Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Hefði sko bakkað í hans sporum.
23.3.2009 | 08:19
Sem betur fer er ég það ekki. Oft verið hugsað til þess
er menn og konur sitja endalaust á þingi hvort sem er
í ríkisstjórn eða í andstöðinni.
Er ekki hægt að hætta, er þetta einhver fóbía sem fólk
fær gagnvart annarri vinnu eða hvað er þetta eiginlega?
Nokkrir eru þeir sem eru búnir að vera of lengi og er
maður orðin þrautleiður á mörgum þeirra svo leiður á
þeirra þreyttu röddum að maður bara slekkur er þeir
byrja.
Jæja Einar fékk fullt af karla atkvæðum í annað sætið
svo hann telur ekki að hann eigi að hætta.
Ég var svo viss um að konurnar yrðu ofar á listanum,
en svei ykkur kjósendur.
Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fyrir svefninn.
22.3.2009 | 21:26
jæja samt. Svaf til hádegis í dag, ég veit það er ekki í lagi, en
stundum er maður bara ekki í lagi.
Drattaðist fram til að borða brauð, pepsí, súkkulaði, kex og
bara nefnið vitleysuna sem er í gangi á þessum bæ.
Engum er það að kenna nema mér þó ég sé nú að kenna
meðulum um sem ég byrjaði á fyrir tveimur mánuðum, ætla að
panta tíma hjá lækninum mínum á morgun.
Milla og Ingimar komu með stóra ljósið í heimsókn um sex leitið
þá vorum við búin að hita okkur brauð í ofni, þau voru að koma
úr afmæli, ekki beint svöng, en samt smá þegar við vorum búin
að borða þá þvoði ég minni um hendurnar, henni fannst nú nóg
um og sagði:,, amma, hættu nú þessu veseni."
Stúfurinn minn í Njarðvíkunum er með Gin og klaufaveiki.
Dóra frænka hans spurði hvort það væru ekki bara beljur sem
fengu slíkt.
Viktoría Ósk mín kom heim í dag, undur og stórmerki gerðust
hún svaf án mömmu á Egilstöðum, enda þarf hún að venja sig
við ef hún ætlar að vera í fimleikum.
Jæja ætli það sé ekki best að fara að undirbúa bedtime, sko á
að vakna sex í fyrramálið fer í þjálfun klukkan átta.
Það tekur nú tíma sinn að regulera lyfin í skrokknum, en geri það
nú oftast sitjandi hér við tölvuna.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Flott hjá Kristjáni Þór.
22.3.2009 | 18:36
Kominn tími á formann úr grasrótinni, ekki bara sviðsettan
flottan mann sem er sjálfsagt ágætismaður en bara of
tengdur spottunum.
Kristján Þór í formannskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ásbjörn Óttarsson.
22.3.2009 | 18:32
verst að hann fór ekki neðar.
Ásbjörn vann baráttuna við Einar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Karlayfirráð.
22.3.2009 | 16:02
Sannast hefur það enn og aftur að Sjálfstæðisflokkurinn er
karlrembuflokkur, þeir vilja bara hafa konurnar eins og
gólftuskur og reynið ekki að andmæla því.
1. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík.
2. Ásbjörn Óttarsson, Snæfellsbæ.
3. Bergþór Ólason, Akranesi.
4 Birna Lárusdóttir, Ísafirði.
5. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir
6. Þórður Guðjónsson, Akranesi
Þetta er nú væntanlega endanleg úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi.
Hvað er eiginlega að þessu fólki að kjósa endalaust þá sem ættu löngu
að vera hættir eins og Einar K.
Hleypa konunum að, ekki er ég nú hissa á því að þær sækist eigi eftir því
að fara í framboð, þeim er alltaf hafnað.
Vinnið bara bak við tjöldin stelpur mínar og styðjið við okkur elsku karlanna.
Ég mundi segja mig úr flokknum og það ættu allar konur að gera, skiljið
þið ekki að ykkur er sýnd niðurlæging ár eftir ár.
Einar efstur, Ásbjörn nú annar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hvalveiðar eða ekki. Fyrir svefninn.
21.3.2009 | 20:47
Hvalveiðar eða ekki við bara hættum að borða vörur frá
Ameríku.
Það ætti ekki að vera erfitt að minnsta kosti ekki fyrir mig
og mína og ef allir tækju sig saman og gerðu slíkt þá
liði okkur allavega betur.
Það er sama hvort við erum með eða á móti veiðunum
Það er verið að hóta okkur og eigum ekki að láta undan
eða knékrjúpa lengur.
Þetta er nú bara mín skoðun.
********************************
Hanagal.
Ég orti forðum vers að landsins vana,
en var þó hvorki skáld né gáfnaljón.
Og það, sem hreif, var gal í gömlum hana,
sem gaufið rauf með hvellum morguntón.
Svo skeði það ég skaust úr vist í bæinn
og skrapp svo þaðan lengra um kaldan sæ.
Er kom ég aftur karskur yfir sæinn,
þá kvað við hanagal á hverjum bæ.Bjarni M. Gíslason.
Góða nótt kæru vinir
Hætta að kynna íslenskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eins og lög gera ráð fyrir.
21.3.2009 | 12:39
Steingrímur. J. Sigfússon, formaður VG á landsfundinum í dag. mbl.is/Golli
// Innlent | mbl.is | 21.3.2009 | 10:23Steingrímur kjörinn með lófataki.
Steingrímur J. Sigfússon verður áfram formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, en hann var kjörinn með lófataki á landsfundi flokksins í dag. Engin mótframboð komu fram á fundinum.
Ég hélt það væri nóg að vera formaður í 8-10 ár, en hér stend ég enn. Ég ætla þó að fullvissa ykkur um það að ekki mun þurfa lagabreytingu til að ég víki. Ég hef hug á að hætta áður en allir verða dauðfegnir að losna við mig."
Fór að hlæja er ég las hjá vinkonu minni að hún kallaði hann
hann Steingrím karlinn, Ó guð, hvað er ég þá, mörgum árum
eldri en hann, var meira segja einu sinni að passa þennan
mæta pilt og þá hina bræður hans einnig ásamt systur hans
meðan mamma þeirra skrapp af bæ í vikutíma.
Jæja er ég ekki komin út fyrir rammann? Sko ég var allavega búin
að fá hundleið á honum Steingrími í stjórnarandstöðu, þeir verða
leiðigjarnir til lengdar í púlti þessir ræðusnillingar.
Steingrímur tært ætla ég að vona að eygi sjái þig í til lengdar á þingi
því þá er ekkert nýnæmi að sjá þig utan þess. Sko eða þannig.
Steingrímur sagðist engu vilja skipta fyrir að hafa verið með í þessu verkefni síðastliðin tíu ár. Flokksmenn gætu verið sátt og stolt af árangrinum og það gleddi hann að sjá þá endurnýjun sem nú er í flokknum.
Þá voru Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómasdóttir einnig staðfestar í sínum embættum sem varaformaður og ritari með lófataki.Ég er nú yfirmáta ánægð með þessa kvennakosti í sínum störfum,
enda hælt þeim áður.
Er ánægð með fólk úr öllum flokkum sé það gott.
Steingrímur kjörinn með lófataki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það verður langt þangað til að það verður reynt aftur.
21.3.2009 | 08:05
örugglega gat hann ekki rönd við reist yfir gjörningum þeirra
í þeim flokk. Ekki var það þeim að kenna, Ó Nei.
Enda er ekkert verið að bjóða þeim að vera mem.
Bankaleyndin gengið út í öfgar.
Það verður langt þangað til það verður reynt aftur," sagði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, um samstarfið við Samfylkinguna í viðtali við Sölva Tryggvason í þættinum Spjallið með Sölva á Skjá einum nú í kvöld. Í þættinum sagði Geir það hafa verið misminni hjá sér að hann hefði ekki reynt að ná sambandi við Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, eftir að þeir beittu hryðjuverkalögum gegn Íslendingum, líkt og hann lét hafa eftir sér í sjónvarpsþætti á BBC. Sagðist Geir hafa reynt að ná í Brown eftir að hryðjuverkalögin voru sett en fengið samband við Alistair Darling fjármálaráðherra.
Það verður vonandi líka langt þangað til að þeir komast í
þá stöðu að geta að biðla eftir samstarfi.
Það er nú ekki gott að hafa stjórnmálamann sem hefur slíkt
misminni eins og hinn mæti maður Geir.
Sölvi spurði Geir hvort ekki væri eðlilegt að hann bæði þjóðina afsökunar á því sem gerðist í íslensku efnhagslífi sl. haust. Ég er ekki tilbúinn að biðjast afsökunar á því hvernig bankarnir hafa hagað sér," svaraði Geir. Síðar í þættinum sagði hann: Þetta með afsökunarbeiðnina er flókið mál. Öllum mistökum, sem ég hef gert, og þau eru sjálfsagt mörg, ber ég ábyrgð á og get beðist afsökunar á þeim, en ekki því sem aðrir úti í einkageiranum eða erlendis bera ábyrgð á."
Að biðjast afsökunar, nei þá er snúið út úr og hann getur
beðist afsökunar er sá seki finnst, en það skiptir ekki máli
hver gerði þetta eða hitt í bankamálum né öðrum, hann sem
forsætisráðherra bar ábyrgð.
Þessi mæti maður breyttist í hroka er hann tók við stólnum
þó eigi meira ég telji ekki upp.
Sagði Geir að finna yrði út hvar ábyrgðin lægi. Mér þykir mjög miður að þetta skuli gerast svona," sagði Geir en benti á að í kringum kosningarnar 2007 hefði enginn flokkur talað um að bankarnir skyldu flytja úr landi. Enginn talaði um annað en að þróun í bankakerfinu væri af hinu góða."
Geir sagði bankana hafa verið alltof gíruga" í að stækka og þenja sig út. Nú sé því haldið fram að ýmsir í atvinnulífinu hafi notað bankana til að koma peningum úr landi í skattaskjól. Þetta er óafsakanleg framkoma."
En þeir áttu að hafa eftirlit og bar skylda til þess samkvæmt
lögum, ykkur var bara alveg sama, sem sannast af seinaganginum
í málum eftir hrun.
Spurður út í viðbrögð Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, um gögn sem m.a. hafa verið birt í Morgunblaðinu og Sigurður telur brot á lögum um bankaleynd svaraði Geir: Ég veit ekki hvað hann Sigurður er að fara með þessu," og bætti við að bankaleynd hefði gengið út í öfgar og menn komist upp með hluti í skjóli hennar
Það er von að honum finnist bankaleynd hafa farið út
í öfgar, voru lög um bankaleynd ekki sett af þeirra hálfu
þó fyrir margt löngu sé.
Allt of margir í Sjálfstæðisflokknum eru montnir hrokar
sem halda sig ofar öðrum settir og það er eigi vel.
Auðvitað fyrirfinnst það í öðrum flokkum líka og það sem
fólk þarf að læra er að vera heiðarlegt játa sín mistök og
vera fyrir fólkið í landinu því vinnufólkið okkar verkstjórum,
yfirmönnum og því sem þarf er á launum hjá okkur fólkinu.
Skulu þess vegna sýna okkur virðingu.
Bankaleyndin gengið út í öfgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Smá horor fyrir svefninn.
20.3.2009 | 21:42
Telja óvíst að hægt verði að standa við Helguvíkuráform
Innlent | mbl.is | 20.3.2009 | 19:56
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ljóst af endurskoðunarskýrslu við ársreikning 2008 að nauðsynlegt sé að dreifa mun betur áhættu af orkusölu til stóriðju. Segir í bókun þeirra að alls sé óvíst hvort Century Aluminum geti staðið við áform um uppbyggingu álvers í Helguvík.
Er bara ekki í lagi með breinið í þessum mönnum/konum
Dreifa hvað, áhættu hvað?
Það er nægileg raforka er búið er að virkja hana og hvað með
Álver eða aðra álíka atvinnuskapandi verksmiðju við Húsavík.
Er virkilega verið að telja okkur trú um að það verði ekki alltaf
mikil eftirspurn eftir áli þó akkúrat núna sé allt í lægð.
Hverjir aðrir eru að falast eftir raforkunni og standa þeir betur að
vígi?
Við þurfum atvinnu núna og eigi seinna en í gær og við erum ekki
heimskingjar.
þetta er bara byrjunin á því að stoppa allt hér.
Hér á bara að vera fátækt og ömurlegt.
Það er stefna þeirra sem hér ráða, landið er og verður á hausnum
um langan tíma.
Fjandinn, ég er öskureið.
Góða nótt
Telja óvíst að hægt verði að standa við Helguvíkuráform | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til hamingju Jóhanna.
20.3.2009 | 16:12
Þó ég óski nú þessari mætu konu til hamingju með sína
ákvörðun þá tel ég hana ekki mjög ánægða með hana,
kannski bara ímyndun í mér eins og svo margt.
Það er orðið nokkuð ljóst að þetta verður næsta ríkisstjórn
Samfylkingin og Vinstri grænir.
Það skiptir mig ekki í raun, eins og staðan er í dag hver er í
ríkisstjórn því það verður þrautin þyngri fyrir hvern sem er að
takast á við vandamál þessa lands.
Það sem þarf að gerast í stöðunni er að allir reyni að vinna saman
að lausn mála, ekki byrja strax að undirbúa kosningar eftir 4 ár.
Ekki vera að eyða tímanum í karp um einhvern tittlingaskít sem
engu skiptir. skapið frið um lausnina á vandamálunum sem eru ærin.
komið vinnumarkaðnum í gang og allt á fullt það er númer eitt að fólk
hafi vinnu og að þeir sem minna mega sín hafi viðunandi viðurværi.
Var á leið að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)