Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Hvaða fjandans rugl er þetta

Stjörnuspá

SporðdrekiSporðdreki: Það er ágætt að setja traust sitt á aðra,
en umfram allt átt þú að treysta á sjálfan þig.
Segðu nýju ástinni frá leyndarmálum og þrám,
og þið verðið nánari.

Þetta er nú meira ruglið, ekki á ég neina nýja ást, bara hann
Gísla minn sem ég er búin að hafa afnot af (og hann af mér)
í 12 ár, Auðvitað á maður að treysta á sjálfan sig, en það er nú
í lagi að eiga klett eins og hann.

Hver er klettur heilla þjóðar, jú það erum við, og við höfum
val um allt sem gerist í okkar lífi, engum er hægt að treysta
nema sjálfum sér. Förum þá að gera það.

Segi eins og sumir

Ætla að melta þetta allt, en samt ef maður á að pæla í því hverjir stjórna þá stjórna allir öllum og sumir hafa stjórnað og spunnið sinn vef út um allt og bara hvernig í ósköpunum á maður að átta sig á þessu öllu saman. Það er einnig þetta með stjórnsemina (ég elska þetta orð) ef við látum ekki stjórnast þá er engin stjórnsemi til, er það skilið? nei ég veit að það er ekki skilið því allir vilja viðhafa sína stjórnsemi og telja hana rétta.

Ég hef í gegnum tíðina átt í erfiðleikum með að stjórna stjórnseminni, tel mig vita allt og geta allt miklu betur en aðrir, og alltaf finn ég mig knúna til að viðhafa stjórnsemi, og það á svo háu stigi að enga grein fyrir því ég geri.Svoleiðis fólk er að sjálfsögðu óþolandi, eða finnst ykkur það ekki?

Og ég var ekki að ýkja það að ég elska orðið Stjórnsemi.

 


Við hvern á Skap ofsi að sakast?

Það er nú spurningin, fólk sem notar atburði, sem koma upp í þjóðfélaginu/heiminum til að skeyta ofsa sínum á, þarf nú að mínu mati að fara í sjálfsskoðun ( ég meina þetta vel) Hvað hefur þessi skapofsi eða einhver annar sem svona framkvæmir, upp úr krafsinu? Ekkert, nema ef vera skildi að hlakka yfir sínum gjörning heima í eldhúsi, er það eitthvað gaman, skil það nú ekki, þegar enginn veit nema hann.

Ekki virðist auðvelt að finna manninn, eða eru þeir kannski of fámennir hjá löggunni til að sinna þessu, kannski finnst ráðamönnum þetta bara allt í lagi, "Nei varla"
En hvar kaupir maðurinn alla þessa málningu og ekki er hann blankur því hún er ekki gefin slettan sú.

Ekki er ég nú að láta þetta frá mér að því að ég sé á móti andspyrnu, síður en svo gerið allt sem  ykkur dettur í hug, og eiginlega er ég alveg hissa á hvað fólk er rólegt, en því finnst kannski flestu að málin gangi bara hratt og vel fyrir sig. Ekki mér.

Ég var í hópi fólks hér um daginn og allir voru á háa C-inu vegna þessa og hins, ég sagði nú bara hægan, hefur eitthvað komið endanlegt út úr þessu málinu eða hinu, nei það var ekki komið, nú þá þarf ekki að argast út í það strax, og svo er hin stóra spurning, höfum við svo gjörla vit á hvað er að gerast, engin hefur sagt okkur það. Mjög algengt er, maður heyrir mann segja frá einhverju, já og svo spyr maður um framhaldið, ÆI nei fréttin hafði þá ekki öll verið lesin, en það stóð ekki á því að básúnast.

Vill endilega benda fólki á að þeir sem gera allt á laun hvort sem það er í skjóli myrkurs eða heima í eldhúsi, götuhornum, kaffihúsum og eða hvar sem er komið fram og látið heyra í ykkur á réttum vettvangi, því við þurfum að láta í okkur glymja, við eigum ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum.

Góðar stundir.


mbl.is Rauðri málningu slett á hús Hreiðars Más
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn

Já er það, verða straumhvörf á morgun eftir að seðlabankinn hefur tilkynnt vaxtastefnu sína, hvað mun breytast, er ekki allt í lagi með fólk, ekkert mun breytast, engin lausn verður boðuð, látalæti og undanfærslur einkennir alla þá sem eiga að segja okkur eitthvað. Sannið til, sama vellan aftur og aftur.

Einstæð móðir fékk lottó vinninginn síðast og það var
yndislegt, óska henni til hamingju.

Ekkert verður gert á Drekasvæðinu á næstunni, ekki að
það hafi komið á óvart.

Og svo á Raggi Bjarna afmæli, verð bara að segja að
hann þessi stórkostlegi maður er búin að fylgja mér
allt frá djammárunum mínum, engin er eins og hann.


Jæja það var vel heppnaður föndurdagur hjá mér í dag og mikið líður mér vel, ég er nefnilega að gera eitthvað sem mér finnst gaman. Gunna kom, en þurfti síðan á fund þá kom Aðalheiður og það var yndislegt hef ekki hitt hana síðan í byrjun júlí.

Aþena Marey og Hjalti Karl komu í heimsókn og þau eru bara flott, horfðu á Ronju Ræningjadóttir
borðuðu og þá voru þau sótt.

                       Sá Ríki.

Sá ríki á sér einkabíl
og erfðargós í sveit og bæ.
Í krónuvindli kveikir hann
       með kímniblæ.

Hann lifir sem hann listir, því
úr lífi hans út er fátækt byggt.
Hann virðist einskær ánægjan
      því allt er tryggt.

En heldur þ, þó logi lágt
minn lampi, og kaupið hrökkvi ei til,
að hans ég vildi hafa sess?
     já hvort ég vil!

                         Franklin P. Adams

Magnús Ásgeirsson þýddi.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


Við erum þolinmæðin uppmáluð.

//
Læt myndina fylgja, flott mynd. Listaverk sem
við sjáum svo sjaldan

Styttist í greiðsluúræði

„Ég var að fara yfir hugmyndir sem við höfum verið að vinna með. Það er ennþá dálítil vinna eftir í að vinna úr þeim en við vonumst til að standa við að vera tilbúin fyrir mánaðamót," sagði Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra, í gær.

Það er nú eins og maður hafi heyrt þessa rullu áður,
Og hvað lengi hafa þeir verið að fara yfir þessar hugmyndir,
Þeir vonast til að standa við að koma með þær fyrir
mánaðarmót, hann gleymdi alveg að segja fyrir hvaða
mánaðarmót. Af hverju koma þeir ekki beint fram og segjast
bara ekki vita hvernig þeir eigi að fara að þessu, og staðreyndina
á borðið, Landið er gjaldþrota.

„Við viljum bæði létta greiðslubyrði fólks og svo auðvitað styrkja þessi sértæku úrræði og gera þau þjálli og auðveldari í notkun."

Þeir hafa engan áhuga á að létta okkur greiðslubyrðina, en
það er ekki eins og það sé okkur að kenna að þetta hrun varð.

Aðspurður hvort niðurfellingarleið komi til greina, að fella niður hluta íbúðarlánaskulda, sagði Árni Páll reynt að vinna á þessum tveimur forsendum, að mæta erfiðleikum í greiðslubyrði og síðan greiða úr vanda erfiðari skuldamálanna.

Hann útilokar ekki að lántakendum verði gert kleift að laga afborganir að greiðslugetu sinni.

Auðvitað verður ekkert fellt niður, við erum bara peðin, en
okkur verður kannski gert kleift að borga skuldir annarra
samkvæmt greiðslugetu okkar, Þvílíkur virðingarvottur.

Inntur eftir því hvort til greina kæmi að flytja íbúðalán frá bönkunum yfir til Íbúðalánasjóðs - þar með talið myntkörfulán - sagði Árni Páll verið að horfa á kosti og galla slíkrar yfirfærslu í heild. Allt kæmi til greina en ekkert væri ákveðið

 

Þeir fara nú varlega í það, það mun kosta of mikið
bankarnir þurfa nú að fá sitt.


Vona bara að þeim líði vel þessum mönnum og konum
sem landinu stjórna.
Mér líður allavega afar vel, því ég hef hreina samvisku.


mbl.is Styttist í greiðsluúrræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefnin

Haustið hefur slæm áhrif á mig, þá byrja lægðirnar að lauma sér inn í stoðkerfið mitt og síþreytan verður frekar leiðinleg, en best er að taka því með jafnaðargeði, slappa af við góða vinnu eða lestur góðra bóka og að sjálfsögðu legg ég mig, en þó reglulega, annars dettur maður niður í ringulreiðina.
Svo er gott að hugleiða á að maður finni ekkert til, það hjálpar.
.
Helgin hjá mér var bara tekin í rólegheitum, eins dagurinn í gær fór ekki út úr húsi alla daganna, í morgun fór ég í þjálfun, heim í kaffisopa og svo upp í rúm til 12, borðuðum þá fisk

Ingimar kom með litla ljósið, amma varð voða hissa og sagði, hva ert þú ekki á leikskólanum, nei mér var svo illt í maganum vildi bara lúlla heima með mömmu minni, hún hringdi bara í konuna sem vinnur með henni og þær skiptu, mamma mætti bara eftir matinn. Já er það, litlu síðar sagði hún, við pabbi erum að fara í sund, nú ert þú ekki lasin, nei ég var bara að þykjast að ég væri veik, sko ef hún er ekki lítil skáldkona þá veit ég ekki hvað. Auðvitað fóru þau ekki í sund, enda snjóaði hér í dag.

                       Þú og þögnin

Þú og þögnin
--þið eigið ljóðin mín.
Eg get ekki í orðum
ort í kveld til þín.
Eg vaki yfir eldi
--eldi, sem brennir mig
Eg vaki yfir óði
--óði sem dreymir þig.

-- --
Blástjarnan brosir
björt inn um gluggann minn.
Og eg horfi hljóður
með hönd undir kinn.
Hún minnir á meira,
en má eg þér segja frá,
--á fegurð--og fjarlægð
--og fjötraða þrá.

Rökkrið rauða
reifar nú drauminn minn.
Og eg horfi í húmið
með hönd undir kinn.
En eg get ekki í orðum
ort í kveld til þín.
Þú og þögnin
--þið eigið ljóðin mín.


                          Magnús Ásgeirsson


Góða nótt
HeartSleepingHeart


Hvað eigum við í dag?

Hún Klara er 100 ára í dag og hún skuldaði aldrei neitt og var hamingjusöm í sínu lífi, konur þessa tíma skulduðu ekkert, þær sem voru efnaðar þurftu ekki lán og þær sem voru fátækar fengu enga fyrirgreiðslu.
Þessar konur áttu það sameiginlegt að vera skörungar og stjórna vel og vandlega því sem þær áttu, ekki var farið illa með mat eða föt, engu hent og allt nýtt.
Við gætum lært af þeim það er svo satt, en því miður eru þær flestar horfnar frá okkur.

Við skulum muna að við eigum þó alltaf ástina og gleðina sem kemur frá hjartanu.

Hér kemur ástarljóð frá Japan.

Rósirnar las ég
og færði þær heim í hús.
Þær vekja þanka
um skarlatsrauðan litinn
á skikkju elskhuga míns.
Haustregn og snjórinn
valda mér vökunóttum,
frostrósir jafnan
veikbyggðar líkt og ást þín,
hverfa við sólarupprás.

Gróin er gata
sú er þú forðum fórst um
til unaðsfunda.
Kónguló spinnur þar vef
líkan glitrandi tárum.


                     Izumi Shikibu orti

Pétur Hafstein Lárusson þýddi.

 


mbl.is Ég átti hamingjusamt líf og skuldaði aldrei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartanlega til hamingju Jóhanna Helga

Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir //

Nýtt nýra - nýtt líf

„Það sem var erfiðast við aðgerðina var að þurfa að drekka þrjá lítra af vondu dönsku vatni á dag. Núna svelgi ég í mig vatn því hér er það svo gott," segir Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir glöð í bragði en hún kom heim frá Kaupmannahöfn á laugardag eftir vel heppnaða nýrnaígræðslu.

Trúi því nú vel að þér hafi fundist vatnið vont, heillin á
Íslandi er það best.

Velkomin heim og þér á eftir að farnast vel með þetta
hlýja bros, auðvitað er best að vera í sveitinni og hún
mun umvefja þig.
Gangi þér allt í haginn.


mbl.is Nýtt nýra – nýtt líf!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moldvarpið er okkur tamt

Ekki hef ég mikið úttalað mig um hrun, kreppu eða fjármálavandann yfirhöfuð, Fyrst var maður svolítið hlessa og vissi eiginlega ekki hvað hafði gerst eða mundi gerast. Eitthvað var maður að reyna að fjasast út í hitt og þetta, en fljótlega bara gafst ég upp.

Endalaust komu/koma fræðingar, bæði heimamenn og erlendir, sem sögðu að þetta væri svona og svona, engin sagði það sama, en allir vildi það besta fyrir land vort, en voru í raun að skarta sinni málhæfni okkur til handa, við áttum nefnilega að trúa þeim. Heimskulegt af þeim, sérstaklega er þeir komu fram sem höfðu verið með í að búa til hræringinn, sem engin skilur því hann er svartur, en okkar er ljós.

Að sjálfsögðu hafa verið umræður á mínu heimili eins og annarra, þá er verið að úttala sig um það sem þessi og hinn sagði, ég spyr alltaf: ,,Höfum við vit á því hvað er rétt og rangt?" Nei það höfum við ekki því ef þeir vita það ekki þá ekki við.

Sagt er að ríkisstjórnin sé að gera góða hluti, það taki bara tíma mér finnst það vera búið að taka of langan tíma að sinna því sem mér þykir liggja mest á (sko nú tel ég mig vita best) og það eru atvinnumálin og leiðrétting til handa heimilunum í landinu, er einhver heil brú í þessu ferli, nei og allir vita það en gera ekkert í því. Allir vita hvaða áhrif það hefur á keðjuna ef nokkra hlekki vantar, jú hún hrinur.

Eitt er sem, alltaf verðu til í krísum hjá fólki, það er sjálfsvorkunnar-ástandið og ekki er ég að gera lítið úr því ástandi, það er versti sjúkdómur sem fólk fær, fyrirgefið, en þetta er sannleikur.
Flest okkar (ekki öll) ráðum vel við og getum hrist okkur út úr þessu, en ef fólki finnst þægilegt að láta vorkenna sér þá verða þau að vera þar, engin getur hjálpað þeim nema þeir sjálfir.


Fjöldi fólks er í  svokallaðri millistétt, það er fólk sem á ekki mikið af peningum en hefur alltaf borist mikið á og skuldar mikla peninga, en er í mikilli afneitun er í því að ganga í augun á og sýnast fyrir öllum sem þau umgangast. Væri ekki nær fyrir þetta elsku fólk að opna augun, koma inn í raunveruleikann og borga frekar skuldir, en að eyða peningum og það jafnvel með frekari skuldsetningu.

Svo eru náttúrlega þeir "ríkustu" ???????????????????????????

Ég er ekki að dæma, ég ber virðingu fyrir öllum, fólk ræður að sjálfsögðu
hversu hamingjusamt það er, en þeir sem ekki taka á sínum málum,
viðurkenna og framkvæma verða aldrei hamingjusamir, mín skoðun.

Það sem ég er að reyna að segja er, við þurfum að vinna þetta sjálf,
fyrir okkur finna gleðina í okkur sjálfum og því sem við eigum, því
ekkert er í lagi ef við missum hana.
Hvað er það mikilvægasta í lífinu?
Það er gleðin sem kemur frá hjartanu, án hennar erum við snauð,
svo endilega finnið hana. Það er ekki erfitt.

Kærleik til allra sem lesa þetta.

 


Kjólar frá, Hjá Báru.

Var að tala um Báru bleiku á síðunni hjá henni Jenný frænku minni, það var nú vegna þess að hún talaði um, óvart, London Dömudeild sem fáir kannast nú við í dag, nema við þessar ungu.
Kem hér með nokkra kjóla sem keyptir voru einmitt hjá Báru, samt ekki bleikir.

img_0001_new.jpg

Jæja ekki nógu góð þessi, en þarna er Sigga í hvítum kjól frá Báru
ég í grænum með kápu yfir, Gilsi bróðir með okkur, erum að borða
eitthvað gúmmiladi, heima hjá mömmu og pabba,
á leið á stórdansleik.

img_0002_new.jpg

Mamma mín eins og drottning að vanda.

img_0003_new.jpg

Ég kem gangandi, Inga mágkona mín við hliðina á Gilsa bróðir, en
hún er kona Ingós bróðirs.

img_0004_new.jpg

Gilsi bróðir og Dúlla konan hans, allt eru þetta kjólar frá Báru bleiku.
Þessar myndir eru teknar í kringum, ég held ´78

img_0005_new.jpg

Jæja mamma hætt að vera í fínu kjólunum, en er þarna með okkur
börnin sín, er hún varð 75 ára.
Þorgils, Jón, ég fyrir aftan mömmu í hjólastólnum, Guðni og Ingólfur

,img_0006_new.jpg

Svo kemur ein sem ég fann í fórum myndanna hennar mömmu
sem ég er að fara í gegnum, hún er af afasystrum mínum, þeim
Unni, Ingu og  Jóa manni Ingu.

Þetta myndablogg kom nú bara til út af bleiku skónum hjá henni
Jenný Önnu, en Unnur og Inga eru einnig afasystur hennar.

Jenný mín þú lætur pabba þinn vita af þessum, það koma svo
fleiri síðar, en þetta er bara ansi mikil vinna ef myndirnar eiga að
koma vel út.
Það þarf aðlaga þær til og Milla mín ætlar að hjálpa mér við það í vetur
og mun ég setja þær inn á sérstaka síðu sem ætluð verður öllum
ættingjum og vinum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband