Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Við etjum við sama hnútinn, þar til allt gengur upp.
26.2.2011 | 20:56
Í raun gerum við það, sko lífið kemur til okkar í kössum með hnút á, við verðum að losa fyrsta hnútinn svo við getum haldið áfram, en vitið þið stelpur/strákar að þetta er eigi svona auðvelt í flestum tilfellum gefumst við upp og segjum: " Æi, ég leysi þetta seinna" svo er það bara ekki gert við erum nefnilega snillingar að fela fyrir sjálfum okkur óleysta hnúta og alltaf verður erfiðara að leysa þá hnúta sem á eftir koma. Þetta á við um alla hnúta.
Ég hef svo gaman að rifja þetta upp, er búin að bisast við þá marga og ætíð látið undan púkanum sem situr á annarri öxlinni og hvíslar: " það er svo auðvelt, bara að gefast upp".OK það er það.
Núna í nokkur ár er ég búin að berjast við púkann, henda út mörgum ósóma sem ég hef leift honum að viðhalda í mínum hugsanagangi.
Kannist þið ekki við að engin getur ráðlagt manni, ekki kennt manni að biðja um hjálp, eða What ever því maður veit allt betur en hinir, tel að allir kannist við þetta. Oj oj ég er svo klár.
Svo smellur eitthvað og Bingó, ekkert mál, búið að leysa alla hnútana og leiðin greið. Þetta gerðist hjá mér í byrjun árs og er ég stöðugt að læra, fara á netið og læra um þetta allt, tala við bróðir minn sem gaf mér spark í rassinn svo ég færi nú að leysa hnútana og um leið að viðurkenna vanmátt minn svo ég gæti byrjar upp á nýtt og ég nýt þess í botn.
Þetta er svo gaman og ég elska matinn sem ég er að borða, það sem er svo skemmtilegt, jú það er að borða sér til heilsu það er jú meiningin með þessu hjá mér, nú ef ég grennist þá er það bara bónus.
Hafið þið hugleitt hvað þið borðið og hvað það gerir ykkar heilsu? Nei nei ég ætla ekki að reyna að segja ykkur það, finnið út úr því sjálf, en það er allt í lagi að spyrja ef einhverjar spurningar vakna,get bara sagt að þetta er æðislega gaman
Kærleik og gleði á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn
24.2.2011 | 22:34
Nú er ég loksins búin að fá vitneskju um höfundinn
af kvæðinu Amma mín er mamma hennar mömmu,
það var maður nokkur sem fann það með því að hringja
í ruv. og lét mig vita, gaman að þessu.
Svo sendi Beggó bloggvinkona mér seinnipart kvæðisins,
sem trúlega er réttari, set kvæðið í heild sinni hér inn.
Amma mín er mamma hennar mömmu.
Amma mín er mamma hennar mömmu
mamma er það besta sem ég á
gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vörum hennar sjá.
Í rökkrinu hún segir mér oft sögur
svæfir mig er dimma tekur nótt
syngur við mig sálma og kvæði fögur
þá sofna ég svo undur vært og rótt
Böðvar Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Himinn, jörð + heilsa lll
21.2.2011 | 09:51
Vallarnes ræktar allt mögulegt og framleiðir undir merkinu Móðir jörð, er það ekki fallegt, jú og allt sem kemur frá Móður jörð er bæði fallegt og gott, og vitað mál er að varan er framleidd í gleði og með hjartað á réttum stað.
Byggflögurnar eru ný framleiðsla frá þeim og hef ég ekki notað neitt betra í múslíið mitt, ég kaupi mér nefnilega ekki múslí í pökkum, kannski er ég bara matvönd, held samt ekki.
Hér kemur lýsing á Byggflögum sem ég nappaði af
heimasíðu þeirra bænda í Vallarnesi.
Slóðin á þá síðu er http://vallanes.net/
Endilega skoðið.
Byggflögur Móður Jarðar eru góður íslenskur valkostur í grauta, bakstur (brauð, kökur og kex), slátur, múslí og aðra matargerð.
Þær eru unnar úr bygginu eins og það kemur fyrir og innihalda því trefjaefni úr hýðinu sem eru mikilvæg fyrir heilsuna auk vítamína og steinefna og þær veita orku fyrir daginn úr flóknum kolvetnum. Trefjaefnin í byggflögunum eru bæði óleysanleg trefjaefni sem eru mikilvæg fyrir meltinguna og vatnsleysanleg. Meðal vatnsleysanlegu trefjaefnanna eru beta-glúkanar en þeir geta lækkað kólesteról í blóði og dregið úr blóðsykursveiflum.
Með byggflögum öðlast gamli góði hafragrauturinn nýtt líf úr íslensku hráefni.
Bygggrautur fyrir tvo:
2 dl byggflögur, 5 dl vatn, 1/2-1 tsk salt. Soðið í u.þ.b. 5 mínútur. Má bragðbæta eftir smekk m.a. með rúsínum, kanil, fræjum, berjum eða sultu.
--------------------------------------------------------------
Það sem ég set út í AB mjólkina mína er:
3 matsk. byggflögur
1 do hveitikím
1 do Gojaber
1 st Kíví
3 tesk. kanill
3 do Fræ
Stundum set ég rúsínur í staðin fyrir Gojaberin
tek fram að allt er þetta lífrænt ræktað, nema
AB mjólkin.
Er nýbúin að uppgötva Biobú vörurnar og kaupi mér
þær bæði yogurt og smjörið, en biobúið framleiðir
mjólkurafurðir frá jörðum sem hafa lífræna vottun.
Einu vítamínin sem ég tek eru D-vít og fljótandi magnesíum
Flest önnur vít fæ ég úr Bygginu og hveitikíminu
Sumum finnst ég óþolandi í mínu tali um lífrænt, en þær vörur eru bara svo þúsund sinnu betri, en venjulegar vörur. Auðvitað verð ég að kaupa mér venjulegt grænmeti það þarf bara að þvo það afar vel, en bragðið er ekki það sama. Þar sem ég bý þarf ég að aka í klukkustund til að nálgast lífrænt ræktað grænmeti og það er ekki að ganga upp en nota tækifærið er ég fer til Akureyrar, kannski maður aki bara upp á hérað í sumar, en verð að segja frá því að ég fæ tómata, gúrkur, paprikur og kryddjurtir hér inni í sveit og gulrætur er þær spretta upp og svo eru það eggin sem koma frá landnámshænunum hér rétt hjá mér.
Sumir tala um að það sé svo dýrt að kaupa svona mat, en síðan ég byrjaði á þessu hef ég eitt minna í mat en áður.
Merkilegt, en fólk talar ekki um að aðrar neysluvenjur þess kosti of mikið, ég mundi ekki hafa efni á mörgu því sem fólk er að leifa sér allt í kringum mig.
Elskið það sem þið borðið, það sem þið ekki elskið
eigið þið ekki að borða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Einu sinni enn
20.2.2011 | 09:15
Ætla ég að tala um stjórnsemi, eins og ég hef áður sagt þá byrjar hún við fæðingu strax byrjum við að reyna hvað við komumst með öskrum, ef það tekst þá er það eigi gott fyrir okkur, ef það tekst ekki þá er það gott veganesti út í lífið, það þarf nefnilega að kenna börnunum að nota stjórnsemina af skynsemi og það gerum við í uppeldinu svokallaða, sem oft vill bregðast því maður veit ekki betur og verður jafnvel ekki var við að maður láti undan.
Man daginn sem ég fermdist þá var að sjálfsögðu veisla og dansað eftir matinn, mágur hans pabba bauð mér upp og við byrjuðum að dansa, allt í einu stoppar hann og segir er ég herrann eða þú Milla mín, HA sagði ég, þú átt sem daman ekki að stjórna mér, Usssusus, mér fannst hann frekar leiðinlegur að segja þetta, en auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, það var bara ég stjórnsama drollan sem taldi mig hafa rétt fyrir mér. Man hvað það fór hrikalega í mínar fínustu er aðrir ætluðu að stjórna í mér, sem var afar algengt á þessum árum er ég var ung, ég vildi stjórna mér sjálf.
Það er þetta sem er svo algengt í dag, krakkarnir og yngra fólk kunna ekki að taka því af skynsemi að einhver ráðleggi þeim, þau vita þetta allt miklu betur en við gamlingjarnir og ekki er ég að gera lítið úr visku þeirra og stjórnsemi þau þurfa að sjálfsögðu að reka sig á, en í mikilvægum málum er kannski betra að hlusta á sér eldri og vitrari því það er dýrt er þeim verður á í messunni og er eða ef það gerist þá hugsa þau ÆI! Æ. hefði betur hlustað á ???.
Man bara hvað ég hugsaði þannig oft lét nú ekki vel að stjórn frekar en þessir krakkar sem ég er að tala um, akkúrat þess vegna get ég talað um þetta, hef nefnilega reynsluna.
Segja ykkur dæmi um ótrúlega stjórnsemi, þegar ég byrjaði að búa í fyrsta nýja húsinu mínu kom mamma og hjálpaði til, hún saumaði allar gardínur, raðaði upp glingrinu og margt annað, hún var í essinu sínu þessi elska og ég hugsaði bara að ég mundi breyta i rólegheitum, en viti menn næst þegar hún kom breytti hún öllu aftur og sagði með þjósti Milla svona er þetta flottast, þar hafði ég það og ekki þorði maður að malda í móinn, maður var svo vel uppalin, eða þannig.
Þetta er náttúrlega stjórnsemi á hæsta stigi og mundi ég aldrei gera þetta hjá mínum börnum þó ég reyni að stjórna með orðum.
Ég var víst að tala um áráttuna hjá unga fólkinu að vilja ráða og að ráða er stjórnsemi. það þarf að kunna að stjórna rétt og réttilega fyrir mann sjálfan taka ráðum ef þau eru góð, unga fólkið í dag er ekki vitlaust það kann að greina á milli góðra ráða eða stjórnsemisráða.
En stjórnsemi verður að sjálfsögðu alltaf til, en elskurnar mínar lærið að stjórna vel og ekki bara í eigin egói
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ævintýri eða upplifun
19.2.2011 | 11:39
Vinkona mín sagði mér eitt sinn frá ævintýri eða upplifun sem hún lenti í. Hún lá í rúmi sínu, en eðlilegt fannst henni að standa allt í einu niður á bryggju, þar var fullt af fólki og þar á meðal barnabörnin hennar, allt í einu sér hún hvar Höfrungur kemur upp úr sjónum, hann talar til hennar og honum vantar hjálp, hún kallar hvort það sé einhver bátur á lausu og einn maður kemur og segir komdu ég fer með þig, höfrungurinn fer á undan og vísar leið, er þau koma að hafnarkjaftinum stoppar höfrungurinn og syndir að grjótgarði sem þarna er, en uppi í honum liggur kálfur, vinkona mín stekkur út í sjóinn eins og hún gerði það á hverjum degi syndir að grjótgarðinum, sér þá að kaðall er fast ofin utan um kálfinn neðarlega, hún kallar að hún þurfi hníf, um leið kastar bátseigandinn til hennar hnífi og hún grípur hann eins og ekki neitt, sker síðan á böndin, hjálpar kálfinum niður syndir að bátnum og henni hjálpað upp í hann, hún var afar þreytt, blaut og þyrst.
Nú á að snúa bátnum og halda heim, en þá kemur kúin með kálfinn að bátnum kálfurinn upp í bátinn og þá sér hún að stórt sár er eftir reipið, hún strýkur hendi sinni upp eftir sárinu og viti menn, sárið hvarf, kálfurinn stekkur út í til mömmu sinnar, mamma segir við vinkonu mína, þú munt fá allar óskir þínar uppfylltar, þú þarft bara að biðja um hjálpina síðan fara þau á braut, en þá er vinkonu minni litið upp og sér þá, þá yndislegustu sjón sem hún hefir augum litið, óteljandi höfrungar mynduðu regnboga hann var sko í öllum regnbogans litum og það var eins og þeir væru að þakka fyrir sig, síðan hurfu þeir á braut.
Þegar þau komu að bryggju var komin fjöldi manns og þar á meðal blaðamenn, þeir vildu fá viðtal, en hún sagði að maður talaði ekki um svona lagað.
Hún fór heim beint upp í rúm, en vissi samt af lækninum sem var þarna, steinsofnaði, er hún vaknaði aftur sat læknirinn við rúmstokkinn, hann spurði hvort það væri ekki allt í lagi, hún var hálf ringluð, en sagði jú jú, en hún væri bara ofur þreytt, hann sagði henni þá bara að hvílast vel.
Já það er stór spurning, hvort var þetta upplifun
eða ævintýradraumur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er svo.
18.2.2011 | 14:47
Kjararáð hefur ákveðið að hæstaréttardómarar og dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur skuli fá sérstakt tímabundið álag á laun allt til 31. janúar árið 2013 vegna tímabundins álags á dómstólunum.
Launahækkunin gildir frá og með 1. febrúar sl. og er ákvörðuð 20 einingar á mánuði. Hver eining er 1% af 126. launaflokki kjararáðs, sem er 5.058 kr. í dag. Heildarhækkunin er því rúmlega 101 þúsund kr. á mánuði.
Ég vil líka fá svona álagslaunahækkun og það til X langs tíma því það er mannskemmandi álag að vera alla daga að finna út leiðir til að láta enda ná saman, allt vegna þessara plebba sem er svo mikið álag við að dæma. láta bara dómara og annað starfsfólk við Hæstarétt og Héraðsdóm vinna fyrir laununum sínum, þeir mundu aldrei ná að komast niður í mín laun þó þeir ynni allan sólarhringinn.
Gaman gaman og góða helgi.
Dómarar fá 101.000 kr. launahækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eitt af undrum veraldar
17.2.2011 | 09:16
Þessi mynd er svo stórkostleg að maður fyllist lotningu.
Samskipta- og raforkukerfi á jörðinni gætu truflast í kjölfar stærsta sólgoss sem orðið hefur í fjögur ár. Gosið varð í gær og hefur breska jarðvísindastofnunin gefið út jarðsegulstormviðvörun.
Hugsið ykkur orkuna sem getur truflað allt okkar kerfi og ekki nóg með það heldur einnig líkamsklukkuna okkar ég svaf t.d í gær frá 2 til 5 og hefði getað sofið frammúr, en það komu tvær litlar í heimsókn, ég drattaðist úr rúminu og fór að elda grænmetisrétt og vitið ég var svo svöng eins og ég hefði ekki fengið mat í langan tíma.
Taldi svo að ég gæti vakað langt fram eftir kvöldi, en nei var komin upp í um 10 leitið og svaf þar til í morgun, en er endurnærð í morgunsárið.
Viss er ég um að öll þau áhrif sem svona gos geta valdið, valda þau miklum breytingum á okkur mannfólkinu, kannski gerast þessi sólgos, eldgos hvort sem er í sjó eða á landi, hamfarir af öllum toga, til að minna okkur á að þessi öfl eru sterkari en mannfólkið á þessari litlu jörð sem við höfum viðkomu á.
Þeir sem taka sér völd og stjórna af vanviti, en halda að þeir hafi leifi til, ættu nú aðeins að skoða sinn hug, en vanvitið er svo sterkt í sumum já og það út um allan heim að þeir sem það hafa sjá það ekki fyrr heldur en allt er komið í óefni.
Já ég held að alheimsorkan hafi bara ekki önnur ráð til að kenna, við skulum bara segja okkur öllum að við höfum afar litla orku á miðað við þá orku sem yfir,undir og allt um kringum okkur er.
Hugsið málið
Sólstormur í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Matareitrun
15.2.2011 | 11:23
Þetta sama gæti gerst hjá okkur ef allt nær fram að ganga í sparnaði við skólahald hér á landi nú þegar er ástandið ekki gott og veit ég um fullt að börnum sunnan heiða sem ekki eru í mat í skólanum heldur fara með nesti.
Tæplega þúsund börn fengu matareitrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitthvað ruglumbull
14.2.2011 | 22:05
Hamingja, tilhlökkun, von, vonbrigði, ótti já einhvernvegin í þessari röð og þó veit ég ekki alveg.
Munum við ekki öll eftir þessu ferli, allavega ég, ung var ég ekki oft skotin í strákum, en það kom fyrir og jedúddamía hvað það var gaman á meðan á því stóð þó maður væri aldrei með þeim strák sem skotið átti skipti það engu. Nú það kom að því að ég varð alvöru skotin þá byrjaði lífið eins og það er hjá flestum, einhvern tímann, en auðvitað reynir maður að halda öllu saman nú það voru börnin og þetta sem allir kannast við.
Ég barðist alla tíð eins og rjúpa við staur að finna eitthvað sem ég aldrei fann og hef ekki fundið en.
Það sem ég ætlaði að segja er að mér fannst og finnst enn að ég sé svo klár og ómissandi að eigi sé hægt að vera án mín, en ég get svo hæglega verið án annarra, ég er snillingur í að loka á fólk sem ég tel mér ekki samboðið, eigi meina ég í stétt, heldur í heiðarleika, skemmtilegheitum, tala út um málin, koma beint að mér og ræða við mig, ekki fara útundan sér í ótta, já ótta við hvað?????????????????
Eitt er það sem mér finnst óþolandi er loftkastalatal og sjálfshól, segjandi að þetta skuli vera svona og svona, standa svo ekki við neitt af því sem sagt hefur verið og með því særandi litlar sálir sem ekki er svo auðvelt að sættast við eins og mig og fleiri.
Vanmátt og ótta finn ég er allt í einu kemur á daginn að ég er ekki ómissandi, kannski er ég orðin gömul, gleymin með skrýtnar skoðanir, en tel samt að ég hafi oftast rétt fyrir mér, en kannski skjáflast mér og það er bara allt í lagi því ég ætla að halda mínu striki hugsa um sjálfan mig og lifa lífinu lifandi.
Vona bara svo hjartanlega að fjölskyldan mín sem er mér næst virði mig fyrir hvað ég er og hvernig ég kem fram, passi sig á því að særa aldrei neinn nema að það sé áunnið.
Kærleik á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar maður vaknar upp af meðvirkninni
13.2.2011 | 08:28
Margir eiga örugglega svipaða sögu að segja og ég.
þegar ég var lítil, dekruð og einu áhyggjurnar voru þær að finna út leiðir til að fá það sem manni var bannað, oftast tókst það, en eigi alltaf, aðeins eldri byrjaði maður á skíðum síðan í skóla voru það fimleikar, skautar + skíði, unglingur, bara gaman að lifa við þetta allt + dansinn sem bættist við flóruna og svo skólinn bæði hér heima og erlendis.
Aðeins eldri kom svo fyrsti engillinn minn, var á skautum þar til hún var 3 ára, búið basta, komin í átið og fleiri engla og svo enn fleiri engla og allmörg kíló í viðbót. Maður er sko ekki í lagi.
Sé núna þegar ég er búin að kasta meðvirkninni frá mér hvað ég laug hrikalega að sjálfri mér og var í stöðugum feluleik með allt sem ég lét ofan í mig, át helst ekki fyrir framan aðra.
Sumir vilja halda að maður borði of mikið vegna einhverja aðstæðna í sínu lífi, auðvitað notaði maður það sem afsökun, en þvílíkt fjandans kjaftæði og einn feluleikurinn í viðbót því það sem gerist í lífi manns, gerist ekki nema að því að maður leifir því að gerast, allavega tel ég að svo hafi verið í mínu tilfelli, ég ber ábyrgð á mínu lífi og engin anna, málið vað að ég var orðin fjandans ofæta, mér detta í hug risaeðlurnar sem voru stöðugt að borða, svoleiðis var ég.
Hvað ætli ég sé búin að fara í marga megrunarkúra, sko þeir eru margir, en engin hefur virkað, skrítið, nei ekkert skrítið því ég tók aldrei toppstykkið með, það er nefnilega það sem þarf, sko lífstílsbreytingu og hún byrjar í heilabúinu.
Í mörg ár er ég búin að undirbúa heilabúið og loksins kom að því að Milla litla vaknaði upp af meðvirkninni, fékk nóg af áti sem skapaði vanlíðan alla daga, þvílíkt og annað eins rugl ég er 68 ára gömul og það er búið að taka mig 46 ár að átta mig á því hvað ég var vond við sjálfan mig.
Mig langar til að segja ungum konum sem eru í sömu sporum og ég takið ykkur á og verið ekki svona meðvirkar sjálfum ykkur,nema að þið viljið enda eins og ég heilsulaus gleðipinni, það er nefnilega það sem gerist, þið missið heilsuna, betra að vera heilsugóður gleðipinni og geta ferðast um allt að vild.
Vona að allt muni ganga vel hjá mér í þetta skiptið, ætla að segja ykkur fréttir, ég fæ nefnilega ekki fleiri tækifæri, þau fást ekki endalaust og bara eftir pöntun eða hentileika.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)