Mannsheilinn lll

Svo merkilegt hvað mannsheilinn kemur því til leiðar að upprifjast hin ýmsu minningarbrot, já þau sem maður er ekkert að hugsa um, en svo vakna þau upp við einfaldar og góðar samræður.

Þegar ég var ung í skóla hafði ég kennara sem hafði okkur stelpurnar í dýrðlingatölu, en strákarnir máttu prísa sig sæla ef þeir sluppu við eyrnaklíp, sem oftast endaði með sári á milli eyra og höfuðs, aldrei allan veturinn var gert eitthvað í þessum málum. Mér fannst þetta afar leiðinlegt og fann til með strákunum, þeir áttu þetta ekki skilið, í dag veit ég að þetta var algjört einelti af hálfu kennarans, sem eigi mundi lýðast í dag.

Eitt afar skemmtilegt gerðist á þessum árum, leikfimiskennarinn okkar og einn barnakennari voru að draga sig saman og fannst okkur það mjög spennandi, þau giftust og voru saman allt sitt líf. Fyrir nokkuð mörgum árum síðan var ég á vakt upp í flugstöð þá komu þau, voru að fara til útlanda þau settust og fengu sér kaffi, ég gat ekki stillt mig og fór að tala við þau, kynnti mig og sagði þeim söguna þau voru afar hrifin þökkuðu mér fyrir að koma til þeirra og segja frá og ég óskaði þeim alls hins besta, gaman að þessu.

Aðeins eldri var ég er við höfðum kennara einn sem snarvitlaus var hann byrjaði daginn á að ganga á milli borða taka upp skólatöskurnar hvolfa úr þeim, hann sagðist vera að leita af ástarsögum eða sælgæti, veit í dag að þetta var einelti, hann bar enga virðingu fyrir okkur krökkunum. Þegar skóla lauk um fórum við í ferðalag og lá leiðin til Stykkilshólms, um kvöldið fórum við í siglingu um Breiðafjörð það var frekar hvasst, kennarinn gekk ávalt með barða-stóran hatt, haldið ekki að hatturinn hafi fokið af honum og óðar fór hann á hraðferð langt út á fjörðinn, við hlógum dátt krakkarnir og hann sat með fílusvip ræfillinn.

Annað sem mér fannst ömurlega niðurlægjandi á mínum yngri árum í skóla var er lýsinu var helt upp í mann, í þá daga var fátæktin mikil í Reykjavík og ekki áttu allar mæður mat til að nesta börnin sín og eigi var geðslegt að fá upp í sig lýsi án þess að hafa rúgbrauðsneið, helst með kæfu til að borða á eftir, mér hefði fundist að  skólarnir hefðu átt að gefa börnunum morgunmat þá var engin útundan.



Man margt og mikið, en læt staðar numið í bili.







Myndir

Við Dóra og englarnir mínir vorum að passa elsku barnabörnin mín á K23 um daginn set hér inn nokkrar myndir að þeim.

bor_stofusett_011.jpg

Hann vílar ekkert fyrir sér hann Sölvi steinn minn

bor_stofusett_004.jpg

Sætastur

bor_stofusett_005.jpg

Maður er svo mikill gæi

bor_stofusett_003.jpg

Prinssessurnar Kamilla Sól og Lísbet Lóa, Sætastar.

bor_stofusett_008.jpg

Lóan í baði, krúttudúlla

ume_jano.jpg

Litla læðan okkar hún Ume verður að fá að vera með.

svo_saetir.jpg

Jano og Ume una sér vel saman, þau eru yndisleg

100 9693

Flottasti prinsinn hennar ömmu sinn, Viktor Máni

Það var æðislegt að vera með þau svona lengi og fá að kynnast
þeirra karater.


Mannsheilinn ll

Mér verður hugsað til þess sem gerist er mannsheilinn fær á sig eitthvað sem manninum finnst ekki þægilegt að hlusta á, nú hann fer örugglega í varnarstöðu og fléttar einhver niðurlægjandi svör, því auðvitað er það niðurlægjandi er manni er ekki trúað og ekkert gert í málunum, já þetta með heilann hann er fær um að grafa og láta fólk setja djúpt niður þær hryllilegu minningar sem margir/flestir hafa, en nota bene þeir sem vita, hefur verið talað við, grátbeðnir um hjálp gera ekkert í málinu þeim er fjandans sama þetta eru bara konur og enga virðingu eiga þær skilið, enda hefur það komið fram í þessum kirkjunnar málum.

Kirkjunnar menn hafa verið algjörlega ósnertanlegir og hafðir yfir alla kritik og í því skjóli hafa þeir hagað sér að vild, komið fram sínum glæpsamlegu og geðveiku kynferðislöngunum og framið sálarmorð á miljónum manna 0g kvenna í gegnum aldirnar. þessir menn eru skepnur.

Hef orðið vör við mikla fordóma bæði í kynferðisglæpamálum sem og gangvart öðru óvenjulegu í þjóðfélaginu og ég bjáninn rís upp á afturlappirnar og fer að verja málefnin, eins og það gagnist eitthvað við fólk sem þarf ævilega að setja út á allt og þeirra skoðun er sú eina rétta, nei, nei get alveg eins talað við steinvegg, en þegi ekki samt og mun aldrei gera.

Það er því miður mikið af þöggunarliði til jafnvel þó um börnin þeirra sé að ræða, þetta er víst svo mikil skömm, vona að einhver hjálpi þessu þöggunarliði þegar það þarf á því að halda

Hætt í bili
Kærleikurinn og friður í hjarta
er eina vopnið sem við höfum
og það virkar
.Heart


Mannsheilinn, fullkomnasta vél sem til er

Að hafa vald yfir, að beita ofbeldi, getur verið í svo mörgum myndum og að upplifa það og eiginlega halda að þetta eigi bara að vera svona hlýtur að vera afar algengt.

Hef verið að muna, tengja og skilja svo margt undanfarið sem er hægt að kalla ofbeldi, vald eða drottnun.

Til dæmis er ég var 3ja þá fæddist elsti bróðir minn og ég litla stelpan varð allt í einu no. 2 það að mínu mati gekk ekki upp svo ég át bara upp úr heilum konfektkassa sem mamma átti að fá á sængina frá pabba, ég fékk eina skellinn á bossann sem ég fékk um ævina, en einhvernvegin fannst mér ég eilýflega þurfa að koma mér í mjúkin hjá mömmu og hjálpa henni eins og ég gat (ég var 3ja). nokkrum árum síðar fæddist Nonni bróðir, en ég man hvað ég var glöð er Ingó bróðir fæddist var loksins orðin nógu gömul til að labba úti með vagninn (náði varla upp og hafði ekkert vald á stóra Silver cross vagninum), en var alltaf að reyna að gera mömmu til hæfis, skyldi hún hafa haft svona mikið vald yfir mér, að sjálfsögðu.

Þegar Guðni bróðir fæddist var ég 16 ára farin að vinna á sumrin, en ég var heima er hann fæddist og gaf honum að drekka sykurvatn úr skeið stuttu eftir að hann fæddist, ennþá var ég með samviskubit yfir einhverju sem ég veit ekkert um. Ég var að vinna 12 tíma vaktir og stundum lengri kom ævilega heim skjálfandi á beinunum, hvernig skyldi andrúmsloftið á heimilinu vera þann daginn.

Er ég hugsa tilbaka þá þótti það ekkert tiltökumál að vera með kynferðislega hegðun við mig og þó ég hafi aldrei svo ég muni orðið fyrir því að vera beitt ofbeldi þá voru þessir tilburðir tilraun til að ganga lengra. Ég var hrædd, fann ekki fyrir öryggi, hver átti svo sem að vernda mig ef eitthvað gerðist.

Þegar ég hlustaði á Guðrúnu Ebbu í gærkveldi komu minningarnar á færibandi upp í hugann og ég gat ekki hætt að hugsa um þær svaf illa í nótt og er alltaf að fá grátinn upp í hálsakotið mitt.

Guðrún Ebba hefur, er ég viss um liðið miklar kvalir í mörg ár þvílíkur karakter sem hún er þessi kona
ég vona að hún vinni sig eins mikið og hægt er út úr sínum málum, en eins og við vitum þá þarf að fara mörg hundruð metra eftir heilarásunum til að laða allt fram sem þar er falið og geymt.


Mun örugglega koma með framhald á mínum málum, svona eftir því hvað heilabúið mitt gefur mér minni um.

Kærleik til allra þeirra sem lent hafa í ofbeldi
af einhverjum toga, þau eru misjafnlega slæm,
en það sem hver og einn upplifir eru þeirra
kvalir sem engin getur dæmt.
Heart


Hef notað rótina

Artick Root er alveg frábær, fyrir allmörgum árum komst ég að því að gingsen var ekki fyrir mig, þoldi það ekki, svo ég byrjaði að nota rótina. Ætíð er ég hugði að ferðalagi byrjaði ég að taka kúr í rótinni, hafði hana svo með í ferðina, hún gerði mér gott hélt mér vakandi vel við aksturinn og allhress var ég er kvölda tók, annars hef ég nú aldrei þurft að keyra upp kynkvötina þó forleikurinn sé nauðsynlegur, hvort hún sé víagra framtíðarinnar kemur í ljós og finnst mér alveg sjálfsagt að karlmenn prófi rótina í slíkum tilganga og segja svo frá ef þeir þora því þessar elskur.

Eins og Guðrún Bergmann hefur yðulega komið inn á þá fer best á því að fólk noti allt úr náttúrunni sem hægt er nú sumir sjúkdómar þurfa á lyfjum að halda þá tekur maður því, ég tek til dæmis eitt hjartalyf sem ekki hefur enn fundist neitt sambærilegt jurtalyf við, svona er það nú.

Hafið það gott.


Alveg satt, en getur þetta verið öðruvísi?

Tel svo vera (að mestu leiti) draumórar fólks bæði mín og annarra um kynlíf er af hinu góða, ekkert er yndislegra, betra, heilsusamlegra en gott kynlíf, svo ég tali nú ekki um hvað maður yngist um allan helming við gott kynlíf, en hvað er gott kynlíf jú það er það sem hver og einn hefur upplifað og veit kannski ekkert um alsæluna því það hefur aldrei fengið hana og heldur að ekkert meira fáist út úr kynlífinu, en undirmeðvitundin segir fólki að það vanti eitthvað og þá byrja draumórarnir Sumir hjakka í sama farinu allt sitt líf, af hverju, jú þau er gift eiga börn, hús, bíl, góðann efnahag og vilja/þora ekki að breyta til.

Fólk sem nennir ekki að leggjast í sama leyðinlega farið, endurnýjar ástina og allt í kringum hana fer í leiki við hvort annað, talar saman og er opið með hvað þau vilja í ástarlífinu þurfa ekki að vera með draumóra nema um hvort annað, eins og að byrja ja bara er þeim dettur í hug, hringja kannski og daðra við hvort annað í símann röddin breytist og þú kemst í huglægt ástand sem er alveg yndisleg, nú svo verður bara sprenging er heim kemur að loknum degi, nei ég segi bara svona, en þið ættuð að prófa og verðið ekki fyrir vonbryggðum.

Náttúrlega verða allir að kynnast sjálfum sér til að vita hvað þau vilja.

Njótið lífsins



mbl.is Tíu vinsælustu draumórarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörfin er komin aftur

Ég meina sko þörfin fyrir að tala við sjálfan mig, tel mig vera að gera það með því að blogga hér, en svo mega auðvitað allir sem áhuga hafa segja sitt álit.

Held að ég hafi komist endanlega að því í sumar hvað ég hef oft í gegnum árin dottið í þann fúla Pitt að  tala eigi rétt við fólk, þá meina ég að bera virðingu fyrir skoðunum fólks leifa því að tjá sig án þess að grípa fram í með jafnvel mínum skoðunum sem eru ekki réttar fyrir þann sem ég er að tala eða bara alls ekki réttar. Stundum hefur mér þetta tengjast skapferli mínu þennan og hinn daginn. Stundum er það nú þannig að þeir sem vilja mér best og reyna að segja mér til fá yfir sig ómældar gusur og svo endar þetta á því að fólk lúpar fyrir mér, en ég hætti ekki og hvað er þetta þá kallað, jú einelti.

Já einelti, skondið held að ég hafi aldrei orðið fyrir því er víst of frek og stjórnsöm eða hvað er þetta kallað allt saman, kannski bara eftir hvers og eins höfði, bara veit það ekki.

Margir segja að ég sé norn,(bara vel meint), en mér finnst það heiður að vera kölluð norn því ég held að ég sé bara góða nornin vildi samt óska að ég gæti galdrað, JERIMÍAS hugsið ykkur hvað ég gæti áorkað, T.d frið á jörð, mat fyrir alla, vinnu fyrir alla, að fólk hætti að hakka í sig allt sem gerist í þjóðfélaginu, allir fari að hugsa jákvætt, allir skólar fengu nægilega peninga, endalaust gæti ég talið upp, en ekki getur það verið svo gott, enda væri það nokkuð gott að fá allt upp í hendurnar, nei og aftur nei við verðum að vinna fyrir því sem við fáum.

Jæja gott fólk breytingarnar eru gengnar í garð hjá mér, mun hafa aðsetur hjá Dóru minni og englunum mínu að Ásbrún Reykjanesbæ í vetur, hef hugsað mér að ákveða hvar ég muni búa í ellinni, þarf nefnilega að huga að því vegna biðlistans sem er inn í íbúðir fyrir heldri borgara þessa lands. Fæ tækifæri til að bera saman staði eigi ætla ég að nefna neina því lífið er allt breytingum háð, mun allavega gera það sem er best fyrir mig.

Það var ekki auðvelt að kveðja ljósin mín fyrir norðan, en svo er líka sanngjart að ég skipti mér niður hér í Njarðvík á ég fjögur barnabörn tvo prinsa og tvær prinssessur, þau eru yndisleg, svo á ég tvö í Garðabæ. Ég er afar rík kona

Kærleik til ykkar allra



Mikill léttir

Sumum finnst það afar sérkennilegt að mér sé létt og sé hamingjusöm með þessar breytingar mínar, allavega að svo stöddu.

Nú erum við hér ég og englarnir mínir, búið að pakka öllu því sem ég ætla mér að eiga nema rúmunum sem við sofum í og auðvitað öllu sem á baðherberginu er, en það er sko býsna, svo fötin okkar, en þetta allt fer til Millu minnar á sunnudaginn, verðum við þar í 12 daga svo ökum við suður.

Léttirinn að vera búin að selja dót og mublur er ótrúlegur og Það var ekki erfitt fyrir mig að skilja að við sem búum í þeirri vídd sem jörðin er þurfum einnig að geta sleppt, sleppt því gamla og því sem ekki þjónar okkur lengur, engin tilgangur er með öllu því gamla sem við fasthéldum í og töldum okkur ekki gatað verið án.


Í dag á ég ekkert sem er frá öðrum heimilum eins og mömmu og pabba, ömmum eða öfum, enga skartgripi eða annað prjál sem aðrir hafa valið fyrir mig, mér finnst ég vera að endurfæðast er farin að hugsa öðruvísi, eins og veraldlegir hlutir skipta engu máli nema að þeir hafi tilgang, vinátta, kærleikur, gleði, ást, skilnings-rík samskipti er það sem gefur lífinu lit og við verðum að taka hvort öðru eins og við erum og bera virðingu fyrir skoðunum annarra.

Og endilega munið að lifa lífinu í gleði, að hafa gaman í og af lífinu, vera jákvæð þá er allt svo miklu auðveldara.

Á morgun tek ég úr sambandi tölvuna, símann, sjónvarpið verð bara með gemsann minn í vetur og að sjálfsögðu verð ég með tölvuna mína, hún verður tengd er suður ég kem, svona rétt undir mánaðarmót.

Kærleik og gleði til ykkar allra
Milla
Heart


Umhugsunarefni.

Já það er umhugsunarefni að sumir fæðast í þennan heim til að vera á sama stað allt sitt líf, en aðrir eru endalaust að breyta til, ekki að þeir ætli að breyta, það bara gerist. Þeir sem eru á sama stað hljóta að vera afar hamingjusamir í sínu lífi.

Ég hef reyndar alltaf verið hamingjusöm þar sem ég hef getað útbúið  hreiður fyrir mig og mína, en auðvitað hafa hreiðrin verið mis góð, er nú að tala um þetta vegna flutninga minna suður í Reykjanesbæ það er komið að þeim, dótið mitt fer um næstu helgi, ég og englarnir mínir verðum svo hjá Millu og förum suður í lok mánaðarins, það verður gott að vera þar í smá tíma og dúllast við ljósin mín þar

Dóra mín flaug suður í gær og ef ég þekki hana rétt þá verður allt spikk and span er við komum suður, en ég mun búa hjá þeim í vetur og njóta þess að vera með þeim og einnig elskunum mínum á Kópabrautinni, en þar á ég fjögur barnabörn.

Ástæðan fyrir þessu róti mínu núna er sú að húsið sem ég leigði seldist og þær voru fljótar að bjóða ömmu gömlu að vera hjá þeim í vetur ég tók því, síðan næsta haust eru þær farnar til Japans í framhaldsnám.


Ég mun taka ákvörðun um það í vetur hvar í framtíðinni ég ætla að búa er nefnilega komin á þann aldur að best verður að setja sig niður í geiranum fyrir heldri borgara þessa lands. Er ekki alltaf verið að byggja lúxus íbúðir fyrir okkur sem eru á lágu tekjunum mun örugglega taka eina slíka.

Má til að minnast á sem mér finnst vera afar sérkennilegt og það er minnið hjá fólki/karlmönnum já þeir eru svo afar fljótir að gleyma er viss mál bera á góma, þó ég hafi ekki verið mikið inn á bloggi eða facebook í sumar hef ég lesið og fylgst með og eigi hefur mér fundist þær úrlausnir vera fullnægjandi sem gerðar voru, en að sjálfsögðu þurfti eitthvað að gerast til að málið yrði ekki stærra, þeir vilja jú halda sínum stöðum þessir aumingjar.

Margir eru þeir ofbeldis-glæpamennirnir, og hugsið ykkur þá sem væla og skæla um að það sé búið að eyðileggja líf þeirra, halda þessir glæpamenn að alþjóð trúi þeim, nei og aftur nei því engin kona lýgur svona ógeði upp á sjálfan sig.

Jæja elskurnar þetta er nú bara brot að því sem er að brjótast um í hausnum á mér, það mun koma meira með haustinu.

Frið og gleði til ykkar allra
Milla


Lífið er breytingum háð, hvað annað?

Já svo merkilegt sem það er þá ráðum við eiginlega litlu um hvar við búum og endum. Ég til dæmis fæddist í Vesturbænum, fluttist síðan í Laugarnesið, Elliðavatni, Voganna, Freyjugötu aftur í Laugarnesið, en þá var ég nú eiginlega flutt að heiman, tvö ár í lýðháskóla í Svíþjóð, síðan í Bretlandi, Þórshöfn á Langanesi, Reykjavík, Sandgerði, Reykjavík, Ísafjörð, Húsavík og nú er ég trúlega að flytja í Reykjanesbæ allavega í vetur, ætla nú ekki einu sinni að hugsa, hvað þá úttala mig um hvar ég verð næsta vetur, því aldrei ætlaði ég að flytja frá Húsavík, en svona æxlast lífið hjá manni, svo það er best að segja ekki neitt.

Á eftir að sakna ljósanna minna hér, náttúrunnar og bara svo margs, eins og sjúkraþjálfunarinnar, sem er einstök, Heilsugæslunar sem hefur yfir að ráða yndislegu fólki, en í staðin verð ég hjá Dóru minni og englunum mínum og rétt hjá þeim búa þau Fúsi minn og Solla mín með sín yndislegu fjögur börn, svo mér á ekki eftir að leiðast, á einnig allt mitt fólk og vini á stór-Reykjavíkursvæðinu.

Nú ég er ekki að fara með dótið mitt, það fer allt í geymslu hér, svo sé ég bara til eftir veturinn hvar ég verð næsta vetur ætla bara að njóta þess að vera fyrir sunnan þó aldrei hafi það lagst vel í mig að búa í þéttbýlinu.

Setti þessar línur inn vegna þess að hugurinn fór á flug, maður ræður svo litlu þó maður getir ráðið heilmiklu.

Mun láta heyra í mér því tölvan verður tekin með, að sjálfsögðu.

Kærleik til ykkar allra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hjá mér er bara gaman.

Búið að vera fullt að gera, englarnir mínir tóku sig til og lögðu til í bílskúrnum, farið var á haugana með fullan bíl af drasli, ég er byrjuð í þjálfun aftur eftir allt of langt hlé, Dóra er alveg að ná sér, byrjað er á að taka til hendinni utanhúss, hér er nefnilega rosa sólaðstaða, sko fyrir þá sem þola hana.

Er alltaf að reyna að selja bílinn, en það gengur ekki, svo ég verð bara að pína mig áfram að eiga hann, ekki gef ég bílinn það er á tæru.

Hér um helgina var Háskólalestin í heimsókn hjá okkur í Norðurþingi, englarnir voru að hjálpa til í gær áður en þær fóru í vinnu og svo í dag frá kl 13 - 16, en þá áttu þær að mæta í vinnu.

Við fórum að sjálfsögðu, ég var smá að undirbúa með þeim fór svo og naut þess að vera gestur, mikið er þetta frábært framtak, krakkarnir voru afar áhugasöm um það sem í boði var.

20_ara_afmaeli_062_1087404.jpg

Englarnir mínir og kennarinn þeirra

20_ara_afmaeli_063.jpg

20_ara_afmaeli_022.jpg

Yano elskar að sofa á eldhús-stólnum hjá ömmu sinn

20_ara_afmaeli_018.jpg

Ein mynd af ömmu með englunum

20_ara_afmaeli_010.jpg

Litla ljósið mitt með Neró, tengdasonurinn í baksýn

su_urfer_112_1087410.jpg

Fallegi ljósálfurinn minn, Viktoría Ósk

Með englum og ljósum verð ég í allt sumar og mun njóta þess í botn

Kærleik til allra og njótið sumarsins.


Aðeins að láta heyra í mér

Það er orðið langt síðan ég hef párað eitthvað hér inni, en ætla að segja, í stórum dráttum frá suðurferð minni, sem byrjaði  6/4 og kom ég heim 10/5.

Við fórum suður Milla mín og ég með ljósin okkar, Ingimar kom svo á föstudeginum á mínum bíl, fermingin hennar Kamillu Sól var á sunnudeginum 10/4 einnig átti hún afmæli þann dag og var þessi dagur yndislegur í alla staði. Milla og Ingimar fóru heim á mánudeginum með ljósin, þær þurftu að mæta í skólann og Ingimar til vinnu.

Lumbra viðhélst í smáfólki sem og fullorðnum, Dóra frænka var að passa og ég að skutlast á milli með hana og börnin. Dóra fór í aðgerðina, kom heim samdægurs fékk svo ígerð í skurðinn og það kostaði ferð inn á bráðadeild boggans heim aftur síðan til að hitta lækninn sem gerði þetta og það var ekkert athugavert við  skurðin, UNDARLEGT, fór síðan á læknavaktina í Keflavík, þeir létu hana á sterkt pensilín átti hún síðan að koma daginn eftir til skurðlæknis, hann var ekki par ánægður með vinnubrögð þeirra á bráða og sendi hana í bæinn aftur, nú eftir 4 tíma bið á bráða fékk hún viðtal við frábæra lækna, þeir vildu að hún kæmi eftir 3 daga til að hitta skurðlækninn sem framkvæmdi  aðgerðina, en nei hún var að fara norður, sem sagt heim á Húsavík þar eru frábærir læknar og nú er allt í áttina.

Það sem ég ætlaði að segja um suðurferð mína var að ég fór í 3 fermingarveislur og hitti fólkið mitt að sjálfsögðu fór í Sandgerði til Völu og Ella og hitti stelpurnar og barnabörnin og það var yndislegt, en allt annað sem ég ætlaði að gera verður að býða þar til næst, maður getur ekki allt í einu.

Nú erum við komnar heim, englarnir mínir farnar að vinna á Fosshótelinu hér í bæ og Dóra er í því að hvíla sig og ná kröftum eftir þetta allt. Við ætlum að eiga æðislegt sumar og taka á móti gestum og gangandi.

Hér koma nokkrar myndir.

kamilla_1083823.jpg

Fermingarsnótin lítil og sæt

209951_194572487247393_100000839298262_403629_2651039_o.jpg

Og hér er hún fallega Kamilla Sól mín tekið á
fermingardaginn.

Gengur eitthvað illa með netið núna set inn
fleiri myndir síðar

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart

Restin af myndunum eru hér til hægri á síðunni
Albúmið heitir suðurferð með meiru

 


Litla ljósið mitt á snjósleða

215336_1938276706544_1531172279_32137328_4515042_n_1078755.jpg217238_1938274146480_1531172279_32137324_2200050_n_1078756.jpg217346_1938273186456_1531172279_32137322_6666930_n_1078757.jpg217735_1938273866473_1531172279_32137323_1948888_n_1078764.jpg218128_1938275226507_1531172279_32137326_528549_n_1078770.jpg

Litla ljósið mitt er sko fædd til að vera á sleða, þarna er hún að segja
Hæ pabbi.

Hverjum getur maður treyst?

domkirkjan_1078723.jpg

Hún er falleg Dómkirkjan okkar, þarna fermdist ég
og finnst afar vænt um þessa kirkju.


Hún er alveg stórmerkileg þessi ræða biskupsins, hefði ég nú haldið að erfitt yrði að læra að treysta, nema bara sjálfum sér og sínum nánustu.

Hverjum ætti maður svo sem að treysta, á hverjum degi koma fram yfirlýsingar um glæpi sem okkar fólk hefur framið, "sem við treystum" við vorum heimsk og snarlokuð fyrir þessu öllu, en þó svo allt sé eins og það er þá líður mér bara vel, ég veit sem er að ég breyti engu í þessu ástandi, sama pólinn hefur mitt fólk tekið.

Njótið helgarinnar hver á sína vísu og hugsið til þeirra sem ekkert eiga, það þarf engan biskup til að segja okkur að eymdin sé til og ef hann heldur að það sé okkur að kenna að börnum lýður illa þá veður hann villu vegar, allir gera allt til að þeim lýði sem best, börnin eru jú gullmolarnir okkar.

Merkilegt með biskupa og aðra kirkjunnar menn, sem klæðast gulli og gersemum stíga í ræðustól og lesa yfir fólki í þessum dúr, setjast svo niður í sína flottu hægindastóla er heim kemur og drekka kaffi og gott meðlæti, kannski lesa svo góða bók og þurfa ekki að hafa áhyggur af neinu.

Þetta er nú bara mín skoðun
Góðar stundir
mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður verður að hlusta.

Hún vaknaði í morgun, bara nokkuð hress eftir nokkra daga slappleika, þreytu og verki, en hugsaði að henni langaði í ferðalag, fór að hugsa og sá ekkert nema sjóinn, lallaði sér niður að sjó og hvarf í hafið, vel var tekið á móti henni af höfrungum og öðrum verum sem hafdjúpið hefur að geyma.

Hafdjúpið hefur ætíð heillað hana því það er svo undur falleg veröld þarna niðri sem fáir hafa séð  með sömu augum og hún, henni fannst hún vera tekin í allsherjar klössun fór svo í farðalag með vinum sínum og sá undur sem hún hafi ekki í sínum fyrri ferðum séð.

Að synda í hafinu er eins og þegar fólki dreymir að það fljúgi sjálft um allar jarðir og skoði undur jarðar, margir hafa örugglega orðið fyrir þeirri reynslu.

Sérkennilegt var að þó hana hafi fundist hún vakna um morguninn þá var eins og hún vaknaði aftur, settist upp og fann léttleikann og undurgóða haflykt.

Yfir daginn hefur hún komist að því að mikið hefur verið skilið eftir í djúpinu, af gömlum hnútum og meinsemdum, þakkar hún afar vel fyrir þessa hjálp sem hún fékk, hún finnur fyrir ást og gleði í hjarta sínu.

Var þetta draumur eða veruleiki.


Rétt að skreppa hér inn

Suðurferðin byrjaði 6/4 með því að við Milla ókum suður með ljósin okkar, á þeirra bíl,  Ingimar kom svo á föstudeginum á mínum bíl, við vorum auðvitað öll í veislunni, þau fóru svo heim á mánudeginum.

Þann10 april fyrir 14 árum fæddist hún Kamilla Sól mín
yndisleg var hún og er enn, hún er elst af fjórum börnum sem Fúsi minn og Solla eiga, svo skemmtilega vildi til að sunnudagur bar upp á 10 í ár svo hún fermdist á afmælisdaginn sinn um síðustu helgi. Dagurinn var í alla staði vel lukkaður bara eins og vera ber á svona merkum degi.

kamilla_1077709.jpg

 Þetta er hún fallega og duglega stelpan mín.

athena2_1077711.jpg

Litla ljósið mitt hún Aþena Marey tók þátt í sundmóti á dögunum og
hreppti hún silvur, gleðin er algjör og hún er einnig snillingur í öllu
sem hún tekur sér fyrir hendur þessi stelpa mín

athena_1077714.jpg

 Þarna eru þau ljósin mín, Hjalti karl er frændi og besti vinur
Aþenu Marey, hann fékk gull og hún silvur.
Þau voru bæði afar glöð og ég hlakka til að koma heim og knúsa þau.

Dóra mín er að fara í aðgerðina á miðvikudaginn, kemur heim samdægurs,
svo við verðum bara í rólegheitum hér heima yfir páskana, förum samt í
mat til Sollu og Fúsa á föstudaginn langa, hann er svo upplagður til hittings
vegna lengdar sinnar, það á að vera mömmukjúklingur m/ rjómasveppasósu
/ smjörsteiktum kartöflum og sallati.

Maturinn er nú eiginlega auka atriði, samveran er aðal málið.

Kærleik til ykkar allra
Milla

 

 

 

 


Er farin í bloggfrí, að ég held

Það var svo gaman í gær, sko við ætluðum suður í dag, en fórum suður í gær á jeppanum þeirra Millu og Ingimars, en hann kemur svo á mínum fyrir helgi.

það var svo gaman á leiðinni hlustandi á litla ljósið spyrja, hvenær komum við til R, hvenær kemur coke flaskan, það er sú fyrir utan Borgarnes, það er svo leiðinlegt að sita í bíl og endalaust hélt hún áfram, ég sagðist vera með lausn á þessum leiðindum hennar, nú hvaða lausn spurði hún, ég sagði að við mundum koma henni fyrir í fóstri næst þegar væri farið suður, ekki heyrðist mikið í snillingnum mínum eftir þessi orð.

Jæja byrjuðum á því að koma Ingó bróðir og Ingu á óvart drukkum smá kaffi þar síðan var haldið suður með sjó, ljósin mín bönkuðu hjá Dóru með Neró á milli sín og hún tók bara utan um þær og gat ekki sagt orð svo hissa var hún.

Nú næst var að koma Fúsa og fjölsk. á óvart og það tókst bara vel spenningurinn er í hámarki á þeim bæ. fórum síðan heim og komum englunum mínum á óvart er þær komu heim um tíu leitið. Yndislegur dagur.

Ég er bara heima með Neró og Yano systur fóru í bæinn með ljósin og englarnir mínir í HI.

Veit að helgin á eftir að verða frábær, njóta
þess að sjá Kamillu Sól mína fermast og hitta
svo allt fólkið mitt í veislunni á eftir 

Hafið það sem best
Milla
Heart


Vinnuveitendur sem tefja samninga sæti ábyrgð

Þetta orð ábyrgð viðrist ekki vera virt á neinn handa máta, hvorki í einu eða öðru nú til dags, mundi nú segja að ríkið sé versti vinnuveitandinn, þeir ákveða laun síns fólks og þar á meðal til lífeyrisþega, en við sem borgum ríkisstjórn og öðrum embættismönnum launin fáum ekki að ákveða þeirra laun, nei hvernig læt ég, við höfum engan rétt.

Mér finnast þessar samningaviðræður sem nú eru í gangi, bara rétt eins og þær hafa alltaf verið væl og skæl og á endanum látið undan og skellt á einhverri lúsarhækkun, sem er svo "nota bene" tekin af okkur snarlega með hækkunum á öllu sem nauðsynlegt er fyrir hvern og einn, það er afar misjafnt hvað hverjum og einum er nauðsynlegt.

Það er talað um að lægstu laun verði komin yfir 200.000- 2014, hef ekki heyrt það betra, halda menn/konur að við séum hálfvitar, jú örugglega, í tuga ára hafa þeir haldið það, sem er kannski skiljanlegt, við höfum verið of undanlátsöm. 

Talað er um að fólk þurfi 260,000 á mánuði til að lifa af, ef ég hefði það gæti ég lifað sæmilegu lífi, en samt á mörkum fátæktar. Annars er þetta ekkert mál ég hætti bara að borga allt nema það nauðsynlegasta, sem er leiga, rafmagn, hiti, skattar þið vitið þessir sem maður á að borga 1 ágúst því ef við ekki borgum skatta þá erum við litlu peðin dæmd og sett í  fangelsi, verðum svo allt okkar líf á einhverjum svörtum lista, legg bílnum, nota mér þá fríu akstursþjónustu sem ég á rétt á, en aldrei notað, nú eða hætti bara alveg í þjálfun, þá eftir smátíma verð ég lögð inn á sjúkrahús hætt að geta gengið fyrir giktarelskunni nú margt annað er í stöðunni, hætta að taka lyfin mín, þá verð ég sko örugglega löð inn, þeir segja að ég geti ekki lifað án þeirra, kannski er það bara rugl gert til að ala lyfjarisana, HVAÐ VEIT MAÐUR. Það væri sko sparnaður fyrir mig að leggjast bara inn, þá þarf ég bara að borga aðlögunardaginn, svo er allt frítt eftir það, nema að ég mundi drepast úr leiðindum.

Mér finnst einnig að vanti hörku í fólkið í landinu, það er eins og allt púður sé búið, í áraraðir hefur fólk ekki verði nógu duglegt við að mæta á fundi og standa vörð um sinn rétt, látið bara forystumönnum það eftir að semja, svo er samþykkt, dæst og sagt, það er ekki hægt að gera betur, nú við kusum yfir okkur þessa forystu og að sjálfsögðu trúum við henni með lokuð augu og eyru, svo það er kannski ekkert skrítið, að þeir haldi okkur vitlausa.

Ríkisstjórnin og forystan í landinu ættu að skammast til að opna augun fyrir fátæktinni og hækka launin og setja á verðstöðnun hún er reyndar besta launahækkunin, það er þegar launin eru komin í samræmi við kaupgetuna.

Er ekki vön að blogga um svona mál, en stundum verður maður að blása eins og fallegu hvalirnir sem  eru hér í flóanum, ég sé þá stökkva í allri sinni dýrð bara rétt við eldhúsgluggann minn, einn kom inn í höfnina um daginn, hefði viljað sjá það. Maður fyllist lotningu við að horfa á þessar skepnur.

kærleik til ykkar allra  og munið að þið getið allt sem þið viljið


Grátlegt frétta efni

556891.jpg

Í gærkvöldi sást Lindsay Lohan í annarlegu ástandi fyrir utan skemmtistað í New York. Talið er að hún hafi brotið skilorð sitt með áfengisdrykkju.

Eftir að Lindsay steig út af skemmtistaðnum skjögraði hún á gangstéttinni og átti erfitt með að halda jafnvægi. Á endanum hneig hún niður og hló sig máttlausa á jörðinni.

Í morgun reyndi Lohan að gera lítið úr atvikinu á Twitter-síðu sinni þar sem hún tísti: „Er ekki leyfilegt að detta? Ég er alltaf svo mikill klaufi!"

Hef skömm á þessum fréttaflutningi, þá meina ég sérstaklega í hennar eigin landi, þessi yndislega stelpa sem við erum búin að horfa á í ýmsum frábærum barna og unglingamyndum þar sem hún hefur staðið sig með prýði er orðin hrak og tel ég það ekki skrítið, værum við og eða okkar börn það ef við hefðum fengið að upplifa svona æsku eins og hún.

Það er búið að eyðileggja hana og hún kann ekkert annað en að taka við því hlutverki, sem fullorðnir kenndu henni og fara alveg með sig.

Og fólki finnst þetta vera fréttnæmt og hlakka jafnvel yfir óförum hennar. Ég spyr nú bara hvar byrjaði óhamingjan, örugglega undir handleiðslu hinna fullorðnu.



mbl.is Lohan skjögraði út af skemmtistað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Datt í mig að hugsa til baka.

Í gær fékk ég yndislegar fréttir, englarnir mínir koma heim til sumarvinnu þær munu vinna á Fosshótelinu hér á Húsavík, þær eru ekki óvanar hafandi verið í fjögur ár vinnandi á Fosshóteli, 2 sumur að Laugum og eitt sumar viðloðandi hótelið hér á Húsavík þannig að þetta verður 4 sumarið sem þær vinna fyrir þessa hótelkeðju. Mesti munurinn er að þær geta búið hjá mér sem er náttúrlega þeirra annað heimili.InLove

Dóra mín kemur með þeim og allir verða afar glaðir að fá þær, þó veit ég um eitt lítið ljós sem hoppar hæð sína af gleði, sko Dóra frænka mun fara með hana í sund og dekra við hana eins og Dóru er vani við frændsystkini sín, vonandi verður sumarið okkur gott veðurfarslega séð, að öðru leiti veit ég að það verður yndislegt.Grin

Svo það datt í mig að hugsa til baka í morgun, kannist þið ekki við þá tilfinningu að vera aleinn og einmanna Wounderingþó allir sem eru í kringum mann elski og vilji gera allt fyrir mann, veturinn í vetur er búin að vera þannig hjá mér og er það örugglega mér sjálfri að kenna og þó, veikindi, dauðsfall, aftur veikindi, mikill snjór og erfitt fyrir mig að komast út nema í fylgd með fullorðnumTounge sko það eru þau Milla mín og Ingimar, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði þau ekki. Nú ég er búin að tala við þær á Keili á hverjum degi og þær voru nú hér í rúmlega 3 vikna fríi um jólin.

Það sem ég meina með því að vera aleinn og einmanna er að sjálfsögu vegna þess að ég lét það gerast, búin að losa mig við þrjá menn um ævina,(geri aðrir betur) sem var bara hið besta mál, á fáa, en góða vini eftir öll þessi ár, kannski á ég fleiri bara veit það ekki því ég hef ekki leift neinum að komast að til að gá, kannist þið ekki við þegar maður heldur að engin vilji vera vinur sinn, eða að fólki líki ekki við mann, ég tala nú ekki um allt hitt sem maður heldur að geti ekki gerst hjá sér og svo vantar að treysta fólki, tilfinningum og að maður verði ekki særður eða særi aðra.

Mikil ósköp, ég er búin að læra helling, en á margt eftir, held að það sé með þetta eins og margt annað, ég er allt lífið að læra.

Las á síðunni hjá henni Jóhönnu Magnúsar um daginn erindi sem Brene Brown las af sinni einskæru snilld, konan er yndislegur viskubrunnur, gef ykkur linkinn á hana

http://www.ted.com/talks/brene_brown_on_vulnerability.html  

Þegar ég var búin að drekka í mig hvert orð, margoft ( mikil ósköp
það er ekki eins og ég hafi ekki lesið um þetta áður)
þá fór ég að hugsa:

 Ég er verðug.
 Ég elska sjálfan mig (kannski vantar smá upp á)
 Ég hef sama rétt og aðrir (en fer ég fram á það)
 Ég læt ekki koma fram við mig af vanvirðingu,
 Ég er búin að ná því.
 Ég er hætt að vera gólftuska
 Ég er hætt að vera stuðpúði
 Ég er hætt að láta misskilja mig
 Ég er hætt að stjórna í öðrum
 Ég er hætt að láta stjórna í mér.

Ekki má misskilja þessi orð mín margt að þessu sem ég tel
upp er dautt og grafið  farið með þeim sem gerendur voru.

Hlakka svo til í sumar
Elska allt mitt fólk, og
er ástfangin í lífinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.