Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ja hérna nú slæ ég mér á lær.

Ef ég hefði verið Þessi mæti maður Björgólfur Guðmundsson,
hefði ég látið þá bara rúlla, en ég er ekki hann.

Því er nú ver þá ætti ég kannski meiri peninga.

Trúlega verða þeir að gera þetta svona til að bjarga því sem
þeir sjálfir eiga í þessum fyrirtækjum, eða er þetta bara góðverk?

mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sjáið til, er búin að ákveða að vera frekar leiðinleg
svona annað hvort kvöld, eða það fer eftir því hvað þið kallið
leiðinlegt.

Gaman að segja frá því að vorið 1987 var haldin í Borgarleikhúsinu
hjálpartækjasýning fyrir fatlaða og ráðstefna um aðstæður þeirra.
Á meðal ræðumanna voru Märta Tikkanen frá Finnlandi og
Sveinn Már Gunnarsson barnalæknir.
Erindi þeirra voru mjög áhugaverð. Hjónin Mattías og Heidi
leituðu þá til Sveins Más um stofnun félags foreldra misþroska barna.
Sveinn var mjög áhugasamur og hvatti til stofnunar félags sem yrði
fyrst og fremst foreldrastýrt.
Um haustið hittust foreldrar á meðan börnin voru í æfingu hjá SLF
að Háaleitisbraut og myndaðist þar lítill en áhugasamur hópur um
stofnun félags. þar voru m.a. Heidi, Guðlaug, Ester, Guðrún og Hervör.
fundað var í heimahúsum nokkur skipti þar til boðað var til
undirbúningsfundar að Hótel sögu var pantaður 40 manna salur,
en það komu 130 manns og sem betur fer var annar salur á lausu.

Stofnfundur var síðan haldinn 7/4 1988 og gengu 90 manns í félagið
fyrsta árið.
Hún Heidi sem um er talað er hún Heidi bloggvina mín og margra annarra.

Ein saga eftir hann Alexander, hann var iðin við að segja sögur er
hann var 6 og 7 ára, bara eins og flest börn.


                   Íkorninn og hundurinn

Einu sinni var íkorni og hann var að týna hnetur og svo kom
skógarbjörn og þá klifraði íkorninn upp í tréið sitt.
Svo kom hundurinn vinur hans og rak skógarbjörninn í burtu.
Svo fór íkorninn niður og sagði við hundinn: Góðan dag.
þá sagði hundurinn eigum við að koma að leika okkur
og íkorninn sagði já. þeir fóru að sippa allan daginn.
Íkorni og hundur segja nú bless.

              Og ég segi góða nótt.HeartSleepingHeart


Til hamingju Agnes Bragadóttir.

                         Agnes Bragadóttir.

Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart

„Þessi yfirlýsing Árna kemur mér ekkert á óvart," segir Agnes Bragadóttir um ákvörðun Árna Johnsen um að falla frá málsókn á hendur henni. 

„Ég held að hann hafi gert sér grein fyrir því þegar hann skoðaði málið nánar, að hann var auðvitað með algerlega tapað mál í höndunum og hefði þurft að kosta ærnu til. Ef Árni þarf að borga sjálfur, þá hefur hann ekki áhuga. Yfirlýsing hans er fáránlegt skítkast og allt í lagi með það. Ekki dettur mér í hug að fara í mál við hann út af henni. Ég geri þó athugasemd við það sem segir í yfirlýsingunni um að við séum gamlir starfsfélagar og hann viti „ekki um neitt illt á milli okkar frá þeim tíma". Ég ætla að rifja upp fyrir Árna sumarið 2001 þegar ég var fréttastjóri á vakt og hann hafði Morgunblaðið að ginningarfífli með hreinum lygum í sambandi við vaxdúkinn góða," segir Agnes.

Þú stendur upp úr eins og ævilega.
Kveðja
Milla.


mbl.is Ákvörðun Árna kemur Agnesi ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að fara í vinnu.

SO! mundu sumir segja, en þar sem ég hef ekki unnið
utan heimilis í áraraðir þá er þetta tilhlökkunarefni fyrir mig
þó bara sé um einn dag í viku að ræða.
Ég tók að mér í sjálfboðavinnu að halda utan um föndurdaga
í Setrinu í vetur, svo framanlega sem fólkinu líkar vel við mig.

Núna ætla ég að fara að fá mér te og brauð, byrja síðan kl 12
að vinna.
Heyri í ykkur í kvöld mæta fólk.
Milla.Heart


Velkomin til Íslands.

Ég býð þetta fólk hjartanlega velkomið til Íslands, vona ég
svo sannarlega að það venjist fljótt og vel, börnunum verði
vel tekið og að önnur börn hjálpi þeim til að venjast og leyfi
þeim að vera með.

Ekki má gleyma mæðrunum sem sitja heima er börnin eru farin
í skólann þá eru þær einar með sínum hugsunum og vita í raun
ekkert hvernig allt er, því það er svo nýtt.

Ég veit að þær fá stuðningsfjölskyldur og þær munu örugglega
standa sig sem best þær kunna.
Gangi ykkur bara öllum vel.
                                                Góðar stundir.


mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

þekktur lögfræðingur í Reykjavík, vildi koma konu sinni
og dætrum að óvörum á aðfangadag.
hann læddist óséður heim til sín og inn í svefnherbergi.
þegar konan og dæturnar voru sestar inn í stofu,
birtist hann með fangið fullt af gjöfum í jólasveinabúningi
og kyssti konu sína rembingskossi.
Yngri dóttirin horfði undrandi á og sagði svo: ,, Það er aldeilis,
fyrst var það rafvirkinn, svo málarinn og núna jólasveinninn."

                       ************************

Eiginkona nokkur tók á móti sauðdrukknum eiginmanni sínum
að næturlagi með þeim orðum að ef hún væri í slíku ástandi
mundi hún skjóta sig.
Eiginmaðurinn steyptist á gólfið og sagði: ,, Ef þú værir í
mínu ástandi mundirðu ekki hitta."

Nú fáum við góðar eftir hana Ósk.

                 Ávísnakvöldum er oft byrjað
                 á því að kynna sjálfan sig.

                 Ég heiti Ósk frá Húsavík
                 hagyrðingur, engum lík,
                 Þingeyingur, guð þeim gaf
                 gáfur til að bera af.

                 Útlitið sérðu og augnanna lit,
                 upprunninn þingeyingur,
                 útgerðarstjóri með eigulegt vit
                 og afburða hagyrðingur.

                 Orðspor mitt er oftast gott
                 auðmjúk, prúð og væmin.
                 En aðrir sjá þess vísast vott
                 að verði ég stundum klæmin.

                                  Góða nótt
.HeartSleepingHeart                


Út úr glerhúsinu með ykkur.

Já ég sagði það, út úr glerhúsinu þið sjáið ekkert inni í því.
Nú ef þið viljið ekkert sjá þá verið þarna inni þar til allt er
komið í óefni. Þá verða allir voða hissa, " MITT BARN!!!?"
það er nefnilega það kæru foreldrar og allir landsmenn
ef við vöknum ekki núna þá verður ástandið sorglegt.

Að mínu mati, og er það nú bara kommen sens mat hjá konu
sem er búin að ala upp 4 börn og á 9 barnabörn.
Börn sem lögð eru í einelti eru stundum bara lögð í einelti að
því að þau eru of góð til að svara fyrir sig og stundum er bara
engin ástæð, heldur bara það að gerandinn verður að kvelja aðra
að því að hann hefur verið kvalinn sjálfur.
Hvaða heilvita foreldri vill að barnið þess sé í vanlíðan, hvort sem
barnið sé gerandi eða þolandi.
Það verður að stoppa EINELTI.

Hér er linkur á síðuna hennar Ingibjargar Baldurs ef þið viljið
kynna ykkur þessi mál betur. ingabaldurs.blog.is

Börn með ADHA sem er athyglisbrestur með ofvirkni/ hvatvís.
þessi börn verða ævilega fyrir einelti.
þeir sem vilja kynna sér betur þessi mál fara inn á síðu ADHA
félagsins sem er WWW.adha.is
Heidi var svo góð að minna okkur á ráðstefnu í þessum málum
dagana 25 -26 september. vildi að ég kæmist á hana.

Linkarnir virka ekki hjá mér svo þið setjið þetta bara sjálf inn
hjá ykkur.

Börn með geðræn vandamál verða einnig fyrir einelti.

Börn sem verða fyrir ofbeldi bæði kynferðislegu, andlegu og
misbrestum í heimilishaldi.

Öll þessi börn verða fyrir einelti.

Öll þessi börn eiga það á hættu eftir áralanga baráttu við sína
sjúkdóma og skerðingar og illa meðferð að verða fyrir því áfalli
að detta í allskonar óreglu og fara miður vel út úr lífinu ef þau
þá yfirleitt vilja lifa í þessu ófremdar þjóðfélagi sem við búum þeim.

Já því það erum við sem búum þeim meðferðina, leikskólakennarar,
kennarar, foreldrar og allir þeir sem koma að þessum börnum.
við erum ekki nægilega vakandi, viljum ekki sjá neitt eða vita
hvað þá að við tilkynnum ef við vitum af einhverju sem mætti fara betur.
það verður að taka á öllum málum sem varða börn.

Við hljótum að vilja STOPPA EINELTI! Til þess verða allir að taka þátt.

Kærleikskveðjur til allra
Milla                   

 


Náttúruhamfarir.

Hvað er eiginlega að gerast í heiminum?
Er verið að fækka mannfólkinu svo hinir geti lifað góðu lífi?
Er hægt að bjarga fleirum undan hörmungunum,
hafa menn vitneskju um sumar hörmungar, en gera lítið í því.

Það var Kína hér á dögunum, nú er það  Egyptaland.
merkilegt með það að þetta dynur mest á fátæku fólki sem
býr í ónýtum húsum sem hrynja eins og spilaborgir.

Fellibylirnir vaða um og eyðileggja eins og þeim sé borgað fyrir það ,
og þeir eru óútreiknanlegir, útsmognir og stórhættulegir.

Flóðin vaða yfir og engin getur rönd við reist, og skógareldar brenna
og brenna og erfitt reynist að hefta þá.
Einnig má tala um óeirðir og stríð um allan heim.

Allt þetta drepur og það á hinn ógeðfelldasta hátt því það bitnar mest á
þeim sem minna mega sín, sem sagt hinum almenna borgara.

Það versta er að yfirleitt koma æðstu menn þjóða þar sem hörmungarnar
gerast,fram í sjónvarpi og segjast munu bæta þetta allt, en minna verður
um efndir af þeirra hálfu. þeim er nefnilega alveg sama.

Ég gæti farið okkur nær, en læt vera með það að þessu sinni,
hef áður talað um þau mál.
                                                 Góðar stundir.

 


mbl.is Hundruð grafin undir grjóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

RADDIR BARNA MEÐ ADHD.

,, Það er ógeðslega pirrandi er fólk ekki skilur mann..ég er oft
ógeðslega pirruð.. og þá segi ég bara mömmu að ég sé pirruð..
og að hún eigi ekkert að vera að tala við mig neitt... út af því
að annars verð ég bara skömmuð...ef ég segi eitthvað...ég
kannski segi henni eitthvað sem gerðist í skólanum og hún
misskilur það, þá byrja ég bara að rífast við hana...og reyna
að fá hana til að skilja þetta.. og mér líður eins og hún skilji
mig aldrei... (þögn) en þú veist samt skilur hún alveg."


,,Að fá samverustund með mömmu sinni...og bara biðja um
að fá að kúra upp í rúmi með mömmu sinni og svo tala um
hvað var að ske um daginn og eitthvað svona,
það hjálpar oft mjög mikið... í staðinn fyrir að taka það út á
mömmu þá lagðist ég bara upp í rúm og við höfðum hljóð í
svona 10 mínútur og svo spurði mamma mig: Já hvað varstu
svo að gera í skólanum í dag? Og þá steingleymdi ég öllu þessu
vonda (sem hafði gerst í skólanum) og byrjaði bara að segja henni
frá öllu því skemmtilega og það virkaði alltaf. Ég held ég hafi hætt þessu
er ég var 12 ára eða eitthvað.( Hlátur).
"

Þörf fyrir þekkingu og skilning -- ekki fordóma.


,, Fólk, skilirðu, það veit ekkert hvað það er að segja og það bara heldur að
þú sért geðveik út af því að þú ert svona og einhverjir svona fordómar
skilurðu... Og líka bara ,, já æ hún, útaf því að hún er svo ofvirk ætla ég
aldrei að tala við hana út af því að hún gæti verið eitthvað klikkuð"
og eitthvað svona."


Lesið nú og hugsið aðeins um það að næst getur þetta gerst hjá
þínu barni. ekki láta þin engu skipta
.
                   *************************************

Ég ætlaði að segja ykkur líka frá orkunni minni, fyrst, þá fóru 500 gr. í síðustu
viku, og er ég bara ánægð með það.
En orkan, fyrir mánuði hefði ég ekki getað gert allt það sem ég gerði í gær
er ég fór á eyrina, labba  Bónus marga hringi Hagkaup marga hringi síðan
á Gerártorg það vita nú allir hvað þetta er mikið labb sem þekkja til.
ekki nóg með það ég varð að leggja bílnum í bílastæðið við listaskólann og
labba niður í kaffi Karólínu þar upp á loft, ekki allt búið enn þurfti að labba
til baka upp brekkuna að bílnum hélt ég mundi ekki hafa það af, en
ég gat það án þess að standa á öndinni í hjartslætti, Gísli ætlaði reyndar að
ná í bílinn, Huld langaði að sýna Hallgrími hundinn okkar, svo ég lét mig hafa það.
þetta er því að þakka fyrst og fremst að ég ákvað að breyta til, gerði það, léttist,
og svo öll orkan sem ég fæ úr því sem ég er að borða gerir mikið, en held
að ákveðni og góða skapið geri gæfumuninn.
                             Góða nótt.Sleeping

 


Grænmetiskæfa.

Jæja nú fáið þið uppskrift af grænmetiskæfu, hún er góð.

4 dl kasjúahnetur  lagðar í bleyti í 2 tíma.
1 "  Tahini              fæst í Hagkaup og heilsubúðum.
1 st rauð paprika   hreinsuð og skorin í bita.
1 "  sellerístöngull ég setti tvo + blöðin.
3 "  hálfsólþurrkaðir kirsuberjatómatar frá La Selva. Hagkaup.
1 st hvítlauksrif  pressað.   ég lét 4 st.
1 mask. Tamari-sósa.  Hagkaup.
Ferskt basil eða aðrar þær jurtir sem þér góðar þykir
1/2 dl. sítrónusafi
Cayenne pipar á hnífsoddi.
Bætið restinni af hráefninu út í maukið þar til þetta er orðin flott kæfa.

Ef kæfan er of þykk þá þynnið með vatni,
ef of þunn þá þykkið með Tahini.

Gott ofaná kex brauð, má setja kál eða bara það sem þig langar í ofaná.

Þessi uppskrift er gefin í vikublaðinu Vikan af Sollu hinni einu sönn.
Það má frysta hluta af kæfunni ef þetta er of mikið.
Hún endist svona viku í kæli.

Nú skuluð þið bara prófa, hún er æðisleg þessi kæfa,
ég tala nú ekki um ef þið bakið brauðið sjálf.
Látið mig vita hvernig ykkur finnst.
Milla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband