Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hvað eru leiðindi?

Jú leiðindi er það sem fólk býr til, mál sem koma upp og gerð eru af leiðindum, annað hvort á milli fólks,  flokka, en alltaf af mannavöldum. Að láta sér leiðast eða að finnast eitthvað leiðinlegt er allt annað mál, tel ég það vera þroskaleysi ef fólki leiðist, manni á ekki að leiðast eitt eða neitt.

Sko ef mér leiðist eitthvað sem er í sjónvarpi eða fréttum þá fer ég bara eitthvað annað og loka mig af í tölvunni eða í skemmtilegu símtali við fólk sem hugsar líkt og ég.

Guð vitið þið að mér er búið að leiðast að horfa á sjónvarp í heilt ár eða meira, er ég orðin húmorslaus eða hvað er að gerast, nei trúi því ekki því ég get hlegið af barnamyndum og gríni með börnunum, enda ætíð fundist barnaefnið skemmtilegasta efnið hver á líka að dæma, hvað er fyrir börn og hvað fyrir fullorðna?

Núna sit ég til dæmis í tölvunni og dreifi yfir ykkur hugleiðingum mínum um leiðindi og að láta sér leiðast, sem er náttúrlega tvennt ólíkt  og allir eru sammála um það, eða er það ekki?

              Perlan

Hún lá í sænum
í sinni skel
uns leit hana einhver,
sem leitaði vel.

En nú hún tindrar
sem tár á hvarm
við fegurstu meyjunnar
mjallhvíta barm.

Og nú ær engin dáð hana
nógu vel.
En -- samt var hún meinsemd
í sinni skel.

Magnús  Ásgeirsson.

 


Að standa með sjálfum sér.

Við vitum að það gera ekki allir, en Ögmundur Jónasson sýndi það í dag að hann lætur ekki kúga sig til að skipta um skoðun.

Fleiri mættu vera eins og hann, takk fyrir okkur Ögmundur.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjáið þennan óhugnað

Rafmagnsmöstur á Hellisheiði

Hvað þarf mörg svona möstur til að koma allri þeirri raforku
sem þarf í allt það sem er í gangi á suðurnesjum?

Fyrir utan sjónmengunina sem þau valda þá er það vitað mál
að loftið í margra mílna fjarlægð víbrar af rafmagni, og veldur
fólki ómældum óþægindum, sem og veikindum.
Þetta vita allir sem vilja vita það.

Þingmenn Suðvesturskjördæmis hafa verið kallaðir til fundar í hádeginu í dag til að ræða úrskurð umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki verði sameiginlegt umhverfismat vegna Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda.

Það á náttúrlega jafnt yfir alla að ganga, en eigi veit ég
hvort það hafi vakað fyrir umhverfisráðherra, eða eitthvað
annað.
Sagt er að eftir að umhverfisráðherra hafi kynnt sér málið
og sé bara um formsatriði að ræða, skil ekki alveg, ef um það
er að ræða, til hvers er þá gjörningurin, og er þá verið að
búa til vinnu fyrir einhverja? Eða að undirbúa frestun á málum
eins og svo víða.

Auðvitað á Suðvesturlína að fara í  sameiginlegt umhverfismat
þetta er nú engin smáframkvæmd og vel sjáanleg.

Björgvin kvaðst vona að úrskurður ráðherrans gengi ekki gegn
stöðugleikasáttmálanum né að hann tefði framkvæmdir við
álverið í Helguvík.

Ja hérna seinki ekki framkvæmdum, hvað með aðra staði á
landinu sem bráðvantar atvinnu-uppbyggingu, ekkert
hugsað um þá, bara öllu hrúgað á Suðvesturlandið.
Bara að benda á að gagnaver væri miklu betur sett til dæmis
á norðurlandi.


Ekki ætla ég að ræða staðsetningu álvera, það er nú til skammar
hvernig staðið er að þeim málum, og það kemur ekkert því við
hvort ég er með álverum eður ei

 

 

 


mbl.is Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Róið að þessu

Af hverju var Jóhann ekki löngu búin að láta þetta út úr sér, það hefði sparað tíma,þar sem þetta hefur lengi verið vita mál. Út úr þessu stjórnarsamstarfi vill hún fara, en hvað hún ætlar sér í staðinn, veit nú engin, hennar eina hugsun virðist vera, að Icesave málið verði samþykkt og að ganga í ESB, ef það mundi ganga eftir mundum við sjá bros, en hver vil nú sjá það, og hver vil stjórna með henni upp á það, ekki finnst mér að fólk vilji borga eða ganga í ESB.

Nei Utanþingsstjórn er það sem við viljum, því ekkert virðist vera að gerast með viti í þeirri stjórn sem ég ætlaði svo sannarlega að gefa tækifæri.



mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Í gær sprautaði ég trjágrein sem ég ætlaði að setja fyrir ofan borðstofuloftið, sem ljósakrónu, var með aðra fyrir, en serían á henni var sprungin svo í morgun er við vorum búin í sjæningum og öðru morgundútli settum við upp nýja grein, það tekur nú smá tíma að setja 70 ljós á svona grein svo vel fari, en þetta kom út úr því.

100_9037.jpg

Held að Gísli minn sé bara alveg að sofna.

100_9038.jpg

Ég er bara ánægð með þetta verk okkar.

Við vorum svo með litlu ljósin Aþenu Marey og Hjalta Karl, síðan
kom Viktoría Ósk og borðaði með okkur, einnig Ingimar er hann
kom að sækja sínar dömur.
Það er alltaf ljúft að hafa þau elskurnar.

Hugsanir á köldum
haustdegi.


Nú fella trén lauf
og gæsir fljúga suður
um vatnið næða
naprir norðanvindar.
Mitt ból við bugðu stendur
á bökkum Hsiangár,
svo fjarri Ch´u
sem skýjabrún á himni.
Hvert tár er þrotið,
slík er heimþrá mín.
Ég horfi einn á segl við sjónarrönd
og sál mín þráir ferju
er rökkrið fellur yfir lygnan sjó.

Höfundur ókunnur, tekið úr bókinni
Austan Mána.
Pétur Hafstein Lárusson þýddi.

 Góða nóttHeartSleepingHeart


Kæru vinir: " Ég vildi "

Ég vildi gjarnan geta hjálpað öllum
og gefið þeim sem lítið eiga til,
hvern veikan bróður varið þyngstum föllum
og veitt þeim skjól er þurfa ljós og yl.

Ég vildi geta vermt hvert kvalið hjarta
og vökvað blóm er þurrkur sverfur að,
og burtu hrakið hryggðarmyrkrið svarta
svo hvergi neinn það ætti samastað.

Ég vildi líka gera gott úr illu,
og greiða brautir þess sem villtur fer
og hjálpa þeim sem vaða í vegavillu,
sem vita ei hvaða stefna réttust er.

Á göngu lífs ég löngu er vegamóður
og lítils er að vænta því af mér.

Með hjálp og aðstoð þinni, guð minn góður,
ég get þó margt ef viljinn nógur er
.

Guð veri með ykkur kæra fjölskylda og megi
þið ná að fá fúsleika til að taka við blessun hans.

Elsku Ásthildur og fjöldskylda, þið verðið
í mínum bænum elskurnar mínar.

Milla og fjölskylda


Er ekki í lagi?

Kunna menn ekki á tölvur, vita menn ekki hvað er hægt að gera í þeim og af hverju er ekki mætingaskylda ef fólk er á bótum.

Bara borgað út ditten og datten og það af peningum sem
þeir eiga sem hafa verið útivinnandi.
Ég hef verið svo lánsöm í lífinu að hafa aldrei þurft að fara á
atvinnuleysisbætur, það er að mínu mati hræðileg sorg að hafa
ekki vinnu, komst að því er ég varð öryrki.

Kannski ég sæki bara um allar bætur sem hægt er að hafa
sjáum hvað kemur út úr því.

Gæti ég fengið tilsögn í hvernig á að snúa sér í því,
annars hlýt ég að finna þetta á netinu
.



mbl.is Missa rétt á bótum vegna gruns um svindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hausinn er þarna einhversstaðar

Sko á mér, vona það allavega þótt hann sé frekar dofinn.
Fórum fram í Lauga í dag og áttum að vanda frábæra stundir með englunum okkar þar, ekki að spyrja að því, gott var nýslátraða lambakjötið steikt í ofni upp á gamla málann, með kartöflum og sósu.
Þau slöfruðu í sig ís á eftir, en sem betur fer er það ekki mín deild. Jæja Neró fékk bað, blástur og fínerí.

Lögðum af stað heim í yndislegu veðri, engar áhyggjur og engin traffík, að við töldum, allt í einu hlupu upp á vegin 4 rollur með lömb og það var bara neglt niður svo við sluppum við árekstur við elsku dýrin, hélt svei mér þá að þau ættu að vera í sláturhúsinu núna, en svona er þetta, er við komum í Aðaldalshraunið komu nokkrir bílar á móti og allt í einu kom einhver snillingur beint á móti okkur, á okkar vegahelming ég öskraði náttúrlega á Gísla minn að stoppa bílinn, sem hann gerði og beið ég bara eftir skellinum, en allt í einu beygði snillingurinn yfir á sinn helming sko það er ekki öðrum en Guði mínum að þakka að  svona vel fór.

Ég hefði snúið við á punktinum og elt snillinginn ef ég hefði haft heilsu til og svo var hann líka horfin, vona bara að hann slasi hvorki sjálfan sig eða aðra.

Komum svo við hjá ljósunum mínum á Baughólnum knúsaði þær aðeins fékk smá lopa hjá Millu minni, ætla að prófa að gera hárkollu, nei sko ekki á mig heldur á engla sem ég er að gera.


Góða nóttHeartSleepingHeart


Það er gott að gráta

Sat hér í gærkveldi, var eiginlega bara að hugsa að það þýddi nú lítið að ætla að brjóta til mergjar öll heimsins vandamál á einum degi, heyri að það er svo gaman í sjónvarpinu og geng fram, sat þar til allt var búið, þá var ég búin að gráta af gleði, sorg, reiði og vanmætti.

Ég er stolt af okkur Íslendingum við stöndum saman er á þarf að halda og höfum alltaf gert. Ég er eins og ég hef alltaf verið hreykin af öllu okkar frábæra listafólki, á hvaða sviði sem það er og ekki lét það sitt eftir liggja í gær. Ég varð afar sorgmætt að sjá hvað margir eiga virkilega erfitt því þó maður viti um þá er maður ekki alltaf að huga að því, og allt þetta fólk sem lendir í að þurfa þarna inn á heiðursmerki skilið fyrir jákvæðnina.

Ætíð hef ég unnið mikið með sjálfsvorkunnar ástandið, sem ég kalla , það eru margir sem detta í það og vita svo ekki hvernig þeir eiga að komast út úr því, vita ekki einu sinni að það er í sjálfsvorkunn, en ég vona að allir þeir sem horfðu á þennan yndislega þátt í gær skilji hvað um er að ræða og sjái að það á ekkert bágt, hætti að væla yfir smámunum.

Reið er ég yfir því að það er búið að skera svo mikið niður, að eigi kann góðri lukku að stýra,svo er maður svo vanmáttugur, maður getur ekkert gert nema að væla heima í sófa, jú við getum heilmikið gert, bara að vera til staðar og vera brosandi og jákvæður.

Góðar stundir
.


mbl.is Rúmlega 113 milljónir safnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndablogg

Haldið ekki að ég hafi fundið eldgamla mynd í fórum
mínum, af Höfða.

img_0001_new_914980.jpg

Hún hlýtur að vera gömul þessi, sjáið klæðnaðinn

Tók nokkrar með í leiðinni.

img_0005_new_914983.jpg

Þetta eru systkinin Unnur frænka, Guðmundur að ég tel og
Þorgils afi

img_0006_new_914984.jpg

Ingvar móðurbróðir minn og Unnur afasystir.

img_0007_new.jpg

Þarna eru þær systur Helga og Unnur afasystur mínar.

img_0008_new.jpg

Ingvar Þorgilsson, Helga föðursystir mín, Einar maður hennar, ég
drollan og Gréta hún var gift Mansa frænda.

img_0009_new.jpg

Inga kona Ingvars frænda og Ágústína dóttir þeirra.

img_0010_new.jpg

Þorgils og

Ingvarssynir og Inga.

img_0002_new_914989.jpg

Þetta erum við drollurnar, ég og Erla frænka Guðmundsdóttir

img_0004_new_914990.jpg

Smá krúttu mynd af mér úti í móa á náttkjólnum, mamma
eitthvað að stríða mér

img_0003_new_914991.jpg

Er að borða morgunmat í sumarhúsi við Hreðavatn.

Ekkert meira að segja í dag, bara góða nótt.



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.