Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Til hamingju austur Húnvetningar.

Ja hérna maður hefur bara eiginlega ekkert heyrt um þessa staðsetningu á gagnaveri, en frábært og aftur til hamingju.
Vakna hjá mér spurningar, kemur þá ekki gagnaver á Suðurnesjum, eða er þetta viðbót við það?
Kemur kannski gagnaver einnig á Bakka við Húsavík, eða hvernig líður atvinnuuppbyggingu þar?
Jæja þetta eru nú bara svona forvitnis-spurningar, þetta kemur allt í ljós, sko hvort gagnaverin verði eins og refabúin hér á árum áður, nei þetta var nú djók.

Fagna allri vinnu sem kemur, það er hún sem kemur lífi aftur í allt gangverkið, sem eru við.
Það þarf bara að hugsa um alla landshluta.

Góða helgi.

 


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Capsicum Annuum.

 gotoug_2chilly.jpg

Svona plöntu af náttskuggaætt  fékk ég gefins í dag, hún heitir
Capsium annuum og er það samnefnari yfir allar tegundir af paprikum
og Chilli, ekki gat ég fundið neitt um af hverju, nema að þeir hefðu þróað
þessa tegund áfram, hversu lengi veit ég ekki.
Eitt veit ég að þetta er ómyssandi krydd í matinn.

Paprika (Capsicum annuum L.) er af náttskuggaætt (Solanaceae). Af öðrum nytjaplöntum úr sömu ætt má t.d. nefna kartöflur, tómat og eggaldin.   Algengustu afbrigði hér á landi eru Ferrari sem er gefur græn aldin sem verða rauð þegar þau eru fullþroskuð, Bossanova sem gefur aldin sem fullþroskuð verða gul en eru græn fyrst og Boogie en aldin þess afbrigðis verða appelsínugul þegar þau eru fullþroskuð.

Googlaði á þetta hér að ofan, og að neðan


capsicumtypes.jpg

 Sjáið hvað þetta er girnilegt þetta eru flestar þær tegundir sem
ræktaðar eru  undir nafninu Chilli eins og við köllum það, ég hef keypt
mitt beint af bónda og er það náttúrlega það besta.

Í Capsicum annuum er mikil hollusta og lækningamáttur, kem kannski með
það síðar.


banner.jpg

Mynd frá Indlandi.

Indverskur matur er þekktastur fyrir hve kryddaður hann er. Indland er ákaflega auðugt af kryddtegundum og nær ótæmandi möguleikar eru á samsetningu kryddblanda. Meðal helstu kryddtegunda í indverskri matargerð má nefna túrmerik, broddkúmen (e. Cumin), kórianderfræ, chili-pipar, negul, kanil, fennelfræ, sinnepsfræ og engifer. Styrkur kryddblöndunnar fer að mestu leyti eftir chili-magni.

Googlaði þetta einnig.

Bara að segja ykkur að ég nota mikið þessi krydd og þau eru bara
toppurinn í matartilbúningnum.
Yfirleitt er ég með blöndu af kryddi og dassa yfir salatið og matinn
allan, því ég vil hafa hann sterkan.

Farið vel með ykkur.

 


Súperkonan ég

Já ég er það sko súperkona, sko í morgun ætlaði ég að vera svo dugleg, en komst ekki í sjæninguna fyrr en um 10 leitið, síðan hringdi ein vinkona mín og þið vitið nú hvernig það er ef maður talar sjaldan saman þá vill það enda í 2 tímum eða svo, jæja en samtalið var yndislegt.


Gísli minn var búin að klára gólfin, tók meira að segja fram vélarnar í vaskahúsinu, og einnig frystikistuna og frystiskápinn í kompunni, veitti nú ekki af, og þegar þessi elska var búinn setti hann í könnuna og ristaði brauð og þá akkúrat kom ég fram.

Við fengum okkur kaffi og brauð, enda var klukkan hálf eitt, fórum síðan upp í Tryggingarumboð hér í bæ, Gísli þurfti að tilkynna lækkun á lífeyrissjóðnum sínum og græddi heilmikið á því, þið vitið.

Og viti menn ég svona rétt í leiðinni athugaði hvað ég mundi fá í ellistyrk, því nú er sú gamla að fara á hann í desember. Ég lækka ekki neitt hjá Tryggingastofnun, en trúlaga eitthvað hjá lífeyrissjóðunum, ætla nú ekki að hafa áhyggjur af því núna.
Fórum síðan í búðir, mig vantaði svona ýmislegt, bæði til heimilisins og fyrir mig persónulega eins og gloss, vax í hárið og sitt af hverju.

keypti mér líka reykelsi, svona til að hreinsa húsið frá öllu leiðinlegu.
Milla mín og Aþena Marey voru hjá okkur í súpu og brauði, en Viktoría Ósk fór með vinkonu sinni og hennar fólki út í Flatey á Skjálfanda.
Milla fór í vinnu eftir mat svo ljósið sefur hjá okkur í nótt.

Er að byrja í sjúkraþjálfun á morgun eftir 5 vikna sumarfrí, hlakka til að byrja aftur.
Kærleik til ykkar allra
Milla

att0002424.gif


Ljótt að sjá.

Er ekki í lagi með suma, ég meina sko að aka bara næstum inn í Hamraborg bestu sjoppu á landinu.
Bíllinn á að stoppa fyrir framan gangstétt, svo það hefur aldeilis verið trukk sem bensíngjöfin fékk að fara upp á, og yfir gangstéttina, kannski var hann að leggja áherslu á eitthvað.

Jæja elskurnar mínar á Ísafirði, þið látið bara gera við í hvellinum, tryggingarnar borga.

Kveðjur til ykkar í Hamraborg
Milla.Heart


mbl.is Ók á verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttar aukafréttir.

Þetta er nú með eindæmum ruglað, ekki friður neinsstaðar, jæja hann Jón Jóns sem er forstjóri í fyrirtæki mínu, sem heitir Eftirhermu-pistlar, mjög vel rekið, skipulagt og með góða innkomu, þess vegna skil ég ekki af hverju ríkið yfirtók það og setti í rannsókn, nú þess vegna verð ég að setja Jón yfir í fyrirtæki mínu sem heitir Útrás í kjaftasögum og rógburði, hann verður fínn þar.

Viti menn, þeir tóku hann af mér og skipuðu hann í skilanefnd  Eftirhermu-pistla.
Þá er að setja Siggu Jóns yfir í staðinn fyrir Jón Jóns í  Útrás og kjaftasögum, henni mun ganga vel þar.  Náttúrlega er ég stjórnarformaður í mínum fyrirtækjum, sem er allt í lagi á meðan ríkið er að rannsaka þau, því þeir tóku rétt í þessu til rannsóknar, Útrás og kjaftasögur, en Sigga Jóns kemur bara með mér í litla fyrirtækið sem ég á, það heitir Að búa til yfirmok, það er svona skítur sem mokaður er yfir almúgann, það fyrirtæki skilar einna mest í innkomu, því þið getið ekki ímyndað ykkur hvað margir falast eftir slíkri þjónustu og er ég bara á fullu í því að skipa fyrir og stjórna, hver á að fá, hvaða yfirmok í dag.

Ríkið var að hringja í Siggu Jóns og skipa hana í skilanefnd hjá Útrás og kjaftasögum, og tjáðu henni í leiðinni að þeir væru að yfirtaka, Að búa til yfirmok, nú þá er ég orðin ein eftir með nokkrar undirtyllur, en verð ekki í vandræðum fer bara að stunda svarta vinnu, eftirspurnin er þvílík eftir öllum þessum sora að eiginlega hlægilegt er.

Mest hissa er ég á að fólk skuli ekki getað bara komið hreint fram, sagt sannleikann og hætta þessum feluleik, nei endilega nota lygina og yfirmokið. Fela sig á bak við önnur nöfn og láta aðra bera ábyrgðina á sínum gjörðum.

Ja hérna ríkið var að hringja og skipa mig fyrir öllum skilanefndunum, fyrir það fæ ég góðan pening svo ég mun sinna því starfi í aukavinnu.

 Góða nótt og sofið rótt.


Saga dagsins í dag.

Víð sváfum nú bara til átta í morgunn, kannski eðlilegt eftir hrakfarir gærdagsins, en ég segi frá þeim á facebokk.
Nú eftir sjæningu og morgunmat byrjuðum við að undirbúa daginn, en þau voru að koma Fúsi minn og Solla með englana mína, sem eru þrír, þau voru að koma af Króksmótinu, en voru með íbúð á Akureyri. Gísli fór um hádegið að ná í Dóru og englana mína fram í Lauga, síðan komu Milla og englarnir mínir þar, sko ég á marga engla og voru 7 af þeim hjá mér í dag ásamt Ingu mömmu Sollu og Bjarna manni hennar, sem eru góðir vinir okkar, Ingu þekkti ég áður en börnin okkar náðu saman, við vorum báðar upp í flugstöð og er Inga enn að vinna í Fríhöfninni.

Nú eins og gengur er fólk kemur út á land þá þarf að fara í búðir og það gerðu þær svo sannarlega og mikið var verslað, enda útsölur á fullu og haustvörurnar komnar að einhverju leiti.

Matur er mannsins meginn eins og þar stendur ritað og borðuðum við afbragðs kvöldmat, það voru steikt læri, krydduð með Ítölsku kryddi frá nomu, kartöflusalat með sólþurrkuðum tómötum, rauðlauk, papriku, salti og pipar bleytt vel í með sesamolíu, síðan var ferskt salat úr garðinum hjá mér í því var hvítur laukur, steiktir sveppir, plómur, gullostur vel þroskaður, tómatar sem búið var að taka gumsið innanúr, salt og pipar og ekki má gleyma sósunni sem var bara æði að vanda, þá steiki ég sveppina úr smjöri set síðan teninga og paprikukrydd vel af því þykki smá með sósuþykkni.
Á eftir var eðalkaffi frá Kaffitár með heimalagaðri marengs tertu, á milli voru ferskjur, kókósbollur, rólló og þið getið bara ímyndað ykkur hvað þetta allt hefur verið gott.

Maður verður einnig að taka vel á móti fjölskyldunni sinni því við fáum ævilega topp móttökur er við komum í Njarðvíkurnar og Keflavíkina, enda þekkir maður helminginn af Suðurnesjabúum og æðislegt að hittast og rifja upp gamlar minningar.
Við erum líka nýbúin að vera hjá þeim og það var æði.

Þau fóru svo öll Fram í Lauga með Dóru og ætluðu síðan til Akureyrar og heim á morgunn.
Takk elskurnar mínar fyrir að vera til, ég elska ykkur öll.

Og nú erum við gamla settið að dólast, uppþvottavélin búin að þvo tvisvar, mér heyrist Gísli vera að setja dúkinn á borðstofuborðið sem hann setti þvottavélina áðan, gott að vera með svona flauils dúka ekkert að strauja og svo er það líka smart.

Jæja er hætt í bili og góða nótt allir
ættingjar og vinir.
MillaHeart

 


Hvað gerir hvað að verkum.

Hef oft leitt hugann að því hvernig sumt fólk er, það er hreinlega ekki í okkar heimi, egóið er svo mikið að það nær aldrei ofar en eitthvað vist, það versta við þessar persónur að þær telja allt sem þær gera vera rétt og fullkomið.

Hef oft hugsað,og ég tel að á hverri mannsæfi fæðist fjöldin allur af fólki sem mun aldrei ná fullkomnun í þroska og þar af leiðandi ekki í velgengni, ást eða hverju því sem þarf  til fullnægingar í lífinu.
Ætli þetta sé uppeldi að kenna, nei ég tel það ekki vera, þó ég vilji ekki alhæfa neitt um það, hreinlega að því að ég hef ekki vit til þess, en skoðið suma systkinahópa öll nema eitt  eru með venjulega hugsun, þetta eina er svona eins og ég er að tala um, bara allt öðruvísi.

Skal stíft tekið fram að ég er ekki að tala umþá sem eru með skerðingu á einhvern hátt.

Þarna gæti komið til á ungaaldri, ótti, ástleysi, óöryggi sem allt skapar lágt sjálfsmat, fólk fer að reyna í einfeldni sinni að vera meiri en aðrir, þegar fólk geri það kemur það ætíð í bakið á fólki.
Ef við tölum bara um okkar tíma fólk sem aktar svona þá teljum við okkur hafa orðið vel fyrir barðinu á því og er það mikið rétt.

Þessi hópur fólks sem um ræðir fær sýnar fullnægingar út úr: ,, mikilmennsku, barsmíðum, kynlífi,að verða ríkir á kostnað annarra,fer út í að svífast engis því þetta fólk telur sig vera fullkomið og skilur ekkert í útásetningum fólks, ekki ætlar það að skaða neinn,það veit bara ekki betur.

Þeir sem verða ríkir og eru á hærra plani, verða samt ríkir á löglegan kostnað annarra.
Þú stofnar fyrirtæki og verður ríkur á hagstæðum samningum og því lága kaupi sem vinnumaðurinn hefur, en án hans gætir þú ekki orðið ríkur. Er það ekki vist siðleysi?
Þannig að það er afar teygjanlegt hugtak á hverju menn verða ríkir, enda ætla ég ekki út í þá sálma hér, og er ekki að mæla neinum bót.

Ég veit um fólk sem er bara ríkt af sjálfum sér og hvað það hefur fram að færa til annarra, selja sína visku, en þroskast aldrei upp úr því plani sem það er á, akkúrat vegna þess að allt er rétt sem það gerir og segir, þar af leiðandi fullkomið. Get sagt ykkur að það er ekki mikið hægt að ræða við svona fólk, það kann bara að ræða um sjálfan sig, frekar leiðinlegt.

Ég er víst að tala um þá sem einu orði kallast siðblindir, en þeir vita bara ekki betur.
Og eitt er á tæru að við vitum ekki endanlega hvernig allt fer.

Ætla einnig að segja að við erum ekki dómarar.
Látum okkur líða vel með það sem við segjum.
Tökum létt á málum, við breytum engu.

Kærleik til ykkar allra.
Milla


Til hamingju með daginn.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar  að þátttakendur í Gleðigöngunni í ár séu ekki færri en í fyrra. Það þýðir að a.m.k. 70-80 þúsund manns hafi tekið þátt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu áætlar að þátttakendur í Gleðigöngunni í ár séu ekki færri en í fyrra. Það þýðir að a.m.k. 70-80 þúsund manns hafi tekið þátt.

Þetta eru æðislegar fréttir fjöldinn er þetta mikill þrátt fyrir
allt sem um er að vera úti á landi.

Stærsta gangan til þessa

„Þetta er stærsta gangan til þessa hvað varðar fjölda skipulagðra atriða, en þau eru alls 35 talsins. Það segir manni að Reykvíkingar hafa ekki gefist upp á Hinsegin dögum og Hinsegin dagar hafa heldur ekki gefist upp á Reykjavík þó þeir séu nú haldnir í ellefta sinn," segir Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga þegar blaðamaður mbl.is náðu tali af honum rétt fyrir klukkan tvö í dag. 

 Flottar myndir hér að ofan.

Hann var þá staddur á Hlemmi þaðan sem gangan lagði af stað kl. 14 og sagði nokkur þúsund manns þegar vera mætta.  Alls tóku 70-80 þúsund manns þátt í göngunni í fyrra og segist Heimir verða mjög sáttur ef svipaður fjöldi mæti aftur í ár. Spurður hvort hann óttist að örfáir rigningadropar geti dregið úr aðsókninni svarar Heimir því neitandi og bætir við: „Það er ekkert af veðrinu eins og er. En ef hann fer að rigna þá segjum við bara eins og Helgi Björns: „Mér finnst rigningin góð" og látum hana ekki setja strik í reikninginn," segir Heimir. Bendir hann á að eitt árið þegar gangan fór fram í úrhellis rigningu hafi engu að síður 25 þúsund manns mætt.

Það skiptir ekki máli þó rigni, fólk hefur gaman og skemmtir
sér vel og þá er allt í lagi.
Aftur til hamingju.


mbl.is „Stærsta gangan til þessa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er stríðnisálfur í tölvunni minni.

Síðan í fyrradag hafa myndir og albúmin mín flöktað út og inn, er ég ekki að skilja þessa hegðun.
Veit einhver hvað er að gerast, eru sætu strákarnir hjá moggablogginu eitthvað að vesenast eða hvað? Allavega er þetta þreytandi, myndirnar detta út í tíma og ótíma.
Jæja hvað með það get ekki fengið neinn um helgina til að líta á þetta.

Ég las fyrir litla ljósið í gærkveldi og þá var klukkan orðin 11 svo ekki er nú amma gæfuleg barnapía,
sofnaði svo sjálf í öllum fötunum, vaknaði undir morgun, en sofnaði bara aftur og reis síðan úr rekkju  rúmlega átta, afi rétt á eftir mér, en Ljósið var að koma fram og situr núna að horfa á skrípó með Neró,
Þau eru miklir vinir.
Vitið, bráðum kallar hún, ég er svöng og þá vill hún fá þjónustu og fær hana að sjálfsögðu

Á eftir fer hún í sturtu og svo fara þau út að labba saman, hún og Neró.
Dagurinn lofar góðu þó engin sóli sé, en það er milt og heitt úti, á víst að breytast, það er allt í lagi.

Eigið yndislegan dag í dag
Milla
Heart

Kvöldrugl

Já í morgun er við gamla settið vorum komin vel á fætur, var haldið áfram að laga til, en það átti eftir að þurrka aðeins af, Róbóta yfir húsið og síðan blaut moppaði Gísli minn yfir allt saman,

Ég fór í bæinn á meðan hann var að klára restina.
Fór til að kaupa kastaraperur og féll svo fyrir saltsteinslampa einum afar fallegum og er hann hér við hliðina á tölvunni.

100_8928.jpg

Er hann ekki yndislegur? Sko lampinn.

Litla ljósið er hjá okkur núna því mamma hennar er að vinna, trúlega
sofnar hún bara, og það er allt í lagi hún er alveg vön því.
Hún er að horfa á undur fallega Jólamynd, en afi er frammi í stofu að
horfa á Stjána Bláa, haldið að það sé, allir haldnir ævintýraþrá, afi að
verða sterkur eins og Stjáni Blái og Aþena Marey að láta sér dreyma
um jólin, sem er bara yndislegt.

100_7473_890955.jpg

Afi og litla ljósið.

Eftir hádegið í dag var mér kippt út eins og gerist nú oft, skreið upp í
gestarúm og sofnaði eins og rotuð og svaf til fjögur í dag, jæja eitthvað
er að gerast og það er bara gott.
Eldaði síðan steinbít með miklu grænmeti, nammi namm.

Góða nótt elskurnar mínar.
Milla
Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband