Hækkun sem bitnar eigi á okkur.

Til hamingju decode, ekki veitir af að eitthvað gangi vel.

Datt aðeins í hug hvort það væri ekki hægt að finna genin
sem stjórna, græðgi óheiðarleika, óþekkt, ofáti, ofdrykkju,
hömluleysi á allan hátt?

Hugsið ykkur muninn ef hægt væri að lækna óþekkt þá mundu
allir gerast undirlægjur þeirra sem stjórnuðu hverju sinni á
allan hátt og allsstaðar, bæði börn og fullorðnir

Hömluleysi á allan hátt, nú við þyrftum engar, eða fáar búðir
því fólk yrði svo nægjusamt.

Græðgin hyrfi, engin fangelsi yrðu til því óheiðarleikinn hyrfi.

Nú þá hlýtur einnig forvitnin, illgirnin, stjórnsemin að hverfa,
Þá kæmi ekki til að gefa út nein blöð, því það yrði ekkert að
skrifa um, allt yrði svo gott.

Það er spurning með ástina og kærleikann, eigum við að leifa
því að vera óbreitt eða bara þurrka það út?
Nei það er eiginlega ekki hægt þá myndi framleiðsla á fólki
stöðvast og ég held að það gangi ekki.

Allt annað megið þið hjá Íslenskri erfðargreiningu hefjast
handa við að finna, "HA EKKI HÆGT" Þóttist nú vita það.

Góðar stundir.


mbl.is Bréf deCODE hækkuðu um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir fara bara að brugga og rúlla sígó.

Það er nú bara allt í lagi að hækka álögur á tóbak og áfengi,
en sjáið bara hvað þær eru fallegar þessar flöskur.

//

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra boðar allt að fjögurra milljarða króna hækkun á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi á næstu mánuðum. Ráðherra segir í skýrslu um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 að hækka megi áfengisgjald um 30-40% og tóbaksgjald um 30-40% í tveimur áföngum á þessu og næsta ári. Áfengis- og tóbaksgjöld voru hækkuð m 15% í maí síðastliðnum.

Flott á næsta ári verður búið að hækka áfengi og tóbak
um 30-40 +15%.
Hvað segir það okkur; jú allir fara að brugga og annað hvort
hætta að reykja eða rúlla sér sígó.

En ég er voða ánægð með að nota ekki þessar vörur, en þetta
hækkar framfærsluvísitöluna og það bitnar á öllum hvort sem fólk
notar vín og tóbak eða ekki.

Svo margt annað á að gera sem hefur ekki góð áhrif, en ég nenni
ekki að telja það allt upp, enda getur fólk lesið greinina í blaðinu í dag.

Lest! menn marga hafa hér,
leysum þá eigi bráðann,
langar þó samt til að malla mér,
launráð sem hrífur á kláðann.

Góðar stundir.

 


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða prófi?

Það er nú spurning hver hafi glansað á einhverju prófi, voru
ekki allir að vinna að þessum málum.

Ekki er svo sem hægt að efast um að eftir Jóhönnu er tekið ef
hún heldur tölu og byrstir sig eins og allir hafa nú heyrt, en
alfarið á eftir að koma í ljós hvernig framvindur málum.

Ég er alveg viss um að þessi stöðuleikasáttmáli heldur ekki
lengi, enda talað um að ef??? þá verði að endurskoða hann.

Ekki vantar góða talandann og sannfæringakraftinn, og eflaust
falla margir í þá gryfju að trúa, en ég hef ætíð á tilfinningunni að
það sé verið að fela mikið fyrir okkur og moka á undan sér
málum sem þyrftu að vera uppi við.

En tek það fram að þetta er bara mín skoðun.


mbl.is Jóhanna glansaði á prófinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einleikið, landið skelfur undir og yfir.

Skildu þessir skjálftar vera að mótmæla stöðuleikanum
í landinu eða bara að taka undir og vera með, allavega
skelfur landið vort.

Ég ætla nú bara að vona að ekkert verði úr þessu meir,
því ég er að fara í frí suður og verð í bússtað, reyndar
aðeins austar eða í Grímsnesinu.

Svo hættið nú að láta svona elskurnar mínar.

Góðar stundir.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær mönnum?

Mávar ógna hvölum við Argentínu

Mávar herja nú á hvali við strendur Argentínu og finnast nú æ fleiri hvalir dauðir.

Þetta kom fyrst fram fyrir 35 árum, en ekki fengustsvör við
rannsóknum þá.

Þetta er frekar óhugnanlegt því ef þetta gerist með hvalina
þessar stóru skepnur, hvað þá með börn og bara fullorðið fólk?

Til dæmis hér hjá okkur hefur komið andapar á hverju sumri
og höfum við gefið því brauð, þær eru mjög spakar og koma
alla leið að dyrunum út á pallinn og gagga á okkur.

Við urðum að hætta að gefa þeim vegna Mávana sem komu
ævilega og hirtu allt brauðið og alveg inn á pallinn komu þeir.
Dæmi eru um að fólk hafi verið með samloku í hendinni og snabb
allt í einu er hún horfin. Ekki gæfulegt.

Svo má ekki kála þessum fjandans fuglum.

Rannsóknir eru hafnar á hvernig er hægt að útríma þessari hættu,
Gaman að vita hvað kemur út úr því.

Vísindamenn telja að stóraukin losun úrgangs frá fiskvinnslum dragi að
Mávinn, en að honum hafi fundist hvalspikið girnilegra.

Tel þetta nú ekki góða skýringu, man nú þegar allar stíur voru fullar af fiski
bræðslan á fullu og þar var náttúrlega allt fullt af úrgangi, út um allt land
og ekki síst í Hvalfirði, þá var bara þessi fjandi þar í úrganginum, hann sótti
ekki í hvalina.

Annars hvað veit ég, þó ég hafi verið í nándinni alla tíð.
mbl.is Mávar ógna hvölum við Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju unga stúlka.

 470077fjolthrautarstelpan.jpg

 Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki"

Sjöþrautarstúlkan Helga Margrét Þorsteinsdóttir er án efa „heitasta" íþróttakona landsins um þessar mundir. Hún varð Norðurlandameistari í fjölþraut fyrr í mánuðinum er hún setti Íslandsmet í sjöþraut. Í gær bætti hún enn Íslandsmetið sitt á móti í Tékklandi, um heil 157 stig, og er nú efst á heimslista unglinga en aðeins vantaði 22 stig uppá að hún næði lágmarkinu á heimsmeistaramót fullorðinna.

Helga, sem er aðeins 17 ára, sagði sigurtilfinninguna vera súrsæta. „Já, þetta er svolítið öfugsnúin og súrsæt tilfinning. Ég var að bæta mig mikið og allt var að ganga upp, en síðan eru það þessi 22 stig sem vantaði upp á sem hanga yfir manni. En þau koma bara seinna, ég er alveg sátt við mitt. En þetta er óneitanlega svolítið svekkelsi í himnaríki. En vonandi er þetta ekki búið spil, ég tel mig nú eiga eitthvað inni ennþá," sagði Helga Margrét í gær, er hún beið þess að vera kölluð upp í verðlaunaafhendingu en gaf sér þó tíma fyrir

Þú ert glæsileg stúlka og átt framtíðina fyrir þér í heimi
íþróttana, þú verður ekki lengi að ná þessum 22 stigum.
Vegni þér ætíð sem best og ég hlakka til að fá að horfa á
þig á mótum, það er ef það kemur í sjónvarpinu.


mbl.is „Þetta er óneitanlega svekkelsi í himnaríki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peðin á undan kóngunum?

Já er verið að taka peðin á undan kóngunum, eða er og eða
var þetta peð kannski kóngur í felum?

Auðvitað er gott að hann sé rannsakaður, en held að þeir
ættu að flýta sér að taka stóru kóngana áður en þeir eru
alveg búnir að koma ár sinni vel fyrir borð.

Það er vitað mál að í gegnum árin hafa peðin verið sett í fangelsi
á meðan kóngarnir sleppa, þar má nefna mörg mál, en ætla að
sleppa því að sinni.

Ég hef það einhvernvegin á tilfinningunni að heitu málin séu að
renna út í sandinn.

Hvenær fáum við eitthvað um bankahrunið og svínaríið í kringum
það og gaman þætti mér að vita af hverju stjórnin sem var tók
niður Glitni og síðan Landsbankann, hefði ekki verið betra að
fara öðruvísi í málin?

Margir eru búnir að spyrja að þessu, en aldrei hafa fengist svör
við því og þá meina ég samkvæmt sannleikanum og á
mannamáli.



mbl.is Hannes segist ekki hafa brotið lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vægt til orða tekið, skollinn.

pastel_by_jinxywinxybanner_868840.jpg

Sko ég nenni nú ekki að telja upp tapið í þessu máli, en
hvað eru menn eiginlega að hugsa, einmitt skollans ekki
neitt.

Annað upp í hvaða hæðum voru hugsanir þessara manna
68 lúxusíbúðir í turni í Macau, ekki að ég hefði ekki viljað svona
ef ég væri miljarðamæringur vera í svona íbúð í smá tíma á
meðan ég væri að skoða mig um á þessu svæði, á einmitt eftir
að skoða það, sleppti því síðast er ég skrapp til Hong Kong.

Nei ég meina það að þeir skulu ekki skammast sín, engin furða
að tryggingarnar séu svona háar, ekki það að ég sé hjá þeim
kannski verður mitt næst til að leysa frá skjóðunni með smá
hneyksli.? Hver veit.

Veit bara það að siðleysi og skýjakljúfa-hugsanahátturinn hefur
verið með eindæmum ruglaður og tel ég að þeir ásamt svo mörgum
öðrum þyrftu að fara í afruglun.

Hvað finnst ykkur.?


mbl.is Sjóvá tapar 3,2 milljörðum í Hong Kong
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldrugl í orðsins fyllstu.

Þeir sem ekki skilja svona rugl, lesa bara ekki það sem
ég er að tala um, en vitið ég er svo glöð að hann þessi
elska skuli nú ætla að hjálpa Íslensku atvinnulífi upp til
himna, svo ég tali nú ekki um að borga vonandi, kannski
Icesave skuldir Landsbankans/okkar þær eru alssekki
hans skuldir eða það sem hann stofnaði til, nei nei
hvernig dettur nokkrum manni í hug að segja það, en hvar
er þessi bjáni, er hann bara út um allan heim að útvega sér
peninga eða sko okkur, honum vantar enga peninga, því
hann kom þeim öllum undan.

Ekki vogar hann sér heim til að standa fyrir framan fólkið
og viðurkenna sín mistök, nei það er ekki honum að kenna.

Svo vorum við bara að dandalast í dag ræða við bankann
fá einhverju ráðið um hvernig við borgum niður skuldir annarra
nei ekki útrásarvíkingana, alls ekki við vitum að við þurfum að
borga þær, heldur innanríkis áfallnar, þið vitið svona er maður
skrifar upp á.

Útrásarvíkingarnir eru ekki þeir einu sem kunna að fara illa með
fólk.
Vona að það fólk sem um ræðir sofi rótt og dreymi ljúfa drauma.


Hvenær kemur næsta hindrun.

Tel að hindranir séu bara á færiböndum svona úr öllum
áttum, hvenær kemur sú næsta og svo næsta?
verður nokkuð hægt með einhverju viti að koma á
stöðuleikasáttmála?
Held að menn séu bara ekki að ráða við þetta.

Fundað verður í allan dag á öllum vígstöðum, en ekki talið
tímabært að segja hvort samkomulag náist í dag.

Þetta segir í fréttinni:

,,Í gærkvöldi fengum við til dæmis nýjar upplýsingar um ríkisfjármálin sem komu okkur kannski svolítið á óvart. Þær settu upp nýjar hindranir á veginn sem við þurfum að vinna í að yfirstíga," segir Vilhjálmur. Hann segir að í gærkvöldi hafi verið búið að komast yfir flestar hindranir þess að samkomulagið næðist en þá hafi þessar komið upp. Því sé ekki hægt að segja fyrir um hvort samkomulag náist í dag eða ekki.

Ég spyr, af hverju er aldrei bara hægt að koma með allt upp á
borðið, allir virðast vera að fela eitthvað fyrir hinum.


mbl.is Nýjar hindranir á veginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkomulag um eymdina.

Frá fundi aðila vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi.

Frá fundi aðila vinnumarkaðarins með fulltrúum ríkisstjórnarinnar
í gærkvöldi.
Sjáið það er von að þeir séu kampakátir á svipinn, búið að ráða
málum og útkoman er að það verði friður til 1.nóv. já já friður
til að hækka allt, sem hækka getur, draga úr öllu sem mögulegt
og ómögulegt er,
segja sem flestum upp, svo vandræði verður að manna vaktir,
og svona mætti lengi telja.

Talað er um að tryggja fyrirtækjum fjármagn til að byggja sig upp
ráða fólk og ráðast í framkvæmdir, en hvaða framkvæmdir, það eru
allsstaðar veggir því engin hefur efni á að kaupa þessar framkvæmdir.
Af hverju tekur ekki ríkið að láni fjármagn svo hægt sé að framkvæma
og ráða menn í vinnu.

Halda menn endalaust að við séum asnar, hér segir:

,, Jafnframt voru aðilar vinnumarkaðarins ásáttir um þá tímaáætlun sem þurfi að vinna eftir frá 1. júlí nk. til 1. nóvember nk. til þess að ná vaxtastiginu niður í eins stafs tölu og styrkja gengi krónunnar. Það var m.a. það tímaplan sem fulltrúar vinnumarkaðarins hugðust kynna stjórnvöldum á fundinum"

Niður í hvaða eins stafs tölu, 9 eða 2? svo er bara sagt 1 nón.
að því miður þá hafi bara ekki tekist að............ eins og ég segi
það er talað við okkur á nótum sem við ekki skiljum, einfalt,
lygar og undanfærslur eru aldrei skiljanlegar.

Aðilar vinnumarkaðarins hafa aldrei, í tuga ára
unnið að hag fólksins, ef þeir hefðu gert það þá
væru hlutirnir eigi eins og þeir eru í dag.

Góðar stundir


mbl.is Samkomulag um launalið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki bara eitt heldur allt.

Maður hrekkur í kút í hvert skipti sem maður fer í búð
allt hækkar svo gíkantíst að engin heil brú er í því.

Ekki er það bara maturinn sem hækkar, því Nú er það bensínið,
en vonandi verður þeim ekki kápan úr því klæðinu því allir minka
að aka bílunum sínum, fólk verður bara heima. Engin hefur heldur
efni á leigubílum svo þeir hætta í umvörpum ekki nóg með það,
flutningabílarnir fara að hafa það þannig að aka bara er bíllinn er
orðin fullur af vörum, ekki er neitt vit í öðru, svo endar þetta með
því að farnar verða kannski 4 ferðir í mánuði úr á land því allir
hætta að kaupa, eiga engan pening.

Kom með tillögu um að stofnaðar verði kommúnur út um allt land
fólk gæti komið saman og föndrað og eldað sér naglasúpu í hádeginu.

Einn vinur minn kom þá með smá viðbót við þetta, það var að hafa
hænsni, kindur og kýr í garðinum. Snjöll hugmynd hjá honum.

Nei vitið, það sem er að gerast í dag er komið út í svo mikinn hróa
að  ég tel það óráð að vera að hlusta á það.
Hvað eru þeir sem stjórna þessu landi að hugsa svona yfirleitt?
Vita þeir ekki að við erum hér þurfalingarnir í landinu og það
heyrist sko í okkur ef við viljum það við hafa.

Legg bara til kommúnudæmið.


mbl.is Bensín hækkar um 12,50 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir eru góðir danirnir.

Það er synd að segja að þeir kunni ekki að hygge sig.
það hefur nú löngum verið talið gott að hafa samfarir
í bíl, en er hann þá ekki yfirleitt kyrrstæður, kannski
voru þau að herma eftir bíómynd?

Nei annars fell frá þeirri hugsun, því engin hugsun
kemst að þegar kynþörfin verður sterk, eða þannig.

Bíllinn endaði á tengikassa sem stýrir sjónvarpstengingum í bænum.

Flott lending, vonandi hafa þau haft eitthvað út úr
þessu brölti, því nú fá þau mikla sekt og bíllinn
ónýtur.
Grin


mbl.is Kynlífið endaði með ósköpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá myndablogg.

Annars er ég búin að vera svolítið pirruð á tölvunni í dag,
frekar hægfara greyið, er það kannski hjá öllum eða bara
mér.
Við gamla settið erum búin að vera í letistuði í dag, þó við
höfum bakað einn ofn af brauði þá er það ekki neitt.
Fórum reyndar frekar seint að sofa og sváfum lengi í morgun
þá er allt miklu seinna í gjörðum, svo var nú handboltinn, en
ég horfði lítið á hann verð bara of æst, sko ekki bara við að horfa
á þessa sætu stráka okkar heldur yfir því að þeir tapi, og verði
fyrir óréttlæti, þoli það ekki.

Hér koma nokkrar myndir sem Milla mín tók og er búin að
photoshopera.

3647007470_66a65348e9fjaran_i_eyvik_867550.jpg

Þetta eru ljósin mín að leika sér í Eyvíkur-fjörunni, síðasta sumar.

3646161393_aa47ca91fbskari_sjoari.jpg

Þetta er hann Óskar um borð í dallinum sínum, en hann er
tengdafaðir Millu minnar og þá að sjálfsögðu afi ljósanna minna.

3643452495_a122d0b979kinnafjoll.jpg

Þessi mynd af Kinnafjöllunum, er bara tær snilld, enda snilli
hún Dóttir mín.

Læt fylgja með smá stökur.

Upp ég kreisti lítið ljóð,
læt þar freisting toga.
Lítill neisti og gömul glóð
getur breyst í loga.

Vísa smá fer vösk á stjá,
villt á gráu svæði.
Hanga fátæk orðin á
ansi bláum þræði.

Þessar eru úr ljóðabókinni Blíðsumars nætur.
Skagfirsk Úrvalsljóð og vísur.

Góðar stundir.


Allir verða atvinnulausir.

Það gerðist, sem ég sagði hér fyrir margt löngu að aldrei yrði
af þessum útboðum sem þeir voru að tala um.
Hvað á að koma til, svo fólk geti lifað af sinni vinnu?
Hef spurt mig þessara spurninga lengi, svarið sem kemur upp
í hugann er: ,,Þeir ætla ekki að gera neitt."

Sættum okkur við það og byrjum að vinna eftir því, þá meina ég
sko þeir sem ekki hafa vinnu,
tökum Pollýönnu leikinn á málið, er ekki hægt að fá húsnæði þar
sem allir geta komið saman og unnið að sínum hugðarefnum,
það má elda naglasúpu í hádeginu og hella verður á könnuna,
börnin verða bara að drekka vatn og við gætum platað einhvern
bónda til að gefa okkur mjólk svo þau fengju smá af vítamínum.

Það hlýtur að vera til fullt af ónotuðu húsnæði um land allt
örugglega sem ríkið á, tökum þau bara og hefjumst handa.
Þeir sem ekkert húsnæði eiga geta einnig búið á staðnum,
flott þá yrði eftirlit með húsunum.

Allir verða á bótum þegar sjóðurinn er uppurinn tekur ríkið við
og þá fá þeir að finna fyrir því blessaðir.

Ekkert munu þeir fá út úr sykurskattinum, því engin kemur til með
að hafa efni á svoleiðis kaupum, hvað þá einhverjum öðrum.
Það er til alveg fullt af fötum í landinu sem engin kaupir, hvernig
væri að nota þau bara.

Æ Æ, ég var víst að tala um að öllum útboðum á vegum
vegagerðarinnar yrði frestað og þá geta þessi fyrirtæki
bara lagt öllu draslinu og komið í okkar hóp.

 


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjón er sögu ríkari --Eða hvað?

                     Hitler

Adolf Hitler kenndi yfirburði hins há ljóshærða og
bláeygða manns. Sjálfur var hann lítill, dökkhærður
og brúneygður. Engu að síður féll gjörvöll Þýska þjóðin
fyrir áróðrinum um ágæti aríans og kærði sig kollótta um
þótt sjálfur áróðursmeistarinn væri fjarri því að vera
lifandi tákngerfingur hins fullkomna manns.

                    Jesús

Já, þessir þjóðverjar, hugsuðum við í forundran. Hvernig
mátti þetta eiginlega verða? En erum við nokkru betri?
Tökum dæmi sem stendur okkur nær.
Við velkjumst ekki í nokkrum vafa um að frelsari vor,
Jesú Kristur var á hérvistardögum sínum beinvaxinn
maður, ljós á hörund, ljóshærður og með himinblá augu.
Við erum líka sammála um að hann hafi fæðst í Betlehem.
En sjá;
Betlehemsbúar dagsins í dag minna lítið á þann hvíta mann
sem við ímyndum okkur að Jesú Kristur hafi verið, þeir eru
þvert á móti smávaxnir, dökkir yfirlitum og dökkeygðir.
Hvað hefur eiginlega komið fyrir íbúa þessa litla bæjar -- eða
hefur frelsarinn sjálfur tekið stökkbreytingum á þeim öldum
sem liðnar eru frá dauða hans?
Til að kóróna ímynd okkar þá segir Jesaja spámaður um hinn
væntanlega Messías:
,,Hann er hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæti á að líta,
  svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn og vér
  mátum hann einskis;"
En fyrir því eru dæmi að jafnvel innblásnustu spámenn hitta
ekki alltaf naglann á höfuðið.

Þetta er tekið úr bókinni Heimskipör og trúgirni.
Jón Hjaltason.

En hvað ætli Hitler hafi fundist um rauðhærða, ekki að það skipti
máli því hann var náttúrlega geðveikur maður.

 Má til að birta ykkur aftur ljóðið um rétt hérans.
 Ég elska Gustaf Fröding.
 hann var mikill snillingur í heimi þeim sem menn

 töldu vera geðveiki.

Þann rétt hver héri hefur,
að háma í sig kál í svanginn,
á meðan maginn krefur,
- það má hann litli anginn,
og liggja í leiðslu værri,
sé lágfóta ekki nærri.

Og vilji vondur refur
sér veiða héra í soðið,
þann rétt þá héri hefur
-og honum er það boðið-
að hlaupa á harðasprett, til
að hættu hann undan beri,
-en að heita annað en héri
á hérinn engan rétt til.


          Gústaf Fröding.

Það er nú málið, við erum óttalegir hérar.


Er þetta hótel Borg?


Ritz hótelið er eitt frægasta og glæsilegasta hótel heims.

Sjáið bara þetta glæsilega hótel, það minnir mig svo afar
á hótel Borg, sjáið gluggana hér í enda, gæti hafa verið sami
arkitektinn, nei varla.
 

Reyndu að selja Ritz hótelið

Þrír Bretar hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr hrekklausum kaupsýslumönnum með því að selja þeim Ritz hótelið í Lundúnum.

Að sögn lögreglu hafa mennirnir þrír verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja út 200 milljónir punda, jafnvirði um 40 milljarða króna, með þessum hætti.

Mennirnir eru á fimmtugs- til sjötugsaldri.  

Bjartsýnir hafa þeir verið, en væntanlegir kaupendur með
afbrygðum heimskir.


mbl.is Reyndu að selja Ritz hótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilneyddur.

Sigrún Pálína var í dag heiðruð af  Femínistafélaginu.

Sigrún Pálína var í dag heiðruð af Femínistafélaginu. mbl.is/Heiðar

Nær sáttum við Þjóðkirkjuna

Eftir Halldóru Þórsdóttur

„Þetta er stór dagur, mér finnst ég hafa fengið vissa úrlausn mála,"  segir Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.

Sigrún átti fund með Kirkjuráði í dag, ásamt fjölskyldu sinni, til að greina frá sárri reynslu sinni sem hún varð fyrir af hálfu sr. Ólafs Skúlasonar er hún leitaði til hans sem sóknarprests.

„Kirkjuráð hefur beðist afsökunar og biskup, og þetta er góður liður í því að ég nái sáttum, ekki síst við Þjóðkirkjuna,"  segir Sigrún Pálína.

Tel að þarna hafi biskup verið tilneyddur, kirkjan hefði
aldrei komist upp með annað en þetta miðað við þær
opnu umræður sem verið hafa um kynferðisafbrot bæði
innan kirkjunnar og utan.

Vonandi stíga nú fram allar þær konur sem en eru í sorgum
eins og Sigrún Pálína kemst að orði.
Þetta er einnig hvatning fyrir allar konur sem eru með svona
glæp innibyrgðan, það er í lagi að stíga fram.

Hvernig komið var fram við þessa konu á sínum tíma var
ótrúleg vanvirðing, henni var hótað og hún flúði land.
Ég man vel eftir málinu og hvernig fólk talaði bæði um hann
og hana, hefði bloggið verið til þá, já akkúrat hvað hefði þá
gerst í málinu, allavega hefði Sigrún Pálína ekki þurft að flýja
land.

„Ég finn nú fyrir breyttu viðhorfi hjá kirkjunni og mér er trúað. Fyrir þessum þrettán árum þótti óhugsandi að sitjandi biskup væri kynferðisafbrotamaður en nú hafa ýmis gögn komið fram í málinu."

Elsku kona ég óska þér svo sannarlega til hamingju með
þennan áfanga og ég veit að þér hlýtur að líða betur,
en það er langt í land með breytt hugarfar, í raun, hjá
þjóðkirkjunni, en vonandi er þetta byrjunin.

Eitt enn, Ólafur Skúlason á eftirlifandi fjölskyldu, sómafólk,
sem örugglega finnur til vegna þessa máls og þá sér í lagi
börnin, sýnum þann þroska að leifa þessu fólki að vera í friði,
þá meina ég ekki bara í blöðum eða bloggi, heldur í hinu
daglega lífi.
Verum kærleiksríkari en þjóðkirkjan.


Gefum okkur það að vera hamingjusöm.
Milla
Heart


mbl.is Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við afburða konur, hér og nú.

        Til hamingju með daginn.

19 júní er dagurinn okkar, við fengum kosningarétt 1915
eftir blóð svita og tár sem þó aldrei sáust, eigi voru þau
borin á borð fyrir fólk, sumar grétu örugglega í koddann
er heim kom.
1922 fór fyrsta konan á þing, mikið vatn hefur runnið til
sjávar síðan, en betur má ef duga skal.

Nú er að fara í hönd tími erfiðleika, sem engin getur höndlað
betur en konan því hún veit og kann hvernig á að  spara, ef
hin unga kona ekki kann þá er það okkar eldri að kenna og
miðla visku okkar.

Við verðum að standa saman og vilja taka þátt og þiggja
ráðleggingar frá þeim sem kunna að gefa þær.

Ekki að segja: ,,Hvernig á ég að spara af engu?" Jú það er hægt,
en erfitt.

Hvernig væri að taka þessu sem skólaverkefni, til dæmis konur
í hverfum bæjanna sammælast um hvað skuli gera, taka börnin
með í dæmið, ég er viss um að það er bara skemmtilegt, þó að
elskurnar mínar, tár drjúpi í kodda á kvöldin.

Kærleikskveðjur til allra kvenna.
Milla
InLove


Virðingarleysi í mörgu fólki

Aðeins að segja frá deginum.
Hér er búið að vera tiltekt í dag, byrjaði reyndar í gær
að snurfusa smá, en í morgun skipti Gísli á rúmunum
þvoði og þurrkaði, ég þvoði úr gluggum og þurrkaði af,
Gísli ryksugaði sófana var ég búin að taka buffið mitt í
gær, nú endirinn var að láta róbótinn um gólfin og það
er nú ekki dónalegt, ég fór í tölvuna á meðan og Gísli
minn endaði á að þvo yfir gólfin.
Mikið var það yndislegt síðan að setjast niður með
kaffibollann og kveikja á kertum og smáljósum, því
það er ekki mikil birta er rigning er og þokan smýgur
yfir allt.
Við vorum með steiktan fisk í kvöldmatinn og komu
þau að borða Milla og Ingimar með ljósin mín.

Dóra hringdi og ætla þær að koma á morgun til að versla.
það verður yndislegt að fá þær þó stutt verði stoppið.

              **************************


Langar aðeins að koma inn á vanlíðan fólks, sem kemur vel
fram í stjórnsemi, illgirni, virðingaleysi, trúgirni og að elta ólar
við það sem það þekkir ekki neitt.
Allt þetta og meira til hlýtur að vera vegna þess að fólki líður
ekki vel.
Hvernig væri nú kæru bloggarar að fara að taka meira tillit til
skoðana annarra, láta sínar í ljós án þess að setja út á
annarra.

Það er einnig annað sem er afar stórt í sniðum á blogginu og
þykir mér það miður, það eru útásetningar, eftirhermur og
illt tal um fólk sem það þekkir ekki neitt, hefur aldrei séð eða
heyrt, hvernig í ósköpunum er þetta hægt, nema að fólki líði
eitthvað illa og fái útrás á þessu sviði.
Hættið þessu kæru vinir, þetta er ekki inn, núna eigum við að
standa saman og vinna gott starf í því að hjálpa hvort öðru.

Góðar stundir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband