Þvílíkur dagur og kvöld.
2.7.2009 | 22:55
Sko morguninn var yndislegur, og undirbjó ég mig vel
fyrir daginn sem ég vissi ekki hvernig yrði, en viti menn
eigi varð ég fyrir vonbrigðum.
Ég fór til hennar Klingenberg og vissi ekki hverju ég átti
von á, en hún miðlaði til mín því sem ég er búin að vera
að berjast við síðan ég var barnung, ég hef verið að vinna
með þessi mál en mundi svo margt er hún fór að tala um
þetta. okay búið mál og komið í ruslið.
Og hún sagði mér svo margt sem á eftir að gerast í
sambandi við mína heilsu, og mun ég segja ykkur frá því
er það gerist, en innan tveggja ára mun ég verða eins
og ný kona og munið það nú með mér.
Hún minntist á barnabörnin mín sem eru hér norðan heiða
og líkaði mér vel það sem ég heyrði.
Hún talaði einnig um mál sem ekki er hægt að greina frá
að svo stöddu, en mun gera það eftir því sem þau gerast.
Maður umflýr ekki örlög sín, en á ekkert að vera að velta
sér upp úr þeim dags daglega.
Það stórkostlegasta var partý í versluninni Töff föt en
eigandi hennar fékk þau hingað Klingenberg, Begga
og Pacas, þeir voru með námskeið í matargerð af ýmsum
toga, en í partýinu voru þeir að tala við og skemmta fólki
hún Sigga leifði fólki að draga spil eftir að hafa hugsað sér
eina ósk svo fengu allir heillastein þetta vakti svaka lukku
hjá ungum sem öldnum.
Við fengum æðislegt skemmtiatriði sem voru söngkonurnar
Ína Valgerður úr Idol og Bylgja, báðar héðan og við erum
afar stolt af þeim.
Kveikt var bál í tunnu á planinu fyrir framan búðina og ummað
fyrir góðu veðri fram að jólum og mörgu öðru, við dilluðum okkur
og hristum í kringum tunnuna.
Þetta partý byrjaði um 8 leitið og við fórum heim er allt var búið.
Nú er ég búin að gefa skýrslu og eiðsvarið get ég að á bleiku
skýi ég er, og hún Klingenberg er stórkostleg kona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Líf (færa) fræði
2.7.2009 | 08:36
Heimskupör og trúgirni
Jón Hjaltason.
,,Og er þetta þitt yngsta barn?"
Baldur Jónsson, læknir á Akureyri, við konu sem kom
á stofuna til hans með þriggja mánaða gamlan
son sinn.
Kakó
Kakó var umdeildur drykkur fyrst eftir að það tók að berast
til Evrópu. Markgreifafrú de Sévigné skrifaði dóttur sinni
bréf 1671 þar sem hún varaði hana við kakói;,,... Það valdi
langvarandi hitasótt sem leiði til dauða...".
Og Markgreifafrúin bætti við að vinkona hennar,,... sem þótti
gott súkkulaði, eignaðist dreng sem var svartur eins og Kölski
en sem betur fer dó hann rétt eftir fæðinguna."
Heiðarleiki er dyggð
Það var á þeim tíma þegar menn fylltu samviskusamlega út
skattaskýrsluna sínar að Reykvíkingur nokkur staðnæmdist
við dálkinn ,,Viðhald". Þótti honum skattayfirvöld ganga þarna
helst til of langt, en eftir smávegis umhugsun lét hann þó slag
standa og skrifaði skýrt og greinilega:
,,Rannveig Björnsdóttir, Ránagötu 7, 101 Reykjavík
Ja sér er nú hver heiðarleikinn, líklegast hefur honum ekki
fundist það óheiðarlegt að halda framhjá
Annars er ég bara góð svaf eins og engill í alla nótt, vaknaði
við sól á kinn og fuglasöng eins og ævilega um sexleitið
teygði úr mér og fyllti mig orku og fann fyrir kærleikanum og
það er yndislegt.
Allt of margir vakna þungir á morgnana og ná sér ekki á strik,
en ef maður gefur sér aðeins tíma til að teyga sig og finna fyrir
lífinu og kraftinum sem í því býr þá er maður góður.
Sendi öllum kærleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kvöldsaga.
1.7.2009 | 20:57
Sumir dagar fara öðruvísi en maður er búin að plana, en
rétt er ég var að enda við að sjæna mig til að fara til
Klingenberg, hringdi síminn og var það ekki Helga Dóra,
þessi elska að biðja mig um að færa tímann minn hjá
Klinku til morguns.
Nú það sem ég er vel hreyfanleg þrátt fyrir alla mína
yfirvigt, þá sagði ég auðvitað já við því.
fer á morgunn klukkan 12.30,
en ég var nú nokkuð vel búin að kalla til mín allar góðu
nornirnar mínar, svona mé til halds og trausts, geri það
bara aftur á morgunn. Gaman, gaman.
Nú í morgun áður en ég fór í sjæningu, þurrkaði ég af öllu
og gerði fínt síðan tók Gísli æði með róbótinn og þvotta-
moppuna, fórum síðan að versla, tókum Viktoríu Ósk sem
var í búðinni hjá mömmu sinni, versluðum, náðum í Aþenu
Marey og svo heim.
Veðrið var yndislegt bara of heitt fyrir mig, Viktoría Ósk mín
vökvaði beð og potta, afi í sólbaði, en Aþena Marey horfði
á eina spólu því hún var þreytt eftir leikskólann, þessi elska.
Borðuðum síðan saman í kvöld, Hakk, speghetti og brauð.
Set hér inn eitt afar fallegt ljóð
eftir Magnús Ásgeirsson
Hafið
Hafið er blátt
um hljóðar nætur
Djúpið blundar
við bergsins rætur.
Kyrrt sem örlög,
en aldrei breytast.
blátt sem augun,
sem ég elska heitast.
Það er svo margt,
sem marinn dylur.
Hver vík er breið,
sem viniskilur.
Köld er hjartans
heimaströndin
sem annarsstaðar
á óskalöndin.
Hafið er blátt
um hljóðar nætur.
-- Í lágnættiskyrðinni
ljóðið grætur.--
En allri gæfu
þeir aldrei týna,
sem gefa djúpunum
drauma sína.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þið losnið bráðum við mig.
1.7.2009 | 08:33
alveg endalaust. Vitið! þið ráðið hvort þið lesið.
Annasamur tími fer í hönd með kærkomnum gestakomum,
við í frí suður á land, sem verður æðislegt þá hittum við börn
barnabörn og aðra fjölskyldumeðlimi.
Förum 10 júlí og verðum í burtu í ?????
Þangað til við förum verður mikið að gera, en í dag er ég að
fara til hennar Klingenberg, allir vita hver hún er, því hún er
sú mest lifandi persóna ever, ég ætla nefnilega lokksins að
gera eitthvað fyrir sjálfan mig og mér er alveg sama þó það
séu ekki til peningar, ætla samt að leifa mér að fara til hennar
og að fara í þetta frí.
Hendi af mér öllum hömlum, gömlum, nýjum og þeim sem
koma munu.
Mér líður frábærilega og ég er frábær.
Eigið góðan dag og ég sendi ykkur
ljós og orku.
Milla.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kvöldsaga.
30.6.2009 | 19:54
Kvöldsagan heitir þessu nafni vegna þess að ég segi
hana á kvöldin, heitið viðkemur ekkert frekar því sem
gerist á kvöldin.
Byrjaði daginn um sex leitið, síðan í þjálfun klukkan 8
heim að borða vel áður en maður renndi á Eyrina, en það
gerðum við ásamt Viktoríu Ósk elsku ljósinu hennar ömmu.
Fórum beint á Glerártorg, skiptum bol og skóm fyrir ljósin
mín, versluðum smá í rúmfó.
Hittum svo Ernu á kaffi Taliu, sátum þar til rúmt eitt, þá fór
Erna að versla og við upp í Sunnuhlíð til tannsmiðs með Gísla
hann er að fá sér nýjar mublur þessi elska, það eru nú ekki allir
sem hafa efni á mublum núna, en hann lætur sig hafa það.
Komum þaðan og beint niður í Brimborg vorum aðeins að láta
þá kíkja á bílinn, Æ eitthvað merki sem ekki fór af í mælaborði
Það má víst alveg aka honum svona þannig að það bíður betri
tíma kikkið á bílinn.
Fórum í Olís að kaupa okkur heitar langlokur, æði og þjónustan
frábær, eins og er reyndar allstaðar þar sem maður kemur á
Akureyri.
Það er gott að búa úti á landi.
Fórum aftur á torgið því ljósinu mínu langaði svo í eyrnalokka
hún varð að fá þá, þessi elska er ekki svo oft með okkur í
svona ferðum, keyptum líka eitthvað útileikfang handa
Aþenu Marey.
Var að tala við Dóru og hún heldur að stelpurnar séu að koma til
en tíma eiga þær hjá lækni á fimmtudaginn til eftirlits.
Hér koma myndir sem ég stal frá henni Millu minni á Flickr.
Er þetta ekki flott? Er í garðinum hennar, en hún heldur að
það sé yfirgefið.
Þessi er tekinn seint um kvöld, við Skjálfandann var mikil þoka.
Myndin er æðisleg. Milla tekur bara góðar myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kvöldsaga.
29.6.2009 | 20:35
Vaknaði klukkan sex í morgun og fór þá bara á fætur snæddi
minn morgunmat, sem er hrökkbrauð og Pepsi Max síðan
les ég blaðið tek mín meðul og í tölvuna, ekki mjög holt, en
borða betur síðar um morguninn svona ef ég man.
Fór í bæinn, heim að borða þá var klukkan 11 og ég svo
syfjuð að steinsofnaði um leið og ég lagðist á minn yndislega
kodda vaknaði við gemsan, það var Dóra og var búin að fá tíma
hjá vakthafandi 15.40 fyrir þær, svo afi brunaði af stað og
sótti englana mína.
Málið er að það þurfti að taka neglurnar af stóru tám á
föstudaginn, allt í lagi með það, en það vall stórum frá þessu
svo skoðun var nauðsynleg, þær fengu sýkladrepandi krem og
eiga að koma aftur til læknis á fimmtudaginn, vonandi þurfa þær
ekki að fara á penesilín.
Við borðuðum síðan hjá Millu, æðislegan pastarétt sem heitir
uppfinning í hvert skipti, sem sagt allt sem er til í ísskápnum,
pulsur, kjúklingabringur, ostapylsur, allt hugsanlegt grænmeti,
kókósmjólk, ostur þessu hrært saman við spaghetti borið fram
með brauði. Hrikalega gott.
Afi er núna að aka þeim fram í Lauga.
Á morgun er Gísli að fara til læknis á Akureyri og ljósið mitt
hún Viktoría Ósk ætlar að koma með, við þurfum að fara á
Glerártorg til að dúllast og versla.
segi ykkur frá því annað kvöld.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þau eru góð þessi bílastæði.
29.6.2009 | 08:58
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti á bílastæði kirkjunnar í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Að sögn talsmanns Gæslunnar tafðist þyrlan við vegaeftirlit og vegna slæms skyggnis yfir Hellisheiðina var ákveðið að lenda á bílastæði kirkjunnar um stund. Tíminn var notaður til að bæta bensíni á þyrluna áður en haldið var áfram til Reykjavíkur
Einkennilega til orða tekið. það var eins gott að hægt
var að nota planið, annars hefði hún svo sem getað
lent hvar sem var til að taka bensín, því sko tíminn
var notaður til að bæta á hana bensíni, en fyrirgefið,
átti ekki bensínið að vera nóg á þyrlunni til Reykjavíkur?
Kannski er ég bara svona neikvæð í dag, en mér hugnast
þessi afsökun um slæmt skyggni eigi.
Góðar stundir.
![]() |
Þyrla lenti á kirkjuplani |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hugleiðing.
28.6.2009 | 20:51
Já hugsið ykkur það fór betur en á horfðist er vél frá
Iceland Express þurfti að lenda í Billund vegna gruns um
bilun á bremsukerfi, en lendingin gekk vel og engin
slasaðist.
Það er samt umhugsunarefni að ætíð skuli vera bilanir í vélum
þessa flugfélags, merkilegt, eru þær svona gamlar eða er bara
eftirlitið með þeim ekki betra en þetta.
Veit ég vel að alltaf geta orðið bilanir, en mig minnir að í fyrra
hafi orðið ansi margar seinkanir á þessum vélum, vegna bilunnar.
Svona lagað gerir fólk eðlilega hrætt og það gengur ekki, en fólk
ræður þessu sjálft og ekki væri ég svo sem hrædd að fara með þeim
því maður fer er maður á að fara.
Gangi þeim vel með sitt flugfélag.
![]() |
Bilun í vél Iceland Express |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Við erum svo vanþakklát.
28.6.2009 | 09:08
Erum við það ekki annars?
Sjáið til við þökkum ekki fyrir að drengurinn bjargaðist
úr sprungu á Langajökli, heldur ekki fyrir að það dó
bara einn er blokkin hrundi í Kína, eða fyrir allar hækkanirnar
sem koma sér svo vel fyrir þjóðarbúið að sæmd verður að, það
er að segja þegar við verðum komin á vatn og brauð,
við vanþökkum þetta, við erum afar skrýtnar manneskjur.
Nú engin þakkar að fimm ungmenni sem slösuðust í bílslysi
eru lifandi, eða að fársjúki maðurinn sem var vondur við hundinn
sinn skyldi vera handtekinn, og hugsið ykkur svo þetta með rifuna
á skemmtiferðaskipinu, það var að koma frá Íslandi og hefði nú
getað hreppt aftaka veður á leiðinni, nei varla á þessum árstíma,
en hvað veit maður?
Hvað þá með þessa rifu?
og hvað eru eiginlega margir um borð?
Við mættum alveg blogga svolítið um það sem er jákvætt.
Annars er ég bara fín, löngu vöknuð og komin á ról, en Gísli
minn var að koma úr sjæningunni er rétt í þessu að setjast
og borða hafragrautinn sinn.
Þokan var hér nokkur um 7 leitið, en sólin er að brjóta hana
af sér hvað sem verður, þokan hafði vinninginn í gær og var
hér bara skítakuldi, en vonum það besta í dag, hef reyndar
engar áhyggjur, það er svo margt hægt að gera.
Þið sem heima eruð, endilega gerið eitthvað skemmtilegt, en
þið sem eruð á heimferð, farið varlega í umferðinni, allir hinir
gerið bara eins og þið eruð vön, en hafið það skemmtilegt.
Kærleik á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Saga dagsins.
27.6.2009 | 21:43
Eins og marga sunnudagsmorgna drollaðist ég fram að
hádegi, fór í búðina eftir hádegið og eins og oft áður fékk
ég hugdettu er ég sá Vin minn vera að vinna í garðinum,
datt í hug að tefja þau hjón Ínu Rúnu og Gæja og dreif mig
í heimsókn, eins og ævilega þá var glatt á hjalla hjá okkur.
Lilja kom síðan og mikið var spjallað og hlegið að gömlum
bröndurum sem sagðir voru, drukkum kaffi og borðuðum
ostatertu, er ég var að fara kom Hulda með lítið barnabarn.
Takk fyrir mig kæru vinir.
Þegar ég kom heim lá ein lítil/stór og var að horfa á Garðabrúðu
hún hafði þá komið, henni var kalt og það er svo notalegt að
kúra hjá afa og ömmu, hún fór síðan heim í kvöldmatinn.
Milla hringdi og bauð í eftirmat og kaffi og það var eitthvað æði
sem þau sáu í nýjum matar þætti á skjá einum.
Litla ljósið kúrði upp í rúmi er við komum, kannski hún sé að
verða lasin hver veit.
Hún gerði abstrakt listaverk fyrir ömmu og hún bað pabba sinn
að skrifa á það, Amma ég elska þig þú ert besta amma í heimi
og svo átti að teikna rós. Hinum megin á myndinni stendur.
Góða nótt, takk fyrir alla hjálpina
Kær kveðja
Aþena.
Svo er hún nú eitthvað lík mér litla ljósið mitt, sko allavega
með stjórnsemina.
Það er nefnilega þannig að hún á að byrja í skóla haustið 2010
og ekki er ráð nema í tíma sé tekið, hún spurði ömmu hvort hún
gæti komið til mín eftir skóla og auðvitað er það auðfengið.
Yndislegt, það er nefnilega ætíð gert grín að ömmu gömlu fyrir
það sem ég kalla fyrirhyggju, en dætur mínar kalla stjórnsemi.
Ekkert mundi vera skemmtilegra en að fá hana og hjálpa henni
við lærdóminn, svo gæti Stóra systir komið er hún vill.
Hún er efnileg þarna að hjálpa Dóru frænku að baða Neró.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hækkun sem bitnar eigi á okkur.
27.6.2009 | 09:33
Til hamingju decode, ekki veitir af að eitthvað gangi vel.
Datt aðeins í hug hvort það væri ekki hægt að finna genin
sem stjórna, græðgi óheiðarleika, óþekkt, ofáti, ofdrykkju,
hömluleysi á allan hátt?
Hugsið ykkur muninn ef hægt væri að lækna óþekkt þá mundu
allir gerast undirlægjur þeirra sem stjórnuðu hverju sinni á
allan hátt og allsstaðar, bæði börn og fullorðnir
Hömluleysi á allan hátt, nú við þyrftum engar, eða fáar búðir
því fólk yrði svo nægjusamt.
Græðgin hyrfi, engin fangelsi yrðu til því óheiðarleikinn hyrfi.
Nú þá hlýtur einnig forvitnin, illgirnin, stjórnsemin að hverfa,
Þá kæmi ekki til að gefa út nein blöð, því það yrði ekkert að
skrifa um, allt yrði svo gott.
Það er spurning með ástina og kærleikann, eigum við að leifa
því að vera óbreitt eða bara þurrka það út?
Nei það er eiginlega ekki hægt þá myndi framleiðsla á fólki
stöðvast og ég held að það gangi ekki.
Allt annað megið þið hjá Íslenskri erfðargreiningu hefjast
handa við að finna, "HA EKKI HÆGT" Þóttist nú vita það.
Góðar stundir.
![]() |
Bréf deCODE hækkuðu um 50% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allir fara bara að brugga og rúlla sígó.
26.6.2009 | 21:52
Það er nú bara allt í lagi að hækka álögur á tóbak og áfengi,
en sjáið bara hvað þær eru fallegar þessar flöskur. //
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra boðar allt að fjögurra milljarða króna hækkun á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi á næstu mánuðum. Ráðherra segir í skýrslu um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 að hækka megi áfengisgjald um 30-40% og tóbaksgjald um 30-40% í tveimur áföngum á þessu og næsta ári. Áfengis- og tóbaksgjöld voru hækkuð m 15% í maí síðastliðnum.
Flott á næsta ári verður búið að hækka áfengi og tóbak
um 30-40 +15%.
Hvað segir það okkur; jú allir fara að brugga og annað hvort
hætta að reykja eða rúlla sér sígó.
En ég er voða ánægð með að nota ekki þessar vörur, en þetta
hækkar framfærsluvísitöluna og það bitnar á öllum hvort sem fólk
notar vín og tóbak eða ekki.
Svo margt annað á að gera sem hefur ekki góð áhrif, en ég nenni
ekki að telja það allt upp, enda getur fólk lesið greinina í blaðinu í dag.
Lest! menn marga hafa hér,
leysum þá eigi bráðann,
langar þó samt til að malla mér,
launráð sem hrífur á kláðann.
Góðar stundir.
![]() |
Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Á hvaða prófi?
26.6.2009 | 08:41
Það er nú spurning hver hafi glansað á einhverju prófi, voru
ekki allir að vinna að þessum málum.
Ekki er svo sem hægt að efast um að eftir Jóhönnu er tekið ef
hún heldur tölu og byrstir sig eins og allir hafa nú heyrt, en
alfarið á eftir að koma í ljós hvernig framvindur málum.
Ég er alveg viss um að þessi stöðuleikasáttmáli heldur ekki
lengi, enda talað um að ef??? þá verði að endurskoða hann.
Ekki vantar góða talandann og sannfæringakraftinn, og eflaust
falla margir í þá gryfju að trúa, en ég hef ætíð á tilfinningunni að
það sé verið að fela mikið fyrir okkur og moka á undan sér
málum sem þyrftu að vera uppi við.
En tek það fram að þetta er bara mín skoðun.
![]() |
Jóhanna glansaði á prófinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ekki einleikið, landið skelfur undir og yfir.
25.6.2009 | 20:58
Skildu þessir skjálftar vera að mótmæla stöðuleikanum
í landinu eða bara að taka undir og vera með, allavega
skelfur landið vort.
Ég ætla nú bara að vona að ekkert verði úr þessu meir,
því ég er að fara í frí suður og verð í bússtað, reyndar
aðeins austar eða í Grímsnesinu.
Svo hættið nú að láta svona elskurnar mínar.
Góðar stundir.
![]() |
Snarpur jarðskjálfti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvenær mönnum?
25.6.2009 | 12:43
Mávar ógna hvölum við Argentínu
Mávar herja nú á hvali við strendur Argentínu og finnast nú æ fleiri hvalir dauðir.
Þetta kom fyrst fram fyrir 35 árum, en ekki fengustsvör við
rannsóknum þá.
Þetta er frekar óhugnanlegt því ef þetta gerist með hvalina
þessar stóru skepnur, hvað þá með börn og bara fullorðið fólk?
Til dæmis hér hjá okkur hefur komið andapar á hverju sumri
og höfum við gefið því brauð, þær eru mjög spakar og koma
alla leið að dyrunum út á pallinn og gagga á okkur.
Við urðum að hætta að gefa þeim vegna Mávana sem komu
ævilega og hirtu allt brauðið og alveg inn á pallinn komu þeir.
Dæmi eru um að fólk hafi verið með samloku í hendinni og snabb
allt í einu er hún horfin. Ekki gæfulegt.
Svo má ekki kála þessum fjandans fuglum.
Rannsóknir eru hafnar á hvernig er hægt að útríma þessari hættu,
Gaman að vita hvað kemur út úr því.
Vísindamenn telja að stóraukin losun úrgangs frá fiskvinnslum dragi að
Mávinn, en að honum hafi fundist hvalspikið girnilegra.
Tel þetta nú ekki góða skýringu, man nú þegar allar stíur voru fullar af fiski
bræðslan á fullu og þar var náttúrlega allt fullt af úrgangi, út um allt land
og ekki síst í Hvalfirði, þá var bara þessi fjandi þar í úrganginum, hann sótti
ekki í hvalina.
![]() |
Mávar ógna hvölum við Argentínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju unga stúlka.
25.6.2009 | 08:23
Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki"
Sjöþrautarstúlkan Helga Margrét Þorsteinsdóttir er án efa heitasta" íþróttakona landsins um þessar mundir. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut fyrr í mánuðinum er hún setti Íslandsmet í sjöþraut. Í gær bætti hún enn Íslandsmetið sitt á móti í Tékklandi, um heil 157 stig, og er nú efst á heimslista unglinga en aðeins vantaði 22 stig uppá að hún næði lágmarkinu á heimsmeistaramót fullorðinna.
Helga, sem er aðeins 17 ára, sagði sigurtilfinninguna vera súrsæta. Já, þetta er svolítið öfugsnúin og súrsæt tilfinning. Ég var að bæta mig mikið og allt var að ganga upp, en síðan eru það þessi 22 stig sem vantaði upp á sem hanga yfir manni. En þau koma bara seinna, ég er alveg sátt við mitt. En þetta er óneitanlega svolítið svekkelsi í himnaríki. En vonandi er þetta ekki búið spil, ég tel mig nú eiga eitthvað inni ennþá," sagði Helga Margrét í gær, er hún beið þess að vera kölluð upp í verðlaunaafhendingu en gaf sér þó tíma fyrir
Þú ert glæsileg stúlka og átt framtíðina fyrir þér í heimi
íþróttana, þú verður ekki lengi að ná þessum 22 stigum.
Vegni þér ætíð sem best og ég hlakka til að fá að horfa á
þig á mótum, það er ef það kemur í sjónvarpinu.
![]() |
„Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Peðin á undan kóngunum?
24.6.2009 | 18:43
Já er verið að taka peðin á undan kóngunum, eða er og eða
var þetta peð kannski kóngur í felum?
Auðvitað er gott að hann sé rannsakaður, en held að þeir
ættu að flýta sér að taka stóru kóngana áður en þeir eru
alveg búnir að koma ár sinni vel fyrir borð.
Það er vitað mál að í gegnum árin hafa peðin verið sett í fangelsi
á meðan kóngarnir sleppa, þar má nefna mörg mál, en ætla að
sleppa því að sinni.
Ég hef það einhvernvegin á tilfinningunni að heitu málin séu að
renna út í sandinn.
Hvenær fáum við eitthvað um bankahrunið og svínaríið í kringum
það og gaman þætti mér að vita af hverju stjórnin sem var tók
niður Glitni og síðan Landsbankann, hefði ekki verið betra að
fara öðruvísi í málin?
Margir eru búnir að spyrja að þessu, en aldrei hafa fengist svör
við því og þá meina ég samkvæmt sannleikanum og á
mannamáli.
![]() |
Hannes segist ekki hafa brotið lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vægt til orða tekið, skollinn.
24.6.2009 | 11:47
Sko ég nenni nú ekki að telja upp tapið í þessu máli, en
hvað eru menn eiginlega að hugsa, einmitt skollans ekki
neitt.
Annað upp í hvaða hæðum voru hugsanir þessara manna
68 lúxusíbúðir í turni í Macau, ekki að ég hefði ekki viljað svona
ef ég væri miljarðamæringur vera í svona íbúð í smá tíma á
meðan ég væri að skoða mig um á þessu svæði, á einmitt eftir
að skoða það, sleppti því síðast er ég skrapp til Hong Kong.
Nei ég meina það að þeir skulu ekki skammast sín, engin furða
að tryggingarnar séu svona háar, ekki það að ég sé hjá þeim
kannski verður mitt næst til að leysa frá skjóðunni með smá
hneyksli.? Hver veit.
Veit bara það að siðleysi og skýjakljúfa-hugsanahátturinn hefur
verið með eindæmum ruglaður og tel ég að þeir ásamt svo mörgum
öðrum þyrftu að fara í afruglun.
Hvað finnst ykkur.?
![]() |
Sjóvá tapar 3,2 milljörðum í Hong Kong |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kvöldrugl í orðsins fyllstu.
23.6.2009 | 21:52
Þeir sem ekki skilja svona rugl, lesa bara ekki það sem
ég er að tala um, en vitið ég er svo glöð að hann þessi
elska skuli nú ætla að hjálpa Íslensku atvinnulífi upp til
himna, svo ég tali nú ekki um að borga vonandi, kannski
Icesave skuldir Landsbankans/okkar þær eru alssekki
hans skuldir eða það sem hann stofnaði til, nei nei
hvernig dettur nokkrum manni í hug að segja það, en hvar
er þessi bjáni, er hann bara út um allan heim að útvega sér
peninga eða sko okkur, honum vantar enga peninga, því
hann kom þeim öllum undan.
Ekki vogar hann sér heim til að standa fyrir framan fólkið
og viðurkenna sín mistök, nei það er ekki honum að kenna.
Svo vorum við bara að dandalast í dag ræða við bankann
fá einhverju ráðið um hvernig við borgum niður skuldir annarra
nei ekki útrásarvíkingana, alls ekki við vitum að við þurfum að
borga þær, heldur innanríkis áfallnar, þið vitið svona er maður
skrifar upp á.
Útrásarvíkingarnir eru ekki þeir einu sem kunna að fara illa með
fólk.
Vona að það fólk sem um ræðir sofi rótt og dreymi ljúfa drauma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvenær kemur næsta hindrun.
23.6.2009 | 12:10
Tel að hindranir séu bara á færiböndum svona úr öllum
áttum, hvenær kemur sú næsta og svo næsta?
verður nokkuð hægt með einhverju viti að koma á
stöðuleikasáttmála?
Held að menn séu bara ekki að ráða við þetta.
Fundað verður í allan dag á öllum vígstöðum, en ekki talið
tímabært að segja hvort samkomulag náist í dag.
Þetta segir í fréttinni:
,,Í gærkvöldi fengum við til dæmis nýjar upplýsingar um ríkisfjármálin sem komu okkur kannski svolítið á óvart. Þær settu upp nýjar hindranir á veginn sem við þurfum að vinna í að yfirstíga," segir Vilhjálmur. Hann segir að í gærkvöldi hafi verið búið að komast yfir flestar hindranir þess að samkomulagið næðist en þá hafi þessar komið upp. Því sé ekki hægt að segja fyrir um hvort samkomulag náist í dag eða ekki.
Ég spyr, af hverju er aldrei bara hægt að koma með allt upp á
borðið, allir virðast vera að fela eitthvað fyrir hinum.
![]() |
Nýjar hindranir á veginum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)