Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Allt í drasli.

Auðvitað hafa allir upplifað það að manni finnst allt vera í drasli.
Einu herbergin sem eru í alveg í lagi er eldhúsið og tölvuverið ha ha ha. 
Rúmið mitt er á miðju gólfi,(er verið að mála) hanga einhverjar lufsur
fyrir gluggunum, Á eftir að ákveða gardínur. 
Nýa rúmið kemur á miðvikudag  og börnin mín voru að tala um að það yrði
ekki hægt að koma hingað fyrstu dagana nema hringja áður,
skil það nú ekki,  tjúlli ralli ræ.
stofan er í upplausn tveir nýir sófar og það á eftir að  hanna allt
upp á nýtt.( kannski maður fái bara Innlit Útlit oj.oj.)
Við flytjum í gestaherbergið á morgun, það er í lagi,
en þið sjáið alveg hvað ég meina,
það er allt undirlagt þegar maður stendur í svona framkvæmdum,
og ekki er ég til stórverka hæf, svo þau eru að hjálpa til, 
börnin mín og tengdasonurinn.
Aldrei  mun ég geta fullþakkað börnum mínum og tengdabörnum
hvað þau hafa fyrir mig gert í einu og öllu.
ævilega þakka ég þeim fyrir að vera það sem þau eru,
síðan þakka ég Guði fyrir að gefa þeim þá gæfu að eignast
þessi yndislegu barnabörn mín mun ég  elska þau öll
meira en allt annað í heiminum.Heart
      Góðar stundir.


Sorglegt.

Já mér finnst það sorglegt þegar svo er komið fyrir 16 ára ungling
að hann veit ekkert í sinn haus.
Hvað er eiginlega að, og hvar er potturinn brotinn.
Kannski vill engin viðurkenna að hann sé brotinn, þetta hafi bara gerst,
Æ.Æ. hann drakk bara of mikið, en hann á ekki að vera að drekka.
Hver er ástæðan fyrir því  og hver ber ábyrgðina.

Hef sagt það áður, en aldrei er góð vísa of oft kveðin.

Fólk þarf að vakna til lífsins með að agi, virðing og kærleikur er
það sem á að byrja í vöggu, það er ekki nægilegt að ætla sér að aga
þegar fyrsta sprungan kemur í pottinn.

Kæra mannfólk spyrjið ykkur að því, hvernig einstaklinga þið
eruð að ala upp út í lífið, koma þau til með að bjarga sér
þessir englar okkar.
Mínar skoðanir og hugleiðingar.
                              Góðar stundir.


mbl.is 16 ára réðst á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins! Eða hvenær annars?

Maður er nú orðin þreyttur á að bíða eftir þessum úrbótum,
það er hægt að telja endalaust upp fyrir manni þetta og hitt,
en hvenær verður staðið við loforðin?
Ég mundi vilja sjá plan á blaði um hvenær þetta ætti að vera tilbúið,
hvernig ætti að setja þetta allt niður og hvað yrði hvar.
Af hverju þarf alltaf að bíða þar til allt er komið í óefni, þetta þarf að koma strax.


mbl.is Þrír milljarðar í heildaruppbyggingu fangelsa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð í að styðja aðra

Sjálfsagt er að fara í rauðan bol á morgun, ekki að ég telji
að það hafi einhverja þýðingu, en rauður bolur skal það verða.
Við höfum verið dugleg Íslendingar að styðja aðra í
hinum ýmsu málefnum og ber okkur að gera það.
Við styðjum hungraðan heim, svæði náttúruhamfara og margt annað.

Heimafyrir eru það  öll happadrættin, líknarfélögin, íþróttafélögin og
endalaust get ég talið upp.
Við förum í skrúðgöngur og höfum gaman af og allt er þetta í himnalagi.

 Förum við í kröfugöngur til að mótmæla hækkunum á neysluvöru
eða því sem við þurfum nauðsynlega að nota í okkar lífi,
eða hækkuðum launum svo við getum lifað mannsæmandi lífi,
nei nei það er svo ágætt að láta aðra sjá um þessa hluti
og vera svo alveg hissa á því að ekkert gangi.

Kannski erum við svo snobbuð að við getum ekki verið þekkt fyrir
að láta sjá okkur í baráttu-göngu fyrir okkur sjálf.
þeir taka þetta til sín sem eiga það aðrir bara slappa af.
Mín skoðun.                       Góðar stundir.


mbl.is Fólk hvatt til að mæta í rauðum bolum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hjérna 140.kg.

Guðjón þú sérð spaugilegu hliðina,
jú kannski við það að ekki er auðvelt að tína 140.kg. hjólastól
svona út í loftið,W00t þetta eru bara ömurleg vinnubrögð við hver sem á í hlut.
Farið nú að standa í lappirnar strákar og vinna vinnuna ykkar
þíðir ekkert að fara bara í kaffi í miðjum klíðum, Æ.Æ.Æ. smá djók.Wink


mbl.is „Fótunum" kippt undan fötluðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur að koma helgi.

Já það verður fjör í bæ þessa helgi líka, Dóra mín er komin í bæinn,
á að klára að losa húsið um helgina, leigjandinn kemur á sunnudag.
Á morgun förum við ég og engillinn að sækja snúllurnar mínar
inn að Laugum, þær lögðu á ráðin um matseðilinn þessa helgi.
Á föstudagskvöld verður pissu veisla hjá Millu
það gerir engin pissur eins og hún, á laugardagskvöldið á að vera
Tortilla veisla með öllu tilheyrandi hjá ömmu.
Það verður líka málað hjá mér svefnherbergið um helgina,
svo það verður allt á fullu og æðislega gaman eins og alltaf
þegar við hittumst. 
Jerímías! Hlakka svo til þegar allt er búið,
hugsið þið ykkur þá get ég bara notið þess að bíða jólanna,
hafa englana hjá mér meðan þessar elskur dætur mínar fara til útlanda.
Fáum nýu sófana í stofuna um helgina,
þetta verður bara flott hjá okkur gamla settinu.InLove


FARIÐ Í L.A.

Fara til L.A. er nú bara að fara niður í bæ. Við ég og engillinn Halo
Byrjuðum á því að fara með fullan poka af fötum í Rauðakrossinn.
Síðan að kaupa málningu á svefnherbergið,
í leiðinni keyptum við Erikur í pott fyrir utan dyrnar,
mér finnst það alltaf byrjunin á jólunum.
Kom við í bakaríinu að kaupa eitthvað rugl,
varð að koma við í skóbúðinni, "vantar sko inniskó" viti menn,
veit þið trúið aldrei hvað ég keypti, ég fékk mér flókaskó da da ra da da dæ.
Þeir eru svona rauðir með rósum á framan æðislega krúttlegirJoyful
og rooooosalega hlýir, góðir í vetur. Látið ekki svona við mig
mér finnst þeir alveg yfirmáta flottir.Whistling


Stenst aldrei neitt.

Maður er nú orðin svo lítið þreyttur á að lesa svona ritgerðir,
jú vegna þess að þær standast aldrei.
Ég er mér til mikilla bölvunar ein af öryrkjunum,
ekki það að ég skammist mín fyrir að vera það nei. nei.
það getur engin gert við því þótt hann lendi í
þessum pitt.
Hitt er svo það að hinu háu herrar og margt fólk
lýtur niður á okkur sem eru í pittinum.
Það er ekki gott fyrir þá sem ekki geta svarað fyrir sig,
svo ég tali nú ekki um ef það þarf að tala sínu máli hjá T.R.
Þar mætir manni ekki einu sinni almenn kurteisi að undanskildum
þeim fáu sem eru mannlegar.
Mér hefur nú fundist að þegar kemur einhver hækkun
þá er hún tekin annarstaðar af manni.
þannig að maður hefur aldrei úr neinu að moða til að hnoða,
"sko" svona saman til að gefa eða veita sér eitthvað.
Svo erum við algjörlega persónu-skert.
Með fullri virðingu fyrir Öryrkja-bandalaginu
þá fá þeir aldrei það sem farið er fram á,
sagt svo bara, já og amen, og allir eiga að dansa af kátínu,
Hægan Hægan.
Hvað halda þessir menn og konur að við séum.
Hálf-vitar eða hvað?
Takið ykkur tak og sjáið fyrir þeim sem þurfa þess með.


mbl.is Öryrkjar, lágtekjufólk og aldraðir fái að njóta skattalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlent fólk.

Hefur komið fyrir að fólk gangi út ef að afgreiðslufólk talar ekki Íslensku.
Neitar að láta erlent fólk afgreiða sig
Það má þá labba út að mínu mati það er þeirra val, en
Hvað gerir fólk í útlöndum ekki er töluð Íslenska þar,
en engin segir neitt við því bara verslar og verslar.
Veit ég vel að það getur verið afleitt ef t.d. um starfsmann
á elliheimili er að ræða, gamla fólkið okkar er svo óöruggt ef það
hefur ekki einhvern sem skilur það.
Það er að sjálfsögðu algjör skilda að erlent vinnuafl læri málið okkar,
en sumir koma bara hingað í sumarvinnu og læra nú varla mikið á þeim tíma
og höfum við þá leifi til að sýna þessu fólki dónaskap.
Sögu skal ég segja stutta, í bakaríi var ég að versla það var í Garðabæ
er þar ung og góðleg stúlka að afgreiða mig ekki innlend ég var að hjálpa henni
að skilja hvað ég vildi, taldi mig ekki of góða til þess,
í því kemur kona inn gengur upp að hlið mér ýtir öxlinni í mig
nikkar að stúlkunni og fer að hlæja, ég horfði á konuna hafði aldrei
séð hana fyrr, hún hefur líklega séð hvað ég var hneyksluð
því hún sagði maður má víst ekki hlæja af þessu fólki,
nei sagði ég frekar ættir þú að hjálpa því.
Það kom mjög á konuna ég horfði ekki á hana meir.
Hvað heldur þetta fólk að það sé.
Mátti til að viðra þessum skoðunum mínum.


Unga fólkið okkar.

Það er svo gott að heyra þegar unga fólkið okkar er að framkvæma
eitthvað sem er af hinu góða.
Með ungu fólki meina ég allt ungt fólk sem býr á landi voru.
Það er nauðsynlegt að koma því inn hjá okkur öllum að:
"Vera öðruvísi er í lagi hvort sem það er þjóðernið, trúin eða eitthvað annað".
Ef unga fólkið okkar getur ekki breitt þessu
þá getur það engin.
Þau eru fordómalaus ef þau fá frið til að hugsa sjálfstætt.
Hættum að stjórna í þeirra hugsunarhætti og leifum þeim
að þróa með sér sjálf hvað þau vilja.

Gefum þeim kærleikan og frelsið.Heart


mbl.is Ungmenni af erlendum uppruna láta í sér heyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.