Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Svei mér þá.

Komst að því um helgina að  ég get bara hæglega veikst í svona rólegheitum, við gamla settið erum búin að vera ein síðan á fimmtudagskvöld, en um hádegið komu þau í mat Ingimar og Viktoría Ósk svo kom Dóra mín í kaupstað að sjálfsögðu í innkaupahugleiðingum, sem hún jú framkvæmdi eftir matinn.

Nú þau fóru suður ljósin mín og Dóra aftur heim að Laugum. Föstudagurinn var sæmilegur, en laugardagurinn ömurlega leiðinlegur og sunnudagurinn fór í spenning yfir heimkomu ljósanna og mynda af árshátíðinni hjá framhaldsskólanum að Laugum.

Er svo sem ekkert að kvarta stórum, en ég er ekki vön að fara ekki út úr húsi í marga daga og hitta ekki fólkið mitt, svona er nú eigingirnin í manni, en ég bara elska fólkið mitt svo mikið að ekki þykir mér verra að hafa þau í nándinni.

Hér koma nokkrar myndir af árshátíðinni, það eru fleiri á facebokk.
En þessar stelpur eru elstu barnabörnin mín, eins og flestir vinir
mínir vita. Þær eru að klára stúdentinn í vor og gera það á þremur
árum.

Já svo verð ég að segja frá því að mamma þeirra var kosinn
vinsælasti starfsmaður skólans annað árið í röð.


staekku_a_hafa_sig_til_937976.jpg

Þær að hafa sig til, mér skilst að stofan hafi verið í rúst eftir þær
Tounge

tilbunar_staekku.jpg

Tilbúnar að fara á skemmtunina

tviburarnir_staekku.jpg

Þær eru orðnar spenntar að fá matinn, enda ekki dónalegur
Kristján er sannkallaður veislukokkur.


vinkonur.jpg

Unnur og Kristín eru einnig tvíburar og þær eru allar góðar vinkonur
Flottar stelpur

Það var æðislega gaman hjá þeim.

Kærleik í loftið
Milla
Heart


Ja hérna, er næstum fullkominn

Yndislega rólegur og góður dagur fór snemma á fætur, um hádegið lagðist ég inn í einn af sófunum mínum og setti á hugleiðsluspólu datt út í henni miðri, vaknaði um 3 leitið, æði. Nú við vorum með svínakótelettur sem ég var búin að marinera í red pepper pestó, gljáði síðan grænmeti á pönnu sauð kartöflur og setti út á pönnuna kryddaði með Ítölsku frá Nomu, þetta var æðislega gott, auðvitað hjálpaði Gísli minn mér og hann sér ætíð um að ganga frá eftir matinn.

Hringdi í englana mína áðan, það var æðislega gaman hjá þeim á árshátíðinni í gær og mamma þeirra hún Dóra mín var annað árið í röð kosin vinsælasti starfsmaðurinn á Laugum, vel að því kjöri komin þessi flotta stelpa mín, hún hefur hjartahlýju fyrir alla.

Sporðdreki:

Já, þú sækist eftir fullkomnun.
Auðvitað eru nokkrir hlutir sem þú þarfnast - en mjög fáir.
Brjóttu upp gráma hversdagsins og gerðu góðverk.

Það er bara ekkert annað, mig vantar ekki marga hluti til að
verða fullkomin.
Þetta með góðverkið í gráma hversdagsins, ÆI það passar nú ekki því hjá mér er aldrei grámi og ég er alla daga að gera góðverk, verð að upphefja sjálfan mig og segja frá því, því að góðverkin mín eru örugglega ósýnileg öðrum, ekki að það skipti mig neinu máli þau " góðverkin" geri ég mér til ánægju en ekki til að aðrir tali um þau.

Ef fólk ekki veit, eða vill ekki vita, þá eru þúsundir út um allan heim að vinna að friði og skilningi á milli fólks við þurfum ekki að berjast með hatri, vanvirðingu á skoðunum hvors annars, öfundsíki, ljótum orðum og lygi. Til hvers eiginlega??? Við getum öll verið vinir, unnið að góðum málum, svoleiðis lærum við að skilja að engin er fyrir neinum, höfum öll rétt til og eigum val í lífinu.

Ég vildi að ég væri fullkomin að 1/4 þá væri ég ánægð, er samt í einfeldni minni afar hamingjusöm.
Það er ekki hægt að kvarta þegar maður hefur allt það í kringum mig sem ég hef.

Allir vita að er ég skrifa svona þá er einhver ástæða fyrir því, og engin undantekning er í þetta skiptið,  margir bæði konur og menn tala um trúna, gleðina, kærleikann og samhuginn, þar er ég engin undantekning og mun eigi hætta því.
Hver og einn túlkar þetta sem hann vill.

Kærleik til ykkar allra sem lesa þetta.
Milla
Heart


Er ég var 11 ára, jólaminning

Þegar ég var 11 ára bjuggum við á Laufásveginum, þar leigðu pabbi og mamma íbúð í bakhúsi. Eins og alltaf þar sem mamma lagði hönd á plóg, var bæði fínt og notalegt, ævilega hafragrautur með slátri á morgnanna og svo fékk maður nýbakað brauð eða grautarklatta er maður kom heim úr skólanum.
Þessi ár gekk ekki of vel hjá pabba, svo eigi voru peningarnir miklir, en man samt ekki eftir að okkur hafi skort neitt. Í dag finnst mér það skrítið  að ætíð var hugað að veislum er við átti.

Ég gekk í Miðbæjarskólann þennan vetur, sem betur fer aldrei aftur, fittaði ekki vel inn þar, en man svo sem ekki eftir neinu stórvægilegu, nema í tvígang kom stjúpamma mín út til að skamma strákanna sem  voru að stríða mér, í dag væri þetta kallað einelti. Afi og stjúpamma bjuggu beint á móti skólanum.

Jólin nálguðust og mamma að vanda á fullu að gera jólin vel úr garði, allt gekk sinn vanagang með jólaboðum og tilheyrandi skemmtilegheitum.

Síðan kom Gamlárskvöld, en er ég var lítil minnist ég þessa kvölds með gleði, það var líka alltaf gaman, sko að mér fannst. Þarna uppgötvaði ég hvað vínið gat skemmt fyrir í svona boðum, mamma á nefnilega afmæli á síðasta degi ársins og það get ég sagt ykkur að var sparað til veisluhaldanna þó eigi væru til miklir peningar. Flestir voru orðnir blindfullir leiðindakarlar, um 12 var farið út og kveikt á rakettum með vindlunum sínum gerðu þeir það og í eitt skiptið munaði engu að pabbi færi bara til tunglsins eða svo upplifði ég þetta þá, eftir þetta kvöld hef ég aldrei þolað miðnætti á gamlárskvöld, helst mundi ég vilja skríða undir rúm ásamt hundinum, sem er jafnhræddur og ég.

img_0003_936885.jpg

Þarna er ég 11 ára, myndin er tekin heima hjá ömmu og afa í
Nökkvavoginum.
Kjóllinn minn er úr tafti, og bræður mínir eru í skipsstjórafötum
æðislega sætir krúttin mín.


Gaman að segja frá því að stólarnir sem mamma og pabbi sitja í
voru alltaf sitt hvoru megin við borðið sem er á bak við stólinn sem
mamma situr í, og er maður kom í heimsókn til ömmu þegar maður
var orðin fullorðin var ævilega drukkið kaffi við þetta borð settumst
við amma í sitt hvorn stólinn, drukkum kaffi og konfekt og að sjálfsögðu
reyktum við nokkrar sígarettur á meðan við spjölluðum, ég elskaði
 þessar stundir.

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


Þegar ég var lítil, jólaminning

þegar ég var lítil voru flest mín jól afar lík, allur desember fór í undirbúning, mamma bakaði, saumaði, prjónaði og fékk ég að taka þátt eins vel og ég kunni. Það hagaði til þannig heima á Laugarteignum að  hægt var að loka öllum herbergjum einnig stofunum, nú ekki mátti fara inn í stofu á aðfangadag því jólatréð var skreitt á Þorláksmessu-kvöld samt fékk ég litla drollan að fylgja mömmu er hún var að fara inn með gjafir, sælgæti og annað það sem flýtt gæti fyrir.

Ekki voru þeir nú ánægðir með það eldri bræður mínir
Gilsi og Nonni. hér er mynd af okkur saman.

img_new_936578.jpg

Eitt sinn er við mamma vorum að fara fram úr stofunni og ég
lokaði hurðinni þá var einhver fyrirstaða, svo ég skellti bara
aftur og þá heyrðist þetta líka hryllilega öskur, nú hafði þá ekki
að mig minnir Gilsi stolist inn í stofu, bak við hurð og hefur svo
ætlað  sér mikið er við vorum farnar fram, en fékk í staðinn ferð
til læknisins og heilmiklar umbúðir.
Ég fæ nú eiginlega ennþá í magann er ég hugsa um þetta, þó að
prakkarinn hefði verið að brjóta af sér.

Ætíð var borðað klukkan 18 á mínu heimili, það var byrjað á forrétt,
síðan voru rjúpurnar borðaðar af mikilli list, pabbi og Ingvar frændi
sugu fyrst allt af beinum svo fengu þeir sér skip á diskinn með öllu
tilheyrandi, lá við að sósan væri borin fram í ámum svo mikla sósu
fengu þeir sér með.
Eftir það var eftirréttur, og þá var þolinmæðin alveg að þrotum komin
en ekki þótti við hæfi að segja eitt orð, síðan var vaskað upp og gengið
frá matnum.

Eftir það settust allir inn í stofu og tóku upp pakkana sína í rólegheitum.

Í dag er þetta ennþá svona hjá mér, nema ekki er vaskað upp, vélin
sér um það og ég hef þann sið að setja afgangana alla fram á
eldhúsborð þá er hægt að narta og er börnin mín voru að vaxa úr grasi
þá var eiginlega ekki arða eftir á jóladagsmorgunn, en það hefur breyst.

Þetta var smá jólasaga.
Kærleik til ykkar
Milla
Heart


Úr ýmsum áttum

img_0001_new_0004.jpg

Þessi mynd er yndisleg, Gilsi bróðir að knúsa Dóru frænku
og Linda dóttir hans þykist fá hroll við það.

img_0001_new_0005.jpg

Held að maður verði smá væminn, er líða fer að jólum.
Mamma og elsku pabbi minn sem er farinn frá okkur.
Tekið í Bjarmalandinu, hann lagði kapal öll kvöld og horfði á TV
með öðru, rétt eins og ég geri það er ef ég er nálægt því.

img_0006_new_0001.jpg

Pabbi og mamma á Skátamóti, man ekki hvar.

img_0010_new.jpg

Elsku afi og amma, Jón og Jórunn, sakna þeirra, það var æðislegt
að koma til þeirra í Nökkvavoginn. Það var borin virðing fyrir manni
þar á bæ.

Man ekki hvort ég hef sagt ykkur að afi var fyrstur til að gefa mér
koníak, það var svoleiðis að við vorum að koma úr jólaboði neðan
úr bæ, það var aftaka veður og var pabbi nokkuð lengi á leiðinni heim,
en við bjuggum þá uppi hjá ömmu og afa.
Er heim kom var afi að farast úr áhyggjum við frosin úr kulda, ekki voru
nú miðstöðvarnar í bílunum góðar í þá daga, hann bað ömmu að ná í koníak
og fengum við öll 1 teskeið og svo undir sængur og teppi.

Þetta eru bara yndislegar minningar.

Kærleik út yfir ykkur öll
Milla
Heart


Dagurinn í dag

Þær komu um 11 leitið í morgun sátum við og spjölluðum þar til þau fóru í búðina til að kaupa snarl í hádeginu og smotterí sem vantaði í kvöldmatinn, Milla og Ingimar voru að fara ásamt ljósunum mínu í Laufabrauð til Ódu ömmu, en ætluðu að koma í kvöldmat til okkar. Við lögðum okkur smá eftir hádegisverð.

Nú síðan var farið að elda kvöldmatinn, englarnir mínir böðuðu Neró sinn, þrifu svo allar skápahurðir og hurðir hjá ömmu, lögðu á borð þá var allt tilbúið fyrir matinn.

Þau komu svo og maturinn settur inn og hann var Mexikanskt lasange, salat og brauð, æði.

Ætla að setja inn nokkrar myndir frá deginum.

100_9169.jpg

Þær að fá sér hressingu, er þær komu.

100_9170.jpg

Flottar ömmustelpur

100_9172.jpg

Dóra mín með þær

100_9188.jpg

Við mæðgur

100_9204.jpg

Ljósálfurinn hennar ömmu

100_9214.jpg

Litla ljósið hennar ömmu sinnar

100_9209.jpg

Ljósin mín og þarna sést í nýjustu myndirnar sem litla ljósið
gaf okkur afa, ég er með óróa-ramma

100_9196.jpg

Það var verið að baða hann, ekki mjög ánægður
fyrr en búið er að blása hann.


Að vera einlægur og heiðarlegur

Hvað er ég eða hvað var ég, er stórt er spurt er fátt um svör, en þegar maður er búin að kryfja þetta smá, þá kemur eitthvað upp.

Ég var fyrst óhamingjusöm og matarfíkill allar götur.

Eigingjörn var ég að sjálfsögð var ég það, þegar ég var í fríi þá lagaði ég allt til er mitt fólk var farið í vinnu eða skóla, settist síðan niður með fullan disk af mat, bók að lesa í og át á mig vellíðan sem svo breyttist í vanlíðan eftir því sem ég hlóð meira á mig, reykti svo nokkrar sígarettur og skjögraði svo inn í rúm uppdópuð af mat og rettum, hugsið ykkur hvað ég var veik. Ef vinkonur mínar komu, yfirleitt var bara bankað og stigið inn, þá þóttist ég vera sofandi, ef ég var ekki þegar sofnuð, gat ekki farið fram ég stóð ekki í lappirnar. Vaknaði svo um fimmleitið til að elda matinn, nartaði pent í hann, en var svo í afgöngunum þar til ég fór að sofa. Nú ég þurfti að sinna börnunum og gerði það að ég held með sóma þau voru jú líf mitt og yndi. Ef ég hef ekki gert það þá biðst ég innilegrar fyrirgefningar á því broti mínu.

Oft sendi ég börnin út í búð til að kaupa sælgæti og ég skammast mín fyrir það og gerði það strax þá, en gat ekki stillt mig græðgin var slík, þóttist fela sælgætið, ætlaði að eiga handa gestum, en var ekki lengi að klára það, á stundum var ég búin að fela það svo, að fann það eigi fyrr en löngu seinna.

Þegar ég byrjaði þessa vinnu mína, það er að vinna í sporunum, fór ég að lesa þessar góðu bækur sem ég hef talað um, þar á meðal er bókin sem Faðir Fred skrifaði um hvernig hann tók skrefin, ég heillaðist alveg af þessum einlæga manni, sem segir svo skemmtilega frá. Eins og margir vita þá fengu OA samtökin góðfúslegt leifi hjá AA til að nýta sér sporavinnuna, að mínu mati eru þessi samtök mannræktarsamtök, burtséð frá AA eða OA.

Já nefnilega, einn daginn uppgötvaði Faðir Fred hjólið, það er að segja, hann fékk þá snilldarhugmynd, og það rann upp fyrir honum að líklegast þyrfti hann að leggja af stað frá þeim stað sem hann væri staddur á en ekki þeim stað sem hann héldi að hann væri staddur á.

Hún hjálpaði mér þessi snilldarhugmynd, því oft er það þannig að maður streðast á sama stað.
Annað sem er gott að muna, það er að ég þarf ekki að fyrirverða mig fyrir mínar gjörðir, og alls ekki að skammast mín fyrir að koma fram og vera heiðarlegur.

Sumt tel ég ekki vera óheiðarleika, því öll eigum við okkar einkalíf, meira að segja fyrir makanum og börnunum og á meðan það sakar ekki þau þá er allt í lagi.

Öll höfum við gert eitthvað af eftirtöldu, stolið logið, haldið fram hjá, komið sér undan skyldum, og svo margt og margt, þannig að engin heilvita maður/kona hugsar neikvætt til þeirra sem lenda í því sama og ég. Fólk sem dettur í dimma dalinn endar með því að gera eitthvað sem ekki er talið æskilegt, þannig var það með mig allar götur, þar til 1993 þá slapp ég, en fyrst núna er ég að taka á réttan hátt á mínum málum.

Ef maður nær tökum á andlegu hliðinni,
þá nær maður tökum á öllu öðru.
 

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


Mér finnst bráðavaktin svo skemmtileg

Þess vegna ákvað ég að halda bara áfram að vera lasinInLove, sagði það allavega við sjúkrafluttningastrákanna í morgun er þeir ásamt Unnsteini lækni komu til að sækja þá gömlu eftir tvö yfirlið, sami sviminn var kominn á kreik sem hrjáði mig um daginn og það var bara ekki að ganga upp að liggja hann í burtu, enda sú gamla orðin bara svolítið hræddCrying. Vældi og skældi, var ekki að höndla það að verða lasinn og bara ekki að þurfa að láta stjana svona við mig, en öllum í kringum mig finnst það bara sjálfsagt og ekki er hægt að hugsa sér betra fólk en það sem vinnur öll störfin á sjúkrahúsinu, heilsugæslunni og tala nú ekki um sætu strákanna bílnum.

Takk fyrir mig öll, þið eruð yndisleg.Heart

Nú það var allt hefðbundið gert áður en ég var tekin í bílinn og svo er norður á sjúkrahús var komið byrjuðu rannsóknirnar, allt er eins eðlilegt eins og hugsast getur nema þetta eina sem veldur þessum svima. Nú Lækninum fannst nú líklegast að þetta væri eitthvað miðeyrakjaftæði, balans eitthvað, ekki biðja mig um að útskýra það. Hann gerði einhverjar æfingar á mér og ef ég ekki lagast þá veit ég ekki hvað, en vonandi er það bara þetta sem er að. Fékk að fara heim seinnipartinn og ég á víst að vera stillt og ganga um eins og ballettdansmeyjaTounge sjáið ekki í anda litlu mig svífa um.Smile verð eiginlega að fá mér ballettskó.

Jæja elskurnar mínar varð nú að segja ykkur
frá þessu.
Kærleik á línuna
Milla
Heart


Kynhegðun, samvinna eða einræði ll

Datt í hugleiðslu í gærkveldi, ekki kemur nú allt í einu er maður stundar svona útmokstur eins og ég, veit ég vel að allt lífið tekur það að muna allt sem ég hef upplifað, en ég mun taka þetta núna eins og ég get og svo eigi að tala um það oftar nema að eitthvað komi það til sem þarfnast umræðu.

Auðvitað er kynlífið ekki fullkomið, alltaf, enda er það allt í lagi, það sem er mest um vert er að geta talað saman um það, stundum er yndislegt að kúra og kela við hvort annað og það má enda á þann veg sem hugur stendur til, en ekki fékk ég svoleiðis stundir X fannst það alveg óþarfi, nema í samförum og ekki einu sinni þá. Ég mátti ekki setjast og hjúfra mig, þá kom frá X getur þú ekki sest í hinn stólinn, eða færðu þig ég er að horfa á ??? Ef ég hefði verið með tillann þá hefði hann lekið niður og skroppið í vörtu.

Þvílík sjálfselska, kannski kunni hann bara ekki betur, ó jú allir kunna að vera hlýir, en X var ekki þannig, ekki mátti strjúka hann eða snerta og hann gerði það heldur ekki við mig. Sko það má líkja samförum X við hundalíf, hoppa, títa búið.

Bara að fólk geti talað saman þá er hægt að laga svo margt, en þá þarf fólk að vera ófeimið við að ræða kynlífið, þetta sem getur verið svo yndislegt í lífi fólks á ekki að vera feimnismál,  það á að vera hægt að segja, ástin ég fékk ekki fullnægingu, þá mundi sá taka utan um sína konu og koma svo um leið og hann væri tilbúinn,þar kemur inn heiðarleikinn, í einu og öllu verður maður að vera heiðarlegur, ég var það ekki taldi þetta koma með tímanum, en með tímanum var ég því fegnust er hörmungin var afstaðin, sagði bara er X spurði, þetta var æði. Maður var orðin snilli í lygum.

Einu sinni sagði ég við hann að hann fullnægði mér aldrei, þá átti sko að ganga endanlega frá mér
ég var ógeð að segja þetta, ÆÆÆ Xið sem var svo fullkomið, litli strákurinn.

Jæja nú kom grátur og það yfir atviki sem ég taldi mig vera búna að hreinsa út, en nei ekki aldeilis, vona að það gerist núna. hef sagt þessa áður að mig minnir, svo geri langa sögu stutta. Vorum á regin-fjöllum í góðra vina hóp, um miðjan dag veiktist ég, hafði örugglega misboðið líkama mínum, sko með víni og mat, við vorum í tjaldi, X lá yfir mér mestalla nóttina með logandi sígarettum og sagði síendurtekið, á ég að brenna þig, ég þorði mig ekki að hreifa, undir morgun tók hann mig nauðuga, sofnaði síðan, vært og sætt, hann var jú búin að fá sínum kvalalosta fullnægt.
Svo var X ekkert nema kætin alla leiðina heim þann dag.

Hef stundum orðið vör við að er ég er að skrifa svona útmok, fer það í pirrurnar á sumu fólki, ætla bara að biðja það fólk að vera heiðarlegt gagnvart sjálfum sér og spyrja af hverju verð ég pirruð?
Athuga skal að mannvonska er aldrei líðandi og maður á aldrei að vera meðvirkur henni þó manni sé hótað. Það er hægt að fá svo mikla hjálp í dag til að koma sér út úr svona samböndum og konur og menn notið ykkur hjálpina, þið eruð meira fólk fyrir vikið.

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


Kynhegðun, samvinna eða einræði.

Ég viðurkenni alveg án blygðunar að kynlíf er eitt það yndislegasta, lostafyllsta og mest gefandi sæla sem gefst manni, þá meina ég með þeim sem maður elskar eða hefur lostafullar tilfinningar til, ekki get ég hugsað mér meiri sælu en þegar góð fullnæging hríslast út um allan líkama og ég er langan tíma í sæluvímu að ná mér niður, stundum næ ég mér ekki niður, vill bara meir og meir og það er bara allt í lagi.

Ég er ekki að tala um gelgjuástina, hún er voða sæt, hlý og góð, en maður hefur ekki þroska til að njóta kynlífs svona ungur, en ég minnist þessa tíma með gleði, það var alltaf svo gaman.

Að mínu mati hef ég aldrei misnotað kynlíf á neinn handa máta, meina aldrei haldið við eða notið samfara við gifta menn, aldrei selt mig eða notað líkama minn til að ná einhverju fram, sem ég vildi  fá. Ég misbauð aftur á móti sjálfri mér með því að leifa mínum X samfarir er ég var með æluna uppi í háls, bara til að halda frið, þó ég taki ekki dýpra í árina en það. Finn er ég skrifa þessar línur að sárindi fylgja þessu enn, gott samt að skrifa þetta niður og gefa þetta frá sér, verð frjálsari á eftir.

Í áraraðir naut ég ekki kynlífs nema þegar ég fróaði mér sjálf, gerði það oft og er nú bara stolt, því trúlega hefur það bjargað sálartetrinu mínu.

Vaknar spurning, gerði ég nóg til að koma á betra sambandi, reyndar gerði ég það, en það þarf nefnilega að vera hægt að tala við menn og það var ekki hægt að tala við X, hann hélt sér á stalli sem hét herra fullkominn. Ég reyndi til dæmis að segja, ættum við að prófa svona og vilt þú gera svona við mig? Svarið var, nei nei þetta væri miklu betra að fara eftir hans leikreglum, sem komu reyndar allar úr sömu smiðju, voru bara til að þjóna X svo er það var búið þá var dæst og masað um hvort hann hefði ekki verið æðislegur, þarf ég nokkuð að segja meira um svona sjálfselsku, held ekki. Svona kynlíf er ekkert annað en nauðgun

Eitt var afar óþolandi, ég var oftast ekki svaraverð, bara er X hentaði og vantaði eitthvað, sem ég átti að sjá um. Fyrst hélt ég að ég væri svona vitlaus að spurningum mínum væri ekki hægt að svara, en komst fljótlega að því að trúlega væri X að drepast úr minnimáttarkennd og þess vegna drottnaði X í kynlífinu.

Verð að viðurkenna að ég hef gaman að daðri og fannst það vera svolítið æsandi forleikur svona á meðan börnin voru ekki komin í rúmið, en það féll ekki í kramið hjá X, en ég hef alltaf daðrað út og suður sé ekkert athugavert við það svo lengi sem það er innan velsæmismarka, en örugglega finnst einhverjum daður ekki viðeigandi, held samt að ef fól er á móti því þá tengist það afbrýðisemi og  lágu sjálfsmati, en veit ekki.

Í dag ætti kynlífið að fara eftir efnum og ástæðum, sko ég meina heilsu og getu, en er lostinn kemur yfir mig, missterkur, en ef mikill þá er ekkert verið að hugsa um getu eða heilsu, bara skriðið í fangið á mínum manni sem er bara 12 ára gamall í mínu lífi og hann veit um leið hvað ég vil og það er yndislegt.

Konur og karlar þið sem voru/eruð þarna úti í sömu sporum og ég var í ættuð bara að prófa að gera eitthvað í ykkar málum, verið heiðarleg við sjálfa ykkur.

Eins og ég hef sagt áður er ég að vinna og mér finnst þetta vera skemmtileg vinna þó á stundum sé hún erfið. Ég er búin í mörg ár að vinna í mínum málum, ekki á hverjum degi eins og næstum núna, en í hrotum. Ég er afar glöð með mitt líf í dag, þó ekkert sé fullkomið.
Að sættast við líf sitt er nauðsynlegt.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband