Loksins! Loksins! Loksins!.
2.11.2009 | 07:05
Já loksins kom að því að ég komst á aldurinn svo nú er ég komin á ellilífeyrir, fæ hann um næstu mánaðarmót. Málið er að síðan ég varð 60 ára hef ég notið þess í botn að vera orðin gömul, mér hefur nefnilega fyrirgefist svo margt, vegna aldurs, eins og gleymsku, daðri, ræðusnilli (að mínu mati) það hefur nú samt brunnið við að sagt hefur verið: "MAMMA!!!!!"
eða hitt þó heldur, nýt þess í botn
Þetta með gleymskuna, eru smámunir því ég man sko betur en ungviðið í kringum mig, satt og rétt.
Skondið fannst mér hér á dögunum og hló dátt, er inn um póstlúguna datt póstur frá þessari frábæru Tryggingarstofnun, í honum voru bæklingar til þess ætlaðir að kynna mér rétt minn og skemmtilegheit, og eigi má gleyma bótaupphæðinni, hún er svo til fyrirmyndar að maður getur farið að leifa sér allt.
Nú það komu einnig bæklingar frá bæjarfélaginu með öllu því sem þeir bjóða upp á, og það er ekkert smá, var svo glöð, bara að ganga í eldri borgara félagið fyrir 2000 á ári og þá fær maður afslátt í svo mörgum búðum, í leikhús, ferðalög, en einn hængur er á að er ég hef augum litið auglýsingar um svona helgarferðir fyrir okkur þá hefur mér fundist það svo dýrt að ég hef ekki efni á þeirri skemmtun, auðvitað er þetta ekki dýrt, það er bara ég sem hef ekki efni á þeim
Komst að því að þó ég sé orðin 67 ára, þarf ég að borga útvarpsgjaldið og skatt í öldrunarsjóð, það er ekki fyrr en ég verð 70 ára að ég slepp við þær greiðslur, hef ekki heyrt það heimskulegra þeir hafa sko lag á að blokka mann þó á bætur séum komin. og nú er ég farin að hlakka til að verða 70 ára
Ég hef nú aldrei kviðið ellinni eins og sumir kalla aldurinn hef aldrei haft aldurskomplexa og finnst ég ekkert gömul, á meðan ég get leikið sér við barnabörnin sem eru á öllum aldri, er ég ekki gömul, en um leið og þau fara að fara í taugarnar á mér þá er ég sko orðin gömul og eins gott að koma sér á elliheimilið, en eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að að reykja, drekka, djamma og daðra þar, held að það sé staðurinn og rétti tíminn, ég get nú haldið mér edrú á sunnudögum ef einhver mundi nenna að heimsækja mig, það er ekki skylda.
Jæja elskurnar er hætt þessum ræðuhöldum þó ég elski að láta mína fögru rödd heyrast, þá eru nú takmörk.
Er að fara á eftir í rannsókn upp á spítala Gísli minn í sína B12 sprautu og svo bara höfum við það huggó í dag, en ég ætla að halda upp á afmælið seinna.
Ein bloggvinkona mín talar um að hún hafi orðið glöð að fá hól um daginn, málið er krakkar að hól er það sem á að koma inn í okkar líf á hverjum degi, það er hægt að hæla á svo margan hátt og hólin eru yndisleg, eins er kærleikurinn, ljósið og gleðin, munið þetta allt og þá líður ykkur betur.
Í tilefni dagsins set ég eina mynd af okkur gamla settinu, hún
er tekin 1996 í nóv.
Tekin á jólunum í fyrra.
Svona lít ég út í dag
Þó ég sé nú afar ánægð með mig eins og ég er þá
mundi ég verða afar glöð ef ég færi niður í þessa þyngd.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þar kom að því
31.10.2009 | 19:06
Sporðdreki: Það er svo sem í lagi að treysta á sína nánustu tilfinningalega. Stundum er erfiðara að þiggja en gefa, en rétt er að leyfa öðrum að sýna örlæti.
Þar kom að því, dagurinn fer ekki alltaf eins og maður ætlar, í morgun vaknaði ég með yndislega svimann sem er búin að angra mig í nokkrar vikur, en hann hefur alltaf gengið yfir er hjartalyfin byrjuðu að virka á morgnanna, en í morgun fór það bara ekki svo, ætlaði að lognast út af trekk í trekk og sjáið þið ekki í anda elsku Gísla minn reyna að halda uppi þessum 113 kílóum sem ég er, hefði nú ekki boðið í það, enda bara á gólfinu lent, og það hefði verið í lagi, þeir hefðu bara hirt mig þar upp elsku strákarnir á sjúkrabílnum.
Ekki hafði ég matarlist, flökurt og afar ósátt við ástandið, og viti menn Milla litla varð að brjóta odd af oflæti sínu og hringja í dokksa,
sem reyndist vera ungur og myndarlegur, eigi var það nú verra. sem sagt ég sá það er hann kom því ég ætlaði að komast uppeftir sjálf, en það gekk ekki eftir, sjúkrabíllinn á staðnum var á leið til Akureyrar með sjúkling, svo hann kom bara ungi dokksinn, hann taldi þetta ekki vera út frá hjartanu þar sem ég var bara rétt eins og ungabarn í þeim mælingum, en þetta gæti verið út frá sveltum skjaldkirtli, líkt mér að svelta hann, alveg óþarfi að gefa honum nægilega mikið af Levaxíni, jæja svo út frá mörgu öðru, en ég hallast að kirtlinum eða blóðþrýstingslyfinu, og ég veit þetta að sjálfsögðu
En hann vildi nú að strákarnir á sjúkrabílnum kæmu við og tækju línurit til að taka af allan vafa.
Sko það er ekki amalegt að fá heim að rúmi svona flotta stráka trekk í trekk, heyr heyr fyrir okkar yndislega fólki í heilbryggðis geiranum, það er sama hvort maður þarf að leita til þeirra hér á Húsavík eða á Akureyri, er fólkið í þessum geira yndislegt.
Nú ég fór svo bara að sofa, vaknaði um 14.30 fékk mér hálfa kringlu og Pepsí Max sofnaði aftur og svaf til 16.30 þá var ég komin með list, og fékk mér brauð staulaðist með hjálp inn í tölvu, en þar er svona stóll sem ekki er möguleiki að detta úr. Milla mín hringdi og var að vitja um mig, voða sár að því að ég gaf ekki skírslu um ástandið hún frétti út í bæ að sjúkrabíllinn hefði verið fyrir utan, nú ég lofaði að láta hana vita með þriggja daga fyrirvara, sko næst
Svo sagði hún að ég yrði að láta Dóru vita, humm, já gerði það.
Annars elskurnar mínar er ég að fara í alsherjar rannsók á mánudaginn, það var reyndar ákveðið í síðustu viku, þá kemur vonandi í ljós hvað er í gangi, kannski er ég bara svona óþekk.
Nú er Gísli minn búin að sjóða kartöflur og hita Ítalskar kjötbollur sem ég á í kistunni svo ég verð víst að vera dugleg að borða það.
Bara að koma því að, ég á afar erfitt með að þyggja,
gengur betur að gefa, en ég veit að mitt fólk meinar
allt það besta og ég elska þau fyrir það
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Það má kalla það dugnað.
29.10.2009 | 18:48
Að við gamla settið séum á fullu, svona bara eins og við getum, að þrífa fyrir jólin, búið að þvo allar gardínur, glugga, pússa og sjæna, eigum reyndar eftir stofu og eldhúsglugga að innan, en allt búið að utan, og bíllinn var meira að segja tekin í leiðinni, maður veit aldrei hvenær kemur frost og við ekki með bílskúr.
Þá er næst á dagskrá að þvo allt jólatau, svo sem dúka, handklæði og annað smádót, svo strýkur maður allt heila dótið, svo tilbúið sé er maður fer að punta, en það verður fljótlega, ætla að eiga löng jól í ár, en í alvöru þá geri ég ekki mikið meira en þetta fyrir jólin nema, Gísli minn á eftir að taka rúm og gólf oft áður en jólin birtast.
Nú í morgun fórum við á Eyrina, ég átti að fara í verkjasprautur með bakið til að athuga hvort sterasprautur mundu virka á mig, kann nú ekki einu sinni að útskíra þetta, áður en ég fór uppeftir skelltum við okkur í morgunmat á Bakaríið við brúnna, það klikkar ekki kaffið þar.
Sprauturnar gengu vel það sem bjargaði því sem bjargað varð, athugið af geðheilsu minni, mun vera lækninum að þakka því hann er bara frábær hann Bjarki bæklunarlæknir, spjallar við mann allan tímann. Hann sagði mér að fara í kaupfélagið (Glerártorg) til að vita hvort ég gæti það með góðu móti eftir sprauturnar, jú það gekk sæmilega. Þurfti svo að komast í hjartahlýju hringdi því í Ernu vinkonu mína á Eyrinni, hún var heima og við í kaffi þangað, Bjössi var heima, fengum ekta kaffisopa og spjall og það sem mig vantaði hjartagæðin.
Á morgun ætlar Gísli minn að fara yfir gólfin og þá er hægt að dunda sér í einhverju dúlleríi um helgina, ef maður vil ekki bara slappa af.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Lífsstíllinn minn.
27.10.2009 | 18:35
Já þá eru það smá skriftir, hér fyrir um mánuði síðan sagði ég frá því að ég væri 119 kíló. Ég sagði ykkur jafnframt í ágúst í fyrra að ég væri að byrja í lífsstílsbreytingu, það gekk bara vel og missti ég að mig minnir 13 kíló, síðan eftir jól datt ég í það, þá var ég á hækjunni með brjósklos og vorkenndi mér svo mikið að mér fannst nú í lagi að raða í sig. Nú ekki leið á löngu þar til ég þyngdist aftur og gerði ég nú ekki mikið með það, mundi nú bara redda því síðar.
veturinn leið, vorið og sumarið kom, tilhlökkun var komin í mína að fara í sumarfrí, en ekki tók ég mig á.
Fór svo í sumarfrí suður og borðaði eins og svín, það var grillað, brasað og borðaðir góðir eftirréttir, er þetta ekki allt svona þegar maður er í heimsóknum, jú einmitt, en það er engin afsökun fyrir því að drepa sig af ofáti.
Kynntist alveg yndislegu fólki í sumar og konan benti mér á félagsskap, sem ég kíkti á annað slagið á netinu. Byrjaði svo á fullu í þessu fyrir mánuði síðan, og er komin niður í 113 kíló sem sagt 6 farin í ruslið. Það er samt ekki mesta gleðiefnið, heldur það að hafa getað staðið við samkomulagið sem ég gerði við sjálfan mig.
Verandi búin að berjast í megrunarkúrum í 40 ár eyðileggja heilsuna á ofáti þá er þetta alveg yndisleg uppgötvun: ,,Að hafa vald yfir sjálfum sér". En ég get þetta ekki ein, það er nefnilega misskilningurinn sem hefur leitt mig í gegnum öll ár að ég taldi mig sko geta þetta ein og óstudd.
merkilegur er maður, kannski var búin að ná af sér tíu kílóum, kom einhver og sagði rosalega lítur þú vel út og þá fannst mér nú í lagi að fá mér að borða, nei vitið að það var aldrei í lagi, því ég er búin að vera ofæta svo lengi sem ég man, ekki að ég hafi verið feit er ung var, en þá var maður alltaf á hreyfingu og gat borðað að vild, en svo fór að halla undan fæti.
Í dag get ég þetta með hjálp Guðs, eins og ég sé hann, ég tala bara við hann eins og vin og bið hann að leiða mig í gegnum einn dag í einu.
Mér líður alveg yndislega vel, er sátt við sjálfan mig og aðra og ég mun getað hreinsað upp úr ruslatunnunni svo mér líki.
Má til að setja inn nokkrar myndir.
Viktoría Ósk að lesa í kvæðabók.
Frænkur í tölvuverinu
Guðrún Emilía, Neró, Mikú og Sigrún Lea. Þetta eru dýrin þeirra
Þau eru svo yndisleg
Dóra mín með Aþenu Marey, þær eru sko góðar frænkur
Svo verður Gísli minn að birtast öðru hvoru,
hann sem er alltaf kletturinn.
Aþena Marey vildi endilega troða húfunni sinni á Neró
Ég er ríkasta kona í heiminum
Kærleik til ykkar sem lesa.
Milla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er nú ekki langt til jóla,
26.10.2009 | 19:26
Svo mér fannst vera komin tími á að taka buffið mitt og fægja silfrið, Dóra kom með þá snjöllu hugmynd að setja svartan ruslapoka á borðstofuborðið silfrið þar á svo sátum við sitt hvoru megin og pússuðum og pússuðum, það var orðið svo lítið svart, en núna skín á það á buffinu mínu.
En ég á eftir borðbúnað, geri það seinna.
Ég tók allt af buffinu þvoði og pússaði alla hluti sem eru á þessari mublu sem ég elska, og vitið, er allt var komin á sinn stað þá fannst mér bara nokkur jólalykt, en jólin hjá mér byrja ekki í Ikea,heldur á silvó lyktinni.
Nú það var ýmislegt tekið í gegn í leiðinni og á morgun verða gluggarnir teknir, kominn tími á þá eftir sumarið.
Ingimar minn fór ekki á sjó þeir voru orðnir báðir veikir bræður, ekki er hægt að róa til fiskar með bullandi hita, hann var því heima með litla ljósið sem ekki var orðin nægilega frísk til að fara á leikskólann, Viktoría Ósk svaf hjá okkur aftur síðustu nótt, englarnir mínir báðar hálf slappar, svo þetta er búin að vera hálfgerður rúmdagur, Hafdís Dröfn, vinkona Viktoríu er lasin en hún fékk að koma yfir bara á náttfötunum svo það er búið að vera fjör í bæ í dag, þó veikar séu.
Í kvöld borðuðum við afganga af Kínverska pottréttinum síðan í gær, enda var hann æðislegur. Þær eru að fara heim á morgun og þá verður tómlegt hjá ömmu og afa, það vill til að ekki er langt á milli okkar.
Hætt í bili sendi ykkur kærleik elskurnar mínar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Maður veit aldrei?
24.10.2009 | 22:29
Látið nú ekki lýða yfir ykkur, þær frænkur sváfu til fimm, þá vakti ég þær. Dóra fór að undirbúa Pitzzugerð sem við svo borðuðum um sjö leitið, þær voru æði að vanda.
Stelpurnar allar fengu sér ís á eftir, og núna er litla ljósið komin upp í ömmu rúm svo það er komin tími á að amma kúri hjá henni, maður er nú ekki stór með 39 stiga hita.
Kærleik til ykkar allra
Milla

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þessa daganna gerist margt.
24.10.2009 | 08:55
Stundum er svo margt að gerast og allt svo skemmtilegt, í gærmorgun fór ég þjálfun og er ég kom heim fengum við okkur kaffisopa, hringdi í Atla þann mæta mann, hjá Össur, spurði hann hvort hann sæi mig fyrir sér sem balletansmær: ,,Já einmitt, það geri ég", jæja heillakarlinn en spelkan er of þröng því ég er svolítið bólgin á ökklanum, var nú ekkert að segja honum að ég sé nú bólgin, "all over" sagði bara, ég sendi þér hana tilbaka og hann sagðist ætla að reyna að finna aðra annars mundum við hittast í byrjun nón.
Við fórum að spjalla, ég sagði honum að ég ætti að knúsa hann frá Ásthildi Cesil frænku hans á Ísafirði nú út frá því spunnust umræður miklar og fór hann meðal annars að segja mér hvernig Össur hefði byrjað og hann tekið þátt í startinu, þeir hefðu verið skátar saman Össur og hann, nú þið hafið bara allir verið skátar þarna að vestan, pabbi var nefnilega einnig skáti, hann hafði þá þekkt hann, og ekki nóg með það hann hafði verið foringi bræðra minna í skátunum og þekkti þá vel, sko ef þetta eru ekki yndislegir dagar, hitta á svona góða og skemmtilega menn eins og Atla og Bjarka bæklunar, vetrarfrí hjá börnunum allt iðandi af fjöri, þá er maður hreinlega vanþakklátur, sem ég er ekki. það er svo gott að komast að því að einhver er ekki færibandapersóna.
Ég elska svona daga.
Eftir þetta samtal fórum við Gísli minn í búðir, heim með mig og innkaupin og hann fram í Lauga að ná í Dóru, Hún átti svo pantaðan tíma hjá lækni eftir það var farið í búðir.
veit þið getið ekki ímyndað ykkur hvað við gerðum er heim kom, jú við lögðum okkur, æðislegt.
Vaknaði um fjögur og jafnaði mig smá síðan var farið að elda og var það gamaldags smásteik í ofni með öllu tilheyrandi, allir yfir sig hrifnir, voru búnir að gleyma hvað þetta er gott, lambakjötið er best. Nú meira að segja ég fór ekki að sofa fyrr en um miðnættið, horfðum á fjölskyldumynd og allir vildu aðeins komast í tölvu og þar sem við vorum 6 þá þurfti að skiptast á, en ég segi fyrir mitt leiti að tölvan er aukaatriði þegar fólkið mitt er hjá mér.
Í dag fáum við Ljósin mín til okkar og verða þær hér í nótt, þær pöntuðu Pitzzu í matinn og hún verður heimatilbúin að vanda, Dóra og stelpurnar mega eiga eldhúsið í kvöld.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er í sjokki
21.10.2009 | 13:19
Gleymdi að segja frá því í gær að Bjarki bæklunarlæknir spurði hvort ég hefði prófað spelkur, ég horfði bara á hann og hann sagði ja sumum hefur líkað þær og öðrum ekki, ég sagðist aldrei hafa prófað þvílík ósmekklegheit, já en ef þú vilt ekki, ég sagði það ekki mér finnst þetta bara forljótt.
Þær eru nú orðnar svo smekklegar í dag, "jæja þá prófa ég þær" Glætan.
Hringdi síminn hér áðan, var það ekki hann Atli frá Össur, hann sagðist vera að koma á Eyrina á morgunn, hvort ég gæti komið og hitt hann, en nei ég er að fá gesti hvort ég mætti þiggja að hitta hann næst er hann kæmi norður, jú jú það var ekkert mál, enda ræð ég, ekki allt búið en, hann byrjaði að spjalla við mig um hvernig ég væri og svoleiðis og sagði jafnframt að ég gæti bara verið með spelkurnar utan yfir legging buxurnar það væri bara töff, ertu ekki að grínast í mér spurði ég, nei nei sagði hann. Hann ætlar að senda mér spelkur til að prufa og ég á að segja til um hvort þær séu að gera eitthvað fyrir mig, auðvitað munu þær ekki gera það ef ég þekki snobbið í mér rétt, en svo er ég náttúrlega ekkert smart á hækjunni heldur.
Hann bað mig að fara í spegil þar sem ég gæti séð göngulagið mitt núna og svo með spelkunni.
Held ég sleppi að vita af þeirri hörmung sem það mun sýna mér.
Sko að hitta tvo svona frábæra stráka á tveim dögum er tær snilld, Bjarki svona mannlegur og skemmtilegur í gær og svo Atli í dag, enda er hann að vestan og við örugglega skyld þau gerast enn undrin og stórmerkin.
Ég lofa að láta taka mynd er ég fæ þessar nýtísku spelkur
mun setja þær inn og þá vil ég fá vorkunn og aftur vorkunn
Því auðvitað er mér vorkunn að þakka bara ekki fyrir að ég
þarf ekki að fara í hjólastólinn, allavega ekki strax.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Frábær dagur að kveldi kominn
20.10.2009 | 20:16
Fórum í bítið í morgun á Eyrina, tókum með okkur Aþenu Marey sóttum Dóru fram í Lauga, brunuðum svo af stað, byrjuðum í bókabúðinni síðan í blómabúðina að kaupa krydd sem þar er til og heitir Nomu, besta krydd ever. Glerártorgið var næst á dagskrá, en svo var komið hádegi og fórum við þá á Greifan í súpu, salat og brauð þetta er besti salatbar sem ég hef smakkað, hittum Ernu, Siggu og Unni Maríu og það var glatt á hjalla að vanda.
Nú það var komin tími á bæklunarlæknin, ekki sagði hann mikið sem ég ekki vissi, það sem er aðallega að hrjá mig núna er pirringur í taugaendum, eða eitthvað sem veldur frekar leiðinlegri rótarbólgu-verkjum, ef þið hafið fengið svoleiðis nokkuð, ef ekki þá er þetta afar hvumleitt.
Hann ráðleggur, verkjasprautur inn að mænu, ef þær virka þá að sprauta á sömu staði bólgu og verkjastillandi sterasprautum, og þetta er ekki gott, en ég ætla nú samt að þyggja þessar verkjasprautur bara til að vita hvort þær virki, sé svo til með framhaldið þegar þessi hörmung er afstaðin.
Varð nú bara að segja að það var afar gott að tala við Bjarka og svo hefur hann húmor og það hefur sko mikið að segja, en hann sagði mér bara sannleikann var ekkert að fela neitt og mér líkar það vel.
Fórum svo aftur á Glerártorg þar voru þær Dóra og Aþena Marey á meðan við vorum upp á spítala.
Fórum í rúmfó, Haldið ekki að það sé allt að fyllast af jóladóti, mér fannst það ekkert jólalegt.
Fengum okkur svo kaffi áður en við fórum heim, fyrst með Dóru knúsuðum aðeins englana mína á Laugum, en þær eru að koma á morgun og verða í 6 daga, það er yndislegt, ég yngist um mörg ár við samveruna með þessum stelpum mínum. Skiluðum svo þreyttri lítilli snót heim til mömmu og pabba.
Verð bara að viðurkenna það að ég kvíði strax vel fyrir sprautunum, en ég verð að vera dugleg annað er bara skömm, ég er nú einu sinni fullorðin.
Kærleik til ykkar allra sem lesa
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Uppreisn?
20.10.2009 | 06:29
Sporðdreki: Það er eitthvað innra með þér sem vill gera uppreisn. Ef þú getur ekki galdrað þá upp úr skónum með gáfum þínum, skaltu reyna að ganga fram af þeim.
Uppreisn, já auðvitað vil ég gera uppreisn, en ef það hefði eitthvað að segja að knýja fram mína löngun eða skoðun þá mundi ég reyna það, en vitið það er ekkert gaman að lifa með fólki sem væri þá komið alveg yfir á mína línu og segja bara, já og amen við öllu, mundi nú bara æla fyrir rest.
Að galdra og ganga fram af fólki er afar spennandi kostur að mínu mati, ég fæ mikið kikk út úr því, en ég verð helst að sjá viðbrögðin. Ef ég heggur aðeins of nærri einhverjum þá fæ ég sko viðbrögð.
Spennandi.
Jæja en í dag er komið að því að fara til bæklunarlæknisins á Akureyri, vona að ég hitti yndislega læknaritarann sem ég beit hausinn af um daginn, nei bara til að biðjast afsökunar, einu sinni enn.
Ég á að mæta hjá honum klukkan 14.00
Fyrst er á áætlun að fara smá í búðir, síðan ætlum við á Greifann í súpu, salat og brauð og hitta vonandi skemmtilega vini, en við reynum að hittast þau sem geta þegar sveitafólkið kemur í kaupstað, (sko við). Veit svo ekki hvað ég verð hress eftir lækninn. Dóra mín kemur með okkur.
Gef ykkur skýrslu í kvöld.
Njótið dagsins krúsidúllur
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Minningar
19.10.2009 | 08:29
Sporðdreki: Þú færð tækifæri til þess að hnýta lausa enda varðandi erfðamál og sameiginlegar eignir í dag.
Engan arfinn er ég að fá og ekki er eignunum fyrir að fara , nema bíl sem er á bílaláni, en ég á fullt af minningum og þegar maður er búin að henda í ruslið vondu minningunum þá er það alveg þess vert að muna hinar. Eins og gamla húsið á Skólavörustígnum sem brann í nótt, ekki að ég muni sérstaklega eftir því húsi bara öllum húsunum labbaði ekki svo sjaldan um þetta svæði, átti einu sinni heima í snobbgötunni Laufásveg og svo átti langamma heima á Þórsgötu, en það er löngu búið að rífa hennar hús. Frá þessum tíma á ég yndislegar minningar, Reykjavíkin mín var svo falleg með öllum sínum gömlu húsum alltaf voru sömu verslanir á sama stað, sömu flottu mahony innréttingarnar, man þegar fyrsta mollið kom, það var staðsett í Austurstræti með rúllustiga upp en ekki niður (að mig minnir)
En ekki fannst mér neitt flott við það, fannst Haraldarbúð flottari, en fáir muna eftir þessu í dag.
Góðar minningar á ég um er börnin mín fæddust og allt um þeirra uppeldi og líf. svo á ég einnig yndislegar minningar um barnabörnin mín, þegar elstu fæddust losaði ég mig við þá meinsemd sem ég hafði leift að grassera í mér, "of lengi" svo ég naut þeirra allra sem komin eru, elska þau öll afar heitt.
Gísli minn sem ég kynntist 1996 og erum við búin að vera saman síðan á afmæli í dag og ætlum við að halda upp á það um helgina, við eigum minningar saman, flestar góðar, líka slæmar, við eigum sitthvort barnabarnið sem hafa lent í ruglinu eins og fólk segir, finnst ykkur ekki fólk segja margt og mikið, en það hefur ekki vit eða áhuga á því sem það er að segja vill helst ekki vita af neinu óþægilegu. Fordómarnir og snobbið er að fara með þetta þjóðfélag og er það umræðuefni í heila bók.
Sumum minningum er ekki hægt að henda í ruslið þó slæmar séu, þær þarf að muna læra af og vinna úr, og við gerum það ekki nema saman.
Við afi segjum þetta bæði: ,,Elsku stelpan okkar, þú getur þetta með guðs hjálp eins og þú sérð hann, þú skilur þessi orð mín ef þú lest þetta." Við elskum þig.
Kærleik sendi ég öllum sem þetta lesa.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dagur að kveldi kominn
17.10.2009 | 21:26
Í morgun vaknaði ég um sjö leitið eftir góðan nætursvefn, ég fann á hitastiginu í húsinu að ekki var kuldanum fyrir að fara utanhúss, eins og ævilega byrjaði ég eftir smá wc-ferð að fá mér morgunmat, hjartalyfin og svo var haldið inn í tölvuver gerist varla nokkurn tímann, datt inn í hitt og þetta fór síðan í sjæningu, talaði við Vallý vinkonu mína og er eg var búin að ljúka þessu öllu var kominn tími á hádegismat sem var súpa og brauð afgangur síðan í gær. Milla hringdi og bauð okkur í kvöldmat, hún ætlaði að hafa læri.
Datt í hug að fara í verkefnið sem ég er búin að plana að gera í vetur ásamt Millu minni, það er að búa til fjölskyldualbúm, en nokkrar góðar myndir eru til frá mömmu, svo ég byrjaði að skanna inn, síðan tekur Milla þær og lagar þær til, kannski verður fyrsta albúmið til fyrir jól, en ég lofa engu.
Veit ekkert notalegra en að vera að dútla eitthvað í veðri eins og þessu, úrhellis-rigning og rokið ágerðist með deginum, maður hefur bara kveikt á kertum og öllum rómóljósum.
Fórum síðan í mat og var hann yndislegur, mátulega steikt læri með öllu tilheyrandi, ég borðaði bara mátulega svo núna líður mér afar vel ætla að fara snemma að sofa, halda svo áfram á morgun að skanna inn myndir.
Hér kemur fjölskyldumynd, tekin er bræður mínir Gilsi og Nonni
voru fermdir. allar myndir verða skírar og fínar er Milla verður búin
að meðhöndla þær.
Þetta eru þau Þorgils afi og Ágústína amma, tekið er þau áttu
silfurbrúðkaupsafmæli.
Og þarna eru Jón afi og Jórunn amma, einnig tekið er þau áttu
silfurbrúðkaupsafmæli. Ég elska þessar myndir.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þvílík hamingja
16.10.2009 | 21:34
Að allt skildi fara vel hjá litla drengnum sem er eins árs í dag, þetta eru fréttir sem maður vill heyra.
Bara óska þeim til hamingju með hann.
Það er samt ekki alltaf hamingja ég á litla vinkonu, Auðbjörgu Jönu í Boston sem er þar með Völu mömmu sinni og Didda pabba, hún er búin að fara í margar aðgerðir, en er samt ofsa dugleg ég er búin að biðja fyrir henni í marga mánuði, þið munduð kannski bætast í þann hóp mér þætti afar vænt um það.
Hún Vala Björk Svans er á facebokk og er á hverjum degi í highlights, þar er hægt að fylgjast með litlu Auðbjörgu Jönu.
Annars er ég bara fín, ég lagði mig um 10 leitið í morgun, svaf til 13.30 Gísli minn fór í búðina fengum okkur svo smá kaffi og hrökk og svo lagði minn sig, en það gerir hann aldrei vona að hann sé ekki að verða veikur.
Litla ljósið kom og var hjá okkur fram yfir kvöldmat, en hún vildi ekki svona chillý súpu eins og við borðuðum svo hún fór bara heim að borða með mömmu sinni og pabba.
Vinkona mín missti hundinn sinn í dag og það er aldrei gott, ég vorkenni henni og hennar börnum þann missir.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hélt að um skrípamynd væri að ræða
14.10.2009 | 21:38
Einn daginn í vikunni hélt ég að ég væri komin inn í skrípa mynd af lélegustu gerð, svei mér þá, vaknaði við síman, beit hausinn að einhverjum aumingjans ritara sem átti sér einskis ills von, var bara að gefa mér tíma hjá sérfræðing, en tíminn var pantaður í janúar á þessu ári hvað með það þó ég hafi verið búin að gleyma þessu þá átti ég ekki að vera svona neikvæð. Nú þegar ég var komin á fætur umræddan morgun hringdi ég í ritarann og baðst afsökunar á neikvæðni minni og dónaskap, en henni fannst þetta allt í lagi og ég fékk tímann, sem veitir nú sjálfsagt ekki af þar sem ég er komin með hækjuna aftur, ekki ætla ég að vera með hana í vetur það er á tæru.
Dagurinn hélt reyndar áfram að vera eitt skrípaleikrit, ég sagði mína meiningu í bankanum hans Gísla sem var reyndar einnig minn banki þar til ég skipti yfir í annan fyrir 3 árum, en hélt samt reikningnum opnum og notaði stundum, en eftir bráðum 67 ára viðskipti við þennan banka lét ég loka depit kortinu mínu þar þennan dag og klippti mitt og henti því í ruslið, ég fékk nefnilega mína fyrstu bankabók er ég fæddist og það er að koma að því að ég verði 67 ára, en skítt og lagó þetta er hvort sem er ekki banki eins og hann var hér áður.
Nú ég hélt áfram að tala við þá sem þurfti að tala við um allt milli himins og jarðar, en fékk sömu svörin og alltaf svo ég verð að gera eitthvað róttækt í þeim málum, segi ykkur frá því síðar.
Er alveg komin út úr skrípamyndinni allavega í bili, en eitt er það sem ég þoli ekki og það er óheiðarleiki og það sé ekki staðið við sagðan hlut.
Að öðru skemmtilegra, þær komu frá Laugum í dag, englarnir mínir þurftu að versla, Dóra keypti í matinn og bauð öllum til hamborgaraveislu, allir hjálpuðust að við að hafa til grænmeti, steikja, hita og leggja á borð þetta var æðislega gaman að vanda.
Gísli ók þeim svo heim og er nýkominn tilbaka, en áður en hann fór var hann búin að setja í vélina og ganga frá öllu svo ég færi nú ekki að vesenast neitt eins og ég er víst vön að gera, sko að hans mati.
Ég er búin að ákveða kvöldmatinn á morgun það verður silungur úr Westmannsvatni þurrkryddaður með íslensu kryddi, grænmeti og kartöflur allt úr heimabyggð.
Góðar stundir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Hefur þú upplifað, eða hefur þú trú á?
12.10.2009 | 08:08
Vona að ég hafi vit til að halda rétt á spilunum.
Sporðdreki: Það eru miklir umbreytingatímar og þú færð tækifæri til að öðlast mikla reynslu ef þú heldur rétt á spilunum. Láttu neikvæðni annarra ekki draga úr þér.
Í nótt vaknaði ég alveg glaðvaknaði, fór fram á wc-ið taldi að ég væri búin að sofa eina átta tíma svo hress var ég, en nei hún var bara þrjú, fór upp í aftur, en að ég sofnaði, nei af og frá, ekki var ég óróleg eða neitt slíkt heldur lá bara og hugsaði um af hverju það væri svona mikill þrístingur alveg frá höfði og niður í tær er svo sem ekki óvön honum, en alveg síðan fyrir helgi hefur hann verið, en mikill friður fylgir þessu, merkilegt að er mesta óveðrið var þá var ég ekkert hrædd eins og ég er vön að vera bara sallaróleg, og er ég leit út þá fannst mér allt vera svo tært.
þegar svona er og ég ligg í rúminu mínu og hugsanirnar um hugann þjóta, læðast, eða bara eru engar, horfi yfir herbergið og fram á gang allsstaðar kemur skíma frá útiljósum, saltkristalnum og seríum sem ég er með inni í stofu, en einnig skuggar sem hreyfast eins og þeir séu að leysa eitthvert verkefni og mér líður vel.
Þurfti að fara fram á C-ið þá var klukkan fimm sofnaði fljótlega eftir það, en vaknaði hálf sjö ekki mikill svefn það en ef ég verð syfjuð í dag þá fæ ég mér bara lúr.
Hitti Gísla minn áðan frammi á c-inu og ég sagði góðan daginn Gísli minn hann sagði góðan daginn
ég spurði er ekki allt í lagi? (vissi alveg hvað var að hrjá hann) Svaraði
svaf illa í nótt, ég sagði að það hefði nú enga þýðingu að vera með fílu út í það, svo þið sjáið ég mætti neikvæðninni strax í morgunsárið, en hlæ bara að henni, en hann kann heldur ekki að biðja um hjálpina eins og ég.
Ég hef upplifað og hef trú á að ég muni halda rétt á spilunum.
Njótið dagsins
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vonleysi
11.10.2009 | 09:49
Vonleysi er hræðilegt orð og afar erfitt er fólk lendir í þeirri stöðu að verða vonlaust og gefast hreinlega upp, en áður en það gerist er mikið vatn runnið til sjávar. Hvenær byrjar grunnurinn af því að verða vonlaus, hann getur byrjað á ungaaldri, ég er nú svo oft búin að tala um þetta að þeir sem eru búnir að fá leið á því, bara lesa ekki, alveg eins og með allt annað ef þér leiðist það þá bara tekur þú ekki þátt, lokar augum og eyrum og þykist ekki vita neitt.
Eins og margir eru búnir að komast að þá trúi ég á kærleika og allt sem í honum felst, ég er friðarsinni og reyni alltaf að miðla málum, sko þar sem ég má, en ekki skuluð þið halda að það geti ekki gosið úr sporðdrekanum "Mér" Ó jú og það svo að fólk fer að skjálfa, samt afar sjaldgæft. Þær bækur sem ég er að lesa núna eru mannbætandi, ekki að ég hafi eigi vitað margt af þessu, en samt er það svo að maður þarf að minna sig á og hætta að vera í meðvirkni með sjálfum sér, viðurkenna bresti sína og framkvæma.
Þú getur verið allt þitt líf að áætla það sem þú ætlar að gera, en ef þú framkvæmir ekki þá gerist ekki neitt. Eins og ég eitt sumar fyrir margt löngu, var á heimleið úr sveitinni sá mann úti á túni í heyskap, Æ,Æ,Æ hafði ekki komið því við að heimsækja hann, geri það næsta sumar, en þá var maðurinn dáinn.
Kona sagði um daginn að hún væri lokksins búin að læra að meðvirkni leysti engan vanda, og það er rétt, meðvirkni viðheldur vandanum.
Það sem ég er búin að gera er að viðurkenna að mér er um megn að stjórna eigin lífi á vissum sviðum, tala meira um það seinna.
Auðvitað er ástæða fyrir öllu því sem maður lætur niður á blað, og svo er einnig nú. Fólk er svo hrikalega lokað í sínu eigin sjálfi að það sér ekki neitt annað, það hlustar og samþykkir, finnst þetta og hitt voða leiðinlegt, en er svo búið að gleyma því um leið, það er að segja er það er búið að smjatta á því um stund. Ég er ekki að tala um neinn sérstakan mér bara finnst að fólk þurfi að vakna upp og skilja að við þurfum öll að taka þátt og styðja við hvort annað, því engin skal voga sér að segja: ,,Ég þarf enga hjálp, engin vandamál hjá mér."
Þó ég fari nú aldrei í kirkju þá trúi ég því að með hjálp æðri máttar takist okkur að snúa þessu við.
Verum ekki feimin við að leitast eftir hjálpinni, það er engin skömm að vera fíkill, ég er matarfíkill.
Mikið var gott að skrifa þetta
takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sérkennilegir dagar.
10.10.2009 | 20:33
Jæja ég vaknaði eldsnemma og hún trítlaði fram um 8 leitið það var nú farið að horfa á skrípó, borðaður morgunmatur og spjallað.
Pabbi hennar kom svo undir hádegi og fengum við okkur hádegissnarl saman. Milla var að vinna til tvö, en svo var verið að fara í smá vinnu niður í verbúð, Aþena Marey fékk að fara til Hjalta Karls frænda síns og vera þar á meðan.
En vitið, mér finnst svona óveðursdagar svolítið öðruvísi, í dag hef ég til dæmis verið að horfa á kertaljósin sem voru kveikt hér, hugsaði um þá sem eiga um sárt að binda og hvað ég er vanmáttug, það er svo lítið sem ekki neitt hægt að gera, nema að biðja, og biðja, fyrir öllum sem eiga um sárt að binda, þeir eru svo margir sem hafa misst og einnig sem eru með mikið veik börn og önnur skyldmenni.
Mér verður einnig hugsað til þess hvað það er ekki sjálfgefið að ég sé glöð, eigi góða að, að ég elski fólkið mitt og það mig.
Auðvitað bjátar eitthvað að hjá mér eins og öðrum, en ég trúi því að það bjargist allt saman og að þeir sem eru veikir nái sér á strik.
Guð veri með okkur öllum

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sumir dagar smella bara.
9.10.2009 | 20:56
Og það gerðist í dag.
Sporðdreki: Þú munt eiga heillandi samskipti við aðra í dag. Vertu óhræddur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðarinnar.
Í morgun fór ég í þjálfun, síðan heim, lagði mig því ég vaknaði klukkan fimm í morgun svaf alveg yndislega vel til 12, borðuðum síðan. Aþena Marey var sótt á leikskólann hún var hjá okkur í dag og er enn því hún ætlar sko að sofa hjá ömmu og afa, enda er hún ein um alla athyglina hér á þessum bæ.
Svo um fjögur leitið rættist stjörnuspáin, til mín kom vinkona sem ég var eiginlega að kynnast og þakka ég guði og þeirri konu sem kynnti okkur fyrir það, við smullum saman eins og flís í rass.
Ég veit að framtíðin verður björt með henni sem vinkonu.
Fallega stelpan hennar ömmu, sem ætlar að sofa hjá okkur í nótt.
Prinsarnir hennar ömmu í Njarðvík eru nýbúnir að eiga afmæli.
Þessi þrjú eru yngstu barnabörnin, en svo kemur stelpa í janúarlok
mikið er ég rík.
Jæja held að ég fari að vinna í því að koma litla ljósinu í rúmið og
svo sofna ég bara sjálf á eftir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Yoko Ono þú ert frábær.
9.10.2009 | 06:03

Yoko Ono safnar fé fyrir íslenskar fjölskyldur. mbl.is/Árni Sæberg
// Innlent | Morgunblaðið | 9.10.2009 | 05:30Yoko Ono safnar fyrir fjölskyldur
Listakonan og friðarsinninn Yoko Ono býður Rauða krossi Íslands að vera með fjársöfnun í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar í Viðey og minningartónleikana um John Lennon í Hafnarhúsinu í dag, föstudaginn 9. október.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu selja pakka með friðarnælum sem hannaðar eru af Yoko Ono í Hafnarhúsinu í kvöld og úti í Viðey á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, auk þess að taka við frjálsum framlögum frá fólki. Þá verður söfnunarsími Rauða krossins, 9041500, opinn næstu daga, en 1.500 kr. gjaldfærast af næsta símreikningi þegar hringt er í hann.
Ég elska svona hjálpsemi, heyr heyr fyrir þér flotta kona.
Nú eiga allir sem geta að styrkja, kaupa næluna, og
vonandi verður hún einnig seld úti á landi.
Njótið dagsins með frið í hjarta.
![]() |
Yoko Ono safnar fyrir fjölskyldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Og ég sem elska þetta blað
8.10.2009 | 19:30
Get ekki verið án þess, eða hitt þó heldur. En vitið að ég hef ekki geð í mér þó að ég hefði ráð, sem ég hef ekki til að borga fyrir blaðið. það er alltaf verið að nýðast á okkur landsbyggðarfólkinu.
Það er svo sem auðvitað að stóru staðirnir fá áfram blaðið heim að dyrum, en við höfum alltaf þurft að sækja það niður í búð.
Hvað halda þessir menn að við séum, moldarkofa molbúar eða aumingjar með hor sem segja bara:,, Allt í lagi við borgum bara," þið eruð búnir að vera svo lengi góðir við okkur." Nei aldrei og ég mun heldur ekki borga fyrir Fréttablaðinu á netinu, hef reyndar aldrei lesið það þar.
Jæja mér er nú alveg sama um það.
birti ykkur eitt fallegt eftir
Magnús Ásgeirsson.Mig var að dreyma.
Þögnin og ástin
eru systur ---
Mig var að dreyma
að ég væri kysstur.
Ég mætti í svefninum
mjúkum vörum,
---þú varst á förum.
Eg hefði kosið þér
kærsta óðinn.
En þögnin fjötraði
þrána og ljóðin.
hún oft mig vefur
í arma sína
og stingur svefnþorni
söngva mína.En þögnin vægði
samt þessu ljóði.
---þú mátt ekki hneykslast
á heitu blóði.
Mig var að dreyma,
að eg væri kysstur.
Þögnin og ástin
eru systur.
![]() |
Fréttablaðið selt úti á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)