Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Fyrir svefninn.
12.12.2007 | 20:50
Mælt er að, Árni Böðvarsson á Ökrum
hafi sopið á flösku í kirkju, en orðið naumt fyrir að
koma tappanum í, þá er kona hans sagði,
að komið væri að skriftum.
Árni orti þá:
Ég tók upp flösku, tetrið mitt;
--tímann hef ég nauman.
get nú ekki gatið hitt;
Guð náði mig auman.
Réttvíst, guð, er ráðið þitt,
raunum mínum hægðu.
Svona fór nú svallið mitt,
--syndarþrælnum vægðu.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Freyja.
12.12.2007 | 19:08
þú hefur verið það í mínum og margra augum síðan þú fyrst
lést í þér heyra.
Viska þín verður öllum til góðs.
Gangi þér allt í haginn, og gleðileg jól.
Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Loksins ein sem þorir.
12.12.2007 | 12:01
fyrir nokkrum árum, áður en kvenna-athvarfið kom,
voru fáar sem gerðu það.
Aðstæðurnar voru líka þannig að þær gátu ekkert farið
höfðu ekkert afdrep sem þær voru hultar í.
Svo þótti það líka skömm að eiga mann,
sem fór svona með konu og börn, þannig að þær voru ætíð
í kóvera hlutverkinu.
Eina skiptið sem ég fór á heilsugæslu eftir minn
fyrrverandi, það þurfti að sauma nokkur spor,
skurðurinn var ca. 5mm. fyrir neðan augað, þá sagðist
ég hafa dottið. Sko halllllló!!!! Algjör asni, en þetta
var hræðslan, og ég réði ekki við hana. Þess vegna
sendi ég þessari konu á Akureyri baráttukveðjur,
og til allra kvenna í sömu aðstæðum,
látið ekki bjóða ykkur þetta. Eitt skuluð þið huga vel að.
Þið haldið að þið elskið þessa menn, en nei þið gerið það ekki,
og það er miklu betra að vera einn, sjálfstæður,
og frjáls.
Gangi ykkur öllum vel.
Kona kærir líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tæknileg atriði í tölvukerfi.
12.12.2007 | 07:33
Ja hérna allt er nú hægt að bera á borð fyrir mann.
Er það ekki maðurinn sem stjórnar tölvukerfinu?
Hélt það, en kannski er tölvunni stjórnað
af annari tölvu og svo koll af kolli.
Hverrs konar er þetta, er engin í þessu landi
að vinna vinnuna sína? Nei greinilega ekki.
Mér er kunnugt um fólk sem hefur lent í vandræðum
vegna greiðsluerfiðleika sem komu upp hjá því fyrir mörgum árum,
en löngu búið að greiða allt upp,
en samt eru að dúkka upp, að það sé á vanskilalista.
Þá þarf að fara að leiðrétta það, það getur nú tekið sinn tíma.
Hvað er þetta nú eiginlega,er ekki hægt að hafa þetta í lagi?
Hef aldrei orðið gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
11.12.2007 | 20:04
Tveir ónafngreindir menn áttu í erjum,
og kvað annar.
Þó að herrans handaflaustur
hafi ei vandað skapnað þinn,
nelgdist á þig nógu traustur
nesjamennskusvipurinn.
Hinn svaraði.
Vel tókst drottni að gera gripinn,
gleymdist varla nokkur lína:
Dalamennsku sauðasvipinn
sveið hann inn í ásýnd þína.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Trú og trúleysi.
11.12.2007 | 14:26
en fór þá aðeins inn á síðuna hennar bloggvinkonu minnar,
Þar hefur hún skrifað alveg frábæra grein um þessi mál.
Þar sem ekki er hægt að toppa hana, bendi ég ykkur á
bloggsíðu hennar. siggahilmars.blog.is
það virkar ekki að gera link hjá mér,svo þið setjið
þetta bara inn sjálf, og missið ekki af þessum skrifum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skólakerfið í öldudal.
11.12.2007 | 10:54
Það eru orð að sönnu.
það er með það eins og alt annað í þessu þjóðfélagi
hvað laun snerta, til skammar.
Ég hef úttalað mig um það áður að Hjallastefnan
hefur heillað mig frá því hún hófst,
ekki á ég sjálf, börn í skóla lengur, en ég á
barnabörn á öllum aldri, og hef virkilegan áhuga
á þeirra göngu í skóla.
Sér í lagi fylgist ég með háttvísi og virðingu
kennara við börnin og barnana við þá,og ætla ég ekki að
undanskilja ábyrgð foreldrana í uppeldinu.
Þau þurfa að taka sig á, og skilja að börn þurfa aga og ást.
Þar vantar heilmikið upp upp á siðferði og aga
við skulum bara segja hjá öllum.
Þetta er bara mín skoðun.
Skólakerfið í öldudal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kærir Vísa klám.
11.12.2007 | 10:08
Ég er nú ekki það kunnug lögunum
að ég geti úttalað mig um hvort þetta sé löglegt eða ekki.
Nú spyr sú sem ekki veit? Er vísa að fremja glæp?
Með því að innheimta úttektir á kortum sem þeir gefa út.
Geta þeir stjórnað því hvað korthafi verslar út á sitt kort,
ekki að mínu mati. það er hægt að versla klám,
td. þú labbar inn í bókabúð og verslar klámblað,
það kemur ekkert um það á úttektarseðli hvað þú varst að kaupa.
Ég er alfarið á móti klámi, mannsali og öllu ofbeldi
á bæði konum, körlum og ekki síst börnum, en er þetta ekki
tímasóun því ég er næstum því viss um að,
dómurinn verður þeim ekki í hag.
Að mínu mati er svo margt annað sem þörf er að vinna að.
Byrja á rótinni eins og Sóley tjáði sig um,
í þætti hjá Agli um síðustu helgi.
Mest um vert að mínu mati er að uppfræða frá byrjun,
siðferði og hvaða rétt, hver og einn hefur.
Og það á að segja NEI!NEI!NEI! þegar manni hugnast ekki eitthvað.
Skrif konu sem vill réttlæti, en skilur ekki ætíð alt.
Enda hver gerir það???
Femínistafélagið kærir Vísa-klám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
10.12.2007 | 21:40
Þorvaldur á Eyri kom eitt sinn til
Halldórs kaupmanns í Vík. Halldór bauð
Þorvaldi ekki strax inn, en ræddi við hann úti á hlaðinu.
Þá segir Þorvaldur: ,, Gerðu svo vel og gaktu inn,
og láttu eins og þú sjert heima hjá þér".
Góða nótt.
Ps.
Frásagnir þessar fyrir svefninn,
eru teknar úr Íslenskri fyndni.
Safnað, skráð og gefið út 1935.
Af Gunnari Sigurðssyni
frá Selalæk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Feministar hjá Agli.
10.12.2007 | 14:25
Ég hef nú aldrei kallað mig feminista,
en sammála þeim er ég í mörgu sem þær hafa framm
að færa. Ég tek upp hanskann fyrir þessum konum,
sem komu í þáttinn til Egils,
(ég held að ég hefði ekki þegið þetta boð hans,
svo stór upp á mig er ég).
Þessar konur eru frábærilega vel máli farnar,og kann
ég vel að meta það,
því þá veit ég að sjálfsálitið er í lagi.
Hafði ég út úr þessum þætti mikinn fróðleik,
já og bara vitund sem ég hafði ekki hugsað út í áður.
Sóley talar um að það þurfi að ráðast að rótum vandans,
þar er ég alveg sammála, í svo mörgum þáttum þarf að gera það.
og það tekur mörg ár að aðlaga alla þætti að siðferði okkar.
Þjóðfélagið alt er gegnumsýrt af meðvirkni.
Margir hvorki sjá eða vita neitt,
flestir vilja bara halda friðinn,
og láta hlutina yfir sig ganga.
Alt syndir áframm í ósómanum og viringarleysinu.
Kæra fólk þetta snýr ekki bara að feministum,
eða það sem þær vilja,
Þetta snertir okkur öll, og hvernig við vinnum úr
þessum málum er okkar mál, en best er að vinna þetta
opið og meðvitað, hvort sem það eru hægri, vinstri,
feministar eða bara venjulegt fólk eins og ég og þú.
Mín skoðun er sú að fólk ætti að lesa söguna eins langt
aftur og það vill sjálft,
þá sér það hvað konur og menn hafa þurft að þola
í skjóli valdsins.
Takk fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)