Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Fossar á uppboði

Spurning hvort við eigum ekki í bönkum og öðrum ríkis húsum fullt af frægum listaverkum til að fara með á uppboð sko þá meina ég erlendis, ekki á nokkur maður á Íslandi peninga til að borga raunvirði fyrir listaverkin okkar.

Þetta væri sko flott leið til að borga niður skuldir okkar kannski væri þá hægt að koma af stað eðlilegri atvinnustarfsemi í landinu, svo fólk gæti lifað og notið sín.

Listaverkin hljóta að vera okkar bara rétt eins og skuldirnar


mbl.is Íslenskir fossar á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá þetta út um eldhúsgluggann.


Svifið seglum þöndum á Skjálfanda

  Það var fallegt veðrið við Skjálfanda í morgun þegar fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík fór í siglingu á skonnortunni Hildi. Sunnanátt var og góður byr bæði stagvent og kúvent eins og sagt er á siglingamáli.Hildur náði allt að átta sjómílna hraða sem gerði siglinguna enn skemmtilegri og ekki skemmdu Kinnafjöllin stemninguna með sínum snævaþöktum tindum

Er búin að hafa þessa yndislegu sjón fyrir augunum  út um eldhúsgluggann minn í dag, bátarnir voru einnig fleiri og svo nálægt bý ég að næstum gat ég talið fólkið um borð, reyndar er ekkert nýtt í þessu hjá okkur hér á Húsavíkinni, höfum þessa dýrð hjá okkur allt árið.


mbl.is Svifið seglum þöndum á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki er nú öll vitleysan eins.

Sporðdreki:
Þessi dagur er frábær til þess að blanda geði við náungann.
Reyndu ekki einu sinni að útskýra það þó þig langi
eitthvert út - aðrir munu ekki skilja þa
ð.

Þetta er nú hið fáránlegasta, eina fólkið sem ég blandaði geði við í dag var hið yndislega starfsfólk sjúkrahússins hér í bæ, það var verið að setja á mig holter, fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá mælir holterinn hjartastarfssemina og verð ég með þetta í sólarhring fór svo aðeins heim síðan pantaði ég matvörur úr Samkaup, hef nú aldrei gert það áður, en afar þægilegt ef þörf er á. Þegar vörurnar komu fór ég á pósthúsið með skó sem ég hafði pantað of litla, aðeins í Kaskó til að kaupa tröstemedel og keypti mér álegg, salat, kex, vínber og sitthvað annað ég á nefnilega svo bátti bátt, kom svo við  á Baughólnum knúsaði ljósin mín síðan heim og upp í rúm og svaf til 5.

Svo á ég ekki að reyna að útskýra það þó mig langi út - aðrir mundu ekki skilja það, nei það er rétt því ég hef ekki farið út í áraraðir svo ég mundi heldur segja að fólk yrði undrandi, en eitt er það sem mig langar ekki til og það er að fara eitthvað út, til hvers???

Nú þetta með holterinn hann á að sýna hjartalækninum fram á hvort gangráðurinn minn er ónýtur eða hjartað mitt, fer allavega í aðgerð að mér skilst fljótlega.

Að setja í gangráð eða skipta um hann er ekkert mál, að sjálfsögðu er það mál fyrir þá sem eru mikið veikir, allavega talar fólk um það, er minn var settur í fór ég bara heim daginn eftir.

Mér finnst þessi vél sem heitir líkami afar merkileg, við vitum aldrei, rétt eins og í bílunum hvað klikkar næst og í raun ekki hversu alvarleg bilunin er, sko læknarnir tala yfir manni eitthvað  tungutak sem hugnast manni eigi svo maður bara lokar á að það gæti jafnvel verið smá hættulegt ástandið á manni, en ef það er bíllinn sem klikkar þá er gert við hann á stundinni, smá djók. Auðvitað gerir maður allt sem þarf fyrir mans eigin vél.

Sem sagt stjörnuspáin mín passar bara alls ekki í dag.

Kærleik á línuna.

 


Hjartanlega sammála

Það vantar svo sannarlega ýmislegt, flestar koma út í lífið með brotna sjálfsmynd, halda að engin vilji þær eða nokkrum þyki vænt um þær, en það er ekki rétt.

Oft á tíðum er ekki talið heppilegt að foreldrar taki við  stelpunum sínum og þá vantar einhvern sem skilur og sýnir kærleika, með öðrum orðum umvefur þær.

Annað sem er nauðsynlegt og ég veit að vantar, er kennsla fyrir þær sem hafa verið í neyslu frá 12 ára, skulum við segja, það segir sig sjálft að í þeim tilfellum hefur þroskinn staðnað bæði vitsmunalega og siðferðislega, það þarf að kenna þessum ungu yndislegu stúlkum alla þá þætti sem eru nauðsynlegir í lífinu og ég veit að þær vilja læra.

Ég er ekki að tala um að læra á bókina það kemur bara ef þær vilja, fyrst þarf að hjálpa þeim með allt annað. Ungur maður sagði við mig hér á dögunum: " Það er ekki nauðsynlegt að allir mennti sig, fólk gerir bara eins og það vill og getur."

Það sem mér finnst einkenna umræðuna um úrræði eru fordómar og fáir vilja koma að því að hjálpa
Væri það nú ekki ódýrara fyrir ríkisbáknið að koma upp heimilum með fólki sem lætur sig annt um frekar en að missa þessar ungu stúlkur alveg frá okkur.

Þess má einnig geta svona rétt í leiðinni að það bráðvantar úræði fyrir ungt fólk sem á við þunglyndi og geðræn vandamál að stríða, þá meina ég úræði sem passa við þeirra aldur og eru á þeirra leveli, heyri stundum þessa setningar: "það skilur mig enginn, sko hann/hún man ekki hvað ég bað um síðast, þau setja út á allt, er ég bara svona ómögulegur/leg, engum þykir vænt um mig."

Góðar stundir


mbl.is Vantar úrræði fyrir ungar konur í neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegt.

Já mér finnst það sorglegt er ung kona tekur upp á svona gjörning, setjast upp í bíl próflaus og undir áhrifum áfengis, hvernig dirfist hún?

Hefði getað drepið drenginn og hvað þá, en sem betur fer þá virðist drengurinn ekki hafa slasast mikið en sálartetrið hefur örugglega skaddast og vonandi verður hlúð að því.

Konan já það er einhver ástæða, hvað er að hjá þessari ungu konu, spurning sem þeir sem þekkja til verða að svara og hjálpa þessari ungu konu svo eigi fari ver í hennar lífi.

Guð veri með öllum sem eiga um sárt að binda


mbl.is Ölvuð ók á barn á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var 7 ára

Gleymi aldrei þessum 5 dögum þó ung hafi verið, Dagfinnur Stefánsson og hans fólk voru góðvinir minnar fjölskyldu, það var tiplað á tánum til að hlusta á fullorna fólkið tala um hvað, hvernig og að það væri ekki líklegt að þau væru lifandi, en svo komu fréttirnar og það voru gleðifréttir, engin réði við tárin sín og spennufallið mikið.

Ég reyndi að koma inn mynd af þristinum en ekki tókst það, flaug mikið með þeim í innanlandsfluginu bestu vélar allra tíma, svo eru þær fallegustu vélar allra tíma að mínu mati.

Hefði svo gjarnan viljað vera þarna í gær, en vissi ekkert um þetta.

Í þessari björgun sýndi það sig hvað í okkur býr og búið að gera síðan, við íslendingar erum hetjur  og stöndum saman þegar á reynir.


mbl.is Minntust Geysisslyssins með fallhlífarstökki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfrungar eru vinir mannsins

Þetta er sú jákvæðasta og yndislegasta frétt sem ég hef lesið lengi, hugsið ykkur þá ákveðni og jákvæðni sem þessi maður hefur, við mættum sko læra af honum.

Svo hefur hann eignast vini í höfrungunum þeirra orka er sú besta í heiminum.

Til hamingju með afrek þitt Philippe


mbl.is Ótrúlegt afrek fatlaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat nú svo sem verið.

Staðsetningin alveg frábær og í anda þeirra sem skipuleggja, bara að ná öllum frá þessum hrikalegu krummaskuðum úti á landi, sem kosta allt of mikla peninga.

Risaverksmiðja í pípunum

Árið 2014 er stefnt að því að ný verksmiðja sem framleiðir dímetýl-eter, litarlaust gas sem hægt er að nota sem eldsneyti, verði komin í gagnið á Grundartanga og að framleiðslan, um 500 tonn á dag, sjái íslenska skipaflotanum fyrir eldsneyti.

Það er náttúrlega gott að geta minkað innflutning á olíu, en hvað kemur þetta gervigas til með að kosta, reyndar er mér alveg sama, kvíði bara  er ég þarf augum að líta enn eitt ferlíkið er ég ek suður nóg finnst mér nú um nú þegar, en auðvitað get ég bara ekið hvalfjörðinn rétt eins og áður en göngin komu þá slepp ég við þetta augnkonfekt sem hugnast mér ekki svo.

Gott að koma því einnig að, við þurfum atvinnu núna og það úti á landsbyggðinni, við viljum sjálf fá að velja okkur hvar við búum.

Væri gott og afar skemmtilegt að rusla þessari ríkisstjórn í burtu því hún er ekki hæf til að höndla þau mál sem höndla þarf, eru nefnilega komnir í vasann á auðvaldinu.


mbl.is Risaverksmiðja í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út úr glerhöllunum með ykkur.

Er ekki kominn tími til að þið vaknið upp sofandi sauðirnir ykkar labbið út úr glerhöllunum og sjáið hvernig lífið er, legg svo til að þurrkað verði út að fólk þurfi að koma, standa í biðröðum til að fá mat handa sér og sínum, þvílík skömm fyrir ríkisstjórnina.

Eitt skuluð þið athuga að fólk upplifir sig sem þurfalinga dettur niður á sálinni og guð hjálpi börnum þessa fólks og að þau bjargist út úr þessu heil á sinni, börn eru nefnilega miskunnarlaus og láta þau sem minna mega sín ekki í friði og hverjum ætli það sé að kenna, jú foreldrum barnanna sem tala um fátæktarklæðnað og aumingjaskap. Þetta er staðreynd.

Við láglaunafólkið viljum svo ekki heyra meira um að málin séu sett í nefnd því þau eru búin að vera í mörgum nefndum, sem trúlega hafa bara haldið stofnfund og svo ekki söguna meir.

Stjórnin á að segja af sér, hún er ekki fær um að leysa þessi sem og önnur mál fyrir okkur landsmenn

Góðar stundir


mbl.is Erfiður vetur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haustið

Held bara að haustið sé minn uppáhaldstími, það er svo margt að gerast vindurinn gælir við mig ekki kaldur heldur ekki heitur. Laufin af trjánum falla og segja mér að þau komi aftur að vori, ég var nefnilega að flytja í annað hús og í garðinum eru stór og falleg tré, þegar ég ligg á koddanum á kvöldin hlusta ég gjarnan á þau og ég er ekki að plata er ég segi að þau tala við mig og segja mér svo margt sem þroskar huga minn, fer með bænirnar mínar og hugsa um fólkið mitt og þá sérlega elsku barnabörnin mín horfi á Neró minn sem sefur mér við hlið og sofna hamingjusöm því ég er svo rík.

Nú allt fer í fastar skorður börnin byrja í skólanum, sem er alveg sérlega skemmtilegur tími að mér finnst, það er svo gaman að fylgjast með þeim og þeirra framförum.

Mér finnst líka svo skemmtilegt er hausta tekur að vera inni finna heimilið  mitt umvefja mig, elda mat og stússast í kringum fólkið mitt, er kvölda tekur set ég góða tónlist á kveiki á kertum og tek mér ljóðabók í hönd, ég elska góð ljóð, ljóð sem hafa boðskap sem höfðar til mín. Í ljóðum er svo mikill sannleikur, stundum næ ég honum ekki strax les aftur og aftur þar til ég skil boðskapinn.

Þegar ég er búin að koma mér vel fyrir hér þá fer ég að dúllast í jólaundirbúning (er svolítið lengi að gera hlutina) þá verður allt tilbúið fyrir 1 des og er englarnir mínir koma heim í jólafrí.

Veturinn ætla ég svo að nota vel til að ná betri heilsu skoða hug minn vel og lifa lífinu eins og mér finnst best hverju sinni, gera það sem ég vil og láta engan stjórna í mínu lífi einu verurnar sem fá að stjórna í ömmu sinn eru barnabörnin þau eru toppurinn á tilverunni.

Ljós og frið til ykkar allra
Milla.



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.