Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Kvöldsaga.

Kvöldsagan heitir þessu nafni vegna þess að ég segi
hana á kvöldin, heitið viðkemur ekkert frekar því sem
gerist á kvöldin.

Byrjaði daginn um sex leitið, síðan í þjálfun klukkan 8
heim að borða vel áður en maður renndi á Eyrina, en það
gerðum við ásamt Viktoríu Ósk elsku ljósinu hennar ömmu.
Fórum beint á Glerártorg, skiptum bol og skóm fyrir ljósin
mín, versluðum smá í rúmfó.

Hittum svo Ernu á kaffi Taliu, sátum þar til rúmt eitt, þá fór
Erna að versla og við upp í Sunnuhlíð til tannsmiðs með Gísla
hann er að fá sér nýjar mublur þessi elska, það eru nú ekki allir
sem hafa efni á mublum núna, en hann lætur sig hafa það.

Komum þaðan og beint niður í Brimborg vorum aðeins að láta
þá kíkja á bílinn, Æ eitthvað merki sem ekki fór af í mælaborði
Það má víst alveg aka honum svona þannig að það bíður betri
tíma kikkið á bílinn.
Fórum í Olís að kaupa okkur heitar langlokur, æði og þjónustan
frábær, eins og er reyndar allstaðar þar sem maður kemur á
Akureyri.
Það er gott að búa úti á landi.

Fórum aftur á torgið því ljósinu mínu langaði svo í eyrnalokka
hún varð að fá þá, þessi elska er ekki svo oft með okkur í
svona ferðum, keyptum líka eitthvað útileikfang handa
Aþenu Marey.

Var að tala við Dóru og hún heldur að stelpurnar séu að koma til
en tíma eiga þær hjá lækni á fimmtudaginn til eftirlits.

Hér koma myndir sem ég stal frá henni Millu minni á Flickr.

3672817111_741619b702geitungabu.jpg

Er þetta ekki flott? Er í garðinum hennar, en hún heldur að
það sé yfirgefið.

3668074262_27a1613ca4_thoku_milla.jpg

Þessi er tekinn seint um kvöld, við Skjálfandann var mikil þoka.
Myndin er æðisleg. Milla tekur bara góðar myndir.


Kvöldsaga.

Vaknaði klukkan sex í morgun og fór þá bara á fætur snæddi
minn morgunmat, sem er hrökkbrauð og Pepsi Max síðan
les ég blaðið tek mín meðul og í tölvuna, ekki mjög holt, en
borða betur síðar um morguninn svona ef ég man.

Fór í bæinn, heim að borða þá var klukkan 11 og ég svo
syfjuð að steinsofnaði um leið og ég lagðist á minn yndislega
kodda vaknaði við gemsan, það var Dóra og var búin að fá tíma
hjá vakthafandi 15.40 fyrir þær, svo afi brunaði af stað og
sótti englana mína.

Málið er að það þurfti að taka neglurnar af stóru tám á
föstudaginn, allt í lagi með það, en það vall stórum frá þessu
svo skoðun var nauðsynleg, þær fengu sýkladrepandi krem og
eiga að koma aftur til læknis á fimmtudaginn, vonandi þurfa þær
ekki að fara á penesilín.

Við borðuðum síðan hjá Millu, æðislegan pastarétt sem heitir
uppfinning í hvert skipti, sem sagt allt sem er til í ísskápnum,
pulsur, kjúklingabringur, ostapylsur, allt hugsanlegt grænmeti,
kókósmjólk, ostur þessu hrært saman við spaghetti borið fram
með brauði. Hrikalega gott.
Afi er núna að aka þeim fram í Lauga.

Á morgun er Gísli að fara til læknis á Akureyri og ljósið mitt
hún Viktoría Ósk ætlar að koma með, við þurfum að fara á
Glerártorg til að dúllast og versla.
segi ykkur frá því annað kvöld.

Góðar stundir.


Þau eru góð þessi bílastæði.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, lenti á bílastæði kirkjunnar í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Að sögn talsmanns Gæslunnar tafðist þyrlan við vegaeftirlit og vegna slæms skyggnis yfir Hellisheiðina var ákveðið að lenda á bílastæði kirkjunnar um stund. Tíminn var notaður til að bæta bensíni á þyrluna áður en haldið var áfram til Reykjavíkur

Einkennilega til orða tekið. það var eins gott að hægt
var að nota planið, annars hefði hún svo sem getað
lent hvar sem var til að taka bensín, því sko tíminn
var notaður til að bæta á hana bensíni, en fyrirgefið,
átti ekki bensínið að vera nóg á þyrlunni til Reykjavíkur?

Kannski er ég bara svona neikvæð í dag, en mér hugnast
þessi afsökun um slæmt skyggni eigi.

Góðar stundir.


mbl.is Þyrla lenti á kirkjuplani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing.

Já hugsið ykkur það fór betur en á horfðist  er vél frá
Iceland Express þurfti að lenda í Billund vegna gruns um
bilun á bremsukerfi, en lendingin gekk vel og engin
slasaðist.

Það er samt umhugsunarefni að ætíð skuli vera bilanir í vélum
þessa flugfélags, merkilegt, eru þær svona gamlar eða er bara
eftirlitið með þeim ekki betra en þetta.
Veit ég vel að alltaf geta orðið bilanir, en mig minnir að í fyrra
hafi orðið ansi margar seinkanir á þessum vélum, vegna bilunnar.

Svona lagað gerir fólk eðlilega hrætt og það gengur ekki, en fólk
ræður þessu sjálft og ekki væri ég svo sem hrædd að fara með þeim
því maður fer er maður á að fara.

Gangi þeim vel með sitt flugfélag.


mbl.is Bilun í vél Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum svo vanþakklát.

Erum við það ekki annars?

Sjáið til við þökkum ekki fyrir að drengurinn bjargaðist
úr sprungu á Langajökli, heldur ekki fyrir að það dó
bara einn er blokkin hrundi í Kína, eða fyrir allar hækkanirnar
sem koma sér svo vel fyrir þjóðarbúið að sæmd verður að, það
er að segja þegar við verðum komin á vatn og brauð,
við vanþökkum þetta, við erum afar skrýtnar manneskjur.

Nú engin þakkar að fimm ungmenni sem slösuðust í bílslysi
eru lifandi, eða að fársjúki maðurinn sem var vondur við hundinn
sinn skyldi vera handtekinn, og hugsið ykkur svo þetta með rifuna
á skemmtiferðaskipinu, það var að koma frá Íslandi og hefði nú
getað hreppt aftaka veður á leiðinni, nei varla á þessum árstíma,
en hvað veit maður?
Hvað þá með þessa rifu?
og hvað eru eiginlega margir um borð?

Við mættum alveg blogga svolítið um það sem er jákvætt.

Annars er ég bara fín, löngu vöknuð og komin á ról, en Gísli
minn var að koma úr sjæningunni er rétt í þessu að setjast
og borða hafragrautinn sinn.

Þokan var hér nokkur um 7 leitið, en sólin er að brjóta hana
af sér hvað sem verður, þokan hafði vinninginn í gær og var
hér bara skítakuldi, en vonum það besta í dag, hef reyndar
engar áhyggjur, það er svo margt hægt að gera.

Þið sem heima eruð, endilega gerið eitthvað skemmtilegt, en
þið sem eruð á heimferð, farið varlega í umferðinni, allir hinir
gerið bara eins og þið eruð vön, en hafið það skemmtilegt.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Saga dagsins.

Eins og marga sunnudagsmorgna drollaðist ég fram að
hádegi, fór í búðina eftir hádegið og eins og oft áður fékk
ég hugdettu er ég sá Vin minn vera að vinna í garðinum,
datt í hug að tefja þau hjón Ínu Rúnu og Gæja og dreif mig
í heimsókn, eins og ævilega þá var glatt á hjalla hjá okkur.
Lilja kom síðan og mikið var spjallað og hlegið að gömlum
bröndurum sem sagðir voru, drukkum kaffi og borðuðum
ostatertu, er ég var að fara kom Hulda með lítið barnabarn.
Takk fyrir mig kæru vinir.

Þegar ég kom heim lá ein lítil/stór og var að horfa á Garðabrúðu
hún hafði þá komið, henni var kalt og það er svo notalegt að
kúra hjá afa og ömmu, hún fór síðan heim í kvöldmatinn.

Milla hringdi og bauð í eftirmat og kaffi og það var eitthvað æði
sem þau sáu í nýjum matar þætti á skjá einum.
Litla ljósið kúrði upp í rúmi er við komum, kannski hún sé að
verða lasin hver veit.

Hún gerði abstrakt listaverk fyrir ömmu og hún bað pabba sinn
að skrifa á það, Amma ég elska þig þú ert besta amma í heimi
og svo átti að teikna rós. Hinum megin á myndinni stendur.
Góða nótt, takk fyrir alla hjálpina
Kær kveðja
Aþena.

Svo er hún nú eitthvað lík mér litla ljósið mitt, sko allavega
með stjórnsemina.
Það er nefnilega þannig að hún á að byrja í skóla haustið 2010
og ekki er ráð nema í tíma sé tekið, hún spurði ömmu hvort hún
gæti komið til mín eftir skóla og auðvitað er það auðfengið.
Yndislegt, það er nefnilega ætíð gert grín að ömmu gömlu fyrir
það sem ég kalla fyrirhyggju, en dætur mínar kalla stjórnsemi.

Ekkert mundi vera skemmtilegra en að fá hana og hjálpa henni
við lærdóminn, svo gæti Stóra systir komið er hún vill.

100_8162.jpg

Hún er efnileg þarna að hjálpa Dóru frænku að baða Neró.

Góðar stundir.


Hækkun sem bitnar eigi á okkur.

Til hamingju decode, ekki veitir af að eitthvað gangi vel.

Datt aðeins í hug hvort það væri ekki hægt að finna genin
sem stjórna, græðgi óheiðarleika, óþekkt, ofáti, ofdrykkju,
hömluleysi á allan hátt?

Hugsið ykkur muninn ef hægt væri að lækna óþekkt þá mundu
allir gerast undirlægjur þeirra sem stjórnuðu hverju sinni á
allan hátt og allsstaðar, bæði börn og fullorðnir

Hömluleysi á allan hátt, nú við þyrftum engar, eða fáar búðir
því fólk yrði svo nægjusamt.

Græðgin hyrfi, engin fangelsi yrðu til því óheiðarleikinn hyrfi.

Nú þá hlýtur einnig forvitnin, illgirnin, stjórnsemin að hverfa,
Þá kæmi ekki til að gefa út nein blöð, því það yrði ekkert að
skrifa um, allt yrði svo gott.

Það er spurning með ástina og kærleikann, eigum við að leifa
því að vera óbreitt eða bara þurrka það út?
Nei það er eiginlega ekki hægt þá myndi framleiðsla á fólki
stöðvast og ég held að það gangi ekki.

Allt annað megið þið hjá Íslenskri erfðargreiningu hefjast
handa við að finna, "HA EKKI HÆGT" Þóttist nú vita það.

Góðar stundir.


mbl.is Bréf deCODE hækkuðu um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir fara bara að brugga og rúlla sígó.

Það er nú bara allt í lagi að hækka álögur á tóbak og áfengi,
en sjáið bara hvað þær eru fallegar þessar flöskur.

//

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra boðar allt að fjögurra milljarða króna hækkun á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi á næstu mánuðum. Ráðherra segir í skýrslu um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 að hækka megi áfengisgjald um 30-40% og tóbaksgjald um 30-40% í tveimur áföngum á þessu og næsta ári. Áfengis- og tóbaksgjöld voru hækkuð m 15% í maí síðastliðnum.

Flott á næsta ári verður búið að hækka áfengi og tóbak
um 30-40 +15%.
Hvað segir það okkur; jú allir fara að brugga og annað hvort
hætta að reykja eða rúlla sér sígó.

En ég er voða ánægð með að nota ekki þessar vörur, en þetta
hækkar framfærsluvísitöluna og það bitnar á öllum hvort sem fólk
notar vín og tóbak eða ekki.

Svo margt annað á að gera sem hefur ekki góð áhrif, en ég nenni
ekki að telja það allt upp, enda getur fólk lesið greinina í blaðinu í dag.

Lest! menn marga hafa hér,
leysum þá eigi bráðann,
langar þó samt til að malla mér,
launráð sem hrífur á kláðann.

Góðar stundir.

 


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða prófi?

Það er nú spurning hver hafi glansað á einhverju prófi, voru
ekki allir að vinna að þessum málum.

Ekki er svo sem hægt að efast um að eftir Jóhönnu er tekið ef
hún heldur tölu og byrstir sig eins og allir hafa nú heyrt, en
alfarið á eftir að koma í ljós hvernig framvindur málum.

Ég er alveg viss um að þessi stöðuleikasáttmáli heldur ekki
lengi, enda talað um að ef??? þá verði að endurskoða hann.

Ekki vantar góða talandann og sannfæringakraftinn, og eflaust
falla margir í þá gryfju að trúa, en ég hef ætíð á tilfinningunni að
það sé verið að fela mikið fyrir okkur og moka á undan sér
málum sem þyrftu að vera uppi við.

En tek það fram að þetta er bara mín skoðun.


mbl.is Jóhanna glansaði á prófinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einleikið, landið skelfur undir og yfir.

Skildu þessir skjálftar vera að mótmæla stöðuleikanum
í landinu eða bara að taka undir og vera með, allavega
skelfur landið vort.

Ég ætla nú bara að vona að ekkert verði úr þessu meir,
því ég er að fara í frí suður og verð í bússtað, reyndar
aðeins austar eða í Grímsnesinu.

Svo hættið nú að láta svona elskurnar mínar.

Góðar stundir.


mbl.is Snarpur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband