Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fyrir svefninn

Maður kemur sjálfri sér ætíð á óvart, enda gaman að því,
tilbreyting frá hinu venjulega.
Ekki að það sé svo venjulegt hjá mér svo langt frá því, er alltaf
á fullu í stjórnsemi og ræðuhöldum, elska að lesa yfir fólki
eða það segir fólkið mitt, en stundum fæ ég hifive að því að ég
er svo klárCool

Jæja eins og ég sagði í gær fengum við svona róbót ryksugu í
jólagjöf  frá einum bróðir mínum og var ég nú ekki par hrifin,
þvílíkt rugl.
Nú sá tækjasjúki setti hana í hleðslu í gærkveldi.
Um leið og Gísli minn ók mér í þjálfun í morgun fórum við í
Húsasmiðjuna til að kaupa batterí sem vantaði í gervigeislann
sem settur er upp til að varna róbótinum að fara herbergi úr
herbergi.
Er hann Gísli minn sótti mig í þjálfun var hann svolítið sposkur
á svipinn, ég vissi um leið að hann væri búin að setja viðhaldið
af stað, já já viti menn hún var á fullu að taka eldhúsið er við
komum heim, síðan var hún sett fram á gang þar sem hún tók
hann og svo herbergin og fremri forstofuna.
Maður minn lifandi ef einhver hefði gengið svona á eftir mér
svona eins og Gísli gekk á eftir þessu viðhaldi sínu þá væri ég
afar ánægð.
Svo ég komi nú að þessu með að maður komi sjálfum sér á óvart,
Þá varð ég bara yfir mig hrifin af þessum róbót hann bókstaflega
ryksugar betur en við nokkurn tíman höfum gert, skynjara hefur
hann í burstaformi og taka þeir allt ryk í hornum og kverkum.
En í guðs bænum ekki segja Gísla að ég sé búin að sætta mig við
tækið, ég bölva því að sjálfsögðu áfram, svona smá, bara eins og
þurrkaranum sem hann keypti, hef aldrei átt þurrkara á ævinni
svo á gamals aldri þurfa menn að fá þurrkara og uppþvottavél.
Finns ykkur þetta nú ekki vera tækjasíki?
Nei bara spyr sá sem ekki hefur fundið fyrir þessu, sko tækjasýkinni.
Er farin að sofa var vöknuð fimm í morgun.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


Traustið er brostið.

Traustið er brostið sagði Margrét Pétursdóttir verkakona og spurði Geir H. Haarde, forsætisráðherra hvort ekki væri kominn tími til að hreinsa út úr seðlabankanum og víkja svo sjálfur.

Verkalýðsfélög séu enn rétt að ranka við sér úr doða og þeim sé líka um að kenna að traustið sé brostið. Fólkið sem búi við verstu kjörin sé fólkið sem ekki mátti svíkja eða taka frá traust. Þeirra sé ekki glæpurinn og þeirra vegna þurfi að fara í aðgerðir strax. Sárast sé þó að sjá Alþingi lamað og lúið og stjórnandstöðunni sé líka að kenna að traustið sé brostið. „Er stjórnarandstaðan líka tilbúin að víkja ef almenningur gerir þá kröfu?" spurði Margrét. Strax eigi að fara í eignaupptöku hjá þeim sem að útrásinni stóðu því að slóðin sé að kólna. Nú ríkir hvorki skattaleynd né  launaleynd og bankaleyndin skuli burt líka. Það sé ekkert annað en efnahagslegt ofbeldi sem við séum að upplifa núna.

Margrét fékk  þá fólk í sal til að rísa úr sætum sínum. „Svona auðvelt er fyrir karl að standa upp úr valdastóli og láta af hendi til konu," sagði hún og uppskar mikið lófatak frá salnum. Við hefðum ekki efni á að sniðganga annað kynið þegar kæmi að uppbyggingu hins nýja Íslands. Nú sé lag að kollvarpa viðvarandi óréttlæti. Sterk réttlætiskennd þess fólks sem mæti á mótmæla- og baráttufundi geri hana hins vegar stolta af þeirri þjóð sem hún sé að kynnast

Ég ætla að bæta við það sem upp á vantar orð Margrétar
Og þið eruð bara flottust.


Ég hlustaði á ræðumenn þessa fundar og ég verð að segja að ég varð
afar stolt og hefði viljað vera með.
Margrét Pétursdóttir þú ert bara frábær, ræðusnilli þín er hnitmiðuð og
eigi skemmir þinn góði talandi.
Það er nefnilega eigi sjálfgefið að hafa þessa hæfileika.




Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri frá Akureyri, gerði harða hríð að verðtryggingu lána, sem verið hefur við lýði á Íslandi síðustu áratugi, á borgarafundi í Háskólabíó í kvöld. Hann sagði að við núverandi aðstæður væri jafnræði brotið á margvíslegan hátt.

Það er afar gaman að hlusta á svona ræðusnillinga, ég tala
nú ekki um er þeir segja sannleikann, tala Íslensku og koma
fram af virðingu við fólk.

Ef að þessi fundur og það sem kom þarna fram hefur ekki vakið
fólk til umhugsunar um hvað er að gerast í landinu okkar
þá er því ekki viðbjargandi.

Áfram Ísland!

Eigið góðan dag í dag
.


mbl.is Bankaleyndina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jæja nú er Gísli minn kominn á fullt, var að taka til útiseríur
á morgun á að setja þær upp, tókum líka gestaherbergið í
dag, á morgun á einnig að taka fram aðventuljósin og athuga
hvort þau eru ekki í lagi, skelli þeim svo bara í gluggana og skreyti
svo bara allt heila batteríið, nema jólatréð bíð aðeins með það.

Það er að segja ef Gísli fæst frá nýju robot ryksugunni, hef nú bara
ekki á ævinni vitað aðra eins vitleysu, einn bróðir minn sem á svolitla
peninga, býr í Japan, var hér heima um daginn fór hann og verslaði
svona tæki fyrir okkur systkinin, þær kosta 84.000 hver. 
Maður á ekki bót fyrir boruna á sér og á svo bara allt í einu Robot
upp á 84.000, læt nú Gísla þennan hlut algjörlega eftir, enda eru
karlmenn miklu tækjasjúkari en konur.W00t

Fórum til Millu minnar í kaffi í dag þau gáfu okkur þýskar áleggspulsur
eigi er það nú af verri endanum, einnig Ítalskan gordonsola ost
nú og ýmislegt annað. þetta verður geymt til jólanna og borðað með
góðu chiabatta-brauði, tappinadi og svoleiðis gormetmat.Whistling

Litla ljósið var búin að sega við mig áður en hún fór út að hún ætlaði
að gefa mér augnskugga svona glimmer þegar hún kæmi heim frá Köpen
fékk ég fjögra lita augnskugga í dag ég sagði að við gætum átt hann saman
hún fær nefnilega svo oft að mála sig hjá ömmu og á sitt eigið dót til þess.
Hún sættist á það og valdi strax að hvíti og bleiki pössuðu vel fyrir hana.

Núna er ég bara að hugsa um að fara að hvíla mig og lesa
Twilight það er fyrsta bókin um hana Bellu eftir Stephenie Meyer,
ég ætla eigi að lýsa henni nánar því hún var að koma út á Íslensku
en ég er að lesa hana á ensku, þær vildu endilega lána ömmu
þessar bækur englarnir mínir á Laugum,
 en þær eru búnar að lesa þær allar og bíða bara eftir
myndinni eftir fyrstu bókinni, sem er að slá öll sýningarmet erlendis núna.

                       Eigi get þeirra verið án
                       bóka af öllum gerðum,
                       það var okkar heilla lán
                       að læra úr þeim við verðum.

Góða nóttHeartSleepingHeart


Hvað er ábyrgð?

Já hvað er ábyrgð? Sumir henda þessu orði frá sér í tíma og ótíma,
Hvort sem það á við eður ei.
Minn skilningur á þessu orði er sá: " Þú berð ábyrgð á öllu því sem
gerist í þínu lífi, því þú leifir því að gerast".
Í þessum orðum er allt sem þú tekur að þér í lífinu.

Í Fréttablaðinu í gær var spurt: "Hvað er ábyrgð?"

Frábær svör fengust og langar mig til að eftirhafa svar
Herdísar Egilsdóttur, alþjóð veit hver sú mæta kona er.

Móðurmál okkar á mörg meiningarþrungin orð.
Þau eru misjafnlega hörð af sér í daglegri klisjukenndri notkun.
Þau orð sem líða mest og missa smá saman meiningu og áhrif
eru einmitt þau orð sem rista dýpst í vitundina og eitt af þeim
er ábyrgð. Þessa daganna heyrist sem aldrei fyrr dynja á eyrum
orðið ábyrgð og ábyrgðarleysi og þau orð sem af þeim eru dregin.

Ágyrgðin eða ábyrgðarleysið finnur sér farveg í gjörðum, orðum og æði.
með óábyrgum orðum er hægt að eitra líf saklauss fólks og eyðileggja
orðspor þess og möguleika í lífinu.
Líklega er þessi tegund ábyrgðarleysis ein sú lúmskasta og hættulegasta
vegna þess hversu hratt hún vinnur, erfitt er að leiðrétta afleiðingar
hennar og sá ábyrgðarlausi gerir sér oft ekki grein fyrir hve mikill
skaðvaldur hann er.
Ábyrgð eða ábyrgðarleysi í gjörðum er sýnilegra en skiptir þó sköpum
í lífi fólks. Ábyrgðarleysið  vinnur oft óbætanlegan skaða ef þeir sem
standa álengdar stara galopnum augum á það sem fram fer en gera
ekkert til að skakka leikinn. Ábyrgð í starfi er oft undarlega metinn þar
sem oft reynist þyngra í metum að gæta fjármuna en fólks.
Að axla ábyrgð þýðir að taka á sig byrði annarra og lofa að leggja
hana ekki frá sér fyrr en annaðhvort þörfin fyrir þennan stuðning er liðin
hjá eða annar ábyrgur tekinn við.
Ábyrg manneskja nýtur trausts og virðingar og er litið á hana sem
máttarstólpa í hverju samfélagi. En einnig slíku fólki getur mistekist
svo óbætanlegur skaði hlýst af.
Það hlýtur að taka vel á þá sem vilja vel. það fylgir því ævilega kvöl
að bregðast trausti þeirra sem á mann trúa.
Megi hin sanna merking orðsins ábyrgð í orðum sem gjörðum vera
í heiðri höfð um ókomna framtíð til heilla landi og lýð.
Ég vill til einföldunar gera greinamun á tvenns konar ábyrgð,
ábyrgð gagnvart lögum og siðferðilegri ábyrgð.

Frábærileg lýsing á orðinu ábyrgð.
Eigið góðan dag í dag
Milla
.Heart


Fyrir svefninn.

Bræðurnir á Fjalli í Þingeyjarsýslu þóttu nokkuð góðir
með sig, eða að minnsta kosti eigi mæddir af sjálfdæmi.
Þó orti einn þeirra:

             Allir hafa einhvern brest.
             Öllum fylgir galli.
             Öllum getur yfirsést.
             Einnig þeim á fjalli.

           ******************************

 Þegar vélbáturinn Skúmur strandaði við Grindavík síðast
liðinn vetur, lýsti fréttamaður ríkisútvarpsins björguninni
meðal annars svo, að hún hefði tekist með slíkum ágætum,
að skipbrotsmennirnir "vöknuðu ekki einu sinni."

         *******************************

Jón Sigló er maður nefndur. Hann orti eitt sinn eftirfarandi
vísu. Ekki er kunnugt um tilfellið, en hægt að hugsa sér
ýmislegt:

          Notaðu bæði kjaft og kló
          og kærleika til vara.
          Þá ertu efni í Oddfellow
          eða Frímúrara.

         ******************************

Jæja nú eru allir komnir til síns heima, Gísli er að aka
englunum mínum fram í Lauga.
Milla og Ingimar komin heim með ljósin mín.
Við borðuðum öll saman í kvöld og var fiskurinn vel þeginn.

Ég fann í morgunn rautt efni og ákvað að sauma vængi fyrir
gestaherbergið, þar var eigi vel hægt að draga fyrir, vöktu
þær mikla gleði er þau komu öll heim því þetta var svo
jólalegt og nú fer ég bara að skreyta á fullu.

Góða nóttHeartSleepingHeart


Fórum á Eyrina í gær.

Lögðum af stað í bítið í gærmorgun, fram í Lauga að sækja
englana mína þar, síðan brunað í hálkunni á Eyrina sem tók
á móti okkur að vanda með hlýleika.Heart
Búið var að setja upp jólastjörnur á alla ljósastaura, hjörtun í
ljósunum á öllum vegamótum, og svo hjörtun þeirra frægu sem er
búið að setja út um allt.
þeir sem eigi vita þetta með hjörtun, var það, að ég held,
hönnunarstofa á Akureyri sem hannaði þessi hjörtu úr plasti
(trúlega) og svo keyptu fyrirtæki, sjúkrahúsið og allir þeir sem vildu
hjörtun og taka þau á móti manni út um allt og ylja um hjartaræturnar.

