Guð hvað ég hef verið græn.

Sko ekki framsóknargræn heldur saklaus/græn, það er
reginmunur á því.
Get svarið að ég hélt að þessir menn væru svo heiðarlegir
og allir hinir einnig, nenni nú ekki að byrja að telja þá upp,
það yrði langur listi manna sem bæði ég og margir aðrir
trúðu á.
Eigi er það nú neitt skrítið að við hinn sótsvarti almúgi trúi
er forsætisráðuneytið trúði að þeir væru með eftirlitið undir
stjórn Seðlabankans í lagi allir brugðust þeir sem áttu að
veita strangt eftirlit með bönkunum.

Hvað kemur svo upp úr skítnum, menn hafa bara verið að
leika sér, sko ekki með hundruðir af miljónum heldur með
þúsundir af miljörðum sem þeir áttu ekkert í og það var
bara sagt gerið svo vel elskurnar kaupið bara snekkjur,
flugvélar og hvað eina sem ykkur dettur í hug.

Og svona hefur fjármálaóreiðan verið á öllum sviðum
í tuga ára.
drullist út úr glerhúsunum og sjáið raunveruleikann bæði
ríkisstjórn og aðrir þeir sem hlut eig að máli.


Fjandinn hafi það maður er búin að fá hvert kjaftshöggið á
fætur öðru síðan í okt. og ætíð taldi maður vera skýringar
á þessu og hinu, en nú og fyrir löngu er miklu meir en nóg
komið.
Við viljum peningana heim og við viljum lifa mannsæmandi lífi
og ekki borga sora skuldir óreiðimanna.



mbl.is Ríkið tekur Straum yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvottavélin hvað?

Ég má nú til að koma inn á þessa frétt þó síðan í gær sé.
Tel ég nú að eigi sé hægt að setja ástæður fyrir frelsi
kvenna undir einn hatt.

Fékk ég til dæmis mína fyrstu þvottavél 1962,þá ekki
sjálfvirka en rosa flotta, ekki sauð hún tauið, þvottapott
varð að nota einnig, fyrir utan að manni var kennt að
leggja í bleyti fyrst, síðan var skolað í bala.

Aldrei þótti mér neitt leiðinlegt að þvo þvottana, en að
vaska upp fannst mér hræðilega ömurleg vinna, þó
uppvöskunarvél ég eigi hafi fengið fyrr en nú fyrir3 árum.

Sjálfvirka þvotta vél fékk ég 1971 og þá einnig strau vél,
þvílíkur lúxus, en það veitti mér ekkert frelsi.

Það er misjafnt hvað konur hver fyrir sig kalla frelsi, ég
taldi það frelsi er ég fór ein til Reykjavíkur á til dæmis
kvennafrídaginn eða bara til að fara í búðir, sýna sig og
sjá aðra, en auðvitað gat maður þetta ekki alltaf það
voru börn og heimili sem þurfti að taka tillit til sem maður
að sjálfsögðu verður að gera og ekki sá ég eftir þeim
tíma elskandi börnin mín heitara en allt annað.

Frelsi tel ég vera mest í því fólgið er þú sjálf tekur að
skarið og stjórnar þínu lífi, það er frelsi er engin er með
kröfur á þig umfram bara þær sem eðlilegar eru, en aldrei
þarf að ræða um, þær bara flæða með í lífinu.
Maður finnur friðinn og hamingjuna.
þetta er að mínu mati frelsi.


mbl.is Þvottavélin frelsaði konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Vitið að það er svo margt að gerast að dagurinn er á
enda áður en maður veit af.
Talið að stjórnmálin séu í góðri endurnýjun, en betur
má ef duga skal.


Viðhorf gamla tímans.

Upp var ég fæddur og alinn á sveit,
aldrei bóklega fræðslu leit,
en margt um kálfa og kýr ég veit,
kapla og sauðahjörð,
kenni hvort moldin er köld eða heit,
kostarýr eða mjúk og feit,
mói eða mýrarjörð.

Rakað hef ég og reyrt í bönd,
rutt og grafið með styrkri hönd.
veggi hlaðið og veitt á lönd.
vann á meðan ég gat.
Lögmál nam ég á lífsins strönd:
Leggðu fram þína krafta og önd.
Fyrir það færðu mat.

Löngum hafði ég lítið kaup,
lærði að forðast mas og raup,
aldrei þó fyrir krónum kraup,
en kindum fjölgaði skjótt.
Á hjörðinni minni var hornahlaup,
hrúga af gulli í skaut mér draup
hverja níundu nótt.

Ástundun gefur auðsins mátt.
án þess að nota plötuslátt,
hagsýni getur í húmi og nótt
hyggindaljósin kveikt.
Ég vann af kappi en hafði ei hátt,
hirti í kyrrþey margt, sem var smátt
og fávísir menn höfðu fleygt.
 
Bjargálna er ég og betur þó,
björgin var sótt með herfi og plóg,
er breyttu í akur mýri og mó
og moldinni gáfu kraft.
Þeir fiska aðeins sem fara á sjó.
farsæld það aldrei neinum bjó
að kveina og nota kjaft.

Öldin nýja af öfgum rauð,
orkurúin og viljasnauð,
hótar byltingu, heimtar brauð,
hatar iðni og þrótt.
Segir ég hafi með svikum auð,
sem og ríkjandi lögmál brauð,
í sveita annarra sótt.

Ég segi og skrifa mitt er mitt,
maður hver á að hirða sitt,
og ekki hefi ég ágirnst þitt
eða lifað á krít.
Við samviskuna er sál mín kvitt,
og silfrinu steypi ég heldur í pytt
en heimskingjans botnlausu hít.

Ólafur Jónsson.


Góða nótt kæru vini
rHeartSleepingHeart


þetta kom á óvart.

Var einmitt að horfa á viðtalið hjá Sigmari við Ingibjörgu
og var að dáðst að henni fyrir dugnaðinn.

Megir þú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fá heilsuna aftur, svo
þú getir komið aftur og einnig notið lífsins með þínu fólki.
Ljós og kærleik sendi ég þér og þínum
Milla.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing á sunnudagsmorgni.

Hef nú eigi heyrt það vitlausara, bílar í farbann, kona
sem ætlar til Noregs með Norðrænu á vit nýrra atvinnu
fær ekki að fara með bílinn sinn úr landi, bíllinn er 3 ára
og hefur hún aldrei verið í skuld með hann, á eftir að
borga í þrjú ár og þeir, það er Tryggingarnar vilja ekki
leifa bílnum að fara úr landi, ræfillinn er kyrrsettur þó
hann hafi aldrei gert neitt af sér.
Datt í hug alla þá sem fara í sumarfrí á sama hátt og
með bíla áláni, er það þá heldur ekki hægt?
Vitið hef bara aldrei heyrt það asnalegra.

Jæja ég sit hér og er ég horfi út um gluggann það sem ég
sé er bara í næsta hús, það er stórhríð, rok og ekki neinum
út sigandi, en man ég það nú verra er yngri ég var þá var sko
hægt að tala um óveður, þetta eru svo sem engin veður í dag.
Undanskil þó fjallvegi.

það sem gleður mig mest í dag er að lesa um alla þá sem sátu
þing í góðærinu,  hruninu og svo núna sem á að heita einhver
gæðastjórnun og hjálp í þessu og hinu sem engin sem minna
mega sín verður var við.
Flest þetta yndislega fólk ætlar að sitja áfram búið að raða á lista
eða kjósa í prófkjöri svo eru allir bara undur ánægðir með úrslit
þeir munu bæta sig núna þessir menn.
Talað er um sóknarfæri í mínu kjördæmi, hægan var ekki búið að
sjá þau áður?
Gaman verður að tala saman eftir 4 ár, því ég verð nú bara að
viðurkenna að ég treysti ekki neinum  flokkum til þeirra verka
sem þarf að leysa núna. Getur einhver sannfært mig?

Gleðilegt er einnig að Barbie er 50 ára í dag, hugsið ykkur og
hún er en jafn vinsæl.
Dætur mínar léku sér við Barbie síðan eru barnabörnin að því núna.
Frábært til hamingju Barbie.

