Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Sorg.
29.7.2007 | 21:16
Þar af leiðandi misstum við einn í viðbót.
Maður skaut mann og sjálfan sig á eftir, þrír eru farnir í dag.
Annar atburðurinn er harmleikur, hinn er órannsakaður,
Ég held ég segi ekki meira um þetta núna,
en ég votta öllum afstandendum þessara þriggja manna mína dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur.
Banaslys á Biskupstungnabraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Greyið var undir áhrifum áfengis.
29.7.2007 | 13:46
Æ.Æ. mikið lifandis skelfing: " Er það einhver afsökun fyrir hegðun manna".
Þetta er búið að viðgangast frá alda öðli að menn gangi um og misbjóði konum sínum börnum og öðru fólki, og svo er sagt Æ. hann var svo drukkinn greyið, hann er með þvílíkan móral.
"Kjaftæði". Þeir hafa engan móral, þá mundu þeir ekki endurtaka þetta.
Móralinn og vælið leika menn til að fá fyrirgefningu,
svo þeir geti haldið áfram að nota ofbeldi, það er svo þægilegt að hafa eina vissa til að berja.
Konur eru með þessum mönnum árum saman og jafnvel allt sitt líf,
hvaða hamingja fellst í því, búin að missa alla vinina allt félagslíf horfið,
nema skyldumætingar í fjölskylduboð og svoleiðis.
Konan alltaf í því hlutverki að halda friðinn og frontinu í lagi,
vita þær ekki að það er hægt að fá hjálp nú til dags.
Æ. stelpur standið nú í lappirnar og komið ykkur út úr ruglinu, látið ekki hóta ykkur,
fáið hjálp ef þið þurfið, þið þurfið þess örugglega.
Ég hvet líka karlmenn sem eru í þessum sporum að gera slíkt hið sama.
Þeir eru til og ég meira að segja þekki nokkra, sumir af þeim hafa staðið í lappirnar og
eru hæst ánægðir með það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á ekki til orð.
29.7.2007 | 10:20
Það er nú svo oft sem ég á ekki til orð.
Ég tel þessi skemmdaverk vera með alvarlegri spjöllum sem framin eru.
Hvað ef, hefði komið útkall á skipið þá hefði þurft að kalla á skip frá Keflavik eða jafnvel Reykjavík.
Hvað er eiginlega orðið að í þessu þjóðfélagi,
að ungviðinu okkar lýði svo illa að það þurfi að skemma tæki sem bjarga mannslífum.
Þegar ég var að ala upp mín börn, var litið á björgunar-sveitirnar
og allt sem þeim tilheyrði sem einhver Goð sem þeir að sjálfsögðu eru.
Ætli minn sonur hafi verið eldri enn 10-12 ára þegar hann fór að sniglast í hringum strákana,
var síðan í sveitinni í mörg ár.
Kannski það væri gott fyrir öll börn svona 11-12. ára,
að það yrði gert að skyldu að vinna með sveitunum,
þá mundu þau kynnast þessu starfi og skilja alvöruna betur sem felst í þessari starfi.
Það eru starfandi unglinga-sveitir innanbjörgunarsveitanna,
en það er bara ekki nóg sér í lagi ekki í þéttbýlinu.
Úti á landi eru börn meira meðvituð um það starf sem þessar sveitir vinna. Af hverju.
Jú börn úti á landi eiga pabba sem eru sjómenn, björgunarsveitarmenn, slökkviliðsmenn
og lögreglumenn, þannig að þau skynja alvöruna betur heldur en borgarbarnið sem heyrir
einhverja frétt um slys og hugsar ekki meir um það, ef þau heyra fréttina yfirleitt.
I mörgum tilfellum er aldrei talað um við börnin hvað er að gerast í kringum þau,
sem er afar slæmt.
Að tala um allt og allt sem gerist skapar víðsýni og umhugsun hjá börnunum
sem er bara af hinu góða. Fyrirgefið enn það vantar AGA. Mín skoðun.
Skemmdarverk unnin á björgunarskipi í Sandgerðishöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gömul kynni gleymast seinnt.
25.7.2007 | 12:21
Ég þekki Hjálmar og konuna hans í gegnum skólagöngu barna minna. þau kynni gleymast ekki.
þau eru öndvegis fólk. Það var nú ekki hægt að ráða betri mann enn Hjálmar í þetta starf sem hann gegnir núna. Gangi ykkur allt í haginn með nýtt menntasetur.
Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð síðan herinn fór eru að mínu skapi, það þurfti að gera eitthvað við svæðið, það vantaði vinnu fyrir fólkið og auka íbúatölu Suðurnesja.
Auðvitað eru alltaf einhverjir byrjunar-erfileikar, hvar eru þeir ekki.
Stóra málið er að þetta gerðist 1.2.og 10. Að sjálfsögðu er þetta samstarf
allra þeirra sem komu að þessu máli og ég hrópa húrra fyrir þeim sem knúðu þetta áfram.
Ég vona að Hjálmar og frú hafi fengið gott sumarfrí og notið þess vel, þau eins og allir aðrir
eiga rétt á sumarfríi.
Annað mál.
Hvað skiptir máli hvar fólk er í pólitík, ef það er hæft í það starf sem það er ráðið til,
sumir kannski vita það ekki að vel gert fólk vinnur bara saman án þess að vera
vera að hugsa um pólitík.
Mér finnst að fólk ætti að hætta þessu bloggi sem jaðrar við siðleysi já eða er siðlaust.
Þetta er nú bara mín skoðun.
Fleiri sækja um en komast að í frumgreinadeild Keilis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bestar eru konur.
24.7.2007 | 10:20
Til hamingju allar konur.
Við skulum taka þátt í þessu með skutlunum á þeim farartækjum sem við stírum.
Að kenna ökumönnum umgengis-siðferði er algjör nauðsyn.
Ég hef nú sagt þetta svo oft, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Það þarf að kenna börnunum mjög ungum tillitsemina og siðareglurnar í umferðinni,
kannski verða þau betri ökumenn þegar að því kemur að þau taka próf sjálf.
Gangi okkur allt í haginn.
Konur eru fyrirmyndar bifhjólaökumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dónaskapur.
23.7.2007 | 13:02
Já dónaskapur að sjálfsögðu. skyldi maðurinn hafa fengið óagað uppeldi eða heldur hann að það sé fínt að láta svona, þetta er eins og með umferðar-siðleysið sem ég talaði um í gær.
Fyrir margt löngu vann ég í flugstöðinni, og það á barnum, lenti maður í allskonar uppákomum sem maður þurfti að leysa á farsælan hátt, stundum var það ekki hægt
og voru þá kallaðir til öryggisverðir, ekki meira um það.
Mér hefur oft dottið í hug, því í ósköpunum er selt vín um borð í flugvélum eða í flugstöðinni yfirleitt.
Getum við ekki verið án þess að smakka vín í þessa klukkutíma sem ferðin tekur,
tekið okkur góða bók í hönd eða bara talað saman. Nei bara smá tillaga.
Tek fram að ég er ekki á móti víni finnst gaman að fá mér smá Koníak með kaffinu um borð,
en það er engin þörf. Það mundi kannski bjarga svona uppákomum.
Lét ófriðlega í flugi og veittist að lögreglumönnum við handtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alvara á ferð.
22.7.2007 | 15:09
Hvenær ætla bílstjórar þessa lands að uppgötva það að þeir bera ábyrgð og ber að vera meðvitaðir um hvað er að gerast í kringum þá?
Við fórum til Akureyrar í gær, hjólreiðamenn eru margir um þessar mundir á vegum landsins og engin undantekning var á okkar leið í gær.
Að sjálfsögðu ekur maður hægar framúr þessum vegfarendum því ekki bjóða nú vegirnir upp á of mikið svigrúm og menn eru ekki öryggir með sig á þessum vegum.
Viti menn allt í einu kemur bíll á hundrað, eins og maður segir, fer fram úr okkur sveigir inn nokkrum bílum framar og þar var maður á hjóli,
þið getið bara hugsað ykkur hvað munaði litlu þarna, maðurinn hrökklaðist af hjólinu,
en sem betur fer var allt í lagi með hann.
Bílstjórinn sem varð valdur af þessu, hvarf sjónum okkar og sáum við hann ekki meir.
Hvenær verður næsta dauðaslys!!!!!!!!.
Ég hef nú bloggað um þetta áður.
Þetta með tillitsleysið, siðleysið við allt og alla í umferðinni.
Hvað heldur fólk eiginlega að það sé. Heldur það að það eigi allan rétt og þurfi ekki að taka tillit.
Heldur það að það séu meiri töffarar ef það hagar sér svona í umferðinni,
ef svo er þá er það mikill misskilningur. Tökum á þessu og förum að hugsa.
Ekið á reiðhjólamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Akureyrarferð.
21.7.2007 | 20:02
Drifum okkur til Akureyrar í morgun tókum snúllurnar þrjár og hundinn með okkur.
Fórum fyrst í Bónus.
það var bara skemmtilegt allir voru svo jákvæðir og kátir.
Fengum okkur smá að borða í bakaríinu við hliðina á Bónus, það var ágætt,
sko í svona hita hefur maður nú ekki mikla matarlist.
Blómaval má aldrei gleyma að fara þangað, það er æði, fæ alltaf kaupæði er ég fer þangað inn,
brá út af vananum í þetta sinn keypti bara skrautmál undir snyrtidót,
nú eitthvað var keypt handa hundinum, aumingja hann honum leið ekki vel í bílnum hjá okkur í dag. Fórum aðeins á Glerártorg bara af gömlum vana, vantaði ekki neitt.
þær fóru í miðbæinn meðan við fórum í Hagkaup og Bakaríið við Brúnna, maður getur ekki verið án þess að kaupa sér eðalbrauð.
Á heimleiðinni fórum við að Goðafossi það er alltaf jafn stórfenglegt að skoða hann og allt það umhverfi. Síðan lá leiðin heim áður en það færi að sjóða á matnum í skottinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæludagar.
19.7.2007 | 20:45
Ég fór nú bara í þunglyndi í dag þegar bróðir minn og mágkona fóru, voru búin að vera hjá okkur síðan á sunnudag með litlu Söru Maríu sem er barnabarn þeirra.
það er búið að vera dandala veður og æðislega gaman.
Við fórum í allar búðirnar og versluðum, fólki finnst svo gaman að versla þegar það kemur út á land það er svo afslappað og þjónustan alveg frábær.
Þau keyptu sér hreindýra-kjötbollur og hamborgara 140.g.r. þeir eru bara góðir,
meira að segja versluðu þau í Húsasmiðjunni, það væri nú eitthvað annað enn í látunum í R.
Nú við fórum á úti-kaffihús, daginn eftir í kofan til að fá okkur heimsins bestu pulsur,
Á Húsavík eru þessir staðir byggðir í gömlum húsum og stíl og þú upplifir þig eins og í útlöndum,
hér er náttúrlega bara allt flott.
Ekki voru þau svo lítið hissa þegar þau komu inn í blómabúðina Ezar: þar er allt mögulegt til
meira að segja: " allt frá Krydd og olíur á Laugaveginum ". það hljóta nú allir að vita hvað það er,
er það ekki annars? Þetta voru alla vega með bestu dögum sumarsins, takk fyrir mig.
Þorgerður mín ég veit að þú lest þetta þú getur kannski sagt mér einhverjar fréttir,
t.d. eru mamma þín og pabbi að koma út til þín í haust, amma þín var að segja mér það,
en gæti verið misskilningur eins og þú veist Ha.Ha.Ha. er að koma bumbubúi annarstaðar enn hjá Fúsa og Sollu og Ástu og Þresti?????????? SVAR TAKK!!!!!!!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samúðarkveðjur.
15.7.2007 | 10:26
Þar fór góður drengur.
Sendi Sigrúnu Gerði og fjölskildu innilegar samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Einar Oddur Kristjánsson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)