Frábær dagur í dag.
11.6.2009 | 21:13
Við erum komin heim með litla Neró hálf slappan eftir
smá meðhöndlun hjá þeim á Dýraspítalanum.
Víð sóttum Viktoríu Ósk og fórum svo með Aþenu Marey
á leikskólann um leið og við vorum að fara á Eyrina, en
á leiðinni úr úr bænum stoppaði einn góður löggumaður
okkur og sagði að við værum eineygð,
það kostaði að við fórum á verkstæðið til að láta skipta
um peru því eineygður er maður ekki, ég þoli ekki fólk
sem ekur um eineygt, jafnvel í margar vikur.
Þetta kostaði hálf-tíma seinkunn, en hvað er það er fólk
hefur allan heimsins tíma eins og við.
Skutluðum Neró og skildum hann eftir, rétt náðum um
11.00 niður á kaffihús þar hittum við stelpurnar sem
ætluðu að vera með okkur í smátíma.
Ekkert er yndislegra en að hittast og spjalla í afslöppuðu
andrúmslofti og ætti fólk að gera það oftar.
Skutluðum Gísla í sína sneiðmynd kl. 13.00 og fórum svo
við Viktoría Ósk að sækja litla snúllan, aftur niður á spítala
og inn því ég átti að mæta 13.40 og rétt náði, með hjálp frá
Viktoríu Ósk minni, hún var algjör hjálparhella í dag og svo
yndisleg að hafa í kringum sig.
Hún fór inn með mér í allt og ekki vantaði áhugann fyrir því
sem var að gerast.
Fórum aðeins inn í Hagkaup var að skila útrunninni vöru, og
síðan í rúmfó, Viktoría var að kaupa sér sokka.
Þessi er tekin rétt áður en hún sofnaði á heimleið, er að passa Neró
og hún er með liverpool koddann sinn.
Tekin á Kaffihúsinu, hún var alltaf að taka myndir af okkur
þessi elska.
Erna mín brún og sæ, enda nýkomin frá Majorka
Mágkona Önnu Guðnýar og Unnur, en þær vinna saman.
Merkilegt með Önnu Guðnýu eins og mig, við erum alltaf að halda
ræðu
.
Þarna erum við komin að Laugum og Guðrún Emilía
er með hann í fanginu
Dóra elsku perlan mín, Sigrún LEA og Hjálparhellan hún
Viktoría Ósk
Viktoría Ósk tók allar myndirnar á Kaffihúsinu og tel ég þær ver
flottar hjá henni bara 10 ára gamalli.
Fleiri myndir seinna.
Góða nótt og stórann faðm til allra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Bara gleði á þessum bæ.
10.6.2009 | 20:52
Dagurinn í dag var bara góður þó að við Sibba værum
bara tvær, Aðalheiður lenti inn á sjúkrahúsi í nótt svo
ekki kom hún, þessi elska vona að hún nái sér sem fyrst.
Gunna fór með tíkina í úr-sambandstöku, þið skiljið þetta
er það ekki?
Borðuðum í kvöld Ítalskar kjötbollur sem ég bjó til og hafði
með kartöflumús, kryddaða, ekki sæta.
Fórum síðan að taka bensín og versla Kristal plús, opal og
prins póló, alveg merkilegt hvað það er alltaf jafn vinsælt.
Hittum Viktoríu Ósk mína tókum hana með og hún fékk smá
hlaup, við buðum henni að koma með á Eyrina og ég held að
hún komi með annars er afar erfitt að vakna á morgnanna.
Við verðum allan daginn, fyrst förum við með Neró, skiljum
hann eftir á Dýraspítalanum förum svo að stússast, ætlum á
kaffihúsið á Glerártorgi, hitta þar góðar konur.
Gísli á síðan að mæta kl 13.00 í sína myndatöku og ég 13.40
í mitt gangráðaeftirlit, héldu þið kannski að þetta væri að öllu
leiti skemmtiferð, nei ekki aldeilis þó meirihluti ferðarinnar sé það.
Megum ekki gleyma að ná í Neró áður en við förum sjálf á sjúkrahúsið
hann verður enn þá vankaður eftir svæfinguna svo þetta verður allt í lagi.
Eigið bara góðan dag á morgun og munið að gefa faðm.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hverjir selja þeim vopn og sprengjuefni?
10.6.2009 | 08:19
og það er all víða í dag þar sem saklaust fólk er myrt vegna
einhverja erja sem kannski þeir ekki sjálfir í raun gera sér
grein fyrir því þeir eru búnir að berjast svo lengi.
Þeir bara hata allt og alla og komast ekki út úr þeim
ranghugmyndum sem þeir virðast vera fastir í hvort sem
það er vegna trúar eða haturs.
Það er erfitt að vera svo valdasjúkur að stríð og morð séu
nauðsynleg í aldir til að komast til valda.
Hér áður og fyrr var barist með sveðjum,hnífum, spjótum
og bogum, en núna eru það nútímavopn og hver selur
morðóðum mönnum þau?
Sorglegast er að sjá elsku börnin, en kannski er bara best fyrir
þau að fá að deyja með sínum, hver ætti svosem að hugsa um
þau, það eru bara þau sjálf.
![]() |
Tala látinna hækkar enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hafið þið lesið á mjólkurfernurnar?
9.6.2009 | 20:48
Það er svo margt að skrifa um að ekki er vert að byrja á
neinu, nema bara deginum í dag, hann er bara búin að
vera skemmtilegur að vanda.
Milla hringdi í morgun og talaði um að Aþena Marey áliti
sig vera veika, já já hún er 5 ára og telur sig alveg vita það,
það var síðan bara afráðið að hún fengi að vera hjá ömmu í
dag, þegar hún kom fór hún strax að velja sér spólu og kúrði
sig niður á mjúkan kodda, nú hún var jú veik.
Um hádegið fór ég í þjálfun, spurði hvort hún vildi koma með,
hún vildi það, og henni fannst bara gaman.
Komum svo heim og fengum okkur smá snarl, hún fékk ristað
brauð með osti og rifsberjasultu ég fékk mér heimabakað
maltbrauð með osti, einnig kex með höfðingja og eplum
það er æði, ég elska svona osta.
Þegar við vorum að borða þá er mér litið á mjólkurfernuna,
sé þá að stendur Að vera ég er eins og að vera, fer að huga
nánar, jú þetta voru þá svona gullkorn.
Að vera ég er eins og að vera
Sólin fyrir ofan fjöllin.
Að vera ég er að vera
Skærasta stjarnan á himninum.
Að vera ég er eins og að vera
rauðasta rósin í beðinu.
Að vera ég er eins og að vera
fallegasti hesturinn í stóðinu.
Agnes Bára Aradóttir
13 ára Varmahlíðarskóla.
Nú við spiluðum svo saman veiðimann og rugluna eins og
ég kalla það, einnig var litað og teiknað.
Í kaffitímanum vildi hún fá ís og borðaði hún tvær skálar
bætti svo við rúgbrauði með smjöri, ég fékk mér kaffi og
hrökkbrauð. Hún fékk svo að tala við frænkurnar sínar á
Laugum, en þær voru að fara að mála svo stutt var það
símtalið.
Milla var á fundi eftir vinnu dróst hann á langinn svo við
borðuðum bara saman góðu grænmetissúpuna mína og
brauð með. Það er svo þægilegt að eiga svona tilbúið í
frysti.
Góða nótt elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kominn sprunga í VG, eða hvað?
9.6.2009 | 17:38
Mér finnst eins og Steingrímur sé nú ekki afar sáttur, það
segir mér svipurinn á honum, en á toppnum tók hann að
sér að vera, eigi er hann alsráðandi, hann þarf að lúta
kvennskörungi sem ég ætla eigi að úttala mig um að
svo stöddu.
Spurningin er hvort flokkurinn haldi þegar formaðurinn
talar þvert á skoðun sína, kannski bara til að halda friðinn
og stjórnarsamstarfinu, sem þeir lofuðu fólkinu fyrir kosningar.
eru einhverjir fleiri sem gera það?
Frekar hvumleitt að þurfa að fara á bak við sjálfan sig.
![]() |
Valtur meirihluti í Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Aðgangsharðir mótmælendur.
9.6.2009 | 08:35

Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Fríkirkjuvegi 11 nú í kvöld, en lögreglunni barst tilkynning um að hópur fólks - um 20 manns - væri búið að brjóta sér leið inn í húsið. Lögreglan er mætt að svæðið. Húsið er okkar," hrópar hústökufólkið.
Mikið vildi ég óska að húsið væri okkar, en því miður að þó
að verið sé að hengja á okkur skuldarklafa vegna Icesafe
þá hefur okkur ekki verið dæmt hvorki þetta eða annað
hús þeirra Bjöggana til eignar. veit síðan ekki betur en að
Ríkið sé að eignast þetta hús eins og allt annað sem þeir
yfirtaka núna og við að borga, ekki spyr ég nú að, okkur
munar nú ekki um að borga nokkrar trilljónir.
Þetta hús er forngripur, og við vitum að bera skal virðingu
fyrir ellinni, en ekki væri svo galið að útbúa í þessu fagra
húsi, dagaðsetur fyrir fólk sem þarf á því að halda,
þá meina ég föndur af ýmsu tagi, spilaborð, tölvur, leir,
málun, sauma, smíðar og bara nefnið það.
Einnig má líka tala saman fyrir þá sem það vilja.
Það vantar svona stað þó jafnvel einhverjir séu. Þetta hús
sem upphaflega var ríkimannshús með vinnufólki í kjallaranum,
eins og var bara í þá daga mundi sóma sér vel sem slíkt.
Bara smá tillaga.
en ekki mikið lengur, Ríkið er búið að yfirtaka þetta allt.
Mikið erum við rík.
![]() |
Ruddust inn í Fríkirkjuveg 11 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kvöldsaga.
8.6.2009 | 22:17
það eru ekki allir dagar eins, sem betur fer að sjálfsögðu,
en þetta var einn af mínum slæmu sko ekki að ég geti
kvartað á meðan aðrir hafa það mun ver en ég, en sjáið
þetta eru mínir dagar, með fjandans giktarverkjum og alveg
ótrúleg þreyta sem fylgir þessu. þeir þekkja þetta sem eru
með gikt.
Vaknaði um 7 leitið, vissi strax hvernig dagurinn yrði, fór
á fætur og naut morgunsins eins og vant er.
Fengum okkur hádegissnarl sem var roost Beef og steikt
egg með ólívubrauði, sultuðum kryddlauk og smá grænmeti.
Eins og ég vissi lá leiðin upp í rúm og Neró minn kom með.
Fór reyndar upp í gestarúm hann ætlaði sér nú gestasængina,
þykist ráða miklu þarna inni því stelpurnar sofa þarna er þær
koma, ég sagði honum að fyrst ætlaði ég að koma mér fyrir
svo mætti hann kúra þar sem hann vildi, hann lagðist á milli
fóta minna svo stuttu síðar vaknaði ég með nálardofa í
tásunum mínum, hristi hann af mér og sofnaði aftur.
Vaknaði við að Gísli minn kom og strauk kinn með kossi og
sagðist vera að fara fram í Lauga til að sækja þær.
sofnaði aftur, en vaknaði um hálf fimm og núna er ég óþreytt
en finn að stutt er í verkina, svona eru bara sumir dagar hjá
fólki sem er með gikt.
Tókum eftir blóði um allt hús er þau komu til baka og komumst
að því að Neró litli var meiddur á annarri loppunni, djúpur skurður
var, svo hann hefur stígið á eitthvað hér fyrir utan.
Nú græðandi og umbúðir fékk hann og er bara ánægður með það,
Fékk náttúrlega heilmikla athygli honum þykir það nú ekki slæmt.
Ég var búin að bjóða í mat svo ég byrjaði að undirbúa það,
var með fisk í ofni með lauk og papriku, salat, grjón og
sósu úr Grískri Yogurt.
kaffi og ís á eftir, Dóra keypti ísinn það var náttúrlega ekki
hægt að hafa engan eftirrétt, ís er ekki mín deild svo ég fékk
mér kex.
Nú eru allir farnir heim, en búið að vera alveg yndislegt að vanda.
Gísli er kominn tilbaka frá því að aka þeim heim og er að taka
dúkinn úr þvottavélinni setja hann á borðið, ég hefði nú getað
verið búin að því, en nei ég bara gleymdi því og það er bara allt
í lagi
Þetta er litla ljósið hennar ömmu sinnar, Milla mín tók þessa mynd
er þau voru í útiveru um helgina.
Þessa tók Milla mín líka, hún er frá Bakka þar sem fyrirhugað
Álver á að rísa. Flott mynd.
Ég stal þeim náttúrlega frá myndasíðunni hennar.
Eigið gott kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég datt #$%&/()=()/=(&%=0 ekki á hausinn.
8.6.2009 | 11:19
Bara ruglaðist aðeins við lesturinn á þessari frétt, reyndar eins
og mörgum öðrum fréttum undanfarna mánuði.
Blablablablabla og allt það þið getið lesið sjálf, sko alla greinina
á mbl.is, en hvað er þetta eiginlega, eru það svona skuldir sem
við erum að borga fyrir einhverja plebba úti í bæ, nei þeir eru
nú líklegast erlendis.
Náttúrlega vissi ég þetta allt, bara stakk hausnum í sandinn
eins og hinir vitleysingarnir, sko við.
Hvernig í ósköpunum gat ég verið svo vitgrönn að halda að
svona út spreðelsi gæti verið eðlileg og það væri af hinu góða
að gefa mönnum/vinum úti í bæ, já bara Ísland á silfurfati.
Jæja elskurnar, ég segi bara góðar stundir.
![]() |
Félag Straums eignast West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leika sér að mannfólki.
8.6.2009 | 08:11


Dæmdar í 12 ára þrælkunarbúðir
Dómstóll í Norður-Kóreu hefur dæmt tvær bandarískar fréttakonur í 12 ára fangelsisvist í þrælkunarbúðum. Réttarhöldin stóðu í fimm daga og var konunum tveimur gefið að sök að hafa framið alvarlegan glæp gegn kóresku þjóðinni með því að fara ólöglega inn í landið."
Fréttakonurnar tvær, Laura Ling og Euna Lee, voru handteknar við landamæri Norður-Kóreu og Kína 17. mars sl. en þar voru þær að vinna að frétt þess efnis að íbúar Norður-Kóreu reyndu að flýja heimaland sitt.
Já hörmulegt er það að leika sér að mannfólki, bara til að
ná fram því að geta rætt einhliða við Bandaríkjamenn.
Það er ekki eins og þær hafi verið komnar inn í landið,
og þó svo, 12 ára þrælkunarbúðir, algjör viðbjóður.
Eitthvað verður að gera til að breyta þessu því þarna er
um haturslegar aðgerðir að ræða, að mínu mati.
Ljóst má vera að dómurinn mun auka spennuna milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu, en samskipti landanna hafa verið stirð allt síðan Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft 5. apríl sl. og framkvæmdu tilraunakjarnorkuskot 25. maí sl.
Þetta eykur ekki bara spennuna á milli Bandaríkjanna og
Norður Kóreu heldur alls alþjóðasamfélagsins.
það er aldrei gott ef stríð verður og að mínu mati aldrei
réttlætanlegt.
Það er nú samt svo að alltaf verða stríð, úr því fást
peningar og vald.
Haft er eftir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að ásakanirnar gegn fréttakonunum séu tilhæfulausar og að leyfa ætti konunum að snúa til síns heima. Clinton upplýsti líka að bandarísk stjórnvöld íhuguðu nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista sinn yfir hryðjuverkaþjóðir.
Auðvitað ætti að sleppa þessum konum, en það verðurekki strax eða jafnvel aldrei.
![]() |
Dæmdar í 12 ára þrælkunarbúðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagurinn á enda.
7.6.2009 | 20:39
Það endaði náttúrlega á því að ég bakaði vöfflur, hringdi
í Millu og Ingimar og sagði að ég væri að baka svona bara
ef þau vildu, þau komu, en voru boðin í garðveislu kl 17
og skyldi þau ljósin eftir hjá ömmu og afa.
Gísli var í því í dag að laga til í geymslunni, koma upp á
loft því sem ekkert er notað setja snaga fyrir kústa og
moppur einnig stóran hanka fyrir rekurnar, enda bara
notaðar á veturna.
Síðan var grillið tekið í gegn og þegar allt var klárt, var
farið að grilla brauð, allir fengu það ofan á sem þeir vildu.
Þær borðuðu úti, afi fór í fréttir með sitt brauð og ég við
eldhúsgluggann stundum var kallað að utan og þá
stökk afi á fætur til að þjóna ljósunum.
Nokkrar myndir úr garðinum okkar.
Þetta er á pallinum undir eldhúsglugganum, nelika í potti.
Birkikvisturinn minn setti ég niður kál fyrir framan
bara svona rétt að prófa.
Gullsópurinn ekki alveg komin í blóma.
Fjölært blóm sem ég veit ekkert hvað heitir, en þarna fremst
setti ég niður kartöflur.
Hinum megin á pallinum, hjól sem er eiginlega aldrei notað
stjúpur í potti.
Kærleik til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndablogg.
7.6.2009 | 09:05
Þessi sjón blasir við mér á hverjum morgni er ég borða
morgunmatinn, oft eru skógarþrestir líka, en ekki með lóunni
hún er svolítið frek á hlutann sinn, en þær virðast ætla sér vissan
part af garðinum. Endurnar koma einnig til að fá sitt brauð
bara síðar að morgninum.
Má til að sýna ykkur nýja borðið mitt sem er gamalt ritvélaborð,
vita ekki allir hvað það er? flott að hafa þetta fyrir Litla ljósið til
að lita við er tölvan er í notkun, en það er hún alltaf, en okkur
Aþenu Marey líður afar vel saman.
Er þetta ekki bara notalegt hjá mér? Í þessum stól sem áður var
bara þarna í horninu, sitjum við oft og lesum þá er annað-hvort
okkar í tölvunni.
Þetta er svo meiri heildarmynd á litlu holunni okkar, sem oft er
kölluð tölvuverið. Það er mjög góður andi í þessu herbergi.
Þetta er gamalt skrifborð, sem skátarnir á Ísafirði áttu það var á
leiðinni á haugana er dóttir Gísla leit það augum og hugsaði til mín
mig vantaði svo eitthvað fyrir saumavélina, núna er hún bara sett
þarna þegar við þurfum að nota hana.
Milla mín tók það og málaði, ekki var hægt að gera það upp, orðið
of slitið.
Mér fannst það passa svo vel í milliganginum, og svo fylgir því bara
skátahugur, sem ætíð er góður.
Faðmlag inn í daginn ykkar
Milla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Kvöldsaga.
6.6.2009 | 22:03
Dagur að kveldi kominn og góður hefur hann verið, við
fengum okkur hádegissnarl um 12 leitið og ég skreið í
tölvuna heyrði svo allt í einu miklar hrotur, hann var
sofnaður í stofusófanum hann Gísli minn svo þreyttur
eftir vikuna.
Er hann vaknaði sko þá var klukkan orðin 15.30 og tími
kominn á kaffibolla, en síðan fórum við í að færa
bókaskápinn í tölvuherberginu svo nýja flotta borðið
sem ég keypti á 500 krónur já ég sagði 500 hundruð.
Komst að því að þetta er gamalt ritvélaborð, sko bara
frábært og fer vel hérna inni.
Var í morgun búin að laga Ítalíanó kjötbolludeig og það
þarf að bíða í nokkra tíma áður en maður steikir bollurnar
gerði það og þær eru komnar í frysti, mjög gott að eiga
tilbúnar að grípa til.
Bjó síðan til ferskt salat til að fara með til Millu og Ingimars
þau buðu okkur í grill, æðislegt að vanda.
Var ég búin að segja ykkur brandarann með dúkinn á borðinu
á pallinum, sko það var þannig í haust að Gísli tók dúkinn og
þvoði gekk frá dingludótinu sem þyngir hann, setti dúkinn
þar sem hann ekki fann hann aftur, hann er margbúinn að
leita, svo í kvöld tók hann sig til og fór í alla skápa, mögulega
og ómögulega allt kom fyrir ekki, enginn dúkur.
Kom hann ekki hérna inn og leit upp í skápinn sem jólaskrautið er
geymt og já já þar var dúkurinn og hló að honum, allavega þá er
hægt að setja dúkinn á borðið á morgunn.
Faðmlag til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú finn ég til.
6.6.2009 | 08:01


Lögregla stöðvar móður sem reynir að komast á slysstaðinn í Hermosillo Reuters
// Erlent | mbl.is | 6.6.2009 | 07:11Tugir barna létust í eldsvoða
Að minnsta kosti 29 börn létu lífið í eldsvoða á ABC dagvistarheimilinu í Hermosillo í Sonora héraði í norðvesturhluta Mexíkó í morgun. Óttast er að fleiri börn muni látast af sárum sínum eða finnast í rústum hússins en tugir barna voru flutt á sjúkrahús eftir brunann. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Þetta eru afar sorglegar fréttir 0g varla hægt að hugsa þetta
til enda, við höfum séð afleiðingar þær sem bruni hefur á fólk
náttúrlega eftir því hversu mikill bruninn er á líkamanum, en
hugsið ykkur bara, þau sem lifa af hvað þau eiga eftir að líða
mikið, fyrst líkamlega og svo bætist við sálarlega.
Börnin eru á aldrinum 6 mánaða til 5 ára.


Ættingjar barnanna bíða frétta við bráðamóttöku sjæukrahúss í Hermosillo Reuters
Talið er að eldurinn hafi kviknað í dekkjaverkstæði sem var í tengibyggingu við hlið heimilisins en þar var mikið af eldfimum efnum.
Við eigum gott hér á Íslandi ekki er þörf á að byggja
barnaheimili við hliðina á dekkjaverkstæði, en fátæktin er
trúlega svo mikil þarna að eigi verður á annað kosið en að
taka því húsnæði sem býðst.
Kannski finnst þetta ekkert athugavert þarna úti, hvað
vitum við svo sem um það.
Það er trúlega einnig talið eðlileg að 176 börn séu á eina
og sama dag heimilinu, en okkur mundi eigi finnast það.
Felipe Calderon, forseti landsins, hefur lýst yfir djúpum harmi vegna atburðarins en dagvistarheimilið var rekið af félagsmálayfirvöldum í landinu.
Guð veri með þessum elsku börnum og foreldrum þeirra.
![]() |
Börn létust í eldsvoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábært og til hamingju með daginn.
5.6.2009 | 18:05
Hópur afmælisgesta gekk hrópandi og kallandi um miðbæinn laust eftir hádegið og ýtti á undan sér sjúkrarúmi. Þórgnýr Thoroddsen sem lá í rúminu lét sér vel líka en hann sagðist hvort sem er vera á leiðinni niður í bæ. Afmælisgestirnir voru að halda upp á afmæli Hugarafls, félags notenda geðheilbrigðisþjónustu og vekja athygli í leiðinni á fordómum í samfélaginu.
Þið eruð frábær og eins og þið vitið þá segjum við á hverjum
degi: "Ég er frábær"
Til hamingju öll sem notið þessa þjónustu og vona ég að sem
flestir séu í góðum bata eða á leiðinni í hann.
Hugarafl er alveg yndislegt aðsetur fyrir alla þá sem viljavera með.
Vona ég að ráðamenn fari nú að skilja að það þarf meira fjármagn
til að geta annað þeim sem þurfa og vilja koma og fá aðhlynningu,
kærleika og samveru eða bara allt það sem þeim dettur í hug.
Herdís Benediktsdóttir einn afmælisgestanna sagði að þeir sem veiktust af geðsjúkdómum væru með sömu fordóma og aðrir í kringum þá. Það tæki mjög langan tíma að vinna úr því. Félagsmenn væru því að undirbúa komandi kynslóðir og þau börn sem kynnu að verða geðveik undir framtíðina, svo að þeirra mold verði betri.
Já það er þetta með fordómanna, þeir eru ekki síður hjá þeim
sem geðsjúkir eru, um leið og þeir losa sig við fordómana
er leiðin greið, en ég veit að ekkert er svart og hvítt, svo
róum bara að því öllum árum að uppræta alla fordóma.
Ef þið ekki vitið það, þá skal ég segja ykkur að fordómar eru
það leiðinlegasta sem ég veit.
Gefum hvort öðru faðm og kærleika.
![]() |
Geðveikt far í bæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á maður ekki að vera í góðu skapi?
5.6.2009 | 08:54
Jú í góðu skapi, þýðir ekkert annað. Nú er verið að tala
um að lífeyrissjóðirnir taki eignir sínar heim, sem eru bara
litlir 473 miljarðar, verður manni ekki bara bumbult, ekki að
það sé ekki gott að við skulum eiga svona mikla peninga, en
það er verið að minka lífeyrisgreiðslur til fólks og fullt af fólki
sem hreinlega sveltir og þetta eru okkar peningar sem búið
er að ávaxta og eigum við þá ekki að njóta þeirra.
Jú segja þeir ef við styrkjum atvinnuvegina þá fær fólk vinnu,
gott og blessað styrkja Hvalfjarðargöng, Landsvirkjun,
hátæknisjúkrahús, fullt af fólki fær vinnu við þessar framkvæmdir,
og er það vel.
En fjandinn hafi það hvað á að gera í atvinnumálum
landsbyggðarinnar, ekki flytjum við öll á mölina og það vantar
vinnu fyrir fólkið úti á landi.
Svo er nú svo hlægilegt að lesa, haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttir
hún segir að vandi heimilanna sé ekki eins stór og á horfðist.
Hægan Jóhanna, þú veist bara ekkert um það getandi sagt svona
rugl, vandinn er stór fólk er að kikna undan þessum hækkunum
öllu.
Það er fullt af fólki sem er ennþá að standa í skilum, en það safnast
bara eitthvað upp annarsstaðar, eins og að kaupa nauðsynjavörur,
mat, lyf og eitt sem heitir að veita sér eitthvað, sko bara smá.
Ég þoli ekki þegar einhverjir ráðamenn láta svona út úr sér, verandi
í sínum flottu dressum og geta gert bara allt sem þeir vilja.
Hafið þið séð börn gráta að því að það eru ekki til peningar fyrir sumar
námskeiði, að því að þau eru svo dýr.
Skammist ykkar.
Má til með að nefna starfshópinn sem Jón Bjarnason setti á laggirnar
til að skilgreina álita-málin sem eru uppi um stjórn fiskveiða.
Örugglega hið besta mál, en er ekki löngu búið að þrefa um það og
ætti að vera komin lausn í því máli, og hvað skildi þessi starfshópur
svo kosta?
Svo er nú bara hlægilegt, þetta með ræfilinn í Landsbankanum
líklega hefur hann ekki verið kominn upp úr gömlu hjólförunum
og haldið að þetta mundi reddast.
Hneyksli í Tívolí, Mávur drapst við að fljúga á konu sko það var hún
sem var á 100 km hraða, en svona í alvöru þá er ekki gott við þessu
að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara yndislegt.
4.6.2009 | 20:26
Til hamingju allir saman með þessa flottu björgun, þið stóðuð
ykkur eins og hetjur og eigið hrós skilið.
Veit ég þó að þið segið: ,,Við vorum bara að vinna vinnuna okkar,"
en vitið þið gerðuð meira en það og svo hefur örugglega einhver
veitt ykkur kraft.
Það hefur ekki alltaf farið vel þarna í innsiglingunni, guð blessi þá
sem þar hafa farið.
Kveðja frá mér sem bjó í Sandgerði í 27 ár
Milla
![]() |
Auðvitað bregður manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er ekki allt í lagi með mig?
4.6.2009 | 15:27
Nei það getur ekki verið, það er svo mikið að gera suma
daga að maður gleymir að blogga, hvað segir þetta mér?
jú að ég sé ekki tölvufíkill og þurfi ekki í meðferð við því.
Gæti það verið kannski að það sé komin sumarleiði í bloggið
já það gæti svo meira en verið.
Í morgun þurfti ég að símast í TM vildi fá lægri tryggingar, maður
er búin að borga í þetta í áraraðir aldrei valdið tjóni 7,9,13........
svo mér fannst vera komin tími á ennþá lægri gjöld en ég er með,
ég vildi einnig lengja bílalánið mitt, nenni ekki að streðast við þetta
lengur, viti menn það er í athugun.
Nú svo þurfti ég að hringja út af sláttuvélinni sem er náttúrlega bara
ónýt, raðhúsalengjan á hana saman, en við fáum bara nýja vél.
Við erum í búseta-raðhúsi svo við eigum í sjóð fyrir þessu.
Um hádegið fórum við í búðina og get sagt ykkur að grænmetið má
taka allt og setja það á haugana, nema hið Íslenska sem eru tómatar,
gúrkur og paprikur.
Ætli þetta fari ekki að verða eins og eftir stríð, bara ekkert til, eins gott
eins og að henda þessu á haugana alla tíð, því ég get ekki ímyndað
mér að nokkur kaupi þennann viðbjóð.
Þeir mega líka alveg vita af þessu birgjarnir sem byrgja upp þessar búðir.
Fórum svo á tannlæknastofuna, hún var tilbúin með reikninginn, borgaði
smá inn á. Náttúrlega fórum við í Viðbót og versluðum svínahakk, rúllupylsu
hangirúllu og roste beef. þessi kjötvinnsla er alveg frábær ég hvet alla
Húsvíkinga til að versla þarna og svo að sjálfsögðu ferða menn einnig.
Jæja má ekki vera að þessu meir, er að fara að ná í skrifborðið sem ég
keypti í kynlegum kvistum um daginn á 500 kr.
Kannski finn ég eitthvað meir, hver veit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Saga dagsins.
3.6.2009 | 19:43
Fórum snemma á fætur því mér skyldist á mínum manni að taka
ætti til hendinni aftur í dag, það gekk heldur betur eftir.
Hann fór að ná í mold, Stjúpurnar voru settar niður í kerin mín,
kálið í beðið, búið var að hlaða hraun- hnullungum í beðið og svo
endaði ég á að setja bara niður nokkrar kartöflur, svona þar
sem ég kom þeim, það verður gaman að sjá hvað kemur upp af þeim.
kantað og lagað til að framanverðu og
stjúpur settar í blómaker þar.
Svo eru komnar nýjar öskutunnur þið vitið svona plastógeð og utan
um það á að koma einhver grind, bara ekki minn smekkur svona drasl
en þetta er víst svona í dag.
Ekki nóg með það, við eigum að fara að sortera ruslið eða sko allan
pappa og fernur sér, við þurfum að þvo þær vel að innan og pressa síðan
fara svo með þetta í gám, er allt er orðið yfirfullt að þessu ógeði hjá manni
Já og rúllurnar innan úr WC, eldhúsrúllunum, dagblöðin eiga einnig að
fara með pappanum en þurfum ekki að þvo þau.
Ég hringdi til að spyrja hvort við ættum ekki að setja gler og dósir sér,
nei þeir voru ekki komnir svo langt.
Mér finnst að það þurfi að koma sér ílát fyrir hvern flokk af rusli, það mun
aldrei ganga upp að fólk fari með þetta aukadrasl í einhver gám niður í bæ.
Annars voru vinkonur mínar hér í dag og var glatt á hjalla að vanda, ein úr
hópnum er að fara í axlaaðgerð á morgun svo hún er frá í nokkrar vikur, en
ætlar samt að koma til okkar, þó hún geri ekki neina handavinnu
Gísli minn rétt hafðist inn fyrir fréttir þá var maturinn tilbúinn, ég eldaði
þorsk með indversku kryddi og velti honum upp úr heilhveiti, mikinn lauk,
kartöflur, Kokteiltómata og mangó Chuthney sósu, bara gott.
Gísli minn er farinn að hrjóta í sófanum, það er ekki gott, en það er of snemmt
að fara að sofa strax svo ég leifi honum að dingla þarna með hausinn út á
hlið, svo góð stelling.
Held bara að ég sé hætt í kvöld og segi
góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Málbreyti-snillingar
3.6.2009 | 08:47
Erfiðleikarnir miklir
Það er alveg ljóst að erfiðleikarnir hjá ríki og sveitarfélögum eru meiri en menn bjuggust við, þannig að það þarf að taka enn fastar á ríkisfjármálunum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gærkvöldi.
Orðin eins og fyrirrennararnir sem sett var sem mest út á, og
mikil ósköp, réttilega var það gert, en ekki nauðsynlegt að verða
alveg eins og með sama talandann, en þau mega reina, það bara
hrífur ekki á okkur lengur.
Merkilegt, Jóhanna segir: ,,Meiri en menn bjuggust við, ekki meiri
en við bjuggust við:" Telur sig sem sagt eigi vera með í öllum málum
sem henni ber, að mínu mati að vera.
Niðurskurður hugsanlega enn meiri en talið var
Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta," segir Jóhanna.Vinnuhópar ríkisstjórnarinnar muni af auknum krafti fara yfir efnahags- og atvinnumálin, ríkisfjármálin og velferðarmálin. Þá erum við að tala um hverju á að hlífa í velferðarkerfinu og hverju þarf að fórna. Þetta er mjög erfitt, við erum að tala um mjög stórar stærðir og kannski verður þetta meira sem við þurfum að fara í niðurskurð á eða í tekjubreytingar og hagræðingu, þar sem staðan er jafnvel verri en menn héldu áður."
Hafið þið heyrt þessa setningu áður?
Ljóst er að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum?
Já ég heyrði þetta fyrir mörgum mánuðum. en ekki séð eða
orðið vör við þann hraða.
Alla vega hafa málin hjá mér ekkert breyst.
Hvern fjandann hafa þessir vinnuhópar verið að drollast síðan
þeir voru settir á laggirnar?
Eitt vissu allir hugsandi og sannsöglir menn að vandinn var
gríðarlega stór og fóru í aðhald með tilliti til þessa, það er
helber ósannsögli að segja að þetta hafi komið mönnum á óvart.
Ekkert sérstakt útspil af hendi ríkisstjórnar, það kemur ekki á óvart,
Þau hafa örugglega haldið að allt mundi reddast, bara rétt eins og
fyrirrennararnir, en auðvitað kom það ekki á daginn.
Fjandinn hafi það þeir sem ætla sér að vera heiðarlegir og vinna að
heill þessara þjóðar, farið að standa á ykkar ekki vera strengjabrúður
annarra, ekki setja niður fólkið í landinu, hafið það með, öðruvísi er ekki
hægt að vinna sig út úr þessu í sameiningu.
Þetta er mín skoðun.
![]() |
Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annasamur og flottur dagur.
2.6.2009 | 20:54
Áður en ég mætti í þjálfun og nudd kl 12.00, fórum við aðeins í
Bakaríið og komum við í Viðbót og fórum svo aðeins í Kaskó að
versla nú alsstaðar hittir maður fólk sem gaman er að tala við,
ekki fékk ég gulrætur, svo er þjálfun lauk fór minn í Samkaup til
að athuga með ræturnar, en engar voru þær til.
farið var með bílinn í smurningu, en gleymdi að segja að Gísli minn
hefði þvegið og pússað bílinn í morgun.
Datt í okkur að fara í Hveravelli til að kaupa blóm og svoleiðis, nú
við enduðum með því að kaupa, kryddjurtir nokkrar, Kínakál og
blaðsalat til að setja niður í beð, stjúpur í kerin og eina bleika nelliku
á borðið undir glugganum úti á palli, tómata og paprikur
kaffisopa er heim kom með hrökkbrauði.
Allt í einu rauk Gísli upp og fór í drullugallann, hvað nú! jú best að
ljúka því af að ná í hraunsteina þá get ég klárað beðið.
Ég náði honum inn 18.30 þá var hann orðin svolítið uppgefin, þó hann
mundi nú aldrei viðurkenna það.
Það var pulsupartý í bekknum hennar Viktoríu Ósk og fóru þau öll
þangað, en ég hringdi nú samt og bauð í súpu, Ingimar og
Aþena Marey komuhún fékk að fara út að labba með Neró, en fyrst
varð hún að vökva nýu blómin hennar ömmu og skúra pallinn,
mikil búkona þar á ferð, eins gott að það haldist.
Sem sagt flottur dagur að kveldi kominn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)