Klósettmál bara endalaust.
4.8.2008 | 09:07
Hugsið þið ykkur ef fjandans klósettið hefði eigi farið að leka
þá hefði þetta trúlega aldrei komist upp og hann ekki dæmdur
til dauða, já til dauða! Er ég virkilega að lesa rétt?
Hann fær dauðadóm fyrir að þiggja mútur, eru mannréttindi
ekkert að lagast í Kína? Nei líklegast ekki.
Eigi er ég að mæla því bót að fólk þiggi mútur, en að dæma
mann til dauða fyrir það er forkastanlegt sér í lagi í ljósi
þess að ef hann hefði neitað að þiggja múturnar hefði
hann og hans fólk fengið bágt fyrir.
Það er eins gott að ekki er dauðarefsing lögleg á Íslandi.
Það væri þá búið að drepa marga, já bara síðan ég man eftir.
![]() |
Klósettleki kom upp um spilltan embættismann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
3.8.2008 | 20:36
Ég komst að því hér á sænskum dögum að margir ekki
vissu hver Gustaf Fröding var, ekki er það neitt undarlegt
víð getum ekki þekt öll skáld heimsins.
Gustaf Fröding var ljóðskáld, fæddist 1860 í Alster rétt fyrir utan
Karlstad í Vërmland, alla tíð var hann talinn geðbilaður og dvaldi
hann geðsjúkrahús löngum, en þegar hann var talinn geta farið
út af sjúkrahúsinu var honum fengin Hjúkrunarkona til fylgdar.
Hann dó að mig minnir 1940.
Til Karen eftir dansinn.
Úr fögrum rósum vil ég vinda
þér, vinu minni, krans um hár,
úr minningum þér blómsveig binda
er blikni ei fram á gamalsár.
Með eigin höndum ástgjöf mína
ég ætla, kæra, að flétta þér,
þitt gráa hár skal kransinn krýna
er koldimm gröfin skýlir mér.
Svo yndisleg og ung í dansi
er ástin mín, en samt ei glöð,
--svo þyrnar eru á þessum kransi
og þrungin eitri hin grænu blöð.
Ég dropa blóðs á bránni þinni
sé blika und sveignum þér um hár,
svo kemur illt af ástúð minni
og undan mínum kransi sár
Gustaf Fröding.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Háþrýstiælupest og meira en það.
3.8.2008 | 09:51
Hafið þið upplifað háþrýstiælupest? ekki ég aldrei áður.
Var eitthvað svo ólík sjálfri mér í gær, hafði ekki list á mat,
(þá er nú mikið að) píndi ofan í mig einni hrökkbrauð um
10 leitið í gærmorgun, síðar um daginn fékk ég mér speltbrauð.
Hélt að nú væri heilsan komin, en ekki aldeilis, um fimm leitið
fór ég upp í rúm alveg að drepast í maga og uppverkjum.
Við vorum boðin í mat til Millu og Ingimars, ég sagði englinum
mínum bara að fara, en hann ætlaði ekki að fara frá sinni kerlu,
en ég sagði bara bless, með þeim tón sem mér er einni lagið.
Hann fór. Ætla ekkert að lýsa, sko hafið þið setið á WC og
háþrýsti smúlað smá bittu fyrir framan ykkur, nei hélt ekki.
um fimm í nótt var farið að róast og ég svaf til kl.8.
Sit hér núna alsæl búin að fá mér morgunmat, fara í sturtu
engillinn er að þvo koddann minn og græja svefnherbergið.
Ég finn sko allstaðar ónota angann.
Knús til ykkar allra inn í góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Svona gerist undir áhrifum áfengis.
2.8.2008 | 17:19
Færslan hjá henni Vilborgu er verð þess að lesa hana
Biðla til allra að lesa hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mikil sorg í þessu máli.
2.8.2008 | 14:05
Röng greining:
Ungt barn lést í sjúkrabíl
í þriðju ferð til læknis.
Barn lést eftir að botnlangi þess sprakk en þá höfðu foreldrar þess
farið með það tvívegis til læknis en í bæði skiptin voru þau send heim.
Þegar barninu hrakaði kom nágranni fólksins að sem er sjúkraliði og
hringdi á sjúkrabíl. Barnið dó á leið á sjúkrahúsið en banamein þess
var blóðeitrun vegna sprungins botnlanga. Atvikið átti sér stað í
síðastliðnum mánuði.
Það er sorglegt að svona geti gerst árið 2008.
Ég sendi foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum innilegar
samúðarkveðjur Guð blessi ykkur öll.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka.
2.8.2008 | 10:45
Þetta mun ekki breyta þeirri staðreynd að stuðningur ríkisstjórnarinn
við þessa framkvæmd er óhaggaður, segir Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra um þann úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur
umhverfisráðherra að þær fjórar framkvæmdir sem tengjast byggingu
álvers á Bakka við Húsavík fari í heildstætt umhverfismat.
Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn einasta dag."
Merkilegt að allir ráðamenn eru afar undrandi yfir vinnubrögðum
Umhverfisráðherra, sem ég er svo sem ekkert hissa á, ekki vegna þess
að þær séu ólöglegar, heldur vegna þess að þær eru siðlausar, með
tilliti til þess að ekki var gert slíkt hið sama í Helguvík.
Það er eins gott að Össur standi við þau orð sem rituð eruð hér að ofan
ritað með rauðu letri.
Það er einnig gott ef að sjálfstæðismenn mundu standa við sýn orð,
merkilegt hvað þeir eru undrandi allir upp til hópa blessaðir öðlingarnir
sem aldrei kannast við neitt.
Góðar stundir.
![]() |
Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
1.8.2008 | 21:22
Hreiðrið mitt.
Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó
ef börnin mín smáu þú lætur í ró,
þú manst að þau eiga sér móður
og ef að þau lifa, þau syngja þér söng
um sumarið blíða og vorkvöldin löng
þú gerir það, vinur minn góður.
Þorsteinn Erlingsson.
Kæru vinir ég er búin að vera svolítið þreytt í dag, á ekki
gott með að þola hitann, þannig að ég hef verið löt hér á
blogginu, ekki komentað sem skildi, vona að mér sé fyrirgefið það.
Hægt að segja við óvin.
Ég veit umbók með fullt af fólki
sem er vitrara en þú.
"Hvaða?"
--Símaskránna.
Börn allsnægtanna.
Við eigum að skammast okkar
með allt til alls
alla vegi færa
allt lífið framundan.
Við hefðum átt að alast upp
fyrir dúk og disk
þegar fólk hafði hvorki
til hnífs eða skeiðar
Höfundur ónefndur.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Strengjabrúður, já hljóta að vera það.
1.8.2008 | 07:40
Strengjabrúðurnar í þessu máli, já hvað eru þær margar,
og hverjar eru þær.
Við vitum nú um Þórunni Sveinbjarnardóttur. Hún segir:
,,Undirbúningur vegna álvers á Bakka var skemmra á veg kominn
en vegna álvers í Helguvík, og er það helsta ástæða þess að nú
var tekin ákvörðun um að álver á Bakka fari í heildstætt umhverfismat,
en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna álversins í Helguvík".
Sérkennilega til orða tekið, ekki unnt að taka slíka ákvörðun um álverið
í Helguvík, hefði sem sagt verið gert ef unnt hefði verið.
Það er eins og það sé verið að leita eftir einhverju til að takast á við
svo ég taki nú ekki stærri orð mér í munn.
Ekki var talið að það myndi standast meðalhófsreglu að ógilda úrskurð
vegna Helguvíkur, en nú var ekki litið svo á að gengið væri gegn þeirri
reglu, sagði Þórunn.
Hafið þið heyrt meira rugl um ævina, að sjálfsögðu á ekki að ógilda
úrskurð vegna Helguvíkur. Óska bara þeim vinum mínum á
Suðurnesjum alls hins besta.
Enn það átti eigi að fara í þetta mat hér norðan heiða, mismunun
á landshlutum er til skammar fyrir strengjabrúður þessa máls.
Ég tala um strengjabrúður vegna þess að augljóst er að einhverjir
vilja alltaf allt, fyrst og fremst fyrir sunnan, og hverjir stjórna
strengjabrúðunum? Skildi nokkur geta svarað því?
Hvernig er það með þetta fólk sem kosið var á þing af okkur hér
í þessu stóra og mikilvæga kjördæmi, eru þeir bara upp á punt
á þingi?
Á tæru er, að eigi verður hlaðið undir þá aftur.
![]() |
Undirbúningur skemmra kominn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
31.7.2008 | 22:15
Hafið.
Hafið er blátt
um hljóðar nætur.
Djúpið blundar
við bergsins rætur.
Kyrrt sem örlög,
en aldrei breytast.
Blátt sem augun,
er ann ég heitast.
Það er svo margt,
sem marinn dylur.
Hver vík er breið,
sem vini skilur.
Köld er hjartanu
heimaströndin,
sem annarsstaðar
á óskalöndin.--
Hafið er blátt
um hljóðar nætur.
--Í lágnættiskyrrðinni
ljósið grætur--
En allri gæfu
þeir aldrei týna,
sem gefa djúpunum
drauma sína.
Þetta yndislega fallega ljóð er eftir
Magnús Ásgeirsson.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Alveg er maður kjaftstopp.
31.7.2008 | 16:03
Hver fjandinn er að þessu dómskerfi?
Hvaða rök eru fyrir þessum væga dómi? þætti gaman að heyra þau.
Þessi maður sem engin virðist mega vita hver er, en allir landsmenn
vita samt hver er, dæmdur í 4 ára fangelsi, eftir að vera búin að
eyðileggja með kynferðislegu og andlegu ofbeldi líf 7 stúlkna.
Lögum samkvæmt er hægt að dæma menn í allt að 16 ára fangelsi
fyrir svona glæp, en dómurum þessa lands hlýtur að finnast
glæpir þessa manns léttvægir finnst þeir dæma manninn bara í
fangelsi í fjögur ár.
Miskabætur, það getur verið að einhverjum finnist þær nægar,
en ekki mér.
Ég spyr enn og aftur af hverju má ekki birta mynd og nafn mannsins
í öllum blöðum þessa lands.
Það skal engin halda að þessi maður láti af sinni iðju,
barnaníðingar hætta aldrei ófreskju hvatir þeirra eru of sterkar.
Siðleysi er ólæknandi.
![]() |
4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Örugglefa ekki á lúxus klósetti.
31.7.2008 | 07:47

Örugglega ekki við svona klósett.
Eða hvað?
Maður hefur verið dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar,
í Kansas í Bandaríkjunum fyrir að koma ekki fatlaðri unnustu sinni til aðstoðar.
Líkami konunnar gréri fastur við klósettsetu á heimili þeirra í febrúar á þessu ári.
Æ.Æ. Konan bað honum vægðar, svo dómurinn var mildaður, hún taldi hann
ekki bera ábyrgð á ástandi sínu.
Aumingja maðurinn bar enga ábyrgð,
hann hringdi nú samt ræfillinn er hún hafði ekki viljað koma út úr baðherberginu
í tvö ár, af hverju var hann ekki búin að hringja fyrr?
kom þetta ástand hennar honum vel á einhvern hátt?
Maður hugsar nú ýmislegt.
McFarren var einnig fundinn sekur um ósæmilegt afhæfi gagnvart unglingi í mars
á þessu ári.
Á þessi maður þá ekki að vera innilokaður?
Hann hlýtur að vera geðveikur og algjörlega siðlaus.
![]() |
Vanrækti konuna á klósettinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir svefninn.
30.7.2008 | 22:26
Það sem gerðist hjá mér í dag var svolítið skrítið,
en alveg bráðnauðsynlegt. var að glugga og hitti á
smá grein sem hitti beint í mark með það að nú yrði
ég að fara að gera eitthvað í mínum málum.
Síðan áðan las ég blogg hjá vinu minni henni Heidi Strand
um að talað væri um að fólk færi að borga fituskatt,
hitti svo sannarlega í mark, "FITUSKATT" Halló!!
Hver vill vera svo feitur að hann þurfi að borga fituskatt?
Hver vill missa heilsuna vegna ofáts?
Hver vill láta benda, og tala um fituna á manni?
Hver vill ætíð vera í vandræðum að fá flott föt?
Endalaust gæti ég haldið áfram, en læt staðar numið að sinni,
en meira mun fylgja í kjölfarið, Heidi á heiðurinn af þessu.
Takk fyrir mig Heidi verð eigi í felum lengur.
Smá frá henni Ósk til að lífga upp pistil minn.
Eitt sinn las ég í dagblaði þá niðurstöðu
úr könnun um kynlíf kvenna að þær yrðu
þurftarfrekari með aldrinum.
Í fjölmiðla skrumi og skvaldri
er skrafað um ástir og fleira
og bent á með batnandi aldri
biðjum við sífellt um meira.
Þær lífrænu leikandi konur
er líða hér yfir sviðið,
og heimta að hraustur sonur
af hetjuskap geti ........aflað matarpeninga
með góðu móti
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gullmolarnir í lífi mínu.
30.7.2008 | 13:59
Í morgun las ég sögu hjá henni Lindu Linnet sem fékk mig til
að rifja upp ýmislegt, sem gefur lífi mínu lit alla daga.
Til dæmis er ég sit hér við mitt rándýra skrifborð er á því
kassi nokkur sem Milla mín handgerði á honum eru myndir af
Ljósálfinum mínum henni Viktoríu Ósk, í honum eru afmæliskort
sem ég hef fengið og eru mér kær, nú svo er leirkrús sem
tvíburarnir mínir gerðu og gáfu okkur afa, í krúsinni eru pennar
og ýmislegt dót, nokkrar bækur myndir af þeim sem ég elska
sem hanga í ramma sem er eins og órói, þar hangir einnig mynd
og bréf frá henni Róslín minni, í glugganum er járndós með englamyndum
þar í geymi ég líka lítil afmæliskort, skoðum við þau stundum saman við
litla ljósið og ég. Áveggnum fyrir ofan mig hangir olíumálverk að bátnum
sem pabbi hans Gísla átti, það er málað af Villa Valla Rakara, tónlistarmanni
og listmálara á Ísafirði, skápur með bókum á bak við mig.
Á ísskápnum hanga myndir af þeim sem eru mér kærir á vegg er pappaspjald
sem er fyrsta myndin sem litla ljósið gerði á því eru límd laufblöð og svona út
um allt eru myndir og rammar sem þau hafa gefið ömmu sinni, allir þessir munir
eru mér meira virði en dýru fínu hlutirnir sem ég á.
Í fyrra voru þau hérna bróðir minn og mágkona þau búa á Litlu Borg í
Húnavatnssýslu. Nonni bróðir braut vasa fyrir mér sem var úti í glugga, bara
rak sig í hann, þetta var sía vasi sem Engillinn minn hafði gefið mér, ég sagði
því í fjandanum gastu ekki frekar brotið vasann við hliðina á, kristalinn sagði þá
Svava mín, já fjandans kristalinn er nú sama um hann, þetta þótti skrítið.
Svona er þetta bara ég elska þessa litlu gullmola sem gefa allavega mér
líf og gleði alla daga. Einnig elska ég allt þetta gamla sem ég á því það
kemur frá ömmu og afa að mestu leiti.
Sumum finnst þetta óttalegt drasl en ekki mér.
Knús til ykkar allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Allt samráðsferli er meingallað, í landi voru.
30.7.2008 | 07:26
Á nú bara ekki til eitt einasta orð, ætla samt að ropa einhverju
út úr mér um þetta mál.
Árið ca. 1967 fór ég mína fyrstu ferð upp með jökulsánni vestan
megin, einungis var jeppafært þá og afar seinfært, í gegnum
það svæði sem nú er kallaður þjóðgarður fórum við á
Landrofver. þessi leið er stórkostleg eins og allt þetta svæði.
Er nokkur furða að maður sé yfir sig hneykslaður á því árið
2008 sé ekki búið að koma sér saman um hvar vegurinn eigi
að koma, er ekki möguleiki að leggja þennan veg þannig að
allir geti verið sáttir.
Ég tel sjálf að það megi alls ekki raska fegurð þjóðgarðsins
með malbiki sem má aka á 90 km. hraða eftir.
En þetta er allt svona fyrir norðaustur landi, háborin skömm
að ennþá skuli ekki vera búið að leggja endanlegan veg
yfir Öxarfjarðarheiði, annað hvort hefur maður þurft að aka
moldarveginn sem er í boði yfir hana eða fara sléttuna sem
kölluð er, drottinn minn sæll og góður, ekki hefur það verið
vegur að mínu áliti, ja nema til að dóla og njóta.
Held að samráðsferlið ætti að komast á hið bráðasta til að
ljúka þessum framkvæmdum öllum sem komin eru á borðið.
![]() |
Segir samráðsferli meingallað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
29.7.2008 | 20:49
Það eru nú allir sammála því eð veðrið á landinu er búið
að vera vægast sagt óvenjulegt, í sumar.
Hér sit ég að kvöldi dags og það er blankalogn og hitinn
er 22 stig á mælirinn hjá okkur, í skugga.
En hugsið ykkur, þið sem eruð nú eldri en tvævetur hvernig
það var hér áður og fyrr er matarbúrin hjá okkur og okkur
eldri konum voru full af mat, tunnur fullar að súrmat,
og út úr kistunum flóði nýmetið.
Var nefnilega að lesa grein þar sem innanhúsarkitekt talar
um að matarbúr væru liðin tíð, það er rétt hjá konunni,
nema á afskektum bæjum þar sem snjór
og ófærð tefur kaupstaðarferðir hjá fólki, en held að það sé
nú ekki aðallega það, því ófærð er nú afar sjaldgæf núorðið,
Allt er rutt nema um iðulausa stórhríð sé að ræða.
Nei það er það að fólk vill eiga nógan mat bæði til bæja og sveita.
Til hvers spyr Borgarfólkið?
Hvað haldið þið sem undrið ykkur á þessu rausi í mér, hvað þið sparið
ykkur mikinn tíma með því að fara bara í búð einu sinni í viku, þann tíma
er til dæmis hægt að nota með börnunum, eða í eitthvað annað sem til
fellur.
Mánasigling.
Mjöllin um miðnættið tindrar
og máninn er kominn hátt.
Á silfurfleyginn sinn
hann siglir í vestur átt.
Á lognöldum ljósrar nætur
hann líður um höfin sín,
uns loksins hann berst út í blámann
og bliknar, er morgunn skín.
Og morgundraumarnir mínir
með honum taka far.
þeir sigla á silfurfleygi,
er sekkur í dagsins mar.
Gullfallegt er þetta ljóð, eftir hann Magnús Ásgeirsson.
Bloggar | Breytt 30.7.2008 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Eru engin takmörk fyrir hrokanum?
29.7.2008 | 11:12
Ég er nú kannski svo grunnhyggin, að vita ekki, að Borgarstjóri
getur bara hagað sér að vild, en ég taldi þó víst að ef einhverjum
væri vikið frá störfum þá ætti varamaður að taka við.
Hefur það ekki verið gangur mála, svona yfirleitt?
Reyndar er maður svo undrandi dag eftir dag,
já hvernig er hægt að láta þessa vitleysu viðgangast.
Ólafur F. Magnússon tjáði Ólöfu Guðnýu Valdimarsdóttur að hún
nyti ekki lengur stuðnings hans sem fulltrúi F-lista og óháðra í
skipulagsráði og jafnframt að hann ætlaði að skipa
Magnús Skúlason í hennar stað á næsta fundi borgarráðs.
Ólöf Guðný hélt áfram í skipulagsráði eftir að hún lét af störfum
aðstoðarmanns með vilja og stuðningi borgarstjóra og annarra
borgarfulltrúa. Hvernig var þetta eiginlega, vildi hann ekki hafa
hana sem aðstoðarmann, eða var hún búin að fá nóg?
Allavega er þetta afar skrítið allt saman,
þessi maður hagar sér eins og einræðisherra og er bara látin
komast upp með það.
Hvers vegna er hann látinn vaða uppi þó að hann sé borgarstjóri?
Er fólk ekkert orðið þreytt á því að láta skipa sér út og suður,
og ekki eru ástæðurnar rökstuddar á neinn handa máta.
![]() |
Borgarstjóri skiptir um varaformann skipulagsráðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ergjustuð og munnræpa.
28.7.2008 | 11:07
Stundum: , sjaldan, afar sjaldan" er ég barasta örg, já það er von
að einhver spyrji, af hverju? þeir sem spyrja hafa ekkert að hugsa
um nema sjálfan sig og fara létt með það,
þeir eru ekki blankir, lasnir,verkjaðir, niðurlægðir bæði af þeim sem
síst skyldi og öðrum þeim sem er alveg sama um okkur peðin.
þeir eru ekki vondir við sjálfan sig, borða ekki of mikið, þrasa ekki
við neinn, þola sólina og hitan með stæl og eru aldrei ósanngjarnir.
þetta allt á við mig á mínum ergju stundum, en eins og ég sagði
áðan þá er það afar sjaldan, svo sjaldan að það tekur því varla að
minnast á það, að ég held, hef nú ekki spurt engilinn hvað er satt
í þessu hjá mér, "Mun kannski ekki þola svarið",
en þar sem þið eruð nú þarna til þess að hlusta á
ergjuna í mér, það er ef þið nennið, þá eys ég þessu yfir ykkur og
sko mér er strax farið að lýða betur.
Hef nú kannski ekki yfir miklu að kvarta, á meðan ég eys úr mér
er engillinn búin að þvo allan þvottinn sem kom um helgina sem
er nú ekkert smá er maður fær fullt hús af ljósum, sko nú er ég
búin að taka gleði mína aftur bara við að minnast á fólkið mitt
sem var hér um helgina, því hvað á maður dýrmætara en fólkið sitt.
þó sumir kunni nú ekki að meta það.
Það er seinni tíma saga.
Takk kæru bloggvinir og aðrir þeir sem hér inn líta, fyrir að hlusta
á ergjuna í mér, en munnræpan kom mér í gott skap.
Knús kveðjur til ykkar allra.
Milla.guys.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Morgunræpa um tillitsleysi og dónaskap.
28.7.2008 | 07:55
Tillitsleysið í umferðinni er alltaf að sannast betur og betur,
hjóla fólk er bara ekki inn í myndinni hjá mörgum bílstjórum.
Ég hef margoft horft upp á svona uppákomur sem lýsir í frétt
þessari þó eigi hafi slys hlotist af að mér ásjáandi.
Ég ferðast mikið hér á milli Akureyrar og Húsavíkur og einnig
til Reykjavíkur, það eru margir sem kunna að taka tillit, en
flestir halda að vegir landsins séu bara til fyrir þá og ef maður
vogar sér að segja eitthvað við þessa menn til dæmis í næstu
vegasjoppu, þá fær maður bara fokk-merki eða skítkast sem eigi
er hafandi eftir hér.
Enn um þverbak keyrir þó er til Reykjavíkur kemur, þar finnast
allar gerðir af ökulagi allt frá öldungum sem aka á 30 km. og
þessar elskur, skilja ekkert þetta flaut sem á þeim dynur, og upp í
töffarana sem senda manni fokk merkið ef maður vogar sér að vera
fyrir þeim, að þeirra mati.
Ég gæti farið að telja upp, reykingarnar, símanotkunina, börnin laus,
en held að ég sé búin að gera það áður, svo hefur það enga þýðingu.
Umferðarmenning eða tillitsemi er ekki til á Íslandi.
Farið varlega í umferðinni
![]() |
Keyrði út af til að forðast árekstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir svefninn.
27.7.2008 | 21:32
Sá mesti leti og átdagur í langan tíma, Ingimar kom um
hádegisbil, þá voru allar snúllurnar mættar til ömmu, eins
og ég var búin að tjá ykkur sváfu tvíburarnir hér með vinkonur
sínar tvíburana frá Þverá í Öxarfirði, síðan komu þær ljósálfurinn
og litla ljósið allir fengu sér það sem þeim langaði í, það var
brauð, kökur, is, kex og bara nefniði það.
þegar allir fóru út og suður skreið ég inn í rúmið mitt og lagði mig,
vaknaði klukkan fimm, en við vorum öll boðin í mat til Dóru minnar,
sem fékk aðstöðu til að elda hjá Millu systir og Ingimar.
Það var að sjálfsögðu grill, bakaðar, salat, grjón og sósur.
Rúsínan í pylsuendanum var svo eftirrétturinn; hann Ingimar minn
útbjó hann, en það voru pönnukökur með steiktum eplum í kanilsykri,
is og rjóma mokkakaffi með.
Sko ef einhver heldur því fram að maður geti ekki etið á sig gat af
svona mat, þá skrökvar sá hinn sami, en ég held að engin geri það.
Svo kemur hér smá frá henni Ósk.
Á þeim tíma sem mest var hneykslast
á launahækkunum embættismanna,
eftirlauna og starfslokasamningum.
Mér sýnist þetta sanngjörn krafa
þó sumum finnist raun.
Mér finnst allir mega hafa
mannsæmandi laun.
Þó að ég beri buddu tóma
og básúni mína hörðu raun.
Þá hefur enginn sýnt þann sóma
að semja við mig um eftirlaun
Húsbændur mína vorkunn vantar
vísast til líka djöfuls fantar,
yfirmaðurinn ekkert sér.
Ég er í vinnu hjá sjálfri mér.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mega flott hátíð, allir mæra sig að vild.
27.7.2008 | 14:36
Satt er það að mærudagar á Húsavík hafa farið afar vel fram.
Hér er blíðskaparveður og svo margt um að vera að fólk kemst
ekki einu sinni yfir allt sem í boði er.
Hátíðin hófst í raun með undirbúningi íbúa á skreytingum og
skapaðist mikil samstaða og gleði í þeim málum, og hefur það
staðið síðan.
Aldrei er það svo að sumir gárungar þurfi ekki að sleppa sér í
gleðinni og súpa of mikið, slást og ergjast, en tel að það hafi verið
með allra minnsta móti miðað við fjölda fólksins sem hér var.
Þökkum góða helgi.
![]() |
Svamlað í Húsavíkurhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)