Loftrýmisgæsla?
28.7.2009 | 08:10
Össur Skarphéðinsson segir í viðtali í mbl í morgun að þeir hefðu alltaf staðið í þeirri trú að
Bandaríkjamenn myndu vernda okkur en þegar þeir fóru héðan árið 2006 þurftum við virkilega að leita að öðrum hópi þjóða til að tilheyra.Hann var nú trúlega ekki að tala um varnarlega séð, eða hvað?
Óneitanlega sérkennilega til orða tekið þar sem ég, asninn, taldi okkur vera sjálfstæða þjóð, sem er náttúrlega regin misskilningur.


Sjáið hvað þetta eru hrikalegar kofabyggingar, get ekki að því gert að ég fyllist biðbjóði er augum lít svona lagað. 150 manna her er að koma til landsins með 15 orrustuvélar, það sem fæst út úr þessu er hávaðamengun, en kannski ráðamenn þjóðarinnar haldi að þeir fái einhverja fjöður í hattinn, eða hvað veit ég þessi staði asni sem eigi skilur neitt.
Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti þeim mönnum/konum sem koma hingað, er bara á móti þessari herstöð og hef alltaf verið.
![]() |
Loftrýmisgæsla að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Var í svona óskaleik í gær.
27.7.2009 | 19:48
Ég hugsaði að míó míó hlyti að vera orðin útlærð í peningaklækjunum og fór að hugsa hvar ætti nú helst að bera niður, en komst að því að það er ekkert eftir fyrir svona hægfara bjána eins og mig, enda allt í lagi því mér er alveg sama ef í harðbaka slær þá hættir maður bara að borga. Annars er það háttur sem meðaljónar eins og ég iðka ekki.
Vorum að borða afganga sem ég átti í frysti, hakk og spa, parmesan og brauð með, æði.
Dóra og stelpurnar ásamt gestum sem eru hjá okkur frá Ísafirði fóru heim til Dóru í gær eftir skemmtilega helgi hjá okkur, þær fóru allar á Eyrina í dag ætluðu út að borða og í bíó að sjá myndina karlmenn sem hata konur, veit að það er fjör hjá þeim því þær kunna sko að hafa það hyggeligt þessar stelpur allar.
Úti er grenjandi rigning og rok, veit ekki hvers við eigum að gjalda ræflarnir hér á Húsavíkinni, en þetta er sko í lagi því við erum búin að taka allt í gegn í dag, þvo þvotta þurrka og ganga frá, taka niður allt bleikt, þurrka af og pússa, moppa og þvo gólf ekki nóg með það við tengdum nýja tölvuskjáinn, sko svona flatskjár, svartur og flottur, en treystum okkur ekki til að setja upp skannann sem við vorum að kaupa hann er nefnilega of flókinn fyrir svona gamlingja eins og við erum, meina það sko, auðvitað erum við ekki gömul bara nennum ekki að setja hann upp.
Verð nú að fara að hætta þessu þrugli.
Góða nótt elskurnar mínar
Milla

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smá samantekt.
27.7.2009 | 09:38
Maður er nú búin að vera í hálfgerðu fríi undanfarnar vikur,
en þetta fer nú allt að glæðast, " Vonandi".
Allavega hefur það verið þannig hjá mér að nennan er
engin, var fyrir sunnan, kom heim, fékk gesti og engla og
ekki hefur maður þá neinn áhuga á tölvunni, ekki að manni
hafi ekki langað til að kíkja hvað væri á seiði, en gleymdi því
nú fljótt er annaði kallaði á. Helgin hjá okkur var yndisleg,
maður sá nú ekki mikið af fólkinu en það kom og fór, ja
svona eftir veðri og hvað var í boði á hafnarsvæðinu, nú
Milla mín og Ingimar voru non stopp að selja fisk og franskar
á breska vísu þó ekki í dagblöðum, enda betra að hafa
plastdiskana út um allt heldur en dagblöðin sem er ekki
einu sinni hægt að lesa stakt orð í fyrir endalausri þvælu.
það er nú eitt fréttir og blöð mega bara eiga sig fyrir mér,
sko eða þannig fæ æluna upp í háls ef ég heyri minnst á
Icesave.
það er nú orð sem er orðin kúgun að öllu leiti, enda finnst
okkur svo yndislegt að bukka okkur og beygja fyrir þeim
sem við teljum einhvern aðal hvað er það?
