Hafnfirðingar standið ykkur!
10.1.2009 | 15:11

Ég fylltist stolti er ég þessa mynd augum leit.
Hafnfirðingar ætla að standa á sínu.
Húsfyllir er nú á borgarafundi í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, sem hófst fyrir stundu. Yfirskrift fundarins er Stöndum vörð um starfsemi St. Jósefsspítala og framtíð heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði," en sú ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hætta starfsemi St. Jósefsspítala í núverandi mynd hefur vakið hörð viðbrögð bæjarbúa.
Gunnhildur Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur setti fundinn sem hófst kl. 14. en meðal framsögumanna eru Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, Lúðvík Geirsson bæjarstjóri og Almar Grímsson bæjarfulltrúi. Þá taka einnig til máls Ragnhildur Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur, Almar Grímsson bæjarfulltrú og Kristín Gunnbjörnsdóttir formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði. Að loknum framsögum verður mælendaskrá opnuð.
Fundurinn er haldinn að frumkvæði áhugamannahóps um framtíð St. Jósefsspítala. Bæjarbúar voru hvattir til að fjölmenna og virðast hafatekið þeirri bón vel miðað við þéttsetinn bekkinn.
Ég sem er alfarið á móti þessum tilfæringum, svo ég
tali nú ekki um ef á nú að einkavæða allan heilbrigðis geirann.
Fari það nú í kalda kol sú ákvörðun sem er að sjálfsögðu undir rós
enn um stundir.
Vona bara að þessi mótmæli fari inn fyrir skinnið á þessum háu herrum
sem þykjast allt vita betur en aðrir.
Gangi okkur öllum vel í þessari baráttu og það þurfa allir að taka þátt.
![]() |
Fullur salur í Hafnarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hádegisröfl.
10.1.2009 | 13:36
Ég er nú farin að skilja þá sem hafa hrósað því að fá að
sofa út og vera latir, þetta er nú eigi að verða neitt eðlilegt,
maður vaknar eldsnemma að vanda fær sér hressingu og
meðulin, hér fyrir jól fór maður svo rakleitt í tölvuverið og
bloggaði smá og leitaði eftir nýjum fréttum, en núna skríður
maður bara aftur upp í sitt notalega rúm og steinrotast um leið.
Og viti menn maður vaknar svona undir hádegi og teygir úr sér
og hugsar, ég nenni nú ekki á fætur, enda til hvers? brjálað veður
og svo notalegt að kúra undir sinni yndislegu dúnsæng með Neró
til fóta. Gísli var reyndar farin úr rúminu og ég heyrði í honum á baðinu.
Dormaði eitthvað, allt í einu heyri ég í sjónvarpinu og látið ekki líða yfir
ykkur, það var Leiðarljós þeir voru að endursýna Leiðarljós þessa líka
velluna hélt að það ætti að vera frekar eitthvað barnaefni, nei klukkan
var víst orðin 11 og þá er víst barnaefnið búið.
Minn maður var fljótur að slökkva á sjónvarpinu.
Drattaðist framúr í sjæningu smá ab mjólk og svo var sett í heilsubrauð
gat nú ekki verið án þess öllu lengur, en fjandi tók það á þótt alla hjálp ég
fengi sem Gísli minn gat veitt mér, en ég verð ætíð að elta deigið, en það
geri ég með hendinni ofan í hnoðskálinni það er betra að nota Höndina
heldur en sleif, kannski er ég bara svona gamaldags.
Núna er það í ofninum Gísli fór að ná í blaðið og fá sér smá yfirlit yfir bæinn.
En ég var að tala um sjónvarpið, hef nú aldrei verið mikið fyrir það, en
góðir voru þeir að skella á nefskattinum, nú geta þeir bara haft þetta
eins og þeir vilja við þurfum hvort eð er að borga þó aldrei horfum.
Gísli minn var að renna í hlað og Veðurguðinn er að koma með arfa vitlaust
veður, svo best bara að hella sér á könnuna og fá sér eitthvað sem á að
heita hádegissnarl með og horfa síðan á eina góða á DVD.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er þetta nú bara eðlilegt?
9.1.2009 | 16:33
Þetta er leiðinda væll, eða þannig. Sko síðan fyrir jól
er ég búin að vera á hækjunni, allt í lagi með það, er
öllu vön, en núna er ég öll að koma til þó ekki alveg
búin að sleppa viðhaldinu og fer ekki í búðina eða bara
nokkurn skapaðan hlut, Gísli minn sér um þetta allt
nema ég þurrkaði og pússaði svolítiðí stofunni og
svona út um allt í gær.
varð nú aðeins að snurfusa þið vitið hvernig allt er eftir jólin.
Núna er elskan mín búin að fara 3 ferðir niður í búð því
ég man alltaf eftir einhverju sem mig vantar og gleymdi
að skrifa á miðann.
Við ætlum nefnilega að hjálpast að gera heilsusúpu í kvöld
það hlýtur að hafast. Ég veit að ég hlýt að vera afar erfið,
og kannski er þessi elska bara fegin að komast út þó það
séu 3 ferðir í sömu búðina, hann er nú bara búin að róbóta
allt húsið og skúra yfir skipta um mottur og í gær var búið
að skipta á rúmunum þvo allt tau og undirbúa að það væri
hægt að taka gólfin það eru sko seríuóníur í minni.
Litla ljósið kom í heimsókn áðan og erum við búin að drekka
kaffi saman síðan horfði hún á það leiðinlegasta ever sem
ég veit um Mr. BEAN.þá kem ég að kjarna málsins að ég
hefði sko eigi sinnt tölvunni minni sem skyldi þessa daga
sem ég hef verið sem verst á hækjunni eða eigum við að kalla
þetta sjálfsvorkunnarferli? Mér hættir til að kalla svona ástand
því nafni því iðulega hefur það hvarfað að mér að af stórum hluta
viðhöldum við ástandinu með hugsun, Já en um hvað?
Jú því sem angrar hvern og einn í það og það skiptið, en að
sjálfsögðu á þetta ekki við um alla eins og þið skiljið.
Sum okkar vita að það er bara ekkert hægt að gera og vilja ekki
sjá þá leið, en aðrir átta sig á því að maður getur gert heilmikið
sjálfur og sem betur fer hef ég nú haft þá vitneskju oftast er mín
veikindi hafa komið upp á sem eru nú ekki alvarleg þó þau hefti
mig á stundum.
En endilega munið að ævilega er hægt að gera heilmikið sjálfur.
Og lokksins er ég ákvað að ég ætlaði að sinna hugðarefninu mínu
tölvunni smá, þá elskurnar mínar fyrirgefið að ég skuli nota þann
tíma til að röfla.
En maður verður einnig að gera það.
Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn.
8.1.2009 | 20:47
Áfram með smá draugalegar þjóðsögur.
Þessi er úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Þúfan.
Á kotbæ einum vestur í Staðarsveit skammt frá Búðum er
fólgið fé í þúfu einni í túninu.
Þúfuna má ekki slá; því ef svo er gjört, stendur þar ólán af.
Kaupmaður einn á Búðum heyrð'i þetta og vildi reyna, hvað
satt væri um þúfuna. Einn góðan veðurdag fer hann til bæjarins
og hafði með sér nokkra menn.
Ætlaði hann að grafa upp þúfuna, og var hann þó beðinn að
gera það ekki. Stakk hann þá sjálfur upp þrjá hnausa, því
enginn vildi gjöra það, en hann hélt að sér mundi ekki verða
slíkt að meini. En í sama bili líður yfir kaupmann, og lá hann
stutta stund í óviti. Þegar hann rankaði við, stakk hann en
upp nokkra hnausa. Fór það á sömu leið, að yfir hann leið,
og lá hann mun lengur í öngvitinu en hið fyrra sinn.
Ekki lét hann þetta á sig bíta, og hvað sem hver sagði,
fór hann enn til í þriðja sinn. Var þá liðið á dag. En þegar
hann var búin að stinga upp þrjá hnausa enn, féll hann í
þriðja sinn í öngvit og var það miklu ógurlegast.
Var hann borinn heim eins og dauður og rankaði eigi við
fyrr en morguninn eftir. Vildi hann þá eigi reyna framar
á þetta, enda voru þá allir fúsastir á að hætta og voru
hnausarnirlagðir niður, og hefur enginn hreyft við hrúgunni
síðan.
***********************
Um ljóð Roberts Creeley
Fólk hnýtur
um óttann
við að falla. Ekki
Gleyma að hafa augun
opin
alltaf og
ganga
áfram. Haltu fast
í vonina um grunum ilminn af
blómi handan
sandanna ---
Árni Ibsen.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
7.1.2009 | 21:00
Í gærkveldi fór ég upp í rúm um 10 leitið, var ekki búin að hátta mig,
en komin í náttbolinn, dauðþreytt á að geta ekki sofið heila nótt án
þess að vakna oft yfir nóttina fyrir verkjum.
Fór að huga að yndislegum spilum sem ein góð vinkona mín gaf mér,
Var búin að skoða þau og lesa og dáðist ætíð meirr og meir af
fegurð þessara spila, leið ótrúlega vel og mér fannst ég vera verkjalaus
lagði spilin frá mér og ætlaði svo að fara fram úr og hátta mig, en viti menn
vissi ekki af mér fyrr en ég vaknaði í öllum fötunum í morgunn, var þá
enn þá svo þreytt að ég bar Gísla að ná mér í hjartameðölin, sofnaði aftur
og svaf til 10, fyrsta nóttin síðan fyrir jól sem ég sef svona vel.
Nú hef ég trú á því að þetta sé að koma, kannski losna ég við hækjuna
innan tíðar.
Var að segja frá því í gærkveldi er ég var að passa bræður mína og
sumum fannst ég hafa verið huguð eða dugleg.
Er ég var 10 ára þá er árið 1952 svo þið sjáið það var eigi mikið að
óttast á þeim tíma þó þetta hafi nú verið smá draugalegt.
Það voru líka bússtaðir allt í kring og í þeim fólk sem ég þekkti vel.
Svo var ég yfirleitt ekki hrædd við neitt
Hver dagur.Hver dagur
þér færi
gleði og gæfu
geislandi morgunsól.
Hver dagur
þér færi
farsæld og frið
fegurstu kvöldsól.Úr ljóðabókinni ljóðblik, 1993
Kristjana Emilía Guðmundsdóttir.Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn
6.1.2009 | 19:28
Ég hef líklegast verið um 11 ára, átti 3 yngri bræður,
Mamma og pabbi áttu sumarbústað við Elliðaárvatn og
einhverju sinni fóru mamma og pabbi af bæ, ég var að
passa bræður mína og hundurinn okkar hann Bambi
var hjá okkur, hann var Scheffer hundur alveg yndislegur.
Nú þeir voru sofnaðir bræður mínir, þetta var seinniparts
sumars svo það var komið myrkur en við vorum með rosa
flottan Alladín olíulampa sem logaði glatt á.
Allt í einu byrjaði Bambi að verða órólegur og stuttu síðar
heyrði ég svona högg utan í veggin sem sneri fram. Anddyrið
var býslag fyrir miðju húsinu og myndaðist svolítið skot sitt hvoru
megin við það, þaðan kom hljóðið.
Það ágerðist og Bambi varð órólegri og byrjaði að gelta, bræður
mínir vöknuðu og allt varð hringlandi vitlaust.
Eftir smá tíma hætti hljóðið og bambi hljóp um allt hús og kíkti út
um gluggana, kom til baka lagðist niður sallarólegur, við líka.
Þegar mamma og pabbi komu heim tjáði ég þeim þessa hræðilegu
draugasögu, en þau hlógu bara og knúsuðu mig, mamma sagði, er
við pabbi þinn komum heim var hestur inn á lóðinni, hann er komin
útfyrir núna svo ég fór bara róleg að sofa með Bamba mér við hlið.
Með öllu sem þú átt.
Ég fleygði steini í ljótan
vegg. Veggurinn brosti.
Ég fleygði steininum aftur og
fastar.
Næst kastaði ég steininum
af öllu afli með öllu
sem ég átti.
Þá hrundi veggurinn og
ég sá sólina og víðáttumikil
engi.
Ásgeir Hvítaskáld.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hugleiðingar mínar fyrri part dags.
6.1.2009 | 06:37
Vertakar sem hafa verið að vinna að uppbyggingu tónlistarhús
í Reykjavík undanfarna mánuði hafa lagt niður vinni, hafa eigi
fengið greitt í 3 mánuði. Skondið því ef við mundum eigi borga
okkar skuldir þá væri sótt að okkur, eða er það ekki.
Eitt er á tæru þó að dýrt sé að byggja þetta hús þá liggur
ýmislegt undir skemmdum þarna ef hætt verður nú.
Það þarf allavega að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.
***********************
Kaupþing búið að taka ákvörðun um að hefja málsókn á Breta,
Mikið var, eigi var tíminn orðin langur til stefnunnar, við skulum
vona að þeir klúðri þessu ekki.
Við bíðum bara róleg.
***********************
Ný lög um matvæli og þá þar með má fara að flytja inn hrátt kjöt
og annan varning frá útlandinu.
Höfum við efni á því núna á síðustu og verstu tímum að grafa
undan vorum bændum?
Allavega mun ég kaupa Íslenskt.
*************************
Fullt umboð til að verja auðlindir þessa lands, hvað er í gangi,
er ég að heyra rétt?
Hvaða auðlindir ætla þeir að verja kannski það sem þeir telja
sínar eigin eða jafnvel komið þeim undir sína vini
***************************
Spyr sá sem ekkert veit, en verð stundum svolítið undrandi.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Trúið þið á draugasögur?
5.1.2009 | 19:30
ÞAÐ GERI ÉG.
Fagrihóll.
Ekki alllangt frá Stykkishólmi er hóll sá, er kallaður er
Fagurhóll.
Í honum er sagt, að grafin séu auðæfi hins forna
Helgafellsklausturs.
Einu sinni var reynt að grafa í hólinn, og þegar
graftarmennirnir voru komnir býsna djúpt, sýndist
þeim Helgafellskirkja standa í björtu báli.
Hlupu þeir þangað til að slökkva eldinn.
Síðan var byrjað að grafa í annað sinn.
Þótti þeim þá sem vopnaðir menn kæmu upp úr jörðinni
og ógna sér dauða, ef þeir hættu ekki að grafa.
Eftir það fengust ekki innlendir menn framar til að grafa
í hólinn, svo þá voru fengnir til þess Danir, en sú tilraun
var árangurslaus.Draugasögur .
Jón Árnason.
*************
VoninVeistu
að vonin er til
hún vex
inn í dimmu gili
og eigir þú leið
þar um
þá leitaðu í urðinni
leitaðu á syllunum
og sjáðu
hvar þau sitja
lítil og veikbyggð
vetrarblómin
lítil og veikbyggð eins og vonin.
Þuríður Guðmundsdóttir.*******************************
Ég trúi á draugasögur sem eru í raun engar
draugasögur í mínum huga, trúi einnig á vonina,
en þú verður að láta vita um þá von sem þú býður eftir.
Ekki bíða lengur láttu vita.
Milla.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudags, ég veit eigi hvað.
5.1.2009 | 15:25
Eftir hálfsvefnlausa nótt fór ég fram um sex leitið og fékk
mér morgunmat og var svo þreytt að ég skreið upp í rúm
aftur, svaf til tíu sofnaði aftur og svaf til ellefu, þetta er sko
eigi líkt mér, Ó NEI.
Var svolítið lengi að koma mér í sturtu og bara að sjæna mig
yfirleitt, en það hafðist og þá beið Gísli minn með kaffi og ristað.
Þær hringdu úr þjálfuninni í morgun og Gísli sagði að ég ætti að
mæta klukkan átta í fyrramálið og er ég mjög glöð með það, þá
fer þetta vonandi að ganga svo að ég geti sleppt elsku hækjunni
minni. Elsku hækjan mín er bæði hækja í orðsins fyllstu og svo
Gísli minn sem ég get vart verið án þegar ég fer svona illa,
Dóra mín og englarnir hafa einnig hjálpað til hér yfir jólin.
og ekki má gleyma Millu minni og Ingimar.
Þið vitið samt alveg þau ykkar sem eruð með giktarelskuna að
það er eigi auðvelt fyrir okkur að þurfa hjálp bókstaflega við
allt, nema ég hef nú ennþá spjarað mig á klósettið, í sturtuna,
sit á klósettinu til að blása hárið, sit við að mála mig, get borðað
hjálparlaust, talað að vild og knúsað og kjassað, "Gísla?" Nei nei,
Barnabörnin, en hann Gísli minn hefur nú þurft að sitja á hakanum.
Hakinn er svo sem ágætur, það verður bara betra er honum verður
boðið að standa upp af honum
Svo kæru vinir þið lesið að ég hef eigi yfir neinu að kvarta, enda ætíð
sag að ég væri heppnasta konan á jörðinni.
Eigið góðan dag í dag.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
4.1.2009 | 20:46
Það er búið að vera óhugnanlega rólegt hér í dag.
Við sváfum til 11 dauðþreytt eftir að vera búin að stumra
yfir Neró litla veikum, hann sofnaði lokksins á milli okkar til fóta,
reyndar frekar nær afa sínum því hann veit að ég sparka frá
mér ef hann vogar sér að ýta í mig, skal segja ykkur að ég vill
sko hafa mitt pláss fyrir mig og ekkert múður með það.
Hér hefur engin komið allir í ofsaleti eftir jólin og við líka.
Borðuðum gljáðan fisk í kvöld með lauk og hinu og þessu
grænmeti, það var bara æði.
Verð að koma með þessa aftur, en hún er bara tær snilld.
Einu sinni þurfti ég nauðsynlega að ná
í mann en gekk það mjög illa, var
margbúin að hringja, biðja fyrir
skilaboð en ekkert gekk þó liðnir væru
einhverjir klukkutímar. Mér fór að
leiðast þófið og sendi þetta á faxinu
og það virkaði.
Mér finnst það andskotans helvíti hart
ef hunsar þú útgerðarfrúnna.
Nú kem ég og hengi þinn heilaga part
ef hringir þú seinna en núna.
Þessi er að sjálfsögðu eftir hana Ósk.Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Til hamingju Suðurnesjamenn.
4.1.2009 | 12:46

Norðurál á í viðræðum við fimm evrópska banka um fjármögnun álversbyggingar í Helguvík. Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta Norðuráls, vonar að þeim viðræðum og eins viðræðum orkufyrirtækja um fjármögnun ljúki á næstu mánuðum. Hann segir að töf á fjármögnun vegna bankahrunsins seinki framkvæmdinni um 6-12 mánuði. Nú er stefnt að því að gangsetja fyrsta áfanga álversins í Helguvík eftir mitt ár 2011.
Maður verður að óska suðurnesjamönnum til hamingju með
þessa framkvæmd, ekki er það fólkinu þar að kenna að við
hér norðan heiða fáum ekki álver alveg á næstunni það er
heldur ekki fólkinu að kenna að stjórnmálamenn þessa lands
eru ekki að standa sig sem skildi.
Þeir munu bara súpa seiðið af því síðar.
Þekki vel atvinnusöguna á suðurnesjum og þetta Álver þurfti
að koma eða eitthvað sambærilegt, því annars hefði allt farið í
kalda kol, og alveg sérstaklega nú eftir að allt féll.
Ég veit líka að Suðurnesjamenn hugsa vel til okkar, enda margir
að norðan komnir og ekki veitir af því hér er allt að sigla í strand.
Bara til hamingju fólk Suðurnesja.
Kveðjur frá Húsavík
![]() |
Helguvík í gang 2011 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enn og aftur sannast það.
3.1.2009 | 17:47

Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýna
Mér hefur alltaf fundist að við sætum ekki við sama borð og þeir á Suðurnesjunum. Skilaboðin frá stjórnvöldum, og nú síðast framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, virðast vera þau að ekki sé vilji til þess að byggja upp atvinnu hér í Norðurþingi með sama krafti og á höfuðborgarsvæðinu," segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags í Norðurþingi.
Þér hefur alveg sýnst rétt besti maður.
Aldrei höfum við setið við sama borð og þeir fyrir sunnan.
Man ég svo gjörla eftir því er þetta var að gerast þá ung ég var
í henni Reykjavík að alast upp, þá sögðu sunnanmenn: ,, Æ þeir
geta nú bara þagað þarna úti á landi eða það ætti nú bara að
flytja þetta lið á mölina".
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra greinir frá því í grein í Fréttablaðinu í dag að hann hafi ákveðið að staðfesta fjárfestingasamning vegna allt að 360 þúsund tonna álveri í Helguvík. Samningurinn er sagður forsenda þess að mögulegt verði að fjármagna framkvæmdir í Helguvík, með lánum frá fimm erlendum bönkum. Álverið mun fullbúið þurfa um 550 megavött af rafmagni.
Nokkurrar óvissu gætir nú um fyrirhugaðar álversframkvæmdir Alcoa á Bakka í Norðurþingi. Viljayfirlýsing um áframhald verkefnisins var ekki endurnýjuð í haust. Forsvarsmenn Alcoa hafa þó sagt að þeir hafi áfram áhuga á uppbyggingu álsvers á svæðinu.
Fjármögnun framkvæmdanna í Helguvík er ekki möguleg sem stendur vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum í heiminum. Fjármálastofnanir í heiminum halda að sér höndum og lána ekki fé nema í litlu mæli.
Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir í grein á vefsíðu Samfylkingarinnar að álver í Helguvík eigi að vera síðasta álverið hér á landi, að minnsta kosti í bili. Einblína eigi á aðra þætti þegar hugað er að atvinnulífi. Ég tel hins vegar að ríkisstjórnin eigi að lýsa því yfir að þetta verði síðasta álverið sem rís á Íslandi um fyrirsjáanlega framtíð og nú verði mótuð ný atvinnustefna með áherslu á nýsköpun, fjölbreytni í atvinnulífinu og jafnvægi milli atvinnugreina. Stjórnvöld eiga að nýta umþóttunartímann sem nú gefst til að leita annarra og vistvænni kosta á sviði orkufreks iðnaðar, t.d. á Norðurlandi þar sem mikil þörf er á atvinnuuppbyggingu," segir Skúli í grein sinni.
Sem sagt við getum enn þá bara etið skít og verið stillt,
Við eigum að bíða eftir að einhverjir sem verða skipaðir í
nefnd til að kanna umhverfisvæna kosti til handa okkur.
Ef við ekki sættum okkur við það, ja þá getum við bara
flutt í burtu. Það gerir fólk náttúrlega er það er búið að
missa allt sem það á, en sjáum til ætli við rísum ekki upp
og gerum eitthvað róttækt í málunum.
Aðalsteinn segir það vera einkennilega forgangsröðun að atvinnulíf á landsbyggðinni sé sett aftar í forgangsröðina en atvinnulíf á Suð-Vesturhorninu. Það er vonandi að það verði hægt að skapa sem flest störf. En það eru vitaskuld vonbrigði að sjá það, skýrt og greinilega, að það er lítið að marka yfirlýsingar stjórnamálamanna er varðar atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Margir hafa líst yfir stuðningi við álversuppbyggingu en alltaf hefur þó verið meira forgangsmál að bæta við álveri á atvinnusvæðinu á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnmálamenn, sem með réttu ættu að vera í mikilli naflaskoðun vegna atburða síðustu mánaða, mega ekki gleyma því að þenslan í hagkerfinu hér var fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Í Norðurþingi hefur verið kreppa í 10 til 15 ár líkt og víðar annars staðar. Þessar fyrstu vísbendingar um hvert á að stefna, þegar kemur að forgangsmálum í atvinnuuppbygginu, eru því miður ekki í takt við væntingar mínar," segir Aðalsteinn.
Væntingar þínar Aðalsteinn minn voru og eru einnig okkar
væntingar, en það hefur sannast að aldrei er hægt að treysta
ráðamönnum þessa lands hversu málgóðir sem þeir eru.
Það var ansi gott hjá mætum manni hér um daginn sem sagði:
,, Við þurfum sérfróða menn til að vinna í þeim málum sem
sérþekkingu þurfa, en síðan þurfum við að velja fólk til stjórnar
sem þekkir mannlífið í landinu".
Þar er ég svo hjartanlega sammála.
Við höfum ekkert að gera við menn sem aldrei hafa komið upp fyrir
Ártúnsbrekkuna.
Berjumst fyrir rétti okkar sem er að allir hafi sama rétt, bæði til búsetu,
vinnu og að maður geti lifað af sínum launum.
Milla.
![]() |
Ósáttur við forgangsröðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Útsöluæði!
3.1.2009 | 11:25
Já þeir sem hafa unnið í verslun vita hvað ég er að tala um
útsöluæðið er alveg sérstakt æði.
Fólk kemur og kaupir bókstaflega allt, " Af hverju?"
Jú það er svo ódýrt. Hafið þið heyrt þennan áður?
Það hef ég, en hef aldrei skilið þetta samt, en eigi að marka
mig ég er svo spes.
Hvernig skildi þetta verða núna þegar allar vörur voru komnar
á uppsprengt verð löngu fyrir jól, ekki er ég að meina að það hafi
verið kaupmönnum að kenna nei það var gjaldeyririnn sem var svo dýr.
Það sem ég er að reyna að koma orðum að er: ,, fólk er atvinnulaust,
það eru nýafstaðin jól, aldrei hafa fleiri þurft á aðstoð hjálparstofnanna
að halda og hvernig í fjandanum á þá fólk að hafa efni á að kaupa á útsölu
frekar en fyrir jólin, allavega hef ég eigi efni á því".
Eigið góðan dag í útsölunum.
Milla
![]() |
Útsölur að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fyrir svefninn.
2.1.2009 | 22:09
Jæja gott fólk, þetta eru nú búin að vera meiru spillinga-jólin.
Hér hefur verið etið viðstöðulaust síðan 23/12 2008 og þarf
ég vart að taka það fram að allir kenna hinum um, en vitið, það
er bara ekki þannig.
Sko maður gerir í því að útbúa tækifæri til að borða og það ætíð
góðan mat fyrir utan tertur, smákökur, eftirrétti, sælgæti, osta,
kex og bara nefnið það.
Í kvöld var tekin ákvörðun eftir mikið pizzsuát sem voru heimalagaðar
með nautakjöti, lauk, sveppum, bernes og frönskum að nú skildi tekið
á því. Við mæðgur Dóra og ég fórum í lífstílsbreytingu á síðasta ári og
gekk það afar vel.
En eins og þið vitið þá er erfitt að halda svoleiðis yfir jól og þó ekki, ef
maður er nægilega stabill þá getur maður það.
Það gerðist bara ekki um þessi jól og er ég búin að vera afar undrandi yfir
flökurleika, magakveisuverkjum, hausverk og fleiri fylgikvillum með ofáti.
Eruð þið nokkuð undrandi? Nei auðvitað ekki.
Nú verður tekið á málum á nýjan leik.
Litla ljósið er ennþá hjá okkur og er Dóra frænka hennar að setja hana í
sturtu síðan þarf að lesa fyrir hana eina sögu svo sofnar hún eins og engill
þessi elska.
Dóra fer heim á morgun, en veit ekki með englana mína hvort þær geta
slitið sig frá ömmu sinni
Góða nótt kæru vinirMilla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hugleiðingar í byrjun dags.
2.1.2009 | 12:32
Hugleiðingar í byrjun dags á vel við um hádegisbil, er það
ekki byrjun dags um þessar mundir?
Heiðursmerkin að vanda um áramót, allir brosandi út að eyrum
skjálfandi yfir þeim heiðri sem forsetinn sýnir þeim, aldrei skilið
þetta, ekki það að ég efist um að þetta fólk allt eigi heiðurinn skilið,
jú alveg örugglega.
Það eru bara svo margir sem eiga heiður skilið, fyrir svo margt og
mikið í gegnum tíðina, afi minn fékk til dæmis svona orðu, guð þetta
þótti mikill heiður, man nú ekki eftir því að hann hafi breyst eitthvað,
Hann fékk hana að ég held fyrir sína góðu vinnu að bankamálum
shittur, eins gott að það eru mörg ár síðan hann dó, ósóminn var
ekki byrjaður í þá daga allavega ekki í því formi sem hann er í dag,
Eða hvað veit ég um það?
**********************
Eitt skil ég bara ekki, það er að þessir krakkar sem eru svo reið að
rúðufjandarnir fá eigi að vera í friði fyrir þeim út um allan bæ.
Vita þau ekki að við þurfum að borga þetta á einn eða annan hátt
þá eru minni peningar í buddu foreldranna.
***********************
Þjóðarátak til nýrra sóknar, hver fjárinn er það? Auðvitað
verðum við sótsvartur almúginn að bjarga okkur út úr
þessum vanda eins og við höfum gert allt aftur í aldir,
Þurfum hvort sem er að borga brúsann, engin annar gerir það.
Við komum einnig til með að borga ferðalög forsetans á næstunni
úr á land, sko til að stappa í okkur stálinu, svei skítalikt,
Við getum sjálf stappað í okkur stálinu og stutt við bakið á hvort öðru.
Höfum gert það allar götur.
***********************
Vonandi eigið þið góðan dag í dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fyrir svefninn.
1.1.2009 | 22:53
Er bara orðlaus í dag svo ég sendi ykkur bara kvæði
eftir Bo Bergmann í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Liljan í Paradís
Í Skarfafirði, á Flandraraeyri,
við flónsku, drósir og skipalýð
og fleira, er bezt mun að fáir heyri,
bjó fiski-Lína á sinni tíð.
Hún lifði á jörðinni svona og svona,
við siðagæslunnar refsihrís.
En syndablómið, hin seka kona,
er samt orðin lilja í Paradís.
Því meira aldrei var syndin svarta
en sót á rúðu, er hún grét á brott.
En fyrir innan, í hennar hjarta,
var hreynt og fallegt og bjart og gott.
Það bjó þar smástelpa altaf inni,
sem aldrei gleymdist, hve ljúf það var
að vakna heima með sól í sinni,
er sængurkaffið hún mamma bar,
við kisu í búrinu og kýr í haga
og kvak í fuglum um tjörn og skóg,
til léttra stunda um langa daga
við leik í heyi og á berjamó.
Þótt saurgað allt væri og svívirt annað,
var sópað þar inni og prýtt sem fyr,
og bæði grönnum og gestum bannað,
að ganga um harðlæstar klefans dyr.
Þó henti, er myrkrið hvern geisla gleypti
og gamlar minningar brunnu á kinn,
að sjálfkrafa opnaðist hurð og hleypti
þar hrjáðri smásystur snöggvast inn.
En fyrst, er Lína á fletinu auða
sem flík á sorphaugi gömul lá.
hrökk allt á gátt, og í dimmu og dauða
frá dýrð þess herbergis ljósi brá.
Og út var telpan af engli hafin,
sem upp til skýja í dansi steig.
En hin, sem ekki var hún, var grafin
í hjúpi og kistu með grenisveig.
Góða nótt kæru vinir og megi gleði og kærleikur
fylgja ykkur inn í nýtt ár.
Milla .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Kossar knús og kveðjur.
31.12.2008 | 12:29
Sendi öllum mínum bloggvinum og öðrum
þeim sem lesa bloggið mitt hugheilar óskir
um gleðilegt ár farsælt komandi ár og
innilegt þakklæti fyrir það liðna.
Verið bjartsýn og trúið á að þið fáið það sem
þið viljið, en athugið! það þarf að láta
vita hvað maður vill.
Ég til dæmis fer fram á betri heilsu og þess vegna fer ég fram
á þann kraft sem ég þarf til að efla heilsuna,
því ekkert kemur af sjálfum sér.
Ég bíð um frið, réttlæti, gott viðurværi til handa okkur öllum, sannleika,
tillitsemi, kærleika og að við kunnum að meta það sem við eigum,
það vantar oft mikið upp á að við munum hvað við eigum gott.
Horfið í kringum ykkur og nemið hvað er að gerast hjá öðrum í sambandi við
endalaus veikindi og vandamál sem fylgja þeim, lítið svo í eigin barm
og hugsið.
Guð veri með ykkur alla tíð.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Alveg frábær hugmynd.
30.12.2008 | 16:51
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sendi þér skilaboð: Mínir kæru bloggvinir! Um leið og ég sendi ykkur hugheilar óskir um farsæld á nýju ári langar mig til að þakka fyrir mig, og þær ánægjustundir sem þið hafið veitt mér á árinu sem er að líða með skrifum ykkar. Ef þið bara vissuð hvað þið hafið glatt mig ósegjanlega mikið, á erfiðum stundum, jafnt sem góðum stundum. En, nú stöndum við öll á tímamótum, brátt kveðjum við árið sem allt hrundi, og tökum á móti nýju ári, ári óvissu og erfiðleika, en um leið ári væntinga og sigra. -
Því langar mig til að biðja ykkur um að taka undir bón mína, sem ég færði fram á bloggi mínu, um þögn á miðnætti þess 31. des.
Ástæðu bónar minnar ætla ég ekki að útskýra frekar því það stendur á bloggsíðu minni.
Hugmyndin er að þið komið þessari bón áfram til allra sem þið þekkið, talið við, eða skrifist á við, fram að áramótum.
Hugsunin er að stoppa allar flugeldasprengingar og aðrar sprengingar frá kl: 23:55 til kl: 24:05 og í stað þess að sprengja á þessum tíu mínútum tökumst við í hendur, eða haldið utan um alla nærstadda og sendum orku og kraft, til þeirra, út til fjölskyldu, vina og ættingja, og til þjóðarinnar allrar.
Um leið og við hugleiðum það ár sem liðið er, og hvað við lærðum af því. - Og hugleiðum hvers við væntum af komandi ári, og hvernig við viljum vinna þeim væntingum brautargengi. Ég mun standa á þessum sömu mínútum og senda ykkur bloggvinir mínir, orku mína og kraft, og mínar óskir um farsæld á komandi ári, okkur og þjóð okkar til handa. Nánari skýringar á blogginu mínu.
Ég tek heilshugar undir þetta með henni Lilju því okkur veitir ekki af
að staldra smá við og hugsa um komandi tíma.
Þegar ég var að alast upp var það þannig á gamlárskvöld að fólk stóð
í hring hélst í hendur og söng með útvarpinu/seinna sjónvarpinu
Nú árið er liðið, síðan var faðmast og grátið smá því allir elskuðu alla svo
mikið, allavega táraðist ég alltaf, mér fannst þetta hátíðlegasta stund
ársins. Nú eru þessi ár liðin fyrir margt löngu síðan, en hvernig væri að
snúa þessu dæmi við og njóta áramótanna síðan geta þeir sem vilja farið út
og skotið að vild.
Allavega mun ég njóta áramótanna og ætla ekki að skjóta neinu upp
hef aldrei gert það og mun ekki byrja á því núna.
Ég er nefnilega eins og hundarnir vill helst skríða undir rúmaf tómri hræðslu.
Verið góð og elskið náungann.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fyrir svefninn.
29.12.2008 | 21:38
Góða kvöldið kæru vinir, eigi hef ég nú ritað stórt yfir þessa yndislegu
daga sem liðnir eru, hef bara verið á hækjunni og haft það bara gott
á henni milli þess sem í rúminu hef hvílt, borðað, lesið, spjallað og hvað
annað sem í hugann hefur komið.
Já vitið þið að það er bara býsna sem í hugann leitar er maður liggur og
hlustar á góða músík, þá reikar hugurinn og ýmislegt kemur upp sem
gott og holt er að muna.
Eins og til dæmis þótt ég sé með einhverja verki þá er margur annar sem
hefur það ver en ég, einnig má ég þakka fyrir að ég sé ekki námsmaður
erlendis eða öryrki, betra að vera bara öryrki á voru Fróni.
Afar þakklát er ég fyrir fjölskyldu mína sem er það besta sem ég á og get
aldrei þakkað þeim allt sem þau hafa fyrir mig gert ég elska þau meira en
allt annað.
Verð svo að tala um hina yndislegu vini sem eru út um allt.
Þeir eru bara ómetanlegir, styðja mann í öllu sem kemur upp á hjá manni.
Verið góð við hvort annar og sýnið hvort öðru virðingu.
Veiztu?
Þú sagðist elska sæinn.
Eg sat við hann um daginn.
Og síðan hef ég unað oft
og unað heitt við sæinn.
Hann seiðir mig við síðkveld
í saknaðardrauma.
Hann vaggar þreyttum vonum
á bylgjum blárra strauma.
En veiztu, hvaða vonum
hann vaggar, þegar kveldar?
Og veiztu, að bak við djúp og draum
brenna ungir eldar?
Þú segist elska sæinn.
---Eg sit við hann og þrái.
Veiztu að ég vildi
vera særinn blái?
Magnús Ásgeirsson.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
HALLÓ! Halló! Lesið þetta.
28.12.2008 | 19:03
Langar til að benda á afar þarfa lesningu, linkurinn á hana
kemur hér.
http://blaskoga-tinna.blog.is/blog/audurproppe/entry/755911/
Það virkar ekki linkurinn svo þið endilega bara setjið þetta inn
og lesið kæru vinir því það er afar brýn þörf á umræðu um þetta málefni.
Vona að þið hafið það gott og að við getum látið öðrum líða vel með því
að koma því til leiðar að þeir sem lenda í svona ofbeldi séu ekki einir
Því við höfum öll að einhverju leiti lent í einhverskonar ofbeldi.
Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)