Fyrir svefninn.
21.6.2008 | 23:21
Já nú verðið þið hissa, er enn þá á fótum.
Stundum enda kvöldin öðruvísi en maður ætlar, sem er bara
gaman. Milla mín kom og bað mig að hafa litla ljósið og Ljósálfinn.
þau voru að fara í útskriftarveislu. Þær voru uppi i Árholti hjá
ömmu og afa þar, svo ég fór að sækja þær, en það er ætíð gaman að
koma til Ódu og Óskars, svo maður fer ekki strax heim þaðan.
Enda lagði ég mig í dag og svaf til klukkan fimm, svo ég er ekkert
syfjuð núna, litla ljósið Hún Aþena Marey er að horfa á DvD,
hún sofnar strax því það er komið langt fram yfir háttatíma hjá henni.
Geðsleg barnapía þessi amma, yfirleitt svæfi ég hana með sögum,
en núna snéri hún svolítið á mig.
Milla mín og Ingimar eru að fara í sumarbútað á morgun,
og er ömmu og afa boðið að koma í heimsókn, þetta er bar hérna
rétt hjá. En sko hún er að leifa okkur að koma ekki að bjóða okkur.
---------------------------------------
Eftir hana Ósk.
Ráðgjöf.
Íslendigar eru frægir fyrir vonlaust fiskeldi og
refarækt, misjafnlega góða hesta og ljóshært
lambakjöt skemmtanafíkið og laust í brókunum.
Eða svo er útlendingum talin trú um.
Nokkuð er framleitt af fiski enn
mér finnst eins og refurinn hverfi senn
stefnið nú að því stæltir menn
í stað þess að flytja út laxa,
þá lifandi bændur lítið á
lífrænar konur rækta má
því pillan er komin að prýða þá
plöntu sem hætt er að vaxa
og lambakjötið með sitt ljósa hár
ljúft og viljugt í þúsund ár
er það sem girnist nú kaninn klár
og hvað með þá Engilsaxa?
Svo yrði það flutt á fæti út
með fallegt laufblað úr klæðisbút
svo ladinn ei framar í lýsisgrút
langaði til að baxa
og burtu með flensur og Faxa.
Nú er litla ljósið sofnuð í gestarúminu,
og Neró liggur við hliðina á henni og mun
ekki víkja fráhenni þar til hún vaknar í fyrramálið.
Engillinn minn er sofnaður yfir mjög svo háværu sjónvarpi,
smá heyrnalaus, þessi elska.
Er að hugsa um að fara að sofa.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Illmenni á ferð.
21.6.2008 | 18:25
á ekki

snúður.
Það eru bara illmenni sem geta gert
svona lagað, hvað verður það næst hjá
þeim.
![]() |
Dýraníðings leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Samskipti manna tekur á sig ýmsar myndir.
21.6.2008 | 10:49
Í brýnu sló milli Eldingar og Skutuls í gær.
Sögðust menn Eldingar, einungis hafa ætlað að ná
myndum af atburðunum og koma þeim fyrir almenningssjónir,
þá gæti fólk dæmt sjálft.
Allir eru búnir að sjá myndir af svona veiðum, sumum finnast
þær miður og öðrum finnst ekkert til þess koma þó að hvalir séu
drepnir.
En hvað voru menn frá Alþjóðadýraverndunarsjóðnum að gera
um borð, er eitthvað í því fyrir einhverja?
Er ekki búið að veita leifi fyrir að veiða x marga hvali?
Og þegar búið er að veita leifi þá á að virða það,
alveg sama hversu ósanngjarnt einhverjum kann
að finnast þau leifi vera.
Það er fyrir ofan minn skilning að menn skuli ekki geta hagað sér
eins og vera ber. Nei það er alveg nauðsynlegt að fara í smá
Sandkassaleik og hnútukast.
Ég tel nú að menn skutuls hafi farið rétt að með því að snúa heim.
Sá víkur sem vitið hefur meira.
Tek fram að ég á enga hagsmuni að gæta í þessum málum.
Mér finnast hvalirnir stórkostlegar skepnur, horfi iðulega á þá frá
pallinum heima hjá mér í kíkir, er þeir leika listir sínar á okkar
yndisfagra Skjálfandaflóa.
Hitt er svo annað mál, hvernig verða hlutföllin í sjónum ef við
veiðum ekki hvali eins og allan annan fisk
Góðar stundir.
![]() |
Komið í veg fyrir hvalveiðar á Faxaflóa í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábært! frábært!
21.6.2008 | 08:08
Til hamingju eigendur Kirsuberjatrésins og Guðsteinn.
Þetta er að sjálfsögðu alveg frábært að þessum innréttingum
skuli hafa verið haldið í þessum verslunum, og það svona lengi.
Oft kom maður til Guðsteins hér áður og fyrr, með pabba og
veit ég að bróðir minn verslar þarna oft og iðulega.
þetta er bara flott herrafatabúð, ekki bara fyrir innréttingarnar.
Kirsuberjatréð hef ég ekki komið inn í eða það hús í áraraðir,
og verð ég að fara að rifja upp búðarrápið í miðbænum.
Þegar maður kemur inn í búðir sem hafa að geyma svona innréttingar
þá líður manni eins og maður sé komin inn í hlýjuna.
Þeir sem eru á mínum aldri, muna eftir Haraldarbúð í Austurstræti,
Hún var ein af þessum glæsiverslunum, með herra búðinni niðri,
síðan gekk maður upp flottan stiga í kvenfatadeildina.
Það mætti telja upp fleiri búðir, en þær eru bara horfnar,
því miður.
Svona búðum fylgir líka sú þjónusta sem margar verslanir mættu
taka sér til fyrirmyndar í dag.
Enn og aftur til hamingju og takk fyrir mig.
![]() |
Gamalt er enn í gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
20.6.2008 | 21:32
Sumir mundu segja að ég væri sein fyrir með kvöldbloggið.
En snúllurnar mínar frá Laugum komu í bæinn,
og þurftum við að búðast aðeins, fórum síðan aðeins til Millu,
þeim langaði að sjá stelpurnar. keyrði þær síða heim.
Þær voru að fá gesti kl 8.
--------------------------------
Ólafur Ketilsson bílstjóri á Laugarvatni var eitt sinn á leið
til Reykjavíkur með farþega og ók hægt.
Þá segir einn farþeginn:
,, það er kýr að fara fram úr þér, Ólafur."
,, Ef þér liggur á, þá spurðu hana, hvort hún taki farþega,"
svaraði Ólafur.
Smá eftir hana Ósk.
Úr ýmsum áttum
Eftir auglýsingu frá Hótelinu um
djúpsteiktan ís.
Af forvitni um fróðleik þinn
fá vill leiðarvísinn.
Hvernig í dauðanum drengur minn
djúpsteikir þú ísinn?.
Þegar K.Þ. auglýsti: " Erum að taka
upp konur.
Framsýnir í flestu en
fyrir sambands trúna.
Erum að taka okkar menn
upp á konur núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þetta er of mikið fyrir mig.
20.6.2008 | 15:30
komi svona fram við barnið sitt?
Þetta er hræðilegt ofbeldi, verra en morð.
barnið mun aldrei gleyma þessum atburðum.
Guð veri með honum þessum litla dreng.
![]() |
Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Konur fá frítt inn og fría drykki á skemmtistöðum.
20.6.2008 | 11:41
Danskir karlmenn upplifa fremur en fólk af erlendum
uppruna að þeim sé mismunað í dönsku skemmtanalífi
samkvæmt nýrri könnun Catinét.
Fólk af erlendum uppruna fær hinsvegar fremur slíka
tilfinningu í hversdagslífinu.
Danskir karlmenn eru þreyttir á því að konur fá frítt inn
á skemmtistaðina og fría drykki.
En af hverju er þetta svona? jú, það er vegna þess að.
Konur koma og þær trekkja karlana inn á staðina,
þess vegna fá þær frítt inn, þeir vita alveg hvað þeir
eru að gera þeir sem eiga skemmtistaðina.
Hvað gera þessar stúlkur, eru þær á mála hjá þeim?
Ekki veit ég, en er þetta ekki til að útvega mönnum
kvenfólk, og hvað kallast það?.
![]() |
Körlum mismunað í skemmtanalífinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Grétar Mar vill trukkarana í sinn flokk.
20.6.2008 | 07:26
Trukkarnir huga að því að stofna nýtt stjórnmálaafl,
og telur Grétar Mar Jónsson, þá falla vel inn í hans flokk.
Trukkarnir eru úr öllum flokkum, þannig að það verður að
sjálfsögðu sundurleitur hópur sem fyllir þennan nýja flokk,
sem ég veit með vissu að verður ekkert úr,
og það veit Grétar líka, svo þetta er ágætis tillaga hjá honum,
hans flokkur yrði þá stærri, en fékk Grétar Mar þessa hugmynd
um að þeir mundu falla vel inn í hans flokk, er trukkarnir létu
í sér heyra á pöllum Alþingis, hér á dögunum, um að nær væri að
huga að þeim heldur en að hygla innflytjendum, Sögðu þeir það ekki?
Ég hvatti trukkarana þar til þeir settu út á aðgerðir til hjálpar
þeim sem mynna mega sín, eins og innflytjendur.
Ég þekki þá marga og veit að þetta eru góðir strákar, flestir,
en verða að læra að vera svolítið diplómadiskur.
Vinur minn Grétar Mar, hefur ætíð verið fljóthugi og vitur mjög,
ég er búin að þekkja þennan dreng síðan hann var polli í Sandgerði,
veit að hann er mannvinur, þó geti hann blásið úr sér,
sem er bara öllum holt, þá skil ég ekki hvað hann er að gera í flokki
með mönnum ,sem einu sinni, einhverjum hefði eigi hugnast við.
Svo eru líka margir í Frjálslindaflokknum sem ættu heima frekar
í Sjálfstæðisflokknum, en hann Grétar Mar er og verður ætíð
Alþýðuflokksmaður.
Grétar minn þú kveðst hafa samúð með trukka strákunum,
en hvað með okkur peðin, hvernig væri að hugsa um okkur líka?
Það þarf að huga að öðru en fiskveiðistjórnun, þó það sé afar þarft.
Góðar kveðjur til þín og þinna.
Milla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
19.6.2008 | 19:47
Eins og allir vita er kvenréttindadagurinn í dag.
Árið 1915 fengu konur kosningarétt, eða fyrir 93 árum síðan.
Fátæklegt er það, sem ritað er um þann viðburð.
Öldin okkar
20/6 1915. Í gær gerðust þau tíðindi, að stjórnarskrárfrumvarpið
hlaut staðfestingu konungs. jafnframt ákvað konungur, að þríliti
fáninn skyldi vera sérfáni Íslands. þar með er að lögum orðið:
a)að konur skuli hafa kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla;
b)að aldurstakmark kosningaréttar færist úr 30 árum niður í 25 ár
(þetta tvennt á þó að koma til framkvæmda í áföngum á næstu 15 árum)
c) konungskosningar afnumdar, en í þeirra stað koma hlutfallskosningar
um allt land á sex þingmönnum til efrideildar;
d) ráðherrum má fjölga með einföldum lögum;.
Það var nú svo langt, en margt annað var að rita um en að konur fengu
kosningarétt.
Gamli Gullfoss kom í heimahöfn Reykjavík.
það kviknaði í 12 húsum í Reykjavík, tveir menn dóu.
Eldsvoðinn var og er kallaður
e) tölu þingmanna má líka breyta með einföldum lögum: ,, Bruninn mikli".
Ein eftir hana Ósk.
Pólitík.
Pólitík fer sem plága um sveit
á passlega skreyttum vagni.
Með sverustu lygar og svikin heit
sveipuð orðanna magni.
Aumasta tík sem um ég veit
og engum kemur að gagni,
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Gefum konum lífsneistann aftur.
19.6.2008 | 16:57
Berjumst með öllu sem við eigum, það eru margar konur
búnar að gera það í áraraðir, og það hefur orðið vakning í
því að það er ekki í lagi að beita ofbeldi eða nauðga.
Berjumst fyrir því að konur þori að koma fram, það sé
heiður fyrir þær að gera það, það á ekki að vera skömm
þó konum sé nauðgað eins og svo mörgum finnst,
aðallega þeim sem eru í kringum þolenda, oft á tíðum
er það það sem hefur áhrif.
það eimir ennþá af vanviskunni sem ríkti hér fyrir allmörgum
árum, þegar barnaverndarnefnd ein hér á landi, sagði við
piltinn að hann skildi bara gleyma þessu því það væri svo
mikil skömm fyrir hann að fara með þetta á bakinu út í lífið,
og maðurinn sem gerði honum þetta væri hvort sem er
farinn af heimilinu. Pilturinn er ekki meðal oss í dag, eins
og allir vita sem lásu um þetta.
Því miður þurfum við að berjast og fræða fólkið um að þetta
sé staðreynd.
Ég er ekki að tala um þá sem vinna að þessum málum,
því það hefur lagast til muna.
Er að tala um allan almenning, hann þarf að opna augun fyrir
óþverranum því við þurfum öll að hjálpast að í baráttunni.
Gangi okkur vel.
![]() |
98% þolenda eru konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Snjóaði í Húsavíkurfjall í nótt.
19.6.2008 | 12:57
Hvað ætlið þið að gera í dag konur þessa lands?
Ég sjálf er heima hjá mér á Húsavík, hér gránaði í
Húsavíkurfjallið í nótt, 1 stigs frost á mælir kl 3 í nótt.
Núna er 3 stiga hiti, sem segir mér að ef ég settist út í bíl,
Þá væri svona rautt merki í mælaborðinu, sem segir manni
að það gæti verið að nálgast hálkumörk, er ekki að grínast,
er ekki annars miður júní? Jú hélt það.
Svo ég ætla að vera bara heima hjá mér í dag og hafa það
náðugt, legg mig örugglega með góða bók, sofna síðan út
frá henni, vakna fáum okkur kaffi og kleinur.
Engillinn er að rifja upp Arnadalsættina, og er hann ekki
viðræðuhæfur, nema maður hækki svolítið róminn.
Er svo ekki fótbolti í dag, má ekki missa af því.
Í kvöldmat verður steiktur þorskur, með kartöflum,
Gljáðum sykurbaunum, sveppum, paprikum,blómkáli, lauk.
brocoli raspa smá gulrætur út í, þetta verður kryddað með
indversku kryddi frá nomu, besta kridd sem til er.
Ég elska svona mat, enda sést það.
Sagði einhver hvað ég ætti góðan engil sem eldaði, ef svo,
þá mesti misskilningur, hann eldar ekki, en gerir allt hitt,
svo ég er sátt við þau skipti.
Ég veit ekki einu sinni hvernig uppvöskunarvélin lítur út
að innan, eða vill ekki vita það.
Já þetta verður dagurinn minn, Enn ykkar???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Til hamingju Konur og menn þessa lands.
19.6.2008 | 09:46
karlmönnum til hamingju til hamingju því þeir sem hafa
barist með okkur konunum eiga þennan dag líka að mínu mati.
Mikið hefur áunnist, en afar margt er eftir að vinna að.
Það þarf og verður að fá konur til að skilja að þær geta allt
og eiga rétt til þess að vinna að því sem hugur þeirra stefnir til,
ekki að láta stoppa sig í hvorki einu eða neinu.
Ég var nú að segja hér um daginn, að það þyrfti er fólk tekur saman,
að gera skriflegt samkomulag um jafna verkaskiptingu á öllum störfum
sem á og utan heimilis skapast, því oftast vill allt bitna á konunni.
Tek fram að það eru undantekningar hjá fólki.
Gangi okkur vel í baráttunni.
![]() |
Jafnréttisbaráttunni langt í frá lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skrímsli í formi foreldra, getur það gerst?
19.6.2008 | 06:47
Ekki tel ég þetta vera vanrækslu, þetta er morð að
mínu áliti, þau eru búin að ala upp 4 önnur börn svo þau
vita hvernig á að gera það.
Þetta er það hörmulegasta sem ég hef heyrt, svelta litlu
börnin sín til bana, maður spyr sig hvernig er ástatt fyrir
hinum börnunum, sálarlega og næringarlega séð?
Gott er ef börnin eru komin í góðar hendur, sem þau ættu
að vera, þar sem þau eru hjá ömmu sinni.
En veit maður nokkurn tíman hvað er gott eður ei.
![]() |
Sveltu börn sín til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
18.6.2008 | 20:13
Leikfélag Reykjavíkur ætlaði eitt sinn fyrir mörgum árum
árum að hafa leiksýningu, og var húsið fullskipað.
Einn af aðal-leikendunum var Sigurður Magnússon frá
Flankastöðum, en hann kom svo drukkinn, að leikstjórinn
gekk fram á sviðið og tilkynnti, að aflýsa yrði sýningunni
vegna forfalla eins leikarans.
Þá gekk Sigurður fram á leiksviðið og sagði:
,, Ég er ekki forfallaður. Ég er bara fullur."
Roskin vinnukona á bæ einum ól barn, og var faðir þess
18 ára gamall piltur á sama heimili.
Nokkuð mun það hafa þótt tíðindum sæta og verið um það
talað á sínum tíma, en aldraður maður , faðir húsfreyju,
taldi þetta ekki eðlilegt og sagði:
,,hann er þægur, drengurinn, og gerir allt, sem honum er sagt."
-----------------------------------
Hér kemur eftir hana Ósk.
Hvernig prestar geta aukið aðsókn
að kirkjunni.
Ef bæði þeir okkur að yrkja
annan hvern sunnudag virkja
slöknunar mátt,
strípað og blátt,
þá yrði þéttsetin kirkja.
Hvers vegna biskupinn var á móti
" súludansi".
Það er bara öfundargjálfur,
almennings hylli vill dorga.
Ef fær'ann á súluna sjálfur
seint mundi nokkur borga.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er ekki ein báran stök.
18.6.2008 | 15:54
Hér áður og fyrr voru eiginlega allar prímadonnur
með hold, bara misjafnlega mikið.
maður var ekki að hugsa um það heldur hlustaði bara á sönginn,
Ekki voru þeir svo grannir Tenórarnir heldur.
En auðvitað er þetta erfitt fyrir söngvarana að hafa alla þessa yfirvigt.
En að reka þessa flottu söngkonu, hvað var hún svona rosaleg?
Ég hefði nú verið of stór upp á mig og ekki þegið starfið aftur,
nú geta þær bara starfað einar og látið bjóða í sig.
![]() |
Of feit óperusöngkona snýr aftur eftir megrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Morgundags-umræður.
18.6.2008 | 12:02
Við gamla settið vorum að fá okkur morgunkaffi í morgun,
að vanda um klukkan tíu, þá upphefjast yfirleitt samræður,
stundum erum við sammála, en stundum ekki, og þá fara
þær, sko samræðurnar oft á tíðum út á hála braut.
Þið vitið er annar hvor aðilinn ætlar sér að beygja hinn
undir sínar skoðanir, eða þannig.
Nú í morgun fer minn að tala um mál í sambandi við trillukarla
og sportveiðimenn, og mín var ekki aldeilis sammála honum,
upphófst að vanda hin skemmtilegasta ræða frá minni hendi.
Útskýrði ég vel mína skoðun, og sagði síðan:
,, Hvað fær þig til að hlusta á KJAFTASÖGUBRYGGJUKARLA,
sem ekkert gera nema hittast til að setja út á allt og alla,
gera ekkert í málunum sem að þeirra mati eru ósanngjörn,
hvort sem málið snertir þá eður ey."
Lít upp er minn þá ekki skellihlæjandi, ég upp eins og fjöður,
ertu að hlæja að mér? Hann : ,, það er nú ekki hægt annað
held þú hafir búið til nýyrði í flóruna.
Fjandinn ætíð hleyp ég á mig.
En hafið þið heyrt það áður, KJAFTASÖGUBRYGGJUKARLAR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Erum við að fá skellinn? Ekki ólíklegt.
18.6.2008 | 09:30
Flóðin í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna halda áfram,
þetta er bara óhugnaður sem er að gerast í heiminum
í heild sinni.
Það eru flóð, jarðskjálftar, og allskonar atburðir sem eru
að setja fólk út á gaddinn, það missir allt sitt.
Þjóðirnar lofa að bæta öllum upp sitt tap.
Sumstaðar er fólk svo fátækt að það átti ekki neitt nema
einhver kofaskrifli, föt og smá eldhúsdót, en það átti
hvort annað og þótti vænt um heimili sitt.
Skildi þetta fólk fá eitthvað?
Buch lofar að bæta þegnum sínum, sem eru að missa
allt sitt í flóðunum, upp tapið.
Við vitum að það verður ekki gert og það er aldrei hægt.
Hann á ekki að koma fram veifa hendi og segja:
,, Ég lofa" Þegar hann ætlar ekki að standa við það.
Ekki er ennþá búið að bæta fólki og byggja upp New Orleans.
Hvenær mun hann sjá um það? Aldrei.
Fólkið mun sjálft sjá um að gera það sem það getur.
Ég spyr er Alþjóðasamfélagið að fá skellinn, allavega er það
löngu byrjað að grassera undir okkur.
Góðar stundir.
![]() |
Enn flæðir í Miðvesturríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
17.6.2008 | 22:28
Vorum að drollast fram að hádegi, fór ekki í bað
og tiltekt á sjálfri mér fyrr en um hádegið, var rétt komin í
svona heimabol, þá hringdi dyrabjallan, nú ég gat ekki farið til
dyra svo engillinn fór, nú ég þekkti strax röddina sem sagði blessaður,
Þetta var hún Óda, en Hún heitir nú fullu nafni Ósk Þorkelsdóttir.
það var hellt á könnuna, síðan var sest niður og spjallað, og eins
og þið þekkið þá er maður byrjar þá getur maður aldrei hætt.
Svoleiðis er það er við Óda hittumst.
Þegar hún fór höfðum við okkur til og fórum fram í Lauga,
Dóra mín hafði hringt og boðið okkur í mat.
Að vana var afar góður matur, steiktar og vel kryddaðar lambakjötsneiðar,
vel steiktir kartöflubátar, grjón og heimalöguð bernes sósa,
þetta var æðislegur matur.
Síðan var horft á Frakkland /Ítalía, og unnu Ítalir eins og allir vita.
En núna fáið þið smá eftir hana Ósk.
Einu sinni þurfti ég nauðsynlega að ná
í mann en gekk það mjög illa, var
marg búin að hringja, biðja fyrir skilaboð
en ekkert gekk þó liðnir væru
einhverjir klukkutímar. Mér fór að
leiðast þófið og sendi þetta á faxinu
og það virkaði.
Mér finnst það andskotans helvíti hart
ef hunsar þú útgerðarfrúnna.
Nú kem ég og hengi þinn heilaga part
ef hringir þú seinna en núna.
Þarfasti þjónn nútímans, bílnum, er
oft bölvað og þá sjá menn í rósrauðum
bjarma okkar fyrrum þarfasta þjón
sem auðvitað hafði líka sína galla.
Bíllinn er okkar blessun og vörn
þó beri hann lesti.
í honum er léttara að búa til börn
en á baki á hesti.
Góða nótt.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Kæru vinir um allt land, til hamingju með daginn.
17.6.2008 | 12:28
Stóri dagur Íslensku þjóðarinnar er runninn upp, 17 júní.
Þjóðhátíðardagur okkar, stolt og frelsistilfinning vaknar
til lífsins á þessum degi.
Ungviðin okkar eru afar glöð, hoppa, skoppa og taka þátt
í öllu því sem boðið er upp á í tilefni dagsins, og við tökum
þátt í þessari gleði með þeim. (Á yfirborðinu)
En undir niðri vakna hins vegar daprar hugsanir hjá fullorðna fólkinu,
þegar það getur ekki veitt börnunum sínum allt það sem í boði er,
það er að segja, fyrir utan það sem bæjarfélögin bjóða upp á frítt.
Það eru ekki til peningar, og ef börnunum eru gefnir peningar,
þá er ekki til fyrir mat það sem eftir er vikunnar.
þetta er staðreyndin hjá stórum hluta þjóðarinnar.
Það versta við þetta er að þeir sem enga peninga eiga,
geta eigi látið í sér heyra vegna þess að það á engar tölvur.
En áhugavert væri ef einhver sem er svona statt fyrir,
mundi láta heyra í sér ef hann/hún gæti.
Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur er ég heyri
æðstu menn þjóðarinnar koma fram og tala um góðar
vonir um betri tíma, og gott væri nú að spara eldsneyti
og vera á sparneytnum bílum.
Hægan kæru menn og konur á hinu háa Alþingi,
Af hvaða peningum eigum við að spara?
Þeir sem eru til, duga ekki fyrir nauðsynjum.
Guð gefur okkur samt góðan dag
ef við hugsum jákvætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hver ætlar að halda á honum undir skýrn?
17.6.2008 | 09:45
Skírnarveisla ársins, Ófeigur verður hann nefndur,
en hver tekur að sér að halda á litla bangsa undir skírn?
Svo verða kaffiveitingar á eftir tíðkast það ekki, eða fær
maður kannski Ítalskt hlaðborð, það er toppurinn í dag.
Ófeigur hinn nýskýrði fær að fara aftur í æðarvarpið sem
hann er búin að eigna sér, fær góðan frið með að éta upp
alla unga og egg sem hann nær í.
Hver skyldi borga bóndanum tapið af dúntekju og öðru
því sem bangsi er búin að atorka á hans landi?
Væri gaman að vita það
Svo var mér nú að detta í hug, Sko Ísbjörninn er fisk og kjötæta,
en virðist éta gróður er hann kemst í hann.
Sem sagt alæta.
Ekki er nú mikill gróður þar sem hann er afkróaður, í bili.
Hvað gerir hann er hann virkilega svangur gerist?
Jú þá fer litla krílið á veiðar, og ekkert mun halda honum þá.
Hvernig bregðast menn við því?
Verður gaman að sjá það.
Eigið góðan dag.
![]() |
Vill nefna björninn Ófeig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)