Ljótt að sjá.
27.7.2008 | 09:04
Ekki er ég hissa á því að fyrrverandi íbúar Dísarlands
forðist götuna, öllum þykir sárt að horfa á eftir þeim
heimilum sem þau búið hafa,
ég tala nú ekki um þegar bara er kveikt í þeim.
Ég skil, svo sem vel að slökkviliðsmenn þurfi að æva sig,
en meira að segja ég fæ í mig hroll við að horfa á þessar
myndir hvað þá íbúarnir.
Því í fjandanum var leift að byggja þarna í upphafi?,
voru menn ekkert að huga að hvar snjóflóð hefðu
fallið í gegnum tíðina, nei nei það höfðu engin fallið
í x mörg ár og þá væru þau örugglega hætt við að falla
oftar á þessum stað.
Það sama á við um margar aðrar byggingar sem leifðar voru
þarna fyrir vestan, allir vita um þær.
Eigið hugljúfan dag
![]() |
Dísarlandið brennur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
26.7.2008 | 23:27
Dagurinn í dag er búin að vera frábær, afi sótti þær kl þrjú í dag,
vinkonur þeirra aðrir tvíburar komu heiman frá sér til að vera með
þeim á skemmtuninni í kvöld, litla ljósið kom aðeins í heimsókn
og við púsluðum smá í tölvunni.
Allir ætluðu síðan í bæinn, hringir síminn og er það vinur minn sem
ég hafði ekki séð í 20 ár eða svo hann sagðist vera staddur fyrir
utan hjá mér, ég út á stétt kemur þá ekki Dóra mín labbandi
með þau hjón, það var bara yndislegt að sjá þau og skiptast á
upplýsingum um börn og buru.
Rétt er þau voru að fara út úr dyrunum hringdi síminn aftur alltaf
svaraði engillinn, í þetta sinn var það bloggvinkona mín hún
Anna Guðný og kom hún stuttu seinna að húsinu með sitt fólk.
Það var bara yndislegt að kynnast þeim öllum, en við kvensur
höfðum hist áður síðan fóru þau að leifa krökkunum að klára
að horfa á skemmtunina niðri á bryggju.
Núna erum við gamli ein í kotinu, sko þar til tvennir tvíburar
ryðjast inn með með sínum hlátrasköllum þær ætla að gista
saman hjá mér, en Dóra verður hjá Millu systir.
Smá undir svefninn frá henni Ósk.
Í D.V. var sagt frá því að vændi væri
stundað hér á landi og hefðu sumar
konur góð laun í þessu starfi.
Auðlind mína illa ræki
aulabárðum lík.
Ég sit á mínu sómatæki
seint verð af því rík.
Rætt var um lokun súlustaða á
Akureyri og hvað væri til ráða.
Kreppir að hjá klámbúllum,
karlar góðu vanir.
Sameinaðir sækið um
súluívilnanir.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það hlaut að koma að því.
26.7.2008 | 12:07
Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið,
en neiðin kennir líka svöngum börnum að stela.
Þau gera það bæði fyrir sjálfan sig og sína og einnig út af
þrælsóttanum sem þau bera fyrir þeim sem yfir þeim ráða.
Allar götur hafa börn verið notuð til glæpa af þessu tagi
og ekki fer það batnandi.
Nú eru þau send út og suður til að ná og sendast með eiturlyf.
Hvað hefur þetta allt í för með sér? Jú þau eru handtekin og
dæmd í fangelsi, maður skildi þá ætla að reisa þyrfti barnafangelsi,
en, nei þess gerist ekki þörf þetta eru jú bara börn,
öllum er alveg sama hvort sem er.
Maður héllt nú kannski að mannkynið mundi þroskast og að fullorðnir
mundu eigi bara huga að sínum hag, en nei þetta fer bara versnandi.
![]() |
Þrjú börn dæmd í þriggja ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Leiðrétting.Það er svona að vera, já hvað?
26.7.2008 | 08:29
Biðst forláts, en gleymdi að taka fram höfundinn af
Óhræsisnefndinni í gærkveldi en að sjálfsögðu er hún
eftir hana Ósk Þorkelsdóttur, hagyrðing af guðs náð.
**********************
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Geimverur eða hvað!
26.7.2008 | 08:04
Edgar Mitcell, fyrrum geimfari og tunglgöngumaður
hjá Nasa heldur því fram að til séu geimverur og þær
hafi meira að segja heimsótt jörðina.
Hann telur þær líta nokkurn veginn svona út eins og
myndin sýnir.
Ekki ætla ég að úttala mig um útlit þeirra, en trúi og hef ætíð
trúað á verur sem búa á öðrum hnetti en við og þykir mér
afar athyglisvert að lesa umsögn frá þessum virta manni.
Hann kemur fram með þessa vissu sína 77 ára gamall, skildi
hann ekki hafa þorað því fyrr, nei trúlega ekki.
Fróðlegt væri að vita um vitneskju og trú annarra þjóða á
fólkinu sem kallaðar eru geimverur.
Það hefur nefnilega vakið undrun mína er ég augum lít
dúkkur sem tvær af barnabörnunum mínum eru að safna,
þessar dúkkur eru undurfagrar, með stór augu
og tæknilega stórkostlega útfærðar.
þessar dúkur eru söfnunargripir, keyptar á netinu, ekki til hér,
því eldri sem þær eru því meira kosta þær og þær eru ekki leikföng
nema fyrir, ja við skulum segja að þær séu svona fullorðins.
Hefur oft hvarflað að mér hvort hönnuðurinn trúi á geimverur
eða kannski er hann geimvera, Hver veit?
![]() |
Það eru til geimverur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
25.7.2008 | 21:58
Óhræsisnefndin.
Skemmtinefnd er fyrirbæri sem
segir öðrum hvað þeir eiga að gera
Oft er yfirnefndin
efnislega snauð.
Endaslepp er efndin
andagiftin dauð.
Blessað bjargarleysið
ber hún með sér núna.
Menn um mest allt pleisið
missa af þeim trúna.
Víst er hún á veiðum
vofir yfir jörð.
Eftir ýmsum leiðum
ásækir ´ún hjörð.
heimtar klám af krafti
klúra vísna nýtur.
Beitir klóm og kjafti
klórar fast og bítur.
Það að verjast vargi
virðist engin leið.
Undan ofurfargi
engin maður skreið.
Sagt var sverum rómi
semdu vísur margar.
Undan yfirdómi
engin leið til bjargar.
Elting ill var hafin
yfir gekk hún strax.
Tæknin vart er tafin
tölvur, sími og fax.
Eins og eldflaug þjóti
yfir liðið fríða.
Best að brosa á móti
beyja sig og hlýða.
Mæddir vísnavinir
voru hér um sinn.
landsins ljúfu synir
litu hérna inn.
Nefndin hreykin hlakkar. H
Hyggðu vinur góður
hverjum þú svo þakkar
þetta vísna fóður.
Þeir eru sjaldan sjálfir
sínu monti flíka
Auðmýkt andans þjálfir
aðrir finnast líka.
Er reisa háls og hnakka
hærra en augu á festir.
Minnst er þeim að þakka
er þykjast vera bestir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftirmidags-raus.
25.7.2008 | 15:26
er einn af ljósálfunum mínum, fórum í Kaskó að versla.
Þær ætluðu svo að fara í búðir saman frænkur, en þar sem þokan
var komin með smá kul inn að landi, þá ók ég Viktoríu Ósk heim
til að klæða sig betur, svo niður í bæ til Dóru.
Bærinn okkar er yndislegur og hann er svo fullur af fólki sem er
komið til að vera á Mæru-dögum bæði brottfluttir húsvíkingar og
aðrir sem hafa kynnst þessu á undanförnum árum.
En það er samt í fyrsta skipti, sem bænum er skipt upp í liti og
hvert og eitt svæði að skreyta eftir litnum sem það fær.
Milla mín býður í mat í kvöld svo maður getur bara slappað af
eins og venjulega er þær taka stjórnina þessar elskur.
Eitt en er ég settist við tölvuna þá var bara komið nýtt stjórnborð,
Ný uppsetning og breyting á litum, maður þarf víst að venjast öllu.
Knús á alla og farið varlega þið sem eruð að fara eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir Ellu Dís.
25.7.2008 | 08:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hafið þið hugleitt undrin?
25.7.2008 | 08:04
Norðurljósin okkar og bara himinhvolvið allt er eitt undur
veraldar að mínu mati.
Bara litirnir í þessari mynd eru undur.
Vísindamenn hjá NASA telja að Norðurljósin dansi vegna
segulsviðs jarðar og hlaðinna agna frá sólvindum.
Það er mikið gott að geta rannsakað þessi mál eins
og öll önnur sem við ekki þekkjum og hafa vakið undrun
okkar í aldir.
Ég hef nú ætíð sagt að það sem við vitum um stórundur alheimsins,
eins og himins, jarðar, sjávar og ekki síst neðanjarðar og sjávar.
Er afskaplega fátæklegt.
Ég hef oft leitt hugann að því, er jörðin var ósnortin, nema af dýrum sem hana
byggðu, ekki viðhöfðu þau minna stríð sín á milli en maðurinn gjörir í dag.
Hvernig var þetta eiginlega er maðurinn reis upp á jörðu hér kenndu þá dýrin
honum að lifa af með því að drepa sér minni dýr til matar, eða hvað?
Allt þróaðist þetta allt upp í það sem það er í dag, þvílíkar breytingar,
bæði illar og góðar.
Eitt hefur ekkert breyst það eru Norðurljósin, stjörnurnar og öll undur veraldar.
Fór að rifja þetta allt upp er ég sá með eigin augum drápið á Hrefnunni í
fréttunum í gær, þvílíkt skipulag og sannaðist þarna eina ferðina enn
að mæðurnar eru ætíð grimmastar í því að ala upp ungviðið og kenna þeim
allt sem þau þurfa á að halda í lífinu.
Þetta gerðist nú bara hér rétt undan heimilinu mínu, í Skjálfandaflóanum.
Merkilegast finnst mér að almenningur í flestum tilfellum hugar aldrei að
því hvað er að gerast í kringum hann, hvað þá að honum finnist það
koma honum við.
Eitt en sem ekki hefur breyst, það er græðgi mannanna, hún hefur verið
frá ónuma tíð.
Reynum að breytast ef við kunnum að hugsa að við þurfum þess,
ekki bara maðurinn við hliðina á okkur.
Virðum hvort annað og Landið okkar.
Horfið bara á öll undur veraldar sem eru í kringum okkur
ekki bara þau sem koma í fréttum.
![]() |
NASA uppgötvar hvers vegna norðurljósin dansa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
24.7.2008 | 20:44
Takið eftir hér er beiðni um hjálp í formi bæna og ljósa
til handa litlum engli, sem mörg okkar erum búin að
fylgjast með.
Ella Dís á gjörgæslu og á í erfiðleikum.
Elsku Ella okkar er kominn á gjörgæslu síðan á þriðjudag,
en þá fékk hún svona öndunarerfiðleika eins og hún hefur verið að berjast
við en þetta er greinilega aðeins of erfitt fyrir hana.
Í gær fór hún í aðgerð og var reynt að setja barkaslöngu í hana en hún hélst
ekki í og datt tvívegis út og allt í klessu.
Núna er hún í öndunarvél og er óvisst hvað verður gert,hún á að fara í frekari
rannsóknir á morgun og verður því svæfð.
Mér langar svo að biðja ykkur að kveikja á kerti fyrir hana og biðja fyrir henni
því ég hef svo miklar áhyggjur af henni.Og við vitum öll hvað mikill orka gerir
gott og kannski gerist annað kraftaverk.
Ég reyni að skrifa a morgun á láta vita hvað gerist.
knús
Ragna
Hér tendra ég kerti fyrir þig Ella Dís og ég mun líka tendra eitt hér
heima og biðja fyrir þér duglega snótin mín.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Undrandi Húsasmiðja og vill fá myndir.
24.7.2008 | 14:44
Eins og ég sagði ykkur í morgun ætlaði ég í Húsasmiðjuna
er ég kæmi úr þjálfun, þeir áttu von á meira skreytingardóti,
og mig vantaði bleikt, er ég kom kl. 9.30 þá var ekki búið að
afhlaða bílinn, og ein var farin að bíða síðan bættust æ fleiri í
hópinn bæði karlar og konur.
Þá tekur ein afgreiðslustúlkan fram myndavél og fer að taka
myndir af hópnum, ástæðan var sú að þeir í Húsasmiðjunni
trúðu vart þessu verslunaræði í þrjá liti, í öllu bara nefndu það
og vildu bæði fá myndir af biðröðinni og bænum.
Mér skilst að þeir munu fá það.
Á endanum kom ég heim til mín að ganga tólf með fullt af dóti,
En mér hefur skilist að uppselt sé allt bleikt grænt og orange
í öllum Húsasmiðjubúðunum og mörgum heildsölum sem selja
svona vörur í Reykjavík.
Nú eins og ég hef sagt áður þá eru hér mæru dagar,
og var bænum skipt í þessa þrjá liti sem um ræðir.
Það er ekkert smáræði sem er búið að gera hér.
Mála hús, Bíla, ruslatunnur, stokka og steina, fyrir utan
allt sem er búið að skreyta í bænum, þetta hlýtur að koma í fréttum.
þetta voru nú smá miðdegis-fréttir, meira síðar.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gerjuð epli, hvar?
24.7.2008 | 07:52
Drukkinn Elgur réðist á stúlkubarn, talið að Elgurinn hafi
etið gerjuð epli, stórfurðulegt, eiga þau að vera í óvörðu
umhverfi.
Eins gott að það voru ekki börn sem komust í eplin, en þá
hefði málið verið alvarlegra, því er ekki hægt að deyja að
völdum gerjaðra ávaxta?
**************************
Í dag á fyrsta degi mæra, er þoka en afar hlýtt.
Dagurinn hjá mér byrjaði að vanda með morgunmat
síðan var sest við tölvuna, á meðan þessi lyf sem halda
halda mér gangandi byrja að virka, sko það eru elsku
læknarnir sem segja að þau geri það,
verð víst að trúa þeim.
Fer bráðum að koma mér í sjæningu er að fara í þjálfun
fer svo í Húsasmiðjuna, Þar sem ég er í bleika hverfinu
og vantar meira bleikt ætla ég að gá hvort þeir fái
einhverja viðbót þar, áttu jafnvel von á því
Svo ég gæti skreytt svolítið meira því hver átti von á því að
allir mundu taka svona vel í skreytingarmálin, en það segi ég
ykkur alveg satt, að svona eru bara Húsvíkingar, ef þeir gera
eitthvað þá er það gert með stæl.
Í dag munum við sækja litla ljósið á leikskólann og kannski
kemur Hjalti karl frændi hennar og jafnaldri líka það er nefnilega
jarðaför í dag, Óskar tengdafaðir Millu minnar var að missa bróðir sinn.
Eigið góðan dag í dag kæru vinir.
Milla
![]() |
Drukkinn elgur réðist á stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
23.7.2008 | 21:35
þetta er búin að vera afar skemmtilegur dagur, þegar við ég og
englarnir mínir komum úr bænum urðu þær eftir hjá Millu frænku
voru að skreyta með þeim í lengjunni.
komu svo með litla ljósið hana Aþenu Marey og var hún í
Sollu stirðu fötunum sínum, ég sagði: ,, Er Solla stirða komin í heimsókn",
blessuð og sæl, rétti henni höndina, og hún á móti, en sagði svo:
,, Amma þetta er bara ég Aþena Marey ég er bara bleik að því að ég
á heima í bleika hverfinu".
Já svoleiðis var það nú, hvernig á maður að vita allt?
Þær fóru út í garð með pullip dúkkurnar og mynduðu bak og fyrir.
Nú um sex leitið komu Milla, Ingimar og Viktoría Ósk og við borðuðum
saman núna er afi að aka englunum mínum heim, þær koma svo aftur
á laugardaginn.
Í kvæðasafninu þeirra fann ég eitt ljóð eftir
Magnús Ásgeirsson.
Andvaka.
Rökkrinu reifast foldin
og ró þráir hugur minn.
En hjartaslög andvaka óðar
enn mér í sálu finn.
Hjartaslög andvaka óðar
sem aldrei svefni nær,
en samt ei úr draumadvala
til dagsins vakna fær.
Og með honum verð ég að vaka
um vetrarins óttuskeið
og hlíta hans örlögum öllum,
því ein er beggja leið.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Aðeins að stelast í mína eigin tölvu.
23.7.2008 | 14:27
mína er þær eru í heimsókn, ég kallaði í þær og spurði hvort
þær ætluðu ekki að fá sér að borða, og skaust þá hér inn á
meðan þær matast.
Frekar seint, en við vorum að koma af hádegisfyrirlestri
um Gustaf Fröding, hafði fyrirlesarinn skroppið í hvalaskoðun
og var svo mikið að sjá að ekki var hægt að fara í land.
Nú á meðan við byðum eftir honum fengum við hádegissnarl
og spjölluðum saman, því allir þekkja nú alla á svona stöðum.
Fyrirlesarinn var Sænskur, en var beðin að tala á ensku svo allir
gætu skilið hann.
þetta var afar fróðlegt og skemmtilegt, voru bæði lesin upp
og sungin ljóð eftir Gustaf.
Nú erum við að fara í bæinn, sýna okkur og sjá aðra.
Knús á alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eitt furðumálið í viðbót.
23.7.2008 | 08:15
þau dúkka upp með jöfnu millibili svona mál sem ég ekki skil.
hver ber ábyrgð á upphafi þessara mála?
Hvað er þetta mál búið að vera lengi í undirbúningi, eru það ekki
sex ár, ekki veit ég hvort Jón Ólafsson er stórfeldur
skattsvikari eður ei, en of langan tíma er það búið að taka að
undirbúa það að knésetja þennan mann og við byðum eftir leikslokum,
hvað skildi verða langt í þau?
Eins var með hið fræga Baugsmál, það tók líka sex ár, og enn þá eru
þeir að reyna að sora þetta fólk út.
Hafskipsmálið, þar tók það til dæmis sex ár að komast að því að
fjórir bankastjórar Útvegsbankans, Sem var búið að svipta
atvinnu og æru, væru saklausir.
Enn á eftir að sanna sakleysi annarra þeirra sem þar komu að
máli og voru dæmdir fyrir.
Og það verður ekki hætt fyrr en það er gjört
Hver ber ábyrgð á þessum gjörðum, (sem ég vill kalla glæp)
sem lagði í rúst heilmargar fjölskyldur.
Ég vill að sjálfsögðu að menn beri ábyrgð á sínum gjörðum,
og fróðlegt verður að sjá og heyra hverjir báru ábyrgð á
upphafi þessara mála allra sem ég kalla furðumál.
Furðu minni yfir öllum þessum málum sem og mörgum öðrum
er og verður líklegast ekki svarað í minni tíð á jörðu hér,
en spurningin var: " hvert er upphaf þessara mála?"
Þá meina ég ekki það sem allir vita úr fréttum,
heldur það sem við höfum aldrei fengið að vita.
Góðar stundir.
![]() |
Tekist á um frávísun máls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
22.7.2008 | 21:03
Hér á Húsavík eru núna Sænskir dagar, er það árlegur viðburður
hér svo fylgja mæru-dagar á eftir. En í tilefni sænskra daga ætla
ég að færa ykkur ljóð eftir Gustaf Fröding.
Réttur hérans
Þann rétt hver héri hefur,
að háma kál í svanginn,
á meðan maginn krefur,
-það má hann, litli anginn,
að liggja í leiðslu værri
sé lágfóta ekki nærri.
Og vilji vondi refur
sér veiða héra í soðið,
þann rétt þá hérinn hefur,
-og honum er það boðið-
að hlaupa á harðasprett, til
að hættu hann undan beri,
-en að heita annað en héri
á hérinn engan rétt til.
Gustaf Fröding
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Umræðan um flugvöllinn. Borgarstjóra og bara svo margt.
22.7.2008 | 08:39
Stundum opnast fyrir nýjar víddir hjá manni, merkilegt nokk.
Í gær viðraði Guðjón Arnar Kristjánsson skoðunum sínum á því
hvað Reykjavíkurborg hefði upp á að bjóða á öllum sviðum.
Talar um að vissulega hafi landsbyggðin þjónustu bara misjafnlega
mikla, en að Reykjavíkurflugvöllur sé lykillinn að þeirri þjónustu
sem landsbyggðin þurfi að sækja, og mikið rétt það getur átt við
um margar byggðir landsins.
Ljóskan ég fékk á tilfinninguna að hann væri eiginlega að
biðla til Borgarstjóra að ákveða sig nú hið bráðasta hvar hann ætlaði
að stíga niður í framtíðinni.
Staðan væri, að skoðanakannanir sýndu að margir í frjálslindaflokknum,
styddu eigi F-listann í þessu óvissuástandi Borgarstjóra.
Síðan talaði hann um að Borgarstjóri hefði verið fylginn sér í öllum þeim
málum sem hann lagði upp með.
Hafði hann nokkuð val ef hann ætlaði að halda stólnum?
Ég get heldur ekki séð hvað það skiptir máli í hvaða flokk þessi
mæti maður ætlar að stilla sér, hann er að stjórna núna,
stutt í breytingar, svo verða menn bara að sjá til.
Vilja ekki allir fá þennan mann í sínar raðir?
Já ég ætlaði víst að tala um nýjar víddir.
Ég sem er fædd og uppalin í R. elska gamla góða flugvöllinn,
vann þar sem ung, vildi hafa hann þarna til eilífðar,
er búin að skipta um skoðun, að ég held, ljóskan skiptir oft um skoðun.
Málið er að ég bý á Húsavík hér fæ ég alveg ótæmandi afþreyingu
þá er ég að meina stórsvæðið Akureyri, Mývatn,norðurþing og bara út um allt
hér norðan heiða, ef ég fæ ekki það sem mig vantar hér á Húsavíkinni þá
skreppur maður til Akureyrar.
Svo eina sem ég þarf á R. að halda er til að heimsækja fjölskyldu mína.
Flugvöllinn þarf ég eigi að notast við, nema ef verða skyldi að ég yrði flutt
suður með sjúkravél, þá er víst sama hvar maður lendir.
Aðeins að koma inn á það sem ég er nú ekki búin að skoða til hlítar,
það er hótelið sem á að reisa á horni Lækjargötu og Vonarstrætis,
Held að það loki ansi mikið og bara bílastæði fyrir 27 bíla hvað á að
gera við hina?
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fyrir svefninn.
21.7.2008 | 20:25
syngja ákveðið lag.
Nokkrir menn úr kórnum færðust undan því og vildu
syngja annað lag.
Söngstjórinn, sem var bráðlyndur maður, sagði þá:
,, Þið syngið bara þetta lag steinþegjandi og hljóðalaust".
>> Ef fjandinn hitti okkur nú, hvorn okkar heldur þú að
hann tæki fyrst?<<
>> =g sjálfsagt mig, hann er altaf viss um þig,<<
svaraði Guðmundur.
Kona Guðmundar hljóp eitt sinn frá honum.
>> hvernig ferðu nú að, guðmundur minn,
þegar þú ert orðin einn,<< spurði kunningi hans,
sem hitti hann skömmu síðar á förnum vegi.
>> O jeg fæ mér bara prímus,<< svaraði Guðmundur.
Átti að gera vísu um forsætisráðherra.
Pólitík elska ég ekki
né arka með loforðasekki
og illa ég kann
að yrkja um mann
sem andskotann ekkert ég þekki.
Þessi er nú eftir hana Ósk.
Góða nótt.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvað er einkenni Íslendinga?
21.7.2008 | 12:51
Jú kvartanir, kvartanir og aftur kvartanir, við kvörtum undan dómurum,
hver man nú ekki eftir því frá alda öðli?
Jú og svo leikmönnum, ef þessi hefði nú drullast til að gera þetta svona
þá hefði sko leikurinn unnist.
Við kvörtum undan börnunum okkar, gamla fólkinu sem við þurfum að
líta til þegar okkur hentar, og blessuð börnin mega ekki á neinn hátt
hafa skoðanir þá er það heimska, ég tala nú ekki um ef þeim langar til
að klæða sig eftir einhverjum lífstíl sem þeim finnst flottur.
Áhugamálin þurfa líka helst að sníðast eftir því hvað er inn hjá foreldrunum.
Nú allir eru óánægðir með stjórnina það er nú kannski ekkert skrýtið.
Aumingja við, þurfum að bíða á flugstöðvum, læknabiðstofum, við
afgreiðslukassann í búðinni, og engin er í það góðu skapi,
að hægt sé að stytta sér stundir með spjalli, eins og það er nú gaman,
allavega finnst mér það.
Ef maður reynir að opna fyrir umræður heldur fólk að maður sé nú bara
stórskrítin, segir eitthvað og snýr sér í hina áttina
Síðast en ekki síst kvörtum við undan launum og allri þjónustu.
hver getur hjálpað okkur með það? Stundum er stórt er spurt,
þá er fátt um svör, en ég get svarað þessu.
Engin nema við sjálf stjórnum því hvernig komið er fyrir okkur.
Hvað finnst ykkur???
Þetta er nú bara svona smá hádegisröfl.
Er farin til að ná í Dóru mína til tannlæknis, síðan ætlum við að
sleppa okkur smá í búðunum, ligga ligga lá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þessi var nú alveg frábær.Hí hí hí.
21.7.2008 | 06:40
Sé þennan gjörning í anda, hugsið þið ykkur akandi
hjólbörum með öllum þessum peningum, gott hjá honum
og greinilega maður með húmor.
*****************************
Minnir mig á er ég keypti mér barnavagn, 1971, var
búin að safna fyrir honum í smápeningum á meðgöngunni,
hann kostaði 7.500 krónur og þótti mikið þá, þetta var
Pettigreen þeir þóttu nú flottir þá og þykja enn.
Ákvað í prakkaraskap mínum að fara með talda peningana í
léreftspoka sem ég saumaði, mikið haft fyrir því að þjóna
stríðnispúkanum í sér.
Fór og keypti vagninn, skellti peningunum á borðið og sagði
þetta er akkúrat, Ó guð minn vildi að það hefði verið til vídeó
þá, konan missti andlitið sagði svo ég get ekki tekið á móti þessu
þetta eru smápeningar, já sagði ég eru það ekki líka peningar?
Jú sagði aumingja konan, en, Takk fyrir góða þjónustu sagði ég
og gekk út sæl í mínu hjarta, búin að gera eitt prakkarastrik
þann daginn.
Eigið góðan dag.
![]() |
Borgaði rafmagnsreikninginn með einseyringum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)