Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Maður fær alltaf sting í hjartað.
17.3.2009 | 12:11
Já það er það sem maður fær þó ég viti að vinir mínir
fyrir vestan séu bara brattir, en þá elskurnar mínar
farið varlega hvar sem þið eruð þarna á ferð.
Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla.
Hús rýmd í Bolungarvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Kom í ljós, sem allir vissu.
17.3.2009 | 07:51
Kristján G. Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Ómar
// Innlent | Morgunblaðið | 17.3.2009 | 05:30Launamálin endurmetin.
Þetta neyðir okkur til að endurmeta þá ákvörðun að fresta endurskoðun kjarasamninga, því það er greinilega meiri innistæða fyrir hendi heldur en upp var gefin, a.m.k. í þessari starfsgrein," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands (SGS), um þá ákvörðun stjórnar HB Granda að greiða hluthöfum 8% arð. Segir Kristján ljóst að þessi ákvörðun verði rædd á formannafundi SGS nk. fimmtudag.
Verkalýðsforystan hefur brugðist illa við fréttunum af fyrirhugaðri arðgreiðslu. Þannig skorar Efling-stéttarfélag á stjórn HB Granda, í ljósi arðgreiðslna til hluthafa og yfirlýsinga um að fyrirtækið standi vel rekstrarlega, að taka umsvifalaust ákvörðun um að launahækkun til starfsmanna Granda hf. komi þegar í stað til framkvæmda.
Þið vissuð þetta allan tímann, held að þið ættuð að drekka
minna kaffi elskurnar og vinna fyrir þá sem borga ykkur laun
það er fólkið í félögunum.
Það átti aldrei að gefa það eftir að fara í hærri launakröfur.
Hverjir eru að gefa mest eftir í þjóðfélaginu, það er verkafólkið
lægst launaða fólkið og það vinnur mest per stund fyrir skítalaun.
Setur allt á annan endann
Að sögn Kristjáns kemur ákvörðun stjórnar HB Granda einkennilega fyrir sjónir þegar blekið sé ekki þornað á þeim pappírum þar sem beðist var undan launahækkunum til handa verkafólki. Ef menn hafa svigrúm til þess að greiða sér ríflegan arð miðað við ástandið í þjóðfélaginu, þá er svigrúm til launahækkana hjá fiskverkafólki, sem á þær svo sannarlega skilið," segir Kristján og bendir á að fiskverkafólk hafi á síðustu mánuðum spýtt í lófana til þess að afla eftirsóttra gjaldeyristekna fyrir landið. Ég ætla rétt að vona að stjórn Granda sjái að sér og kippi málinu í liðinn áður en þeir setja hér þjóðfélagið á annan endann.Það á ekkert að bíða eftir því að þeir kippi málunum í lag
því það verður ekki gert.
Bara setja á hærri laun og það strax, ekkert fjandans
fjas um það.
Það er sama hvenær maður fer út í búð maður hrekkur í kút
þó maður sé ekki að kaupa neitt nema það bráðnauðsynlegasta.
Sumir geta ekki keypt neitt.
Launamálin endurmetin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
16.3.2009 | 20:55
Það er nú ekki einleikið stundum hvernig maður allt í
einu fer í stuð, ég meina tiltektarstuð.
Gísli minn þessi elska fór í það í morgun að skipta á
rúminu okkar, síðan einnig í gestaherberginu
þær voru eins og allir vita hér um helgina.
Nú þá fór ég einnig í stuð fór fyrst í sjæningu, O My
þegar ég skrúfaði frá sturtunni eins og ég er vön úðaðist
allt út á gólf ég flýtti mér á mínum flotta hraða að koma mér
inn í klefann og loka hurðinni, en við erum nefnilega með
svona sturtuklefa sem opnast allur út að framan svo mikið
flóð myndaðist áður en ég náði að loka, kallaði á bjargvættinn
hann kom og þurrkaði upp.
Þegar ég var búin að sjæna mig tók ég baðið í gegn,
síðan tölvuverið og er hann var búin að setja hreint á rúmið
pússaði ég allt þar inni, róbótinn var látinn ganga endalaust
og ekki veitti nú af eftir helgina.
Þvottavélin og þurrkarinn gengu non stopp nú við fengum okkur
kaffi og brauð þarna á milli einhvern tímann og ég þurfti náttúrlega
að setjast niður á milli til hvíldar.
Vaskahúsið var tekið vélarnar þrifnar og allt pússað og sjænað
þvegið í kring í eldhúsinu, þá var ákveðið að geyma restina þangað
til á morgun, sem er þá að róbóta stofu eldhús og holið.
Gleymi að segja að ég setti í Systrabrauð, uppskrift sem ég fékk hjá
góðri vinkonu í ofninn, það er æði gott þetta brauð.
Milla hringdi um klukkan 15.00 og sagði að ein lítil væri á leiðinni
hún hefði farið í 5 ára sprautu og skoðun um morguninn og væri
slöpp í hendinni. Milla var að fara að vinna til Klukkan 18.00
þær komu svo hún og Viktoría Ósk og við borðuðum saman
piparsteiktan Steinbít með blómkáli, lauk og smurosti yfir
og að ógleymdum kartöflum, bara gott.
Nú þannig að dagurinn í dag er búin að vera góður eins og
reyndar allir mínir dagar, bara gleði og hamingja.
Vitið það er svo auðvelt að vera hamingjusamur, það er
bara að meta það sem maður á og njóta þess, vera ekki
að ambrast út í það sem ekkert er, eins og t.d. smá verki.
Góða nótt kæru vinir og sérstaklega þeir sem eru í
gleðibankanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Geta svona skrímsli orðið til.
16.3.2009 | 14:21
orð fá honum líst.
Hvernig í ósköpunum gat hann komist upp með þetta
í öll þessi ár, það hljóta að hafa verið einhverjir sem vissu
um þennan glæp.
Dauðadómur er of vægur fyrir svona mann, í fangelsi með hann
þar verður séð fyrir honum.
Fyrirgefið mér er orðið illt.
Notaði hana eins og leikfang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Til hamingju Kristján þór Júlíusson.
16.3.2009 | 09:07
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Ómar
// Innlent | mbl.is | 15.3.2009 | 17:06Kristján leiðir í NA-kjördæmi
Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í kosningunum 25. apríl. Talningu í prófkjöri flokksins er lokið. Tryggvi Þór Herbertsson er í öðru sæti og Arnbjörg Sveinsdóttir í því þryðja.
Já ég hefði viljað sjá unga fólkið ofar, en þeir koma bara
betur inn seinna.
Nota hér tækifærið til að óska þeim sem leiða aðra flokka í
kjördæminu til hamingju, eins og Birkir Jón, Steingrími J
og Kristjáni Möller.
Á svo ekki eftir að bætast við?
Vona bara að þessir menn eigi eftir að bæta allt það sem bæta þarf
og þá meina ég það, það gæti þá kannski orðið möguleiki að ég færi
að kjósa eftir 4 ár.
Ég er nefnilega ekki með gullfiskaminni.
Góðar stundir.
Kristján leiðir í NA-kjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn, allir eru betri en ég "sko" í mörgu
15.3.2009 | 15:54
Ég er alltaf í boltanum, ekki í símanum þoli hann ekki,
aldrei á msn-inu kann nú ekkert á það og ef ég þarf
nauðsynlega að senda skilaboð þá er í í klukkutíma að
framkvæma þann gjörning, eigi að baknaga eða
skíta út.
Kann ekkert að gera við bíla, eða neitt í útistandi og
af hverju ætt ég svo sem að kunna það?
Kann að elda, baka, halda veislur, taka vel á móti fólki,
tala vel um fólk sérstaklega elska ég börnin mín sem ég
kalla hinum ýmsu nöfnum, eins og ljósálfinn, ljósið og
englana mína. Aldrei hef ég orðið vör við að ég væri óvinsæl,
lygin, ómerkileg eða illa liðin. kannski er það vegna þess að
ég er svo útsmogin persóna aðrir verða víst að dæma um það.
Kann að sauma, kenni Harðangur og klaustur, það er ævaforn
saumur, hef kennt föndur af hinu ýmsu tagi í áraraðir og hef
svo gaman að því.
Gædd er ég þeim eiginleika að taka ekki til mín það sem ég ekki á
en ef ég á það þá fer það í ferlis-athugun.
Ykkur kann að undra þessa upptalningu hjá mér hún er nefnilega til
þess að segja fólki að það hefur enga þýðingu að sletta í kringum mig
sletturnar detta bara í gólfið.
Vonandi lýður öllum vel þó þeir lesi þetta, ekki illa meint.
Ég er farin í afmæli til Ljósálfsins míns og stóra ljóssins.
og þær mæðgur englarnir mínir frá Laugum eru þegar farnar
til þeirra.
Sjáumst.
Milla.
Bæti hér við smá úr afmælinu í því voru við ömmurnar ég og Ósk
Dadda langamma, Ásgeir og Elsa með Óskar sinn frá Kópaskeri,
Hjalti karl frændi varð eftir er krakkarnir fóru öll heim kl 16.
því hann er svo góður frændi þau eru jafn gömul og ætla að giftast
er stór verða, verður gaman að minna þau á, eftir nokkur ár.
Nú ekki má gleyma Alla besta frænda og Gísla afa, Dóru frænku,
Tvíburunum, Björgu frænku og Neró.
Það voru fylltar lefsur, rækjusalat og kex, brúnterta með rjóma
marengsterta alveg æðisleg og það var sko borðað vel.
Það er alltaf gaman í þessum afmælum er allt fullorðna fólkið
kemur saman og spjallar um allt milli himins og jarðar.
til dæmis ættfræði, hagyrðingamót, skólamál og eiginlega bara nefnið það.
Gísli minn var að koma frá því að aka þeim fram í Lauga, englunum mínum.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Hann er þó að selja þessa hluti.
15.3.2009 | 08:02
Hvað er að fólki að láta svona við strákinn, er nokkuð
búið að dæma hann? Bara smá spurning, verðum við ekki
bara að vera stillt þangað til að búið er að,
sko dæma manninn.
Mundi alveg vilja eiga svona flugvél, hugsið ykkur muninn
maður gæti bara gert allt sem hugurinn girndist á meðan
á flugi stæði, spennandi
Það er talað um að íslendingar séu að borga fyrir nokkra
glæpamenn vel útsmogna og samviskulausa útrásavíkinga,
en ansi er ég nú hrædd um að eftir eigi að koma í ljós að fleiri
eru þeir, en við teljum í dag sem borga þurfum fyrir.
En munar mig nokkuð um að borga eitthvað fyrir þessa gæja
ég á nóg af peningum, ég er sko öryrki þið skiljið.
Svo kemmst aldrei upp um hina raunverulegu glæpamenn,
þeir eru nú duglegir að fela sínar slóðir og þagga niður
mál sem eigi henntar þeim að komist í hámæli, eins og
Geirfinnsmálið til dæmis.
Svona mál eru til út um allann heim.
Og ekki gátu nokkrir sætir strákar gert þetta einir, eða er það?
Nú ef ekki kemmst upp um hina þá borgum við bara fyrir þessa sætu
er það ekki bara gott fólk?
Allavega verður þetta spennandi framhaldssaga því þetta er rétt að byrja.
Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
14.3.2009 | 20:33
Hér er búið að vera afar skemmtilegt í dag, nú allir fóru í
bað og tiltekt síðan fóru mæðgur með afa í búðirnar.
komu heim, borðuðum og dóluðum.
Dóra mín tók allt í einu upp á því að búa til snjóhús í stóra
skaflinum sem myndast hefur á pallinum á bak við hús.
Hún var sko ánægð stóra ljósið mitt hún Aþena Marey,
Ljósálfurinn minn Viktoría Ósk var ekki því hún var heima að
laga til í herberginu sínu. Milla kom svo og fór með hana heim
til að laga til í sínu herbergi og Viktoría varð eftir því henni
langaði til að sullast í pottunum með okkur, hún er afar góð í því.
Nú við borðuðum síðan saman það var kjúklingaveisla og nammi
á eftir.
Mæðgur farnar heim og englarnir mínir fóru með til að hjálpa Millu
með eitthvað í sambandi við morgundaginn.
Veislan fyrir þá eldri hefst klukkan 16.00 og það verður sko flott
að vanda hjá henni Millu minni, hún er snillingur í veizluhaldi.
að vanda hjá Millu minni.
Vona að öllum líði vel.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki eina tilfellið.
14.3.2009 | 13:11
Sló barn utan undir
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.isIllmögulegt virðist vera að víkja ófaglærðum leikskólastarfsmanni úr starfi þó að þrívegis hafi sést til hans slá tæplega fimm ára dreng. Starfsmaðurinn sjálfur viðurkennir einungis að hafa slegið barnið einu sinni.
Einu sinni er einu sinni of oft, lærðir leikskólakennarar
eiga að kunna tökin og höndla börn þó erfið séu.
Hvernig getur þessi kona verið í starfi eftir svona nokkuð?
É mundi skammast mín svo mikið að burt mundi fara.
Mér finnst óforskammað að barnið sé ekki öruggt í opinberri stofnun eins og leikskóla. Ég tel líka að starfsmaðurinn hafi brotið bæði starfmanna- og barnaverndarlög," segir móðir drengsins, Ólöf Ásta Karlsdóttir.
Það er rétt hjá móður barnsins þessi leikskólakennari
hefur brotið lög og því miður er þetta búið að þekkjast í
skólum og leikskólum þessa lands í tuga ára.
Ofbeldi fer fram í felum og svo er hótað ef sagt er frá.
Hún segir son sinn skapstóran en ekki hafa átt við hegðunarvandamál að stríða fyrr en nú í haust, eftir að starfsmaðurinn var ráðinn. Er leið á haustið var hún alvarlega farin hugleiða að leita sálfræðiaðstoðar fyrir barnið en telur nú tengsl þarna á milli. 21. janúar hafði leikskólastjóri samband við mig og tilkynnti að sést hefði til starfsmannsins slá barnið utan undir."
Frábær leikskólakennari að segja frá en ekki hylma yfir.
Ólöf Ásta segist strax eftir að hafa fengið þetta staðfest hjá syni sínum hafa krafist uppsagnar starfsmannsins. Það virðist hins vegar vera allt annað en auðvelt.
Á ekki til orð yfir þvílíka vitleysu að það sé ekki hægt að víkja
konunni úr starfi, hún braut lög.
En það segir í fréttinni að það sé verið að vinna í þessu
máli. Vonandi tekur það ekki langan tíma.
Ef eitthvað gerir mig reiða er það ofbeldi á saklausum börnum
sem jafnvel þora ekkert að segja.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Sló barn utan undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
13.3.2009 | 19:46
Aldrei komst ég í stuð til að leggja mig enda bara allt
í lagi því ég er svo hress eins og allir vita.
Seinnipartinn kom Milla með stóra ljósið mitt og hún
bankaði í gluggann hjá ömmu ég opnaði dyrnar og
eitthvað var nú að því hún var í því að faðma okkur, afi
lagði sig þessi elska þreyttur eftir daginn, eigi undarlegt
hafandi vakað síðan 5.30 í morgunn.
Nú við tókum saman einn tölvuleik meira segja ég gat hann
svo léttur var leikurinn, eitthvað var að svo ég spurði hvort við
ættum að koma að spila og fá okkur að drekka, já gerum það.
Mamma hennar hringdi síðan um sexleitið og þá kom skýringin
hún hafði verið smá óþekk í sambandi við skíðin, en þar þarf að
hlýða. Ég spurði svo og fékk svör svo grét hún svolítið og vildi
til mömmu afi ók henni um leið og hann fór að sækja mæðgur
fram í Lauga.
Svo vona ég að allir passi vel upp á sig í þessu óveðri sem geisa
á yfir landið okkar eina ferðina enn.
Verið heima hjá ykkur nema þeir sem verða að yfirgefa húsin sín
vegna snjóflóðahættu.
Góða nótt svona er þið farið að sofa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)