Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Fyrir svefninn.
7.6.2008 | 21:23
Smástrákar tveir voru sendir til næsta bæjar.
þeir voru mathákar miklir, sérstaklega á kökur.
Móðir þeirra brýndi nú fyrir þeim að haga sér nú
kurteislega og éta ekki of mikið af kökum.
Á bænum var mikið borið fram fyrir strákana af mjólk
og kökum.
Þegar þeir komu heim aftur , spurði móðir þeirra:
,, Höguðuð þið ykkur nú kurteisilega?"
,, Já já sagði annar strákurinn.
,, Við skiptum kökunum alveg jafnt á milli okkar".
Um grannvitran mann.
Björn að norðan ber sig vel,
beint af komin nautum.
En vitið það er varla skel,
þó væri það gert af flautum.
Fæddir ,,Gentelmen."
Bretar senda brynfley
með bissur hingað enn,
frægir mjög að ,,fair play"
og fæddir ,,gentelmen."
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
þetta verður farsællt á endanum.
7.6.2008 | 11:52
Innflutningur á hráu kjöti hugnaðist mér aldrei, held að
það leifi sé ekki tímabært.
Auðvitað til lengri tíma litið ráðum við ekki við þetta,
en að mínu mati á það þá að koma pakkað fryst og
merkt því landi sem það kemur frá.
Þá er valið okkar.
Ef Íslenskir framleiðslubændur halda sér við þau gæði
sem kjötið okkar er í dag segi ég fyrir mitt leiti,
ég vel Íslenskt, því við eigum besta og hreinasta
kjöt í heimi.
![]() |
Breytingar á matvælalögum í þágu bænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Spurningar vakna.
7.6.2008 | 09:24
Að því að maður veit svo lítið um jarðskjálfta og hegðun þeirra,
þá spyr maður: ,, Hvað er að gerast?"
Þau svör sem maður fær eru, jafnvel, gæti orðið,
teljum það ekki vera líklegt, Það sem við vitum
bendir ekki til, EN.
Já það er þetta, "en"
Hvað vita þeir með vissu jarðfræðingarnir okkar?
Ekki er ég að hallmæla þeim, þeir gera og segja það sem þeir
vita best hverju sinni.
Ég tel að eftir eigi að rannsaka þessi sem og önnur mál sem
gerast á okkar kæru jörð.
Þess vegna tel ég okkur öll vita sama og ekki neitt. Það eru alltaf að
gerast einhver undur, sem engin getur skírt.
Góðar kveðjur.
![]() |
Skjálftavirni að aukast á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
6.6.2008 | 21:49
Við fórum sem sagt af bæ í dag. Dóra mín þurfti að fara til
læknis og var þetta fyrirfram ákveðið.
Við vorum komin fram í Lauga klukkan 10. hittum snúlludúllurnar
mínar þær voru að vinna, en komu hlaupandi út til að hitta okkur.
Síðan var haldið til Akureyrar beint upp á sjúkrahús og við þurftum
að bíða í þrjá tíma eftir að hún kæmi til baka,
en það var nú í lagi, ég lagði mig á meðan.
Þegar hún kom fórum við til Ernu vinkonu Dóru til 30 ára og sú hin
sama kallar sig strumpinn og er bloggvinkona mín.
Ekki var nú dónalegt að koma þangað kaffi og kræsingar.
Þakka þér fyrir Erna mín yndislegt að koma til þín að vanda.
Síðan fór Dóra aðeins á Glerártorg og svo fórum við heim, en
fyrst varð Dóra mín að fá sér Brynju ís, ekki minn smekkur.
Fórum til Millu minnar og Ingimars er heim var komið,
Dóra hafði keypt síðbúna afmælisgjöf fyrir Millu dætur.
Er við beygðum inn í innkeyrsluna var litla ljósið að hjóla,
hentist af hjólinu kom að bílnum og upp í fangið á mér
og knúsaði mig, afa og Neró.
Nú hún var himinlifandi er hún sá fötin sem hún fékk frá Dóru
frænku og tvíburunum, hún dýrkar þær allar.
Sr. Björn Þorláksson á Dvergasteini var framsögumaður
meir hlutans með bannlagafrumvarpinu á þingi 1909,
en það var hitamál
Sr. Björn notaði mikið orðið,, nefnilega".
þá orti dr. Jón Þorkelsson þetta erindi:
Telur aura, tafsar orð,
tuldrar í skegg og niður á borð,
muldrar margt í leyni.
nefni ég til þess nefljótan,
,, nefnilega" skolbrúnan
durg frá Dvergasteini.
þessi vísa er einnig ort við sama tækifæri,
og talin vera eftir Hannes Hafstein:
Bannalaganna veik er vörn
viður mælsku trega.
Sextíu og átta sinnum Björn
sagði: ,, nefnilega".
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Svar við kommentum ykkar, kæru vinir.
6.6.2008 | 08:09
Kommentin ykkar við skrifum mínum Fyrir svefninn, voru
yndisleg og yljaði mínar hjartarætur er ég las þær í morgun.
Ég fékk svokallað hjartaáfall fyrir rúmum fjórum árum,
fór í þræðingu og ekkert að þar, síðan ég hitti yndislegan
lækni á Ísafirði sem heitir Davíð Arnar, sem leiddi til þess að ég
fór aftur suður lagðist inn á hjartadeildina til að fara í brennsluaðgerð,
því hann taldi mig vera með aukaæð, sem er ekki óalgengt
hjá fólki.
En Milla litla,(stóra) sem er öðruvísi en allt annað fólk eins og þið vitið
reyndist vera með kregðu af aukaæðum, þær voru á það hættulegum
stað í hjartanu að ekki var hægt að laga þetta.
Eina ráðið var að fá gangráð og var hann settur í daginn þar á eftir.
En eitthvað er að, sem þeir vita ekki hvað er, því ég hef aldrei hætt að
fá þessi köst, (ekki að ég sé að æfa köst) sei sei nei.
köstin eru misjafnlega slæm og ævilega finn ég er þau eru að koma,
get sest niður og slakað á, en stundum eru þau það slæm að
þreytan verður yfirsterkari viljanum að vera á fótum,
Þá neyðist ég til að hvíla mig.
Í gærkveldi var ég að tala í símann, hér við tölvuna, passaði mig ekki,
og bara datt hér niður í takkaborðið með hausinn
Engillinn kom að sjálfsögðu á 100 og hjálpaði sinni kvinnu.
En ég ætla nú að segja ykkur ef ég gæti farið á mótorhjól, snjóbretti,
fallhlífastökk og teijujump, mundi ég gera það.
Fyrir utan þetta smáræði sem er að þá er ég með kölkun í öllum hryggjaliðum
slitgigt á háu stigi, komin með liðskrið, já og fyrir utan allt annað.
Margir hafa það ver en ég, því ég á nefnilega guðsgjöfina, sem er góða skapið,
láta aldrei bugast, ég elska lífið og allt í kringum mig og svo á ég yndislega
fjölskyldu svo ég tali nú ekki um ykkur bloggvini mína, verð ég bara að viðurkenna
að ég er ekki heil fyrr en ég er búin að skoða ykkur á morgnanna.
Nú vitið þið þetta og takk fyrir mig, eigið góðan dag.
Kærleikskveðjur.
Milla.Guys.
Ps. er að fara af bæ heyri í ykkur er heim ég kem.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Skömmin endar.
6.6.2008 | 07:32
Ekki svo ég viti um, og veit ég nú mikið.
Hvað hefur ákæruvaldið upp úr þessu?
Ekkert annað en hneisu fyrir að hafa látið stjórnast af einhverju sem
engin fótur var fyrir.
Og þvílíkur hasaleikur í kringum þetta mál allt.
Ég fékk allavega oft hláturskast yfir hamförum fólks í þessum
skrípaleik, þvílíkt og annað eins.
Hamingjuóskir Jón Ásgeir Jóhannesson og vona ég að þú og þínir fái frið
hér eftir.
![]() |
Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
5.6.2008 | 21:02
þar sem ég fékk svolítið slæmt hjartakast áðan
og er búin að vera uppi í rúmi meðan pillan var að virka,
þá fáið þið bara smá kveðju frá mér núna.
---- --- ----
Magnús Torfason var að segja sögur í samkvæmi.
Eiríkur frá Hæli og Páll á hjálmstöðum voru þar viðstaddir.
Þá missti Magnús allt í einu þráðinn í sögu þeirri,
er hann var að segja, og bað Eirík að segja sér,
hvar hann hefði verið í sögunni.
Þá kvað Páll á Hjálmstöðum:
Brast mér andans bláþráður
bara að þessu sinni.
Finndu endann, Eiríkur,
á andans snældu minni.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Kann að hafa valdið, en hvað vitum við?
5.6.2008 | 15:22
Það er eins og ég hef oft sagt bæði í máli og riti,
hvað vitum við um undur og hamfarir alheimsins?
Ekki neitt miðað við það sem gerist og við eigum ekki svör við.
Það er alltaf eitthvað að gerast óraunverulegt, og óhugnanlegt
sem engin getur svarað með neinni vissu hvað var.
Svo er það þannig að engin svarar eins og það hefur svo oft komið
í ljós að hik kemur á menn er þeir eiga að svara til um eitthvað.
Það eru allt of litlar rannsóknir framkvæmdar í heiminum yfirhöfuð,
og að sjálfsögðu verðum við aldrei alvitur á því sviði,
en ég er alveg viss um að allir þeir fræðingar sem vinna við það
sem viðkemur náttúrunni, hafi himinn og jörð,
mundu vilja fá meira fé til þessara mála,
Því það er svo mörgu ósvarað um undur veraldar.
![]() |
Jarðskjálfti kann að hafa valdið flóðbylgju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það á að birta myndir af skrímslum.
5.6.2008 | 10:52
Það er alveg frábært að það skuli vera unnið
svona vel í þessum málum en betur má ef duga skal.
Að mínu mati á að birta myndir það kannski stoppar menn
að vissu marki, og þó veit ég það ekki.
Allavega getum við varist þeim sem settir eru á t.d. mjólkurfernurnar
út um allan heim.
En hugsið þið ykkur börnin í kringum okkur allt frá ungbörnum og
upp úr, þeim er nauðgað og misþyrmt á allan handa máta.
Hef sagt það og segi það endalaust verið á varðbergi, þó við
getum ekki komið alfarið í veg fyrir þessa geðveiku skrímsla
framkomu, þá getum við minkað hana til muna.
Biðjum fyrir öllum börnum heims.
![]() |
Barnaklámhringur upprættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Vonandi á fólkið góða að.
5.6.2008 | 10:36
var aðeins 5.30 svo þetta hefði getað endað með skelfingu.
það er ekki gott, með hverju þessi gömlu hús eru einangruð
og afar illviðráðanlegt oft á tíðum.
![]() |
Eldur í húsi í Reykjanesbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)