Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Datt í mig að hugsa til baka.
29.3.2011 | 16:51
Í gær fékk ég yndislegar fréttir, englarnir mínir koma heim til sumarvinnu þær munu vinna á Fosshótelinu hér á Húsavík, þær eru ekki óvanar hafandi verið í fjögur ár vinnandi á Fosshóteli, 2 sumur að Laugum og eitt sumar viðloðandi hótelið hér á Húsavík þannig að þetta verður 4 sumarið sem þær vinna fyrir þessa hótelkeðju. Mesti munurinn er að þær geta búið hjá mér sem er náttúrlega þeirra annað heimili.
Dóra mín kemur með þeim og allir verða afar glaðir að fá þær, þó veit ég um eitt lítið ljós sem hoppar hæð sína af gleði, sko Dóra frænka mun fara með hana í sund og dekra við hana eins og Dóru er vani við frændsystkini sín, vonandi verður sumarið okkur gott veðurfarslega séð, að öðru leiti veit ég að það verður yndislegt.
Svo það datt í mig að hugsa til baka í morgun, kannist þið ekki við þá tilfinningu að vera aleinn og einmanna þó allir sem eru í kringum mann elski og vilji gera allt fyrir mann, veturinn í vetur er búin að vera þannig hjá mér og er það örugglega mér sjálfri að kenna og þó, veikindi, dauðsfall, aftur veikindi, mikill snjór og erfitt fyrir mig að komast út nema í fylgd með fullorðnum sko það eru þau Milla mín og Ingimar, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði þau ekki. Nú ég er búin að tala við þær á Keili á hverjum degi og þær voru nú hér í rúmlega 3 vikna fríi um jólin.
Það sem ég meina með því að vera aleinn og einmanna er að sjálfsögu vegna þess að ég lét það gerast, búin að losa mig við þrjá menn um ævina,(geri aðrir betur) sem var bara hið besta mál, á fáa, en góða vini eftir öll þessi ár, kannski á ég fleiri bara veit það ekki því ég hef ekki leift neinum að komast að til að gá, kannist þið ekki við þegar maður heldur að engin vilji vera vinur sinn, eða að fólki líki ekki við mann, ég tala nú ekki um allt hitt sem maður heldur að geti ekki gerst hjá sér og svo vantar að treysta fólki, tilfinningum og að maður verði ekki særður eða særi aðra.
Mikil ósköp, ég er búin að læra helling, en á margt eftir, held að það sé með þetta eins og margt annað, ég er allt lífið að læra.
Las á síðunni hjá henni Jóhönnu Magnúsar um daginn erindi sem Brene Brown las af sinni einskæru snilld, konan er yndislegur viskubrunnur, gef ykkur linkinn á hana
http://www.ted.com/talks/brene_brown_on_vulnerability.html
Þegar ég var búin að drekka í mig hvert orð, margoft ( mikil ósköp
það er ekki eins og ég hafi ekki lesið um þetta áður)
þá fór ég að hugsa:
Ég er verðug.
Ég elska sjálfan mig (kannski vantar smá upp á)
Ég hef sama rétt og aðrir (en fer ég fram á það)
Ég læt ekki koma fram við mig af vanvirðingu,
Ég er búin að ná því.
Ég er hætt að vera gólftuska
Ég er hætt að vera stuðpúði
Ég er hætt að láta misskilja mig
Ég er hætt að stjórna í öðrum
Ég er hætt að láta stjórna í mér.
Ekki má misskilja þessi orð mín margt að þessu sem ég tel
upp er dautt og grafið farið með þeim sem gerendur voru.
Hlakka svo til í sumar
Elska allt mitt fólk, og
er ástfangin í lífinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ansans tortryggni er þetta endalaust.
26.3.2011 | 18:05
Úr auglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa vitað að til stæði að hann birtist í auglýsingu samtakanna Áfram, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hreyfingin berst sem kunnugt er fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Og ég segi ansans tortryggni er þetta endalaust, það er nákvæmlega allt sem gerist sem er tekið og sett í tætarann og svo koma skoðanir þaðan sem er ekki búið að setja saman aftur, svei mér þá ef þjóðin er ekki orðin föst í útásetningum.
Veit ég vel að margt er tortryggilegt, en algjör óþarfi að grípa svona fréttir beint úr prentvélinni og stimpla þær neikvætt, það er að segja hjá þeim sem ætla að segja nei, eg tilheyri þeim hóp sem ætla að segja nei, en það er ekki þar með sagt að ég fordæmi þá sem ætla að segja já, jáið er þeirra skoðun eins og neiið er mín skoðun.
Tryggvi segist ekki hafa vitað af þessu eða samþykkt það og mér dettur ekki í hug að rengja hann, getið þið skoðað inn í hugarheima annars fólks?
Bara rétt að segja ykkur að nýverið gerðist það í minni fjölskyldu að samtal var birt í ónefndu útvarpi sem viðmælendur vissu ekki af hvað þá að það væri samþykkt, svo þetta getur gerst.
Svo mikil ósanngirni er búin að fara fram í þessu landi að hálfa væri miklu meira enn nóg og er ég yfirmáta hneyksluð á hverjum degi yfir þeim fréttum sem á okkur hlaðast, en erum við eitthvað bættari með því að urlast út í allt og alla vegna þess.
Vinnum málin í friði og spekt, það þarf nefnilega að passa upp ásálartetrið í börnunum, svo ég tali nú ekki um pumpuna og geðheilsuna.
Vissi ekki af auglýsingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þarna eru til peningar
26.3.2011 | 08:34
Kveikt á kertum fyrir fórnalömb ofbeldis af öllum toga
Já þarna eru til peningar, en er siðferðið komið í lag, efa það stórlega, hvað er búið að gerast síðan 1990 og hvenær þorir fólk að segja frá því?
Kaþólska kirkjan hefur beðið fórnarlömb kynferðisofbeldis afsökunar og ætlar að greiða þeim 166 miljónir dollara (jafnvirði 19 miljarða króna) í miskabætur, fólkið segir þetta vera sárabót.
Sárabót, jú eflaust, en ég tel að ekkert geti að fullu heilað þá sem urðu og verða fyrir svona sálarmorðum.
Hef mikið hugsað um hvers vegna þessir prestar (ef við bara tökum þá þó margir aðrir en þeir séu gerendur) fóru út í að læra til prests, var það vegna þess að þeir sjálfir urðu fyrir ofbeldi í uppvexti eða voru þeir bara fæddir geðveikir, sem þá ekki var meðhöndlað, eða bara hreinlega fæddir djöflar í mannsmynd. Allir þessir þættir eru því marki brenndir að menn verða að fá allt sem þeir vilja og það strax hvað sem það kostar, sumir trúa að þeir séu kettir að leika sér að músinni, kvelja hana og særa þar til þeir láta til skara skríða.
Í öllum tilfellum er þolandinn óvarinn fyrir þessum skrímslum þora ekki annað en að lúta vilja gerandans, þolandinn veit sem er að verra verður það fyrir hann ef hann ekki er undanlátsamur.
Þolendur brotna niður hótað og lamin þar til þeim finnst þeir vera einskis virði ekkert sjálfsmat og telja sig ekki eiga skilið að fá hjálp út úr sínum hörmungum, ef þetta er ekki sálarmorð þá veit ég ekki hvað.
Tel gerendur vera morðingja.
Fyrirgefið, en þetta er mín skoðun.
Njótið svo dagsins.
Greiða fórnarlömbunum 19 milljarða í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fangar, ekki búpeningur
25.3.2011 | 06:31
Reitir, sem eiga Sjafnarhúsið á Akureyri, telja að húsnæðið
henti vel undir fangelsi.
Telja þeir það, þeir vilja náttúrlega losna við húsið, en hvað kostar að breyta húsinu svo það verði notanlegt sem fangelsi, hvar á að gera stórt og aflokað útivistarsvæði með girðingu sem akandi og gangandi vegfarendur sjá inn um, já inn um, þetta hús stendur við þjóðveg eitt og er afar aðgengilegt fyrir hvern sem vill jafnvel áreita fangana, en þetta var spurning um kostnað.
Ég nenni varla að taka þátt í þessari umræðu lengur. Það þarf að standa faglega að þessu og byggja sérhannað fangelsi. Ekki taka í notkun gamla ísbrjóta, gáma eða annað húsnæði langt frá höfuðborgarsvæðinu."
Tek svo hjartanlega undir þessi orð forstjóra fangelsismálastjórnar, lokksins maður sem nennir ekki endalaust að taka þátt í umræðum í einhverjum nefndum um að taka afdönkuð hús eða gáma uppi á fjöllum fyrir fangelsi, við megum ekki fara í þann pakka að vera alltaf með, til bráðabyrgða aðgerðir, sem munu kosta okkur margfalt meira til lengdar, byggja strax varanlegt það er framtíðin.
Segi einnig að fangar eru ekki búpeningur,
fangar eru menn sem eiga rétt á viðunandi aðbúnaði,
aðstoð og allri þeirri hjálp sem þarf til að koma þeim
út í þjóðfélagið afturr.
Verksmiðjur, gámar og ísbrjótar duga ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver hafi sína skoðun.
18.3.2011 | 07:17
Mín skoðun er örugglega ævintýralituð í augum sumra,
heillandi finnast mér svona uppákomur og ættu allir að
huga vel að orkunni sem skapast á svona dögum í einu
og öllu, ekki síst í ástarmálunum.
Hugsið ykkur þetta stórkostlega fyrirbæri, tunglið eins nær jörðu og það kemst+fullt tungl það getur ekki verið meiri kraftur en á svona stundum, talandi um kraft allir sem hafa horft á náttúruhamfarir og afleyðingar þeirra vita að ekkert ræður við þá orku sem brýst fram og sópar með sér öllu sem á vegi verður eins og um spilaborg væri að ræða.
Talað er um að samsæriskenningar gangi nú um netið og vilja spekúlantar meina að þessi staða tunglsins hafi haft áhrif á hamfarirnar í Japan, hef alveg trú á því. Eru þetta nokkuð samsæriskenningar, samsæri gegn hverju, mundi nú frekar kalla þetta umræður.
Breskir vísindamenn vísa þessum kenningum alfarið á bug, tel þá bara vera í feluleik eða jafnvel að þeir viti ekkert um þá orkubreytingu sem fer fram við svona atvik, enda Bretar. þeir fara aldrei út fyrir rammann.
Einn sérfræðingurinn Dr. Robert Massey segir ekkert sérstakt við jarðnám tunglsins þann 19/3 og engin óeðlileg fyrirbæri hafi komið upp í tengingu við ofurtunglið nema sú mikla sjávarhæð sem við verðum vör við tvisvar í mánuði, hver var sjávarhæðin þegar hamfarirnar byrjuðu í Japan eða bara út um allan heim er hamfarir hafa byrjar og ætla þeir að bera það á borð fyrir okkur að þó hamfarirnar í Japan hafi byrjað 8 dögum fyrir ofurtunglið að það geti ekki hafa haft áhrif, hefur ofurtunglið engan aðdraganda, allt sem gerist hefur aðdraganda, við bara skiljum hann ekki svo gjarnan, sem er ekki von við erum ekki sérfræðingar, en við erum ekki vitleysingar og allavega ég hlusta vel á líkama minn, líkaminn segir manni nefnilega margt, bara að hlusta.
Var að tala um orku við erum ekkert nema orka og ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskíra hana eitt veit ég bara að hún getur verið jákvæð, neikvæð og illskeytt, við verðum að reyna að bægja í burtu öllu neikvæðu og illskeyttu því sú orka gerir okkur vansæl.
Orkan sem er búin að vera að gerjast lengi og kemur yfir okkur af fullum krafti á morgun 19/3 verður vonandi til góðs fyrir alla, hlusti, njótið, verið rómantísk, gerið allt fyrir ástina og kærleikann.
Orku og gleði til ykkar allra.
Milla
Samsæriskenningar um tunglstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að fá visku út á heimsku.
17.3.2011 | 08:54
Hafið þið einhvertímann komist að hvað þið hafið í raun verið heimsk, það hefur nefnilega gerst hjá mér og segi ég frá því hér til að aðrir lendi ekki í súpunni það er nefnilega afar slæmt að fá kalda tuskuna framan í sig, alveg að óvörum því stundum lokum við á hvað við hefðum átt að gera.
Ég er oft búin að fá tuskuna framan í mig, en ég hef þroskast með árunum og taldi mig vera að gera rétt, en ekki aldeilis.
þeir sem eru með gallaðan ristil að einhverju tagi kannast við barninginn og hafa prófað hinar og aðrar aðferðir til að halda hægðunum í lagi, þar er ég engin undantekning.
Fyrir nokkrum árum er ég þurfti að fara að taka inn meðöl við mínum elsku kvillum ákvað ég að lesa nú vel á fylgiseðilinn sem kemur með lyfjum, en ekki endilega á vítamínum, hægðarlyfjum eða einhverjum drykkjum sem ég var að fá mér.
Fór í fyrradag og keypti mér Magnesía "medic", búin að vera á því í ein tvö ár, datt allt í einu í hug "gáfaða ég" að lesa fylgiseðilinn"#$%&//()=(/&% OMG komst að því að ég á ekki að taka þetta lyf, en þeir vissu af því, hvað með það.
Langvarandi notkun Magnesía "medic" getur haft áhrif á kalk og fosfórs magn í líkamanum og ekki má ég nú við því sem er með slitgikt á háu stigi, einnig hindrar lyfið upptöku D vítamíns úr fæðu og perlum, einnig skapar lyfið höfuðverk.
Ég er búin að tala um höfuðverk við þjálfarann minn í heilt ár eða meira og hún hefur ekkert skilið í þessu þar til í gær að ég sagði henni hvað ég hefði lesið, hún bað mig bara að hætta á þessu strax sem ég að sjálfsögðu er, ég er nefnilega ein af þeim sem hef ofnæmi fyrir afar mörgum lyfjum, svo auðvitað þurfti ég að hafa ofnæmi fyrir þessu drasli.
Ráðlegg öllum sem taka hægðarlyf að lesa vel á fylgiseðilinn, en svo er annað sem ég ætla að láta reyna á núna það er að setja fullt af fræjum berjum og heilkornum út í morgundrykkinn minn, annað sem er bara afar nauðsynlegt og það er að hlusta á líkama sinn og ef þú kemst að því að ekki er allt eins og það á að vera, leitaðu þá eftir hjálp, t.d. heyrði ég viðtal í þættinum Samfélagið í nærmynd í gær þar sem Guðrún Gunnars var að tala við Kolbrúnu grasalækni, sem á og rekur Jurtaapótekið, hún segir að heilbrigði meltingarvegarins sé undirstaða góðra heilsu og það er svo satt hjá henni því ef við söfnum óæskilegum sveppum í meltingarveginn þá verðum við veik og eigi viljum við það. Þeir sem ekki trúa verða að reka sig á.
Annað sem mig langar til að vara vini mína við, lesið einnig vel á öll vítamín sem þið ætlið að kaupa, hugið að sykurmagninu, svo er ekki gott að kaupa fyrir þúsundir vítamín og vita ekki í raun hvað þið þurfið að taka, endilega spyrjið starfsfólk og fáið ráðgjöf sem er oftast veitt í heilsubúðum einu sinni í viku og sú ráðgjöf er bara frítt.
Ætli sé ekki best að hætta núna áður en þetta verður að heilli bók.
Kærleik í ykkar dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gleymum ekki að vera jákvæð og bjartsýn
14.3.2011 | 10:06
Hafið þið nokkurn tímann heyrt þjálfara koma fram og biðja þjóðina afsökunar á lélegum leik, allavega ekki ég og taldi mig vera að misheyra er besti þjálfari allra tíma kom og bað þjóðina afsökunar, þú ert frábær Guðmundur Þórður Guðmundsson og takk fyrir mig.
Hugsið ykkur Reykjaskóli fékk óvænt 40 mans í gistingu í nótt, bjartsýnir voru þeir sem þar voru á ferð svona miðað við veðurspá, en hvað með það, bara að drífa sig af stað, ég næ þessu hugsar fólk eða er það bara alls ekki meðvitað um hvað er að gerast í kringum það, lifir í sínu Egói eða hvað?
Í dag ættu allir að vera bara heima jákvæðir, nema þeir sem fara með vegagerðinni til að koma bílunum sínum ofan af heiðum.
Hann spáir rigningu og allt upp í 7 stiga hita síðan kólnandi og umhleypingar verða á sínum stað eins og verið hefur á stundum / oft í vetur. Mér finnast veðrin hafa verið undarleg í vetur, oftast hefur það verið þannig að ef slæmt veður er norðan heiða þá er gott fyrir sunnan, en núna er vont veður á næstum öllu landinu og er búið að vera lengi. Vindurinn segir mér að þetta sé ekki gott, en auðvitað trúi ég því ekki bjartsýniskonan sjálf.
Lengi hafa þjóðir barist, en skyldu þær þjóðir sem eru að gera uppreisn núna fá umbun, sem sagt frið og mannréttindi fyrir sig og sína, ætla að vera bjartsýn með fólkinu og trúa á frið.
Náttúruhamfarir hafa verið tíðar á undanförnum árum og hafa þær verið til mikilla miska fyrir fólk, en það sem er að gerast í Japan er sársaukafullt, ekki bara fyrir Japana heldur fyrir okkur öll í alþjóðasamfélaginu, en það jákvæða við allar hörmungar er samvinnan, samúðin, kærleikurinn og ósérhlífnin, hjá flestum varir þetta afar studd, fólk gleymir, en auðvitað á fólk að halda sínu striki, vinna, lífa sínu lífi, skemmta sér og vera jákvætt, en það er hægt að muna allt hitt í gleði og jákvæðni.
Hef verið að taka eftir því undanfarin ár að ekki kemur það mál upp sem ekki þarf að þrasa um sama hversu mikilvæg eða lítilvæg þau eru, einnig eru kærur þetta og kærur hitt, mál eru sett í nefndir og ráð og svo aftur í nefndir og ráð, það er bara verið að ýta á undan sér vandamálum sem jafnvel er hægt að leysa á stuttum tíma með jákvæðri og góðri samvinnu.
Er við erum að biðja fyrir fólki, senda góðar óskir og heilun þá verðum við að gera það í gleði, ef við erum sorgmædd eða reið þegar við sendum frá okkur , sendum við frá okkur sorgina yfir til fólksins sem við erum að biðja fyrir og það er ekki gott.
Það er umhugsunarefni af hverju allt þetta er að gerast núna og hver og einn verður að túlka það á sinn hátt, munið bara að þið eruð ekki ein í heiminum hvort sem það eruð þið sem þurfið hjálpina eða einhver annar.
Kærleik sendi ég út yfir allt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Skammt á milli stórra högga
11.3.2011 | 18:19
Alheimurinn hefur fengið að kenna á bæði náttúruhamförum og stríðsátökum í mörg ár og maður taldi að það væri komið nó, en nei jarðskjálfti upp á 8,8 skók Japan í morgun með tilheyrandi flóðbylgjum sem ollu þvílíkum eyðileggingum, sem eru þær óhuggulegustu sem ég hef séð.
Sjónvarpað var frá þessum voða atburði út um allan heim, sem er ekkert skrítið, svona atburðir hafa mikil áhrif á gang mála í öllum heiminum.
Fjöldi Íslendingar búa í Tokýó og vona ég svo sannarlega að það sé búið að hafa upp á þeim, ég veit að sendiráðs-starfsmenn eru að vinna í þeim málum.
Síðan kl 7 í morgun að ég sá þessar fréttir hef ég verið hálf dofin, bróðir minn og mágkona búa í Tokýó, en voru í LA, vissi ekki hvort þau hefðu farið heim í gær svo ég sendi þeim skilaboð um að hafa samband, mágkona mín hringdi um hæl þessi elska niðurbrotin hafði ekkert heyrt um hvort foreldrar hennar væru heil á húfi og elsku kisurnar þeirra, en á meðan við vorum að tala hringdi skæpið hjá bróðir mínum og vinur þeirra var að segja þeim að allt væri í lagi með fólkið þeirra, en húsið var eitthvað í messi, en hvað með það, dauðir hlutir skipta ekki máli ef allt er í lagi með fólkið.
þau fara heim á mánudag og þá býður þeirra ærið verkefni að styðja við og hjálpa þeim sem orðið hafa illa úti.
Við skulum hafa alla þá sem urðu illa úti í bænum okkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hvað veldur óttanum
8.3.2011 | 13:24
Nefnilega óttanum, mín skoðun er sú að við látum stjórnast af óttanum í okkur sjálfum, en við hvað eru við hrædd?
Jú við erum hrædd við hið óþekkta, hvað kemur út úr þessum aðstæðum og hinum, hvað verður um okkur ef að þetta eða hitt gerist, hvað segir þessi og eða hinn um mig ef að ég ekki geri þetta eða hitt.
Svona mætti lengi telja.
Óttinn er svo mikill að við sjáum ekki mun á réttu og röngu, framkvæmum ýmislegt sem við ættum ekki að gera því óttinn er búinn að vara svo lengi að við erum búin að tapa áttum, sem er ekkert skrítið því ógnin er búin að hanga yfir okkur í svo mörg ár að við höldum að þetta eigi bara að vera svona, nei ekki alveg, erum farin að gera okkur grein, svona í alvöru að þetta á ekki að vera svona.
Sumir/margir eiga ekki að hafa ofurlaun á meðan aðrir hafa sæmileg laun og enn aðrir hafa eiginlega engin laun, hef verið að hugsa um þau sem hafa ofurlaunin, skyldu þau vera laus við óttann, Ó nei, þau eru skíthrædd um að eitthvað komi fyrir þau, því þó þau séu svo óforskömmuð að þiggja ofurlaunin eru þau algjörir kjúklingar er kemur að eigin skinni, enda sést þetta fólk ekki á almennum stöðum.
Kannski eins gott því þegar þeir sem minna mega sín eru búir að sjá að það hefur ekkert að óttast ryðst það af stað og guð hjálpi ofurlaunaða fólkinu er það gerist, þá meina ég ríkisstjórn, fjármálageira í heild sinni, bankastjórum, undirstjórum, fulltrúum og öðrum þeim sem að svindli og svínaríi hafa komi.
Losum okkur við óttann, lifum í gleði, en gerum það sem þarf að gera, það sem þarf að gera metur hver og einn fyrir sig.
Munið að það er hægt að framkvæma breytingar öðruvísi en með ofbeldi og ljótum orðum, þegar farið verður af stað höfum við valdið.
Eitt skuluð þið vita, ef þið þorið ekki í breytingar á ykkar forsendum þá eru þið ekki laus við óttann.
Kærleik til ykkar allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eru menn ekki með fulle femm?
7.3.2011 | 07:46
Nei líklegast ekki, auðvitað ekki hvernig læt ég hafði nú svo sem vitund um það, en ég er bara svo bjartsýn að taldi að svona mundi engin láta út úr sér.
Bara rétt að taka það fram að óvæntu útgjöldin eru nú þegar komin upp á borðið, byrjuðu með innlögn hjá mér 4 jan. fékk svo reikning upp á rúmar fimm þúsund því fyrsti dagurinn heitir aðlögunardagur og svo er maður lagður inn, getur fólk sem á aldrei afgang um mánaðarmót borgar nei það getur það ekki.
Ó ég var svo vitgrönn að halda/vona að Guðbjartur kæmi með einhverja góða lausn á okkar málum, en auðvitað ekki, hann segir: "Það lifir engin af 180 þúsund á mánuði" eigi er hann að segja okkur neinar stórfréttir, en hvað lengi til viðbótar ætla hann/þeir að halda okkur í fangabúðum, því við erum í fangabúðum, útilokað er að fara í bíó, leikhús, út að borða, kaffihús, snyrti og hárgreiðslustofur, borða sómasamlega hvað þá að kaupa gjafir fyrir sjálfan sig og aðra, þannig að við erum annað flokks fólk sem er verið að hindra í að komast í tæri við þá sem telja sig æðri, ef einhver telur þetta vera rugl þá er hinn sami meðvirkur skrambans ruglinu.
Aðstæður fólks eru ólíkar segir hann, en á hvers kostnað jú skyldmenna það er að segja þar sem skyldmennin eru til staðar, sumir hafa engin, eða biðja ekki um aðstoð, skammast sín fyrir eymdina og borast bara í sinni holu. Ég veit bara að hefði ég ekki góða að þá væri ég í vondum málum.
það er rétt að ekki er nóg að hækka grunnlífeyrir og hækka svo allt sem við þurfum á að halda, bara svona rétt til að halda lífi, en eitthvað verður þú/þið að gera Guðbjartur, annars fáið þið yfir ykkur allt sem því fylgir að vera fátækur, en þið vitið nú örugglega ekki hvað það er nema kannski úr bókum og bíómyndum.
Ég er óskaplega sár yfir því að við skulum eiga fólk í ríkisstjórn eins og þið eruð, hvernig getur það gerst að ríkisstjórnin skiptir um ham eins og um nærbuxur.
Nú skuluð þið gera eitthvað til að opna hliðin að fangabúðunum og það strax.
Ekki nóg að hækka bæturnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)