Nú við fórum strax að versla á Glerártorgi síðan í bakaríið við brúnna
að sjálfsögðu til að fá okkur smá kaffisopa, þeir sem voru svangir fengu
sér smurt brauð ég fékk mér hafraköku.W00teða þannig.

Fórum svo til Ernu og Bjössa og eins og ég hef sagt áður er bara
yndislegt að koma þangað, hittum mömmu Bjössa og systur,
síðan kom galgopinn bróðir Ernu, hann sagði að við værum villingar,
en eins og bloggvinir okkar geta staðfest þá passar það ekkiTounge
Takk elsku Erna mín fyrir ævilega góðar móttökur.

Fórum svo á hittinginn það var bara frábært, mikið hlegið og skrafað
bæði um landsins gagn og nauðsynjar og gaman mál.
Á hittinginn komu Ásgerður, Ólafsfirði, Anna Guðný, Akureyri,
Sigga sem einu sinni var bloggari og verður það vonandi aftur er
um hægist hjá henni. Huld, Halli og Eva Lind dóttir Huld, Akureyri,
Víðir, Akureyri, Erna, Akureyri, Unnur, Akureyri,  Dóra og tvíburarnir
hennar, Laugum, ég Milla og Gísli minn fékk að koma með, Húsavík.
Alveg í restina kom maður Önnu Guðnýjar og fékk sér kaffi með okkur.
Ef ég er að gleyma einhverjum þá vill ég fá skammir.


Ég bað nú Gísla minn að taka upp myndavélina, en viti menn,
eins og oft kemur fyrir hjá gamla fólkinu,
var þá ekki blessuð myndavélin, eða sko batteríin óhlaðinAngry
Nú gamla fólkið mun víst læra af þessu.

En það voru teknar margar myndir svo þið sjáið þær á öðrum síðum.


Það sem er svo gleðilegt við þennan dag er að Milla mín,
Ingimar og ljósin mín koma heim í dag, eru búin að vera í Köpen
og Reykjavík. Eins og allir vita þá er farið til útlanda til að vera til,
af sem áður var er maður verslaði eins og brjálaður, kemur maður
heim og verslar í Reykjavík áður en maður kemur heim til sín.
Svolítið skondið.
Englarnir mínir á Laugum ætla að koma líka og munu amma og afi
hafa steiktan fisk í matinn, því eigi fær maður góðan fisk beint úr
sjónum er maður er á ferðalagi.

Eigið yndislegan dag í dag
Milla
.Heart


Fyrir svefninn

Magnað hvernig allt er orðið, það er búið að óskapast og
troðast með fréttir af hinu og þessu, aðallega þessu sem
maður skilur ekkert í, eins og þið vitið er það svo margt og
engum er treystandi, hvorki í verki eða orði.

Nú á maður víst að kaupa jólagjafirnar sem fyrst því þær
hækka í hverri ferð, en hvaða ferð,þar sem lítill sem enginn
innflutningur á sér stað og talað er um vöruþurrð allavega
eftir áramót og svo er útsölurnar verða búnar eftir jól þá
verður ekkert til í búðunum. gaman, gaman.

Annars ætla ég eigi að hafa svo miklar áhyggjur af þessum
jólagjöfum, einhverjar verða þær.
Búið er að fá allan jólamatinn sem verður í ár að gömlum
Íslenskum sið rjúpur, hangikjöt jú og svo verður
hamborgarahringurinn að fylgja með.


Það sem er mest um vert er að eiga góðar stundir saman
borða góðan mat, eiga vel til af smákökum og góðu brauði
til að hafa með afgöngunum sem ætíð eru afar miklir.

Jæja er að fara til Akureyrar á morgun, förum snemma í fyrramálið,
verslum og borðum förum síðan og hittum bloggvini á kaffi Karólínu
í Listagilinu, það verður nú fjör í því.

Steinn Steinar orti 1934.

           Svo legg ég glaður frá mér bók og blað
           og birti ei framar spádóms heimsins lýði.
           En samt er ég viss um eitt, og það er það,
           að Þjóðstjórnin okkar tapar sínu stríði.

                                     Góða nótt
HeartSleepingHeart   


Svo eiga foreldrar að vera rólegir.

Manni verður nú bara illt, hvað er eiginlega að hjá börnum sem
framkvæma svona ofbeldi? Það hlýtur að vera mikið, hljóta að
kveljast af vanlíðan, einhver er ástæðan fyrir því að þau koma
svona fram.

kannski hafa þau bara fengið að komast upp með hvað sem er
frá því að þau fæddust, þar byrjar þetta nefnilega. Það er svo
auðvelt að láta allt eftir þeim er þau eru pínu pons og svo sæt
þessi kríli, en er það heldur áfram og engin agi er viðhafður
þá er voðin vís.
Börn þurfa aga, ást og umhyggju, en ég tel að börn sem fara út í
svona vonsku fái það ekki því miður.
Alla vega er eitthvað mikið að.

Ég er ekki að ásaka hvorki einn eða neinn, það er eigi í mínu
valdi að gera það, þetta bara gerist hjá  foreldrum og þeir
ekki einu sinni uppgötva hvað er að,
allir þurfa að vinna mikið, síðan er það heimilið er heim kemur og
það sem er mikilvægast (börnin) hefur ekki forgang vegna tímaleysis.

Vona bara að það verði tekið rétt á þessu máli það er svo mikilvægt
fyrir framtíð þessara barna.

Eigið góðan dag.
Milla
Heart

 


mbl.is Gerðu myndband af líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Hugsið ykkur! hef eigi farið út úr húsi í dag. Svaf til sex í morgun,
fékk mér ab mjólk og meðulin mín, upp í rúm aftur og svaf til níu.
geri ég nú betur, þetta er sko ekki mín deild eins og allir vita nú.
Er ég vaknaði dandalaðist ég í tölvunni þar til ég hafði list á te og
brauði fékk mér það og síðan í sjæningu, allir vita orðið hvað það er.
Sko rúsínan í pylsuendanum kemur hérW00tfór að strauja.
Ég er nefnilega ein af þeim sem strauja bara er allt er orðið fullt af
óstraujuðu og núna voru allir dúkar og allar tauservétturnar mínar
í strau körfunni + koddaver svona punti þið vitið og bara ýmislegt,
Allt var tekið og steinkað og sorterað eftir gerð síðan var byrjað að
strauja tók mér annað slagið smá hvíld, fékk mér kaffi og síma-mal,
ekki síma-poka heldur síma-mal og stóð það yfir svona smástund.

Kláraði ekki á eftir smá jóladútl, ætla að klára það fyrir helgi.
Ég er nefnilega þannig að ef ég byrja á einhverju þá verð ég að klára
það í samhengi, þó það taki marga marga daga.

Englarnir mínir sem voru úti í Köpen hringdu í mig frá flugvellinum,
voru að versla svona eitthvað smá í fríhöfninni úti áður en lagt var
af stað heim. þau koma samt ekki hingað fyrr en á sunnudaginn.
Hlakka ég mikið til, búin að sakna þeirra mikið.

Ein góð eftir hana Ósk hún er sko hin amman við eigum
ljósálfinn og litla ljósið saman.

                    Möguleg eftirmæli.

               Af minningum um þig er ég rík
               aldrei þeir fjársjóðir tæmast.
               Amma mín þú varst engum lík
               það var unun að heyra þig klæmast.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


Hef áhyggjur, ef eigi fæ egg í jólabaksturinn.

Hvað er þetta eiginlega kæra fólk, haldið virkilega að þið fáið
Þjóðstjórn út á eggjakast? NEI og aftur Nei.
Ég er afar hlynnt mótmælum og það kröftugum, en engu ofbeldi
er ég meðfylgjandi, sjáið þið ekki, að þá erum við sem viljum
breytingar, ekkert betri, því það er að sjálfsögðu ofbeldi sem er
búið að beita okkur í áraraðir, þá er ég að tala um andlegt
ofbeldi og það er slæmt og engri þjóð sæmandi að koma þannig
fram við fólkið sitt.

Elskurnar mínar látum af eggjakastinu, bæði kosta þau peninga
og svo gæti farið að við fengjum eigi egg í jólakökurnar.

Við leisum heldur ekki neitt í reiði því , ef við erum reið,
þá getum við eigi hugsað rökrétt

Við munum fá nýtt blóð í stjórnina við næstu kosningar.
En vita skuluð þið að djúpt þarf að grafa til að finna ósýkta
faglærða menn til að koma á í þessu landi stjórn heilinda.

Því það hefur gleymst í árana rás hvað heilindi eru.

Eigið góðan dag.
Milla
.Heart


mbl.is Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband