Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Af hverju hinsegin dagar?
7.8.2009 | 08:19
Ég hef nú aldrei verið svo lánsöm að hafa heilsu til að fara og taka þátt, en veit að þetta er æðislega skemmtilegt og mikil vinna liggur þarna á bak við.
En af hverju heita dagarnir hinsegin dagar, af hverju ekki bara skemmtidagar, skemmtun ársins,
gleðidagar eða bara eitthvað annað.
Fólkið í landinu heldur árshátíðir, þær heita ekki árshátíð hinsegin fólksins, en af hverju þá ekki alveg eins og Hinsegindagar.
Fyrirgefið svona heimsku, en hver er hinsegin, erum við ekki öll jöfn þarf að skilgreina á milli samkynhneigðra, gagnkynhneigðra, klæðskiptinga og tvíkynhneigðra, asnalegt eins og það sé verið að tala um tvígengisvél, fólk sem skiptir um föt, kynhneigð sem kemur að gagni ÓMYmy auðvitað kemur allt sem snýr að kyn, eitthvað, að gagni, svo má tala um samvinnukynhneigð.
Nei ég meina það, hvaða rugl er þetta, allir eiga bara að vera jafnir og það þarf ekkert að vera að skilgreina fólk.
Eins og það komi ekki bara í ljós hvað fólk vill og þá er það bara þannig og ekkert mál.
En svo verðið þið að fyrirgefa þessari vitgrönnu konu sem þetta ritar að eigi mikið veit ég um þessi mál frekar en önnur.
Góða skemmtun allir þeir landsmenn sem komast á Skemmtun ársins í Reykjavík.
Hinsegin dagar haldnir í ellefta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Góðir vinir í heimsókn.
6.8.2009 | 20:51
Og alltaf gleymist myndavélin, Ef Gísli minn hefði verið heima þá hefði hann munað eftir henni.
Sem sagt í morgun datt í okkur að það væri nú gott að skipta á rúmunum, Gísli minn fór í það að vanda
þvoði allt og hengdi til þurrks.
Fórum í búðina að versla, fengum okkur hádegissnarl er heim kom, snögglega syfjaði mig afar, skreið upp í gestarúm, steinsofnaði og vaknaði við gemsan, Gísli kom með hann inn til mín og var þetta ekki vinkona mín hún Ásdís Sig Húsvíkingur, en býr á Selfossi með Bjarna Ómari manni sínum voru þau á leiðinni og vildu hitta okkur.
Það var yndislegt að hitta þau ég var með þeim báðum á Reykjalundi 1993 við höfðum um margt að spjalla verst að Gísli minn var að sækja Dóru og stelpurnar fram í Lauga og stússast með þeim í búðir, svo þau hittu ekki Gísla, en það verður bara næst.
Milla kom, ljósin mín og með þeim Hafdís Dröfn vinkona Viktoríu og reyndist hún vera frænka Ásdísar og þá trúlega Dóru minnar, heimurinn er ekki stór. Þau fóru svo seinnipartinn, eru með íbúð á Akureyri og ætla á fiskidaga á Dalvík um helgina.
Nú mitt lið kom svo allt saman í mat til mín í kvöld og núna er afi að aka þeim heim, Viktoría Ósk fór með þeim til að gista nokkrar nætur.
Það sem ég var með í kvöldmatinn var bara æðislegt, Kjöthleifur í ofni, brún sósa, kartöflur, rauðkál, gr. baunir og rabbbarasulta, gamaldags Íslenskur matur, gerist ekki betri.
Góða nótt
Milla
Eins og alltaf yndislegur dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Farin að horfa á gamanmyndir.
6.8.2009 | 09:20
Já ákvað það í morgunn að hætta í ævintýramyndunum, illa farið með þær þegar endirinn getur aldrei orðið góður.
Gamanmyndirnar enda allavega, eða svo minnir mig, horfði einu sinni á fjarska góða það voru tvær konur sem ætluðu að koma manni annarra fyrir kattarnef til að ná peningunum, Hlægileg var hún afar, en það voru þá karlinn og hin konan sem voru í kompaníi saman um að koma eiginkonunni á geðveikrahæli og ná öllum peningunum.
Vesalings konan sem ætlaði nú að drepa karlinn endaði á hæli sturluð á meðan þau hin léku sér. " það er margt líkt með kúk og skít."
Hvað ætli margir leppar og peð séu orðin hálfsturluð að hafa látið nota sig til skítverkana, því það er vita mál að einhverja slíka bjána hafa þeir þurft að nota.
Sannast enn og aftur hvað undirlægjan er mikil í Íslendingum, já og amen við þá sem þeir halda að séu meira en þeir.
Því miður þá er þetta bara svona sem þetta gerist.
Upp á borðið með þetta allt og það strax og þið sem vitið um sorann eigið að koma fram og segja frá því annars fer illa fyrir sálartetrinu ykkar.
Grunur um misnotkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá minningarbrot.
5.8.2009 | 20:17
Man nú ekkart eftir þessu, en þarna er Þorgils afi Ingvarsson
Mamma Haldóra Þorgilsdóttir, haldandi á mér og langafi
Ingvar Guðmundsson. Flott mynd.
Og þetta erum við frænkurnar Erla Guðmundsdóttir og ég
Erla er dóttir Unnar heitinnar systir Þorgilsar afa.
Við vorum sko prinsessur við Erla, koma fleyri myndir síðar.
Þessi var á sömu síðu í Albúminu svo ég tók hana með.
Maður var nú ekkert smá flottur.
Fjölskyldumynd í lokin, ekki mjög skýr, þetta er handlituð mynd
eins og var í þá daga.
Pabb, Ingólfur, Þorgils, ég, Jón og Mamma þessi mynd er tekin
1953 ég er 11 ára og með mitt fyrsta permó, tekin í stofunni á
Nökkvavoginum hjá ömmu og afa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ja svei skítalikt.
5.8.2009 | 17:06
Styðja Icesave með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ævintýri sem ætlar ekki að enda vel, nema?
5.8.2009 | 08:27
Sérkennileg tilfinning hefur komið yfir mig á hverjum degi í marga mánuði núna, jú það er þessi ævintýratilfinning, eins og maður fær er maður horfir á myndirnar Peter Pan, Mary Poppins og aðrar slíkar myndir, eruð þið ekki sammála, um að maður fari í svona gleði og spennu vímu og er í henni lengi á eftir, myndirnar eru svo frábærar.
Núna er það aðeins öðruvísi því ég er alltaf að bíða eftir því góða, sem á að gerast, en það gerist bara ekki, það gerist ekkert gott, sko okkur í hag.
Hvenær á að taka af hörku á þessum málum, held að það sé hlegið að okkur úti í hinum stóra heimi.
Allt er svo silalegt að menn bara sleppa á meðan þeir fáu sem vinna að þessu klóra sér í hausnum
og hugsa, hvar eigum við að byrja.
Það er vita mál að Íslenskir ráðamenn eru svo hræddir við háu herrana úti í heimi að um leið og þeir blása smá, þá hrökkva þeir í kút og segja já og amen, skrifa undir allt, "ólesið" Í staðin fyrir að blása hærra. það sama gildir hér heima fyrir, annars væri þetta ekki svona.
Hvernig væri að þessi ríkisstjórn færi að vinna vinnuna sína, þessa sem er nauðsynlegust, það er að hjálpa fólkinu í landinu, koma af stað atvinnunni og setja herhörku á þá sem stundað hafa hér þjófnað aldanna, annars skulu þeir segja af sér og hér verði stofnuð utanþingsstjórn með skynsemi og hörkuaga að leiðarljósi.
Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góðar minningar.
4.8.2009 | 21:01
Sem betur fer eigum við flest góðar minningar frá barnæsku, stundum er ég ekki næ tökum á að tala við verkina mína þá fer ég að hugsa um eitthvað sem gerðist í æsku það er afar ljúft.
Einu sinni fórum við í jólaboð til vinafólks mömmu og pabba, minnir að það hafi verið á Flókagötunni,
það var gott veður snjór yfir öllu og ekkert útlit fyrir ófærð.
Við vorum allan daginn, það var spilað og borðað, er við ætluðum heim var komið frekar vont veður fórum samt af stað heim, vorum á fólksbíl og fórum oft útaf á suðurlandsbrautinni komumst fyrir rest inn í Nökkvavog til ömmu og afa, bjuggum þar einn vetur. Amma og afi voru að farast úr áhyggjum, við ísköld, hrakin, svöng og þyrst.
þegar vorum við háttuð og komin undir sængur og teppi kom afi með koníaksflösku og öll urðum við að drekka eina matskeið af þessum fjanda, en sofnuðum eins og englar og sváfum alla nóttina.
Þó þetta hafi verið erfitt þá var þetta mjög spennandi, sjáið til þetta hefur verið í kringum 1953-4
Þetta eru elsku amma mín og afi Jón og Jórunn þau voru klettarnir
í mínu lífi, ég elska ykkur og takk fyrir mig.
Ljós á línuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mannleg framkoma? NEI!
4.8.2009 | 11:48
Svona er þá komið fyrir málum, ekki að það hafi eigi verið þannig, afar lengi, en hvað í ósköpunum eru heilbrigðisyfirvöld að hugsa vilja þeir að fólk gerist afbrotafólk áður en það fær vistun.
Ef fólk sem á við geðræn vandamál að stríða kemur og biður um hjálp þá þarf það virkilega á hjálp að halda.
Mörg dæmi eru um að fólki hafi verið vísað frá, sagt að koma á morgun eða eftir helgi, hvað gerir fólkið? Jú það gæti framið sjálfsmorð, slasað aðra, bæði konuna og börnin.
Það hlýtur að vera það sem þeir vilja, nú ekki gengur svo vel að fá lögregluna í heimahús vegna manneklu, þó þeir þessar elskur geri eins og hægt er.
Þessu verður að breyta, ég veit að það er mikið búið að gera, en ekki nóg, það vantar eitthvað mikið upp á er svona kemur fyrir.
Guð veri með þessu fólki.
Vísað frá á geðdeild og ók inn í lögreglustöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Til hamingju nágrannar.
3.8.2009 | 14:28
Til hamingju aftur og aftur þið eigið heiður skilið fyrir ykkar framlag til þessara helgar, sem svo oft hefur verið erfið.
Ef ég hefði haft gönguheilsu þá hefði ég verið með ykkur og haft gaman af, lokaatriðið ykkar er með eindæmum fallegt.
Hjartans kveðjur og vona ég svo sannarlega að fólk taki sér þetta til fyrirmyndar brosi og sýni kærleikann í verki.
Hjartans þakkir á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ferð að Kiðagili í Bárðadal
2.8.2009 | 22:09
Þetta er hann Skugga Sveinn sem tók á móti okkur á Kiðagili í
Bárðdal í dag.
Þær standa hjá honum Viktoría Ósk haldandi á hálfhræddri
Aþenu Marey. Við fórum að Kiðagili í dag þar var svokallaður
þjóðlegur dagur með þesskonar skemmtun og kaffihlaðborði.
Skugga Sveinn söng fyrir okkur undir borðum.
Uppstilling frá þessum tíma.
Verið að sjóða yfir hlóðum.
Þeir spiluðu fyrir okkur á nikkurnar.
Þær með afa, þetta var yndislegur dagur sem endaði í Pitsuveislu
hjá Millu minni og þær voru sko ekki af verri endanum.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)