Kvöldsaga
26.5.2009 | 21:41
Bernskusaga konu. Langar til að segja ykkur litla sögu, hún er sönn og lýsir hégóma konu, því miður eru þær margar álíka heimskar eða óþroskaðar, sko konurnar.
Tekið skal fram að þetta gerðist fyrir svo mörgum árum að sum ykkar voru ekki fædd.
Hún segir samt nokkuð mikið, eins og um höfnun, hugsið ykkur dóttirin var ca 12 ára.
Þar sem ég þekki til málsins þá er dóttirin núna fyrst að gera upp þetta atvik í lífi sínu
ásamt mörgum öðrum atvikum.
Mæðgur voru saman í verslun voru að skoða það sem í boði var,
dóttirin sá eitthvað áhugavert, kallaði. MAMMA SJÁÐU, ekkert svar
bara þust að henni og hvæst, ekki kalla mig mömmu hér inni þá
virka ég svo gömul.
Flott saga er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dansmærin og súlan
26.5.2009 | 10:39
Verð bara að ræna þessari fyrirsögn Þorvaldar Gylfasonar,
sem var fyrir grein hans: ,,Saga úr kreppunni." í Fréttablaðinu
á Laugardaginn var.
Hún hefur ekki látið mig í friði þessi grein og ver ég að koma
aðeins inn á hana, vonandi leyfist mér það.
Byrjað er á þessum orðum.
Þau ár sem Norðurleiðarútan var átta eða tíu tíma á leiðinni
norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á
Holtavörðuheiði, og enn lengur til Akureyrar, þau ár eru liðin
og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir ó Öxnadal brostu
við farþegunum inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja
upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas.
Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla?
Þetta er svona næstum eins og kona ein fyrir margt löngu, sagði
við mig, þið komið svo við í kaffi hjá mér í Galtalæknum, en við vorum
að fara í Stikilshólm.
Það sem mér finnst alveg frábært er að lesa, eigi um svo gamlan tíma,
það er einmitt hvað allt tók okkur langan tíma hér áður og fyrr, en
flestir eru búnir að gleyma og hafa enga þolinmæði í neitt.
Þorvaldur er að segja sögubrot vinar sín, Þóris Baldvinssonar, sem
missti vinnu, heilsu og átti ekki aur er hann varð í kreppunni 1929
atvinnulaus eins og allir aðrir, lenti á sjúkrahúsi lamaður í fótum,
hann heyrði á tali tveggja lækna sem töldu hann ekki þola ferðina heim
með skipi, en í San Francico bjó hann á þessum árunum.
Stoltið kom upp í Þingeyingnum, heim skildi hann fara og koma þangað
lifandi. leið hans lá fyrst til Mexíkó, þaðan til Spánar og áfram til
Bretlands og heim, og þeir sem ekki geta gert sér í hugarlund þessa
ferð skulu vita að þetta hefur ekki verið auðvelt. Hann lifði ríku líf með
sinni konu þar til hann lést 1986.
það sem um er rætt er að hann á viljanum vann sig upp úr kreppunni,
og það munum við hin gera einnig.
Já Dansmærin og súlan: ,, það var nefnilega þannig að Þorvaldur var á
leiðinni til San Francico, hann spurði vin sinn hvort hann ætti að gera
eitthvað fyrir hann ytra,? hann færðist undan, en sagði síðan,
á Union Square í hjarta borgarinnar er súla og uppi á súlunni er dansmær,
og væri mér þökk af því, ef þú vildir vera svo vænn að taka ljósmynd af
meyunni og færa mér. hann hafði stundum setið á torginu í öngum sínum
atvinnulaus, félaus og máttlaus og horft á dansmeyna á marmarasúlunni
til að gleyma eigi fegurð heimsins."
Er eitthvað sem getur rekið á eftir okkur með að vera jákvæð, öflug,
kærleiksrík og hafa trú á okkur sjálf, en þessu saga.?
Allavega snerti hún mig og fékk mig til að muna dugnaðinn, til dæmis í
konum þessa lands langt aftur í tímann.
