Myndablogg.
7.6.2009 | 09:05
Þessi sjón blasir við mér á hverjum morgni er ég borða
morgunmatinn, oft eru skógarþrestir líka, en ekki með lóunni
hún er svolítið frek á hlutann sinn, en þær virðast ætla sér vissan
part af garðinum. Endurnar koma einnig til að fá sitt brauð
bara síðar að morgninum.
Má til að sýna ykkur nýja borðið mitt sem er gamalt ritvélaborð,
vita ekki allir hvað það er? flott að hafa þetta fyrir Litla ljósið til
að lita við er tölvan er í notkun, en það er hún alltaf, en okkur
Aþenu Marey líður afar vel saman.
Er þetta ekki bara notalegt hjá mér? Í þessum stól sem áður var
bara þarna í horninu, sitjum við oft og lesum þá er annað-hvort
okkar í tölvunni.
Þetta er svo meiri heildarmynd á litlu holunni okkar, sem oft er
kölluð tölvuverið. Það er mjög góður andi í þessu herbergi.
Þetta er gamalt skrifborð, sem skátarnir á Ísafirði áttu það var á
leiðinni á haugana er dóttir Gísla leit það augum og hugsaði til mín
mig vantaði svo eitthvað fyrir saumavélina, núna er hún bara sett
þarna þegar við þurfum að nota hana.
Milla mín tók það og málaði, ekki var hægt að gera það upp, orðið
of slitið.
Mér fannst það passa svo vel í milliganginum, og svo fylgir því bara
skátahugur, sem ætíð er góður.
Faðmlag inn í daginn ykkar
Milla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Kvöldsaga.
6.6.2009 | 22:03
Dagur að kveldi kominn og góður hefur hann verið, við
fengum okkur hádegissnarl um 12 leitið og ég skreið í
tölvuna heyrði svo allt í einu miklar hrotur, hann var
sofnaður í stofusófanum hann Gísli minn svo þreyttur
eftir vikuna.
Er hann vaknaði sko þá var klukkan orðin 15.30 og tími
kominn á kaffibolla, en síðan fórum við í að færa
bókaskápinn í tölvuherberginu svo nýja flotta borðið
sem ég keypti á 500 krónur já ég sagði 500 hundruð.
Komst að því að þetta er gamalt ritvélaborð, sko bara
frábært og fer vel hérna inni.
Var í morgun búin að laga Ítalíanó kjötbolludeig og það
þarf að bíða í nokkra tíma áður en maður steikir bollurnar
gerði það og þær eru komnar í frysti, mjög gott að eiga
tilbúnar að grípa til.
Bjó síðan til ferskt salat til að fara með til Millu og Ingimars
þau buðu okkur í grill, æðislegt að vanda.
Var ég búin að segja ykkur brandarann með dúkinn á borðinu
á pallinum, sko það var þannig í haust að Gísli tók dúkinn og
þvoði gekk frá dingludótinu sem þyngir hann, setti dúkinn
þar sem hann ekki fann hann aftur, hann er margbúinn að
leita, svo í kvöld tók hann sig til og fór í alla skápa, mögulega
og ómögulega allt kom fyrir ekki, enginn dúkur.
Kom hann ekki hérna inn og leit upp í skápinn sem jólaskrautið er
geymt og já já þar var dúkurinn og hló að honum, allavega þá er
hægt að setja dúkinn á borðið á morgunn.
Faðmlag til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú finn ég til.
6.6.2009 | 08:01


Lögregla stöðvar móður sem reynir að komast á slysstaðinn í Hermosillo Reuters
// Erlent | mbl.is | 6.6.2009 | 07:11Tugir barna létust í eldsvoða
Að minnsta kosti 29 börn létu lífið í eldsvoða á ABC dagvistarheimilinu í Hermosillo í Sonora héraði í norðvesturhluta Mexíkó í morgun. Óttast er að fleiri börn muni látast af sárum sínum eða finnast í rústum hússins en tugir barna voru flutt á sjúkrahús eftir brunann. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Þetta eru afar sorglegar fréttir 0g varla hægt að hugsa þetta
til enda, við höfum séð afleiðingar þær sem bruni hefur á fólk
náttúrlega eftir því hversu mikill bruninn er á líkamanum, en
hugsið ykkur bara, þau sem lifa af hvað þau eiga eftir að líða
mikið, fyrst líkamlega og svo bætist við sálarlega.
Börnin eru á aldrinum 6 mánaða til 5 ára.


Ættingjar barnanna bíða frétta við bráðamóttöku sjæukrahúss í Hermosillo Reuters
Talið er að eldurinn hafi kviknað í dekkjaverkstæði sem var í tengibyggingu við hlið heimilisins en þar var mikið af eldfimum efnum.
Við eigum gott hér á Íslandi ekki er þörf á að byggja
barnaheimili við hliðina á dekkjaverkstæði, en fátæktin er
trúlega svo mikil þarna að eigi verður á annað kosið en að
taka því húsnæði sem býðst.
Kannski finnst þetta ekkert athugavert þarna úti, hvað
vitum við svo sem um það.
Það er trúlega einnig talið eðlileg að 176 börn séu á eina
og sama dag heimilinu, en okkur mundi eigi finnast það.
Felipe Calderon, forseti landsins, hefur lýst yfir djúpum harmi vegna atburðarins en dagvistarheimilið var rekið af félagsmálayfirvöldum í landinu.
Guð veri með þessum elsku börnum og foreldrum þeirra.
![]() |
Börn létust í eldsvoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábært og til hamingju með daginn.
5.6.2009 | 18:05
Hópur afmælisgesta gekk hrópandi og kallandi um miðbæinn laust eftir hádegið og ýtti á undan sér sjúkrarúmi. Þórgnýr Thoroddsen sem lá í rúminu lét sér vel líka en hann sagðist hvort sem er vera á leiðinni niður í bæ. Afmælisgestirnir voru að halda upp á afmæli Hugarafls, félags notenda geðheilbrigðisþjónustu og vekja athygli í leiðinni á fordómum í samfélaginu.
Þið eruð frábær og eins og þið vitið þá segjum við á hverjum
degi: "Ég er frábær"
Til hamingju öll sem notið þessa þjónustu og vona ég að sem
flestir séu í góðum bata eða á leiðinni í hann.
Hugarafl er alveg yndislegt aðsetur fyrir alla þá sem viljavera með.
Vona ég að ráðamenn fari nú að skilja að það þarf meira fjármagn
til að geta annað þeim sem þurfa og vilja koma og fá aðhlynningu,
kærleika og samveru eða bara allt það sem þeim dettur í hug.
Herdís Benediktsdóttir einn afmælisgestanna sagði að þeir sem veiktust af geðsjúkdómum væru með sömu fordóma og aðrir í kringum þá. Það tæki mjög langan tíma að vinna úr því. Félagsmenn væru því að undirbúa komandi kynslóðir og þau börn sem kynnu að verða geðveik undir framtíðina, svo að þeirra mold verði betri.
Já það er þetta með fordómanna, þeir eru ekki síður hjá þeim
sem geðsjúkir eru, um leið og þeir losa sig við fordómana
er leiðin greið, en ég veit að ekkert er svart og hvítt, svo
róum bara að því öllum árum að uppræta alla fordóma.
Ef þið ekki vitið það, þá skal ég segja ykkur að fordómar eru
það leiðinlegasta sem ég veit.
Gefum hvort öðru faðm og kærleika.
![]() |
Geðveikt far í bæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á maður ekki að vera í góðu skapi?
5.6.2009 | 08:54
Jú í góðu skapi, þýðir ekkert annað. Nú er verið að tala
um að lífeyrissjóðirnir taki eignir sínar heim, sem eru bara
litlir 473 miljarðar, verður manni ekki bara bumbult, ekki að
það sé ekki gott að við skulum eiga svona mikla peninga, en
það er verið að minka lífeyrisgreiðslur til fólks og fullt af fólki
sem hreinlega sveltir og þetta eru okkar peningar sem búið
er að ávaxta og eigum við þá ekki að njóta þeirra.
Jú segja þeir ef við styrkjum atvinnuvegina þá fær fólk vinnu,
gott og blessað styrkja Hvalfjarðargöng, Landsvirkjun,
hátæknisjúkrahús, fullt af fólki fær vinnu við þessar framkvæmdir,
og er það vel.
En fjandinn hafi það hvað á að gera í atvinnumálum
landsbyggðarinnar, ekki flytjum við öll á mölina og það vantar
vinnu fyrir fólkið úti á landi.
Svo er nú svo hlægilegt að lesa, haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttir
hún segir að vandi heimilanna sé ekki eins stór og á horfðist.
Hægan Jóhanna, þú veist bara ekkert um það getandi sagt svona
rugl, vandinn er stór fólk er að kikna undan þessum hækkunum
öllu.
Það er fullt af fólki sem er ennþá að standa í skilum, en það safnast
bara eitthvað upp annarsstaðar, eins og að kaupa nauðsynjavörur,
mat, lyf og eitt sem heitir að veita sér eitthvað, sko bara smá.
Ég þoli ekki þegar einhverjir ráðamenn láta svona út úr sér, verandi
í sínum flottu dressum og geta gert bara allt sem þeir vilja.
Hafið þið séð börn gráta að því að það eru ekki til peningar fyrir sumar
námskeiði, að því að þau eru svo dýr.
Skammist ykkar.
Má til með að nefna starfshópinn sem Jón Bjarnason setti á laggirnar
til að skilgreina álita-málin sem eru uppi um stjórn fiskveiða.
Örugglega hið besta mál, en er ekki löngu búið að þrefa um það og
ætti að vera komin lausn í því máli, og hvað skildi þessi starfshópur
svo kosta?
Svo er nú bara hlægilegt, þetta með ræfilinn í Landsbankanum
líklega hefur hann ekki verið kominn upp úr gömlu hjólförunum
og haldið að þetta mundi reddast.
Hneyksli í Tívolí, Mávur drapst við að fljúga á konu sko það var hún
sem var á 100 km hraða, en svona í alvöru þá er ekki gott við þessu
að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara yndislegt.
4.6.2009 | 20:26
Til hamingju allir saman með þessa flottu björgun, þið stóðuð
ykkur eins og hetjur og eigið hrós skilið.
Veit ég þó að þið segið: ,,Við vorum bara að vinna vinnuna okkar,"
en vitið þið gerðuð meira en það og svo hefur örugglega einhver
veitt ykkur kraft.
Það hefur ekki alltaf farið vel þarna í innsiglingunni, guð blessi þá
sem þar hafa farið.
Kveðja frá mér sem bjó í Sandgerði í 27 ár
Milla
![]() |
Auðvitað bregður manni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er ekki allt í lagi með mig?
4.6.2009 | 15:27
Nei það getur ekki verið, það er svo mikið að gera suma
daga að maður gleymir að blogga, hvað segir þetta mér?
jú að ég sé ekki tölvufíkill og þurfi ekki í meðferð við því.
Gæti það verið kannski að það sé komin sumarleiði í bloggið
já það gæti svo meira en verið.
Í morgun þurfti ég að símast í TM vildi fá lægri tryggingar, maður
er búin að borga í þetta í áraraðir aldrei valdið tjóni 7,9,13........
svo mér fannst vera komin tími á ennþá lægri gjöld en ég er með,
ég vildi einnig lengja bílalánið mitt, nenni ekki að streðast við þetta
lengur, viti menn það er í athugun.
Nú svo þurfti ég að hringja út af sláttuvélinni sem er náttúrlega bara
ónýt, raðhúsalengjan á hana saman, en við fáum bara nýja vél.
Við erum í búseta-raðhúsi svo við eigum í sjóð fyrir þessu.
Um hádegið fórum við í búðina og get sagt ykkur að grænmetið má
taka allt og setja það á haugana, nema hið Íslenska sem eru tómatar,
gúrkur og paprikur.
Ætli þetta fari ekki að verða eins og eftir stríð, bara ekkert til, eins gott
eins og að henda þessu á haugana alla tíð, því ég get ekki ímyndað
mér að nokkur kaupi þennann viðbjóð.
Þeir mega líka alveg vita af þessu birgjarnir sem byrgja upp þessar búðir.
Fórum svo á tannlæknastofuna, hún var tilbúin með reikninginn, borgaði
smá inn á. Náttúrlega fórum við í Viðbót og versluðum svínahakk, rúllupylsu
hangirúllu og roste beef. þessi kjötvinnsla er alveg frábær ég hvet alla
Húsvíkinga til að versla þarna og svo að sjálfsögðu ferða menn einnig.
Jæja má ekki vera að þessu meir, er að fara að ná í skrifborðið sem ég
keypti í kynlegum kvistum um daginn á 500 kr.
Kannski finn ég eitthvað meir, hver veit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Saga dagsins.
3.6.2009 | 19:43
Fórum snemma á fætur því mér skyldist á mínum manni að taka
ætti til hendinni aftur í dag, það gekk heldur betur eftir.
Hann fór að ná í mold, Stjúpurnar voru settar niður í kerin mín,
kálið í beðið, búið var að hlaða hraun- hnullungum í beðið og svo
endaði ég á að setja bara niður nokkrar kartöflur, svona þar
sem ég kom þeim, það verður gaman að sjá hvað kemur upp af þeim.
kantað og lagað til að framanverðu og
stjúpur settar í blómaker þar.
Svo eru komnar nýjar öskutunnur þið vitið svona plastógeð og utan
um það á að koma einhver grind, bara ekki minn smekkur svona drasl
en þetta er víst svona í dag.
Ekki nóg með það, við eigum að fara að sortera ruslið eða sko allan
pappa og fernur sér, við þurfum að þvo þær vel að innan og pressa síðan
fara svo með þetta í gám, er allt er orðið yfirfullt að þessu ógeði hjá manni
Já og rúllurnar innan úr WC, eldhúsrúllunum, dagblöðin eiga einnig að
fara með pappanum en þurfum ekki að þvo þau.
Ég hringdi til að spyrja hvort við ættum ekki að setja gler og dósir sér,
nei þeir voru ekki komnir svo langt.
Mér finnst að það þurfi að koma sér ílát fyrir hvern flokk af rusli, það mun
aldrei ganga upp að fólk fari með þetta aukadrasl í einhver gám niður í bæ.
Annars voru vinkonur mínar hér í dag og var glatt á hjalla að vanda, ein úr
hópnum er að fara í axlaaðgerð á morgun svo hún er frá í nokkrar vikur, en
ætlar samt að koma til okkar, þó hún geri ekki neina handavinnu
Gísli minn rétt hafðist inn fyrir fréttir þá var maturinn tilbúinn, ég eldaði
þorsk með indversku kryddi og velti honum upp úr heilhveiti, mikinn lauk,
kartöflur, Kokteiltómata og mangó Chuthney sósu, bara gott.
Gísli minn er farinn að hrjóta í sófanum, það er ekki gott, en það er of snemmt
að fara að sofa strax svo ég leifi honum að dingla þarna með hausinn út á
hlið, svo góð stelling.
Held bara að ég sé hætt í kvöld og segi
góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Málbreyti-snillingar
3.6.2009 | 08:47
Erfiðleikarnir miklir
Það er alveg ljóst að erfiðleikarnir hjá ríki og sveitarfélögum eru meiri en menn bjuggust við, þannig að það þarf að taka enn fastar á ríkisfjármálunum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gærkvöldi.
Orðin eins og fyrirrennararnir sem sett var sem mest út á, og
mikil ósköp, réttilega var það gert, en ekki nauðsynlegt að verða
alveg eins og með sama talandann, en þau mega reina, það bara
hrífur ekki á okkur lengur.
Merkilegt, Jóhanna segir: ,,Meiri en menn bjuggust við, ekki meiri
en við bjuggust við:" Telur sig sem sagt eigi vera með í öllum málum
sem henni ber, að mínu mati að vera.
Niðurskurður hugsanlega enn meiri en talið var
Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta," segir Jóhanna.Vinnuhópar ríkisstjórnarinnar muni af auknum krafti fara yfir efnahags- og atvinnumálin, ríkisfjármálin og velferðarmálin. Þá erum við að tala um hverju á að hlífa í velferðarkerfinu og hverju þarf að fórna. Þetta er mjög erfitt, við erum að tala um mjög stórar stærðir og kannski verður þetta meira sem við þurfum að fara í niðurskurð á eða í tekjubreytingar og hagræðingu, þar sem staðan er jafnvel verri en menn héldu áður."
Hafið þið heyrt þessa setningu áður?
Ljóst er að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum?
Já ég heyrði þetta fyrir mörgum mánuðum. en ekki séð eða
orðið vör við þann hraða.
Alla vega hafa málin hjá mér ekkert breyst.
Hvern fjandann hafa þessir vinnuhópar verið að drollast síðan
þeir voru settir á laggirnar?
Eitt vissu allir hugsandi og sannsöglir menn að vandinn var
gríðarlega stór og fóru í aðhald með tilliti til þessa, það er
helber ósannsögli að segja að þetta hafi komið mönnum á óvart.
Ekkert sérstakt útspil af hendi ríkisstjórnar, það kemur ekki á óvart,
Þau hafa örugglega haldið að allt mundi reddast, bara rétt eins og
fyrirrennararnir, en auðvitað kom það ekki á daginn.
Fjandinn hafi það þeir sem ætla sér að vera heiðarlegir og vinna að
heill þessara þjóðar, farið að standa á ykkar ekki vera strengjabrúður
annarra, ekki setja niður fólkið í landinu, hafið það með, öðruvísi er ekki
hægt að vinna sig út úr þessu í sameiningu.
Þetta er mín skoðun.
![]() |
Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annasamur og flottur dagur.
2.6.2009 | 20:54
Áður en ég mætti í þjálfun og nudd kl 12.00, fórum við aðeins í
Bakaríið og komum við í Viðbót og fórum svo aðeins í Kaskó að
versla nú alsstaðar hittir maður fólk sem gaman er að tala við,
ekki fékk ég gulrætur, svo er þjálfun lauk fór minn í Samkaup til
að athuga með ræturnar, en engar voru þær til.
farið var með bílinn í smurningu, en gleymdi að segja að Gísli minn
hefði þvegið og pússað bílinn í morgun.
Datt í okkur að fara í Hveravelli til að kaupa blóm og svoleiðis, nú
við enduðum með því að kaupa, kryddjurtir nokkrar, Kínakál og
blaðsalat til að setja niður í beð, stjúpur í kerin og eina bleika nelliku
á borðið undir glugganum úti á palli, tómata og paprikur
kaffisopa er heim kom með hrökkbrauði.
Allt í einu rauk Gísli upp og fór í drullugallann, hvað nú! jú best að
ljúka því af að ná í hraunsteina þá get ég klárað beðið.
Ég náði honum inn 18.30 þá var hann orðin svolítið uppgefin, þó hann
mundi nú aldrei viðurkenna það.
Það var pulsupartý í bekknum hennar Viktoríu Ósk og fóru þau öll
þangað, en ég hringdi nú samt og bauð í súpu, Ingimar og
Aþena Marey komuhún fékk að fara út að labba með Neró, en fyrst
varð hún að vökva nýu blómin hennar ömmu og skúra pallinn,
mikil búkona þar á ferð, eins gott að það haldist.
Sem sagt flottur dagur að kveldi kominn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðin alsráðandi.
2.6.2009 | 08:28
Kátu kúnum á Laxamýri hleypt út í sólina
Í sveitum landsins er tilhlökkunarefni að setja kýrnar út á vorin enda hefur útivist ómetanlegt gildi fyrir skepnurnar sem þrá sólina, rétt eins og mannfólkið. Þá skiptir ekki síður máli að þegar kýrnar komast í nýsprottið grængresi eykst nyt þeirra stórum. Á Laxamýri í Aðaldal var kúnum hleypt út í gærmorgun eftir vetrarlanga stöðu í fjósinu og létu þær gleði sína í ljós með því að spretta úr spori, skjóta upp rassi og veifa hala.
Gaman, nú fer maður að sjá beljur á beit út um allt, ég er nú
svo lánsöm að búa á þessu svæði og vitið ég verð nú að segja:
,,Ætíð verð ég jafn undrandi, er við erum að fara eitthvað, til dæmis
fram í Lauga, að kaupa grænmeti á Hveravöllum, til Akureyrar eða í
skemmtiferð hérna um sýsluna, á fegurð þessa landssvæðis og ávalt
sér maður eitthvað nýtt til að dáðst að."
Það er eins er maður fer suður þá blasir fegurðin við alsstaðar og eitt
hefur árferðið fært okkur og það er að við njótum frekar þess að ferðast
um á þessu fagra landi okkar.
Það er nefnilega engin skömm að því.
Eigið góðan dag í dag.
![]() |
Kátu kúnum á Laxamýri hleypt út í sólina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2,1 mín á hverja fullnægingu
1.6.2009 | 08:48
Ég meina, en auðvitað var þetta mót og fólk var í kappi
til að vinna titil, sko en 2.1 mín á hverja fullnægingu, já
stutt og laggot hefur það verið, en ekki hefur verið notað
létt og laggott svo mikið er víst, þætti gaman að fá svona
rétt í forvitnisskyni nafnið á kreminu sem hún notaði
hlýtur að hafa verið afar örvandi.
Svona fyrir mitt leiti þá finnast mér fullnægingar sem eru
lengi að koma, ná svo hámarki og eftir það vill ég fá að
njóta sælunnar er hún lognast út, síðan má huga að næstu
ekki meira um það, en þetta var víst bara keppni.
Er selt inn, ef svo er, þá er þetta náttúrlega bara pornó
undir yfirskyni fjáröflunar til forvarna, hálf asnalegt.
Eigið góðan dag
faðm á alla
Milla.
![]() |
222 sinnum á átta tímum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Mannætur í Kaupmannahöfn, Dyrhólagatið og Björn ráðherra.
31.5.2009 | 18:52
Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar og síðar ráðherra, var stundum
seinheppinn í fréttamennsku sinni. Vorið 1895 snaraði hann á
Íslensku frétt úr Politiken um að þrír svertingjar hefðu étið upp
til agna frægan danskan leikstjóra að nafni Scheel-Wandel.
Fyrir þetta var hann hæddur en aldrei tók hann fréttina til baka
en stóð á því fastar en fótunum að víst hefðu mannæturnar étið
aumingja manninn-sem var fjarri öllum sanni.
Í annað sinn birti Björn mynd í Sunnanfara sem hann sagði af
Dyrhólaey en var í raun af gatkletti vestur á Arnarstapa.
Þegar honum var bent á mistökin neitaði hann að viðurkenna
þau en fullyrti eftir sem áður að myndin væri af Dyrhólaey og
leiddi fyrir því vitni.
Loks gugnaði Björn þó á því að halda þessu til streitu en lengi
á eftir var hann kallaður ,, Dyrhólagatistinn" og tók hann það
nærri sér.
****************************
Klárum nú að segja frá listfengi sem talin var, en sumir vildu
kalla orðaslys Páls Zópóníassonar.
,,Skýrslurnar undan þessu nauti sýna að mjólkin hefur vaxið
og sömu skýrslur undan sama nauti sýna líka að
fitan hefur vaxið."
,, Ég ráðlegg ykkur eindregið, bændur góðir, að láta ekki lifa undan
Þeim ám sem drápu undan sér í vor."
,, Ef fjárpest kemur upp er skylt að tilkynna það öllum nærliggjandi
sýslumönnum í sveitum í kringum landið."
******************************
Páll fór einhverju sinni á hesti yfir Austurá í Miðfirði. Áin var í miklum
vexti og kemur hann blautur og hrakinn að næsta bæ. Húsfreyjan
þar, Ásta að nafni, stendur úti á hlaði og spyr um leið og hann hefur
stigið af baki:
,, Var áin djúp?"
Páll svaraði:
,, Sæl vertu Ásta, milli hnés og kviðar."
Páll ræddi eitt sinn um það við félaga sína hvað væri besta spilið.
Eftir nokkrar umræður kvað hann upp úr með það, að bridge hlyti
þá einkunn og bætti síðan við:
,, Ég spilaði það í 16 kvöld á hálfum mánuði í fyrra."
Þetta er tekið úr bókinni Heimskupör og Trúgirni. Jón Hjaltason.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvöldsaga.
30.5.2009 | 20:42
Páll Zóphoníasson
Páll var þingmaður 1939 til 1959, búfræðingur að mennt og
um tíma búnaðarmálastjóri. Það var Páli að listgrein sem
aðrir kölluðu orðaslys og skömmuðust sín fyrir.
Lítum á fáein dæmi um listfengi Páls:
,,Það dregur úr vexti lambanna að slátra þeim of ungum."
,, Bændur hafa bætt kyn sitt í seinni tíð."
,,Það eru tvær dulbúnar þungamiðjur í þessu máli."
,,Menn eru ekki búnir að súpa úr nálinni með þetta mál."
,, Bændur ættu að þekkja ærnar sínar eins og konurnar sínar."
,,Duglegum bændum ætti ekki að vera ofraun að gera ærnar sínar
Tví og þrílembar."
Og í ræðu á Alþingi sagði Páll eitt sinn að umrædd tillaga hefði
Komið ,,... eins og þjófur úr heiðskýru lofti."
Þetta voru fáein dæmi um listfengi Páls.
Jæja eins og ég sagði frá í morgun á facebokk þá svaf ég til níu,
það er ekki minn still, en er maður er farin að vaka fram að
miðnætti öll kvöld þá kemur að því að maður þarf hvíld.
Var að drollast, hringdi síminn það var Dóra mín sem vildi
koma til að versla, Gísli fór náttúrlega um leið af stað, ÆI
honum finnst svo gott að fá eitthvað að gera.
Ég spjallaði við vinkonu smá tíma fór síðan í sjæningu, þau
komu og við auðvitað í búðir, mæðgur að vanda.
Fórum í Kynlega kvisti og viti menn sá eitt skrifborð á 500 kr
og keypti það á staðnum, sko gripið og greitt þurfti ekki vísa rað
fæ það heim eftir helgi, geri aðrir betur.
Er heim kom hringdi Dóra í Ingimar mág sinn, bauð honum með
ljósin mín til nónverðar hjá mér, sátum við nokkuð lengi að vanda
yfir því.
Ingimar þurfti svo að fara að versla, Milla var nefnilega að vinna.
Gísli ók Dóru heim, ég moppaði yfir öll gólf á meðan, hef nú ekki
getað það í marga mánuði, en þetta er allt að koma ég trúi því.
Við gamla settið borðuðum síðan afganga frá í gær mjög gott.
Nú bið ég um að ekki verði miklir jarðskjálftar fyrir sunnan og
ekkert slæmt gerist, en maður veit aldrei.
Góða nótt kæru vinir munið að vera góð við hvort annað.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég var að hugsa,yfir morgunmatnum.
30.5.2009 | 09:40
Fyrsta stóra útileguhelgin, fór að rifja upp er maður fór með
fjölskylduna og vini í útilegu sko fyrir margt löngu.
Farið var að Laugarvatni, Þjórsárdal og oft ver tjaldað á
leiðinni norður er maður fór þangað, en mikið þoldi ég ekki
þessar ferðir, hokrast í tjaldi engin aðstaða neisstaðar, flest
kom í hlut konurnar, karlarnir voru jú í glasi, eða réttara sagt
flöskum.
Í dag er allt orðið svo dýrt bensínið bæði á menn og bíla komið
upp úr öllu valdi, þannig að farið verður í styttri ferðir í ár,sem
sagt í Þeir staðir sem verða fyrir áganginum eru bara rétt fyrir
utan bæinn, svo fremi að það megi tjalda þar.
Lítið verður hægt að fara í sund, því fimm manna fjölskylda þarf
að borga 2.500 krónur í sund, það er of mikið fyrir fólk að borga
allavega þá sem eru lágt launaðir.
Nú svo er það bruggið, auðvitað verður það í hávegum haft og
menn fara að metast hver hafi nú besta spírann.
Oft blanda menn ekki niður spírann svo hann er kannski 90%
það er frekar ógeðfellt að drekka það af stút er karlarnir fara að
bjóða hvor öðrum.
Ofbeldið mun aukast fólk er reitt og er það er komið í glas/flösku
þá gerist eitthvað sem engin skilur, en all margir hafa lent í.
Fjandinn hafi það, ég er reið, það átti að gera eitthvað fyrir fólkið í
landinu, ég sé bara hækkanir ofan á hækkanir og er ekki farin að
sjá að við getum lifað mannsæmandi lífi, þá er ég ekki að tala
um neinn lúxus.
En þrátt fyrir allt þá eigið góðan dag í dag.
Faðmlag til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Viðurstyggilegur glæpur.
29.5.2009 | 08:43
Viðurstyggilegur er kannski vægt til orða tekið, Þessi glæpamaður
er búin að koma víða við eins og þeir allir sem viðhafa slíkt, margar
sálir eru í sárum og hafa ekki þorað að koma fram til að segja frá
eða að engin hlustaði, kannski var bara sagt, hættu þessu rugli
stelpa er reynt var að segja frá.
8 ár er ekki þungur dómur, mætti vera þyngri að mínu mati, en er
samt í áttina að því sem svona dómar eiga að hljóða upp á.
Það skal hugað að því að sálarmorð eru þeir búnir að fremja allir
þeir menn sem viðhafa slíkan viðbjóð.
Svo ber að hugsa til mæðra þessara stúlkna, oft á tíðum eru þær
brotnar sálir, en stundum lifa þær bara eðlilegu lífi og vita ekki neitt
þar til bomban springur, aðrar eru þær sem aldrei neinu trúa og
afneita sinni dóttur fyrir krippildið sem þær búa með.
það er fyrst núna, fyrir stuttu á Íslandi sem það fór að viðurkennast
að eitthvað væri nú athugavert við svona samskipti, þá meina ég að
næstum aldrei hefur tillíðanleg virðing verið borin fyrir börnum
vorum og lítið hlustað á þau.
Kirkjan hefur ekki verið besta fordæmið, þar sem hún hefur þaggað
niður mál af þessu tagi, svo mikil skömm er að.
Vonandi taka þeir upp breytt viðhorf.
Ég spyr sjálfið mitt, er kirkjan svona forpokuð, eins og var á öldum
áður, að það teljist réttmætt að prestar geti sængað með konum að
eigin geðþótta, (Lesið Gamlar sögur og bækur) eða er þetta í dag
bara talin svo mikil skömm að það verði að þagga niður málin.
Og haldið svo bara áfram prestar góðir.
Vona að allir eigi góðan dag í dag.
Milla.
![]() |
8 ár fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kvöldsaga.
28.5.2009 | 22:59
Var að lesa færsluna hjá bloggvinkonu minni í þriðja
sinn áðan, hún er yndislega vel gerð þessi kona, hún
Birna Dís skralli.blog.is
Við höfum öll gott að því að lesa um sannleikann í
lífi fólks.
Það er eins og færslan hennar Lilju Guðrúnar lillagud.blog.is
endilega lesið hana, frábærilega vel orðuð.
Jæja ferðin til Akureyrar gekk vel og bara gaman að skreppa
og fara á kaffihús og hitta vini.
Englarnir mínir voru að fá sér tattú og auðvitað fengu þær
sér Japanska blómið Sakura, það er afar fallegt.
Komum seint heim fengum okkur snarl að borða, Ingimar og
Viktoría Ósk komu í heimsókn, umræðan snerist um pólitík,
Hvað annað þegar allt er að hækka og er það víst nauðsynlegt
til að bjarga öllu frá falli, líka okkur, nenni ekki að tala um þetta
ég fer í vont skap.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Daglegt brauð með misjöfnu áleggi.
28.5.2009 | 13:51
Skyldu þessir fjandans nauðgarar vera þeir sem ekki fá
nóg heima hjá sér, eða er þetta sér-þjóðflokkur.
Þeir stunda þá örugglega ekki vændiskonur
Hvað er að þessum mönnum, og hvað hafa þeir út úr
þessu, Ja spyr sá sem ekki veit, en veit það eitt að
algjör viðbjóður er þetta og ekkert annað.
Og svo er annað, konur hættið að láta einhverja ógeðslega
karla aka ykkur heim, hvað sjáið þið við þá eiginlega, þeir
eru ekki þess verðir að líta í áttina til hvað þá annað.
Hamingjan fæst ekki með víndrykkju.
Farin á Eyrina, sko ekki eyrina í Reykjavík, það var talað um
að vinna á eyrinni í gamla daga er menn unnu við höfnina.
Fyrir þá sem ekki vita þá segjum við á Húsavík að við séum að
fara á eyrina er við höldum til Akureyrar.
Sjáumst í kvöld.
![]() |
Leitað vegna nauðgunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað heita þau svo daginn eftir?
28.5.2009 | 08:39
Ég meina daginn eftir endanlegan úrskurð gjaldþrots, eða
hvað þetta er nefnt.
Veit dæmi þess að eitt slíkt hélt bara áfram að vinna eins
og ekkert væri, á nýrri kennitölu og engar skuldir, að sjálfsögðu
fóru þær með gömlu kennitölunni, tæki og tól voru leigð af ríkinu.
Alltaf hef ég verið hlynnt smáum fyrirtækjum, þau hafa gert tilboð
í stór verk þá með það fyrir augum að fá til sín undirverktaka til
aðstoðar, sum þessara fyrirtækja eru vel rekin og standa af sér
erfiðleika, en þeim er einnig treyst.
Þeirra yfirbygging er engin.
Stóru fyrirtækin þurfa einnig að vera til, þessi með stóru tækin,
miklu yfirbygginguna, flottu bílana og bara allt sem hugurinn
girnist, enda er þeim hampað mest í þeirri kreppu sem um
er talað í dag og er að sjálfsögðu.
Svo eru það þau fyrirtæki sem litla sem enga fyrirgreiðslu fá
sökum þess að það er ekki hægt að treysta þeim, þau hafa
engan fjárhagslegan bakhjarl til tryggingar því sem þeir eru
að ger, svo þau rúlla bara fyrst yfir, er það ekki annars?
Það er nefnilega meinið hér á Íslandi, það er horft fram hjá
tryggingunum sem þurfa að vera er fyrirtæki er stofnað, bara
eins og var með bankana, er þeir stækkuðu þá gleymdist að
auka tryggingarféð það sem þeir þurftu að hafa á bak við sig.
Uss! þetta er nú meiri rúllugardínan hjá mér, en eigið góðan dag
Og ég sendi öllum stórann faðm
Milla
![]() |
85 fyrirtæki í þrot í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg rosalega mikil þörf.
27.5.2009 | 09:17


Glæsileg borg Kaupmannahöfn, og bara allt hægt að
fá sem hugurinn girnist.
Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn
Mikil viðskipti hafa verið hjá vændiskonum í Kaupmannahöfn í
Danmörku undanfarna daga en þar hefur staðið yfir alþjóðleg
ráðstefna um loftslagsmál.
Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Við höfum haft rosalega mikið að gera. Stjórnmálamenn hafa
jú þörf fyrir að slappa af eftir langan dag,
" segir vændiskonan 'Miss Dina"
Getur það verið að þeir þurfi að slappa af ræflarnir, en eftir
hvaða erfiði, ég bara spyr, sitjandi á ráðstefnu talandi um
loftslagsmál, borðandi góðan mat og þessir asnar þurfa að
slappa af, en er ekki bara gott að gera það með góðri bók
eða sjónvarpsglápi.
.Samkvæmt könnun sem fréttablaðið 3F hefur gert meðal
fylgdar- og vændiskvenna kefur verið óvenjumikið að gera
undanfarna daga.Þegar margir karlar eru samankomnir á
einum stað þýðir það aukningu í eftirsókn eftir vændiskonum.
Það er sko satt að þar sem karlrembusvín eru samankomin
þurfa þeir að riðlast á öðrum konum en sínum eigin, gætu
þetta verið hópáhrif, nei bara skondið eins og með beljurnar
er ein pissar þá pissa allar, en þeir eru auðvitað ekki beljur.
Mér þykir það með eindæmum virðingarlaust, það að menn
skuli gera þetta, verandi í opinberum erindum á kostnað síns
ríkis og það eru skattgreiðendur sem borga.
Emilie Turunen Dönsk stjórnmálakona, vill að settar verði reglur
um hegðun ráðstefnugesta á Alþjóðaráðstefnum, en ég tel ekki
að það mundi segja neitt, því það er hægt að fara á bak við lögin.
Hún telur það eigi vera réttlætanlegt að embættismenn kaupi sér
kynlíf af konum, ég mundi nú segja mönnum einnig, er þeir eru
á Alþjóðavettvangi fyrir sína stjórn.
Og er þetta svo satt hjá henni, að kaupa sér vændi er bara
siðlaust, en ræflarnir hafa nú eina afsökun, þeir vita ekki hvað
siðferði er.
Þetta var nú bara smá mín skoðun á vændi og kaupum á því.
Bið ykkur samt að eiga góðan dag
og munið að gefa frá ykkur
kærleikann
![]() |
Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)