Enda kúguð þjóð orðin en og aftur, fljót að gleyma elskurnar.
Æi æ, er ég ekki farin að tala um þennan fjanda og var búin
að lofa mér því að hvorki rita né tala um þetta meir.
Reyni að standa við það hér eftir.
Jæja best að fara í sjæningu Gísli minn er að borða grautinn
og síðan er nú best að taka niður bleiku skreytingarnar
innanhúss ganga frá þeim í kassa og geyma til næsta árs.
Eigið góðan dag í dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndir frá mærudögum
25.7.2009 | 20:40
Gísli minn fór á rúntinn til að taka myndir,
hér koma nokkrar.
Myndirnar hér að ofan eru frá skreytingum hjá Millu minni.
Hún smíðaði þetta úr brettum og málaði, sleikjóarnir eru netabelgir
á kústskafti.
Kem ekki fleirum myndum inn, eitthvað tæknivandamál. koma seinna.
Allir fóru í bæinn í dag nema gamla settið, síðan komu þær með mat
handa okkur um 6 leitið auðvitar var það fiskur og franskar.
Nú svo komu þær systur Erla og Mæja með Heiðar litla hennar Mæju
virkilega varð kátt í koti við þá heimsókn á eftir þeim komu Stebbi,
Smári og Maggi hennar Þorgerðar sem er í heimsókn á Íslandi, en
býr á Bretlandi, mjög skemmtilegt hjá okkur.
Núna er allt liðið farið í bæinn á ball sem mun standa til 3 í nótt.
Englarnir mínir eiga að vinna á morgun, svo afi mun aka þeim heim
í fyrramálið.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mærudagar.
24.7.2009 | 08:44
Við fórum í búðir í gær, sem er að sjálfsögðu ekki óeðlilegt
eftir 13 daga fjarveru, en það sem einkenndi ferðir okkar
um bæinn var að hann var fullur af gestum, sem á Mærudaga
voru komnir.
Búið er að skreyta bæinn okkar þvílíkt að mikill sómi er að, og
eigi mun vanta upp á skemmtidagskrá af öllum toga.
Við hittum fólk sem við þekkjum og fór smá tími í spjall, sem
að var bara gaman.
Englarnir mínir á Laugum koma og með þeim kærir vinir frá
Ísafirði, mæðgurnar Rannveig og María Dís, svo það verður
fjör hjá mér um helgina svo koma gestir og gangandi eins
og gengur.
Við munum að sjálfsögðu borða saman að vanda og ætlar Dóra
að elda hamborgara Mexikanska, sterka og flotta, mun ég
útskýra það frekar síðar, þeir verða á laugardagskvöld, en ekki
veit ég hvað verður í kvöldmatinn örugglega kjöt, enda fengum
við okkur langþráðan þorsk í gærkveldi, bara upp á gamla mátann
steiktan með lauk og kartöflum.
Kem inn seinna með lýsingu á helginni, og eigið hana góða kæru vinir
já og bara allir sem lesa hér þessa síðu.
Kærleik á línuna
Milla
Ps. ég er í bleika hverfinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ferðasaga í stuttu máli.
23.7.2009 | 20:44
Við lögðum af stað héðan frá Húsavík föstudaginn
10 júlí, við dóluðum okkur með nesti og nýja skó
áleiðis í Grímsnesið, nánar tiltekið í sumarbústað í
Búrfellslandi.
Á leiðinni heyrðum við í fréttum að stórbruni ætti sér stað
á Þingvöllum, Hótelið var að brenna til kaldra kola, enda
ekki von á öðru er um svona timburhús er að ræða, en það
tók í hjartað því margar minningar átti maður frá þessum
merka stað, jæja það hverfur allt nema gleðin sem skapast í
hjarta manns er sáttur maður er við sjálfan sig og aðra, ja
svona í flestum tilfellum, ég var afar glöð að vera að fara í þetta
ferðalag vorum með Millu minni og Ingimar sem eiga ljósin mín
á þessum myndum.
Tekin í sumarhúsinu og við erum að sjálfsögðu að mála okkur.
Á laugardeginum komu Fúsi minn og Solla með yndislegu
barnabörnin sín.
Viktor Máni og Sölvi Steinn
Kamilla Sól með Gísla afa.
Síðan á sunnudagskvöldið komu kærkomnir vinir, það var hann
bloggvinur minn Jóhannes konungur þjóðveganna og hún Sirrý
konan hans, þau búa á Borg í Grímsnesi, það var yndislegt að
hitta þau og fá aðeins að kynnast þessum galgopa svona í raun
Takk fyrir að koma elskurnar.
Nú það var farið á Gullfoss og Geisi, ekki skoðaði ég mikið þar enda
margbúin að gera það þau hin voru ekkert betri en túristarnir út um
allt takandi myndir.
Við fórum að heimsækja frænku Gísla sem býr á Selfossi og þau
höfðu ekki sést í 15 ár, frábært að kynnast þeim hjónum.
Nú það var farið í Laugarásinn með þær og í sund og ekki skemmdi
það ferðina að fara í leiktækin sem notuð hafa verið í gegnum árin á
Úlfljósvatni í sambandi við sumarbúðir skáta.
Á föstudeginum fórum við í Njarðvíkurnar til Fúsa og C/O og vorum
þar fram á mánudag, en á laugardeginum komu Milla og C/O og
það var veisla um kvöldið, hér eru þær mágkonurnar að útbúa
reyndar eftirmiðdagskaffið æðislegar að vanda.
Nú mamma fær að fylgja með borðandi pulsu sem henni langaði í
mest af öllu er við fórum til hennar.
Restin kemur seinna.
Kærleik á línuna kæru vinir
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komin aftur, Jibbý, jibbý jæ.
23.7.2009 | 08:41
Þegar maður fer í frí þá segir maður: ,,Jibbý jibbý jæ", og
einnig er maður kemur aftur heim, því heima er jú best."
Rúmið mitt, að leggjast í það er bara sælustund sem ekki
er hægt að lýsa, en hver og einn veit og skilur.
Hæ elskurnar, við komum heim í gæreftirmiðdag mokuðum
dótinu inn hér heima og fórum svo í mat til Millu og C/O
vorum þá búin að vera á Laugum hjá englunum mínum
og tókum Neró með okkur heim.
Ég vissi að þær væru búnar að fara hingað að laga til þessir
englar mínir, en það er ætíð eitthvað óvænt hjá þeim, og einnig
var það í þetta sinn, á koddunum okkar voru hjartalaga, bleikir
konfektmolar, Wc pappírinn var svona fiðrilda-pappír og litirnir
eftir því síðan var á borðstofuborðinu bleikt ilmkerti, servéttur
og diskar í stíl ásamt bleikum hjörtum til að skreyta með því
það er nefnilega mærudagar hjá okkur á Húsavík og mun ég
sýna ykkur myndir frá þeim síðar.
Viktoría Ósk og Hafdís Dröfn vinkona hennar fóru í gærmorgunn
og opnuðu alla glugga, vökvuðu blómin úti og hreinsuðu það
sem ónýtt var.
Ekki er hægt að hugsa sér betri heimkomu þegar maður finnur
kærleikann streyma á móti sér.
Við áttum alveg yndislegt frí og mun ég segja ykkur frá
því í kvöld því nú þarf ég að fara í sjæningu og svo í hinar ýmsu
reddingar því hér er allt að fyllast af fólki.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er að fara í sumarfrí.
9.7.2009 | 19:40
Við erum að fara í frí, förum suður í fyrramálið og í bústað
fyrir austan fjall eins og sagt var hér áður og fyrr.
Néró þessi elska er kominn til eiganda sinna á meðan, en
þær fengu leifi til að hafa hann þessa daga þó þetta sé
hótel á sumrin, það fer nú ekkert fyrir honum knúsidúlluni.
Nú svo förum við í Njarðvíkurnar um aðra helgi og verðum hjá
gullmolunum mínum þar, og munum heimsækja fólk sem við
þekkjum þar útfrá, hlakka svo til.
En hér koma nokkrar myndir í viðbót við þær sem komu í morgunn
Þar sem veislan var haldin.
Eru að fara á Hótelið og veifa bæ bæ.
Ingó bróðir þetta er sko Rols sem hann er í.
Á leið á hótelið.
Guðni bróðir og Inga mágkona mín.
Elskurnar mínar hafið það æðislegt næstu 12 daganna þá kem ég
vonandi aftur og get farið að gefa ykkur góða daga, en sjáið um
það á meðan.
Kærleik til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gifting
9.7.2009 | 07:58
Hérna eru nokkrar myndir til að gleðjast yfir
Þetta er ekki í bíómynd heldur litli bróðir minn
að gifta sig henni Eiko mágkonu minni.
þau eru að gifta sig í þriðja sinn og núna samkvæmt hennar trú.
Þarna eru þau búin að gifta sig og höfuðfatið tekið af.
Eiko og Inga mágkona mín í baksýn, þau fóru út, Ingó bróðir og
Inga.
Bíllinn sem er notaður við svona brúðkaup er sérútbúin því
þær sem kjósa að gifta sig samkvæmt þessari hefð komast
ekki inn í venjulegan bíl.
Þetta er tekið í veislusalnum
Þau brúðhjónin, foreldrar hennar og Ingó bróðir og Inga.
Glæsileg þessar elskur.
Ég ætla að sína ykkur fleiri myndir síðar.
Eigið góðan dag, það ætla ég að gera, við erum að skreppa á Eyrina
Það er þoka úti svo blessuð sólin mun eigi pirra mann á leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Listaverkin hennar Millu minnar.
8.7.2009 | 13:10
Maður er nú alltaf að hæla sér og ég held að ég meigi
og hafi ráð á því, því hún er snillingur þessi stelpa mín.
Ég stal þessum myndum á flickr síðunni hennar.
Þetta eru bara yndislegar myndir, en ég veit ekki af
hverju þær stækka ekki er ég set þær inn.
Jæja ég er að gera við föt, stitta buxur, pakka niður
og setja allt á sinn stað.
Knús í krús til allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gamli góði tíminn.
8.7.2009 | 07:26
Þetta er eins og hér áður og fyrr þegar allir hjálpuðust að
með að gera hlutina, svo þeir gengu sem fyrst upp.
Þarna sparaði þessi flugvirki miljónir fyrir alla, það tekur
nefnilega tíma og fé að fljúga inn með mann til viðgerðar,
Það kostar tímatap fyrir þá sem um borð voru og hann er
sko dýrmætur okkur öllum.
Frábært og heyr fyrir þessum flugvirkja.
![]() |
Farþegi gerði við flugvélina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það var svo gaman.
7.7.2009 | 21:06
Komin heim dösuð en það var svo gaman, fórum fyrst að
ná í Dóru fram í Lauga hittum englana mína síðan var
ekið á Eyrina.
Fyrst fórum við upp á dýraspítala til að kaupa hundafóður
hann þarf alveg spes vegna ofnæmisins smá lambagott
var látið fylgja með síðan á Glerártorg þar hittum við vini
okkar og það er nú ekki leiðinlegt.
Þarna eru skvísurnar, Sigga Svavars, Erna Einis og Dóra Birgis
með nýju derhúfuna sem hún keypti sér.
Svo eru það við Huld og hún er aðeins í þoku þessi mynd,
en við erum samt æði.
Þarna eru þær aftur skvísurnar.
Huld og Halli að skeggræða eitthvað.
Dóra kemur örugglega með fleiri myndir, en það var svo skrítin birta
á mínum myndum að þær voru ónýtar.
Svo fór Dóra niður í bæ á meðan ég fór með Gísla til tannsmiðsins
allt gekk vel og hann fær nýjar mublur á fimmtudaginn.
Við fórum niður í miðbæ til að ná í Dóru, var hún þá ekki á spjalli við
góða vini úr Sandgerði og við héldum bara áfram að spjalla og
spjalla.
í bónus var svo farið, síðan í Hagkaup og heim þá var klukkan líka orðin
18.00.
Æðislega skemmtilegur dagur.
Takk fyrir mig og eigið góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Morgunskot
7.7.2009 | 07:07
Jæja þið ættuð bara að sjá mig núna, sit hér eins og
assa með lit í hárinu, búin að lita á mér augnabrúnir
síðan þarf ég að láta klippa mig hvernig sem það fer
Það var nefnilega engin tími laus í margar vikur á
stofunni, en hugsið ykkur hvað það er brjálað að gera
Það er sko engin kreppa á Húsavík.
Er að bíða eftir að liturinn klári að virka þá fer ég í sturtu
puttarnir allir svartir, það kom nefnilega gat á hanskana
og litla ég vissi það ekki, er sko vön að geta treyst á
hlutina, enda á maður að geta það.
Það er yndislegt veður í dag, hlakka svo sem ekki til að fara
í þessum hita á bíl á Eyrina, það verður gott er ég get sest
niður á kaffihúsinu.
Svo þarf ég víst eitthvað að versla eins og nærföt og boli
og bara það sem mig langar í.
Knús í krús á alla línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kaffihús á morgunn.
6.7.2009 | 19:44
Dagurinn í dag er búin að vera yndislegur, fórum í morgun
og keyptum okkur lambalæri á grillið í bústaðnum, tvö st.
ekki veitir af þau koma nefnilega Fúsi minn, Solla og þeirra
þrjú sem eru Kamilla Sól, Viktor Máni og Sölvi Steinn, það
verður yndislegt að sjá þau og knúsa.
Keyptum einnig hreindýrahamborgara og nauta barna, þau
vilja nefnilega ekki hreindýra, og auðvitað var þetta keypt í
Viðbót sem er kjötvinnsla með verslun líka þú veist hvað þú
ert að fá fyrir peninginn er þú verslar þar,já við keyptum líka
pólskar grillpulsur til að hafa í kvöldmatinn og þær voru æði.
Með þeim hafði ég stappaðar kartöflur í smurosti, jalapelio
lauk og smá smjör, toppurinn.
En þegar við vorum á leiðinni heim úr kjötleiðangrinum hringdi
síminn og það var hann Kjartan facebook vinur minn og Regína
kona hans, sem einnig er vinkona mín á facebook, þau voru
á leiðinni til okkar í heimsókn, en þau eru í bústað hér rétt hjá.
Með þeim voru barnabörn, tvíburar, Emma og Oliver, þetta var
bara yndisleg heimsókn og áður en við vissum af var klukkan orðin
5 þau áttu eftir að versla og svo þurfa 3 ára krútt að fara að sofa
á skikkanlegum tíma.
Takk fyrir komuna kæru vinir
Á morgun erum við að skreppa á Eyrina, Dóra kemur með okkur
förum á kaffi Taliu sem er á Glerártorgi, vona ég að sem flestir
af okkar bloggvinum geti mætt, verðum þar frá 11 til 13.30
tók þessa mynd í morgunn, skógarþrösturinn situr á
loftnetsstönginni með orm í munninum eða get ekki betur séð.
þeir eru hér út um allt, yndislegt.
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Satt og rétt það er ekkert að breytast.
6.7.2009 | 07:34
Maður er svo góður í sér, er búin að vera að trúa öllu
fögru síðan hrunið varð.
Þessi ríkisstjórn komst til valda með tærri kosningu, og
hefði maður ætlað að þeir mundu strax fara að vinna að
rótum vandans, skipuleggja, raða niður og framfylgja,
En nei, að mér sýnist þá er verið í mörgum málum að moka
á undan sér grunninum eða byggja ofan á hann, það er
nefnilega þannig að í grunninum er sorinn og hann þarf að
hverfa og byrja á nýju.
Eigi ætla ég að fara að telja upp allt það sem er búið og
þarf að gera, en taldi að undirstaða velgengni væri vinna,
þegar við höfum ekki vinnu þá er voðin vís í þjóðfélaginu
og ekki ætla ég heldur að skilgreina það, þetta vitum við
allt.
Hreint ætla ég að vona að Ríkisstjórnin taki sjálfan sig
föstum tökum, opni augun og lygni þeim ekki aftur fyrr en
búið er að koma á flæði á vinnumarkaði og gera það sem
þarf fyrir heimilin í landinu, þar er ástandið vægast sagt
hrikalegt, en það er ekki von að þingheimur skilji það
þeim hefur aldrei skort neitt og aldrei haft lítið sem
ekkert að borða.
Flestir lifa bara á bleiku skýi og sjá ekki út fyrir það.
Góðar stundir.
![]() |
Það er ekkert að fara að breytast" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndablogg.
5.7.2009 | 20:31
Við gamla settið sem höfum afnot af hvort öðru, fórum
á rúntinn í dag til að taka myndir.
Þetta er gamla brúarstæðið yfir Laxá í Aðaldal þær voru reyndar
tvær brýnar, en ekki tókst að ná hinni inn á sömu mynd.
Fremri brúin er ekki í notkun einbreið brú, þótti nú flott er hún kom
en fyrir tveim árum held ég kom þessi nýjasta, tvíbreið og flott
hægt að aka á 90 yfir hana.
Mér fannst sú elsta flottust, það var hægt á sér og maður horfði niður
í Laxánna, ef maður var heppin sá maður lax.
Tekin frá útsýnis stæðinu af Laxá þarna eru hólmarnir út um allt
í ánni, undurfagrir.
Í hrauninu er hættulegt að ganga því gjóturnar eru út um allt
og engin veit hvað þær eru djúpar.
Flott hola þarna undir steininum og djúpt niður, en svo er gróðurinn
búin að taka völdin í hrauninu og fallegt er þegar blandast
saman hraun og gróður.
Westmannsvatnið er bar flott og er endalaust hægt að taka myndir
bæði í Aðaldalnum og Reykjadal.
Fegurðin tekur frá manni andann á stundum.
Nú svo að því við vorum komin þetta langt þá fórum við fram í
Lauga og komum þeim skemmtilega á óvart mæðgum, komum
svo heim um kvöldmatarleitið.
Hér á Húsavík er hávaða rok nýja ruslatunnan farin á hliðina
svo Gísli varð að binda hana við gamla trékassann, en það
eiga að koma einhverjar grindur, en þeir gleymdu að segja
hvaða ár þær kæmu.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Að skipuleggja allt.
5.7.2009 | 09:48
Það er þetta með skipulagið, ég er þeim eiginleika og
áráttu gædd að ég verð að skipuleggja allt langt fram
í tímann, stórum hefur verið sett út á og telst það
eitthvað svona, gamaldags, eða eitthvað, ævilega er
sagt við mig: ,,Ertu búin að skrifa niður matseðil næstu
jóla?, sko í byrjun árs."
Ég tel að allt gangi betur hjá fólki ef það ákveður og
skipuleggur málin og fer svo eftir skipulaginu, því
ef þú ert alltaf að breyta þá ertu að vingsa sjálfum þér
og þínum ákvörðunum til og frá og það er ekki gott.
Mér dettur þetta í hug núna, því þeir sem ekki hafa mikið
á milli handanna verða bara að ákveða út mánuðinn og helst
árið hvað megi eyða í þetta og hitt og eins og hún Lára Ómars
segir: ,,Ekki að hnika frá því."
Hver og einn verður að fara að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum
það er engin annar sem getur það.
Ég hef aldrei þolað korter í sex aðgerðir ( segi þetta oft við börnin
mín) það verður að plana allt.
Ófyrirséð atvik koma alltaf upp, við þeim er ekkert að gera.
Ef þeir menn/konur sem stjórnað hafa undanfarin afar mörg ár
hefðu sett málin niður til langtíma og klárað það þá værum við
ekki svona illa stödd eins og í dag.
Langaði bara aðeins að koma inn á þetta, ég elska svona umræður,
Vitið af hverju? Jú að því að það eru svo fáir sammála mér.
Flestir hugsa: ,,Þetta reddast, það er hinn mesti misskilningur,
hver á að redda því eins og málin eru í dag?"
Eigið góðan sunnudag elskurnar
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kvöldsaga.
4.7.2009 | 22:44
Þegar ég vaknaði um 7 leitið í morgun hafði ég sofið í 10
tíma en það er allt í lagi því ég var langþreytt og svo kemur
þetta fyrir okkur giktarræflana ekkert mál sko, bara svo gott
að hvíla sig svo er ég farin að geispa á fullu, en það á sér
skíringar.
Um hádegið fór ég í kynlega kvisti og lenti þar í skemmtilegu
spjalli við vini mína þar.
keypti mér síðan í N1 samloku franskar og gos ók með þetta
niður í það sem Húsvíkingar kalla Eyvíkurfjöru, en ég er ekki
viss um að hún heiti það, jæja stoppaði bílinn innan um
fuglasöng, villt blóm, mikið af Lúpínu og öðrum jurtum, kyrrðin
var áþreifanleg.
Ég andaði að mér ilminum af gróðrinum og kraftinum úr hafinu.
Geymdi að hafa með mér myndavél bæti bara úr því seinna.
Kvöldmatinn snæddum við hjá Millu og Ingimar, þau voru með
grillaðan kjúkling, mais, grjón með gljáðu smátt skornu grænmeti
út í og mexicana osti, sósa úr sýrðum, þetta var algjört æði.
Ábætirinn, pönnukökur með kanileplum steiktum á pönnu
rjóma og eða is inni í, kaffi.
Ofþreytan stafar af ofáti, svo einfalt er það.
Núna hrýtur Gísli minn í stofusófanum, ég á bloggi og facebook.
Var að fá mér nýtt mail í dag, ég er búin að breyta yfir í það
á síðunni minni.
Kærleik til ykkar allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi sjón fyllir mig gleði.
4.7.2009 | 09:02
Eru þau ekki yndisleg, þau eru fyrir utan bókabúðina
við Silfurtorg.
.is // Innlent | Bæjarins besta | 3.7.2009 | 14:45
Með soninn í kerru"
Undarleg sjón blasti við bæjarbúum í miðbæ Ísafjarðar í gær þegar 105 ára gömul móðir ýtti sextugum syni sínum um bæinn í kerru". Þar voru á ferðinni elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfadóttir og Torfi Einarsson sonur hennar. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.
Það er svo sem ekkert undarlegt við það að sjá hana Torfhildi
labba um bæinn, í mörg ár var hún bara með göngugrindina
sína, en eins og sonur hennar hann Torfi segir þá sér hún orðið
illa og einnig gott að hafa hjólastólinn til að setjast í til hvíldar.
Þau voru að bregða á leik fyrir BB og er það ekki alveg frábært
hugsið ykkur hún þessi elska er 105 ára.
Í mörg ár horfði ég á þessa yndislegu konu koma labbandi með
göngugrindina sína niður Silfurgötuna, hún var að fara að
heimsækja hana Dísu bestu vinu sína sem bjó við hliðina á mér
í Sundstrætinu þær fengu sér kaffitár saman og svo labbaði
Torfhildur tilbaka og það var nokkur leið sem hún þurfti að fara.
Það eru forréttindi að hafa verið samferða þessum konum.
Torfhildur hefur verið þekkt fyrir mikla hreysti þrátt fyrir háan aldur og var m.a. reglulegur þátttakandi í kvennahlaupi Sjóvár þar til nú í ár.
Hugsið ykkur hreystina og viljann að gefast ekki upp, halda sínu
striki og klára sín verk.
Það mættu allir taka hana og Dísu vinu hennar sér til fyrirmyndar
Þær og margar aðrar eru konurnar og ef einhver ætti að fá
stórriddarakrossinn þá eru það þessar konur.
Ég ber mikla virðingu fyrir konum þessa tíma, og ég vona að fólk
læri mikið af svona frétt því hún er stórkostleg.
Lærum að taka lífinu eins og það er og fylla það kærleik.
![]() |
Með soninn í kerru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það byrjaði er ég var ung.
3.7.2009 | 07:17
Það var nefnilega þannig að ég litla drollan er alin upp
í snobbinu, þegar ég er 2 ára missti ég ömmu mína í
móðurætt og tóku þau mamma og pabbi við að hugsa um afa
og yngri bróðir mömmu.
Afi var minn afi, og auðvitað hélt ég að hann mundi alltaf vera
til staðar fyrir mig, en nei hann sem auðvitað var skiljanlegt
náði sér í konu flutti heim til hennar og Bingó ég var búin
að missa afa minn, mikil sorg.
Konan hans átti þrjú börn sem ekkert gátu að þessu gert
heldur, þau voru búin að minna pabba sinn, en mamma var
alltaf, (afbrýðisöm eins og Fan), að reyna að vera flott í augunum
á þessu nýja fólki og ævilega setti út á mitt útlit (ég var 6 ára er
þetta gerðist) og eftir því sem ég varð eldri talaði hún um að ég
væri svona og svona og ég ætti að vera eins og Heba sem var
dóttir konu afa og helmingi eldri en ég, en það var náttúrlega
mamma sem réði því hvernig ég var klædd.
Fljótlega um tvítugt byrjaði ég að bæta á mig spiki og ætíð var ég í
því hlutverki að reyna að vera flottari og minnimáttarkenndin alveg
að fara með mig.
Ég var bara flott stelpa og var meira að segja beðin um að taka þátt í
kroppasýningu sem kom sko ekki til greina, en ég var falleg stelpa og
þurfti ekkert að vera með vanlíðan út af útliti mínu.
Þetta sagði hún Klingenberg við mig í gær.
Ég var reyndar búin að vinna mig út úr þessu nokkuð vel, en punkturinn
með Hebu sálugu sem alltaf var mér góð fór út í gær, henti honum í ruslið
Hann átti heima þar.
En svona til gamans þá er mamma ennþá að reyna að stjórna í því hvernig ég er
en ég segi henni bara mína meiningu, hún skilur þetta allt er hún fer handan glærunnar.
Annars er ég góð mér líður æðislega vel og ætla
að eiga flottan dag í dag, og þegar ég segi svona
þá meina ég það svo innilega.
Kærleik til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)