Við breytum ekki því sem orðið er, en ráðum hvernig við vinnum úr því.
Faðmlag til allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvöldsagan.
25.5.2009 | 21:32
Lífið hjá mér er svo skemmtilegt eins og þið vitið sem lesið
þetta blogg mitt.
Í morgun kom Viktoría Ósk til ömmu og afa, hún var smá lasin,
svo það var ákveðið að fara í bakaríið sem heitir Heimabakarí
og er mjög gott að versla þar, hún koma með til að velja sér
eitthvað að borða.
Ég keypti byggbrauð, speltbrauð og heimabrauð, maður nennir
ekki svona ætíð að vera að baka.
Gaman að segja frá því að byggið er ræktað hér í Aðaldalnum
sem bakað er úr í heimabakaríinu
Nú síðan fórum við upp í Viðbót og keyptum ekta nautahakk,
því hér var buff og spælegg með öllu tilheyrandi, rauðkáli,
grænum ora, Rabbbarasultu og kartöflum, gerði einnig smá
sætar kartöflu í bitum, rauðlauk og Chillý steikt og síðan í potti
kraumað dassað vel með balsam-ediki salti og pipar, ÆÐI.
Allir komu að borða sko ég meina mitt fólk, afi sótti þær fram í
Lauga, og englarnir mínir versluðu sér smá í Töff föt, ekki dónaleg
búð það.
Eins og þið heyrið er ég afar ánægð með þær búðir sem ég versla í
hér á Húsavík og betri þjónustu er ekki hægt að hugsa sér, og er
hún rómuð víða.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er ógn við heimsfriðinn?
25.5.2009 | 08:49
Það getur nefnilega verið svo margt, en að sjálfsögðu er
það afar bagalegt að Kóreumenn skuli þurfa að sýna afl
sitt með því að sprengja kjarnorkusprengju þó það segist
eiga vera í tilraunastigi.
Maður þarf eiginlega að kynna sér betur sögu þessa lands,
af hverju þeir þurfi að sýna vald sitt á þennan hátt, er það
vegna þess að þeir séu ekki virtir nægilega?
Eitt er víst að þessi frábæra þjóð eins og við erum reyndar
allar, höfum eigi efni á því að fara í stríð, hvorki höfum við efni
á að missa allt það fólk sem mundi farast eða peningalega
séð, er ekki komið nóg?
Það skyldi þó aldrei vera að efna og vopna-verksmiðjum
vantaði peninga, og hver borgar þeim aðrir en þeir skattpíndu
borgarar þeirra landa sem við á.
Mér finnst nú í lagi að þær verksmiðjur fari á hausinn og það djúpt.
Ekki mundi ég gráta það.
Ég veit að þessu linnir aldrei, það verða alltaf stríð, en gætum við
fengið smá hvíld.
Maður horfir upp á saklausa borgara, og elsku börnin þar sem þau
eru bara hreinlega myrt í einhverjum óvart, sjálfsvígs eða einhverjum
þeim öðrum árásum sem gerðar eru.
Stoppum þetta, ráðamenn allra ríkja, snúum okkur að því að byggja upp
og hlú að þeim sem ekkert eiga í heiminum.
Faðmlag til allra
Milla
![]() |
N-Kórea harðlega gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kvöldsaga.
24.5.2009 | 19:48
Ætla að nota hér tækifærið sem mér er rétt upp í
hendurnar og óska henni Torfhildi Torfadóttur til
Hamingju með afmælið. Sjáið bara hvað hún er falleg
þessi kona, enda ætíð haldið líkamanum við efnið, það
er að slá aldrei af.
Guð veri með þér Torfhildur mín.
Kveðja til þín og þinna
Milla og Gísli.
Torfhildur Torfadóttir Af vef Bæjarins besta
Torfhildur 105 ára í dag
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði, elsti núlifandi Íslendingurinn, er 105 ára í dag. Hún er fædd í Asparvík í Strandasýslu, yngst ellefu systkina, átta alsystkina og þriggja hálfsystkina, og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Nokkur systkinanna náðu háum aldri, Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs. Eftir fermingu var Torfhildur í vinnumennsku í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu en flutti síðan til Ísafjarðar og giftist Einari Jóelssyni sjómanni.
Einar lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi, Torfi 59 ára, Sigurbjörn 67 ára og Kristín 76 ára. Ekki er vitað um neina íbúa Vestfjarða sem náð hafa hærri aldri en Torfhildur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.
![]() |
Torfhildur 105 ára í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Morgunhugleiðing
24.5.2009 | 10:27
Sit hér nokkuð súr, var búin að rita heilmikla færslu og dettur
ykkur nokkuð í hug hvað gerðist, jú ég gleymdi að vista
Allir hafa heyrt um heilaþvott, en kannski halda margir að
það sé eitthvað sem ekki sé að gerast hjá þeim eða öðrum
í þeirra lífi.
Jú akkúrat það er að gerast allsstaðar.
Manneskjur sem eru teknar og smá saman heilaþvegnar af
skoðunum þeirra sem eru EGÓIÐ = STJÓRNSEMI.
það er meira en skoðanir, það er hvernig þeir vilja að börnin
til dæmis hugsi til og um aðra, þau fá ekki að mynda sér sína
eigin skoðun á neinu.
Svona Egóistar eru mestu lygarar heimsins því til að heilaþvo
geta þeir ekki sagt sannleikann, hann er of fallegur.
Sem betur fer tekst ekki alltaf að ger-heilaþvo og þá brjótast
þessi börn út, en hvenær og hvernig? Stór spurning.
Oftast gerist það á unglingsárunum, og hjálpi mér, það er ekki
gott, börnin leiðast út í alls konar vitleysu og þeir sem stjórnuðu
mega oftast bara hoppa upp í afturendann á sér, enda þeim
það mátulegt, það er, ef þau geta það.
Örugglega einhverjum öðrum að kenna hvernig komið er, en
stjórnandanum.
Sumir halda áfram að vera stiltir og fylgja eftir, eiginlega bara
til að halda friðin, en einhverntímann kemur að uppgjörinu,
eigi verður það fagurt, hvorki fyrir sálartetrið eða stjórnandann.
Faðmlag á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvöldsaga.
23.5.2009 | 23:04
Vorum að koma heim úr stúdenta-veislu einni, hún vinkona
mín Aðalheiður var að útskrifast, veislan var haldin í
Heiðarbæ í Reykjadal.
Þetta var glæsileg veisla, tekið á móti fólki með áfengu og
óáfengu, eftir smá spjall var sest til borðs, fengum við afar
góðan pottrétt með grjónum, salati og brauði og ekki vantaði
drykkjarföngin, bæði rautt og hvítt og svo einnig gosdrykkir.
Nú þegar maður var búin að belgja sig út á þessum yndislega
góða mat og aðeins farið að setjast til í manni þá kom kaffi og
eftirréttur var það marens terta og heimatilbúin ísterta með
marsípani ofan á, þetta var bara æði.
Nú lítill frændi Aðalheiðar spilaði á gítar og söng fyrir okkur og
var það flott og gott að heyra barnsröddina gefa af sér til
okkar.
Gjafirnar voru síðan teknar upp og fékk hún margt fallegt, bæði
á sig og puntudót.
Mikið var spjallað og hlegið, ekki að spyrja að er kátt fólk kemur
saman.
Takk fyrir mig elsku Aðalheiður mín, þetta var alveg frábært hjá þér.
Ljós og kærleik til þín
Milla og Gísli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er fegurð?
23.5.2009 | 09:03
útgeislun er þaðan þá er fegurðin eigi nein.
Ég óska Kristínu Leu til hamingju með sína titla þrjá, er
hún vel af þeim komin og hefði ég ekki trúað, nema af
því að ég horfði með eigin augum, að hún yrði eigi í
þremur efstu sætunum.
Kristín Lea er að útskrifast í dag sem stúdent frá hinum
frábæra Framhaldsskóla á Laugum Reykjadal S. þing
og er búin að fá aðgang í kvikmyndaskólann í Haust.
Hún hefur yndislega framkonu, útgeislun og er góð við alla.
Gangi þér allt í haginn elsku stelpa um alla framtíð.
Að sjálfsögðu finnst ég er að pára hér um þessa keppni
þá óska ég þeim sem unnu til hamingju.
![]() |
Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kvöldsaga.
22.5.2009 | 21:25
Við gamla settið fórum náttúrlega að versla fyrir Dóru, en
hún var að vinna til 17.00 í dag svo eiginlega átti ekki að
halda upp á afmælið,
en við ákváðum að koma þeim á óvart.
Fyrst náðum við í Aþenu Marey á leikskólann, Viktoría Ósk kom
hún ætlaði með okkur, en Aþena Marey var að fara í afmæli
klæddum hana upp á og skutluðum henni í afmælið og
rendum síðan fram í Lauga.
Ég eldaði kjúklinga-pastarétt í rjómasósu, snittubrauð með.
Dóra bakaði súkkulaðiköku með frosting, sko ekki minn smekkur,
en ég kom einnig með kleinur svo ég fékk mér þær með kaffinu á eftir.
Konfekt flæddi á borðum, hún var svo heppin að fara á styrktar-uppboð
fyrir rennibrautina í sundlaugina að Laugum.
Byrjaði hún að bjóða í og fékk fyrsta kassann á 3.500 fullann af kexi,
kaffi, te, og sælgæti, heppin þar þessi elska
Það var yndislegt hjá okkur, alltaf sama róin yfir öllu hjá
henni Dóru minni.
Systur saman í tölvunni áður en farið var af stað.
Hún var svo fín Viktoría Ósk í öllu nýju einnig jakkapeysu sem
Óda amma prjónaði, verð að sína ykkur mynd af henni seinna
í þeim fötum, fórst fyrir í dag.
Afi að hjálpa Aþenu Marey úr bílnum, hún er að fara í afmælið.
Æi það tókst ekki að ná pakkanum, en hún er yndisleg.
Við borðuðum í stofunni, það voru svo mikil læti í hrærivélinni
sem var á fullu að gera frosting.
Viktoría Ósk og Dóra mín.
Þær máttu nú varla vera að því að líta upp, pastarétturinn
var svo góður, enda eldaði ég hann
Afi og þær, við vorum að horfa á nágranna.
Þessi yndislegi dagur að kveldi kominn og ætli maður horfi svo
ekki smá á fegurðarsamkeppnina, og þó, held að ég fari bara
að sofa á mínu græna.
Eins gott að vera hress annað kvöld við erum að fara í útskriftarveislu.
Góða nótt svona er þið farið að sofa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Afmælisblogg.
22.5.2009 | 11:03
Fyrir 18 árum eignaðist ég mín fyrstu barnabörn, það
voru Tvíburastelpurnar, Sigrún Lea og Guðrún Emilía
mikil var dýrðin er þær komu heilbrigðar og ekki skaðaði
að fallegar voru þær.
Ekki fáum við neina veislu í dag, mamma þeirra er að vinna
til fimm, svo eru skólaslit á morgun, nóg að gera.
En ég læt fylgja með nokkrar myndir.
Þessi er tekin í fyrra og eru þær með tvíbura-vinkonum sínum
Unni og Kristínu, þær eru einnig í framhaldsskólanum á Laugum.
Þessi er tekin af þeim núna á jólum.
Svo ein af þeim með því besta sem þær eiga, mömmu sinni.
Til hamingju elskuenar mínar með daginn, amma er afar hamingjusöm
að eiga ykkur og stolt af hvað þið eruð duglegar í skólanum og í öllu
sem þið gerið.
Guð veri með ykkur alla tíð.
Amma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mynda-blogg
21.5.2009 | 20:46
Þessi flotta mynd er tekin við Búðarána á Húsavík, sjáið endurnar
og þeir sem þekkja til kannast við húsin í kring.
Þessi humar var á borðum hjá Millu og Ingimar eitt kvöldið,
hann var æðislegur.
Aþena Marey litla ljósið hennar ömmu sinnar.
Þarna er hún photoseruð eins og hún sé teiknuð.
Milla mín er snillingur í þessu.
Mátti til að sýna ykkur þessar myndir, stal þeim af síðunni
hennar Millu.
Annars vorum við í kleinum í dag,
og duttu niður kleinur úr 5 kílóum af hveiti og svo voru bakaðir
ástarpungar í restina handa Gísla, eða svo sagði Milla, en ég
fékk mér nú að smakka og góðgætið var fyrsta flokks og ekki
voru kleinurnar verri, allt er þetta komið í frost hjá mér, gott
að eiga fyrir gesti og gangandi.
Hér koma svo myndir af kleinubakstrinum.
Þessar englastelpur snéru upp á kleinurnar.
tilbúið til steikingar, þetta var ekki allt.
Óda amma að steikja.
Englarnir að slappa af og fá smá nammi.
Jæja þetta var frá kleinubakstrinum, þetta er ekkert mál þegar
allir hjálpast að, en ég gerði náttúrlega minnst reyndi bara að
vera skemmtileg í staðinn, þarf eiginlega ekki að reyna ég er
alltaf skemmtileg
Ljós og kærleik til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hún ætti að vera það.
21.5.2009 | 10:03
Ímyndin ætti sterk að vera, svo mikið höfum við lagt á okkur
í gegnum tíðina að sinna ferðamönnum af mikilli kostgæfni.
Svo ég tali nú ekki um alla þá ráðamenn sem við höfum dregið
út rauða dregilinn fyrir og slefað yfir hvað þeir eru nú góðir að
heimsækja okkur þessi peð á Íslandi.
það er nefnilega svo einkennilegt þrátt fyrir þessa svokölluðu
útrásarvíkinga að flest okkar kunna ekki að vera tíguleg og
töff eða bara eins og við á fyrir hvern og einn.
Það er kúnst að vera diplómatískur og bara als ekki öllum gefið.
Það er ekki inn að flissa í barminn og lúta fram um leið, sko
þetta eru ekki vinir okkar.
Fólki sumu, þykir þetta sjálfsagt einkennilega sagt hjá mér, en
þeir sem þekkja vita hvað ég meina.
Ímynd Íslands er sterk, en við þurfum að rífa okkur upp á
afturendanum og skóla sjálfa okkur, stöndum keik og gerum
það rétt.
Hafið það gott í dag sem alla daga.
![]() |
Ímynd Íslands er sterk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kvöld röfl.
20.5.2009 | 18:59
Jæja gott fólk, mikið fer í gegnum hugann dags daglega,
og endalaust er hægt að finna fram í hugann neikvæðni
og jákvæðni, ég hallast að jákvæðni.
Mér verður hugsað til allra þeirra sem bara ég þekki, sem
eru með alvarlega sjúkdóma, allt frá pínu litlum krílum upp
í fullorðið fólk.
Ég les, fylgist með, tala um, sendir óskir góðar og bara allt
sem mér dettur í hug að komi að gagni, en við vitum að eigi
fara alltaf málin eins og óskað er af þeim sem búa í þessari
vídd.
Alltaf fer það eins og best þykir fyrir þann sem er veikur eða
hvað það er sem kemur fyrir, og er það okkur óskiljanlegt
á stundum, en verðum að læra að sleppa, það er ekki auðvelt,
en nauðsynlegt.
Stórum þykir mér, er foreldrar sem eru með langveik börn
þurfa að berjast við eitthvað kerfi sem situr í föstum ramma
ekkert óvenjulegt má komast inn eða út úr rammanum.
Ætla eigi að ræða það nánar, allir vita sem hugsa eitthvað,
hvað um ræðir.
Það er hægt að taka á mörgu og ég er örugglega ekki hætt,
en núna er ég að fara á Baramba tónleika í skólanum,
Viktoría Ósk mín er að spila þar.
Gefið öllum þeim sem eru í kringum ykkur kærleik og ljós
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sorglegt.
20.5.2009 | 08:09
Alfie Patten búin að vera svo glaður yfir því að eiga þetta
litla barn, svo er því kippt í burtu, hann er ekki faðirinn.
Rannsókn leiddi í ljós að 15 ára gamall unglingspiltur gerði
Chantelle Stedman ólétta.
Sagt er að Alfie sé í sorg yfir þessum úrskurði, hvað hefur
verið að í uppeldi þessa drengs finnst hann 12 ára á
kærustu sem er 15 ára og er hamingjusamur yfir því að fá
lítið barn til að hugsa um, eða þannig.
Fallegir eru þeir á mynd, ekki feðgar, en mikið held ég að það
þurfi að hjálpa hinum unga Alfie, þó ég telji nú að það verði
ekki gert neitt í því.
Fræðið börnin ykkar í tíma.
![]() |
Tólf ára piltur er ekki faðirinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.5.2009 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kvöld rugl.
19.5.2009 | 20:17
Við stelpurnar á heimilinu sko ég og englarnir mínir
fórum á rúntinn eftir hádegið, svo sem ekkert sérstakt
ég sló því svo fram hvort þær vildu ekki fara til Millu frænku
og ljósanna minna, auðvitað gerðu þær það, en ég fór aðeins
í tölvuna, sem ég var svo að sofna ofan í, í staðin fyrir að dotta
ofan í óþægilegt takkaborðið fór ég bara inn í rúm, ó það var svo
gott að kúrast niður í besta rúm ever.
Svaf til fimm þá var Milla búin að hringja og bjóða í mat, en ég
hringdi til baka og sagði að við gamla settið myndum klára fiskinn
síðan í gær, sem við gerðum og ekki er hann síðri svona smá hitaður
tala nú ekki um ef maður hefur rúgbrauð með.
Þær eru komnar heim og eru að horfa á eitthvað afar hlægilegt í
varpinu, Gísli að horfa á Kastljós að ég held, og ég í tölvunni.
En ég er eitthvað skrítin í dag, búin að grassera kuldi og ónot í
mér í dag, en ég er ekki að fá pest, því það er algjörlega bannað
hef ekki tíma fyrir svoleiðis rugl, bara aldrei.
Smá saga sem gerðist fyrir all mörgum árum.
Mæðgur voru saman í verslun voru að skoða það sem í boði var,
dóttirin sá eitthvað áhugavert, kallaði. MAMMA SJÁÐU, ekkert svar
bara þust að henni og hvæst, ekki kalla mig mömmu hér inni þá
virka ég svo gömul.
Flott saga er það ekki?
Kveldljóð
Ó, þú sólsetursglóð,
þú ert ljúfasta ljóð
og þitt lag er hinn blíðfagri andi,
Þegar kvöldsólin skín
finnst mér koma til mín
líkt og kveðja frá ókunnu landi.
Mér finnst hugsjónarbál
kasta bjarma um sál
gegnum bylgjur þíns dýrðlega roða
Ég geng draumum á hönd
inn á leiðslunnar lönd
þar sem ljóðdísir gleði mér boða.
Jón Trausti.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hef bara ekkert að segja
19.5.2009 | 09:20
Á ekki til orð yfir að Jóhanna vilji og telji að við munum vinna
saman, en að hverju, engar fastar útskýringar á því koma fram,
svo við fjölskyldur munum bara halda áfram að berjast saman
eins og við höfum gert.
Matarverðið hefur hækkað og það þýðir bara að kaupa öðruvísi
inn, baka sjálfur, líka gaman að taka sig saman vinkonur og
fara í stórbakstur, þá er frystikistan nauðsynleg, ekki sakar
að spyrja sjálfan sig að, er maður fer í búðina hvað það er í
raun sem manni vantar, það kemur á óvart hversu mikinn
óþarfa í raun er verið að kaupa, ekki kaupa bara til að kaupa
heldur skoða málin.
Annað sem maður verður að venja sig á það er að henda
aldrei örðu af mat, nýta allan mat sem verður eftir.
Annars hafði ég svo sem ekkert að segja og það sést á mínum
skrifum, en ætla að gefa ykkur uppskrift að samsulli úr afgöngum.
Léttbrúnið lauk á pönnu setjið síðan út í alla matarafganga sem
þið eigi, kannski, 3-4 daga afganga smátt korna + kartöflur ef þær eru til
dassið 0líu yfir, hitið varlega, það má slá út eitt eða tvö egg og bæta
í ef vill. saltið pínu, piprið, eða bara það krydd sem ykkur líkar við.
borið fram með heimabökuðu brauði að vild.
Kærleik í daginn
Milla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
18.5.2009 | 20:37
Í gær fengum við góða gesti sem voru Huld , Halli og Eva
vinir okkar frá Akureyri, mikið spjallað og hlegið.
Englarnir mínir á Laugum, hringdu og ætluðu að koma til
okkar í nokkra daga, afi fór náttúrlega strax að ná í þær.
Þær hittu fólkið sem þær þekkja reyndar vel.
Nú þær elduðu svo kvöldmat og ég bjó til salat með osti og
það var æði.
Áttum síðan góða kvöldstund þar til gamla settið fór að sofa.
Í morgun fór ég í síðasta tíman hjá tannsa, á bara að koma í eftirlit
í haust, mikið var ég fegin er það var búið, en verð að viðurkenna að
þessi tannlæknir sem heitir Stefán tók bara úr mér hræðsluna við
tannlækna og þurfti nú mikið til þess, takk fyrir mig.
Um hádegið fór ég í þjálfun ekki skemmdi það nú daginn er reyndar
tvisvar í viku allt árið fyrir utan einn mánuð í sumarfrí og svo jóla og
páskafrí.
Þær fóru síðan klukkan tvö að ná í litlu frænku sína á leikskólann og
var hún í skýjunum er hún kom hingað heim með þeim.
Milla og Viktoría komu svo og við borðuðum saman steiktan fisk.
Þær mæðgur eru farnar heim, ég aðeins í tölvunni, svo fer ég bráðum
að hvíla mig.Bjartar nætur
Úti er sólskin og allt er svo bjart,
aldrei ég litið hef fegurra skart.
Regnbogi í fjarska og fjöllin svo blá,
sú fegurð er mikil sem skaparinn á.
Albjartar nætur og allt er svo hljótt,
engan það svíkur að vaka eina nótt.
Horfa á sólina hníga í sjá,
Himnesk er dýrðin sem skaparinn á.
Að morgni rís dagur með döggvota brá,
dásamlegt finnst mér að horfa það á.
Andvarinn bærir hin iðgrænu strá,
alla þá dýrð sem skaparinn á.
Bergdís Jóhannsdóttir, Búlandi Skaftártungu
( Frá Giljum, F 1948)
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Klára þetta hús, engin spurning.
18.5.2009 | 07:44
krónur til eða frá.
Þessi bygging skapar vinnu, það er búið að kosta of miklu til, ef
það á svo að grotna niður þarna á hafnarbakkanum, eins og
svo margt annað.
Skil svo ekki þá röksemdarfærslu að húsið verði dýrara, ef krónan
helst á þessu plani sem hún er á núna, blessunin.
Hvað með öll önnur verkefni, verða þau ekki líka dýrari, allavega
verður minn bíll orðin að minnsta kosti miljón dýrari þegar ég verð
búin að borga hann, og þannig er það með allt sem er á lánum í
dag hvort sem er um okkur almúgann með húsin okkar, bílana,
aðrir með fyrirtækin, en ef flæðið stoppar þá fer allt til fjandans,
Ríkiskassinn fær ekkert inn í kassann, þeir fá bara allt draslið í
hausinn.
Svo þarf fólk ekki bara að vera á móti tónlistarhúsinu, að því að
það kostar of mikið það kosta allar framkvæmdir of mikið í dag.
Eigið svo góðan dag.
![]() |
Tónlistarhús 650 millj dýrara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Myndablogg. Teknar í gær.
17.5.2009 | 10:16
Þessi er tekin frá bænum yfir í Kinnafjöllin fögru, bátur á sjó og
ekki er nú snjórinn mikið farin úr fjöllunum, skal tekið fram að
næstum aldrei hverfur hann alveg.
Tekin frá útsýnisafreininni á móti Akureyri, flott að lýta yfir.
Þetta eru englarnir mínir, tekin á sama stað.
Englarnir, Dóra mamma þeirra og afi. Tekið á sama stað.
Ekki má gleyma prinsinum Neró, enda vantaði honum athygli
er við vorum að taka myndirnar.
Dóra og Ásta systir Ásgerðar, það var gaman að hitta hana
hún hafði ekki komið áður. Takk fyrir að koma Ásta mín.
Ásgerður og Vallý sem kom að sunnan og hitti okkur vini
sína í leiðinni og var það frábært.
Vallý að hlæja að einhverju sem Ásgerður er að segja
og ég að gefa öllum vatn.
Gísli minn afar íbygginn yfir einhverju.
Dóra er að skála í vatni, örugglega í huganum,
komin til Spánar.
Eva og Huld, alltaf jafn sætar þessar elskur.
Erna mín besta stelpa, Halli að drekka togarakaffi, tertan var á
leiðinni
Takk fyrir mig elskurnar, þetta voru yndislegar stundir og svo
hittumst við aftur í endan júni.
Við fórum svo heim til Huld og Halla á eftir og hundarnir léku sér á
trambólíninu sama, ásamt stelpunum það gleymdist bara að taka
mynd af því
Má til með að taka það fram að við fengum topp þjónustu á
Kaffi Karólínu í Listagininu.
Kærleik í loftið
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn
16.5.2009 | 21:50
Erum komin heim eftir alveg ólýsanlega frábærann dag.
Lögðum í hann í bítið, sóttum þær fram í Lauga og ókum
svo í blíðunni til Akureyrar.
Ekki er það ofsögum sagt að Eyjafjörðurinn er undur fagur,
og þegar veðrið er eins og í dag og akandi niður Vikurskarðið
horfandi yfir, þá fellur maður í stafi, ég geri það nú líka þegar ég
sé Húsavíkina mína sem stendur við Skjálfanda-flóann.
Fórum í búðir við göngugötuna og það hef ég ekki gert í mörg ár
það eru bara flottar búðir þarna, ég verslaði mér nærföt og
sætan bol.
Nú ég ætlaði að kaupa mér skó, en fékk ekki, eða sko ég kaupi
ekki sumarskó á allt upp í 14.000 ef það hefðu verið vetrar eða
spari þá sök sér, en ekki bara skó til að draslast í.
Nú þegar við vorum búin að versla þá datt okkur í hug að fara í
kaffi til Erlu og Smára, það var afar skemmtilegt.
síðan var það hittingurinn hann var frábær, Vallý kom að sunnan
Ásta systir Ásgerðar kom líka og vorum við að hitta hana í fyrsta
skipti eins var með Vallý hún var að hitta konur/menn einnig í
fyrsta skipti, nema við Dóra og Ásgerður höfðum hitt hana áður.
Hef ekki lengi fengið eins mikið út úr degi eins og í dag
Takk fyrir mig, hver sem var að verki.
Jæja nú er ég eins og undin tuska eftir daginn, en er viss um
að afþreytt verð ég á morgun.
Ég ætlaði að setja inn myndir en eitthvað er það að stríða mér
svo þið sjáið þær bara á morgun.
Litla blómÁ lækjarbakka lítil fjóla grær
og laugar sig í morgunsólar gliti.
Í gleði minni geng ég henni nær
og greini hennar undurfögru liti.
Fuglar hafa brugðið sínum blund
og björkin angar, vot af daggarúða.
Í huga mínum helg er þessi stund,
ég heyri lækinn niða milli flúða.
Ég krýp í auðmýkt litla, bláa blóm,
bundið þinni rót á lækjarbakka.
Og heyri í fjarlægð unaðslegan óm,
allt sem lifir er Guði að þakka.Þuríður Kristjánsdóttir
Frá Hvammsgerði
(1921-1991)
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)