Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Er talið að hann lagist með aldrinum?

Maður á þrítugsaldri dæmdur fyrir að eiga og
vera með í tölvu sinni 14.713 ljósmyndir og
207 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan
og klámfenginn hátt. dómari tekur tillit til ungs aldurs mannsins
og að hann eigi kærustu.
Er talið að hann lagist með aldrinum???
Hefur hann ekki fengið dóm áður???
Fór sjálfur til sálfræðings, eftir að þeir uppgötvuðu
lögbrotið, útsmoginn persónuleiki.
því miður er það afar sjaldgæft að þeir lagist, en aftur á móti afar algengt
að þessir menn fái sér kærustur, það er til að trúlegra sé
að þeir séu ekki að stunda þetta ógeð.
Dómskerfið er ekki að stand sig, eina ferðina enn.
Mín skoðun.


mbl.is Í fangelsi vegna barnakláms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Guðmundur.

Af hverju hætti hann hér áður???
Ég bara man ekki út af hverju,
en gangi þeim bara allt í haginn strákunum okkar með
Guðmund í broddi fylkingar.
mbl.is Guðmundur ráðinn þjálfari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gef ekki neitt fyrir svona kannanir.

ætla ég að þessar tölur fari hraðlækkandi,
þegar hin svokallaða launahækkun fer ekki að
duga fyrir nauðsynjavörum,
frekar en fyrri daginn. fólk er bara ekki búið að gera
sér grein fyrir hvers konar rugl þessir samningar eru.
kannski var bara hringt í þá sem vitað var að ættu
nóga peninga.
Enn þá einu sinni segi ég: ,, Þætti gaman að vita hvað
Ingibjörg Sólrún hefði sagt,
hefði hún verið í stjórnarandstöðu."
                        Góðar stundir.
mbl.is Geir nýtur mests trausts en Vilhjálmur minnst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldið í gær.

Ingimar, minn elskulegi tengdasonur, bauð okkur
unglingunum á hólnum í mat í gærkveldi.
Milla mín var að vinna til 16.oo, hún vinnur sko í blómabúð.
Er við komum til þeirra um hálf sexleitið var hún sofandi
litla snúllan að leika sér í takt við latarbæjar tónlist,
ekki þarf að spyrja að, tónlist, dans og fimleikar er hennar
aðal leikur, nú við sóttum ljósálfinn okkar til vinkonu hennar
um leið og við komum.
Að vanda var vandað til matargerðar því hann Ingimar er
alveg frábær kokkur, við fengum Barbecue ribb með
bökuðum kartöflum, fersku saladi, hvítlaukssósu og smjöri,
á eftir fengum við mokkakaffi með Lindor konfekti á eftir,
þetta var æðislega gott.
Nú þegar við vorum að kveðja knúsuðust allir bless,
en þá sagði litla ljósið hennar ömmu sinnar,
Allir í stubbaknús, stubbaknús og svo föðmuðust allir í hring.
Er eitthvað til yndislegra???
Í dag ætlum við inn í Lauga að hitta snúllurnar okkar þrjár
sem þar búa, það er Dóru mína elstu og tvíburana okkar,
því ég á þessar stelpur líka búin að vera samtíða þeim síðan
ég var viðstödd fæðingu þeirra.
Æðsta undur alheimsins er barnsfæðing.
                      Kærleikskveðjur.


Borgarstjóri að ári, Hver ætli það verði?

Vilhjálmur mun ekki taka sæti borgarstjóra að ári.
Þau sem hafa gefið kost á sér eru
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Gísli Marteinn Baldursson.
Júlíus Vífill Ingvarsson.
Og það er eitt víst að sátt verður að vera um kosningu
eins þeirra, í borgarstjórastólinn.
Ef að það verður ekki, bætist sú rimma ofan á hin rykkornin,
sem gleymast eigi svo gjörla.
Komin tími til að huga að heill flokksheildarinnar, en ekki bara
að rífast eins og krakkar í sandkassaleik.

Það hefur verið ymprað á því í fréttum að nýtt borgarstjóraefni
yrði sótt út fyrir raðir kjörinna fulltrúa,
ef það mundi gerast þá væru þeir að gefa í skin að
engin í þessum hóp væri hæfur sem borgarstjóri,
væri það afar slæmt fyrir flokkinn.
                                                                 Góðar stundir.


mbl.is Þrjú gefa kost á sér í borgarstjóraembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Í prestakalli sr. Björns Þorlákssonar frá dvergasteini
lentu tveir menn í illdeilum við drykkju.
Annar þeirra fór halloka og var barinn til óbóta.
Hann stefndi andstæðing sínum fyrir sáttanefnd,
bar þar þungar sakir á hann og sagði meðal annars,
að hann hefði barið sig 11 högg.
Þá varð sr. Birni sem var sáttasemjari, að orði:
>>En sú stilling, að standa kyr og telja.<<


Í  Morgunblaðinu 179. tbl. 7. ágúst Þ. á.
stendur eftirfarandi klausa í eftirmælum
eftir merkan bónda í Borgarfirði:

>> Hann átti því láni að fagna, að eignast þrjár
ágætiskonur, en því láni fylgdi sú stóra sorg,
að missa tvær þeirra.<<
                                          Góða nótt.Sleeping


Bankarnir hafa verið djarfir.

þetta hafi verið hluti af viðskiptamódeli bankanna
og nú geti það skapað erfiðleika, ja hérna,
Ég hef alltaf talið að útrás og fjárfestingar séu af hinu góða,
og bráðnauðsynlegar,
 það græðir engin á því að hjakka alltaf í sama farinu.
Ef eitthvað blæs á móti þá er bara að takast á við það.

Stundum er maður að hlusta á þvílíka þvælu í
þessum ráðamönnum,
um að það skapi of mikla þenslu þetta og hitt,
og maður spyr sig, hvað er nú að gerast,
maður veit að það er  eitthvað öfugsnúið við það sem sagt er,
svo allt í einu, Bingó, bingó,
nú væri gott að framkvæmdir við Helguvík hefjist
og síðan á Bakka eftir tvö ár, Já já alltaf sama afturhaldssemin,
þetta á bara að fara allt í gang núna,
þá meina ég allt, Álver, gangnagerð, og bara allt sem á að koma.
Drattist úr sporunum í einhverjum málum.
Ekki var það gert í launamálunum.
Það kostar peninga að afla peninga.
                                Góðar stundir.

                        


mbl.is Menn hafa verið djarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegur þessi hafís.

Hef að sjálfsögðu borið hann augum þennan stórbrotna
hafís, það er með hann eins og allt sem er hættulegt,
hann laðar fram löngun til að kanna betur,
en maður lætur það ekki eftir sér.
Skyldum við fá Ísbjörn með honum í þetta skiptið?
Fyrir um þremur árum ók ég frá Ísafirði, djúpið, strandirnar
og út að brú í Hrútafirði, síðan norður.
Alla leiðina voru þessir líka ísjakarnir,
hafði ég aldrei séð annað eins þeir voru eins og blokkir,
nema að sjálfsögðu miklu fagurri en þær.
Vona ég bara að sjófarendur fari varlega, því eins og
allir vita þá eru þeir hættulegir.


mbl.is Hafísinn nálgast land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju eigendur Flóka ehf.

Ég fylltist stolti í gær er ég var hér upp á hól,
þar sem ég sé alla leið út í Flatey, 
og horfði á hin nýa bát útgerðarfélagsins Flóka ehf.
Heru ÞH 60. koma siglandi inn Skjálfandann.
Það var eins og hún segði við okkur, hér kem ég.
Nafnið Hera er móðurnafn Óskars skipstjóra og eiganda
bátsins ásamt eiginkonu sinni Ósk.
Hera sú kærleikskona, eftir því sem mér hefur verið tjáð,
mun örugglega leiða skip og áhöfn ævilega til farsældar.
                        Gangi þeim allt í haginn.


mbl.is Nýtt skip til Húsavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segi eins og fleyri, hefði viljað vera þarna.

Hafa engu gleymt, sannir listamenn gleyma engu.
Þeir voru og verða alltaf flottir.
Sagt er að gaman hefði verið að sjá að fólk tók með sér
börn og barnabörn á tónleikana.
Það er náttúrlega þannig að ef börnin alast upp við
þessa og hina tónlistina þá líkar þeim hún.
Gaman að þessu.


mbl.is Þursarnir hafa engu gleymt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband