Fyrir svefninn.
18.1.2009 | 20:32
Hún Sigga bloggvina mín var að tala um að verða hugfangin
af fegurðinni í náttúrunni, það er svo rétt maður getur upplifað
alsælu í henni.
Tel samt að maður geti eigi upplifað svona sterkt nema vera
búin að finna sjálfan sig. Ég upplifði einu sinni svona fyrir löngu
síðan.
Var ný búin að taka ákvörðun um að skilja við karlinn, ákvað að
ég þyrfti að fara í bæinn og segja mömmu og pabba frá þessu,
legg af stað og er ég kem á stapann þá er veðursældin þannig
að ég ek út af veginum og horfi yfir, sólin skein, en samt var eins
og dalalæðan slæddist eftir hrauninu á köflum, heiðbjart var alla
leið til Reykjavíkur og ætíð hefur mér fundist þessi leið falleg, en
þarna upplifði ég einhverja fullkomnun sem ég aldrei hafði fundið
fyrir síðan ég var unglingur frí og frjáls farandi í skólaferðalag til
Stykkishólms þá upplifði ég svona fegurð er ég horfði yfir
Breiðafjörðinn.
Þá var ég ung, óreynd og áhyggjulaus, en í seinna skiptið var ég
að fá nýtt líf mér létti svo við það að ég gat notið þess sem ég sá.
******************************
Land.
Ég segi þér ekkert um landið
ég syng engin ættjarðarljóð
um hellana, fossana, hverina
ærnar og kýrnar
um baráttu fólksins
og barning í válegum veðrum
Nei. En stattu við hlið mér
í myrkrinu. Andaðu djúpt
og finndu það streyma
Segðu svo:
Hér á ég heima.
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Góða nótt og sofið rótt í alla nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Lesa! Hugsa! Vakna!
18.1.2009 | 10:08
Það er um svo margt að hugsa eftir góðan lestur greina
sem bæði birtast í blöðum, bloggi og á facebokk.
Málið er að það er eigi nóg að lesa og hugsa, það þarf
að vakna til lífsins með hvað og hvernig á að leysa úr
því sem lesið er um.
Ég hef eignast góða vini hér á blogginu, vini sem ég hef
kynnst og treysti, takið eftir treysti.
Grunnurinn af því að geta og vilja eiga vini er að þeim sé
treystandi, eruð þið ekki sammála því?
Fólk sem svíkur traust er yfirleitt fólk sem er í einhverjum
vandamálum með sjálfan sig og hægt að lýsa því oftast með
orðunum: ,, þeim hefur ætíð vantað ást og umhyggju."
Eru jafnvel að kaupa sér vinskap með kjaftagangi, sem er
bæði sannur og upploginn.
Þetta vesalings fólk eignast aldrei sanna vini, því í raun vill
engin til lengdar eiga svoleiðis vini.
Mikið vildi ég óska þess að þetta fólk gæti skoðað inn í sjálfan
sig, unnið í sínum málum og komið svo fram og notað orkuna
sína í góðar þarfir. Það fer nefnilega heilmikil orka í það að búa
til sögur og reyna að halda því uppi að vera trúverðugur.
Ég hef orðið vör við miklar breytingar á blogginu á síðasta ári
margir hafa hætt og aðrir eru að hætta eða að minka að blogga
vegna??? Já það er stóra spurningin.
Í okkar heimi í dag eru að gerast ljótir hlutir eins og stríð, hrun
og höfum við eins og allir vita eigi farið varhluta af efnahagshruni
alheimsins og Íslands, þess vegna er afar nauðsynlegt að við
stöndum saman, séum einlæg í okkar skrifum og gjörðum.
Bloggið er góður miðill að tala um við vini sína hvað þeim er efst
í huga og liggur þyngst á þeim. Þetta má eigi skemma með
ljótum skrifum eða kommentum.
Börnin? Já það þarf að huga að þeim bæði í skólanum, heima
og ekki síst í frítímanum. Hvað eru þau að gera, eru þau dauf,
eða reið, skapill, hreykin og þá af hverju eða bara glöð sem væri
það yndislegasta.
Til þess að við getum sinnt þeim eins og skyldi þurfum við sjálf
að vera heil og glöð og hver getur ekki verið það með börnunum
hvort sem þau eru manns eigin eða annarra?
Ég gæti nú efalaust haldið áfram í allan dag, en þá myndi engin
nenna að lesa þetta hvað þá hugsa eða vakna.
Fagnið lífinu og njótið þess.
Kveðja Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fyrir svefninn.
17.1.2009 | 20:35
Þær komu í dag tvíburarnir mínir og rétt á eftir kom litla ljósið
manna hennar og pabbi voru að fara á borgarafund.
Það var mikil gleði er þær hittust frænkur eins og ævilega.
Dóra kom í bæjarferð til að versla inn til matar og er hún var búin
að því þá fengum við okkur Brunch.
Nú þær fóru svo heim um 5 leitið og litla ljósið mitt fór að gráta
hún vildi ekki missa þær, en þær lofuðu að koma næstu helgi og gista.
Ég kláraði að horfa á Anastasíu með henni, aðeins í tölvuna, síðan
hún inn á You Tube til að dansa með Sollu úr Latabæ.
Þegar afi kom heim fórum við í mat til Millu og Ingimars, fengum að
sjálfsögðu gourmet mat hjá þeim.
******************************
Hér kemur smá gott frá henni Ósk.
Að vera með eitthvert vol á
vísnakvöldum þar sem Pétur Pétursson
er hefur enga þýðingu. Ég sá fyrir mér
hvernig hann mundi orða það.
Sé ég í anda sótraftinn
segja, nú brúkaðu kraftinn
í stað þess að vola
og stand' eins og rola
þá opnaðu andskotans kjaftinn.
Eftir einhverja smánarhækkun á kjörum
öryrkja.
Öryrkjarnir mega muna
misjafnt gengi liðin ár.
þeir sem vilja ei vesöld una
verða að gifta sig til fjár.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Einn af þessum gömlu góðu.
17.1.2009 | 13:06

Chesley Sullenberger flugmaðurinn ráðagóði. Reuters
// Erlent | AFP | 16.1.2009 | 18:52Bush hringdi í Sullenberger
George W. Bush Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Chesley B. Sullenberger, sem er flugmaðurinn sem náði á ótrúlegan hátt að lenda farþegaflugvél á Hudsonfljóti í gær án þess að nokkur hlyti alvarlegan skaða af. Alls voru 155 í vélinni.
Bush hrósaði flughæfileikum og hugrekki Sullenbergers, og sagði að hann hefði drýgt hetjudáð þegar hann sá til þess að allir um borð kæmust út úr vélinni heilu á höldnu.
Þá hafa borgaryfirvöld í New York afhent Sullenberger lykilinn að borginni sem þakklætisvott.Svaka flottur maður og alveg örugglega góður flugmaður.
Það má einnig geta þess að við höfum átt bestu flugmenn
sögunnar, eða svo hermdu erlendir fréttamenn hér á árum áður.
Ég man þá tíð vel er flogið var á þristunum út á land, næstum
í öllum veðrum og gerðu þeir oft kraftaverk þessir frábæru strákar.
Heyr fyrir góðum flugmönnum og þeim sem eru í þessu af hugsjón.
![]() |
Bush hringdi í Sullenberger |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nú undrandi ég er.
17.1.2009 | 08:48
Er bara sagt nei, svo aldeilis hissa á að þeir skuli bara afþakka
þeirra heimsókn, kannski eru þeir í ráðuneytinu að reyna að
ganga í augun á okkur þefnum sínum, þeir vita nú alveg hvaða
hug þjóðin ber til þeirra sem drepa börn.
Skiptir svo sem ekki máli af hvaða ástæðu þeir afþökkuðu,
Bara gott að þeir gerðu það því ég er nú ansi hrædd um að
í þessu ástandi sem allt er í dag, hefðu orðið gífurlegar
mótmælaaðgerðir.
Hugsið ykkur hrokann og dónaskapinn að bara tilkynna að þeir
væru að koma, í staðin fyrir að óska eftir því, eins og siðlegt er,
en þeir vita náttúrlega ekkert um hvað er siðlegt eður ei.
Fréttavefurinn hefur eftir Sheetrit, sem verður sendur til Belgíu,
að hann skilji ekki hvers vegna heimurinn sé á móti aðgerðum
Ísraelsmanna á Gasa. Enginn ætti að kvarta við okkur yfir
eyðileggingunni á Gaza, heldur ættu þeir að tala við Hamas.
Við hverju búast þeir? Að hús verði reist á stríðstíma?"
Ég taldi mig nú nokkuð vita hvað siðleysi er, en drottinn minn
dýri, þessi yfirlýsing keyrir nú alveg um þverbak.
Alþjóðasamfélagið verður að stoppa þessi morð og það ekki
seinna enn í gær.
![]() |
Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
16.1.2009 | 20:17
Hauskúpan.
Einu sinni var tekin gröf í kirkjugarði nokkrum, og kom
upp mikill gröftur. En eins og vandi er, var hann látinn
niður með kistunni. Um nóttina dreymdi konu
Kirkjubóndans, að kvenmaður kæmi til hennar; Hún
Kvað:
,,gengið hef ég um garðinn móð,
gleðistundir dvína,
hauskúpuna, heillin góð,
hvergi finn ég mína."
Síðan lét konan leita, og fann hauskúpuna fyrir utan
Kirkjugarðinn, er hundar höfðu borið út úr honum,
meðan beinin lágu uppi, án þess því væri veitt eftirtekt.
Konan lét jarða kúpuna og svaf síðan í næði
**************************
Jæja á sunnudaginn er bloggvinahittingur á Akureyri og læt
ég það eigi eftir mér að fara, veit hvað það mundi kosta heilsuna.
Ég byrja á að taka þetta lyf í kvöld sem á að hafa áhrif á
taugaendana, bara vonandi því þá get ég hætt að fara á svona
Íbúfen kúra, eða vonandi. Ég þoli ekki að taka svona verkjalyf,
finnst alveg nóg að þurfa að taka þessi blessuð hjartalyf.
En þetta nýa lyf trappar maður upp í fullann skammt á nokkrum dögum,
það er að segja ef ég fæ ekki aukaverkanir sem ég trúlega fæ
ofnæmispúkinn sem ég er.
Hér fáið þið eina góða eftir hana Ósk.
Munaður.Gert á þeim tíma þegar Jóhanna Sigurðardóttir
andskotaðist sem mest út af spillingunni í
bankakerfinu.
Ég elska að lifa og leika
laxinn að veiða og reika
um ókunna strönd
og allskonar lönd,
upphefst þá öfundin veika.
Þú mátt ekki veiða eða veita
vinunum tár eða leita
á fallega strönd
með frúna við hönd,
en hver myndi kræsingum neita.
Að stöðunni stærri og meiri
stefni ég ótrauð og keyri
svo Jóhönnu á
þá jaðrana má
og lifi svo flott eins og fleiri.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Vonandi er þetta búið í bili.
16.1.2009 | 08:53
stundum kviknar hann við aðstæður sem erfitt er að eiga
við, en ætíð er maður fegin er engin slasast eða deyr.
Það er erfitt að missa allt sitt, en fólk má þakka fyrir að
halda sínum.
Guð veri með fólkinu sem bjó þarna.
*****************************
Eins og þið sjáið þá er ég komin á fætur og það fyrir þó nokkru.
það er föstudagur í dag kæru vinir og margir að komast í
helgarfrí. Njótið þess vel með fjölskyldunni.
![]() |
Stórbruni á Klapparstíg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir Svefninn.
15.1.2009 | 21:59
,, Skemmtilegt er myrkrið."
Í fyrndinni og allt til vorra daga var það landssiður
að vaka yfir líkum, og var það oftast gjört við ljós,
ef nótt var eigi albjört. Einu sinni dó galdramaður
nokkur, forn í skapi og illur viðureignar; vildu fáir
verða til að vaka yfir líki hans. Þó fékkst maður til
þess sem var hraustmenni mikið og fullhugi að
því skapi. Fórst honum vel að vaka.
Nóttina áður en átti að kistuleggja, slokknaði ljósið
litlu fyrr en dagur rann.
Reis þá líkið upp og mælti: ,, Skemmtilegt er myrkrið":
Vökumaður svaraði: ,, Þess nýtur þú ekki"!
Kvað hann þá stöku þessa:
,,Alskínandi er nú fold
út er runnin gríma.
Það var kerti, en þú ert mold,
og þegiðu einhvern tíma".
Síðan hljóp hann á líkið og braut það á bak aftur.
Var það síðan kyrrt, það sem eftir var nætur.
*********************
Já merkilegt, galdramenn voru nú ósköp líkir fyrr á öldum
allir voru þeir illir, skapvondir og létu ófriðlega á líkbörum.
Hvar eru galdramenn nútímans?
Mér er bara spurn.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Baráttukveðjur Ingibjörg.
15.1.2009 | 17:49
Það er ævilega leiðinlegt er fólk veikist, sér í lagi er þegar
leiðindakvilli bankar upp á hjá fólki.
Hann er víða og erfiður er hann.
En ég tel hana hafa verið ofur duglega að takast á við
landsmálin eins og á stóð hjá henni, enda á hún ekki langt
að sækja dugnaðinn.
Ég sendi Ingibjörgu Sólrúnu og hennar fjölskyldu kærleik,
bjartsýni og orku.
![]() |
Ingibjörg Sólrún lengur frá en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Of löng bið.
15.1.2009 | 07:48
Fá bata við þvag- og hægðaleka.
Á fjórða hundrað konur bíða nú eftir aðgerð á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði vegna þvag- og hægðaleka, blöðrusigs og annarra siga í grindarbotni sem eru oftast afleiðingar eftir fæðingar. Biðtíminn er frá nokkrum mánuðum upp undir eitt ár.
Það er bara allt of langur biðtími, hvað haldið þið að þetta
kosti konu sem er með svona kvilla, jú heilmikið því hún
þarf að ganga með dömubindi allan sólarhringinn.
Þau kosta sko sitt og fyrir utan óþægindin sem er af þessu.
Fyrir um 20 árum þorði enginn að segja frá því að hann væri með þvagleka. Þetta var dulið vandamál og flókið og kom aldrei upp á yfirborðið. Margir læknar vissu heldur ekki að hægt væri að lækna þetta. Nú fjölgar þeim sem koma vegna vandans. Mér finnst eins og það sé vaxandi þekking á þessu vandamáli þótt fólk beri það ekki endilega mikið á torg," segir Gunnar Herbertsson kvensjúkdómalæknir og yfirlæknir á handlækningadeild St. Jósefsspítala.
Já það er synd að konur skuli ekki þora að koma fram og
tala um þessi mál, þetta er nú bara eins og hver annar kvilli
sem maður fær.
Ég fékk svona 23 ára eftir fæðingu, fór ég bara til besta læknis
ever, Jónasar Bjarnasonar hann var einmitt starfandi
kvensjúkdómalæknir við ST. Jóseps í Hafnafirði og reddaði
hann þessu.
Hann telur að fjöldi þeirra sem glíma við vandamál í grindarbotni sé miklu meiri en komið hefur í ljós.
Í Bandaríkjunum er talið að 60 til 70 prósent kvenna á aldrinum 25 til 65 ára geti verið með einhver vandamál í grindarbotni, að því er Gunnar greinir frá.
Það kemur bara viss fjöldi þeirra til skoðunar og meðferðar. Margar vita ekki af því að hægt er að fá hjálp," tekur Gunnar framÞá hafið þið það konur það er hægt að fá bót.
Annars er ég bara nokkuð góð í dag, nema er lítið
búin að sofa vegna magaverkja, þetta er víst að ganga.
Ljós og kærleik í daginn ykkar
Milla.

![]() |
Fá bata við þvag- og hægðaleka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn.
14.1.2009 | 22:11
kannski ég segi frá deginum í dag.
Í morgun fór ég í þjálfun, fyrst sóttum við Viktoríu Ósk
ókum henni í skólann síðan í þjálfunina með mig, Þjálfarinn
minn var þá búin að tala við lækninn og spyrja og spjalla við
hann um vandræðagepilinn, "MIG" Þjálfarinn tjáði honum það
sem hann reyndar vissi að mér liði ekki vel með að taka Íbúprofen
hvort það væri ekki eitthvað annað sem hægt væri að prófa
sem virkaði betur á taugaendana, jú það væri hægt að prófa það.
Nú hjá þessum þjálfara starfar sænskur þjálfari sem er sér lærður
í einhverri tækni sem ég man ekki hvað heitir,
hann bauðst til að sjá hvort ég þyldi þessa meðferð og fékk ég tíma
hjá honum á þriðjudaginn.
Símatíma fékk ég hjá lækninum á föstudag svo nú fer þetta vonandi
að ganga, en geri mér fulla grein fyrir því að þessi tæknimeðferð sem
ég vonandi er hæf til að fara í kemur ekki bara sí svona, en ég er
öllu vön og þolinmæði mín er mikil.
Ég lagði mig um miðjan daginn, svaf í 3 tíma nú hér var svo eldaður
pottréttur, grænmetisjukk og pasta fyrir þá sem vildu,
Þau komu í mat Milla, Ingimar og Aþena Marey.
Viktoría Ósk var á skíðum og er hún kom heim var hún svo þreytt að
hún nennti ekki að koma yfir í mat.
Nú er Gísli minn búin að ganga frá í eldhúsinu og sestur í 10 fréttir.
Við förum svo að halla okkur í rúmið, að sofa, nei ég mynntist eigi
á þaðHvaða hvaða.
Í allri Víagra umræðunni var alltaf
talað um kostina fyrir karlmanninn.
Einhverja könnun hér ætti að vinna
hvort aukningu konurnar beri.
Það er lítið að gera með stóðhesta stinna
ef til staðar er engin meri.
Völvan spáði því að dauðsföll yrðu á
árinu að völdum Viagra.
Að lifa með dapurt og lafandi skott
til lengdar er mikill bagi.
Og finnist þá ef til vill andskoti gott
að andast úr reiðarslagi.
Þessar eru eftir hana Ósk og þær eigi af verri endanum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Hef nú eigi heyrt annað eins.
14.1.2009 | 13:53
Graham Stringer, þingmaður breska Verkamannaflokksins hefur lýst því yfir að hann telji lesblindu vera tilbúning sem menntakerfið hafi fundið upp til að breiða yfir lélegan árangur í lestar- og skriftarkennslu. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Er ekki maðurinn með öllu mjalla, finna upp til að afsaka
lélegan árangur, það væri nú ljóta ásökunin á blessuð börnin
sem í hans huga eru ekki með lesblindu.
Í grein sem birt er í blaðinu Manchester Confidental segir Stringer að eyða eigi lesblinduiðnaðinum með því galdravopni að kenna börnum lestur og skrift með aðferð sem byggir á greiningu hljóða. Þá segir hann að lesblindu hafi þegar verið útrýnt í Vestur Dunbartonshire þar sem ólæsi hafi verið eytt með umræddri aðferð.
Hann ætti kannski að senda fólk út um allt til að kenna þessa
nýu tækni og mikið væri nú gott ef satt væri, en því miður trúi
ég þessu ekki, þetta væri þá löngu komið.
Sé lesblinda raunveruleg þá væri ekki mögulegt að ná fram allt að 100% læsi í löndum sem eru jafn ólík hvort öðru og Níkaragua og Suður-Kórea," segir hann. Það getur ekki verið nein rökfræðileg skýring á því hvers vegna slíkt heilkenni sé jafn algengt í Bretlandi og haldið er fram en ekki í Suður-Kóreu og Níkaragua."
Eru nokkuð þau börn í skóla í Níkaragua eða Suður Kóreu sem
eru með lesblindu?
Veit hann ekkert um þessi lönd?
Stinger segir jafnframt að menntakerfið hvetji til slælegs árangurs í lestri og skrift, m.a. með því að veita slíkum nemendum meiri tíma í prófum en öðrum nemendum. Þá segist hann ekki geta sætt sig við að samfélagið líti á ólæsi sem eðlilegan hlut.
Það er eins og ég taldi maðurinn er ekki með á öllum.
Hver sættir sig við ólæsi,engin.
það er bara eigi svo langt síðan var farið að taka á þessum
málum, þeir sem ekki gátu lesið voru bara tossar, en sem
betur fer þá er komin skilningur fyrir þessu núna, en samt
eigum við langt í land.
Þarna fer hann nú alveg með það þessi spjátrungur, það
kæmist enginn svo langt í skóla sem að verða tannlæknar,
kennarar, verkfræðingar eða lögreglumenn nema að kunna að
lesa og skrifa.
Er það ekki annars rétt hjá mér???
![]() |
Segir lesblindu afsökun menntakerfisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þjóðsögur og munnmælasögur.
14.1.2009 | 06:38
Hér fyrr á öldum, var ævilega haldinn upplestur á kvöldum.
stundum úr þeim bókum sem til voru eða það voru sagðar
munnmælasögur, það er sögur sem gengu á milli manna og
urðu sumar hverjar af þjóðsögum.
Feitasti bitinn þótti vera er förufólkið bar að garði, dvaldi það
þá iðulega dá-nokkra daga og sagði sögur sem það hafði lapið
upp á hinum ýmsu bæjum.
Voru þær að sjálfsögðu ýktar mjög og eftir því sem förufólkið var
trúverðugt í sínum ýkjum fékk það að vera lengur, eins ef það
hafði skemmtilega frásagnargáfu.
Til dæmis þær sögur og vísur sem ég hef verið að færa ykkur úr
Íslenskri fyndni, má örugglega mínusa um helming, en fjandi
eru þær skemmtilegar.
Í gærkveldi er ég var að fara að sofa, glaðvaknaði ég við þá hugsun
hvernig ætli framtíðar förusögurnar verði?
Jú þótt trúlega við aldrei förum aftur til þeirra fortíðar að í torfbæjum
búa þá verða förusögurnar ætíð til.
Þær verða nú örugglega færðar í skemmtilegar sögur af þeim sem
gaman hafa af að segja til.
Við vitum nú líklegast hvernig þær verða, jú, um fjárglæframenn,
útrásarsnillinga, bankamenn, stjórnmálamenn/konur, Gala og
glimmer, hástéttir og annað það hyski sem nú hefur komið þjóðinni
á kaldann klakann.
Og það verður lágstéttin sem segir frá að vanda, í gegnum aldir.
Það verður gaman fyrir barnabarnabörnin okkar að hlusta á þennan
ósóma, ef landið verður þá búið að rétta úr kútnum við skulum athuga
það að hástéttinni gæti bara fundist svo flott að trjóna enn hærra en
það gerir í dag að það haldi bara þessum aðstæðum, en hjálpi mér
nú er víst minn hugsunarháttur komin aftur í fornöld.
Eigið góðan dag kæru vinir
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn
13.1.2009 | 19:58
Enn einu sinni kem ég með smá úr
bók Jóns Árnasonar Draugasögur.
Veggjaútburðurinn.
Maður var á reið á ásunum hjáSíðumúla í Hvítársíðu.
Hann vissi ekki fyrri til en útburður kom að honum og
segir:
,,Veggja- Sleggja heiti ég;
á migGeir ogGunna;
á bak mun ég fara
og bráðla ríða ."kunna
Hljóp hann þá upp á lendina á hestinum og sligaði
hann.
Þessa vísu er og sagt að útburður hafikveðið; en ekki
vita menn, hve drög til hennar liggja:
,,Er égskjóttur eins og valur,
undirförull eins og kjói;
Föðurland mitt er Flókadalur,
fæddur er ég á Mói."
,,Þú átt eftir að bíta úr nálinni."
Galdramaður er nefndur, sem Finnur hét; hann var svo
forn og illur í skapi, að allir voru hræddir við hann. Þegar
hann dó, vildi engin, hvorki karl eða kona, verða til þess
að líkklæða hann og sauma utan um hann.
Þá varð kvenmaður einn til þess að reyna það; komst
hún ekki nema hálfa leið og varð svo vitstola.
Þá gaf önnur sig til, og gaf hún sig ekki að því, hvernig
líkið lét. Þegar hún var nærri búin, sagði Finnur:
,, Þú átt eftir að bíta úr nálinni". Hún svaraði:
,, Ég ætlaði að slíta, en ekki bíta, bölvaður".
Sleit hún síðan nálina frá, braut hana í sundur og stakk
brotunum í iljar líkinu. Er þess ekki getið, að hann gjörði
neinum mein framar.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Á þessum tíma dags, verum vakandi.
13.1.2009 | 14:12
Ég er nú ein af þeim sem hef ekið barnabörnum til skóla
snemma á morgnanna og verð ég að segja að þessar elskur
eru svolítið utan við sig svona nývöknuð og þess vegna tel ég
að það sé hlutverk okkar að fara afar gætilega og huga vel að litlu
ungviðunum okkar.
Því háttar þannig til hjá okkur að aðkoman að skólanum er afar opin
björt og aðgengileg bæði bílum og börnunum og svo er lögreglan á
vakt við skólann á hverjum morgni og það hefur kennt þeim sem
eru ævilega að flýta sér að hægja smá á.
Einnig er það þannig að við ökum upp að hleypum börnunum út og
þeir bílar sem á eftir eru bíða engin er með framúrakstur á þessari
hringkeyrslu því við tökum tillit.
Sá því miður svolítið annað við einn skóla sunna heiða sem ég ók barni í
smá tíma og er ég undrandi á því eigingjarna ökulagi sem þar átti sér stað.
Verum með augun opin fyrir litlu ungviðunum okkar,
hugsum ekki bara um okkur sjálf.
Gleði í daginn
Milla
![]() |
Ekið á barn við Hólabrekkuskóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
12.1.2009 | 20:49
Já það er umhugsunarefni, Hvað? jú þetta ástand í landinu.
flest fólk básúnast, reiðist, úthúðar á allan handa máta öllum
þeim sem heita eitthvað í þessu landi, þar hef ég eigi verið nein
undantekning og þó.
Ég vill breytingar, nýtt blóð, réttlæti, sannleika og guð má vita hvað,
ég er meðfylgjandi mótmælum, en ekki skemmdarverkum því þá erum
við eigi betri en þeir sem eru búnir að rýja okkur inn að skinni.
Sannleika, hann fáum við aldrei, réttlæti vonlaust, þeir geta ekki upplýst
okkur í þessum efnum því allir eru þeir innviklaðir í sorann.
Og við megum þakka fyrir ef þeir ná að bjarga málum svo fyrir horn
að það fari ekki bara allt á hausinn.
Nýtt blóð í stjórn þessa fagra lands, já það er undir okkur komið,
en við fáum engu áorkað með reiðinni.
Notum áræðnina í okkur til framfylgni við það sem við viljum, því
reiðin gerið ekkert nema illt og ef okkur lýður illa og erum reið þá
gerum við eigi neitt af viti.
Svo skulum við huga að því að þótt við meðal ljónin höfum ekki haft vit á því
hvað var að gerast og eigi leitt hugann að því í einfeldni okkar.
Þá berum við svolitla ábyrgð, við létum blekkjast af gylliboðum bankanna.
Eitt er víst að í dag herða bara bankarnir ólina þeir hlífa okkur ekki
þó vextirnir hafi hækkað lánin um helming eða meira.
Nú er það búið að vera og við þurfum að huga vel að okkar málum
gerum það og gerum það með reisn, fyrir okkur og okkar fólk
engan annan.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta gengur ekki.
12.1.2009 | 09:40
Öryggi fæðandi kvenna stefnt í hættu.
Stjórn Hjúkrunar- og ljósmæðraráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands telur breytingar á skipulagi og niðurskurður á þjónustu á HSu stefna öryggi fæðandi kvenna og annarra íbúa svæðisins í hættu. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar
Ráðið harmar þann niðurskurð sem stofnunin stendur frammi fyrir og þá skerðingu á þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar sem íbúar á þjónustusvæði hennar þurfa óhjákvæmilega að horfast í augu við. Telur stjórn Hjúkrunar- og ljósmæðraráðs HSu að með því að leggja niður vaktþjónustu á skurðdeild HSu sé öryggi fæðandi kvenna og annarra íbúa svæðisins hér stefnt í hættu. Öllum er ljóst sú mikla slysagildra sem Suðurlandsvegar er og tíðari ferðir fólks til að leita sér læknis- og fæðingarþjónustu í Reykjavík felur óneitanlega í sér aukna hættu auk þess sem hluti hans er fjallvegur, þar sem allra veðra er von og færð oft slæm eða með öllu ófært," segir í ályktun stjórnar
ráðsins.
Tek undir þetta heilshugar og verður þetta sama sagan
um land allt, nema á stór-Reykjavíkursvæðinu.
Ég bý á Húsavík og allar konur eru sendar héðan til
Akureyrar í fæðingu. hér er nú samt opin skurðstofa, en
líklegast má ekki kalla út fólk eftir klukkan þrjú á daginn.
En hugsið ykkur konu í barnsnauð sem býr á Þórshöfn
á Langanesi, henni er púttað í sjúkrabíl og ekið til
Akureyrar. Yfir vetrartímann í vondu veðri tekur þetta
um það bil 5 tíma, minnir mig það leiðréttir mig einhver
ef þetta er eigi rétt.
Það er að segja ef það er fært.
Og hvað með aðra þá sem þurfa bráðameðferð?
Stjórn ráðsins segist skilja að spara þurfi í heilbrigðisgeiranum en það sé hins vegar algjörlega óásættanleg ráðstöfun að svipta HSu getu til að halda úti fæðingarþjónustu með vanhugsuðum og skammsýnum sparnaðaráformum. [U]ndrast ráðið hversu hljóðir þingmenn kjördæmisins hafi verið um þetta mál og lítið beitt sér til að stöðva þessa aðför að heilbrigðisþjónustu svæðisins."
Ég veit og skil og hef séð að það þarf að taka til í geiranum,
en það má eigi gerast á þennan hátt.
Það vantar hæft fólk til að halda utan um þennan geira
og það er ekki auðvelt, það veit ég en smærri einingar innan
sjúkrahúsanna mundu kannski gera gæfumuninn.
Þingmenn halda bara kjafti því það er búið að segja þeim það.
Og þá hlýða þeir eins og góðum peðum sæmir, þeir eru nú bara
peð eins og við, en munurinn á þeim og okkur er sá að við þorum.
![]() |
Öryggi fæðandi kvenna stefnt í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
11.1.2009 | 21:37
Helltu út úr einum kút.
Einhvern tíma voru tveir kunningjar, annar ungur, en hinn
aldurhniginn; er svo sagt, að hann væri ölkær, og hafi hinn
yngri lofað honum í veizlu sína. En áður en hún yrði haldin,
dó hinn gamli maður. Var hann grafinn á hinum sama kirkjustað
og hinn kvæntist, og var veislan haldin á Kirkjustaðnum.
Um nóttina dreymdi brúðgumann, að vinur sinn kæmi til sín
og kvað:
,, Helltu út úr einum kút
ofan í gröf mér búna;
beinin mín í brennivín
bráðlega langar núna."
Hann fór á fætur og hellti úr fjögra potta kút yfir leiði vinar síns
og dreymdi hann eigi framar.
Góða nótt kæru vinir og sofið rótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þetta gengur nú bara ekki.
11.1.2009 | 15:11
Klukkan er að verða þrjú og ég búin að vera að væflast síðan
ég vaknaði eitthvað um hádegið. Drattaðist aðeins í tölvuna
er ég vaknaði síðan kallaði einhver engill; " KAFFI"!!! Ég í það.
síðan í bað hlustaði með öðru á Egil, eða réttar sagt þá sem
þar komu fram leist nú bara nokkuð vel á þetta með
Breiðfylkinguna fram til sigurs og mun styðja hana blákalt.
Hörður Torfa er nú bara snillingurinn það verður aldrei af honum
skafið.
Áður en Egill byrjaði hlustaði ég reyndar bara aðeins á restina
af viðtalinu við konu, Sendiherra Ísrael og var hún nú ekki á því
að á kæmist friður, sko sem slíkur, en væri gott ef það væri hægt
að koma því þannig fyrir í framtíðinni að saklausir borgarar yrðu
ekki fyrir árásum, en ég túlkaði hennar augnaráð þannig að hún
meinti ekkert með þessu.
Þeir búa bara til einhverjar ástæður til að freta allt niður sem
nærri þeim er.
Og þar á ég við allan þann heim sem í styrjöld er.
Ógnar manni eigi ástandið? Nú meina ég hér heima.
Sko ég er ætíð að komast að því betur og betur að þeir sem yfir
landi voru eiga að heita ráðamenn, telja okkur þegnana svo
vitgranna að þeir geti matað mann á hverju sem er.
Þeir þykjast vera að spara þarna og hagræða á hinum staðnum,
en er upp er staðið þá kostar þetta fjandans brambolt ennþá
meiri peninga.
Segja ykkur eina góða um skuldara sem taldi skuldhafann svo
heimskan að er skuldhafinn bauð honum að fara í bankann og
skuldbreyta, vegna þess að hann var komin í vanskil, og borga
minna á mánuði. ( Þetta var einkabréf)
Þá sagði skuldarinn: ,, Nei það er ekki hægt ég er búin að fara í
bankann,útibústjórinn neitar að skuldbreyta nema ég hafi veð.
Hafið þið á æfi ykkar heyrt annað eins, það er á skuldhafans
ábyrgð hvort hann fer fram á veð eða ábyrgðarmenn hjá
skuldara, en svona er þetta hjá ráðamönnum þeir halda að þeir
geti matað okkur á öllu og við eigum að trúa . Nei og aftur nei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
10.1.2009 | 21:56
Brúsahaugur.
Brúsahaugur er hjá Brúsastöðum í Vatnsdal.
Þar fór einu sinni maður að grafa í, og þegar hann hafði
grafið einn dag, dreymdi hann um nóttina, að maður kom
að honum, mikill og illilegur, og bað hann hætta að rjúfa
hauginn, ella skyldi hann verra af hafa.
Um morguninn vaknaði maðurinn og mundi drauminn, en
gaf sig ekki að því og fór að brjóta hauginn. Nóttina eftir
dreymdi hann sama mann og áður og var þá miklu ógurlegri
en fyrr og hótaði honum öllu illu, ef hann hætti nú ekki við
hauginn. En maðurinn fór hinn þriðja dag til haugsins og
hirti ekki um drauminn heldur en fyrr.
Var þá moldin fallin niður í gryfjuna, og svo hafði líka verið
hinn fyrra lag. Gróf hann þá allan daginn til kvölds, og var
þá komið að viðum. Hætti hann þá við, því nótt var komin.
En um nóttina vaknaði fólkið á bænum við það, að maðurinn
ætlaði að hengjast og var dregin ofan úr rúminu og varð
ekki vakinn fyrr en hann var kominn út.
Eftir þetta hætti maðurinn við að rjúfa hauginn,
og hefir enginn reynt það síðan. en austan við Brúsahaug
sjást enn í dag mannvirki.
*********************
Já þeir eru viða hólarnir, haugarnir og Þúfurnar.
sem ber að varast og bera virðingu fyrir.
Okkur Gísla var boðið í mat til Millu og Ingimars í kvöld að vanda
var æðislegur matur. Steikt læri, grænmeti gljáð á pönnu með
mexicana osti, kartöflur og æðisleg sósa með, þetta var himneskt.
Ljósálfurinn minn hjálpaði til, hún hefur eldamennsku í genunum og
er það nú ekkert skrítið. litla ljósið skoppaðist að vanda.
Nú það var frekar leiðinlegt veður er við fórum en ég labbaði næstum
þurrum fótum inn er við komum,tveim tímum seinna mátti moka og moka
svo ég á hækjunni kæmist út í bíl, ekki tók nú betra við hér heima við hús
það var kominn þessi líka myndarlegi skaflinn og varð Gísli minn að moka
frá til að koma bílnum upp á bílaplanið og koma mér inn það tok nú ekki
nema smá tíma því þessi elska heldur að hann sé bara tvítugur og mokar
eins og slíkur.
Nú hann er að spá miklum kulda og bara leiðindaskít hér norðan heiða
næstu daga svo ég hugsa að ég fari ekki mikið út á næstunni.
Hér koma nokkur gullkorn frá henni Ósk.
Í D.V. var sagt frá því að vændi væri
stundað hér á landi og hefðu sumar
konur góð laun í þessu starfi.
Auðlind mína illa ræki
aulabárðum lík.
Ég sit á mínu sómatæki
seint verð af því rík.
Þegar Friðrik Steingrímsson heyrði
þetta taldi hann mig vera orðna of
seina, "Komna á síðasta söludag".
Svo ég svaraði.
Hvað veist þú um kraft og lag
i hvílubrögðum mínum.
Þú greinir ei síðasta söludag
á seiðandi gömlum vínum.
Hann svaraði að '50 hefði
kannski verið í lagi. Mér fannst
hann enn vera að misskilja
svo ég sagði.
Mína árgerð má ég letra
margir þrá og viljaða.
Þeim mun eldra, þeim mun betra
þú mátt fara að skiljaða.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)