Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

This is may life, vann.

Til hamingju Euroband þið eruð flottir söngvarar
lagið er ekta Eurovisionlag, stuðlag.
En ég hélt satt að segja að þetta gúmmíhanskalag
mundi vinna, en sem betur fer ekki,
en það skiptir ekki öllu máli hvaða lag vann,
þau voru öll ágæt.
Og það er óútreiknanlegt hvernig lögum er tekið í þetta skiptið.
                                    Gangi þeim vel.
mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jóna húsfreyja var skorin upp á sjúkrahúsi
hjer í bænum og var svæfð.
Það ber oft við að sjúklingur tala um áhugamál
sín upp úr svefninum.
Svo var um Jónu húsfreyju, hún kallaði oft:
>>Lárus, Lárus, kystu mig.<<
þegar Jóna var orðin albata, kveður læknir hana
og segist byðja að heilsa Lárusi.
>>Lárusi þekkið þjer hann?<< spurði Jóna.
>>Já ég veit það muni vera maðurinn yðar,<<
svaraði læknirinn.
>>Nei það er vinnumaðurinn okkar.<<


Stúlka ein var að tala við pilta, og af einhverju,
sem bar á góma í samtalinu, kallaði hún þá svín.
Einn af piltunum svaraði þá með þessari vísu:
           

            Ástum tryllta auðarlín,
            orðin stilltu betur þín.
            Ef við piltar erum svín,
            ertu gylta veiga mín!

Ýmsu leynt.

           Þjóðin öll í orðum fám
           yfir sannleik breiðir.
           Ekki sjást í ættarskrám
           allar krókaleiðir.


Bloggið gefur okkur undur og stórmerki.

Ég var að hugsa um þennan sveitasíma nútímans,
sem er bloggið, undur og stórmerki gerast dags daglega.
Hef eignast margar bloggvinkonur og vini síðan ég byrjaði
að blogga, það er rúmt á síðan. 
Stórkostlegt er það að gamlir vinir finna hvorn annan
og nýir verða vinir manns.
Ég hef komist að því að undantekningar-laust hafa allir átt við
einhver vandamál að stríða, þeir sem ekki hafa opnað sig þar að lútandi
rita þannig að maður les á milli linana.
Flestir opna sig, eins og þeir séu að tala um einhvern annan,
og er það allt í lagi, því það er nefnilega svo frábært að við ráðum
yfir okkar lífi sjálf.
Margir bara galopna sig og dáist ég að því fólki.
því þeir sem geta það tekst betur að höndla vandan en öðrum.
Það er líka stórkostlegt, ef að einhver á í erfiðleikum,
þá eru allir hinir tilbúnir til að hjálpa til.
Eitt verðum við að gera okkur grein fyrir að engin skapar okkar
líf eða ræður því hvernig það er nema við sjálf.
Lifum í kærleikanum, ljósinu og gleðinni og þá mun allt fara vel.
                     Kveðjur til ykkar allra.
                            Milla.


Lítil hönd á kinn.

Má til að segja ykkur. Ég svaf óvenju lengi í morgun,
eða til hálf átta, þá vaknaði ég við litla hendi sem strauk
kinnina á ömmu sinni, þegar ég opnaði augun
sagði hún: ,, Góðan daginn amma mín", ég sagði
góðan daginn Aþena mín síðan kúrðum við smástund
Þá sagði hún amma eigum við að koma fram?
Borðuðum morgunmat og ég í tölvuna og hún að
horfa á eina spólu.
Núna er hún í mömmuleik og er búin að gefa okkur kaffi
með konfekti sem hún fann síðan um jól, var aldrei
búin að taka baukinn og henda honum.
Núna er engillinn minn búin að hella á alvörukaffi handa okkur
og ætla ég að drekka það með honum.
                           Njótið dagsins.Heart Milla.

Þvílíkt rugl.

Hvað er að manninum ekki er þetta starfsfólkinu að kenna.
Er hann hræddur um að alþjóða-samfélagið afneiti landinu
fyrir það eitt að þar séu kakkalakkar.
þeir eru reyndar frekar ógeðfeldir,
en hvað mega þá aðrar þjóðir segja  sem hafa þennan
ófögnuð eins og t.d. Ameríka.
               Góðar stundir.


mbl.is Örlagaríkur kakkalakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins einhver sem tekur af skarið.

Það var nú komin tími til að einhver tæki af skarið,
Þorsteinn Már varð til þess enda örugglega rétti
maðurinn í það.
Engir starfslokasamningar, eru þeir á nokkurn hátt
réttlætanlegir, nei og aftur nei. 
Að mínu mati eiga allir að sitja við sama borð
og fá bara borgaðan uppsagnarfrest eins og annað fólk.
Ég veit að sumir menn halda að þeir séu æðri en hinir, en
það er nú komin tími til að leiðrétta það hjá þeim blessuðum.

Ætíð hef ég haft þá skoðun að ef menn og konur vinna vel að
sínum störfum, eru þau að vinna fyrir laununum sínum og ekkert annað,
en nota bene ef eitthvað framúrskarandi kemur fram eða um gróðagott
samvinnuverkefni er að ræða innan fyrirtækis,
séu aukagreiðslur eða kaupréttarsamningar réttlætanlegir.
Eitt er líka hagur bankans, að hann fái fleiri viðskiptavini,
ein leið til þess er að senda starfsfólk á samskiptanámskeið
hlýleg og góð framkoma stækkar kúnnahópinn.
                                Góðar stundir.


mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er afar upptekin. Svo þetta er fyrir svefninn.

það er eitt ljós búið að lýsa mér í allan dag, hún
kom um tvöleitið vildi fara beint að horfa á spólu,
það þýðir bar eitt, hún er sybbin og vill lúlla í gestarúminu
þar sem það er, hef ég sjónvarp, vídeó og dvd  þar geta þau verið
eins og þau vilja.

Ég leifði henni að sofa til kl. 16.oo síðan fórum við á danssýningu
í Borgarholtsskóla, það voru allir aldurshópar sem sýndu.
Hún fær að byrja að læra næsta vetur, enda iðaði hún í stólnum
að fá að vera með. nú við fórum heim um  sex leitið og hún
ætlaði að sofa hjá ömmu, við Milla jr. ákváðum að það væri í lagi
því hún þarf að fara að vinna snemma í fyrramálið og við að passa
núna verð ég að fara að lesa sögu og syngja nokkur lög.
                        Góða nótt kæru bloggvinir og þið öll hinSleeping


Á leikskólum er gaman að vera.

Svona dagar fyrir ömmur, afa, pabba og mömmu eru
bara frábærir.
Aðstandendur barnanna kynnast betur með börnunum,
yfir kaffi eða tebolla
Það eru svona dagar fyrir ömmu og afa á leikskólanum á
Húsavík og er það mjög skemmtilegt.
bara að láta vita að þetta sé á fleiri stöðum en í Kópavogi.
                              Góðar stundir.


mbl.is Ömmum boðið í kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir strax.

Ekki að draga það neitt að afgreiða þetta mál
er búið að vera nógu erfitt líf fyrir fólkið sem var
þarna, og það er nauðsynlegt að hjálpa því fólki
sem ekki hefur getað unnið úr sínum málum.
kannski geta einhverjir af þeim sem verst urðu úti
átt góð ár eftir, ef það er hægt að hjálpa þeim til að skilja
að ekkert af þessu var þeim að kenna.
Guð veri með þeim öllum.

Rétt er það að Breiðavíkurmálið má ekki endurtaka sig,
ekki á neinn handa máta,
við verðum öll að vera á varðbergi.
Hjálpumst að, við að hjálpa þeim sem minna mega sín.
Þörfin er allstaðar.
                                  Góðar stundir.


mbl.is Áframhald Breiðavíkurmálsins í höndum yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott staða fyrir glæpamenn, eða hvað???

Gott til afspurnar, glæpamenn geta bara komið til Íslands
haft sig í frammi  við það sem þeim líkar best,
síðan ef þeir eru handteknir þá neita þeir bara sök,
losna úr haldi og fara beint heim.
Hverslags eiginlega er þetta, er ekki hægt að halda mönnunum
hér á einhverjum forsendum.
Það hljóta allir að sjá hvað þetta er yfirmáta heimskuleg lög,
ef það er það sem er að, þá er að breyta þeim.
                            Góðar stundir.


mbl.is Ekkert svar frá Póllandi vegna framsalskröfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband