Hvað ætli þeir græði á henni þessari
30.12.2011 | 08:32
Elskurnar mínar þessi pilla er eins og allar aðrar megrunarpillur, sem sagt bull og vitleysa, virkar kannski til að byrja með, en bara ef þú borðar hollan mat og hreyfir þig MIKIÐ.
Ef fólk getur borðað hollan mat, hlaupið og hamast í ræktinni af hverju þá ekki án megrunarlyfja, sem að er vita mál að eru með svo og svo miklar aukaverkanir að stórhættulegar geta verið, elskurnar, ég var í þessum pakka að hlaupa eftir öllu svona auglýsingaskrumi, sum þeirra lyfja sem ég tók inn með mikilli áfergju og rétt eins og þær væru mitt eina sanna átrúnaðargoð er búið að banna og taka af markaði, enda ekki hægt annað því hálfur heimurinn var upp um alla veggi þrífandi og púsandi með eyrnapinnum eins og ein í aðþrengdum eiginkonum í gærkveldi og eða sofandi því þetta var svo mikið eitur, haldið þið að maður hafi hugsað út í það eða trúað nokkrum manni sem vogaði sér að segja eitthvað slíkt, Ó NEI elskurnar, svo vitlaus var maður ekki.
Ég var meira að segja svo heimsk að ég lét segja mér að garnastytting væri málið og hún væri alveg hættulaus, dreif mig að sjálfsögðu í eina slíka, hún var jú ekkert mál, missti heilsuna, léttist um 65 kg á einu ári, varð litlaus og ljót af vítamínskorti þó ég væri að taka öll vitamín sem þeir sögðu mér að taka ásamt öllum sprautunum sem ég fékk, 6 árum síðar var ég tengd aftur, fékk heilsuna og nýtt líf, en hvað var allt þetta búið að gera líkama mínum hef oft spurt mig að því.
Elskurnar, hlustið á líkama ykkar, fáið góð ráð hjá næringafræðingum og öllu því góða fólki sem ykkur er boðið upp á í heilsubúðum okkar, það virkar betur en allar megrunarpillur.
Elskurnar njótið lífsins og elskið ykkur eins og þið eruð.
Megrunartöflur Jennifer Aniston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið er ég þakklát
26.12.2011 | 10:02
þeir sem hafa mist börn og nána ættingja vita hvað foreldrar í Noregi og aðrir aðstandendur eru í mikilli sorg, sú sorg er ekkert öðruvísi en okkar hún varir afar lengi þar til hún breytist í minningar.
Mér finnst það svo merkilegt hvað fólk er fljótt að gleyma þeim hörmungum sem gerast hjá öðrum þjóðum, já bara á þessu ári sem er að lýða þó maður fari nú eigi lengra aftur í tímann.
Munum eftir að byðja fyrir þeim sem eiga um sárt að bynda við eigum nefnilega svo gott sjálf.
Finnum friðinn og ljósið í hjarta okkar.
Fótboltahöll hrundi til grunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðileg jól kæru hjálparsveitir
24.12.2011 | 09:17
Hef nú oft sagt að Þorláksmessa og aðfangadagur séu annasömustu dagar björgunarsveitanna okkar, hef aldrei komið því inn í minn þykka skalla af hverju fólk getur ekki verið með fyrirhyggju, undirbúið jólaferðirnar betur, lagt fyrr af stað í jólaferðina heim til mömmu og pabba eða bara verið heima ef veðrið er aftaka og ófært er um heiðar.
Það er engin jólagleði að vera með fjölskylduna upp á heiði blikkfastur, þurfandi að bíða svo og svo lengi eftir hjálp, kannski matarlaus og allslaus, flestir eru ekkert að huga að fatnaði og öðrum nauðsynjahlutum er lagt er af stað, hugsa bara þetta reddast það eru allstaðar sjoppur á leiðinni, nei það er ekki svona auðvelt.
Hér sit ég við tölvuna, engin vaknaður nema ég og kisurnar okkar, bandbrjálað veður og það er svo notalegt að þurfa ekki að fara út, kláruðum allt í gær, svo dúllum við okkur við matseldina, sem er reyndar öll vel undirbúin.
Við mæðgur munum taka okkar árlega spil sem er tveggja manna manni, mikill spenningur, en Dóra mín vinnur alltaf, allt í lagi ég er ekkert tapsár.
Maturinn hjá okkur í kvöld er hvítlauksristaður humar með góðri sósu og öðru meðlæti, hamborgarahryggur með öllu tilheyrandi, svínalund með salati fyrir mig því ég borða ekki reykt kjöt, ananas fromage með súkkulaði og rjóma á eftir, get gert hann blindandi enda búin að gera þennan eftirrétt í 50 ár.
Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar, njótið
þeirra vel og hlúið að því sem þið eigið og hafið.
Jólakveðjur
Milla
Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sundhöllin
22.12.2011 | 13:30
Ég á margar góðar minningar frá stundunum sem maður lék sér í Sundhöllinni hér á árum áður og á hún allan rétt á sér, meira að segja mætti byggja útilaug við hana með rennibrautum, heitum pottum, sjoppu og ýmsum öðrum lúxus.
En heilsutengdan ferðamannastað, er ekki allt í lagi með fólk, svei mér þá ef það væri 1 apríl þá mundi ég álíta þetta aprílgabbið.
Slík ferðamanna-þjónusta þyrfti miklu meira pláss, vegna þess að það er ekki nóg að byggja bara eina útisundlaug, það þarf pláss fyrir nudd, sauna, heilsubar, lúxus afslöppunarstað, bílastæði og ég gæti lengi talið upp, svo ég tali nú ekki um kosnaðinn sem er af of litlum stað.
Ég skil ekki af hverju það má ekki nota Perluna í þessum tilgangi.
Útisundlaug við Sundhöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir eru svo yndislegir
13.12.2011 | 11:21
Hann er svo fallegur, sundlaugagestir í Grindavík eru örugglega glaðir að hafa svona gest á Aðventuni, sjáið litina og reisnina yfir þessum litla fugli.
Skógarþrestir í sundlauginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég get ekki einu sinni hlegið lengur.
8.12.2011 | 12:01
Nýtt stjórnmála afl, er ekki komið nóg af þeim, sem ekkert hafa komist áfram, annað hvort flosna þeir upp vegna ósamlyndis eða komast í borgarstjórastólinn, tala niður til þeirra sem voga sér að kvarta eða svara út í hróa ef spurt er um mikilvæg verkefni sem verið er að traðka á, nenni nú ekki að fara að úttala mig um þau, það vita þetta allir nema skopleikararnir.
Mín skoðun er sú að það eru til flokkar í landinu sem fólk ætti að vinna í að gera góða án þess að vera stöðugt með útásetningar og skít, við höfum ekki efni lengur á þessari fjandans vitleysu. Það er gott fólk í öllum flokkum og fólkið í þeim á að sjá sóma sinn í að moka þeim út sem eigi eru nógu góðir, svo að byggja upp þannig að þeir sem ætla að kjósa geti gert það án þess að vera hræddir um að sama óráðsían haldi áfram.
Ný stjórnmálaöfl hafa sjaldan eða aldrei náð neinni fótfestu í pólitíkinni og ef það á að gera pólitíkina að einhverju leiksoppi þeirra örlaga sem dundu yfir okkur eftir hrun þá er okkur ekki viðbjargandi.
Við höfum áður lent í kreppum unnum okkur upp úr þeim á þann hátt sem við kunnum best hverju sinni, en eigi man ég eftir að illmælgin, skítkastið, hatrið hafi verið slíkt þá, kannski var það að því að við höfðum enga útrásarvíkinga til að skella skuldinni á, eða þeir voru ekki eins sýnilegir.
Tökum upp annan og betri hugsanahátt, hlúgum að okkar flokkum, burtu með þá sem ekki eru nógu góðir, látum heyra í okkur, við höfum nefnilega heilmikið að segja.
Nýtt stjórnmálaafl kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fermingin mín.
29.11.2011 | 20:49
Í síðasta bloggi var ég svona 11-12 ára, en núna er ég 13 ára og á að fara að fermast. Á þessum tíma bjuggum við á skrifstofunni hans pabba í sænska frystihúsinu sem stóð þar sem Seðlabankinn er núna, þar var einnig til húsa fjölskyldufyrirtækið Belgjagerðin, það var ekkert sérlega gaman að búa þarna, mig minnir að við höfum flutt í sumarbústaðinn síðan aftur í sænska og síðan á Laugarnesveginn, það var óttalegt vesen á peningamálum fjölskyldunnar, stafaði það nú trúlega vegna margra hluta.
Nú fermingin, amma og afi vildu halda veisluna heima hjá sér þar var nóg pláss, en mamma vildi það ekki og í öllu hallærinu var Þjóðleikshús-kjallarinn tekinn á leigu, matur, hljómsveit, því það var slegið upp balli eftir matinn, barinn var opinn og síkarettur á öllum borðum, fínnt skyldi það vera, ég var ekkert voða ánægð með daginn minn, en ég var ekki spurð hvað ég vildi.
Hér koma myndir sem eru góð minning um fólkið sem þarna var.
Mynd af mér í hvítum kjól sem keyptur var í Svíaríki
Fallega langamma mín Jóhanna Olgeirsson, hún var ekki alvöru
en ól upp ömmu mína sem dó er ég var 2 ára,
svo langamma stutta var bara langamma, hún var svo góð
og ég elskaði hana afar mikið.
Gestir í veislunni
Háborðið
Nonni bróðir er á endanum, Jórunn amma, Jón afi, Langamma,
pabbi, ég, mamma, Þorgils afi, Margrét kona hans og Ingó bróðir
Það var þarna sem ég ætlaði að stjórna því hvernig Einar maður
Helgu frænku dansaði vals, fékk einn gúmoren og hann sagði
að herrann réði í dansinum, veit ekki hvort stjórnsemi mín
byrjaði þarna, en trúlega ekki og enn tórir hún, sko stjórnsemin
Þessi fær að fylgja með, þessi er tekin um haustið á árshátíð hjá
Belgjagerðinni ég átti ekki að fá að fara með því ég hafði farið og
látið klippa mig svona Marlon Brandon stíl, eins og hann var í
myndinni um Napóleon Bonaparte, mér var nú nokk sama um það
en mamma réði því að ég færi.
Þá er ég búin að romsa þessu út úr mér.
Kærleik og frið á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vinskapur, veit fólk hvað sannur vinskapur er?
26.11.2011 | 09:48
Viðbót í færslu
Vinskapur og kærleikur við skyldfólk fer að sjálfsögðu eftir framkomu þeirra sem við á, svo slæm, engin, áhugalaus getur framkoman verið að skyldfólkið dettur hreinlega út og ekkert er eftir til að eiga sameiginlegt með, ekki einu sinni til að þykjast, þetta er afar slæmt, fólk er svo fljótt að dæma aðra án þess að spyrja hinn aðilann og þá er skaðinn orði, skaði sem aldrei verður fyrirgefinn af því að dómurinn var rangur. Missir þess sem dæmir vitlaust og segir ekki rétt frá, ef þeir fatta yfirleitt að þeir hafi misst eitthvað.
Vinskapur getur myndast á milli fólks við fyrstu sýn, eins og ást við fyrstu sýn, getur líka myndast smá saman, stundum verður ekkert úr vinskapnum, stundum gerist hann svo sterkur að þó fólk hittist ekki í áraraðir þá smellur það saman um leið og það hittist.
Ég hef átt marga kunningja í gegnum árin, en fáir eru þeir sem ég kalla vini mína, sem ég get treyst, sem ljúga ekki, tala ekki á bakið á mér eru bara þarna fyrir mig og ég fyrir þá er á þarf að halda, sannir vinir gefa hvor öðrum svigrúm, virða skoðanir hvor annarra, kunna að rökræða án þess að klessa á mann sínum skoðunum, en gefa manni góð ráð ef þeir eru beðnir um það og kunna að hlusta.
Langar til að bæta hér inn í að engin hefur leifi til að baktala aðra, ljúga upp á aðra, vera hatursfullt út í aðra, allt þetta skemmir bæði fyrir þeim sem eru gerendur og þeim sem eru þolendur, orð eru álög og særa afar. þeir sem fatta að þeir séu gerendur ættu að leita fyrst og fremst inn á við og spyrja : "Af hverju er ég svona reið að ég þurfi að særa aðra?"
Sumt í þessum pistli á eigi við mig beint, bara óbeint
Mér finnst eðlilegt að hreinlega þurrka út það fólk sem eigi uppfylla þær vinarreglur sem hér að ofan standa, það hef ég gert með léttum hug, ég get nefnilega ekki breytt fólki og á að sjálfsögðu ekki að eyða minni orku í að reyna það.
Ég kynntist stelpu fyrir um 40 árum sem mér líkaði strax vel við, mér fannst hún strax afar flott stelpa, nú auðvitað urðum við eldri, þroskaðri og sýnin á lífið og tilveruna breyttist afar mikið. Hún var gift frænda barnanna minna sem mér þykir mjög vænt um, hafði kynnst honum áður en hún kom inn í hans líf, eigi hittumst við oft, en á hverju sumri hittumst við og mér þótti ætíð jafn vænt um að knúsa þau, tvær stelpur eignuðust þau, frábærar stelpur og kom þeim vel saman börnunum okkar er við hittumst.
Ég fluttist til Húsavíkur 2005 þar bjó hún þessi flotta kona, við hittumst alloft í búðunum, sjaldnar heima við fyrr en haustið 2010 er ég flutti í götuna sem hún bjó við þá var stutt að skjótast á milli, er ég ákvað að vera að heiman í vetur fór ég að kveðja hana, segja henni að koma í heimsókn er suður hún kæmi, þetta var um miðjan ágúst, fyrir stuttu frétti ég að hún væri með sjúkdóminn sem allir óttast og í gærmorgun hringdi Milla mín og sagði mér að hún væri öll. ÉG samhryggist þér elsku Óli minn, stelpunum, barnabörnunum og öllu ykkar fólki
Hvað er dauðinn, jú að mínu mati er hann ekki til í raun, jú við deyjum erum jarðsett, en mín skoðun er sú að við förum yfir á æðra plan og lifum áfram við það sem við vorum kölluð til að gera þar til að við endurfæðumst.
Ég veit að dauðanum fylgir mikil sorg, ég er búin að missa marga,ömmur, afa, mömmu, pabba, marga af mínum bestu vinum, einu sinni hef ég grátið við jarðaför og það var er vinafólk mitt missti son sinn, eldra fólkið er allt horfið, allt þetta fólk var gott að eiga, en við eigum allavega minningarnar eftir og eigum að njóta þeirra í okkar daglega lífi, fólkið okkar er nefnilega ekki svo langt undan.
Sorgin er að mínu mati eigingirni alveg eins og er börnin okkar fara að heiman þá engjumst við sundur og saman, höldum að þau geti ekki spjarað sig án okkar, en hvað gerðum við?
Dauðinn viðkemur ekki aldri, bloggvinkona mín var að missa manninn sinn eftir afar stutta legu, hann var á besta aldri, ég samhryggist henni afar, samferðamaðurinn er horfinn.
Get ekki annað en hlegið við er ég hugsa til þess að ég er orðin gamla fólkið í stórfjölskyldunni, en finnst ég sko ekkert gömul, Ó NEI. Hugsið ykkur hvað tíminn er fljótur að renna frá okkur þess vegna elskurnar mínar njótið hverra stundar sem þið eigið með ykkar fólki og vinum, verið fyrirmynd barna, barnabarna, og alls fólks sem þið þekkið, allavega eins vel og þið kunnið hverju sinni.
Kærleik til allra í heimi hér.
Bloggar | Breytt 27.11.2011 kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Minningar tengdar jólum
20.11.2011 | 11:29
Eitt af því sem ég elska er að rifja upp minningar frá liðinni tíð, sérsteklega er þessi elska tengd jólatímanum, nú þegar er ég farin að horfa á gamlar jóla-bíómyndir þær gefa mér rétta hugarfarið og minnir mig á hvað ég á í raun gott líf stundum eru þessar bíómyndir afar sorglegar enda oftast vel, en hreyfa við mínu litla hjarta.
Held að ég hafi verið 11-12 ára, við bjuggum hjá elsku afa og ömmu í Nökkvavoginum þau áttu stórt hús með risi og þar bjuggum við þarna var eldhús og 5 önnur herbergi + bað, svo nóg var plássið, man að eftir endilangri súðinni voru skápar sem hægt var að skrýða inn í og notuðum við það óspart.
Jólin komu með allri sinni dýrð (elska jólin), á annan í jólum voru mamma og pabbi með okkur börnin sín sem var ég og bræður mínur þrír (Guðni bróðir var ekki fæddur) boðin í jólaboð til góðra vina, í þá daga höfðu allir tíma til að hittast og hafa gaman enda ekkert sjónvarp, tölvur, tölvuspil, en það voru gömlu góðu spilin, svo sem Lúdó, slönguspil, Milla og venjuleg spil.
Jæja haldið var af stað í ekkert sérlega góðu veðri, en menn héldu að það mundi lagast með deginum áttum við frábæran dag á Flókagötunni hjá Kalla og Dídý þau áttu syni tvo, afar sæta, man að svolítið skotin ég var í þeim eldri, en ég var nú bara krakki.
Komið var kvöld og komin tími til að halda heim, en viti menn það var komin stórhríð og pabbi var á drosíunni hans afa svaka flottur og nýr Ford Merccury 1953 módelið (að mig minnir) gaman að segja frá því að afi átti nokkra bíla, en hann hafði aldrei tekið bílpróf, er hann ungur var þurfti hann ekki á því að halda hann bjó í miðbænum, vann í miðbænum og allar búðir voru í miðbænum, en síðar þá óku synir hans honum til vinnu á hverjum morgni þá var Landroverinn yfirleitt notaður því Fordinn var sparibíll geymdur í bílskúrnum, en Landrover þurfti hann að eiga í laxveiðina, fór oft með í þær ferðið, þá var lagst út í vikur þá helst í Víðidalsá sem nokkrir menn voru með á leigu allt sumarið, já það voru aðrir tímar þá en nú enda hætti afi að taka ánna á leigu er brjálæðið byrjaði eins og hann kallaði það.
Jæja nú er ég komin á flug (ekki óalgengt) sem sagt lagt var í hann ( við öll í sparifötum ekki einu sinni teppi í bílnum) og að mig minnir þá komumst við án óhappa inn á Suðurlandsbraut þá var færðin orðin þung pabbi ók útaf komst inn á brautina aftur, mamma argandi og gargandi úr hræðslu,( bræður mínir tístandi í aftursætinu, "villingarnir") við hvað veit ég ekki, en hún mamma mín var algjör dramadrolla þessi elska, hún til dæmis brjálaðist ef hún sá könguló í mílu fjarlægð, nú ég var komin í spreng að pissa og ekki var hægt að fara út úr bílnum svo það endaði með að ég pissaði á gólfið í fína bílnum hans afa, man samt ekki eftir að nokkuð hafi verið sagt um það. Nú eins og allir eru farnir að fatta þá var þetta ekki á tímum gemsana svo engan var hægt að hringja í og láta vita hvar við vorum stödd, húsum var ekki fyrir að fara inn eftir allri braut eins og er í dag það var næstum því bara auðn.
Jæja loksins komumst við heim, amma og afi þessar elskur að drepast úr áhyggjum, amma var með heitt kakó og afi með koníakið já ég sagði koníakið, hann gaf okkur öllum pínu neðan í staup þetta áttum við að drekka síðan vorum við dúðuð undir dúnsængurnar okkar með teppi yfir, steinsofnuðum og ekki varð okkur meint af volkinu, allt koníakinu að þakka, sagði afi, en ég man hvað mér þótti þetta hrikalega vont.
Mig minnir að það hafi verið um þetta leiti að ég var að passa Nonna frænda, Gummi frændi kom upp á loft til að ná í eitthvað og lokaði ekki hliðinu nógu vel er hann fór niður aftur, ég var að strauja silkiklút sem mamma átti í eldhúsinu, allt í einu heyri ég þetta skaðræðis-öskur, svo í ömmu sé hvað hafði gerst þýt niður stigann amma búin að taka Nonna frænda í fangið hann öskraði eins og börn gera er þeim bregður því það var bara það sem betur fer meiddi sig ekkert þessi elska, amma var eðlilega yfir sig hrædd og skammaði mig, en ég sagði henni hvað hafði gerst og þá fékk Gummi frændi skammirnar er hann kom heim aftur. Nú fór að berast brunalykt ofan af lofti, Æ,Æ,Æ ég þaut upp og auðvitað var silkiklúturinn brunninn, en það voru nú bara smámunir ekkert til að fárast yfir.
Einu gleymi ég aldrei, hjá ömmu og afa voru tvær stórar stofur og blómastofa við endann á þeim hún var byggð síðar, en í jólaboðunum hjá þeim var jólatréð sett á mitt stofugólfið, Gummi frændi spilaði á píanóið og við dönsuðum í kringum jólatréð og sungum með, þessu gleymi ég aldrei.
Hjá þeim sem nutu þess að hafa fólkið sitt í kringum sig var allt gert til að hafa gaman og það var svo sannarlega gert í Nökkvavoginum hjá ömmu og afa.
Set þessa mynd inn hún er tekin um þetta leiti, sjáið hvað
elsku bræður mínir eru fallegir
Amma og afi, tekin í Grundagerðinu hjá Helgu frænku og Einari
Afi átti stórafmæli og bauð okkur öllum upp í Borgarfjörð, að mig
minnir í mat á Bifröst, erum að koma heim þerna,
Kærleik til allra þeirra sem þetta lesa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fræga fólkið
14.11.2011 | 13:59
Það er svo yndislegt að sjá öll þessi þekktu andlit, sem kölluð eru fræga fólkið skemmta sér og svo ég tali nú ekki um að sleppa sér, það er eins og svokallað frægt fólk sleppi/skemmti sér aldrei, auðvitað gera þau það og hafa gaman með sínum rétt eins og við þessi ófrægu.
Að mínu mati eru þau sem ég þekkti á þessum myndum ekkert frægari en aðrir, flestir bara æðislega skemmtilegir heimilisvinir í gegnum áhorf á sjónvarp.
Æi, þessi frétta mennska er ekki að mínu skapi, engin er frægur á Íslandi bara mismikið þekktir, tel einnig að þetta fólk vilji ekki vera kölluð fræg, einnig vilja þau fá að vera í friði við sína skemmtun bara rétt eins og við hin.
Mun kannski koma frétt á morgun, venjulegt fólk sleppti sér í Skemmtigarðinum á öðrum degi opnunar og upplifði sjaldgæfa skemmtun.
Eini munurinn á svokölluðu fræga fólki og þessu venjulega er kaupgetan, venjulega fólkið hefur ekki efni á að fara með börnin sín í skemmtigarðinn, því miður.
Slepptu sér í Skemmtigarðinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kínverja í Norðurþing
13.11.2011 | 09:01
Var allt í einu að fatta samhengið, (Er svo lengi að fatta börnin mín segja að ég sé orðin afar hægfara bæði í hugsun og framkvæmd, O jæja, segi nú ekki meir) auðvitað, flotti kínverjinn sem vill reisa lúxus hótel á Grímstöðum á að sjálfsögðu að fá að gera það, því elskurnar mínar lúxusinn yrði algjör ekki bara í þessu eina hóteli heldur fyrir allan ferðamannastrauminn á þessu svæði, hægt yrði að selja veturinn með allri þeirri dýrð sem hann býður upp á, það er nefnilega svo að við erum ekki í stakk búin til að taka á móti öllum þeim skara af ferðamönnum sem þennann hluta landsins vilja sækja heim yfir vetrartímann, þeir vita nefnilega alveg hvað við höfum upp á að bjóða.
Kannski Íslenska þjóðin mundi vakna upp og sjá alla þá fegurð og mögnuðu staði sem fyrir finnast á þessu svæði ég segi svæði, ekki er nefnilega landshlutinn allur Norðurþing, köllum það bara eins og hér áður og fyrr S-Þing og N-þing.
Þar sem við munum aldrei hafa efni á að byggja þarna hótel, leifum þá þessum frábæra Íslandsvini að gera það, tel það bara byrjunina á uppbyggingu, það var nefnilega það sem ég fattaði, auðvitað kemur álver eða eitthvað annað á eftir og að sjálfsögðu verða það kínverjar sem koma með það.
Einn stór plús kæmi með þessu öllu og það er meiri blöndun inn í okkar þjóðfélag, allir hafa lesið um frakkana á austfjörðum mörg börnin komu undir á þeim tíma, enda eru austfirðingar háttprúðir menn, komin tími til að skríða alveg út úr moldarkofunum og gerast heimsborgarar.
Æi elskurnar þetta bara datt inn í hugann svona um leið og ég vaknaði, varð að setja það á blað.
Njótið dagsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fór á Kabbalah fyrirlestur í gær
10.11.2011 | 12:38
Það var yndislegt, fræðandi og góð áminning inn í þá flóru sem ég lifi eftir, set inn nokkrar myndir fólkinu mínu og vinum til skemmtunar.
Hermann sem opnaði Kabbalah setrið á Íslandi frétti af að Gudni væri
að koma til landsins, en Gudni býr í Japan, þá bað hann Gudna að halda
einn fyrirlestur.
Ljósið
Gudni bróðir og Hermann sem opnaði Kabbalah setrið á Íslandi
Gudni að segja okkur aðeins frá lífsins tré
Anna Dögg dóttir Guðna, Guðrún Emilía, Sigrún Lea og Guðni
Hrönn frænka, Ásta frænka situr við hliðina á henni, Inga og Ingó
Allir vel hlustandi, en það var líka hlegið, því maður á að lifa í gleðinni
Ég, Ingó og Guðni
Neró fékk að vera með hann var afar glaður með athyglina
sem hann fékk
Hann leiddi okkur í hugleiðslu við hina hljóðu tjörn, magnað.
Erum við ekki myndarleg systkinin
Sko maður er í essinu sínu, sést í Ingu mína þarna á milli
Öll svo glöð, ég er að segja að ég þoli ekki Homer Simsson, en
auðvitað er hlegið að húmorsleysinu í mér.
Nú að því að þau Jano og Ume fengu ekki að koma með verð
ég að setja inn mynd af þeim, svona eru þau ætíð kúrandi saman
Það er alltaf svona gaman hjá okkur.
Eilífðin, hafið þið spurt ykkur sjálf: "Hver er ég"
Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég fer alveg að springa
8.11.2011 | 09:30
Tel að allir þeir sem geta unnið á vernduðum vinnustað hafi gaman af því og er vinnan fastur liður í þeirra lífi, heldur sér við og hittir annað fólk og hefur gaman saman.
Ég hef oft komið inn á samverustaði sem eru verndaðir og hvergi fær maður eins yndislegar móttökur, maður fær sögur, hlátur og kærleik, margir aðrir vinnustaðir sem eru til dæmis reknir af ríkinu og við skattgreyðendur borgum laun starfsmanna, anga af fílu og skapstirðum röddum sem engin hefur leifi til að láta í ljós.
Komin tími á breytingar, allir eiga sama rétt á lífsins gæðum, en við sem erum á örorkulaunum eða ellilífeyrir lifum bara alsekki af laununum okkar, höfum ekki efni á að gera okkur hvorki eitt né neitt til skemmtunar, sjáið sóma ykkar í að breyta þessu, það er ef að þessi ríkisstjórn hefur einhvern sóma.
Verndaðir vinnustaðir í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Minningar á milli jóla.
6.11.2011 | 12:32
Um vorið er skóla lauk voru allir krakkarnir sem á teigunum bjuggu í leikjum og það voru sko gömlu góðu leikirnir, fallin spíta, yfir, kíló og lengi mætti telja, í minningunni var alltaf gott veður.
Þegar ég hugsa til baka þá kemst ég að því, samkvæmt kenningum dagsins í dag, sem ég er sko alls ekki að efast um, að sjálfsmatið mitt var ekki mjög mikið, ég tapaði yfirleitt í öllum leikjum og krakkarnir hlógu dátt af því, mér var alveg sama, fór aldrei í fílu eða neitt slíkt og engin sárindi koma upp er ég rifja þetta upp, við vorum líka í búaleik og strákarnir í bílaleik. held að þetta hafi komið til vegna þess að ég þurfti að streða til að ná kærleikanum frá mömmu, en fékk afar sjaldan, ekkert frekar en bræður mínir.
Í júní þetta sumar fæddist Ingó bróðir, mamma fæddi hann heima eins og okkur öll, ég fékk hann í fangið stuttu eftir að hann fæddist, Jónas Bjarnason læknir kom inn og sótti mig, hann vissi að ég var búin að bíða alla nóttina, það var eins og ég hefði fengið engil í hendurnar, ég var svo ung er hinir fæddust og fékk ég ekki að halda á þeim, en við elskum hvort annað afar mikið.
Um veturinn snjóðai frekar mikið ,sko í minni minningu, allavega gátum við byggt snjóhús, það var æði, nú einu sinni er pabbi var að fara í vinnu úr hádegismatnum óku tveir bílar saman, pabbi og nágranninn, ég trompaðist úr hræðsli (var þá þegar orðin dramadrottning) man að vinur minn úr næsta húsi aumkaði sig yfir mig fór með mig inn í snjóhús og sagði að þetta væri allt í lagi, nú við kíktum út úr snjóhúsinu er bílarnir óku í burtu það hafði ekkert alvarlegt gerst.
Mig minnir að þarna hafi afi verið búin að kynnast Margréti sinni og fluttur inn til hennar og hennar barna, Ingvar frændi farinn að búa með Ingu sinni sem mér fannst yndislegt þó ég saknaði hans mikið, en Inga var svo góð kona og mér fannst svo eðlilegt að þau færu að búa saman.
Það var sko allt önnur ella með afa, fannst Margrét taka hann frá mér og það gerði hún líka blessunin og bætti aldrei fyrir það, en hún gerði eins og hún best kunni, tala eigi nánar um þau mál.
Þetta er amma mín sem dó er ég var 2 ára, elska hana, afar.
Þessi mynd er tekin heima hjá Margréti og afa, hún að leika sér við
bræður mína, þeir áttu svolítið bágt að þurfa að vera svona stilltir, en
á þessu heimili vorum við stillt og var það vel brýnt fyrir okkur áður
en við fórum þangað og aldrei fórum við óboðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Minningar tengdar jólum
4.11.2011 | 10:09
Ég elskaði að hjálpa til í eldhúsinu er bakstur byrjaði fékk nefnilega að hjálpa til, svo hafði mamma vinnukonu (eins og þær hétu á þessum tíma) hún hét Ellen og við dýrkuðum hana hún var alltaf í góðu skapi. Aðventan var góður tími með sunnudagskaffi og skemmtileg-heitum.
Eins og ég hef sagt áður bjuggu þeir elsku afi og bróðir mömmu hjá okkur, frændi var að læra flugmanninn, en vann fyrir sér með því að fara á sjóinn stöku sinnum, fyrir þessi jól var hann á Tröllafoss sem sigldi á milli Ameríku og Íslands mikil spenna var er þeir áttu að fara að koma að landi, skipið lá við festar bara rétt undan Laugarnesinu, veit ekki af hverju það var, hvað með það, eitt kvöldið var mikið pukur í gangi, pabba, Ingvar frændi og einhverjir fleiri undirbjuggu að róa út í skipið til að ná í varning sem var víst kallað smygl í þá daga.
Ég gat ekki sofnað, forvitnin alveg að drepa mig enda bara 7 ára. þegar þeir komu aftur lá ég í rúminu, hlustaði, heyrði ekki mikið, en allt í einu fór ég að finna yndislega lykt nú ég varð að fara fram, gangurinn var fullur af öllu mögulegu, en eplalyktin var það sem ég man eftir mamma sagði við mig að ég skyldi fara upp í rúm ég mætti ekki sjá það sem þarna væri, en eitt epli skyldi ég fá og með það fór ég upp í rúm alsæl, gleymi aldrei bragðinu af þessu eldrauða jólaepli.
Desember leið með allri sinni gleði og uppákomum, á aðfangadag vorum við mamma að stússast ekki mátti fara inn í stofu fyrr en kl 6, en við vorum að ganga um og leggja síðust hönd á jólaundisbúninginn, ég var náttúrlega þá þegar orðin fullorðin að mínu mati og mamma leifði mér að halda það og vera með, eitt sinn var ég að fara með eitthvað inn fyrir mömmu Gilsi bróðir læddist inn á eftir mér og faldi sig á bak við hurðina, nú ég fór út og lokaði hurðinni þá heyrðist öskur og einhver fyrirstaða var svo ég skellti hurðinni eins fast og ég gat til að flýta mér að miðla málum milli bræðra, taldi þá vera að rífast, en nei var þá ekki puttinn á Gilsa bróðir á milli og var orðin þunnur eins og bréf, eldrauður og ég fann rosa mikið til, allir komu hlaupandi stumruðu yfir elsku stráknum settir voru kaldir bakstrar og svo bættu kossarnir og faðmlögin allt, nú auðvitað fékk ég bara skammir fyrir að klemma óþekktarangann sem stalst inn í stofu oft er búið að hlægja af þessu og ég elska Gilsa bróðir gerði það þá líka, en engin skyldi að ég fann mikið til með honum fékk samt ekki að hugga hann.
Kvöldið rann upp borðaðar voru rjúpur að vanda með grjóna graut á undan, man það því það var föst venja, en man ekki hvað við fengum í eftirrétt, ekki hvað ég fékk í jólagjöf, eina sem ég man af þessu kvöldi var er ég fékk epli, ég tengdi eplin einhverveginn við frið.
Kæra fólk nú eru að koma jól, smá frítími með fjölskyldu og vinum, njótið þess í samveru og kærleika, hugsið hvað er mikilvægast í lífinu, í mínum huga er það samveran í virðingu og kærleika við allt og alla.
Gilsi bróðir, Nonni bróðir og ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hugsanaflakk
3.11.2011 | 10:41
Var að lesa yndislega færslu hjá henni Jóhönnu bloggvinkonu minni (naflaskoðun) hún var að tjá sig um sína yndislegu móður, þá kom upp í hugann minn AMMA, amma mín var yndisleg kona bæði amma, vinkona, sú sem sagði manni til, ekki að mamma hafi ekki kennt mér margt og mikið, jú jú það gerði hún af sinni einskæru snilld, því snillingur var hún í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, en að umvefja mann það var bara þegar henni henntaði, en eigi ætla ég að vanþakka það, hún gerði bara eins og hún kunni best hverju sinni.
Pabbi minn var pabbinn sem elskaði mig kröfulaust, ég bar mikla virðingu fyrir honum enda var hann besti vinur sem ég hef átt um ævina. Hugsanirnar héltu.
Í gær átti ég afmæli svona eins og allir eiga einu sinni á ári, ætlaði ekkert að halda upp á það, en fékk skilaboð um morguninn frá Kamillu Sól fallegu stelpunni minni, hún ætlaði að sjá mig um kvöldið, fóð að hugsa, Humm verð víst að hafa eitthvað með kaffinu, en ég var búin að ákveða grjónagraut og slátur í kvöldmat svo ég hringdi í Sollu mína og bauð þeim í grjónagraut, (allir elska grjóna graut) henni fannst það alveg æði, við komum kl 6, ég, Okay hlakka til að sjá ykkur.
Fór síðan í þjálfun, ætlaði svo í búð, skildi ekkert í því að Dóra mín vildi ekki koma með mér í þessu líka hávaða rokinu, nú ég kom heim með ýmislegt í farteskinu bæði holt og óholt, fékk mér að borða og ætlaði svo að undirbúa kvöldið, en nei ég var rekin til að leggja mig yrði að vera hress um kvöldið þá vissi ég að eitthvað var í bígerð hjá henni Dóru minni, fór og lagði mig hlíðin sú gamla.
Ég svaf til fimm, fann enga grjónagrautslykt er ég vaknaði fór fram var þá ekki búið að undirbúa þessa líka veisluna síðan komu þau ekkert hissa á matseðilsbreytingunum, Solla kom með sallatið sitt, sem er æðislegt, þær voru þá búnar að bralla saman þessar elskur.
Nú við sátum að spjalli og knúsi er einhver kom inn um dyrnar og ég heyrði raddir sem ég gladdist afar við að heyra, þetta var besti vinur minn, tók við af pabba, Ingó bróðir og besta mágkona mín hún Inga, ég táraðist úr gleði takk elsku Dóra mín fyrir að bjóða þeim, þú komst mömmu gömlu algjörlega á óvart í þetta skiptið.
Það var sest að áti og fengum við kjúkklingabringur í hnetusmjörs-rjómasósu, sætar og venjulegar kartöflur bakaðar í litlum bitum í ofninum + salatið góða frá henni Sollu minni, nú ég var búin að kaupa ís og butter-deigsbollur með vanillufyllingu, en Dóru fannst það ekki nóg og var búin að gera skálatertu m/ marengs, kókosbollum, allskonar sælgæti öllu hrært saman við rjóma, algjört gummelad, fengum okkur Kaffi með.
þegar Fúsi og Solla fóru settumst við inn í stofu og vorum allt í einu farin að tala um gömlu góðu daganna er við vorum sem ung að vinna í fjölskyldufyrirtækinu Belgjagerðinni og það var hlegið dátt af æskuminningum okkar og Ingu því hún vann þar og kynntist Ingó bróðir þar, yndislegt kvöld.
Dagurinn í heild sinni var æði, fékk æðislegar gjafir, en mest og best var að við vorum saman sem ein góð fjölskylda og vinir.
Eitt er að ég ræð ekki öllu, eins og að ég hefði viljað að Milla mín og Ingimar með hjartans ljósin mín hefðu verið með okkur í gær, helst vildi ég og við öll að við byggjum öll á sama stað, en ég fæ engu ráðið með það.
Ég er afar lánsöm kona, fólkið mitt elskar mig og ég það miklu meira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Okkar eina von
29.10.2011 | 11:01
Um breytingar á hugarfari, lifnaðarháttum, framkonu hjá foreldrum ásamt öllum þeim sem hafa afskipti af ungviðinu okkar, kæra fólk látið ykkur varða hvað börnin okkar eru að gera, hlustið á þau, ekki halda að þetta sé einhver bóla sem hverfur er borið er á hana bólukrem. Styðjum við bakið á þeim í þeirra góðverkum það mun hjálpa okkur í framtíðinni til að skilja hvort annað betur, hvar í heimi og trú sem við erum.
Börn út um allt land eru að gera góða hluti, en á Vopnafirði eru þau alveg frábær í alla staði og örugglega víðar. Hér kemur fram hvað öll börn eru að gera á þessu Landsmóti. Það mætti færa okkur lesendum meira um störf allra barna á Íslandi, eins og núna.
Unglingar á landsmótinu ætla að safna peningum til styrktar jafnöldrum sínum í Japan sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann fyrr á þessu ári. Unglingarnir í æskulýðsfélaginu Kýros á Vopnafirði hófu söfnun í síðustu viku og þau afhentu 60.000 krónur við setninguna. Unglingarnir frá Vopnafirði útdeildu líka rauðum hjörtum sem á stóð: Ég er vinur". Vinavikan á Vopnafirði hefur þannig breiðst út um allt land í gegnum landsmótið á Selfossi
Mér finnst þetta yndislegt, börnin á hamfara slóðum eiga afar erfitt og oft á tíðum illmögulegt að koma þeim til hjálpar, en ég veit að í Japan er allt gert til að koma hjálpinni til þeirra.
Biskupinn tók svona til orða við setningu mótsins.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti landsmótið og þakkaði unglingunum fyrir gott starf og góðan hug: Nú veit ég af góðverkahelgi landsmótsins. Þar munuð þið leggja mikið af mörkum til þeirra sem treysta á aðstoð. Ég veit að hérna inni eru mörg gullhjörtu, sem bera umhyggju fyrir öðrum og láta gott af sér leiða," sagði biskup í ávarpi til unga fólksins.
Hann talar um þá sem treysta á aðstoð, verð að segja að engin er að treysta á aðstoð því þau elsku börnin vita ekki neitt búandi á afskiptum stöðum, matarlítil, vatn af skornum skammti, hvað þá að það séu til ritföng, leikföng, fatnaður og drottinn minn dýri það er svo margt sem vantar, svo elsku börnin okkar verið bara dugleg og safnið eins miklu til þeirra sem hægt er, er þau eignast gjafir frá ykkur munu þau byrja að trúa og treysta aftur.
Það sem ég er að segja er staðreynd, hef það frá þeim sem verið hafa á þessum svæðum.
Ekki misskylja mig, veit vel að það er fullt af fólki sem er kærleiksríkt og kemur þannig fram bæði við börnin sín og alla aðra.
Munið að ekkert er ánæjulegra en að miðla kærleikanum til annarra
Biskup fraus á æskulýðsmóti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ekkert nýtt.
27.10.2011 | 09:58
Ætlaði aðeins að koma inn á hraðann sem er á öllu í dag, er ég var yngri höfðu allir tíma til að skreppa í heimsóknir, spjalla og hafa gaman saman, oftast var ég búin að öllu fyrir fyrsta desember, þá er ég að tala um sauma, baka, gera jólagjafir, svo var skreytt smá saman í byrjun desember og alla sunnudaga í desember var aðventukaffi og var skottast á milli heimila og haft gaman, en nota bene ég vann ekki úti er börnin mín voru að alast upp enda full vinna að hugsa um heimilið og börnin því allt var unnið heima bæði föt og matur. Því miður þurfa konur að vinna allan daginn sem er bara of erfitt fyrir alla aðila heimilisins, en það verður til að reyna að láta enda ná saman, sem eiginlega aldrei gerist.
Desember er yndislegur mánuður þó mikið hafi breyst síðan ég var ung, núna er hann fullur af uppákomun, eins og í sambandi við börnin, skólaskemmtanir, fimleikasýningar, tónlistarviðburðir og uppákomur út um allan bæ og auðvitað tek ég þátt í því öllu veit samt ekki hvernig þetta er þar sem ég er núna, en á Húsavík er þetta með miklum sóma í alla staði og á ég eftir að sakna þess, en það kemur eitthvað í staðinn.
Í kringum mig eru mæður sem láta börnin og þeirra þarfir ganga fyrir öllu öðru, ekkert er yndislegra en að fylgjast með öllu sem fram fer hjá þeim og styðja við bakið á þeim í alla staði og það er ekki erfitt, bara að forgangsraða í samræmi við það. endilega slappið af í hamaganginum og verið með börnunum ykkar í desember sem og alla aðra mánuði. ( Gleyma samt ekki að taka smá frí saman bara tvö ein, það er alveg nauðsynlegt)
Kærleik til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kominn tími til
22.10.2011 | 09:42
Merkilegt að menn í valdastöðum taka sér bessaleyfi og lítilsvirði konurnar í kringum sig, í þeirra augum eru þær svo mikil peð að allt er í lagi níðast á þeim bæði kynferðislega og andlega, og eigi heldur gera þeir sér grein fyrir því að það eru konurnar sem inna af hendi flest störfin fyrir þessa lítilmannlegu hugleysingja.
Svona lagað hefur ætíð viðgengist og mun gera um langan tíma eða þar til að karlmenn skilja að ÞETTA ER EKKI Í BOÐI OG Í BOÐI ER BARA AÐ BERA VIRÐINGU FYRIR KONUM.
Gangið allar fram konur og kærið þessa menn öðruvísi verður þetta ekki stoppað, hugsið um að þið eruð ekki einu konurnar sem þeir reyna að ná tangarhaldi á, kannski verða dætur ykkar fyrir þeim næst.
Svo elskurnar mínar látið vita.
Fer í leyfi meðan málin eru könnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Viðbjóður
21.10.2011 | 09:24
Nýtt dýraníðsmál í Kópavogi
Mynd úr myndasafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það fer um mig kuldahrollur er ég les um svona viðbjóð, hugsa til þess með hryllingi hvernig uppeldi það fólk hefur fengið sem kallast dýraníðingar, er það algjörlega alið upp í kuldanum svo það leitar til dýranna eftir kærleika, síðar er fólkið er orðið fullorðið hefur ekkert sjálfsmat útundan í öllu þá gerist þetta eða eitthvað annað.
Ástæðuna má ætíð rekja til foreldra, leikskóla, skóla og samfélagsins í heild sinni og öllum ber að taka þátt og vera meðvitaðir um ef börnin þurfa á hjálp að halda.
Nýtt dýraníðsmál í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)