hvað er í gangi?

Ég var nú að leita af auglýsingu þar sem talað var um
þennan mann sem ætti að koma skikk á kattar og hundamál
Húsavíkur, en er búin að henda skránni sem þetta kom í.
Ég man nefnilega að mér fannst hún eitthvað miður skemmtilega
orðuð, ef einhver hefur hana þá endilega að birta hana.


Úr myndasafni.

Úr myndasafni. mbl.is/Ómar

// Innlent | mbl.is | 8.5.2009 | 18:06

Skaut heimiliskött á Húsavík

Meindýraeyðir skaut merktan heimiliskött með haglabyssu innanbæjar á Húsavík og kveðst í umboði sveitarfélagsins. Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi bæjarins, segir hann hafa gengið of langt. Þetta kom í kvöldfréttum RÚV.

Þar segir að sveitarfélagið hafi ekki gefið meindýraeyðinum leyfi til að farga dýrum með þessum hætti. Honum hafi verið uppálagt að handsama ketti til aðgreiningar og koma heimilisdýrum til síns heima

Þessi háttur sem lýst er hér að ofan er yfirleitt vinnureglan
sem farið er eftir í bæjum landsins.

Hélt svo að það væri bannað að hleypa af skotvopni innan
marka bæjarfélaga, en ef honum hefur verið upp á lagt að
vinna svona sem er náttúrlega algjörlega óviðunandi.
Ætla nú bara að vona að það útskýrist hvað þarna bjó að
baki.

Ég er sjálf með hund, hann er aldrei laus, en maður veit
aldrei hvenær blessuð dýrin taka á rás og þá sér í lagi kettir.

Ég bý á Húsavík og bara skammaðist mín er ég las þessa frétt,
þetta gæti ekki verið að gerast.
Vitið þið ekki hvaða tilfinningaböndum við tengjumst okkar
gæludýrum?

Kærleik í daginn
Milla.
Heart


mbl.is Skaut heimiliskött á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Það er búið að vera ljúft í dag, byrjuðum á því að gera þessi
venjulegu morgunverk eins og að sjænast borða morgunmat,
aðeins að tölvast síðan í yfirreið í búðirnar, fórum fyrst í bakaríið
síðan í kjötbúðina Viðbót besta kjötbúð sem ég hef kynnst, svo í
Kaskó smá spjall í Esar blómabúðinni síðan heim í langþráðan
kaffisopa.

Gísli minn fór svo að ná í Viktoríu Ósk í skólann, en hún vildi fara
heim með vinkonu sinni og var það nú í lagi.
Um eitt leitið fór ég í fataleit, fékk heilmikið lánað heim sem ég get
hugsað um fram yfir helgi sóttum Aþenu Marey á leikskólann og
vorum að leika okkur í allan dag.
Hún skrapp aðeins heim að hitta mömmu sína, en kom strax aftur
með fatatöskuna því hún verður hér í tvær nætur.

Á morgun er fimleikasýning sem hún tekur þátt í og amma fer að
sjálfsögðu að horfa á.
Hún vildi fara sturtu áðan og var það nú í lagi allt í einu kallar hún
amma það er allt fullt af vatni ég stökk upp af stólnum með öllum
mínum hraða, og viti menn það var alveg að fara yfir þröskuldinn
á baðinu og fram á gang, hún hafði þessi elska viljað fá vatn í
sturtubotninn og stíflað með þvottapokanum, jæja það er víst
ýmislegt sem gerist hjá þessum elskum, en á meðan þau ekki slasa
sig þá er þetta bara allt í lagi.
6 stór baðhandklæði hurfu ofan í vatnið á gólfinu áður en ég gat tekið
elskuna úr sturtunni nú svo reddaði afi þessu á meðan ég þurrkaði ljósinu
mínu.

Góða nótt kæru vin
ir HeartSleepingHeart


Áfengi að sjálfsögðu númer eitt.

Stórfurðulegur hugsunarháttur vaknar hjá mönnum er það
kemur kreppa jú þá þurfa þeir að fá huggun í vökvanum því
þeir eiga svo bágt.Crying

Þetta hefur alltaf verið svona frá ónauma tíð, ekki hef ég neitt á
móti víni, þó ég drekki það bara ekki eins og er, var samt búin
að ákveða að bæði reykja og drekka er ég kæmi á elliheimilið.Wink

En í alvöru þá er þetta til skammar um leið og maður les um
aukningu kvenna með börnin sín í kvennaathvarfið, ja vegna þess
að bóndinn hefur lúskrað á þeim, þá les maður um aukningu á
vínkaupum. Eru menn virkilega svona veikir?

Ekki nóg með það heldur fara konurnar heim aftur, því það er
ekkert hægt að gera segja þær í þessu ástandi sem kallast kreppa.
Ég taldi nú að ef um venjulegt fólk er að ræða þá ættu hjón að
standa saman og leysa málin, en ekki að maðurinn kæmist upp með að
berja bara konuna sína og jafnvel börnin, ekki er kreppan þeim að kenna
.

Afsakið útúrdúrinn frá fréttinni, en þetta bara tengist, og karlmenn
farið nú að þroskast
.


mbl.is Stóraukin sala á áfengi í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Svona dagar með snjókomu um mitt sumar eru náttúrlega bara
óþolandi, en ég lagði mig um hádegið er við Gísli minn vorum búin
að fá okkur afganginn af þorsknum sem ég steikti í gærkveldi, sko
hann var svo nýr og góður að maður varð bara svekktur er allt var
búið af diskinum þó bakksaddur væri, vaknaði síðan um þrjú leitið og
settist við tölvuna, fór inn á Evans og valdi mér föt síðan hringi ég
suður í fyrramálið og athuga hvað er til, læt svo senda mér.

Síðan var ég aðeins að skoða vísindin um heilsuna og hvernig er hægt
að bæta hana svona aðallega með hugsunarhætti og svo þetta, ditten
og datten, eins og allir vita þá þarf að muna eftir því eins og öðru.

Við Gamla settið fengum okkur kaffisopa og heimabakað brauð með osti
síðdegis og erum þar af leiðandi ekkert búin að borða fáum okkur eitthvað
smá innan tíðar.

Úr bókinni Heimskupör og Trúgirni.

                  Jörðin hreyfist ekki

,, Dýr sem hreyfa sig hafa útlimi og vöðva. Jörðin hefur hins vegar
   hvorki útlimi né vöðva; þar af leiðandi hreyfist hún ekki."

                  Scipio Chiaramonti.

                          *****
               
                  Lincolm, verst ræðumaður í heimi

,, Við töldum það óhugsandi að jafnvel herra Lincolm sjálfur gæti
   samið ræðu svo stílljóta, svo laustengda, svo barnalega, ekki
   aðeins í uppbyggingu heldur einnig í hugmyndafræði, tilfinningum
   og skilningi. Hannhefur slegið sjálfum sér við."

   Chicado Timse um Gettysborgar-ávarp Lincolms forseta, sem hann
   flutti hinn 19 nóvember 1863, og sem fræðingar 20. aldar höfðu í
   hávegum og vísuðu til fyrirmyndar í ræðumennsku.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.