Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Er nú bara vita vitlaust, allt þetta rugl.

Já sko þetta rugl með hvetjandi auglýsingar til barna
um að þau vilji þennan matinn eða hinn, er verið að gefa í skin
að börnin okkar geti ekki farið eftir öðru en auglýsingum,
gætu þau ekki farið bara eftir því sem við segjum.

Ég mundi mundi hvetja foreldra fyrst og fremst til að
ala börnin sín upp í því að þessi og hinn maturinn sé óhollur,
og að hann sé ekki eins góður og auglýsingarnar benda til.
Útrætt mál. þetta er afar auðvelt, ef það er gert frá byrjun.
Ég tala nú ekki um ef þau fá ætíð hollan mat, þá vilja þau
ekki sjoppumat.

Við komum ekki til með að ráða við þessar auglýsingar,
þær eru allstaðar, það erum við sem þurfum að stjórna
okkar börnum og kenna þeim muninn á réttu og röngu,
við setjum reglurnar, ef við gerum það, þá verður þetta
ekkert vandamál.
Það er ekki hægt að mínu mati, er alþjóðasamfélagið er
komið inn á gafl hjá fólki, að ætlast til að aðrir en maður
sjálfur takist á við málin.


Samskipta-vankunnátta manna, eða ókurteisi.

Sumir menn eru það sem kallað er ,,frussarar"
þegar þeir tala. Einn kunningi hafði fyrir vana í boðum,
að einangra einhverja stúlkuna úti í horni--helst þá laglegustu
auðvitað. Hann stillti henni upp að þilinu, studdi hægri hendinni
vinstra megin við hana og þeirri vinstri hinum megin, þangað
til hún var eins og í búri og gat sig ekki hreyft,
en svo lét hann dæluna ganga og munnvatnið frussaðist yfir
aumingja stúlkuna, þar til hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð
yfir þessum ósköpum, og helst langaði hana til að kalla á hjálp.
Það þarf varla að taka það fram, að flestar stúlkur voru varar
um sig, þegar þessi náungi var á næstu grösum.

Annars veit ég ágætt ráð við áleitnum karlmönnum---
og hefur reynst vel. Þú situr kannski í sófa með manni,
sem kominn er til ára sinna, en---skulum við segja---hefur
,, ungar tilhneigingar".
Hann fálmar utan í þig---Já, hefur afleitan handavanda.
Þú tekur þessu með þolinmæði um stund og svo. . . nei þú
stingur ekki títuprjóni á kaf í kauða---þetta er eiginlega
almennilegasti náungi að mörgu leiti og þú kærir þig ekkert
um að ,,særa" hann---þú bara hvíslar í eyra hans:
,,Ég þori ekki að sitja hér lengur. . .þú ert of hættulegur".
Svo stendur þú upp og hagræðir þér annars staðar,
en karlinn situr einn eftir og veit varla, hvort hann á að
styggjast eða vera upp með sér yfir að vera svona hættulegur".

                Eigið góðan dag.


Fyrir svefninn.

                         KREDDUR.

Vestmannaeyingar höfðu margt, er þeir réðu af
ókomna atburði. Einkum var þó ýmislegt, sem dregið var af,
hverju fram mundi vinda um veðráttufar.--
Sérstaklega var miðað við margt í framferði fugls og fisks.
Þannig sagði Hannes Jónsson Hafsögumaður, sem fæddur
var um miðja 19. öld, að það hafi þótt vita á ofsaveður,
ef grásleppa sást vaða í vatnsborðinu eða hnísa stökkva
upp úr sjó, eins og léttir.
Það var talið vita á veðrabrigði, ef fíllinn og máfurinn flugu lágt.
Það þótti vita á vætutíð, ef lundinn söng mikið,
er hann sat á nefjum á kvöldum.
Í logni var talið óbrigðult ráð til þess að fá byr,
að leita sér lúsa og kasta veiðinni aftur með skipinu.
Einhverju sinni var hákarlajagt á leið til Eyja.
Í Eyjarbakkabugtinni fékk hún logn mikið.
Þegar skipverjum tók að leiðast legan, fóru þeir upp í
skipsbátinn, sem lá yfir skutinn, og leituðu sér lúsa
og fleygðu fengnum aftur fyrir skipið.
Brá þegar svo við eftir athöfn þessa, að á rann beggja skauta byr,
sem hélst alla leið til Eyja.
Í stórsævi tíðkuðu margir formenn það að hasta á bylgjurnar,
er þær risu í kringum skipið og gerðust nærgöngular.
Þótti það gott ráð við því, að þær yrðu bát og bátverjum að grandi.
Þóttust menn hafa langa reynslu fyrir því.
Áður fyrr var hámeraskrápur mikið notaður í skó í Vestmannaeyjum.
Var það trú manna, að botninn mundi detta úr þeim,
ef að farið væri í þeim til kirkju milli pislils og guðspjalls.

Fr.h. á vísum eftir Jón Magnússon.
Jón var grannur maður vexti og kallaði sig því mjósa,
þessi vísa er einnig eftir hann:

                       Að ríða þýðum hófa hund
                       höndla blíða seima hrund,
                       sigla um víða sjávar grund
                       segja lýðir yndis stund.

Með þessum vísum endaði Jón bréf til Ólafar,
móður Unu dóttur hans.

                       Ætíð mun ég þenkja um þig,
                       þó að strjálni fundir.
                       Guð einn veit hvað mæðir mig
                       margoft nú um stundir.

                       Fáðu gæði farsældar
                       frí við mæðu nauða,
                       lifðu í næði lukkunnar
                       í lífi bæði og dauða.
                                                         Góða nóttSleeping

                        

                      


það er svo skondið að lesa um þetta.

              Hafin sala á sterkum vínum.

                       Fangahúsið reyndist of lítið.

2/2 1936 samkvæmt hinni nýju áfengislöggjöf, sem
samþykkt var á síðasta alþingi, hefur Áfengisverslun  
ríkisins hafið sölu á sterkum vínum.
Fyrsti söludagur þeirra var í gær. Ös var mikil í
útsölu áfengisverslunarinnar allan daginn, mjög þröngt
var inni og þyrping fyrir dyrum úti.
Keypt var langmest af brennivíni, en auk þess töluvert
af öðrum sterkum drykkjum. Drykkjuskapur var mikill í bænum
í gærkveldi og slagsmál nokkur. handtók lögreglan þá, er óróa ollu,
en þegar leið á kvöldið kvað fangavörður ekki rúm fyrir fleiri ,,Efra".
Varð lögreglan þá að hætta handtökum ölóðra manna,
og þóttist hún þó hafa ástæðu til að taka fleiri. 

Að sjálfsögðu drukku menn sterk vín áður en leifi fékkst til að kaupa þau
þeir brugguðu bara.

Merkilegt finnst mér að um leið og leyfi fékkst þá var haldið upp á það með
ofdrykkju og skrílslátum.

Boð og bönn hafa aldrei verið til bóta í hvorki einu eða neinu.

Og enn þá eru fangelsin of lítil er verst lætur, MERKILEGT!


Er ekki komin tími til?

Það er mjög gott að framfylgja öllum málum vel,
en er ekki komin tími til að gefa þessu máli frí.
Málið er ekki búið, en þurfum við að vita málalok þess,
tel ekki svo vera.
það sem eftir stendur er hvað barnaverndarnefnd gerir,
og ekki kemur okkur það við.
Vona ég svo innilega að stúlkan hafi haft lærdóm af
þessu, það er það sem er mest um vert.
mbl.is Stúlka hafði samráð við réttargæslumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elstu börnunum refsað mest.

Það má alveg vera að foreldrar refsi elstu börnum sínum mest,
þau eru kannski að fara eftir væntingum annarra, Til dæmis,
foreldra sinna.

Annars lætur þetta orð refsing mér illa í eyru,
á að þurfa að refsa börnum?, á ekki að vera nóg að tala við þau
og gera þeim skiljanlegt að, þetta og hitt sé ekki í boði,
og það á svo ekki að tönglast á því sama við þau endalaust.

Ég tel og hef séð það á mörgum heimilum,
að eldri börnin fá gott uppeldi, er svo þau yngri fæðast,
þá taka þessi eldri það mikið að sér að ala þau upp,
og þykir mér það afar ljúft á að horfa.

Í sambandi við það, að þessi yngri afvegaleiðist frekar,
er ég ekki sammála á Íslandi er þetta allavega og fer
eftir svo mörgu.
                              Góðar stundir.


mbl.is Elstu börnum refsað mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

          Huldufólkið í lambhúsakofanum.

Sigríður Nikulásdóttir, fyrri kona Sigurðar Breiðfjörð skálds,
eignaðist dóttur með Otta Jónssyni eftir að Sigurðu skildi
samvistir við hana. Hét hún Nikólína og andaðist hún
háöldruð nálægt aldamótunum síðustu.
Nikólína var mjög trúuð á álfa og allskonar vættarverur.
Eftirfarandi saga er eftir henni höfð.
Í jarðskjálftanum 1896 bjó Nikólína sem einsetukona
í lambhúsakofa skammt norður af Löndum.
Kvöldið sem hræringarnar byrjuðu, á fýlaferðum seint í
ágúst, var Nikólína sem unnið hafði að Fýlareyslu allan daginn,
nýlögst út af, þreytt og syfjuð,
búin að lesa bænirnar sínar og signa sig. Kom þá fyrsta hræringin,
sem eins og kunnugt er, var mikil.
Sagðist þá gamla konan hafa beðið fyrir sér, heitt og innilega,
í dauðans angist, því að hún var hrædd um að kofinn mundi hrynja
yfir sig áður en nokkur mennskur maður kæmi sér til hjálpar.
En í sömu svipan sá hún eins og opnaðist hlið í vegginn,
þó annars væri koldimmt í kofanum,
og leit hún þá gömlu huldufólkshjónin, er hún hafði oft orðið vör
við í kofanum áður og bjuggu þar í nábýli við hana.
Sátu þau við borð sátu þau við borð og var maðurinn að lesa húslestur,
því að þetta var gott huldufólk.
Tók hún þetta sem bendingu til sín um að hún gæti verið róleg,
og lagðist þegar aftur og sofnaði strax.
Hírðist hún síðan ein í kofanum, meðan jarðskjálftarnir gengu.
                     ( Skráð af Sigfúsi M. Johensen).

              Jón Magnússon steinhöggvari orti nokkuð. 
Hann var ættaður úr landeyjum og var um langt skeið vinnumaður
hjá Þorsteini Jónssyni í Nýjabæ.
Jón var í hákarlalegum á jögtum, sem Þorsteinn átti í,
og var honum í einni legunnu lagt á herðar að annast eldamennskuna.
Þá kastaði hann fram þessari vísu:

                     Núna fékk ég náðar svar,
                     nú varð mjósi glaður
                     í káetunni krýndur var
                     Kokka lista-hraður.


Vinsælast.

það sagði ein vinkona mín í morgun að ég væri alveg
að verða fræg, (í gríni að sjálfsögðu)
en hún var að meina að ég væri að klífa vinsældalistann,
Ég fékk líka hamingjuóskir um að ég væri á mbl.is fyrir nokkrum mánuðum.

Var nú svo græn að ég hélt að ég væri ætíð þar, en þá var ég á einhverju
sem var sett sem vinsælast og rúlluðu þá nokkur blogg aftur og aftur
fram á forsíðu mbl.is

Fór ég í framhaldi af því að athuga þennan lista, og er hann nokkuð
góður, á forsíðu getur þú farið inn á vinsælast, heitar umræður og
bloggað um fréttir, flýtir það fyrir manni til muna, leiti maður af
einhverju sérstöku.
Ég fyrir mitt leiti huga aldrei að þessum vinsældarlista.
Blogga ég eingöngu um það sem mér dettur í hug, ef svo
einhver vill lesa það og kommenta þá er það bara gaman.

Ég segi nú eins og Ásdís vina mín á Selfossi;
við erum búin hér á bloggheimilinu að eignast góða og
skemmtilega vini, eiga með þeim súrt og sætt,
og vona ég að það haldi áfram í þeim góða tón sem gæst hefur hér.
               Kærleikskveðjur til ykkar allra þarna úti.
                        Milla.


Minkarækt á Íslandi.

          Vitið þið hvenær Minkarækt hófst á Íslandi?
                

                      Minkarækt hafin
                           á Íslandi.

          komnir hingað 75 minkar frá Noregi

13/1 1932. Í gær komu með Lyru 75. minkar frá Noregi.
Eru þeir í eigu nokkurra manna, sem hafa í hyggju að stofna
hlutafélag til loðdýraræktar.
Þessir menn hafa áður fengið sér 10. silfurrefi, og eru þeir
í Eldi á Hlöðum við Ölfusárbrú. Minkarnir 75. verða nú sendir
austur að Hlöðum. Með þeim kom norðmaður einn, Röd að nafni,
sem stundað hefur loðdýrarækt í mörg ár.
Á hann að annast loðdýrabúið þar eystra og kenna mönnum
þar hirðing og meðferð loðdýra.
Minkarnir eru í kössum, þrír í hverjum kassa, tvö kvendýr og eitt karldýr.
                             Öldin okkar.

Gaman að lesa þessar fréttir, man reyndar eftir refa og minkabúum
upp við Elliðavatn, skildi Óðalið á Vatnsenda hafa rekið þau bú?
Þau voru að sjálfsögðu yfirgefin, enda hefur það verið á þessum árum sem
refir og minkar sluppu auðveldlega úr búrum sínum, enda voru búrin ekki í húsum
á þeim tíma, eins og skylda er í dag. 
Dýrin hófu þegar leit að heppilegu bæjarstæði fyrir sig og sína,
að góðra manna sið.
                                          Góðar stundir.


Sorglegt en löglegt, því miður.

Átta ára stúlkubarn og 28 ára gamall karlmaður.
Hrikaleg, en lögleg staðreynd í þessu landi sem við
þekkjum svo lítið til.
Að okkar mati er þarna um misnotkun að ræða,
sem er óskiljanleg er við hugsum til litlu stúlknanna okkar
sem hlaupa hér um og leika sér alla daga, frjálsar og glaðar.

Er kvenfólk þá ekki metið til neins annars en undirlægni
og misnotkunar á þessum slóðum?.

Það verður að skerpa á fræðslu um frelsi til handa þessum
stúlkum, að fólk skilji að þetta sé ekki rétt.
og þar verður alþjóðasamfélagið að koma til.


mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband