Fyrir svefninn.
27.6.2008 | 20:50
Bóndi einn í Borgarfirði var að koma úr réttunum og var
drukkinn mjög.
hann ætlaði að verða samferða nokkrum kunningjum sínum,
varð viðskilja við þá, en hesturinn skilaði honum heim.
Hann bindur nú hest sinn og ber að dyrum.
Heimamaður kemur til dyra. Honum þykja kynlegar aðfarir
húsbóndans, en gengur inn og bóndi á eftir.
hann sest nú niður og segir: ,,Get ég fengið að borða?"
Honum er færður skyrhræringur með útáláti.
Þá segir bóndi:
,, Þetta er alveg sama gutlið og heima,
hræringur og undanrenna."
Kona ein sagði við mann sinn: ,, Ég fór til spákonu í gær,
og nú veit ég, að ég verð gömul".
,, Þú hefðir nú ekki þurft að fara til spákonu til þess að
vita það," svaraði bóndi hennar.
,, Þú hefðir ekki þurft annað en að líta í spegil."
Er nekt synd?
Er synd við súlur að kela
og seðlana plokka af "dela"?
Í vafa er sett
hvort valdi ég rétt
að geymana, gefa og fela.
Hver velur þær sem fá
að dansa á súlum.
Oft ég reyni að öðlast hól
en aldrei valin.
þó undir mínum auma kjól
sé auðlind falin.
Ferðu í óvissuferðir?
Sárt er að vita en svo er gerð
sjaldan er til í slaginn.
Utan þá heilla- og háska ferð
er hóf ég á brúðkaupsdaginn.
Þessar orti hún Ósk.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Minkabanar til sölu.
27.6.2008 | 14:54
þó þeir mundu ekki éta nema minkahvolpanna væri það til bóta,
smá saman mundu minkarnir hverfa.
Skapar atvinnu, það er urriða eldið, og svo væri hægt að selja um land allt.
Vá! það er komin mengunarlaus atvinna, fyrir nokkra menn.
Ekki amalegt það.
![]() |
Urriði át mink |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er það með konur sem skilja?
27.6.2008 | 12:00
Hef verið að hugleiða þetta afar lengi, horft upp á konur
vera á tánum ef sá fyrrverandi er að koma, til dæmis til að
ná í börnin, koma í afmæli eða að hún hafi boðið honum í mat,
svona bara fyrir börnin.
Þær gera í því að gera sig sætar og fínar, en það voru þær sem
skildu og mundu ekki vilja þá aftur, eða hvað?
Halda þær virkilega að það sé hægt að gera tvö fúlegg að nýjum?
þekki nýlegt dæmi, það er nú bara hlægilegt er hún sú fyrrverandi
er að vorkenna honum, Æ, hann greyið þetta og hitt og svo blótar
hún honum þess á milli.
Allt eru blessuð börnin látin hlusta á og þá kem ég að því,
hvað gerir þetta börnunum?
Ef fólk skilur geta þau þá ekki bara verið vinir, barnanna vegna?
Eitt sem ég hef lengi ætlað að tala um. Inn á allar síður koma
bloggarar og ekki bloggarar, þeir kommenta einhverju,
sem er þeirra skoðun, en svo koma þeir bara ekki meir.
Er þetta fólk spéhrætt, er það hrætt við mótkommentið.
eða þarf það bara að hreyta einhverju úr sér,
og er jafnvel alveg sama um umræðuna?
Hvað hefur fólk út úr því.?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það er nú ekki einleikið, svo mikið er víst.
27.6.2008 | 07:26
Karlmenn á sextugsaldri ölvaðir í umferðinni.
Já blessaðir þeir eru ölvaðir í umferðinni, tveir teknir,
og meira að segja próflausir, ekki er tekið fram hvort
þeir hafi nokkurn tíman haft fyrir því að fá sér próf
eða verið búnir að missa það.
En haus fréttarinnar, fannst mér benda til þess að
menn á sextugs aldri væru í meirihluta,
þeirra sem eru drukknir í umferðinni.
----------------------------
Svo eru það blessuð samgöngumálin.
Ríkisendurskoðun vill breytingar í samgöngumálum.
Þeir vilja skipta þessu niður í þrjú svið.
Eigi er ég hissa á því, þeir valda þessu ekki eins og er,
en hvernig er það þarf þá ekki stærra húsnæði og fleiri
silkihúfur til starfa.
Kemur mér ekki á óvart að það þurfi að þróa reglur og
aðgerðir sem stuðla að nákvæmari og árangursríkari
framkvæmdum.
Er nú ekki undrandi á því að stofnunin sé ávallt innan
fjárlagaramma.
Held að fjármagnið fari mest í ringulreiðina,
allir vilja ráða og þetta er nú betri leið heldur en þessi
vill meina og lítið hægt að framkvæma.
Talandi um að samgönguáætlunum sé oft breytt,
Það er nú kannski ekkert skrítið, þegar allir vilja ráða.
--------------------------------
Nú má ekki skoða kerið í Grímsnesi.
Ekki má lengur fara með hópa að kerinu í Grímsnesi
vegna náttúruspjalla sem komið hafa undanfarin ár.
Ekki er ég nú undrandi á því og auðvitað þarf að vernda
kerið, þangað hefur maður komið síðan maður var bara smá
man ég ávallt eftir því er mamma kallaði, ekki fara of nálægt!
mér fannst þetta vera undur veraldar og finnst það ennþá.
Auðvitað eftir að maður er búin í áraraðir að ferðast um landið
hafa margir staðir bæst við sem eru stórkostleg náttúruundur.
Væri ekki hægt að setja merkta göngustíga við kerið?
Allir ferðamenn mundu virða það, nema Íslendingar.
Því miður þá kunna þeir ekki að umgangast landið sitt með virðingu.
En margar eru þó undantekningarnar.
Eigið góðan dag.
Milla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
26.6.2008 | 20:53
eins og gerðist í þá daga.
Þegar húsfreyjan sá þorskhausana, leist henni ekki vel á þá,
þótti þeir ekki vel verkaðir og varð að orði:
,, Þér var nær að koma hauslaus en að koma með þetta."
Maður nokkur sagði frá matarvist, þar sem hann hafði dvalist við sjó,
og var lýsing hans á þessa leið:
,,það var brytjuð mygluð harðgrásleppa ofan í vatnsgrautinn,
og svo var þetta kallað rauðmagasúpa."
Þessi orð hennar Önnu Signýu Magnúsdóttur á Laugum
sitja í mér.
það er mikill boðskapur í þessum línum hjá henni.
Þess vegna birti ég ykkur þau aftur.
Við erum eitt, við erum fleiri
við erum öllum stöðum frá
Frá norðri og suðri, austri og vestri
stolt við komum heiman frá.
Við heyrum fréttir frá þessum
stöðum.
Um framkvæmdir hér og þar
Stífla fyrir austan, olía fyrir vestan
hvað gerist svo?
Stíflan brestur fólkið drukknar
olían brennur, vistkerfið deyr.
Fólkið fer suður, Reykjavík springur
Mmmm... Of mikið fólk.
Við heyrum fréttir frá þessum
stöðum.
Glæpum fjölgar, fangelsin fyllast
Fólk fyllist örvæntingu
um leið leggst kreppa yfir
hvað gerist svo?
Það er ei hægt að gera meira
sem gæti rústað lífinu hér
Er til heimsenda kemur
Bið ég að heilsa í
í næsta líf.
Góða nótt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Álver á Bakka við Húsavík.
26.6.2008 | 17:09

Get nú ekki orðabundist svona í lok dagsins, það er búið að
framlengja viljayfirlýsingu um rannsóknir og hagkvæmni þess að Álver
rísi á Bakka við Húsavík.
Þetta er hið besta mál og vona ég að allt gangi eins og þurfa þykir.
Til hamingju Norðurþing.
![]() |
Viljayfirlýsing framlengd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hvernig lífið breytist.
26.6.2008 | 11:38
Við fæðumst í þennan heim sem nýr meðlimur inn í
fjölskyldu, sem verða misstórar, en ætíð er minnst er á þær,
þá kallast þær stórfjölskyldur þegar talað er um alla meðlimi
hennar.
Við vöxum upp, yfirleitt, sem hamingjusöm og áhyggjulaus börn
í faðmi þeirra, sem elska og bera hag okkar fyrir brjósti.
Til dæmis er ég var að alast upp var ekkert sjónvarp eða gsm,
engar tölvur og lítið um leikföng, en mér leiddist aldrei og hefur
reyndar aldrei leiðst í lífinu, en við krakkarnir vorum að basla í
einu og öðru allan daginn.
Svo voru allskonar boð hjá vinum og vandamönnum, á veturna
var farið á skíði og skauta, og mamma hafði tíma fyrir okkur.
Og það var alltaf svo gaman.
Nú árin líða eins og lög gera ráð fyrir, það er skólinn, síðan
unglingsárin og los kemur á samskipti við hina eldri.
Sérkennilegt, og þó, er maður kemur aftur frá þessum tíma
er stórfjölskyldan eiginlega horfin, eða hefur nóg að gera
í að sinna sínu.
Maður giftir sig og eignast börn og heimili,
og kemst að því að maður hefur nóg að gera. Sjónvarpið kemur
með öllu sínu umróti á líf fólks, hef nú bara aldrei kynnst öðru eins.
Á fimmtudögum var ekkert sjónvarp, og var hann notaður fyrir fundi,
saumaklúbba, spilakvöld og aðrar upp á komur sem til féllu.
Nú á ég sjálf fjölskyldu, en hitti stórfjölskylduna ekki mjög oft,
gamli góði tíminn þegar allir höfðu tíma til að hittast, spjalla og
leika sér við börnin, er liðin, held að hann komi ekki aftur
nema hjá einstökum fjölskyldum.
Ég sakna gamla tímans, þó að ég þurfi ekki að kvarta yfir
mínum afkomendum.
Söknuðurinn snýst ekki um það, heldur er bara svo allt öðruvísi í dag.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Það gerist eitthvað sem betur fer.
26.6.2008 | 07:02
miltisbrandur er stórhættulegur sjúkdómur og þarf að gæta fyllsta
öryggis er grafið er á svæði þar sem grunur leikur á að smit sé.
menn eru klæddir í sóttvarnarbúninga og er það til að hlífa þeim.
En hvernig er þetta eiginlega? Getur miltisbrandur verið í jörðu
í tuga ára, eða hvað? vissi þetta einhvertímann, búin að gleyma,
verður að viðurkennast að minnisleysið herjar á, kannski sökum aldurs.
En skondið ef það eru ekki Ísbjarnafréttir, sem endalaust eru búnar að
herja á okkur þá er það miltisbrandurinn.
Hvað verður það næst sem kætir okkar frétta þyrsta hugarþel?
![]() |
Lítil hætta á ferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
25.6.2008 | 20:43
Ímynduð frásögn sjómanns.
Ég skrapp hér á barinn að kíkja á kúta
til hvíldar og hressingar á milli holla.
Þá renndi að kajanum rosaleg skúta
og rifaði seglin á næsta polla.
Hún vatt að mér stefninu, stillt eins og brúður
og stærðin á bobbingalengjunni, maður!
Og skuturinn gældi við pollann svo prúður
ég pantaði kollu og skenkt'enni glaður.
Hún leit á mig hvöss með kýraugun stóru,
þá hvörfluðu augun að lunningu og dekki
með sjálfstæðan vilja þá fingurnir fóru
að fikra sig nær og stefndi að hlekki.
En þegar að bobbinginn fingurnir földu
fiðringur hríslaðist niður í lestar
og bugspjótið reis á bröttustu öldu,
þá beygði hún í stjórn og losaði festar.
Þar með var freygátan farin og liðin
ég fann þó í loftinu indælan þefinn.
Hver sjómaður veit er hann siglir á miðin
að sýnd veiði er alls ekki gefin.
þetta snilldar verk er að sjálfsögðu eftir hana Ósk.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleymdi að segja ykkur! gengur ekki.
25.6.2008 | 16:46
Frá deginum í gær, lögðum af stað kl 9 í gærmorgun, vorum
að fara í Illugastaði, en þar voru þau Milla og Ingimar með
bústað og Dóra og snúllurnar mínar fóru þangað á mánudeginum.
Er við vorum komin vel út fyrir flugvöll uppgötvar engillinn að hann
hefur gleymt kortaveskinu en þar í er ökuskírteinið hans líka.
Ég ekkert smá pirruð uss ekki segja.
Snérum við, þá hringir gemsinn, mamma getur þú farið heim og náð
í myndavélina fyrir mig? ég ok. Engillinn fer inn heima, kemur út
brosandi, ég vissi það strax og ég sá svipinn á honum að hann
hafði allan tímann verið með veskið, bara lét það ekki í réttan vasa
Fórum að ná í myndavélina og lögðum af stað aftur.
Vorum komin um 11 leitið, það kom ein lítil á móti okkur, upp í bílinn
yfir afa og í fangið á ömmu, og sagði amma mín, og svo hallar hún
sér fast að mér og ég segi Aþena mín.
Fórum inn, allir í pottinum svo maður fékk blauta kossa og smá skvett
frá ljósálfinum og snúllunum. Milla fór að sjóða egg ofan á brauð
sem er nú ekki í frásögu færandi nema vegna þess að litla ljósið hennar
ömmu fór að fikta og brenndi sig á lokinu, og það kostaði sitt, mun hún
örugglega fá ör eftir fiktið sitt, sem betur fer var til gott brunagel.
Í hádeginu fengum við svo snarl og kaffi. síðan var smá fíesta.
Þá fóru allir í fjallgöngu nema við Dóra.
Um kvöldið fengum við heilgrillað læri og lærisneiðar, kryddaðar með
lambakryddi frá nomu,
kartöflusalat sem er svo gott að maður getur bara borðað það
eitt og sér, Maísbaunir heitar með smjöri,
síðan var frukt Chutney frá sogo.
það er dásamlegt með kjöti, það þarf nú ekki að taka það fram að
við vorum afvelta þetta var svo gott.
Sósur, Chutney og krydd sem ég tala yfirleitt um er það besta sem ég
hef notað alla mína eldamennsku.
Síðan var farið að hafa sig til fyrir heimferð og komu Dóra og snúllurnar
með okkur og ókum við þeim til Lauga.
Snúllurnar áttu að fara að vinna í morgun.
Er ég vaknaði í morgun, var ég bara þreytt og er enn.
Enn Þetta var yndislegur dagur.
Takk fyrir mig elskurnar mínar.Guys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Það verður að koma heimili fyrir konur.
25.6.2008 | 12:20
Vonleysi heldur konum að neyslu. Það segir sig sjálft,
þegar ekkert ljósið er framundan þá staðnar konan,
hún hefur ekkert að vinna að, og ekki fer neyslan batnandi
í þannig ástandi, bara versnandi.
En ef hún hefði heimili sem um ræðir í greininni þá mundi
hún smá saman sjá glætuna og síðan ljósið.
Eftir þá aðlögun sem hún fengi með því að fá húsnæði,
væri hún betur tilbúin til að fara í meðferð og takast á við
líf sitt. Nauðsynlegt er einnig að hjálpa henni til að ná sér á strik
er meðferð líkur, því hún á kannski engan að,
búin að brenna allar brýr að baki sér, henni er ekki treyst,
og engin vill vita neitt af henni vegna þess sem gerst hefur í
hennar lífi, en fyrirgefið gott fólk, vitum við hver verður næstur?
Það á víst að opna einhver færanleg hús í haust, jú þau bæta eflaust einhvern vanda,
en hvað með þá sem ekki fá húsnæði?
þeir eiga náttúrlega að vera bara úti í kuldanum áfram.
Fyrirgefið mé grunnhyggjuna eða gleymskuna, en mig minnir að ógæfufólk
hafi verið frá því að ég man eftir mér, og ætíð var það utanhúss.
Og það hefur ekkert lagast.
Hvað þarf eiginlega margar aldir til að laga þessi mál?
Hér á öldum áður voru þurfalingar, flækingar og aðrir landsflakkarar
teknir á bæ og séð fyrir þeim önn, þar til sá næsti tók við.
Að sjálfsögðu fékk þetta fólk misjafnar móttökur á bæjum sveita,
en það fékk þó allavega að vera í útihúsum, og slett var í það mat.
Sem sagt inni, og fékk eitthvað að borða þó eigi væri það ætíð ætt.
En ekki er það betra í dag, fólk er úti í kuldanum
og borðar úr öskutunnum borgarinnar. Hef á það horft sjálf.
Held að ríkið og allt fólk ætti að fara að bæta úr fyrir allt þetta fólk,
komin tími til að við hættum að fyrirlíta þá sem fara illa út úr lífinu.
Allir eru jafnir fyrir guði og mönnum.
Góðar stundir.
![]() |
Vantar heimili fyrir konur í neyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Vonandi farsæll endir.
25.6.2008 | 08:07
Það var yndislegt að sjá í Kastljósi í gær, hvað unga
stúlkan var klökk yfir því að fá hundinn sinn aftur,
en svo er alltaf spurningin hvort Dimma fær aftur traust
sitt á manninum, þá er ég ekki að meina eigandanum,
heldur þeim sem gerðu Dimmu þetta.
Þeir sem þekkja til hunda vita að það getur orðið erfitt,
Dimma mun ætíð vera á varðbergi, því hún mun ekki gleyma.
Ég vona svo sannarlega að gerendur í þessu hræðilega ofbeldi
náist, en því miður verður trúlega ekki mikið unnið í rannsókn
þessa máls, þetta er nú BARA hundur munu sumir segja.
Ég er ekki að segja að lögreglan muni ekki gera eins og þeir geta,
en þeim eru settar hömlur vegna peningaleysis.
Almenningur ætti nú að huga svolítið að þessu, hjálpa til,
Dimma stökk út úr bíl, voru engin vitni af því?
Sá engin Dimmu á vappi, var henni bara varpað inn í annan bíl,
eða hvað gerðist.?
![]() |
Hvolpurinn afhentur eigandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
24.6.2008 | 22:26
Ónefndur maður sat með kunningja sínum á Hótel Borg
og drakk fast, en var þó dapur í bragði.
,, Af hverju ertu svona sorgmæddur á svipinn?"
spurði kunningi hans.
,, og minnstu ekki á það," svaraði hinn.
,, Ég er að drekka til að gleyma konunni minni,
en svo sé ég hana bara tvöfalt, þegar ég kem heim."
Í Nesi við Seltjörn var kona ein í vetrarvist,
og þótti hún frekar grönn, hvað greind snerti.
Á sama heimili var karlmaður, og þótti að sumu leiti jafnræði
með þeim, enda fór svo, að mannfjölgun varð hjá þeim
eftir veturinn. Eitt sinn fór húsbóndinn að spyrja stúlkuna,
hvar þau hafi verið, er þau komu sér saman um þetta,
en hún vildi ekkert segja og varðist allra frétta.
Bóndi sagði þá:
,, Þú þarft ekki að segja mér það. Ég veit, að þið voruð
í hlöðugeilinni."
Þetta varðist stúlkan ekki og sagði:
,, þetta hélt ég alltaf, að einhver væri uppi á stabbanum."
Smá eftir hana Ósk.
Ýmsum spurningum svarað.
Hverjir hænast mest að þér?
Ástin geymir ýmis stig
þráin í mér blundar.
Einna helst þó elska mig
ungabörn og hundar.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Malbikunnarstrákarnir, Úl la la.
24.6.2008 | 06:56
Stelpur munið þið eftir malbikunarstrákunum fyrir tíma gsm.
þá höfðu allir betri tíma til að horfa á þessa sætu stráka,
og þeir á okkur.
Þeir standa þarna berir að ofan í góða veðrinu, sveittir og
brúnir af sólinni, og eru bara flottir.
Nú er hraðinn orðin svo mikill á öllu og gsm símarnir komnir
og þá ef þeir eiga smugu eru þeir komnir í símann.
Núna er verið að malbika um allan bæ til mikilla armæðu fyrir
suma, sem sagt þá sem ætíð þurfa að vera að kvarta og
segja til um að það hefði nú verið betra að gera þetta svona
eða hinsegin, mikið getur landinn verið óþolinmóður,
það er nú verið að gera þetta fyrir okkur ökumennina,
sem að hluta eru búnir að spæna upp malbikið með
nagladekkjunum allan veturinn.
Ökumenn verið kátir brosið til næsta manns og keyrið varlega
framhjá malbikunargenginu.
Þeir eru bara að vinna vinnuna sína þessar elskur.
Gaman væri að fá komment á malbikunargengið.
----------------------------------
Bara að láta ykkur vita að ég verð ekki við tölvuna í dag,
snúllurnar mínar, það á að grilla og hafa það gott.
Í dag er yndislegt veður, og er ég lýt hér út um gluggann þá sé
ég fiðrildin fljúga um og skógarþrestina tína sér orm í túninu.
Eigið góðan dag kæru vinir.
Kveðjur Milla.
![]() |
Bikað og fræst í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
23.6.2008 | 20:08
Það er búið að vera hálf tómlegt hér í dag, Milla, Ingimar,
ljósálfurinn og litla ljósið fóru í bústaðin í gær.
Annars væri nú einhver lítil búin að koma og segja:
,, amma ég er komin! svo fer hún inn knúsar Neró fyrst
síðan afa sinn, síðast mig, en svo spjöllum við oft heilmikið."
Ingimundur hét bóndi í Norðurkoti í Grímsnesi.
Þá var prestur í klausturhólum sr. Þórður Árnason.
Var talið að hann héldi við dóttur Ingimundar,
Guðrúnu að nafni. Hún varð þunguð, og var altalað,
að sr. Þórður ætti barnið, en hefði fengið mann nokkurn
til að viðgangast það fyrir sig.
Einu sinni sem oftar gisti sr. Þórður í Norðurkoti og svaf
þar í baðstofu með heimilisfólkinu.
Um morguninn sagði Ingimundur við prest:
,, Ég hefði nú orðið skelkaður í nótt og allt mitt heimafólk,
ef ég hefði ekki haft prestinn undir mínu þaki, því ég sá
engil, bláan að neðan og hvítan að ofan,
fara upp í til hennar Guðrúnar dóttur minnar."
Jafnréttissiðferði?
Tilefni þessa kvæðis er, að oft hef ég verið sögð
orðljót í kveðskap, þótt ég telji sjálf að ég hafi
aldrei sagt neitt annað en það sem karlmenn
hafa sagt átölulaust um dagana.
Siðferðið sýnist mér blandað
sumu fær tíminn ei grandað,
en eitt er þó kvitt
að orðbragðið mitt
er yfirleitt andskoti vandað.
karlar á konurnar leita
og kerlingin á ekki að neita,
sú þrífætta stétt
þeir hafa rétt
orðbragði illu að beita.
það er óþarfi sannleik að segja
því sífellt má úr honum teygja,
á vísunum sést
að væri þó best
ef kerlingar kynnu að þegja.
Ég oft hef í raunir ratað
af ráðnum hug ykkur platað,
hjá Óskari sef
en aldrei ég hef
meydómi mínum glatað.
En synirnir valda mér vanda,
velsæmið fær þó að standa
sem María hlaut
ég miskunnar naut
og hjálpar frá heilögum anda.
Eftir hana Ósk, hverja aðra?
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fjórar konur kjörnar í bæjarstjórn Reykjavíkur.
23.6.2008 | 16:55
Já en þetta var fyrir 100 árum. gaman að lesa þetta.
Kosið var um 18 lista, hugsið ykkur 18 listar í kosningum til
Bæjarstjórnar Reykjavíkur.
24/1 1908. kosningar til bæjarstjórnar Reykjavíkur fara fram í dag.
Samkvæmt lögum frá 22. nóv. 1907 skal kjósa nýja bæjarstjórn frá
rótum, alls 15 fulltrúa. Hiti hefur verið mikill í kosningaundirbúningi
og mörg félög og samtök ýmissa stétta lagt á það áherslu að
eignazt fulltrúa í bæjarstjórn.
Sést það gleggst á því, að alls hafa komið fram 18 listar,
sem kjörnefnd hefur tekið til gilda.
það er og nýlunda við þessar kosningar,
að fram hefur komið sérstakur kvennalisti, og eru á honum nöfn
fjögurra kvenna.
-----------------------------------
26/1 Úrslit eru nú kunn í bæjarstjórnarkosningunum.
Frægastan sigur hefur kvennalistinn unnið. Fékk hann flest atkvæði
allra listanna, og kom öllum að fjórum fulltrúunum -- öllum, sem á
listanum voru. Er þetta í fyrsta sinn sem konur taka sæti í
bæjarstjórn Reykjavíkur.
Þetta eru myndarkonur og vildi ég að ég gæti tekið myndirnar upp
og sýnt ykkur, en nöfnin eru.
Frú Þórunn Jónassen. Forstöðukona Thorvaldssens félagsins.
Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Ritstjóri Kvennablaðsins.
Frú Katrín Magnúsdóttir
Frú Guðrún Björnsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samskipti og orðalag.
23.6.2008 | 07:10
Hef oft leitt hugann að, og fylgst með samskiptum og
því orðalagi sem sumt fólk notar á aðra.
Sumir eru yfir aðra hafnir, það er að segja, þeir halda sig á
einhverju fyrirfram ákveðnu plani um samskiptahegðun og
orðalag við allt fólk sem það vill vita af.
Þeir eru ætíð góðir með bros á vör, segja aldrei ljótt orð,
ætíð einlægir í sinni sannfæringu um að þeir hafi rétt fyrir
í einu og öllu, ef einhver ekki sannfærist um þeirra skoðanir
þá er brosað, og sagt, en þetta er svona eins og ég segi,
eða bara labbað í burtu og ekki talað meir um það.
Er þeir labba svona í burtu, er það veikleikamerki að mínu mati.
Að brosa yfirlætislega við fólki er andlegt ofbeldi, vegna þess að
þeir sem gera svona sætta sig ekki við annað en að allir lúti
þeirra skoðun.
Skoðanir fólks eru misjafnar, og öllum ber að virða skoðanir hvors
annars, en þeir sem hafa þessi samskiptaform, sem um ræðir,
hafa bara eina skoðun í farteskinu, og það er þeirra skoðun
hverju sinni.
Þeir meira að segja, leggja sig í líma klukkustundunum saman
til að koma fólki í skilning um að þeirra skoðun sé rétt.
Það versta við svona fólk er að það elur börnin sín upp í að
hlusta og meta sjálft allt sem gerist í kringum þau,
Þau eiga að vera nógu þroskuð til að skilgreina sjálf það sem
gerist. Ekki tel ég það nú vera skynsamlegt, börn eru jú bara
börn og það verður að útskýra fyrir þeim hina ýmsu hluti.
Þau börn sem alast upp við svona samskipti verða ætíð
einmanna, því það er ekkert annað barn sem skilur það,
Þau fá í rauninni aldrei að vera bara börn.
Málið er það að engin getur haldið þessu striki, nema að
ekkert víðsýni sé til í hugum þeirra, og auðvitað er það þannig,
því fólk með almenna skynsemi og víðsýni, þó það væri ekki
annað en, bara aðeins út fyrir sinn ramma,
mundi ekki nota þennan samskiptamáta.
Það versta er að þeir kenna ætíð öðrum um sínar ófarir,
Já ég sagði ófarir, því það gerist þegar þeir eru komnir í þrot,
einhver er yfirsterkari þeim og þeir hafa ekki fleiri rök á takteinunum.
Og því miður þá lagast þetta aldrei, því þeir eru haldnir þeim fjanda að
beita fólk andlegu og jafnvel líkamlegu ofbeldi.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fyrir svefninn.
22.6.2008 | 19:41
Jæja nú er klukkan bara 19.30, og hvað með það,
en ég er nú ekki að fara að sofa alveg strax, bara bráðum.
Kona nokkur undir Eyjafjöllum kom í heimsókn til hjóna,
er bjuggu þar eystra.
Hún virðir börn hjónanna fyrir sér og segir:
,, Mikið eru börnin myndarleg. þau eru ekkert lík ykkur.
Þau eru líka heppin með það."
--------------------------------------------
SR. Páll á Völlum spurði einu sinni dreng einn á kirkjugólfi,
hver hefði svikið Krist.
Drengurinn vissi það ekki.
Prestur sagði þá, að það hefði verið lærisveinn hans
og heitið Júdas.
Þá segir strákur:
,, Það veit ég, að þessu lýgurðu."
-------------------------------------------
Maður nokkur hitti kunningjakonu sína, sem var komin á
fertugsaldur. Þau höfðu ekki sést lengi.
,, mér sýnist þú hafa fitnað á seinni árum," sagði maðurinn.
,, Þetta máttu ekki segja," sagði konan.
,, Veist þú ekki að það er móðgandi?"
,, Það er ekki móðgandi fyrir konu, sem komin er á þinn aldur,"
Svaraði maðurinn.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ekki láta vera með að skoða þetta.
22.6.2008 | 11:59
Ég tók mér það bessaleyfi Ásdís Emilía mín að stela þessu myndbandi frá þér
og birta hjá mér.
Það leka ennþá tárin niður kinnar mínar, hef margt séð en ekkert sem
nær þessum viðbjóði.
Hvað eru þjóðir heims að hugsa?
Erum við virkilega sadistar af verstu gerð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Sunnudagsmorgun.
22.6.2008 | 08:21
Góðan daginn kæru vinir um land allt. Eins og ég
tjáði mig um í gærkveldi þá mundi Neró ekki víkja frá Aþenu Marey,
fyrr en hún vaknaði í morgun.
Um tvö leitið vaknaði ég við eitthvað væl, fór fram, stóð þá ekki Neró
yfir Aþenu Marey, er ég kom ýtti hann hausnum í höfuð hennar,
hún var komin ansi utarlega í rúminu,
og hann hefur haft áhyggjur af því að hún mundi detta út úr, en
það hefur aldrei gerst, ég tók litla ljósið og færði hana upp í rúmið
Þá lagðist hann niður og stundi af ánægju, þegar hún sefur á milli,
þá er hann ætíð til fóta eins og hann haldi að hún geti dottið aftur
fyrir rúmið.
Ég leit inn í morgun þá svaf hún vært, en hann var vaknaður, en
hreyfði sig ekki frá henni.
Ég fór fram og fékk mér morgunmat, svo heyrði ég í litlum sporum,
hún kom við á baðinu þar sem afi var að raka sig kom svo fram
til ömmu, en hún er ætíð í leik svo hún læðist, þá segi ég:
,, hvaða litla mús er að læðast inn í ömmu hús?"
Ekkert heyrist, Ja ég verð að fara að athuga þetta, þá segir hún:
,, Þetta er bara ég amma mín," Aþena Marey, þá segi ég:
,, Æ hvað ég er fegin þá þarf ég ekki að fara að leita að lítilli mús,"
en amma litlu mýsnar eiga heima úti í móa, svo kemur hún og
við setjumst saman í einn sófann og hún kúrir smá í ömmufangi
á meðan hún er að vakna alveg,
svo kom, nú ætla ég að horfa á Þumalínu,
og það er hún að gera núna, bráðum vill hún fá að borða morgunmat.
Viktoría Ósk ( ljósálfurinn) endaði bara heima hjá sér í gærkveldi
hún þóttist eiga eftir að pakka svo miklu niður fyrir sumarbústaða-
ferðina, Æ þær eru nú bara svona þessar stelpur, níu ára.
enda var það nú í lagi, bara tvö hús á milli okkar,
og þau komu snemma heim Milla og Ingimar.
Er til nokkuð yndislegra, í dag er ægifagurt veður,
Engillinn frammi að borða morgunmat, búin að sinna Neró, sem er
hans fyrsta verk er úr baðinu kemur,
en sko þá er hann búin að búa um rúmið og snyrta svefnherbergið.
Ég eins og ævilega í tölvunni. Nú fer ég að drífa mig í bað, svo litla ljósið
á eftir mér, hún þarf nú að vera fín er hún leggur af stað í bústaðinn.
Smá úr bókinni heimsins besta amma.
Ég er en að bíða eftir þeim degi þegar ég verð leiður á pottréttinum
þínum. Það hefur ekki gerst enn og ég er farin að halda að það
komi aldrei að því.
David Turkington, 11 ára.
Knús í daginn, Kveðja Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)