Fyrir svefninn.
29.11.2008 | 22:04
Við gamla settið erum búin að dandalast hér í dag, reyndar
tók Gísli minn nokkur ljós og þreif, ég skreytti svolítið meira,
ætíð hægt að bæta á sig fjöðrum, ákvað nefnilega að hafa svona
gamaldags yndisleg jól með öllu skrautinu sem ég á, og það er nú
ekkert smá sem til er eftir 47 ára búskap. Þetta er svo gaman.
Nú við vorum búin að bjóða Millu minni með sína yndislegu fjölskyldu
í kvöldmat og var ég með Indverskan karrý rétt með grjónum og
dill steiktum kartöflum. Æði. Kókóskaffi og doblerone með
hnetum og rúsínum á eftir, þær fengu ísblóm.
Ingimar hengdi upp myndir sem Milla mín málaði og gaf mér í fyrra
um jólin, var aldrei búin að finna stað fyrir þær, en nú eru þær komnar
heim til sín yfir buffettinu mínu, þetta eru yndislegar landslagsmyndir.
Heyrði í englunum mínum á Laugum það var æði hjá þeim í gærkveldi,
mamma þeirra, hún Dóra mín var kosin starfsmaður skólans og er hún
vel að þeim titli komin hún er ætíð til taks fyrir þau og kemur fram við
þau bara eins og þau eru.
Ljóð
Ég kveð þér ekki kvæði
en kem sem barn til þín
-- elsku mamma mín.
Góðu börnin gefa
gullin sín.
Ég gaf þér ekki gimstein
sem glitrar eða skín
-- elsku mamma mín.
Líf mitt verði ljóða-
ljóð til þín.
Kristinn Reyr.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það er til fólk sem kann að meta.
29.11.2008 | 08:00

Ríflegir bónusar.
// Tár runnu niður kinnar nokkurra starfsmanna fyrirtækisins Peer Bearing Co þegar þeir opnuðu launaumslögin um mánaðamótin. Ólíkt svo mörgum sem eiga um sárt að binda þessa dagana hafði fólkið ríka ástæðu til að gleðjast.Meðal þeirra var Dave Tiderman sem velti því fyrir sér hvort um prentvillu væri að ræða þegar hann horfði á 35.000 dala aukagreiðslu með mánaðarlaununum.
Kollegi hans, Jose Rojas, trúði ekki eigin augum þegar hann sá 10.000 dala aukagreiðslu sér til handa.
Þetta getur ekki verið rétt," sagði hann þá furðu lostinn.
Aukagreiðslurnar má rekja til þess að Spungen-fjölskyldan, sem svo er kölluð, vildi þakka starfsmönnum fyrirtækisins, sem staðsett er í Waukegan, um 65 kílómetra, norður af Chicago, fyrir framlag þeirra við þau tímamót þegar fyrirtækið var selt nýjum aðilum.
Þessar þakkargreiðslur þykja afar rausnarlegar á bandarískan mælikvarða, en alls var 6,6 milljónum dala úthlutað til um 230 starfsmanna fyrirtækisins og var farið eftir starfsaldri við úthlutunina.
Þau komu fram við okkur eins og fjarskylda ættingja," sagði Maria Dima, sem starfar hjá Peer Bearing ásamt eiginmanni sínum.
Við unnum í happdrættinu."
Sænskt fyrirtæki tók nýlega yfir Peer Bearing, sem veltir um 100 milljónum dala á ári, og að sögn Danny Spungen, barnabarn stofnanda fyrirtækisins, sem stofnað var 1941, var það samdóma álit fjölskyldunnar að launa skyldi starfsfólkinu fyrir vel unnin störf
Já það er til fólk sem kann að meta starfsmenn sína,
veit ég vel að það eru fleiri, en allt of fáir.
Að sjálfsögðu hefur þetta fólk unnið að sínum störfum
eins og þau væru að vinna að sínu eigin vegna þess að
það var komið fram við það af virðingu.
*****************
Starfsfólkið í Straumsvík fékk svona bónus um daginn
skyldu fleiri fylgja í kjölfarið?
Eigið góðan dag í dag.
![]() |
Ríflegir bónusar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
28.11.2008 | 19:40
Ætlaði að vera svo dugleg í dag, byrjaði daginn að vanda með
öllu því sem vön ég er að gera.
Fórum síðan í búð gamla settið, verslaði smá í bakstur og sitt
hvað sem vantaði. Gengið var frá vörunum þegar við komum heim.
Ekki varð úr neinum bakstri eða neinu því frúin sko ég datt á gólfinu
rennisléttu og það afar illa fyrir mig með svona gikt og allt, veika hnéð
mitt er allt blátt og bágt meira að segja sprakk fyrir svo það blæddi
vinstri olnboginn er smá laskaður svo ég tali nú ekki um alla tognunar-
verkina í öllum skrokknum.
Milla mín og Ingimar komu með litla ljósið og hún kyssti á báttið, þá var
auðvitað allt búið.
Við sátum svo inni í stofu með kaffi, gos, osta, Þýskar pulsur og heimabakað
brauð, yndislegt að setjast svona niður og bara spjalla.
Englarnir mínir á Laugum eru á 1 desember hátíð í skólanum sem haldin er
að Breiðumýri í Reykjadag rétt hjá skólanum.
Allir eru þar í sínu fínasta pússi, vonandi fáum við myndir strax eftir helgi.
Í matinn er jólahlaðborð sem snillingarnir í eldhúsinu eru búnir að vera að
vinna að undanfarið.
Einn fjölómenntaður maður
Einn fjölómenntaður maður
margt vissi um lítið
og undi sér aðallega
við allt sem var skrýtið.
Einn fjölómenntaður maður
mæddist í litlu-- en víða.
Fagnaði í fræðunum öllu
sem fátt virtist þýða.
Einn fjölómenntaður maður
varð margfáfróður
vissi ekkert um æðri plöntur
en allt um lággróður.
Einn fjölómenntaður maður
margs gekk því dulinn
voru sei sei já, svokölluð æðri
sannindi hulin.
Einn fjölómenntaður maður
mjúklega kyngdi þeim bita.
Hann sagði gjarnan sisvona:
Sælla er að gruna en vita.
Þórarinn Eldjárn.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Desemberuppbót.
28.11.2008 | 07:38
Það er svolítið gaman að hugsa um þetta, Desemberuppbót,
hvað er það og hvernig kom hún til í upphafi?
Er náttúrlega uppbót, en er eiginlega búin að gleyma
því hvort hún er tekin af laununum okkar og vinnuveitandi
borgi á móti, eins og með orlofið eða hvað.
Kannski bara uppbót á launin yfir árið?
Fór bara allt í einu að hugsa þetta er ég borðaði morgunmat
í morgun og þá hversu mikill munur er á desemberuppbót fólks
hér á landi, þetta er náttúrlega viss prósenta af launum, en er
þetta nokkurn tíman minna en 50.000, nema hjá okkur þurfalingum
þessa lands eins og þeir sumir kalla okkur.
Getur einhver svarað því?
Ég fékk nefnilega svona tekjuáætlun frá TR í henni stendur hvað
ég fæ í uppbót ca 22.000 og þar af borga ég fullan skatt,
flott uppbót eða finnst ykkur ekki?
Ætíð verið hálf undrandi yfir gjafmildi TR, en samt spurt mig að því
hvað þeir hjá því batteríi hefðu í uppbót.
Jæja ekki þíðir að fást um það, maður heldur bara gleðileg jól og
nóg er til af kærleikanum í minni fjölskyldu til að gera það.
Hér er enn þá leiðindaveður og ég held að ég fari bara ekkert út í dag
kannski við bökum smákökur það er svo gaman.
Eigið góðan dag í dag.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fyrir svefninn.
27.11.2008 | 20:31
Vitið þið að ég er búin að vera ofurdugleg í dag, sko miðað
við mitt úthald svona yfirleitt, sem er eigi neitt til að hrópa
húrra fyrir öllu jafna.
Fór í þjálfun í morgun Auðvitað ók Gísli mér alveg inn í anddyrið
í þjálfunin, sótti mig sömu leið.
Er heim var komið fengum við okkur te og brauð, setti síðan í
heilsubrauð og meðan það bakaðist þá tók Gísli niður allt
jólaskrautið og ég skreytti aðventubakkann, gluggann í
eldhúsinu og stofunni var aldrei búin að klára þá að fullu.
Setti svo bara upp skraut hist og her er eigi búin
geri þetta smá saman svona fram í desember.
Hér er búið að vera brjálað veður í dag svo gott var að dunda
sér inni við.
Borðuðum gufusoðin þorsk með kartöflum, grjónum, lauk og papriku.
Það var hringt í mig í morgun og seinkaður tíminn minn í sneiðmyndina
sem ég átti í fyrramálið, það var bara fínt því veðrið verður svona áfram.
Hér kemur kvæði eftir Ásdísi Jennu Ástráðsdóttur
samið 1989.
Að sigra
Stundum kemur örvæntingin
til mín eins og refsinorn
og öskrar í eyru mín:
Þú getur ekki gengið,
þú getur ekki notað
hendur þínar.
Þegar sorgin sker í hjarta mitt
heyri ég hlýja rödd hvísla:
Hugur þinn skynjar heiminn
í sárustu sorg og dýpstu gleði.
Og ég finn kærleika umvefja mig
í nálægð vina minna
eins og stjörnur jóla
sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
Og lífsgleði mín kemur á ný
og sigrar.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Afsökunnarbeiðni! Eigið þið annan?
27.11.2008 | 07:30
Ung vinstri græn gagnrýna framgöngu Páls Magnússonar, útvarpsstjóra, gagnvart G. Pétri Matthíassyni, fyrrum fréttamanni Ríkisútvarpsins, og krefjast þess að Ríkisútvarpið fari að fordæmi G. Péturs og biðji þjóðina afsökunar á að halda að sér upplýsingum um ráðamenn.
Viðbrögð útvarpsstjóra í þessu máli bera merki ritskoðunar á fréttaefni sem kemur almenningi mjög við, og er grafalvarleg árás á málfrelsi fréttamanna. Ung vinstri græn skora á Pál Magnússon að biðjast afsökunar á að hafa hótað G. Pétri með lögfræðingum fyrir að hafa sýnt þjóðinni það sem RÚV hefur leynt hana, algerlega óviðeigandi framkomu forsætisráðherra gagnvart fjölmiðlamanni sem hafði í sér dug til að spyrja stjórnvöld erfiðra spurninga," segir m.a. í ályktun samtakanna.
Hvað er eiginlega að? eins og segir í góðu myndbandi.
Hvað er RÚV gamalt? nei bara spyr til að minna fólk á að allar götur
hefur það verið ritskoðað af þeim flokkum sem setið hafa í stjórn
hverju sinni.
Það er með ólíkindum hvað blessaðir Útvarpsstjórarnir hafa þurft að
taka á sig í gegnum árin, fela gögn, reka menn, ritskoða og hvað veit
ég svo sem hvað meira af skítverkum þeir þurfa að inna af hendi fyrir
yfirvaldið.
Verð nú bara að segja fyrir mína parta að veldi ég nú frekar að hætta
heldur en að vinna svona gjörninga.
Og ef fólk er svo bjartsýnt að halda að RÚV stjórinn biðji afsökunar
þá er það hinn mesti misskilningur, því finnst hann velur eigi að hætta
yrði hann rekinn ef hann bæðist afsökunar á þessum sem öðrum málum,
hann er undir handajaðrinum á veldinu.
Eigið góðan dag í dag.
Milla.
![]() |
Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn.
26.11.2008 | 21:41
Góður dagur á enda runninn, kláraði maltbrauðið í dag
eins og allir vita þá byrjar maður á maltbrauði kvöldinu áður,
síðan gerir maður smá og lætur hefast og bakar svo, þetta
tókst með ágætum, gerði einnig Chilly sultu
gott að eiga með ostum, steik og bara hverju sem er.
Litla ljósið kom og kúrði hjá ömmu og við horfðum á eina mynd
saman, ég var nú annað slagið að fara fram til að athuga með
pottréttinn sem mallaði á eldavélinni er það var tilbúið þá
borðuðum við saman en litla ljósið vildi fyrst fá morgunkorn svo ís
síðan mat og ís aftur í restina, en amma sagði nei þú borðar matinn
þinn og svo færðu ís OK hún gerði það en er hún var búin að borða
þá bað hún um morgunmat ( Cheríos) og fékk það.
Mamma hennar kom svo að sækja okkur það voru tónleikar í skólanum
þetta voru Afríku tónleikar og Afró dans og svo sungu þau líka.
þetta var bara æðislegt hjá þeim og gaman að sjá hvað þessi börn
fá mikla útrás og eru ekkert feimin.
Kláraði að föndra saman einu harðangurshjarta í dag og er svo alltaf
að bæta við jólaskrautið.
Gaman gaman.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kemur mér eigi á óvart.
26.11.2008 | 08:25
Ekki þekki ég Kristinn H. Gunnarsson neitt nema af því að hafa
fylgst með honum í pólitíkinni.
Hann er vestfirðingur og þeir eru nú þekktir fyrir festu á sínum
skoðunum og reyndar þykja þær á stundum öðruvísi en annarra.
Þó eru undantekningar sér í lagi hjá okkur kvennaskörungunum.
Það sem vekur undrun og spurningar hjá mér er.
Hvernig getur maður, sem ætíð / oftast er á móti sínum flokki í
skoðunum, snýst gegn flokknum í atkvæðagreiðslum undir því
yfirskyni að hann sé að fara eftir sannfæringu sinni, passað
þá í einhvern flokk, enda búin að prófa þá marga og það skyldi
þó aldrei vera að blessaður maðurinn sé búin að gera sér grein fyrir
því að eigi er honum vært lengur í frjálslyndum og er að undirbúa
flokkaskipti eina ferðina en og ætli sér í Samfylkinguna.
Taldi nú að nægilegt væri af silkihúfunum þar á bæ.
Maðurinn hlýtur að elska úlfúð vera með athyglissýki
og spennufíkill á háu stígi.
Ég spyr hvernig er hægt að treysta mönnum sem hlaupa svona til
og frá maður veit svo sem aldrei hvenær má treysta þeim frekar en
öðrum á þingi reyndar.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
![]() |
Afstaða Kristins tekin fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fyrir svefninn
25.11.2008 | 20:26
Maður kemur sjálfri sér ætíð á óvart, enda gaman að því,
tilbreyting frá hinu venjulega.
Ekki að það sé svo venjulegt hjá mér svo langt frá því, er alltaf
á fullu í stjórnsemi og ræðuhöldum, elska að lesa yfir fólki
eða það segir fólkið mitt, en stundum fæ ég hifive að því að ég
er svo klár
Jæja eins og ég sagði í gær fengum við svona róbót ryksugu í
jólagjöf frá einum bróðir mínum og var ég nú ekki par hrifin,
þvílíkt rugl.
Nú sá tækjasjúki setti hana í hleðslu í gærkveldi.
Um leið og Gísli minn ók mér í þjálfun í morgun fórum við í
Húsasmiðjuna til að kaupa batterí sem vantaði í gervigeislann
sem settur er upp til að varna róbótinum að fara herbergi úr
herbergi.
Er hann Gísli minn sótti mig í þjálfun var hann svolítið sposkur
á svipinn, ég vissi um leið að hann væri búin að setja viðhaldið
af stað, já já viti menn hún var á fullu að taka eldhúsið er við
komum heim, síðan var hún sett fram á gang þar sem hún tók
hann og svo herbergin og fremri forstofuna.
Maður minn lifandi ef einhver hefði gengið svona á eftir mér
svona eins og Gísli gekk á eftir þessu viðhaldi sínu þá væri ég
afar ánægð.
Svo ég komi nú að þessu með að maður komi sjálfum sér á óvart,
Þá varð ég bara yfir mig hrifin af þessum róbót hann bókstaflega
ryksugar betur en við nokkurn tíman höfum gert, skynjara hefur
hann í burstaformi og taka þeir allt ryk í hornum og kverkum.
En í guðs bænum ekki segja Gísla að ég sé búin að sætta mig við
tækið, ég bölva því að sjálfsögðu áfram, svona smá, bara eins og
þurrkaranum sem hann keypti, hef aldrei átt þurrkara á ævinni
svo á gamals aldri þurfa menn að fá þurrkara og uppþvottavél.
Finns ykkur þetta nú ekki vera tækjasíki?
Nei bara spyr sá sem ekki hefur fundið fyrir þessu, sko tækjasýkinni.
Er farin að sofa var vöknuð fimm í morgun.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Traustið er brostið.
25.11.2008 | 06:42
Verkalýðsfélög séu enn rétt að ranka við sér úr doða og þeim sé líka um að kenna að traustið sé brostið. Fólkið sem búi við verstu kjörin sé fólkið sem ekki mátti svíkja eða taka frá traust. Þeirra sé ekki glæpurinn og þeirra vegna þurfi að fara í aðgerðir strax. Sárast sé þó að sjá Alþingi lamað og lúið og stjórnandstöðunni sé líka að kenna að traustið sé brostið. Er stjórnarandstaðan líka tilbúin að víkja ef almenningur gerir þá kröfu?" spurði Margrét. Strax eigi að fara í eignaupptöku hjá þeim sem að útrásinni stóðu því að slóðin sé að kólna. Nú ríkir hvorki skattaleynd né launaleynd og bankaleyndin skuli burt líka. Það sé ekkert annað en efnahagslegt ofbeldi sem við séum að upplifa núna.
Margrét fékk þá fólk í sal til að rísa úr sætum sínum. Svona auðvelt er fyrir karl að standa upp úr valdastóli og láta af hendi til konu," sagði hún og uppskar mikið lófatak frá salnum. Við hefðum ekki efni á að sniðganga annað kynið þegar kæmi að uppbyggingu hins nýja Íslands. Nú sé lag að kollvarpa viðvarandi óréttlæti. Sterk réttlætiskennd þess fólks sem mæti á mótmæla- og baráttufundi geri hana hins vegar stolta af þeirri þjóð sem hún sé að kynnast
Ég ætla að bæta við það sem upp á vantar orð Margrétar
Og þið eruð bara flottust.
Ég hlustaði á ræðumenn þessa fundar og ég verð að segja að ég varð
afar stolt og hefði viljað vera með.
Margrét Pétursdóttir þú ert bara frábær, ræðusnilli þín er hnitmiðuð og
eigi skemmir þinn góði talandi.
Það er nefnilega eigi sjálfgefið að hafa þessa hæfileika.
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri frá Akureyri, gerði harða hríð að verðtryggingu lána, sem verið hefur við lýði á Íslandi síðustu áratugi, á borgarafundi í Háskólabíó í kvöld. Hann sagði að við núverandi aðstæður væri jafnræði brotið á margvíslegan hátt.
Það er afar gaman að hlusta á svona ræðusnillinga, ég tala
nú ekki um er þeir segja sannleikann, tala Íslensku og koma
fram af virðingu við fólk.
Ef að þessi fundur og það sem kom þarna fram hefur ekki vakið
fólk til umhugsunar um hvað er að gerast í landinu okkar
þá er því ekki viðbjargandi.
Áfram Ísland!
Eigið góðan dag í dag.
![]() |
Bankaleyndina burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
24.11.2008 | 20:36
Jæja nú er Gísli minn kominn á fullt, var að taka til útiseríur
á morgun á að setja þær upp, tókum líka gestaherbergið í
dag, á morgun á einnig að taka fram aðventuljósin og athuga
hvort þau eru ekki í lagi, skelli þeim svo bara í gluggana og skreyti
svo bara allt heila batteríið, nema jólatréð bíð aðeins með það.
Það er að segja ef Gísli fæst frá nýju robot ryksugunni, hef nú bara
ekki á ævinni vitað aðra eins vitleysu, einn bróðir minn sem á svolitla
peninga, býr í Japan, var hér heima um daginn fór hann og verslaði
svona tæki fyrir okkur systkinin, þær kosta 84.000 hver.
Maður á ekki bót fyrir boruna á sér og á svo bara allt í einu Robot
upp á 84.000, læt nú Gísla þennan hlut algjörlega eftir, enda eru
karlmenn miklu tækjasjúkari en konur.
Fórum til Millu minnar í kaffi í dag þau gáfu okkur þýskar áleggspulsur
eigi er það nú af verri endanum, einnig Ítalskan gordonsola ost
nú og ýmislegt annað. þetta verður geymt til jólanna og borðað með
góðu chiabatta-brauði, tappinadi og svoleiðis gormetmat.
Litla ljósið var búin að sega við mig áður en hún fór út að hún ætlaði
að gefa mér augnskugga svona glimmer þegar hún kæmi heim frá Köpen
fékk ég fjögra lita augnskugga í dag ég sagði að við gætum átt hann saman
hún fær nefnilega svo oft að mála sig hjá ömmu og á sitt eigið dót til þess.
Hún sættist á það og valdi strax að hvíti og bleiki pössuðu vel fyrir hana.
Núna er ég bara að hugsa um að fara að hvíla mig og lesa
Twilight það er fyrsta bókin um hana Bellu eftir Stephenie Meyer,
ég ætla eigi að lýsa henni nánar því hún var að koma út á Íslensku
en ég er að lesa hana á ensku, þær vildu endilega lána ömmu
þessar bækur englarnir mínir á Laugum,
en þær eru búnar að lesa þær allar og bíða bara eftir
myndinni eftir fyrstu bókinni, sem er að slá öll sýningarmet erlendis núna.
Eigi get þeirra verið án
bóka af öllum gerðum,
það var okkar heilla lán
að læra úr þeim við verðum.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað er ábyrgð?
24.11.2008 | 09:26
Já hvað er ábyrgð? Sumir henda þessu orði frá sér í tíma og ótíma,
Hvort sem það á við eður ei.
Minn skilningur á þessu orði er sá: " Þú berð ábyrgð á öllu því sem
gerist í þínu lífi, því þú leifir því að gerast".
Í þessum orðum er allt sem þú tekur að þér í lífinu.
Í Fréttablaðinu í gær var spurt: "Hvað er ábyrgð?"
Frábær svör fengust og langar mig til að eftirhafa svar
Herdísar Egilsdóttur, alþjóð veit hver sú mæta kona er.
Móðurmál okkar á mörg meiningarþrungin orð.
Þau eru misjafnlega hörð af sér í daglegri klisjukenndri notkun.
Þau orð sem líða mest og missa smá saman meiningu og áhrif
eru einmitt þau orð sem rista dýpst í vitundina og eitt af þeim
er ábyrgð. Þessa daganna heyrist sem aldrei fyrr dynja á eyrum
orðið ábyrgð og ábyrgðarleysi og þau orð sem af þeim eru dregin.
Ágyrgðin eða ábyrgðarleysið finnur sér farveg í gjörðum, orðum og æði.
með óábyrgum orðum er hægt að eitra líf saklauss fólks og eyðileggja
orðspor þess og möguleika í lífinu.
Líklega er þessi tegund ábyrgðarleysis ein sú lúmskasta og hættulegasta
vegna þess hversu hratt hún vinnur, erfitt er að leiðrétta afleiðingar
hennar og sá ábyrgðarlausi gerir sér oft ekki grein fyrir hve mikill
skaðvaldur hann er.
Ábyrgð eða ábyrgðarleysi í gjörðum er sýnilegra en skiptir þó sköpum
í lífi fólks. Ábyrgðarleysið vinnur oft óbætanlegan skaða ef þeir sem
standa álengdar stara galopnum augum á það sem fram fer en gera
ekkert til að skakka leikinn. Ábyrgð í starfi er oft undarlega metinn þar
sem oft reynist þyngra í metum að gæta fjármuna en fólks.
Að axla ábyrgð þýðir að taka á sig byrði annarra og lofa að leggja
hana ekki frá sér fyrr en annaðhvort þörfin fyrir þennan stuðning er liðin
hjá eða annar ábyrgur tekinn við.
Ábyrg manneskja nýtur trausts og virðingar og er litið á hana sem
máttarstólpa í hverju samfélagi. En einnig slíku fólki getur mistekist
svo óbætanlegur skaði hlýst af.
Það hlýtur að taka vel á þá sem vilja vel. það fylgir því ævilega kvöl
að bregðast trausti þeirra sem á mann trúa.
Megi hin sanna merking orðsins ábyrgð í orðum sem gjörðum vera
í heiðri höfð um ókomna framtíð til heilla landi og lýð.
Ég vill til einföldunar gera greinamun á tvenns konar ábyrgð,
ábyrgð gagnvart lögum og siðferðilegri ábyrgð.
Frábærileg lýsing á orðinu ábyrgð.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
23.11.2008 | 21:54
Bræðurnir á Fjalli í Þingeyjarsýslu þóttu nokkuð góðir
með sig, eða að minnsta kosti eigi mæddir af sjálfdæmi.
Þó orti einn þeirra:
Allir hafa einhvern brest.
Öllum fylgir galli.
Öllum getur yfirsést.
Einnig þeim á fjalli.
******************************
Þegar vélbáturinn Skúmur strandaði við Grindavík síðast
liðinn vetur, lýsti fréttamaður ríkisútvarpsins björguninni
meðal annars svo, að hún hefði tekist með slíkum ágætum,
að skipbrotsmennirnir "vöknuðu ekki einu sinni."
*******************************
Jón Sigló er maður nefndur. Hann orti eitt sinn eftirfarandi
vísu. Ekki er kunnugt um tilfellið, en hægt að hugsa sér
ýmislegt:
Notaðu bæði kjaft og kló
og kærleika til vara.
Þá ertu efni í Oddfellow
eða Frímúrara.
******************************
Jæja nú eru allir komnir til síns heima, Gísli er að aka
englunum mínum fram í Lauga.
Milla og Ingimar komin heim með ljósin mín.
Við borðuðum öll saman í kvöld og var fiskurinn vel þeginn.
Ég fann í morgunn rautt efni og ákvað að sauma vængi fyrir
gestaherbergið, þar var eigi vel hægt að draga fyrir, vöktu
þær mikla gleði er þau komu öll heim því þetta var svo
jólalegt og nú fer ég bara að skreyta á fullu.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Fórum á Eyrina í gær.
23.11.2008 | 11:29
Lögðum af stað í bítið í gærmorgun, fram í Lauga að sækja
englana mína þar, síðan brunað í hálkunni á Eyrina sem tók
á móti okkur að vanda með hlýleika.
Búið var að setja upp jólastjörnur á alla ljósastaura, hjörtun í
ljósunum á öllum vegamótum, og svo hjörtun þeirra frægu sem er
búið að setja út um allt.
þeir sem eigi vita þetta með hjörtun, var það, að ég held,
hönnunarstofa á Akureyri sem hannaði þessi hjörtu úr plasti
(trúlega) og svo keyptu fyrirtæki, sjúkrahúsið og allir þeir sem vildu
hjörtun og taka þau á móti manni út um allt og ylja um hjartaræturnar.
Nú við fórum strax að versla á Glerártorgi síðan í bakaríið við brúnna
að sjálfsögðu til að fá okkur smá kaffisopa, þeir sem voru svangir fengu
sér smurt brauð ég fékk mér hafraköku.eða þannig.
Fórum svo til Ernu og Bjössa og eins og ég hef sagt áður er bara
yndislegt að koma þangað, hittum mömmu Bjössa og systur,
síðan kom galgopinn bróðir Ernu, hann sagði að við værum villingar,
en eins og bloggvinir okkar geta staðfest þá passar það ekki
Takk elsku Erna mín fyrir ævilega góðar móttökur.
Fórum svo á hittinginn það var bara frábært, mikið hlegið og skrafað
bæði um landsins gagn og nauðsynjar og gaman mál.
Á hittinginn komu Ásgerður, Ólafsfirði, Anna Guðný, Akureyri,
Sigga sem einu sinni var bloggari og verður það vonandi aftur er
um hægist hjá henni. Huld, Halli og Eva Lind dóttir Huld, Akureyri,
Víðir, Akureyri, Erna, Akureyri, Unnur, Akureyri, Dóra og tvíburarnir
hennar, Laugum, ég Milla og Gísli minn fékk að koma með, Húsavík.
Alveg í restina kom maður Önnu Guðnýjar og fékk sér kaffi með okkur.
Ef ég er að gleyma einhverjum þá vill ég fá skammir.
Ég bað nú Gísla minn að taka upp myndavélina, en viti menn,
eins og oft kemur fyrir hjá gamla fólkinu,
var þá ekki blessuð myndavélin, eða sko batteríin óhlaðin
Nú gamla fólkið mun víst læra af þessu.
En það voru teknar margar myndir svo þið sjáið þær á öðrum síðum.
Það sem er svo gleðilegt við þennan dag er að Milla mín,
Ingimar og ljósin mín koma heim í dag, eru búin að vera í Köpen
og Reykjavík. Eins og allir vita þá er farið til útlanda til að vera til,
af sem áður var er maður verslaði eins og brjálaður, kemur maður
heim og verslar í Reykjavík áður en maður kemur heim til sín.
Svolítið skondið.
Englarnir mínir á Laugum ætla að koma líka og munu amma og afi
hafa steiktan fisk í matinn, því eigi fær maður góðan fisk beint úr
sjónum er maður er á ferðalagi.
Eigið yndislegan dag í dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir svefninn
21.11.2008 | 21:20
Magnað hvernig allt er orðið, það er búið að óskapast og
troðast með fréttir af hinu og þessu, aðallega þessu sem
maður skilur ekkert í, eins og þið vitið er það svo margt og
engum er treystandi, hvorki í verki eða orði.
Nú á maður víst að kaupa jólagjafirnar sem fyrst því þær
hækka í hverri ferð, en hvaða ferð,þar sem lítill sem enginn
innflutningur á sér stað og talað er um vöruþurrð allavega
eftir áramót og svo er útsölurnar verða búnar eftir jól þá
verður ekkert til í búðunum. gaman, gaman.
Annars ætla ég eigi að hafa svo miklar áhyggjur af þessum
jólagjöfum, einhverjar verða þær.
Búið er að fá allan jólamatinn sem verður í ár að gömlum
Íslenskum sið rjúpur, hangikjöt jú og svo verður
hamborgarahringurinn að fylgja með.
Það sem er mest um vert er að eiga góðar stundir saman
borða góðan mat, eiga vel til af smákökum og góðu brauði
til að hafa með afgöngunum sem ætíð eru afar miklir.
Jæja er að fara til Akureyrar á morgun, förum snemma í fyrramálið,
verslum og borðum förum síðan og hittum bloggvini á kaffi Karólínu
í Listagilinu, það verður nú fjör í því.
Steinn Steinar orti 1934.
Svo legg ég glaður frá mér bók og blað
og birti ei framar spádóms heimsins lýði.
En samt er ég viss um eitt, og það er það,
að Þjóðstjórnin okkar tapar sínu stríði.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Svo eiga foreldrar að vera rólegir.
21.11.2008 | 06:45
Manni verður nú bara illt, hvað er eiginlega að hjá börnum sem
framkvæma svona ofbeldi? Það hlýtur að vera mikið, hljóta að
kveljast af vanlíðan, einhver er ástæðan fyrir því að þau koma
svona fram.
kannski hafa þau bara fengið að komast upp með hvað sem er
frá því að þau fæddust, þar byrjar þetta nefnilega. Það er svo
auðvelt að láta allt eftir þeim er þau eru pínu pons og svo sæt
þessi kríli, en er það heldur áfram og engin agi er viðhafður
þá er voðin vís.
Börn þurfa aga, ást og umhyggju, en ég tel að börn sem fara út í
svona vonsku fái það ekki því miður.
Alla vega er eitthvað mikið að.
Ég er ekki að ásaka hvorki einn eða neinn, það er eigi í mínu
valdi að gera það, þetta bara gerist hjá foreldrum og þeir
ekki einu sinni uppgötva hvað er að,
allir þurfa að vinna mikið, síðan er það heimilið er heim kemur og
það sem er mikilvægast (börnin) hefur ekki forgang vegna tímaleysis.
Vona bara að það verði tekið rétt á þessu máli það er svo mikilvægt
fyrir framtíð þessara barna.
Eigið góðan dag.
Milla
![]() |
Gerðu myndband af líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fyrir svefninn
20.11.2008 | 20:26
Hugsið ykkur! hef eigi farið út úr húsi í dag. Svaf til sex í morgun,
fékk mér ab mjólk og meðulin mín, upp í rúm aftur og svaf til níu.
geri ég nú betur, þetta er sko ekki mín deild eins og allir vita nú.
Er ég vaknaði dandalaðist ég í tölvunni þar til ég hafði list á te og
brauði fékk mér það og síðan í sjæningu, allir vita orðið hvað það er.
Sko rúsínan í pylsuendanum kemur hérfór að strauja.
Ég er nefnilega ein af þeim sem strauja bara er allt er orðið fullt af
óstraujuðu og núna voru allir dúkar og allar tauservétturnar mínar
í strau körfunni + koddaver svona punti þið vitið og bara ýmislegt,
Allt var tekið og steinkað og sorterað eftir gerð síðan var byrjað að
strauja tók mér annað slagið smá hvíld, fékk mér kaffi og síma-mal,
ekki síma-poka heldur síma-mal og stóð það yfir svona smástund.
Kláraði ekki á eftir smá jóladútl, ætla að klára það fyrir helgi.
Ég er nefnilega þannig að ef ég byrja á einhverju þá verð ég að klára
það í samhengi, þó það taki marga marga daga.
Englarnir mínir sem voru úti í Köpen hringdu í mig frá flugvellinum,
voru að versla svona eitthvað smá í fríhöfninni úti áður en lagt var
af stað heim. þau koma samt ekki hingað fyrr en á sunnudaginn.
Hlakka ég mikið til, búin að sakna þeirra mikið.
Ein góð eftir hana Ósk hún er sko hin amman við eigum
ljósálfinn og litla ljósið saman.
Möguleg eftirmæli.
Af minningum um þig er ég rík
aldrei þeir fjársjóðir tæmast.
Amma mín þú varst engum lík
það var unun að heyra þig klæmast.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hef áhyggjur, ef eigi fæ egg í jólabaksturinn.
20.11.2008 | 09:29
Hvað er þetta eiginlega kæra fólk, haldið virkilega að þið fáið
Þjóðstjórn út á eggjakast? NEI og aftur Nei.
Ég er afar hlynnt mótmælum og það kröftugum, en engu ofbeldi
er ég meðfylgjandi, sjáið þið ekki, að þá erum við sem viljum
breytingar, ekkert betri, því það er að sjálfsögðu ofbeldi sem er
búið að beita okkur í áraraðir, þá er ég að tala um andlegt
ofbeldi og það er slæmt og engri þjóð sæmandi að koma þannig
fram við fólkið sitt.
Elskurnar mínar látum af eggjakastinu, bæði kosta þau peninga
og svo gæti farið að við fengjum eigi egg í jólakökurnar.
Við leisum heldur ekki neitt í reiði því , ef við erum reið,
þá getum við eigi hugsað rökrétt
Við munum fá nýtt blóð í stjórnina við næstu kosningar.
En vita skuluð þið að djúpt þarf að grafa til að finna ósýkta
faglærða menn til að koma á í þessu landi stjórn heilinda.
Því það hefur gleymst í árana rás hvað heilindi eru.
Eigið góðan dag.
Milla.
![]() |
Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Fyrir svefninn
19.11.2008 | 21:07
Þetta er saga af langafa og ömmu í föðurætt og hversvegna
afi og bræður hans tveir heita allir Sigurðar.
Árið 1887--'98 bjó á Hvallátrum bóndi, sem hét Guðmundur
Sigurðsson. Hann var fæddur á Neðra vaðli á Barðaströnd
sumarið 1835. Faðir hans var Sigurður Sigurðsson, sem kallaði
sig Breiðvíking, enda ættaður úr Breiðuvík. Feður þeirra Össurar
Össurarsonar, voru hálfbræður. Sigurður Breiðvíkingur var mikill
hagleiksmaður og víðkunnur bátasmiður,og var bæði vandvirkur
og stórvirkur.Kona hans og móðir Guðmundar hét Þórdís.
Hún var dóttir Jóns bónda í Botni í Tálknafirði.
Guðmundur var kvæntur Helgu Beatu Árnadóttur. Faðir hennar
var Árni Thoroddsen, sonur Jóns bónda Thoroddsen sem lengi
bjó á Hvallátrum, en áður á Hvalsskeri í Patreksfirði, og var
Árni þar fæddur. Árni á Hvallátrum og Þjóðskáldið Jón Thoroddsen
boru bræðrasynir.
Árni bjó í Kvígindisdal í Patreksfirði frá 1862--'70, en fluttist síðan að
Hvallátrum og bjó þar til æviloka, síðustu árin sem húsmaður.
Hann var kvæntur Sigríði Snæbjörnsdóttur frá Dufansdal, systir
Guðrúnar seinni konu Össurar, og Markúsar á Geirseyri.
Guðmundur og Helga voru gefin sama árið 1885, og bjuggu þau
síðan í Hænuvík þar til þau fluttust að Hvallátrum.
Þau eignuðust þrjá sonu og sá fyrst fæddist 1886 og var skýrður
Sigurður Andrés. Ári seinna fæddist sonur tvö og var hann skýrður
Sigurður. Sá yngsti fæddist 28/7 1893. hann var skýrður tveim nöfnum
eins og sá elsti og var það Sigurður Jón, og er það afi minn.
Undarlegt að skýra þrjá syni sína sama nafninu, en það voru ástæður
fyrir því. Þegar langamma gekk með sitt fyrsta ætlaði hún að yngja upp
föður sinn, en hana dreymdi skömmu eftir að hún ól drenginn, að til
hennar komu tveir menn. Annar kvaðst heita Sigurður Jónsson og
hafa búið í Breiðuvík, hinn Sigurður Sigurðsson, Breiðvíkingur, það
vissi hún að voru komnir feðgarnir afi og langafi drengsins.
Sigurður leit son sinn óhýru auga og sagðist vilja ganga fyrir með
nafnið og eiga það einn, ég skal bíða sagði hinn. þegar langamma
varð vanfær í annað sinn kom til hennar Sigurður Breiðvíkingur og
sagði, þú manst eftir mér nú bíð ég ekki lengur.
þar með var drengurinn skýrður Sigurður.
Þegar afi minn fæddist þá hélt nú langafi að hún vildi skýra eftir föður
sínum, en nafnið var Sigurður Jón.
Svona er sagan sú. Þrjóskan í vestfirðingum hefur löngum fræg verið.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Til hamingju Herdís Albertsdóttir.
19.11.2008 | 12:33
Strákarnir okkar" í sérstöku uppáhaldi hjá Herdísi
Herdís Albertsdóttir á Ísafirði fagnar í dag 100 ára afmæli. Hún fæddist í húsinu að Sundstræti 33 þar í bæ og bjó þar fyrstu 99 árin og hálfu betur þar til í sumar, að hún flutti á öldrunardeild sjúkrahússins.
Afmælisbarnið er stálhraust og ber sig vel, en heyrir reyndar mjög illa og sjónin er ekki góð. En hún segir að ekkert sé að sér og hún er stálminnug; það er hægt að fletta upp í henni," sagði dótturdóttir Herdísar, Kristjana Sigurðardóttir, við Morgunblaðið í gær.
Strákarnir okkar" í handboltalandsliðinu hafa löngum verið í miklu uppáhaldi hjá Herdísi og árum saman fylgdist hún með hverjum einasta leik sem sýndur var í sjónvarpinu. Hún hefur fylgst grannt með þeim alveg frá því þeir fóru að spila af einhverju viti, eins og hún segir sjálf!" sagði Kristjana í gær. Örvhenta stórskyttan Kristján Arason var í sérstöku uppáhaldi. Hann er drengurinn hennar!"*******************
Fyrverandi nágranni minn á Ísafirði er 100 ára í dag.
Við Gísli bjuggum við hliðina á henni Dísu,
Silfurgatan skildi okkar hús að,
Húsin okkar stóðu bæði á horni Silfurgötu og Sundstrætis.
Hugsið ykkur hvað þessi stórkostlega kona er búin að upplifa og
áorka í sínu langa lífi. Unga fólkið getur örugglega ekki sett sig inn í
þann lýfsferil sem fólk á þessum aldri þurfti að upplifa, en við sem
erum eldri vitum nokk söguna um þann feril.
Hún á góða og henni mikið kæra afkomendur og þykist ég alveg
vita að öll eru þau stödd fyrir vestan í dag.
Má til að segja ykkur frábæra sögu af henni Dísu, einhverju sinni var
brotist inn hjá henni, hún fer ofan og sér þá mann nokkuð ölvaðan.
Hún fer eitthvað að tala við hann og býður honum kaffisopa sem
hann þáði og var orðin sá spakasti er einhver kom sem hún hafði
hringt í, þau skildu mestu mátar, en öldin var nú önnur þá.
Sel þessa ekki dýrari en ég keypti hana.
Til hamingju Dísa mín og öllum ættingjum óska ég til hamingju
með að hafa upplifað þau forréttindi að njóta þessara konu.
Það er eigi sjálfgefið að eiga góða að.
Ljós og kærleik til ykkar allra.
Milla og Gísli Indriða.
![]() |
Strákarnir okkar í sérstöku uppáhaldi hjá Herdísi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)