Jæja nú er það sjæninginn, maður getur ekki setið svona
í allan dag.
Knús á línuna
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Dagur er að kvöldi kominn búið að borða, sneiða rúgbrauðið
og það komið í frystiskápinn.
Hér er búið að vera mikið fjör í dag, var með fatakynningu
og einnig kom Ósk og var hún að kynna grafin ufsa og sósu
sem hún gerir sjálf, ristað brauð hafði hún með, þetta er
betra en grafin lax.
Gísli minn var í því að hella á kaffi og uppvarta okkur, eins og
ég hef sagt áður þá veit ég ekki hvernig ég færi að án hans.

Við fórum að tala um hollustu og allskonar aðferðir til að grenna
sig, eins og allir vita þá er sú aðferð bara til í okkar heilabúi.
Þar byrjar allt það sem við viljum gera.

Spurningin er bara sú: ,, hvort vill maður gera eitthvað í sínum
málum og hafa það gott í ellinni eða gera ekki neitt og enda í
hjólastólnum á elliheimili?"
Okkar er valið.

Ferðalagið.

Ég get ekki sagt þér hve leiðin er löng.
Ég las engin rastarmerki.
Mér fannst hún sem barni bæjargöng,
er býst það um nótt frá verki.

En ef til vill var hún engu lík
og einstæð af sorg og gleði
Ég lifi upp oft þá undraferð,
er andvaka ligg á beði.

Ólafur Jónsson

Góða nótt
HeartSleepingHeart


Gleymi bara að blogga.

Það er svo mikið að gera hjá mér í dag að ég gleymdi bara
að blogga, shitt er nú ekki í lagi, sko svaf til 8 í morgun
og er eiginlega búin að vera á fullu síðan.
Vona að það verði fullt hús hjá mér í dag ekki í pókernum
heldur á kynningunni.
Læt heyra í mér

Fyrir svefninn.

Klukkan tvö sótti afi litla ljósið á leikskólann, nú verður
maður að fara að passa sig, hún verður 5 ára 11/3 og
þá segist hún verða stór og amma þá máttu kalla mig
stóra ljósið þitt.
Ljósálfurinn minn á afmæli 10/3 og verður hún 10 ára
tíminn er svo fljótur að lýða að það verður búið að gifta
þær allar áður en maður snýr sér við.
Viktoría Ósk sem er ljósálfurinn ætlar að halda vinapartíið
á morgunn, en um næstu helgi verður svo fullorðinsafmælið.
Og það er sko ekkert smá veislurnar hjá henni dóttir minni.

Við bökuðum vöfflur í dag og hún vildi fá súkkulaði á þær. nú
auðvitað fékk hún brætt suðusúkkulaði og rjóma, en látið
ekki líða yfir ykkur, fyrst vildi hún samloku með mysing og
kavíar sko saman þetta er hennar uppáhald.

Hún fór heim um sexleitið, ætlaði að koma aftur og sofa hjá
okkur, en trúlega hafa þau stoppað það af vegna anna hjá
ömmu á morgun, en ég verð með fullt hús af konum hér á
kynningu á gröfnum ufsa og einnig á fötum, góð samsetning
og afar skemmtileg.
Hlakka svo til, bara að gera eitthvað annað en að hanga yfir
hækjunni.

Jæja verð víst að fara að athuga með rúgbrauðið, en trúlega
er  Gísli minn búin að þessu eins og öllu öðru sem þarf að gera.
það er ekki hægt að skera það fyrr en á morgun.

Bergnuminn.

Ég var einn í illskuhríðum
úti á fjallagjögrum.
Bar mig þá að völlum víðum,
völlum grænum, fögrum.

Þar var sumar, sólskin, hiti,
sveigði blærinn stráin,
gleymdi ég bæði gætni og viti,
greip mig hlýjuþráin.

Hljóp ég gálaus eins og óður,
engu náði skeyta.
Seg þú, vinur, minni móður:
mín skal enginn leita.

   Sigurður Jónsson
              Frá Brún.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Auðvitað er hún of feit, heil 57 kíló.

Jerímías hún á nú bara alls ekki heima í bransanum, of feit
fyrir venjulegar tískusýningar og ekki nógu feit fyrir fitu bollu
sýningar, veit nú allt um það, hef sýnt sjálf þá var ég um 105
kíló hvað skyldu þeir segja við því, vitleysingarnir þarna úti.
hef ekki vitað annað eins og þetta rugl.Angry

              ********************************

Annars er ég bara góð, fór í þjálfun í morgun heim og drukkum
kaffi og fengum okkur brauð sem ég bakaði í gær.
Sneiddum það svo niður í brauðhnífnum og settum í frysti.
Nú er rúgbrauðið í ofninum og verður tilbúið í kvöld.

Eigið góðan dag í dag sem alla daga, bæði feitir og grannir.
Milla
.Heart


mbl.is Neitar því að vera of feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Hef oft leitt hugann að því er ég var að ala upp yngri
börnin mín, þá bjuggum við í okkar húsi sem var rétt
handan við skólann. Nú þau uxu úr grasi og byrjuðu í
skólanum og þekkti maður næstum öll börn sem í hann
gengu.
Stundum heyrði maður barn gráta, fór út að athuga það,
nú maður gaf kex og þurrkaði tár, spurði hvað hefði gerst
svarið var, "ekkert", en hvað skyldi hafa verið að?
Eins með börn sem voru mikil fyrir sér þau voru talin óþekk.

Aldrei var athugað með hvort eitthvað væri að, hvort barnið
væri ADHD, heyrnasker, heyrnablint eða bara allt sem gat verið
að sem engin virtist hafa vit á að huga að.

Þetta er bara hugleiðing.

Skylduliðið.

Börnin hugsa um brúður
og breiða á þær lín,
og ég er eins og annað barn
og elska hrossin mín.

Þau eru af öllum stærðum,
með ýmis konar lit.
En umhyggju mína þurfa þau
og þiggja mitt litla vit.

Og sum eru góð og gömul,
en gárungatetur hin.
En svo er gamalt ekkert né ungt,
að eigi ekki mig fyrir vin.


                  Sigurður Jónsson
                          Frá Brún

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Spara lyfjakosnaðinn.

Merkilegt hvað landinn vaknar upp annað slagið og
kemur fram með eitthvað sem sumir telja nýungar,
ekki er ég nú að setja út á það svosem nema ef vera
skyldi að fólk fer ekkert eftir því hjóli sem upp það finnur.

Núna er það hunang og kanill, sem er að sjálfsögðu allra
meina bót og hefur verið í aldir, en málið er að þegar það
uppgötvaðist voru eigi til matvörur sem flestir leggja sér
til munns í dag, það er allur skyndibitamaturinn þannig að
þessi blanda virkaði betur hér áður og fyrr.

Tilgangslaust er að  nota svona lækningu nema að breyta
alveg um lífsstíl, eða næstum því.
Maður þarf að finna muninn á sér og það gerir maður ekki ef
heill hammari+franska/sósa hverfur niður á eftir.

Kanill er allra meina bót, án hunangs eða með að blanda
þessu saman í sjóðandi vatn er bara gott á fastandi maga
og svo aftur á kvöldin.

Eins má taka fram að svokölluð austurlensk krydd eru afar
holl í matinn, en gæta ber að hafa þau góð ekki bara kaupa
hvaða krydd sem er.

Laukur af öllum gerðum ferskur. Kóríander, engifer, negull,
kanill, túrmerik, öll þessi krydd eru afar holl í matargerð og
sumir segja að eftir því sem meira er notað því betra.

Ferskar kryddjurtir eru auðvitað bestar og það á við um
grænmetið einnig eins og Chilly.

Þegar talað er um breyttan lífsstíl þá er ég ekki að tala
um að fólk grennist hratt það á að vera aukaatriði því það
kemur með hinum breytta lífsstíl.

Umfram allt ekki breyta heiminum á einum degi gerið þetta
rólega og hafið gaman að, því það er svo gaman er maður
er búin að henda öllu út sem óæskilegt er.

Ekki hef ég verið barnanna best í því að tileinka mér góða
lífshætti en ég byrjaði í ágúst á síðasta ári og hefur það
gengið vel þó grennst hafi ég lítið, en er samt bara ánægð.

Segja ykkur bara eitt dæmi: ,,Hef ekki bakað brauðin mín í
hálfan mánuð og komst að því að án þeirra get ég ekki
verið, flest brauð önnur eru ekki að fitta fyrir mig.

Já ég var að tala um lækningamátt hinna ævafornu alþýðu
því að sjálfsögðu var það hún sem fótaði sig áfram í þeim efnum
Og get sagt ykkur að hún virkar best með heilbrygðum
lífsstíl.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Má til með að tala við sjálfan mig um er ég heimsótti hana
ömmu mína er ég var ung stúlka.
Jórunn amma mín var mektarkona mikil og gaman var að
spjalla við hana um allt milli himins og jarðar.

Er ég kom í heimsókn spurði hún áttu sígarettu elskan mín?
Ég sagði auðvitað já, því þá reykti ég.
Ég vissi alveg að hún átti sígarettur, en hún átti að vera hætt
svo hún vildi ekki viðurkenna að hún ætti þær, hún lét mig
ætíð hafa fyrir pakka er ég fór og eigi var hægt að andmæla því.
Hún hellti á kaffi og bar það inn í stofu fengum við með því
konfekt, settumst við síðan niður í sitt hvorn djúpa stólinn
á milli var voða flott borð innlagt fílabeini.

Drukkum kaffi átum konfekt og reyktum, en það var ekki
aðalmálið heldur að spjalla ég spurði hana spjörunum út
um hennar líf og gömlu daganna hún rak úr mér garnirnar
með kjaftasögur bæjarins.
Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa reyndar líka.
hann var besti karl í heiminum og hef ég talað um hvað ég
lærði af honum.

Úr vísnabókinni

Fjórar þenkingar.


           1

Óeigingirni
er með sanni
yndisleg dyggð
hjá öðrum manni.

           11

,,Sannleikur varir
lengur en lygi".
--Máski er það brúkun
á misjöfnu stigi.

          111

Nú gerast vorkvöldin græn og hlý,
en geðslagið meyrt og ört:
Telpur á sveimi út um borg og bý
með bráðskotnum drengjum, sem eru á ný
að reyna að koma einhverjum orðum að því,
sem er örðugra sagt en gjört.

             1V

Að hafa síðasta orðið er undur létt,
ef menn kunna bara að tala rétt.
Sú tækni nær jafnan tilganginum
að taka ekki næstsíðasta orðið af hinum.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Er andófið vani eða hvað?

Umfjöllun fjárlaganefndar Alþingis um samkomulag ríkis og borgar um áframhald framkvæmda við tónlistar- og ráðstefnuhús, sem fram átti að fara í dag, var frestað fram yfir helgi. Fjárlaganefnd spyr hvort samkomulag um áframhald framkvæmda við Tónlistarhús sé í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins.

Hvað eru lög og ekki lög, eru það lög að allt hrinur niður
í kringum fólk, eru það lög að stöðnun og að menn í
ríkisstjórn dandalist við það að koma hér á vinnu, eins að
koma í framkvæmd því sem fólki var lofað.
Of lengi hafa menn verið að leika sér í stólunum og komast
að því að þeir séu komnir í ríkisstjórn og beri ábyrgð.

Tónlistarhúsið er á því stigi að ef hætt verður við þá mun
ýmislegt skemmast og endurgera þyrfti margt og mikið
er byrjað yrði aftur.
Fyrir utan það að þessi hörmung sem þarna stendur núna
Er ekki sæmandi fyrir nokkurt land, en það sem mestu skiptir
er að 600 manns hafa atvinnu af því, að þetta fari í gang.

Ég spyr: ,,Er allt sem hefur farið í gegnum fjárlaganefnd
samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, ef svo er þá er andófið
( neikvæðnin) skiljanlegt, annars ekki."

Vill ég bara segja það hér að konurnar frábæru, Hanna Birna
og Katrín eiga heiður skilið fyrir skynsamlega ákvörðun og
mundi ég  hiklaust kjósa þær til þings ef kjósa mætti fólk.

Áfram með tónlistarhúsið og af stað með alla vinnu sem
mögulegt er, ekki seinna en í gær.

Góðar stundir
.


mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Mig minnir að það hafi verið stórþvotta-dagur, ég var
8 ára, og var að mér fannst hægri hönd mömmu.
bræður mínir tveir þeir eldri, (hinir voru eigi fæddir) voru
6 og 4 ára þeir voru uppi að leika sér meðan við mamma
og hjálparstúlkurnar vorum á fullu í þvotti.

þegar þetta gerðist voru ekki sjálfvirkar þvottavélar, tauið
var lagt í bleyti að kvöldi til, morguninn eftir var það þvegið
í einhverju sem ég man nú ekki hvað hét síðan var það soðið
í þvottapotti, skolað í stórum bölum undið í rullum hengt upp
og svo straujað daginn eftir.
Mig minnir að þetta hefi verið svona.

Jæja einhvern tímann í þessu ferli segir mamma: ,, Milla mín,
viltu nú ekki skjótast upp og athuga með bræður þína?
Ég á fullu upp stigann opna herbergið og guð minn ég fékk áfall.
Öskraði mamma! mamma! komdu strax, sko þessir villingar
bræður mínir voru búnir að brjóta upp verkfæra skáp sem var
bak við hurðina í herberginu og taka þar hjólalakk svart að lit
og málanýju flottu rúmin sín, dýnurnar og bara nefnið það.
Minnir samt að sængurnar hafi verið úti á svölum að viðrast.

Mamma varð að sjálfsögðu afar reið og ég stóð álengdar með
vandlætinga svip, þvílíkir óþekktarormar.
Ég held að þessar elskur séu ennþá óttalegir, sko allavega
miklir stríðnispúkar, en elska þá nú samt.


 Úr vísnabókinni
 (þýtt og endursagt)

 þrjár þenkingar

         1

Að týna hreinlega
hönskunum sínum
er heppni á móti því
að tapa öðrum,
og henda hinum
og heimta þann týnda á ný.

        11

Í hálfkæringi um hugskot mín
er hláleg þenking oft á sveimi:
að lífið sé tvö lokuð skrín,
sem lykla af hvort öðru geymi.

        111

Heilbrygð skynsemi
er skömmtunarvara.
þeir, sem hafa ´hana
hljóta að spara.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


Þessir leikir eru nú skemmtilegir.

Steingrímur J. Sigfússon
Þið vitið nú alveg hvað ég hef gaman af að birta mynd að
Steingrími J. svo ég læt hana fylgja með.
Enda glettinn mjög.

„Þessa leiki þarna suðurfrá

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í gær að minna yrði af loftrýmiseftirliti „eða æfingaflugi eða hvað við viljum kalla það, þessa leiki þarna suðurfrá" en efni hefðu staðið til.

Það er nú afar gott ef að leikirnir kosta minna en til stóð,
er útsala?
Allavega fá krakkarnir ekki leiki, "ódýra" nema á útsölu
eða tilboði, og þá er hlaupið til því á þeirra er ekki hægt
að vera
Whistling

Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði úr utanríkisráðuneytinu yrði kostnaður af loftrýmiseftirliti Dana síðar í þessum mánuði mun minni en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru afgreidd. Aðeins yrði um fáeinar milljónir að ræða og jafnvel myndi eitthvað af því loftrýmiseftirliti sem áætlað var falla niður.

Já falla niður auðvitað Danirnir eru alveg jafn blankir og við
greyin, en láta verkin tala strax.
Það vantar aðeins upp á það hjá þeim sem við stjórnina
standa, nema hjá sumum.
Ljótt er að geta ekki bara kosið fólk ekki flokka.

Þá sagði Steingrímur jafnframt að hann teldi að hægt væri að spara verulega í þeim störfum sem Varnarmálastofnun innir af hendi.

Já er það?


mbl.is „Þessa leiki þarna suðurfrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Það er segin saga, um hver mánaðarmót þarf að borga
það er að segja reikninga sem ekki eru í þjónustunni,
eins og N1 og ýmislegt annað svo við gamla settið fórum
á rúntinn og greiddum mánaðarúttektir á hinum ýmsu stöðum.
Stundum ná nú endar svo stutt að ekki er til afgangur út mán.

Síðan heim að fá okkur hádegissnarl, þær mæðgur voru vaknaðar
og byrjaðar í tölvunni og að prjóna og hekla, sko tvíburarnir,
ekki mamma þeirra.

Um kaffileitið fóru allir niður í búð að versla.
Kvöldmaturinn var snæddur hjá Millu og Ingimar og í boði þeirra,
fengum við steiktar kalkúnabringur steikta kartöflubáta, grjón
og kryddsósu, æði gott.

Þær englarnir mínir eru að fara heim á morgun, sælan hjá ömmu
og afa búin í bili.
En þær skilja við sig, allt angandi í hreingerningar lykt búnar að
þvo af öllum skáphurðum, hurðum og listum og skúra allt.


Hér fáið þið eitt undurfallegt kvæði í þýðingu
Magnúsar Ásgeirssonar.

                 Gleðin hryggðin og hamingjan.
                                (Axel Juel)

                 Ljúfasta gleði allra gleði
                 er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
                 engu, sem er á valdi eða í vil,
                 gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
                 gleðin: að vera til.

                 Sárasta hryggð allra hryggðar
                 er hryggð yfir því sem er alls ekki neitt,
                 óbundin hugboði, orðum og gjörð,
                 hryggð yfir einhverri erindisleysu
                 á óskiljanlegri jörð.

                 Hamingjan dýpsta, sem hjartans
                 hamingjudrottningin þér gaf,
                 býr ekki í faðmlagsins flöktandi yl,
                 nei, það er einveruhamingja hugans:
                 að hún skuli vera til.

Góða nótt kæru vinir.
HeartSleepingHeart


Hvernig gengur atvinnuuppbyggingin?

Hef verið að hugsa hvort ekki gangi frekar seint að hrinda
af stað atvinnuuppbyggingu landið um kring?
tel það vera.

16.411 manns atvinnulausir og bak við næstum hvern mann
eru vandræði, fólk getur ekki borgað af sínu hvað þá að það
geti lifað mannsæmandi lífi.

Síðan er hin hliðin, sú sem snertir sálartetri, hún er stór sú
hlið og engin veit hvernig fólki lýður er það er atvinnulaust
á bótum sem engan vegin duga fyrir því sem þarf að borga.

Bara það að vera atvinnulaust er stórt, það stórt að sumir geta
ekki höndlað það að geta ekki aflað heimilinu nóg, að þurfa að
segja við börnin sín nei elskan þetta er ekki hægt núna, af
hverju ekki pabbi, það eru ekki til peningar, nú hvar er bíllin okkar?
við eigum engan bíl lengur, Humm.
Síðan fer húsið og bara allt hrynur.

Örugglega er nægilegt pláss á sjúkrahúsunum til að tak við
öllum þeim sem hrynja.


mbl.is Tveir milljarðar króna í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Það er bara búið að vera gaman í dag, var að kenna
englunum mínum að baka bollur, það gekk nú bara vel,
reyndar varð síðasta hræran svolítið þunn, en ég sagði
þeim bara að baka bollur úr þessari soppu, en út komu
flatbökur bara mjúkar og góðar þannig að við notuðum tvær
saman ekkert síðra og hver er að huga að því þegar rjóminn,
súkkulaðið, kremið og sultan vella út.

Það sem var boðið upp á var rækjuréttur/ sósa/ ristað brauð.
snittubrauð og álegg að vild ofan á, sem var pepperonii,
salami, ostar, ananas,chilisulta, gráfíkjusulta og það átti að
vera grafinn ufsi en ég gleymdi honum.

Nú svo voru bollurnar, kaffi og gos.
Setið var lengi að snæðingi eins og vant er á okkar heimilum.

Ingimar minn fór svo með bílinn okkar á gryfju og setti kælireim
sem vantaði í bílinn, smíðaði einnig smá hlíf þar undir því hún var
fyrir löngu farin í einhvern snjóskafl.
Eins og allir vita þá eru þessir bílar ekki gerðir fyrir snjó og kramið
í þeim bara eitthvert plastdrasl.

Ráðlegg öllum sem ekki vita að kaupa aldrei varahluti í umboðunum
þvílíkur verðmunur, þar og annarsstaðar.

Á morgun verður byrjað að laga hjá mér baðið síðan verður það málað.

Dóra mín tók utan af sófunum í dag og er verið að þvo það, setur það
aftur utan um á morgunn,  sko að setja áklæðið utan um þessa
yndislegu sófa mína er ekki fyrir okkur gamla settið, en þeir eru hvítir
svo það þarf að þvo þá ansi oft.

Eitt veit ég að börnin mín eru yndisleg og án þeirra hjálpar værum við
illa stödd. Takk englarnir mínir.

Góða nótt kæru vini
rHeartSleepingHeart


Dómar fólks.

Já og fólk sem hlustar aldrei á annað en sjálfan sig.
Var á hitting í gær eins og ég bloggaði um í fyrir svefninn.

Ég komst endanlega að því að góða vini eignast maður ekki
bara eftir áralanga kynningu, heldur finnur maður strax hvort
fólk er heilt í sér eður ei og þessi hópur okkar er góður og
vitið af hverju, jú vegna þess að hann er kröfulaus, sem þýðir
að engin er með kröfur á hvorn annan eins og svo algengt er
í vinahópum.
Við segjum öll okkar skoðanir og þær eru virtar af hinum.
Það er ekki sagt þú átt, heldur getur þú útskýrt, eða gaman væri
að vita.
Við erum tærir og góðir vinir takk fyrir mig.

Hef stundum orðið vör við í gegnum lífið að fólk er með þessar kröfur.
Það til dæmis móðgast ef vinurinn gerir ekki þetta eða hitt.
Annað sem ég hef reynt er taumhaldið sem sumir hafa á öðrum,
það er afar slæmt því þá er viðkomandi orðin undirlæga þess sem
krefur á kostað síns eigin sjálfs.

Hvar er þá vinskapurinn/ samheldnin/ kærleikurinn/ trúmennskan
og bara nefnið það.


Mín skoðun er sú að; þegar svona er þá enda vinirnir sem á að kalla
sem ekki vinir því báðir eru vansælir, annar yfir því að fá að stjórna
því það er leiðinlegt að vera á toppnum og hinn að því að hann
kemst að því að það að vera undirlægja er aldrei gott.

Þetta var nú bara svona smá íhugun í daginn.
Eigið hann góðan.
MillaHeart


Fyrir svefninn,

Gott fólk ég er bara alsæl eftir daginn, ég hef ekki
komið í búð hvað þá til Akureyrar síðan löngu fyrir jól.
Trúið þið þessu? varla, en þetta er satt.
fyrstu jólin á minni löngu ævi sem ég hef ekki komist
í búð fyrir jól, Gísli minn og dætur mínar sáu um þetta fyrir
mig og það gekk bara vel upp, en vitiðiLoLGrinSmileWizardInLoveW00t
Allt þetta og meira til gerðist í dag ég komst í búð við fórum
í Glerártorg og í Nettó þar heilsubúðina síða til elsku Ernu
minnar, ef það er einhver staður sem ég finn fyrir fullkominni
tengingu við heimili og fólk þá er það hjá Ernu minni og
þykir mér undurvænt um hana og hennar fólk.

Síðan vorum við samferða á Kaffi Karólínu til að hitta fólkið.
Mér finnst þetta alveg frábært það eru bloggarar, makar, börn
og öllum finnst jafn gaman, það er talað um allt mögulegt og
mikið gantast og hlegið.
Takk fyrir mig elskurnar mínar þið eruð yndisleg.
Nú fáið þið nokkrar myndir.

100_8013.jpg
Ekki veit ég hvað er í gangi þarna, en allavega er Ásgerður að
leggja áherslu á eitthvað og Dóra yptir bara öxlum

100_8015.jpg
Halli er þarna lengst til vinstri, sko ekki í tíkinni heldu á sófanum
Síðan kemur Finnur maður Ásgerðar, Anna Guðný og fyrirgefðu
þú elskan lengst til hægri, mam ekki hvað þú heitir.

100_8014.jpg
Eva dóttir Huld sem situr við hliðina á henni og svo Halli maður
Huld.

Ekki varð ég ánægð er ég fór yfir myndirnar sem voru teknar
því allar voru þær ónýtar, nema þessar sem eru inni.
bendi á síður hjá Huld og Önnu Guðnýu.

Góða nótt kæru vinir og takk hjartanlega fyrir skemmtilegan dag.
Milla
Heart Sleeping Heart

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband