Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fyrir svefninn

Þetta er saga af langafa og ömmu í föðurætt og hversvegna
afi og bræður hans tveir heita allir Sigurðar.

Árið 1887--'98 bjó á Hvallátrum bóndi, sem hét Guðmundur
Sigurðsson. Hann var fæddur á Neðra vaðli á Barðaströnd
sumarið 1835. Faðir hans var Sigurður Sigurðsson, sem kallaði
sig Breiðvíking, enda ættaður úr Breiðuvík. Feður þeirra Össurar
Össurarsonar, voru hálfbræður. Sigurður Breiðvíkingur var mikill
hagleiksmaður og víðkunnur bátasmiður,og var bæði vandvirkur
og stórvirkur.Kona hans og móðir Guðmundar hét Þórdís.
Hún var dóttir Jóns bónda í Botni í Tálknafirði.
Guðmundur var kvæntur Helgu Beatu Árnadóttur. Faðir hennar
var Árni Thoroddsen, sonur Jóns bónda Thoroddsen sem lengi
bjó á Hvallátrum, en áður á Hvalsskeri í Patreksfirði, og var
Árni þar fæddur. Árni á Hvallátrum og Þjóðskáldið Jón Thoroddsen
boru bræðrasynir.
Árni bjó í Kvígindisdal í Patreksfirði frá 1862--'70, en fluttist síðan að
Hvallátrum og bjó þar til æviloka, síðustu árin sem húsmaður.
Hann var kvæntur Sigríði Snæbjörnsdóttur frá Dufansdal, systir
Guðrúnar seinni konu Össurar, og Markúsar á Geirseyri.

Guðmundur og Helga voru gefin sama  árið 1885, og bjuggu þau
síðan í Hænuvík þar til þau fluttust að Hvallátrum.

Þau eignuðust þrjá sonu og sá fyrst fæddist 1886 og var skýrður
Sigurður Andrés. Ári seinna fæddist sonur tvö og var hann skýrður
Sigurður. Sá yngsti fæddist 28/7 1893. hann var skýrður tveim nöfnum
eins og sá elsti og var það Sigurður Jón, og er það afi minn.
Undarlegt að skýra þrjá syni sína sama nafninu, en það voru ástæður
fyrir því. Þegar langamma gekk með sitt fyrsta ætlaði hún að yngja upp
föður sinn, en hana dreymdi skömmu eftir að hún ól drenginn, að til
hennar komu tveir menn. Annar kvaðst heita Sigurður Jónsson og
hafa búið í Breiðuvík, hinn Sigurður Sigurðsson, Breiðvíkingur, það
vissi hún að voru komnir feðgarnir afi og langafi drengsins.
Sigurður leit son sinn óhýru auga og sagðist vilja ganga fyrir með
nafnið og eiga það einn, ég skal bíða sagði hinn. þegar langamma
varð vanfær í annað sinn kom til hennar Sigurður Breiðvíkingur og
sagði, þú manst eftir mér nú bíð ég ekki lengur.
þar með var drengurinn skýrður Sigurður.
Þegar afi minn fæddist þá hélt nú langafi að hún vildi skýra eftir föður
sínum, en nafnið var Sigurður Jón.
Svona er sagan sú. Þrjóskan í vestfirðingum hefur löngum fræg verið.

                                          Góða nótt.HeartSleepingHeart


Til hamingju Herdís Albertsdóttir.

  Herdís Albertsdóttir.


//

„Strákarnir okkar" í sérstöku uppáhaldi hjá Herdísi

Herdís Albertsdóttir á Ísafirði fagnar í dag 100 ára afmæli. Hún fæddist í húsinu að Sundstræti 33 þar í bæ og bjó þar  fyrstu 99 árin og hálfu betur þar til í sumar, að hún flutti á öldrunardeild sjúkrahússins.

Afmælisbarnið er stálhraust og ber sig vel, en heyrir reyndar mjög illa og sjónin er ekki góð. „En hún segir að ekkert sé að sér og hún er stálminnug; það er hægt að fletta upp í henni," sagði dótturdóttir Herdísar, Kristjana Sigurðardóttir, við Morgunblaðið í gær.

„Strákarnir okkar" í handboltalandsliðinu hafa löngum verið í miklu uppáhaldi hjá Herdísi og árum saman fylgdist hún með hverjum einasta leik sem sýndur var í sjónvarpinu. „Hún hefur fylgst grannt með þeim alveg frá því þeir fóru að spila af einhverju viti, eins og hún segir sjálf!" sagði Kristjana í gær. Örvhenta stórskyttan Kristján Arason var í sérstöku uppáhaldi. „Hann er drengurinn hennar!"

                       *******************

Fyrverandi nágranni minn á Ísafirði er 100 ára í dag.
Við Gísli bjuggum við hliðina á henni Dísu,
Silfurgatan skildi okkar hús að,
Húsin okkar stóðu bæði á horni Silfurgötu og Sundstrætis.
Hugsið ykkur hvað þessi stórkostlega kona er búin að upplifa og
áorka í sínu langa lífi. Unga fólkið getur örugglega ekki sett sig inn í
þann lýfsferil sem fólk á þessum aldri þurfti að upplifa, en við sem
erum eldri vitum nokk söguna um þann feril.

Hún á góða og henni mikið kæra afkomendur og þykist ég alveg
vita að öll eru þau stödd fyrir vestan í dag.

Má til að segja ykkur frábæra sögu af henni Dísu, einhverju sinni var
brotist inn hjá henni, hún fer ofan og sér þá mann nokkuð ölvaðan.
Hún fer eitthvað að tala við hann og býður honum kaffisopa sem
hann þáði og var orðin sá spakasti er einhver kom sem hún hafði
hringt í, þau skildu mestu mátar, en öldin var nú önnur þá.
Sel þessa ekki dýrari en ég keypti hana.

Til hamingju Dísa mín og öllum ættingjum óska ég til hamingju
með að hafa upplifað þau forréttindi að njóta þessara konu.
Það er eigi sjálfgefið að eiga góða að.
Ljós og kærleik til ykkar allra.
Milla og Gísli Indriða
.


mbl.is „Strákarnir okkar“ í sérstöku uppáhaldi hjá Herdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Já það er þessi dagur, einn en, sem líður hjá eins og
sólargeislinn á stuttum degi vetrar.
Í dag fór ég í vinnuna að vanda var mikið gaman hjá okkur,
allir eru svo afslappaðir og komnir í jólastuð.
Ráðgert var á húsfundi í gær að fara í smákökubakstur, síðan
í laufabrauð.
Farið verður í leikhús á föstudaginn, það er verið að sína
Emil í kattholti ekkert slor það hjá litlu leikfélagi eins og er á
Húsavík, allir vinna sjálfboðavinnu og krakkarnir leggja heilmikið
á sig.
Hjá okkur í Setrinu verður haldið aðventukvöld í byrjun desember
og föndrið verður nú á fullu hjá okkur að vanda.

Og mikið er ég nú fegin að hafa eitthvað annað að hugsa um
heldur en verki, og stjórnmál, ekki að það sé ekki talað um
stjórnmálin í Setrinu, bara á léttari nótum, við gerum bara
eiginlega bara grín að þessu öllu saman.

Allt í einu kemur óveðursský,
og það rignir gasi.
þrumurnar fella trén með ofsalegum látum
eftir nokkurn tíma léttir veðrinu.
Óveðursskýin labba burtu,
sólin kemur og skýin labba inn í himininn.
Fiðrildin byrja að fljúga á nýjan leik,
og fuglarnir syngja sætan söng.

Góða nóttHeartSleepingHeart


Hvar er manngæskan?

Mehdi Kavyan Pour hælisleitandi frá Íran hefur verið í hungurverkfalli í níu daga til að mótmæla þeirri ákvörðun yfirvalda að senda hann aftur til heimalandsins. Mehdi hefur beðið þess í fjögur ár að niðurstaða fáist í mál hans.

Í fjögur ár! hvað er eiginlega í gangi, er ekki möguleiki á að
afgreiða svona mál á stittri tíma, nú eða bara að senda þetta
vesalings fólk aftur strax.
Hér er þessi maður búin að vera í 4 ár og auðvitað vonar að hann fái
hæli hér á voru fagra landi.
En nei við getum því miður ekki gefið honum/öðrum þá gleði, þó að það
sé kreppa þá eigum við ennþá manngæsku til, er það ekki annars?

Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ segir að  þrír hælisleitendur hafi verið í hungurverkfalli, einn þeirra er þó nýlega farinn að borða aftur.  Fyrir helgi hættu þeir tveir sem eru áfram að svelta sig að drekka vökva og þurfti í kjölfarið að flytja Medhi  á sjúkrahús.

Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi á laugardag og féllst á að ræða við MBL Sjónvarp  á Fit í Njarðvík þar sem hann dvelur ásamt öðrum hælisleitendum.  Mehdi segist hafa unnið fyrir póst og símamálastofnun í heimalandinu og haft þann starfa að hlera síma. Trúnaðarupplýsingar hafi horfið af skrifstofunni og kjölfarið hafi tveir samstarfsmenn hans látist við dularfullar kringumstæður. Hann hafi flúið land en kona hans og dóttir orðið eftir í Teheran. Hann hefur nú samþykkt að drekka vökva en segist ætla að svelta sig þar til málið verður tekið upp að nýju. Hann vilji frekar deyja í rúminu sínu heldur en í fangelsi í Íran.

Hefur þessi maður gert eitthvað af sér á meðan á þessari dvöl
hefur staðið, eða hvað er í veginum fyrir því að veita honum og
öðrum hæli. Erum við hrædd við þetta fólk, viljum við ekki svona
fólk í landinu, eða hvað er eiginlega að okkur?

Gefum nú okkur sjálfum það í jólagjöf að veita nokkrum sem verið
hafa hér sem lengds, hæli á Íslandi.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Í dag höfum við gamla settið bara verið að dóla okkur, fyrir
utan að ég fór í þjálfun á óeðlilegum tíma hvað mig snertir,
er yfirleitt snemma á morgnanna, en var í dag klukkan eitt.

Við löguðum aðeins til og fórum svona yfir eins og maður segir.
það var bara dandalaveður um miðbik dagsins, en vona að það
verði eigi eins slæmt í nótt eins og þá síðustu.

Um nónbil sagði ég niðri í þjálfun að það væri komið dandala veður,
kona ein spurði hvað það þýddi og hvaðan ég hefði þetta,
ég sagði það þýða gott veður, en vissi eigi hvaðan ég hafði það
hafði bara fylgt mér svo lengi sem ég man.
Tel það annaðhvort vera komið af vestfjörðum eða bara að sunnan.

Það er þetta með rétt hvers og eins.

                       Þann rétt hver héri hefur
                       að háma kál í svanginn,
                       á meðan maginn krefur,
                       -það má hann litli anginn,
                       og liggja í leiðslu værri,
                       sé lágfóta ekki nærri.

                       Og vilji vondur refur
                       sér veiða héra í soðið,
                       þann rétt þá hérinn hefur
                       - og honum er það boðið -
                       að hlaupa á harðasprett, til
                       að hættu hann undan beri,
                       - en að heita annað en héri
                       á hérinn engan rétt til.

                                       Gústaf Fröding.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart                                         


Er ekki nokkuð seint í rassinn gripið?

Steingrímur J. krefst upplýsinga

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, óskaði í dag eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann krefst þess að öll skjöl og gögn sem snúa að lánsumsókn Íslendinga til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og umræðu um samkomulag vegna Icesaeve-reikninga, verði þar lögð fram og gerð opinber.

Hvað heldur Steingrímur að hann og við öll þurfum að bíða lengi
eftir svari þessu?
Það verður eins og ævilega búið að ganga frá öllum þessum málum
og við búin að fá rýtinginn í bakið áður en við vitum af,
sanniði til
.

Þingflokkur VG átelur ríkisstjórnina fyrir að ganga frá samkomulagi um Ice-save reikningana án aðkomu Alþingis og krefst þess að málið verði tekið til lýðræðislegrar afgreiðslu og umræðu fyrir opnum tjöldum.

Hvenær hefur okkur komið við það sem þeir eru að gjöra þessir
Háu herrar?

VG segir ríkisstjórnina hafa hundsað löggjafarþingið og haldið upplýsingum frá almenningi í þessu máli sem öðrum.

það vita það allir í dag, en hvenær hefði verið hægt að grípa inn í?

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur stjórnvöld til að breyta starfsháttum sínum og taka  tafarlaust upp lýðræðislegar leikreglur,  tryggja upplýsingagjöf til almennings og gegnsæi í ákvarðanatöku.

Steingrímur minn áttu annan handa mér?

Skjölin Sem VG vill að gerð verði opinber eru eftirfarandi;
 
1. Öll gögn vegna umsóknar um lán til IMF

2. Samkomulag við Hollendinga sem fjármálaráðherra undirritaði í Washington vegna Ice-save deilunnar

3. Skjöl vegna fundar fjármálaráðherra EES/ESB í Brussel 4. nóvember og skjöl sem tengjast vinnu embættismanna í framhaldinu undir forustu formennskulandsins Frakka

4. Bréf sem fjármálaráðherra ritaði 6. eða 7. nóvember þar sem Ísland sagði sig frá því vinnuferli sem ákveðið var í lok áður nefnds fjármálaráðherrafundar (sjá tölulið 3)

5. Lagaálit, ef einhver eru til, hjá íslenskum stjórnvöldum vegna Ice-save deilunnar

6. Fundargerð, minnisblöð eða nótur frá fundi Björgvins G. Sigurðssonar og fjármálaráðherra Breta Alister Darlings 2. september sl.

7. Öll önnur skjöl sem til eru hjá ráðuneytum og opinberum stofnunum, hvort sem þau eru bundin trúnaði eða ekki, og þessum ofangreindu málum og samskiptum við aðra um þau tengjast.

Sko ef þið fáið þessu framgengt, sem ég vona svo heitt og innilega,
þá erum við á grænni grein.
En sannleikurinn er sá að spillingin hefur og mun aldrei koma upp á
borðið hjá þessum mönnum, þeir hafa allar götur komið sér undan
því að mæla af einhug til fólksins í landinu með því að tala og tala
þar til engin skilur neitt í neinu.

Löngum hef ég á tilfinninguna fengið, er mæla þeir til okkar, þeir
menn sem eru nefndir ráðamenn vorra þjóðar, að þeir séu að ljúga
að okkur og gera það án þess að blikna.

Er ég nokkuð sú eina sem fæ þetta á tilfinninguna?

Áfram með ykkur VG og eigi megið þið gefast upp
.


mbl.is Steingrímur J. krefst upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigi ætla ég að rækta reiðina.

Nei ætla eigi að rækta reiðina, en bara að fá hér smá útrás.
En hugsið ykkur það var þvílíkt Kuppsveður hér í nótt að eigi
svaf ég mikið, fyrir þá sem ekki vita hvað þetta veður er þá
myndast þvílíkar vindkviður og koma með tröllslegum látum
niður yfir bæjinn að maður heldur bara að allt sé að fara að
gerast og kannski ekkert skrýtið eins og ástandið er.
Rétt núna er bara rjómalogn í tröllinu.

Var að lesa svolítið skondið, kaupmenn hafa ekki áhyggjur af
of lítilli jólaverslun.
Það kemur mér ekkert á óvart að þeir telji verslunina eigi verða
minni í ár en undanfarinn, því þeir sem eiga peninga sem eru jú
fleyri en við teljum, halda bara áfram áeyðslutrippi, hinir sem eiga
minni peninga kaupa bara lítið að vanda, því hvar ættu þeir svo sem
að taka peninga til að versla fyrir?
Inn í verslunardæmið koma hingað útlendingar til að versla
því það er svo ódýrt að versla við þjóð sem er farin svona vel á
alþjóðavettvangi.
Og okkar fólk, þó það fari til útlanda þá verslar það ekki mikið
því það er svo dýrt.

Annað það sem ég hef verið að huga að undanfarin ár, er þvílíkt
fjandans drasl er verið að glepja okkur til að kaupa, það er ónýtt
strax á jólum.
Kaupum bækur í ár, það er ég búin að gera í mörg ár hef gefið
barnabörnunum mínum bækur.
Ef við höfum eigi efni á því í ár þá gefið eina fjölskyldubók á heimili.
Það bindur fólk saman að mamman eða pabbinn lesi fyrir alla hina,
get eiginlega ekki hugsað mér yndislegra.

                     *********************

Að allt öðru

Icesave-deilan leist! Kjaftæði! Kjaftæði! Kjaftæði!
Þessi deila er bara á yfirborðinu sögð LEIST, þar til að búið er
endanlega að selja okkur til undirgefni og þakklætis til þeirra landa
sem munu koma okkur til hjálpar, Svo er verður endanlega búið að
ganga frá öllum lausum endum þar á bæ, fáum við rítinginn í bakið.
Æi, þá koma þeir bara með einhverja fúla afsökun, sem við verðum
eigi neitt undrandi á, því við erum svo vön að það sé talað við okkur
smábarnamál, sem við eigi skyljum, þvi við erum fullorðið fólk.

Eitt rak ég augun í og það er að Norðmenn og Danir sækjast eftir
Íslendingum í vinnu.
Mér var bara hugsað til þess, hvernig við komum fram við útlendinga í
okkar landi.
Skyldi það verða eins gagnvart okkur í þessum löndum?

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart


Fyrir svefninn

Dagurinn í dag, Þau hringdu frá flugstöðinni, Milla mín,
Ingimar og ljósin mín, þau voru að fá sér að borða áður
en þau færu út í vél, það lá nú við að ég fengi smá hnút í
magann, langaði auðvitað með.
Kaupmannahöfn er bara yndisleg á þessum árstíma.

þau voru síðan að hringja, búin að koma sér fyrir og fara
út að versla smá til að hafa á herberginu, nauðsynlegt er
maður er með litlar títlur eins og ljósin mín.
Sú litla var nú eigi bangin við þessa flugvél vildi bara sitja
með systur sinni, eins og hún hefði aldrei gert annað en að
vera í flugvél, sú eldri orðin vön.

Gísli minn fór heim með elskurnar mínar frá laugum rétt um
fimm-leitið , við borðuðum síðan smá snarl er hann kom
heim og núna er ég bara að fara að sofa, þjálfun í fyrramálið.

Smá eftir Stefán hörð Grímsson.

              Á tímum vor Bjölludýra.

                       Smæðir og stærðir ...
                       allt nær harla skammt.
                       Vísast að hið sanna
                       reynist hvergi satt
                       og sönnun engin sönn
                       né nokkur merking,
                       en forsendur liðist
                       hægt í andstæð tákn.
                       Njótum þess morgunglöð
                       að villast rétta leið!
                       Næsta fótmál skín í undrafrið.


Góða nótt
HeartSleepingHeart


Aflétta banni, þvílíkt rug, væri nær!

Umdeildu banni Evrópusambandsins, ESB, gegn bognum gúrkum
og kræklóttum gulrótum hefur verið aflétt.
Haft er eftir talsmanni ESB á fréttavef Aftenposten, að reglurnar
um stærð og lögun 26 mismunandi ávaxta- og grænmetistegunda
séu ekki lengur í gildi.

Var mér nú kunnugt um hinar ýmsu bannir ESB, en þið vitið, maður
geymir svo margt í hólfum í heilabúinu sem svo rifjast upp við slík skrif.

Stór hluti heimsins sveltir og það er verið að setja svona rugl reglur.
þeim væri nær, að setja reglur um hversu gamalt og ógeðslegt
grænmeti og ávextir mega líta út í kæliborðum verslana þá meina
ég að sjálfsögðu hér á landi, því eigi kannast ég við hvernig það er
alla jafna erlendis.
Finnst að það er svona mikið grænmeti til að það er sent í
verslanir hálf skemmt, er þá eigi hægt að gera eitthvað úr því og
gefa til þeirra sem svelta?
Spyr sá sem eigi veit neitt, en væri þetta ekki möguleiki.

Löngum er ég búin að kvarta, við toppana fyrir sunnan um lélegt
grænmeti og ávexti í þeirri verslun sem ég versla í,
en að það batni eitthvað, af og frá.
Vörutegundir koma á staðin, jafnvel ónýtar strax, stundum settar
fram í búð, þeim er sjálfsagt uppálagt að reyna að selja þennan
viðbjóð, en stundum, eigi oft, endursend.

Það er nefnilega þannig að toppunum er alveg sama bara ef
verslunin gefur af sér vissa prósentu í hagnað.
Auðvitað verslar fólk við búðina sem á í hlut, fólk hefur ekkert val,
það er önnur verslun, með sömu eigendum á staðnum.
Þar er meira úrval og yfirleitt betra grænmeti, en hún er svo dýr
að fólk veigrar sér við að fara þar inn.
Og þeir sem eigi komast reglulega til Akureyrar að versla,
verða að sætta sig við að versla í þessum búðum.

Ég bjó á Suðurnesjum frá 1965 og verslaði þá við
Kaupfélag Suðurnesja, og Nonna og Bubba í Sandgerði.
Auðvitað var vöruúrvalið eigi svona mikið eins og í dag, en allir gerðu
eins vel og þeir gátu fyrir kúnnann.
Nú svo reis þessi líka verslunin, sem sagt Samkaup, kaupmennirnir dóu
smá saman út, síðan kom Hagkaup á fitjum og síðan Bónus og fleiri
og fleiri búðir
Samkeppnin er mikil fyrir sunnan og gaman að koma inn í þessar búðir
er suður maður kemur og þá aðallega á Suðurnesjum,
því þar þekkir maður sig.

En þið ættuð að sjá muninn á þeim og hjá okkur, hann er "STÓR"
Og ennþá verri er hann og dýrari á smástöðunum hér í kring, þar
sem er bara ein verslun.
Ég gæti endalaust haldið áfram, en hlakka bara til er BÓNUS kemur
á svæðið þá þarf ég eigi lengur að fara til Akureyrar til að versla.

TEK ÞAÐ STÍFT FRAM AÐ ÞAÐ ER EKKERT ÚT Á STARFSFÓLK
HÉR AÐ SETJA, ÞAÐ ER ALLT MEÐ EINDÆMUM YNDISLEGT.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
.Heart

 


Fyrir svefninn

Fyrir nokkrum árum, þegar deilurnar um líkbrennslu stóðu
sem hæst, sátu nokkrir menn saman og ræddu það,
hvort væri nú huggulegra að vera jarðsettur eða brenndur.
Loks sagði einn þeirra: " Mér finnst það nú ákaflega
tilhugsun að láta brenna sig, og svo gæti maður haft
öskuna á náttborðinu hjá sér."

                        **************

Ólafur þ. Jónsson, sem margir þekkja undir nafninu Óli kommi,
spurði kunningja sinn eitt sinn hvort hann vissi hvað væri
sameiginlegt með sér og Alþýðubandalaginu.
Kunninginn gat að sjálfsögðu ekki svarað, enda vandséð.
Rétta svarið var:
" Við erum bæði hætt að skipta okkur af pólitík."

                      ****************

                      "Kriminel" er kynvilla,
                      Konur að serða áhætta,
                      en að gilja greip sína
                      geysimikil fúlmennska.

                                     Andrés Björnsson, eldri.

                     Gamall húsgangur.

             Hans var jafnan höndin treg
             að hjálpa smælingjonum.
             Gekk þó aldrei glæpaveg,
             en götuna meðfram honum.

                                          Góða nóttHeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband